Lögberg - 13.08.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.08.1931, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines Ri«" (0T(1 l'l'tf ited i«»® For Service and Satisfaction PHONE: 86 311 Seven Lines 44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. AGÚST 1931 NÚMER 33 Minni Nýja Islands Ræða flutt á Islendingadaginn að Hnausum, Man., 3. ágúst 1931. Eftir Dr. O. Björnson. Eg er hingað kominn í dag, af því að eg var beðinn að koma, og enn fremur af því, að mig lang- aði til að koma. Mér fiist að nokkru ileyti, eins og eg sé að koma heim til mín, þegar eg kem á þessar æskustöðvar mínar, því einmitt hér í igrendinni byrjaði æfi mín í Ameríku, og þó eg væri aðeins barn að aldri þá, geymi eg samt margar endurminningar frá landnámsárunum, sumar hlýj- ar, sumar sorglegar. Mér þykir það stór sómi, að vera gamall Ný-íslendingur, og eg hefi æf- irílega mikla ánægju af því að koma hingað og hitta gamla kunningja og endurnýja fornn vinskap, og um leið rifja upp gamlar endurminningar um komu okkar hingað og veru okkar hér í nýlendunni. G. J. Guttormsson lýsir því bezt í sínu fagra kvæði: “Sandy Bar”: “Það var seint á sumarkveldi, sundrað loft af gný og eldi”, að við lentum í fjörunni á Sandy Bar. Aðkoman var nokkuð döp- ur. Landið var lágt og grýtt og þakið Ijótum smá-skógi. Það var búið að byggja hús, sem var að miklu lleyti fullgert, nema það vantaði á það þak, gólf, hurð- ir og glugga. Svo var nú brátt bætt úr því, nema hvað gólfið snerti. Það kom ekki fyr en sumarið eftir. í stað þess var lagt “spruce”-lim ofan á moldar- gólfið, og þegar það fór að slitna, vorum við systir mín send út í skóg til að höggva nýtt lim, svo við hefðum nýtt gólfteppi á jól- unum. En kalt var stundum í kofanum um veturinn. Kaldan súg lagði inn á milli bjálkanna, og hitavélin var of lítil til að hita kofann, ekki stærri en hann þó var. Og þegar maður minnist á hitavél, þá viil eg taka það fram, að það var um leið eldavél. Þess- ar tvær voru sameinaðar í eitt, og gengu undir nafninu “stó”, sem þið öll kannist við. Það voru þrjár tegundir af “stóm” í þá da'ga, nr. 6—7—8, og hver fjölskylda var metin eftir því, hvað hún átti stóra “stó”. Þeir allra fátækustu höfðu nr. 6, þeir sem betur voru staddir nr. 7 og þeir, sem mest áttu af þessa heims gæðum, höfðu nr. 8. Mig minnir að okkar væri nr. 7, svo af því getið þið séð, hvað hátt við stóðum í mannfé- laginu. Það var 'lítið um glaðværð, lörigu, köldu vetrarkveldin, þeg- ar menn sátu norpandi kringum lítinn, dimman olíulampa og reyndu að vinna eða lesa eða gera sér eitthvað til skemtunar, o'g þegar háttatími kom, var nota- legt að skríða undir þlýja, ís- i lenzka dúnsæng, með brekáni of- an á. Það var margt nýstárlegt fyrir lítinn “emígranta”-dreng að sjá og undrast yfir, í frumbyggjalíf- inu. Fyrst af öllu ber að nefna Indíánana. Mín fyrstu leiksyst- kini í þessu landi voru börnin 'hans Ramsay Indíána, sem heima átti á Sandy Bar, þegar við komum þangað. Þau voru mér góð og tóku mig heim með sér, og móðir þeirra gaf mér Indíána te og “bannock”. Ramsay var föður mínum hjáilplegur í mörgu. Hann kendi honum að þekja húsið með stórgresi svo vel, að það var eitt af þeim fáu húsum, sem ekki láku. Líka kendi hann honum að blanda saman leir, vatni og heyi, til að kalká með veggi, og reyndist það ágætlega. Annan sunnnudaginn, sem við vorum þar, var guðsþjón- usta haildin í húsi Ramsay. Okk- ui var boðið og við sátum undir messu og hlustuðum með athygli, en höfðum lítið gagn af, því ræð- an var á Indíánamáli.