Lögberg - 23.04.1931, Síða 3

Lögberg - 23.04.1931, Síða 3
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 23. APRÍL 1931. Bla. 3. LYDIA - EFTIR ALICE DUER MILLER. En þegar þær komu í lögmannsskrifstof- uiia, var þar enginn nema stúlka, sem gerði vélritunina, Miss Finnegan. “Hvar er Mr. O'Bannon?” spurði Lydía í þeim tón, að það var rétt eins og hún áliti, að hann hefði brugðið loforð sitt með því að vera þar ekki. Miss Finnegan leit upp frá því, sem hún var að gera og horfði ofurlitla stund á þennan óvænta gest, sem svona var gustmikill. “Mr. O’Bannon er í réttarsalnum,“ sagði hún, og sagði það þannig, að auðheyrt var, að hún geiði ráð fyrir að það væri nokkuð, sem allir »ttu að vita. Rétt í þessu kom Miss Bennett inn í herbergið, því luin liafði ekki getað fylgt Lydíu eftir. Hún var liæglát og góðlátleg, eins og ávalt. “Við þurfum endilega að tala við hann,” sagði hún. Miss Finegan sagðist geta símp,ð. Það gæti skeð, að hann gæti komið yfir rétt sem snöggvast. Hún símaði, en sagði ekkert, þeg- ar hún var búin. “Hvenær kemur hann?” spurði Lvdía. “Þegar hann hefir tíma til þess,” svaraði Miss Finnegan heldur kuldalega. Lydía var ekki vel ánægð með þetta, en það var ekki til góðs að gera. Fólk var alt af að koma ijm og öllum, sem komu, reið svo mikið á því að sjá O’Baunon og Lydíu fanst að alt væri þetta fólk í einhverjum vandræðum og alt virtist það hafa trú á því, að liann gæti eitthvað hjálpað sér. Miss Bennett hafði stöðugar gætur á Lydíu og var mjög áhyggjufull út af því, að hún mundi kannske gera eitthvað, sem hún ætti ekki að gera. Lydía var því óvön, að þurfa að bíða eftir öðrum. Bankinn, tannlæknirinn, kaup- naaðurinn og allir aðrir, sem hún hafði eitt- hvað við að gera, voru fyrir löngu búnir að kei'a, að það var hollast að sinna Lydíu fyist. Loksins kom O’Bannon. Lydía reis þegar á fætur. “Mr. O'Bannon” sagði hún. Hann rétti upp hendina. “Rétt augnablik,” sagði hann . Hann var að hlusta á éitthvað, sem gömul kona var að segja við liann og leit ekki einu sinni í áttina, þangað sem Lydía var. Samt þóttist Miss Bennett sjá, að hann vissi af þeim að minsta kosti. Nú var Lydía stilt og sýndi enga óþolinmæði. Hún var sjáanlega ráðin í því, að taka nú á því bezta, sem húp átti til. Miss Bennett hafði aldrei séð liana koma fram eHis prúðmannlega og góðlátlega eins og nú, og það var eins og steini væri af henni létt. “Mr. O’Bannon!” sagði Lydía, “eg tek mér fjarska nærri, hve harðan dóm stúlkan mín, Evans, hefir fengit?. ” Miss Bennétt horfði á ]>au, eins og mann- eskja, sem sér eitthvað sem henni er alveg óskiljanlegt. Svona elskuleg hafði Lydía aldr- ei áður verið. Hún sá ekki hvernig O’Bannon gat hjá því komist, að gera fyrir hana alt, sem hann gat. Hún sá, að hann horfði blíðlega á Lydíu og henni fanst hann drekka í sig hvert °rð, sem hún sagði. Þau töluðu alt af lægra og tegra, þangað til hún heyrði alls ekki hvað þau sögðu. Henni fanst, að ef einhver ókunn- ugur sæi þau þama, mundi hann halda, að hér v*ri um elskendur að ræða. “Hún er engin glæpamanneskja,” var Lydía að segja. “Hún féll fvrir freisting- unni 0g hún meðgekk strax. Viljið þér ekki kjálpa mér til að losa hana undan þessum ó- sköpum.” “Eg get það ekki,” sagði hann í hálfum nljóðum. “að er orðið of seint. Hún hefir verið dæmd. ” “Það er kannske of seint, svona frá vana- legu sjónarmiði, en það eru alt af einhverjir nukavegir. Þér hafið svo mikið vald, og manni Lnst að þér getið gert alt, mér finst það. Ger- þér þetta fyrir