Lögberg - 24.09.1931, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.09.1931, Blaðsíða 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 24. SEPTEMBER 1931. Bls. S. ÞETTA ER LANG-EFTIRSÓTTASTA BÖKUNAR- DUFTIÐ í VESTUR-CANADA—SELT VIÐ ÁKJÓS- ANLEGU VERÐI. REYNIÐ ÞAÐ. Blue Ribbon Limited WINNIPEG :: :: CANADA Grein að vestan Þar sem eg hefi séð í Heims- krinlglu, ekki alls fyrir löngu, fréttagrein mér viðkomandi, hér að vestan, að heimsókn hafi ver- ið gjörð á mig þann 13. júní síð- astliðinn, í tilefni af því að þá hafi verið 80 ára afmælisdagur minn, leyfi eg mér að skýra það, að þann dag heimsótti mig eng- inn, enda er það ekki sá rétti fæð- ingardagur minn, heldur 12. júní. Þá var hafin heimsókn á mig af vinum og kunningjum, með hinn valinkunna fríkirkjuprest hér í Blaine, séra Fr. A. Friðriksson, í broddi fylkingar. Hóf hann ræðu stuttorða o!g gagnorða, gullhamra- lausa. Þar eftir flutti hann kvæði fornyrt, ort af honum sjálfum og gaf mér það skrautritað. Að því loknu afhenti hann mér eink- ar vandaðan lindarpenna í nafni gestanna, með þar við eigandi vel völdum orðum, og þá jafn- framt las hann upp ávarp til mín frá hinum vej þekta öldungi, jafn- aldra mínum, Magnúsi Jónssyni frá Fjalli, nú í Blaine, blindur fyrir mörgum árum; það var þrungið brðgnótt af vinarhug. Einnig voru bornar fram vina- kveðjur frá þeim, sem ekki gátu verið viðstpddir, ýmsra forfalla vegna, og margir voru þeir, sem vildu vera viðstadddir og fylla flokkinn, sem vissu ekki af þessu fyrirtæki fyr en um seinan. Alt fyrir það voru heimsóknargest- irnir um eitt hundrað að tölu. Að þessu loknu töluðu Caspers hjónin mjög hlýlega til mín og konu minnar, og var svo sungið hið alkunna, fagra vinamóts er- indi, sem aldrei fyrnist. Athöfn þessi fór fram á græn- um bala nýslegnum, við annan enda íveruhússins, undir föigrum Iaufviðarlundi, sem eg hefi plant- að fyrir mörgum árum og er nú orðinn hærri en húsið og breiddi nú alblómgað lim sitt yfir höfuð gestanna. Var þessi staður not- aður fremur en húsið, þvi nátt- úran bylggir fegurra en menn- irnir, og með því að sólfagur dagur var og umhverfið í blóma sínum á þessu svæði, voru borð reist og báru þá konurnnar fram sínar /rausnarleguf, margbreyttu veitingar, sem þeim er títt. Ekkert af börnum okkar gat verið viðstatt sökum fjarlægðar. Viðstöðustund gestanna var stutt, því heyannir voru að byrja og ærið að starfa. Og þótt eg hafi ávalt verið mótfallinn heim- sóknum á mig, þá var okkur feömlu hjónunum sannahlega til mestu ánægju að sjá þessi mðrgu, broshýru, vinsamlegu andlit kring um okkur, og þeim sem sendu mér hlý hugtök, bæði nær og fjær, er eg þakklátur af fylstu andans al- úð og mun muna þessa stund þá daga, sem eg á eftir ólifaða, og árna þeim allra heilla. Af ofan áminstri Heimkringlu- grein, fanst mér ástæða til að leið- rétt þar sem fæðingardagur minn er ekki rétt ritaður, en enginn hef- ir heimild til að breyta. Annað atriði er það í áminstri frétta- grein, að mér hafi verið reist há- sæti í þessu samkvæmi, er ekki rétt, enda vita vinir mínir og kunn- ingjar að mér var ekki þént með því. Og þar eð frúin, sem var höfundur greinarinnar, ekki veitti mér þá virðingu að heimsækja mig þennan dag með hinum gest- unum, gat hún ekkert borið um hvað fram fór, því “sjón er sögu ríkari”, hefir þó fengig hvöt til að smeygja þessu hálf-skoplega en .ósanna atriði í greinina. Blaine, Wash., 10. sept. 1931. S. Bárðarson. DÁN ARFREGN. Þann 8. sept. s.l. andaðist á Svalbakka, í sunnanverðri Árnes- byfeð, Mrs. Kristín Sigurður; var hún dóttdr Þorsteins smiðs Sveinssonar, bónda þar, og konu hans Guðbjabgar Guðmundsdótt- ur. Kristín heitin var gift Þor- steini Sigurður í Höfn, í grend við Camp Morton. j Höfðu hin ungu hjón bygt sér snoturt heimili í Höfn. 