— Oft komu Indíánar til að sníkja, og var þeim þá vanaflega gefinn te-bolli og brauðsneið Einn daginn gom Indíáni, heldur ófrýnilegur á svip. Móðir mín hugði að spara dálítið og gaf honum að eins te- bolla og ekkert með. Hann tók við bollanum, leit til móður minn- ar og sagði í dynjandi róm: “bredd”!. Eg gleymi aldrei, hvað hún brá fljótt við og fór ofan í kassa og fann þar brauðsneið. Ekki síður minnisstæð er mér bólan og þær hörmungar, sem henni fýlgdu. Alt í kringum okk- ur sýktist fólk og dó Allra harð- ast lagðist veikin á Indíánana. Ramsay misti konuna sína og öll sín börn nema eina stúlku. Eng- inn á okkar heimili sýktist, og var það því að þakka, að við vorum öH bólusett. Samt segir heimsk- inginn í hjarta sínu, að bólusetn- injrin sé gagnslaus. Á þessum árum voru ýmsir merkir menn í Nýja ísáandi. Fyrstan þeirra vil eg nefna Sig- trygg Jónasson. Eg man eftir honum fyrst heima á íslandi, og það sem mér þótti mest um vert við hann var, hvað hann hafði fallega húfu á höfðinu. Hópur manna sat í kringum hann og hann las í blöðum og skýrslum, bandaði höndum og kínkaði kolli, til að leggja meiri áherzlu á mál sitt. Eflaust hefir hann verið að lofa Canada, og um leið verið að halda fram þeim hagnaði, sem fylgdi því að flytja þangað. Sæð- ið féll ekki i grýtta jörð, því fjöldi manns af Austurlandi lét sanrifærast og bjó sig til vestur- ferðar. Þá er mér og minni, þegar eg sá séra Jón Bjarnason í fyrsta sinni. Hann kom snöggvast til nýlendunnar sumarið 1877, og meðaíl annara prestsverka kast- aði hann rekum á leiði þeirra, er dáið höfðu úr bólunni veturinn á undan. Um miðjan næsta vetur komu þau hjónin aftur til okkar fótgangandi eftir vatninu á ísnum alla leið frá Gimli. Það var nokk- uð liðið á vökuna, þegar þaú náðu til okkar. Þau voru svo fannbar- in, að naumast sást í andlit þeirra. Það varð fagnaðarfundur í húsi foreldra minna. Prestshjónin voru sett við stóna og kaffikannan framan á hana. Við Fljótið man ég eftir Jó- hanni og Halldóri Briem, Ólafi Ólafssyni' frá Espihóli, Lárusi Björnssyni, Hálfdáni Sigmunds- syni oíg Unalandsfólkinu, sér- staklega Stefárii, sem er einn af þeim beztu og tryggustu vin- um, sem eg hefi eignast. Þrjú ár vorum við í Nýja ís- landi, og þó eg væri ekki eldri en eg var, þá fór það ekki fram hjá mér, við hvaða hörmungar fólkið átti að stríða. Meðal þeirra þús- unda fóiks, er yfirgefið hafa ætt- jörð sína í Norðurálfunni og sezt að hér vestan hafs, hefir fólk- ið sjaldan átt við aðrar eins hörmungar að búa, eins og Is- lendingar þeir, sem settust að á vesturströnd Winnipegvatns á ár- unum 1875—1880. Til að gera því máli full skil, þyrfti málsnjallari mann en mig. Eg verð því að láta mér nægja, að lýsa með nokkrum orðum sum- um af þeim raunum og erfiðleik- um, sem þeir áttu við að stríða. Naumast höfðu þeir tekið sér hér bólstað, fyr en yfir þá dundi skaðvæn drepsótt (bólan), er leiddi fjölda ættingja þeirra og ástvini til grafar og hafði í för með sér sorgir og þjáningar, sem naumast verður lýst. Enn frem- ur liðu þeir af eldi og flóði, af nístandi vetrarkulda og þjakandi sumarhita, litlum og hrörlegum húsakynnum, sulti og skorti og öllu því, sem fátæktin og frum- byggjaralífið