mig.” “Þér hefðuð getað gert þetta sjálfar, svo Pægilega, áður en hún var dæmd. ” “Eg veit það, og þess vegna tek eg mér þetta svo nærri.” Nú lækkaði hún róminn svo mik- Miss Bennett gat ekki heyrt meira. Það var ekki til neins að hlusta, þau voru víst al- Veg þögnuð. Sýndust ekki einu sinni draga andann. Alt í einu reisti hann höfuðið og gekk tvö Cna þrjú fet aftur á bak. “Þetta er ómögulegt, ” sagði hann; “þó eg Vícrj viljugur að þverbrjóta lögin, þá gæti eg okki gert það.” ' Það var auðséð, að Lydíu mislíkaði. “Þér 0lgið við, að þér viljið það ekki, ” sagði hún. “Nei,” sagði liann hæglátlega. “Eg segi ?ara oins og er, eg get það ekki. Þér hafið att tvö tækifæri til að hjálpa henni; fyrst PuR-ar eg kom til yðar, daginn eftir að þjófn- ■ij urmn Var framinn, og svo aftur, þegar þér u tuð tal við dómarann. Því hjálpuðuð þér henm . í?erði kún það ekki? Hún vissi það ekki ■ .lnlt, en hún svaraði strax: ‘‘Eg skildi þetta ekki—” “Þér reynduð ekki að skilja það,” sagði nnn með þessari köldu rödd, sem minti hana Iseboro. “Eg reyndi að segja yður, hvað þ en Þ6r kiðuð ekki eftir að fieyra a • Hómarinn reyndi þetta líka, en þér vild- fólt* * ^lusta á hann. Það er ekki oft, að tt ^°^.st þriðja tækifærið, Miss Thorne." enni féll ekki, hvernig O’Bannon sagði þetta, en þó féll henni enn þyngra, að hún fann, að' hún gat ekki komið fram því sem hún vildi. “Eruð þér að taka það að yður, að segja mér til syndanna og ávíta mig?” “Nei, eg er bara að segja yður, hvernig þessu er varið í raun og veru.” “Eg trúi því ekki, að þetta sé svona,” sagði hún. Þó hún væri nú reið orðin, þá ætlaðist hún samt sem áður ekki til að þetta væri eins móðg- andi, eins og það.í raun og veru var. Hún liélt enn að einhver vegur væri -til að laga þetta. O’Bannon bara sneri sér frá lienni; lvfti hendinni og sagði| þeim, er næstur var, að nú væri hann tilbúinn að tala við hann. Það var ekkert fyrir Lvdíu að gera annað en fara og hún lét heldur ekki standa á því. Það gekk alveg fram af Aíiss Bennett, hvernig hún talaði um O’Bannon á leiðinni heim. Fáum dögum síðar flutti Miss Thorne aftur til New York. Miss Bennett var alt. af illa við, að vera annars staðar en í borginni, sem kom helzt til af því, að þá var hún enn meir undir þumalfingrinum á Lydíu. 1 New York átti hún marga vini og í borginni var henni hægra um vik að finna þá. Á hverjum morgni, þegar hún var búin að því sem hún þurfti að gera í húsinu, og gekk hún eitthvað út. Henni þótti næstum eins gaman að ganga, eins ogj flestum stúlkum þykir að dansa. Hún þurftii líka mjög oft að fara í búðimar, stundum fyrir Lydíu, stundum fvrir heimilið og stund-j um fyrir sjálfa sig. Hún kom svo heim um hádegisbilið til að borða og eftir það þurfti hún mörgu að sinna, því hún var í mörgum félögum og mörgum nefndum. Flest voru það líknarfélög af einhverju tagi. Klukkan fimm drukku þær vanalega te, og þá þurfti hún að vera heima til að sjá um að alt væri sem þægi- legast og skemtilegast fyrir Lydíu, bjóða ein- hverjum að koma,. sem Lydía vildi hafa, og sjá um, að þar væru engir, sem hún vildi ekki hafa. Svo kom miðdagsverðurinn, einstaka- sinnum heima, þegar Lydía hafði gesti, en oft- ast borðuðu þær annars staðar. Það helzta, sem fyrir kom um veturinn, var það, að Lvdía koms-t í náin kynni við mann, sem Stephen Albee hét og hafði áður verið ríkis- stjóri í einu af stærri ríkjunum. Það hefði sýnst líklegra, að Elinóra og hann hefðu orðið orðið góðir vinir, en svo var þó ekki, enda höfðu allir, sem hún