'í veikindum þeim, er leiddu Mrs. Sigurður til dauða, dvaldi hún á heimili for- eldra sinna á Svalbakka, og naut þar hjúkrunar Margrétar systur sinnar, móður sinnar og annara ástvina, þg þar 'andaðist hún. Sex ár lifðu þau Kristín heitin og eftirlifandi eiginmaður í hjóna- bandi. Þau eignuðust tvö börn, er bæði dóu, liðu tæpir tveir mánuðir milli láts síðara barns- ins og móðurinnar. Kristín heitin var efnileg kona, föst í lund, trygg og góð; er hennar sárt saknað af ei'gin- manni, öldruðum foreldrum, syst- kynum og tengdafólki, og öllum, er til hennar þektu. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu á Svalbakka, laugardaginn 12. sept., að mjög mörgu fólki við- stöddu. Kristín heitin var lögð til hinztu hvíldar í Gimli-graf- reit, við hlið barna þeirra. Séra SSgurður ú(lafsson jarðsöng. — Eg sá nýjja gjaldkerann þinn í dag. Aldrei hefi eg séð annað eins nef og eyru eins og á honum. — Þess vegna tók eg hann, því að það er auðvelt að gefa glöggva lýsingu af honum, ef með þarf. A Thorough School! Thé “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twonty-one years, since the founding of the “Sueoess” Bnsiness College of VVinnipeff in 190», approyiniately 2500 Icelandle stndents have onrolied in thls College. The decided preference for “Success” training is significant, because Icelanders have a kcen sense of cdueational values, and each year the number of our Icelandic students shovvs an inerca.se. Day and Evening Classes Open all the Year The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843 Af jörðu ert þú kominn EFTIR C LEV E S K I N K E A D. II. KAPITULI. Mrs. Peters sat í fremra herberginu og var svo sokkin ofan í bók, sem hún var aS lesa, að hún leit naumast upp þegar Ellen kom inn. ÞaÖ var siður í því nágrenni, að hver gekk rak- leitt inn til annars, án þess að berja að dyrum. “Guinevere er uppi í herberginu sínu.,r Um leið og Mrs. Peters sagði þetta, kallaði Guinevere til hennar að koma upp til sín. Ellen sá, að ekki var búið að þvo upp af borðinu; þar var alt í óreiðu. Guinevere hafði vafalaust fært móður sinni nýja bók. Jafnvel í þessu nágrenni, þar sem þrifnaður virtist ekki í miklum liávegum hafður yfirleitt, fékk Mrs. Peters orð fyrir að vera allra kvenna óþrifn- ust. Sumir voru jafnvel ekki góðgjamari en svo, að segja. að maðurinn hennar hefði dáið af vanhirðu og illa tilbúnum mat, eða það hefði að mins'ta kosti flýtt mikið fyrir honum. Það var bara eitt, sem Mrs. Peters langaði til að hafa ánægju af í þessum heimi, enda lagði hún alla stund á það. Það var að lesa sögur, en ekki var þar vandgert við hana, því hún gerði sér allar sögur að góðu. Allar sögur voru góð- ar. Þegar Guinevere ætlaði sér að fara eitt- hvað út og koma seint heim, þá færði hún móð- ur sinni ávalt nýja bók. Þegar Mrs. Peters var að lesa bækur, vissi hún hvorki í þennan heim né annan. Guinevere gat vel verið úti alla nóttina og komið heim til að búa til morgun- matinn, án þess Mrs. Peters vissi nokkuð um það, ef hún hafði nýja sögu til að lesa. Ellen fann vinstúlku sína standandi framan við spegilinn og vera að þræða ómerkilega kniplinga í hálsmálið á kjólnum sínum. á stólnum var ný yfirhöfn og var ekki búið að taka verðmiðann af henni. Bæði kjóllinn og yfirhöfnin voru úr ómerkilegu efni. En jafn- vel ómerkileg föt kosta peninga. Ellen vissi hvað mikið kaup hún fékk. En það kom oft fyrir, að hún var burtu hálfan eða heilan dag í viku, svo kaupið, sem hún fékk, var næstum altaf minna en það, sem Ellen fékk. Samt sýnd- ist hún alt af vera að kaupa eitthvað. Það var haldið, að bæði hún og móðir hennar lifðu á lífsábyrgðinni, sem þær fengu eftir Mr. Pet- ers. Fólk var oft að tala um það, hvað þær mundu gera þegar þeir peningar þrytu. “Hvernig líkar þér treyjan mín?” spurði Guinevere eins skýrt eins og hún gat með munn- inn fullan af títubrjónum. “Sýnist þér hún ekki falleg?” “Liturinn er ágætur,” sagði Ellen. Hún gat ekki hælt þessum fötum mikið fram