hafði í för með sér. Þeir voru komnir í ókunnugt land, voru lítt færir í hérlendu máli, óvanir siðum og vinnubrögðum og þar að auki vantaði þá flest- ar þær nauðsynjar og þau þæg- >ndi, er lífið útheimtir. Þó allt þetta reyndi á hugrekki þeirra, létu þeir þó ekki hugfall- ast. Hinn norræni kjarkur og dugnaður kom þeim að góðu haldi, því hér voru menn “Þéttir á velli og þéttir í lund, þolgóðir á raunastund.” Tíminn var stuttur til vetrar, og nú þurfti að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrst þurfti að böggva dálítið rjóður í einhverj- um skógarrunnanum og byggja þar hæli tiil að hýsa fjölskyld- unri. Matvæli og eldivið þurfti að útvega, og köld var mörg sú stund er þeir áttu, þá þeir vitj- uðu netja á vatninu eða drógu línu gegn um ísinn. Þó nógur væri skógur, þá reyndist það ekki ætíð auðvelt, að safna eldivið. Menn nýkomnir að heiman voru, lít vanir skógarhöggi og skógar- öxin var þeim óhandhæg, og marg- ar kúlur og flumbrur fengu þeir við notkun hennar. A'lt varð að draga að sér með handafla, ann- að hvort að bera þáð á bakinu eða draga það á handsleða. Og þeg- ar menn komu heim að kveldinu lúnir o!g þjakaðir, þá var þeim neitað um óslitna næturhvíld, því einu sinni eða oftar þurftu þeir að fara á fætur til að bæta við í stóna, því hún var svo lít- il, að ekki var hægt að láta í hana nóg eldsneyti til að endast lti/1 morguns. Mörg ár eru nú liðin. Inn- flytjandinn fátæki og fákunnandi stendur nú á föstum fótum í landinu fyrirheitna. Nú eru kjör hans önnur orðin. Reisuleg ný- tízku híbýli hafa komið í stað bjálkakofanna. Rjóðrið litla er Minni Vestur-Islendinga Flutt á íslendingadaginn í Win- nipeg, 8 ág. 1931. Þú vestræna, íslenzka æska, að yrkja þér hátíðabrag er hvorttveggja: vegur og vandi. — Á vogina stí'gurðu’ í dag. Og hver veit það hvernig þú mælist og hvernlg þú vaxtar þitt pund? En réttlætið heimtar þér ráðin. — Þú ræður frá þessari stund. Já, vestræna, íslenzka æska, í alvöru: hefir þig dreymt um framtíð, og heitara hjarta, sem hún á í brjósti sér geymt. í fyrndinni faðir þinn horfði á framtíð og öreigi var, og móðir þín hugrökk við hlið ’hans á handleggnum drenginn sinn bar. í basli þau hrúguðu’ upp hreysi og hræddust ei komandi stund, því hann átti hugrekki Snorra, og hún átti Bergþóru lund. Og hann átti hendur og vilja, og hún átti sjálfsfórn og trygð; og svö þessa allsleysis allsnægð, sem einkennir landnemans bygð. Með eining o!g ákveðnum vilja frá ósigri “bifröst” er gjörð til sigurs, þótt himnarnir hrynji og helvíti flæði’ yfir jörð. Já, vestræna, íslenzka æska, við arfinum tekurðu’ í dag. En hefirðu vit til að vaxta’ ’hann og vilja og skilning og lag? Og hefir þig dreymt um þá daga með dafelega vaxandi trú, er fjöldinn til framsóknar keppir að fremst yrði’ í röðinni þú? Þig margblessa móðir og faðir, hvort mætir þér líf eða hei, því, vestræna, íslenzka æska: Tak arfinn—og njóttu hans vel. orðið að stórum akri eða engi þakið korni eða angandi töðu. Hlújárnið og orfið hafa þokað fyrir nútíðar áhöldum og afl hestsins og dráttarvélarnar orka því nú, sem mannshöndin vann áður ein. Sléttir, breiðir o!g greið- færir vegir hafa lagðir verið um bygðina, og það sem var dagleið fyrrum, er nú einnar stundar ferð. Kirkjur, skólar o!g samkomuhús eru hvarvetna á næstu grösum, og félagsleg samtök um trúar- fcrö!gð, mentun og menningu eru komin í