hafði helzt verið í kynni við, verið ungir menn og fallegir. Albee hafði einhvern tírna verið fallegur maður, og var það í raun og veru enn, en liann var kominn yfir fimtugt og bar það greinilega með sér, að hann var farinn að eldast. Hann kom til New York í einhverjum áríðandi erindum fyrir stjórnina í Washington. Rak hann þetta erindi* með svo miklum mjrudarskap og dugnaði, að farið var að tala um hann sem forsetaefni. Vinir Lydíu fój’u að stijiga saman nefjum um það, að það væri ekki nema rétt eftir henni, að lenda* í Hvítahúsinu. Þar að auki var Albee auðug- ur, átti silfurnámur meðal annars, og var ekkjumaður. Það leyndi sér ekki, að þessum manni sýndi Lydía meiri virðingu, heldur en hún hafði sýnt nokkrum öðrum manni, og hún fór nú alt í einu að hafa áhuga á stjórnmálum, en alla sína þekkingu hafði hún frá þessum nýja vin sínum. “Mér fellur óttalega illa, «ð Lydia getur nú ekki lengur um neitt annað talað, eða hugs- að, en um stjórnmál,” sagði Elinóra. “Og það eru æfinlega þessi stórmál, sem hún talar helzt um.” Hinum gömlu vinum ínkisstjórans leizt heldur ekki sem bezt á þennan kunningsskap hans við Lydíu, en kunningsskapurinn fór sí- vaxandi engu að síður, og það bar töluvert mikið á lionum í félagslífi ríkisfólksins. Hún sat tímunum saman og hlustaði á þá rannsókn, sem liann var að framkvæma fvrir stjórnina og sem fór fram opinberlega. Og á kveldm voru þau oftast saman í leikhúsinu, eða ann- arsstaðar. Það vildi svo undarlega til, að Albee og Lydía kvntust fyrst í samsæti, sem félag það stóð fyrir, sem safði sett sér það ætlunarverk að bæta kjör fanganna, en forseti þess var gamla, göfuga konan, sem Lydía hafði einu sinni orðið svo ergileg út af, vegna þess að Miss Bennett hafði boðið henni til máltíðar á heimili þeirra. Tilgangurinn með þessu sam- kvæmi var sá, að auglýsa félagið, fá fólk til að taka þátt í þvík eða með öðrum orðum, að afla peninga. Albee var aðal ræðumaðurinn, ekki vegna ]>ess, að hann liefði neinn sérstakan á- huga á þessu máli, lieldur vegna þess, að hann var sá af stjómmálamönnum, sem einna mest bar á, þeirra er þá voru staddir í New York, en það var svo sem auðvitað, að allir vildu heyra þennan mikla mann tala. Forstöðukona félagsins, Mr^. Galton, hafði talað um þetta málefni við Alibee , og oflioðið hversu mjög hann lét sér liggja þetta mikla áhugamál henn- ar í iéttu rúmi. Hann grujiaði hvað til stæði og vildi gjarna komast hjá að sækja þetta samkvæmi og tala þar. Mrs. Galton vissi liins vegar, að jiafn hans var miklu meira virði, heldur en skoðanir hans á málinu, og með tölu- verðri lægni og eftirgangsmunum fékk liún hann til að lofa því, að koma og flytja ræðu. Hún efaði ekki að þetta væri hyggilega ráðið, vegna ræðumannsins sjálfs, lxvað sem skoðun hans liði. Það sem hún óttaðist mest var það, að hann mundi tala alt of lengi, þegar hann einu sinni væri kominn af stað. Hún hélt líka, að það væri gott i*áð, að sitja einhvern við borðið hjá honum, sem honum geðjaðist vel að. Það mundi koma hojium í gott skap. Það var vonlaust, að hún gæti sjálf gert það, svo gömul og ólagleg sem hún var orðin. Henni datt Lydía í hug. Hún hafði þá um haustið KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Orficc: 6tli FXoor, Bank of Hamilton Cliambers. Frá íslandi Akureyri, 23. marz. Dágóður fiskafli hér á firðin- um, mest stærðar þorskur, en magur. Seladráp einnig talsvert að undanförnu. Aðalfundur Kaiupféla'gs Ey- firðinga er nýlega afstaðinn. — Vöruvelta félagsins liðið ár, mn- lendar og útlendar vörur sam- tals sex miljónir, 300 þús. krónur. Er hærri en nokkru sinni áður, og einni miljón hærri en 1929. Arður af starfsemi ársins 170 þús. kr. Úthlutað er arði 9% af á- góðaskyldri vöruúttekt félags- manna, eru sameignarsjóðir fé- lagsins 698,000 kónur, séreignar- sjóðir 708,000 kr., innstæðui fé- lagsmanna í innlánsdeild og reikningum 707 þúsundir. Sóttvarnar ráðstafanir ve'gna inflúensunnar 'hafa þegar kostað Akureyrarbæ yfir 2,000 kr. Halda þær enn áfram. Eru átta í sótt- kví nú. — Mgbl. • Norðfirði, 31. marz. Þega fiskimatsmenn ætluðu til vinnu í morgun við fiskpökkun, voru þeir stöðvaðir af verkfalls- mönnum og reknir jburtu með valdi. Dálitlar ryskingar hafa orðið hjá fiskigeymslu’núsum þar sem| pökkun fer fram. — Mgbls. Seyðisfirði, 1. apríl. Unfeur maður, Sigurður Magnús- son frá Hjartarstöðum í Eiðaþing- há, var fyrir nokkru á leið heim til sín frá Seyðisfirði. Ætlaði hann að stytta sér ieið og fara svo kall- aðan Afréttarveg, er stundum er1 farinn á vetrum, en er mjög vand- rataður. Þarna rak svarta byl á manninn og varð hann þess brátt áskynja, að hann mundi fara villur vegar. Bjóst hann þá um þar sem hann var kominn og gróf sig í fönn. Daginn eftir var bjartara veður. Sá ihann þá, að hann var staddur í svo kölluðum Hraundal, sem liggur til Loð- mundarfjarðar. Heim komst hann til sín um kvöldið, ókalinn, es nokkrir menn höfðu verið að leita að honum dauðaleit um daginn. —Mgbl. FRÁ DANMÖRKU. Staunin'g ] forsætisráðh. ætlar að ferðast til Ameríku um miðj- an júlí, eftir því sem “Politiken” segir. Ferðast hann um Banda- ríkin alt til Californíu og svo um Canada, og leggur af stað heim- leiðis í lok þeptembermánaðar. Forstjóri Serum-stofnunar rík- isins, dr. Thorvald Madsen, hef- ir hlotið verðlaun úr verðlauna- sjóði þeim fyrir danska menn og konur, er Holger Petersen stórkaupmaður I stofnaði. Verð- launin eru 27,646 kr., og fylgir þeim engin kvöð né skilyrði. Áð- ur 'hafði að eins einn maður hlot- ið þessi verðlaun, Vilhelm Thom- sen prófessor, sem nú er látinn. Adam Poulsen leikhússtjóri, hefir tilkynt kenslumálaráðuneyt- inu, að hann muni sennilega heil- brígður orðinn og starfsfær í lok septembermánaðar, og hefir því afturkallað orlofsbeiðni sina. - Mgbl. FÁIÐ BAÐÞURKUR Á ÞENNA ÓDÝRA HÁTT Nóg af þurkum er húsmóðurinni þœgilegt aö liafa, stórar, mjúkar, jaldaðar þurkur 20 og 40 þuml., úr besta efni, með fallegum tvílitum borðum getið þér fengið fyrir að- eins 1 MIÐA AF ROYAL CROWN SOAP POWDER EÐA GOLDEN WEST WASHING POWDER og 25c. pœr eru helmingi meira rirði. Kaupið pakka af Royal Crown Soap Powder, eSa Golden West W'ashing Poívder. SendiS osa miS- ann og 25c meS nafni ySar og utanáskrift og þér fáiS þurkurnar meS póstinum. Hafiö alt af annaðhvort af Sérstök kjörkaup. þessu við hendina til að hreinsa diska, ilát, gólf og viðarverk. Hið besta fyrir þykkan fatnað og margt fleira þesskonar. MATSALINN YÐAR SELUR ÞAÐ pér getið sent tvo miða og 45c og fengið tvœr þurkur. ASeins miSar af þessum tilgreindu vörunj gilda fyrir þetta, en þaS má endurtaka eins oft og þér viijiS. fhe Royal Crown Soaps Ltd. Winnmei? WRITE FOR FREE PREMIUM LIST THE DOMINION BISINE8S COLLEOE —on the Mall For over twenty years our business has been to impart to young men and women a thorough, practical business training. Our courses of study are arranged with the view of developing initiative and greater business capacity, as well gs to enable the student to master all details of modern