gott horf. Margir þeirra, er báru ‘fhita og þunga dagsins” hafa nú safn- ast til feðra sinna. Þeir lögðu fram óspart þol sitt og . þrek í baráttu lífsins. Um þá mætti segja eins og G. J. G. kemst að orði: “Gullið var, sem 'grófst þar með þeim: gildir vöðvar — afl var léð þeim.” í spor þeirra fetar nú hrau$t og framkvæmdasöm kynslóð sona þeirra og dætra, og i æðum þeirra rennur heitt og hreint blóð feðr- anna. Hin nýja kynslóð, ment- uð í skólum sjálfsafneitunar og erfiðleika, hefir tekið við verk- inu af feðrum sínum. úr þessari litlu nýlendu hafa komið menn og konur með afburða hæfileik- um og miklu manngöflgi, og hafa lagt góðan skerf til trúarlífs, mentamála, sjtórnarfars, iðnaðar og atvinnumála þessa þjóðfélags. Feðurnir höfðu fundið sárt til þess, að þeir höfðu farið á mis við þau hlunnindi, sem mentun- in veitir, því fremur ásettu þeir sér að sjá sonum sínum og dætr- um fyrir góðri mentun. íEngin þraut var svo þung, eng- in fórn svo stór, að ekki vildu þeir það á sig leggja til þess að greiða afkomendum sínum veg til mentunar og frama. Send voru ungmenni i barnaskóla og mið- skóla heimafyrir, síðan mör!g burt á æðri mentastofnanir og . háskóla. Þrekraun var það oft að kljúfa kostn- aðinn við skólagönguna, svo nærri sér sem margur varð að taka. En þeir létu allrei bugast, töldu það aldrei eftir, létu ekk- ert ógert, þar til takmarkinu var náð og hnoss hins þráða irienta- stigs eða embættisprófs féll syn- inum eða dótturinni í skaut. Af- leiðingar hinnar göfuglegu fórnar frumherjanna, eru þær, að nú má finna börn þeirra í mörgum trún- aðastöðum o!g embættum hér í landi og framarlega í röð flestra stétta mannfélagsins. Enda hef- ir frá upphafi auðkent kynkvíslir íslendinga, að þeir hafa verið til þess hæfir að samlaga sig þjóð- félagi sínu og samtíð. Hin inn- fædda kynslóð er hold af holdi og J andi af anda hinnar canadisku Bankarán í Winnipeg Á miðvikudaginn í síðustu viku var enn framið bankarán í Win- nipeg. Tveir ungir menn komu inn í' útibú Royal bankans á Mountain Ave. og McGregor St., rétt fyrir kl. 3 e. h., og rændu þar um $1,000. Þessir náun'gar höfðu rétt sömu aðferðina eins og aðr- ir bankaræningjar, og fóru sína leið í bíl, sem beið þeirra, þegar þeir höfðu tekið þá peninga, sem hönd á festi. Þriðji maðurinn beið í bílnum. Nóttina eftir voru tveir menn teknir fastir í Em- press Hotel, Winnipeg Beach, og fundust hjá þeim peningar, sem svöruðu mjög til þeirra peninga, sem rænt hafði verið. Þykir því ekki miklum vafa bundið, að hér sé um þá menn að ræða, sem bankann rændu. Með þeim voru lika tvær eða þrjár ungar stúlk- ur, sem sjáanlega áttu að njóta skildinganna með þeim. Piltar þeissir heita Stanley Scales og John Canton. Síðar var þriðji maðurinn tekinn fastur, John Scott að nafni, og er haldið að hann sé líka við ránið riðinn. Maðurinn, sem gaf lögreglunni upplýsingar um þessa pilta, heit- ir Archie Nowel og vinnur í Em- press gistihúsinu, sem fyr er nefnt. — Menn þessir hafa nú játað á sig bankaránið. WILSON OG PÓLLAND. Líkan af Woodrow Wilson Bandaríkjaforseta, var afhjúpað í Poznan á Póllandi þ. 4. júlí s-1., þjóðminningardag 'Bandaríkj- anna. Moscocki, forseti Pólilands, afhjúpaði líkanið, en ekkja Wil- sons var viðstödd afhjúpunina. Pólverjar halda minningu Wil- Sons forseta mjög í heiðri o’g þakka honum manna mest, að Pólland hlaust frelsi sitt eftir alda kúgun. Paderewsky, pían- istinn heimsfrægi, fyrv. forsæt- isráðherra Póllands, gaf þjóð sinni líkanið. — Vísir. þjóðar, er geymir eigi að síður menningu sinna íslenzku feðra, sem heilgan dóm. Ekki má geta um frumherjann svo að ekki sé líka minst á land- námskonurnar.