business. The evidence that we have succeeded in all this is to be found in almost every office of con%equence, not only in AVinnipeg, but throughout the West, and even beyond our own country. Among our most brilliant students we have always counted a representative of the Icelandic race. Tljeir power of application and love of leaming make their task easy. In our large new building we hav§ gi eater facilities tlian ever. The Dominion is really the logical place for a^business training. Come and join us. Your fellow students will be from the better class of homes. This will assure you of a happy, as well as profitable, student life. Headqciarters: THE MIALL Branches: ELMWOOD and 8T.JAMIE8 sýnt henni, og fleiri stúlkum fangelsi, þar sem afbrotamenn Voru geymdir, til aÖ reyna aí5 vekja meðaumkvun þeirra með þeim. Líka hafði Lydía komið að sjá hana viðvíkjandi Evans, því hún lét sér alls ekki á sama standa um hana. Hún hafði hvað eftir annað beðið Miss Bennett að finna hana og gera fyrir hana alt, sem hægt væri. DR. B. J. BRANDSON 2X6-220 Medical Arte Bldg Cor. Gráham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefanson tslenzkír lögfrœðingar 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hitta,á efUrfylgj- andi tímum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Piney: priðja föstudag 1 hverjum mánuði. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœðingur Skrifst.: 411 PAR.IS BLDG. Phone: 24 471 DR. J.STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12 í. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsími: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaður 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Síml 23 082 Heima: 71753 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City HaJI Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Sími: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœðingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinú 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC af öllu tagi. Phone: 26 349 Drs. H. R. <& H. W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Life Bldg. WINUIPEG Annast um íasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrlfstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAÞ ARTS BLDG. Simi: 28 840 HeimiUs: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 605 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24171 Dr. Ragnar E. Eyjolfson Chiropractor Stundar sérstaklega Gigt, Bak- verk, Taugaveiklun og svefnleysi Skriftst. sími: 80 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BLDG. 294 PORTAGE AVE. G. W. MAGNUSSON Nuddlceknir 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Viðtals timi klukkan 8 til 9 að morgninum . DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Simi: 23 742 Heimilis: 33 328 — A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allxr útbúnaður sá bezU Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talstmi: 86 607 Heimilis talsími: 68 302 ♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦“•'♦♦♦♦* “KINGFISHER” ' GILL NETTING I T t t : t t T t t ♦♦♦ ♦♦-♦4 T t t t t T t t t t T T T T t t t t t t ♦:♦ A A Made by JOSEPH GUNDRY and CO. LÍMITED BRIDPORT, ENGLAND Established Over 250 Years Best Quality Linen Gill Netting Super Quality Sea Island Cotton Fáið okkar prísa áður en þér kaupið Office and Warehouse: 309 Scott Block, Winnipe^ W# FLOWERS, Sales Representative PHONE 86 594

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.