—< Með óviðjafn- anlegu trausti og hugrekki yfir- gáfu þær ættjörð sína og fylgdu mönnum sínum út í óbygðirnar í framandi landi. Sárt hefir það verið, að skilja við ættingja, ást- vini, heimili og ættstöðvar og alt það, sem þeim var kært. Mörgum hefir verið heitt um hjartaræt- urnar og margt tár mun hafa fallið þeim um kinnar. Svo byrj- aði ferðin ógleymanlega, fyrst á skip, oft illa sjófært, þar sem fójkinu var kvíað saman í káetu bæði þröngri og óhreinni, því ekki var lagt sig fram um að láta í té beztu hlunnindi, fæðu eða þægindi handa /emigröntum í þá tíð. Óyndi, söknuður og harmur þjáði þær og þar við bíettist sú eymd og volæði sem sjóferðinni er samfara. Ef til vill hefir það farið fram hjá mörgum, hve dásamlega þær leystu af hendi hlutverk sitt, þá er þær komu hér til ilands. Það var þeirra hlutskifti, að hafast við heima og ala önn fyrir sér og börnunum sínum, einar saman oft og tíðum, þegar bændur þeirra voru fjarverandi að afla heimií- inu lífsviðurværis. Röfðu þær þá ærið að starfa, bæði að hirða skepnur og prjóna, sauma og svo bæta úr litlu efni klæðnað handa börnum sínum, Ef til vill var sú þrautj Eandnánuskonunnar þó mest, að miðla hinujn litlu mat- vælum, er hún hafði yfir að ráða, svo að litlú munnarnir mörgu léti sér nægja. Endurminningarnar um þessar góðu o!g göfugu konur, eru mér enn í fersku minni og mér verð- ur hlýrra um hjartaræturnar, er eg hugsa til þeirra. Þótt efnin væru af svona skornum skamti, þá man eg ekki eftir því, að eg kæmi svo 1 nágrannahús. að kon- an ekki rétti mér einhverja vel- gjörð, kleinu, þrauðsneið eða lummu með brúnu sykri á, og var það veil þegið af smádreng, sem góða matarlyst hafði. Þótt kofinn væri fátækle!gur og innanhúss- munir ekki ríkmannlegir, þá fanst þar samt hið fegursta skraut, sem nokkurt heimili get- ur átt — íslenzk gestrisni. Þótt mynd sú, er eg hefi leitast við að sýna af feðrum vorum og mæðrum, frumbyggjum þessa lands, sé ófullkomin, vonast eg tii að hún veki hjá oss viðkvæm- ar endurminningar og virðingu fyrir þeim hraustu o'g göfugu mönnum og konum, sem minni þetta er hellgað, — frumbyggjunum í Nýja íslandi. Frá Svíum 120 ára fyrirætlun kemst í fram- kvæmd. Fyrir nær 120 árum fór ríkis- erfingi Svía, síðar Carl Johan XIV. konungur, með tuttugu þús. sænskra hermanna til Stralsund, á móti her Napóleons, sem þá var kominn að Saxelfi. T-iil þess að tryggja undanhald hers síns, ef til skyldi koma, lét prinzinn gera bátabrú frá meginlandinu og út í eyna Rugen. Hann hafði einnig í huga að gera þarna varanlega brú, en úr því varð aldrei. En nú er hugmynd hans tekin upp og ætla Þjóðverjar nú með tilstyrk Svía, að smíða járnbrautarbrú á sundið, einmitt í sama stað og Carl Johan hafði ætlað að hafa sína brú. — Þegar þessi brú er fengin, verða samgöngur milili Stokkhólms og Berlínar miklu hraðari heldur en áður, og er líklegt, að viðskifti Svía og Þjóðverja aukist að mikl- um mun, þegar hún er fengin. Ný sútunaraðferð. Tveir sænskir hugvitsmenn, Wrange og Friberg, hafa um mör!g ár unnið að því að finna upp nýja sútunaraðaferð, og hafa nú fyrir skemstu reist sútunarverksmiðju skamt frá Stokkhólmi. Þar hafa þeir þegar sútað 10,000 húðir, á miklu skemmri tíma en Jiður hef- ir þekst, og auk þess er sútunin miklu vandaðri en venja er. Húð- irnar eru fullsútaðar á einni viku, og að gæðum og styrkleika gefa þær ekkert eftir húðum, sem sútað- ar voru með hinni ellztu aðferð, en þá tók sútunin 8—12 mánuði. Sútunarsérfræðingar frá ýms- um löndum streyma nú til Sví- þjóðar til þess að kynnast þess- ari nýju aðferð, sem allir segja, að muni gjörbreyta allri sútun í framtíðinni. Nýr blendimálmur. Kunnurt sænskur málmafræð- in!gur, J. Hördén að nafni, hefir fundið upp nýja aluminium- blöndu, sem hann nefnir “Cro- mal”. Er hún ilétt eins og alum- inium, en hörð og sterk eins og stál, en bráðnar við 700 stiga hita. Vegna þessara eiginleika er búist við að “Cromal” verði notað afar mikið til flugvéla- smíða, í skilvindur, eldhúsáhöld, skipaskrúfur o. m. m. fl. “Crom- al” er alluminium, blandað með 2—4% af Chromium' og dálitlu af nikkel og manganese. En blöndunin er Ieyndarmál hug- vitsmannsins. — Vísir. Óeirðir á Þýzkalandi Reglulegur bardagi var háður á strætunum í Berlín á sunnu- dag var, milli kommúnista annars ve!gar, en lögreglunnar hins veg- ar. Eftir því sem skeyti þaðan herma, féllu tveir fyrirliðar úr lögregluliðinu og einir tólf af liði kommúnista og margir særð- ust af báðum. Voru skotvopn ó- spart notuð á báðar hliðar. Sama dag var tilraun gerð að sprengja upp járnbrautarlest í grend við Jueterborg á Þýzkalandi. Við Við sprenginguna fóru átta vagn- ar út af sporinu og yfir hundrað manns meiddust meira o'g minna. en enginn lét lífið, þó undarlegt megi virðast. Hvernig sem úr kann að rætast, þá er engum efa bundið, að nú sem stendur, er á- standið á Þýzkalandi afar í- skyggilegt, og veldur þar mestu um atvinnuleysið og fjárkrepp- an, sem nú þrengir ákaflega að þjóðinni. Kosningar í Prince Edward Island Þær fóru þannig, að stjórnin beið ailgerðan ósigur. Frjálslyndi flokkurinn hefir setið þar að völdum í eitt kjörtímabil, eða síð- an 1929, með W. H. Lea fyrir for- sætisráðherra. Tala þingmanna í P. E. I. er þrjátíu. Hafði stjórn- in 22 þingsæti, íhaldsflokkurinn 6 o!g tvö sæti voru auð. Við kosn- ingarnar hinn 6. þ. m. snerist þetta við þannig, að nú hefir íhaldsflokkurinn 19 sæti, en frjáls- lyndi flokkurinn 11. J. D. Stew- art verður forsætisráðherra og hefir hann gegnt því embætti áður. Tilkynnir lækkun fargjalda Skrifstofa Hamburg - American eimskipafélagsins í Winnipeg, til- kynnir, að þann 17. þ. m„ eða þar um bil, verði fargjöld austur um haf lækkuð að mun, en hingað vest- ur þann 1. októ'ber næstkomandi. Sig. Júl. Jóhannesson. Hveitisamlagið Það er að taka töluverðum breytingum, að því er virðist, en hættir alls ekki að vera til, eins og sumir hafa verið að spá. Það á miklar eignir, eins og kunnugt er, þar sem eru kornhlöðurnar og verða þær starfræktar undir stjórn samlagsins. Hins vegar geta samlagsbændur nú gert eins og þeir vilia, selt samlaginu, eða öðrum, hveiti sitt fyrir pen- inga út í hönd, eða fengið það samlaginu í hendur og fengið 35 cents fyrir hvern mælir af bezta hveiti, isem niðuriborgun, og er þá vitanlega eins og áður, óvíst hve mikið meira þeir kunna að fá síðar. Sambandsstjórnin hef- ir gengið inn á, að ábyr!gjast 35 cents sem fyrstu niðurborgun. Sú upphæð á ekki neitt skylt við þá fimm centa uppbót, á hvern mælir, sem istjórnin hefir áður lofað. Mr. John I. McFarland heldur áfram að sjá um sölu hveit- isins fyrir samlagið. Nokkrar líkur þykja til, að Mr. Brownlee, forsætisráðherra í Alberta, muni taka að sér þá stöðu við hveiti- samlagið, að verða þar fulltrúi fylkiisstjórnanna í Sléttufylkjun- um þremur. Skip frá Ítalíu kemur til Churchill Vöruflutningsskip frá Genoa, kom til Churchill hinn 6. þ. m. og fór aftur næsta dag, án þess að skipa þar upp nokkru af þeim vörum, sem það hafði meðferðis, og er ókunnugt um hvert það ætl- aði að halda. Skipverjar eru franskir og ítalskir, og sö'gðu þeir að ferðin hefði gengið ágæt- Iega og að þeir hefðu engan ís séð á leiðinni. Gjaldfreáturinn á átríðsskuldunum Hann þýðir það, að á þessu ári, sem hann stendur yfir, sparar hann Þjóðverjum útgjöid, er nema $394,400,000. Þar á móti tapa Bandaríkin á þessu, í bráðina að minsta kosti, $246,000,000, Frakk-» land $89,150,000, Bretland $15,- 828,000 og ítalía $8595,0000. Þær eru ægilegar stríðsskuldirnar og hafa Ieitt af sér mikla ógæfu og vandræði, en samt eru þær ekki nema smáræði í samanburði við herkostnað þjóðanna. Á síðast- liðnu fjárhagsári eyddu Frakkar $432,000,000 til hers og flota. Það eru 22 per cent af útgjöldum rík- isins, en til að borga stríðsskuld- irnar gengu aðeins 2 per cent. Jafnvell Bretar., sem hafa þó sýnt einlæga viðleitni í því að draga úr herkostnaðinum, nota þó 14 per cent. af stjórnartekjunum til herkostnaðar, og ítalir meira en fjórða part af sínum tekjum, og Bandaríkjastjórnin 16 per cent. af sínum afar miklu árstekjum. íslendingur bíður bana af slysi Jóhann Hergeir Baldwinson, 24 ára að aldri, til heimilis að 628 Alverstone St, hér í borginni, varð fyrir slysi á mánudaginn í þess- ari viku og beið bana af, svo að se!gja samstundis. Þessi ungi mað- ur vann hjá Hudson Bay félag- inu, og var við vinnu sína, þegar slysið vildi til. Eftir því, sem aagblöðin skýra frá, vildi slysið til í stórri lyftivél, sem notuð er í Hudson Bay búðinni til að flytja vörur af einu gólfi á annað. Losn- aði á einhvern hátt um þungan vagn, sem í lyftivélinni var, og varð maðurinn milli vagnsins og lyftivélarinnar. Rannsókn í þessu máli er ekki hafin, þegar þetta er skrifað. JÓhann sál. var kvæntur fyrir rúmu ári síðan, konu af enskum ættum, og átti eitt barn, fárra vikna !gamalt. Foreldrar hans eru Mr. og Mrs. Stefán Baldwin- son, að 628 Alverstone St. Jarð- arförin fer fram í dag, fimtudag, 13 ág., kl. 2.30, frá Sambands- kirkjunni. Dr. George Bryce Hann andaðist í Ottawa hinn 5. þ.m., 88 ára að aldri. Hann var einn af stofnendum Mani- toba College í Winnipeg 1871 og var um langt skeið mikið við mentamál Manitobafylkis riðinn. Hann átti mikinn þátt í stofnun Manitoba háskólans og stjórn hans framan af árum. Hann var líka stofnandi fyrstu Fresbytera kirkjunnar í Vesturlandinu, Knox Church í Winnipeg, o’g mikill kirkjuhöfðingi 1 Vestur-Canada í í mörg ár. Rithöfundur var hann einnig og eru til eftir hann nokkr- ar bækur, sérstaklega sögulegs efnis. Ávarp Fjallkonunnar Eftir Richard Beck, prófessor. Flutt á íslendingadaginn í Winnipeg 8. ág. 1931, af frú Sigríði Björnson. Börn mín og börn barna minna! Mikið fagnaðarefni er mér það, að vera ykkar á meðal á þessum minningardegi. Um langa vegu hefi eg sótt þetta gileðimót. Á vængjum morgunroðans kom eg fljúgandi úr austurátt, þaðan, sem drotningarstóll minn hefir staðið um aldaraðir, í ríki brag- andi norðurljósa og náttlausra daga. Eigi færi eg ykkur börnum mín- um gull eða dýra steína, en þær gersemar flyt e!g ykkur, sem þyngri eru á metum: — ást.úð- legar kveðjur, vinarhug og bless- unaróskir systkina ykkar í heima- landinu. Og engu óhlýrri kveðjur frá landinu siálfu. FjöII og firð- ir; dalir, hlíðar og hólar, báðu hjartanlega að heilsa. Frá. ómunatíð hefir það verið hlutskifti móðurinnar, að horfa á eftir börnum sínum út í óviss- una. Hún hefir kvatt þau með klökkum hug og brennandi bæn- arorðum. Svipað fór mér, þegar þið, sem við brjóst mín voruð borin, lögðuð á haf. Skildi e!g glögt, að brottförinni olli eigi trygðaleysi, heldur vonadirfska, framaþrá og menningar. Fæst báruð þið, börnin min, þungar pyngjur úr hlaði. Þó héld- uð þið ekki snauð að öllu úr föð- urhúsum. Framaþráin, arfur út- sækinna forfeðra, lýsti ykkur sem logandi blys. Andstæðurnar eilífu, ísvetur og sólrík sumur, höfðu gætt ykkur stáli vilja og handar. Sú arfleifð hefir orðið ykkur auðnudrjúg á þun!gri göngu brautryðjandans. En landnám er aldrei leikur. Og móðurhjarta mitt fyllist fögnuði yfir gengi ykkar í hinu nýja landi. Einnig fagna eg vfir því, að þið hafið varðveitt og ávaxtað aðrar ást- gjafir mínar:—dýra tungu mæðra ykkar, og ótæmandi andans sióðu ykkar, í <söng og sö!gu. Varð- veizla þeirra erfða hefir orðið, og verður ykkur, uppspretta orku og yndis. P'rá djúpi hjarta míns þakka eg ykkur alla ræktarsemi við mig. Að málslokum árna eg ykkur, börnun* mínum, alltar blessun- ar. Megið þið bera gæfu til þess, að eiga drjúgan hlut í fram- tíðarmenningu þessa fagra og frjósama lands. E!g á enga betri óak ykkur til handa! » Aukakosningar Aukakosningar til sambands- þingsins fóru fram í tveimur kfjördæmum á mánudaginn í þessari viku, öðru í Quebec, hinu í Ontario. Við almennu kosning- arnar í fyrra, var maður úr frjáls- lynda flokknum kosinn í Quebec- kjördæminu, Three Rivers, og hefir svo verið í þrjátíu ár. Nú náði þar kosningu íhaldsmaður, Charles Bourgeois, en þó með litlum atkvæðamun, eða 45 at- kvæðum. Ontario-kjördæmið, East Hamilton, hefir þar á móti stöð- ugt kosið íhaldsmenn í nær þrjá- tíu ár, en nú náði þar verkamað- ur kosningu með miklum meiri- hluta. Hann heitir Humphrey S. Mitchell . Þar var enginn í kjöri af hálfu frjálslynda flokksins. Bæði þessi þingsæti losnuðu þann- ig, að þingmennirnir .dóu o!g sat hvorugur þeirra á síðasta þingi. Við þessar aukakosningar hefir stjórnin unnið eitt þingsæti og tapað öðru. Frjálslyndi flokkur- inn hefir tapað einu og verka- mannaflokkurinn unnið eitt þing- sæti. Labrador til sölu Eins og kunnugt er, tilheyrir Labrador-ströndin Nýfundnalandi, samkvæmt dómsúrskurði hæsta réttar brezka ríkisins frá 1927. Nú er mælt, að stjórnin í Ný- fundnalandi vilji selja þessa land- eign, eða leigja hana í 99 ár, ein- hverju ríkinu í hinu brezka sam- veldi. Verðið, sem stjórnin vill fá, er $110,000,000, og á kaup- andi að fá landið með gögnum þess og gæðum, svo sem timbur- tekju, málmtekju og vatnsorku, er seljandi áskilur sér rétt til fiskiveiða. Sjálfsagt iværi það helzt Canada, sem líklegt væri til að kaupa Labrador, því það er partur af Canada hvað lands- legu snertir, en mjög óvíst er, að stjórnin sjái sér nokkurn ha'g í því.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.