yfir það. “Eg þarf að fá mér hatt, sem samsvarar yfirhöfninni. Eg hafði ekki tíma til að kaupa hann í þetta sinn. Eg geri það á morgun.” “Láttu mig taka af henni verðmiðann. Hvert ætlar þú að fara? Er nokkurt sam- kvaani í kveld, sem þú ætlar að sækja?” “Þetta var rétt eftir mér, að gleyma að taka miðann af yfirhöfninni. Það er sjálfsagt ógæfumerki,” sagði Guinevere og hló, en Ellen tók eftir því, að hún kom sér hjá að svara spumingu hennar. Þegar hún var búin að klæða sig, sneri hún sér að Ellen og leit út fyr- ir að hún væri mjög ánægð með sjálfa sig. Ell- en brosti til hennar og það var snertur af bæði meðaumkvun og góðvild í brosinu. Þær vom ólíkar, vinstúlkurnar, þar sem þær stóðu þarna saman. Engum gat blandast hug- ur um, að Ellen var mikið falle.gri, en engu að síður var Guinevere líka lagleg stúlka, og hún var þroskaðri, þó hún væri ekki nema fáeinum mánuðum eldri. Hún leit út fyrir að vera full- þroska stúlka. Hárið var glóbjart, en átti þó sjálfsagt fyrir sér að dekkjast. Augun voru blá, en ekki gáfuleg, og báru með sér dálítinn kuldablæ. Ellen var öðruvísi. Hún var dökkhærð og hverjum, sem sá hana, hlaut að finnast að hún ætti eftir að ná miklum þroska og verða miklu fallegri, en hún hún enn var orðin. Hún var enn næstum því eins og óráðin gáta. Sálin var ekki vöknuð. Hún átti enga sál til að vakna. “Við skulum koma ofan í lyfjabúðina og fá okkur að drekka. Eg hefi meir en klukku- tíma enn, og eg vil ganga eitthvað ú't í nýju yfirhöfninni til að venjast við hana.. Við get- um komið hingað aftur. Mamma er svo sokkin ofan í söguna, að hún mundi ekki vita, þó að húsið stæði í björtu báli, eða ekki fyr en blöð- in færu að loga. Nei, þarna eru þessir ólukk- ans diskar óþvegnir,” sagði hún þegar þær gengu niður stigann. “Hjálpaðu mér, Ellen, til að taka þá saman dálítið, eg ætla að breiða svuntu yfir þá. Eg vil ekki með nokkru móti láta Gus Warner sjá þá svona. Hann er altaf að tala um, hvað móðir sín sé þrifin.” “Eg skal þvo upp af borðinu,” sagði Ell- en. “Eg verð enga stund að því. Farðu nú bara þína leið.” “Það verður nú ekkert af því. Hefi eg ekki sagt þér, að það er nokkuð, sem eg þarf endi- lega að tala um við þig? Við skulum bara láta diskana eiga sig, eg get séð um, að Gus komi ekki inn.” “Hvenær byrjaðir þú aftur að vera í kunn- ingsskap við Gus?” spurði Ellen, þegar þær gengu niður strætið. “Það eru ekki nema fá- ar vikur síðan þú sagðir mér, að þú vildir ekk- ert hafa saman við hann að sælda. Eg skil heldur ekki, livemig þú getur gert það. Hann er altaf hálfdmkkinn, þegar eg sé hann. Eg veit ekki hvemig í ósköpunum hann getur hald- ið vinnunni.” “Eg held hann drekki ekki mikið að degin- um, ekki fyr en á kveldin. Hann eiginlega þarf heldur ekki að vinna. Móðir hans á pen- inga. Það má hafa gagn af Gus,” bætti hún við og hló hátt. “Hann er maður, sem eg vildi ekkert hafa saman við að sælda,” sagði Ellen, og það var auðfundið, að henni var alvara. Þær settust við dálítið borð í lyfjabúðinni og fengu sér ísrjóma. Hvorag sagði neitt og það var eins og þær væru ekki að hugsa um neitt annað en ísrjómann, að minsta kosti ekki Ellen, sem át hann fljótt, eins og börn vana- lega gera. Það var ekki oft, að hún fékk slíkt sælgæti. “Hvað er það nú, sem þú ætlar að segja mér?” spurði hún, þegar hún var búin og hall- aði sér aftur á bak í stólnum og leit dálítið for- vitnislega til Guinevere. “Þekkir þú Archie Foster?” spurði Guine- vere hvatlega. “Ardhie Foster? Hvernig í tósköpunum ætti eg að þekkja hann?” “Honum lízt svo fjarskalega vel á þig Hann sagði piér það hérna um ikveldið og hann sagði mér það hvað eftir annað. Ætlað ist til að eg væri viss með að gleyma því ekki. “Hvar kyntist þú þessum Archie Foster?’ “Hvar heldur þú eg hafi kynst honum?” “Það get eg ekki haft nokkra hugmynd um?” “Eg kyntist honum í Benders danssaln- um.” “Guinevere!” “Já, hvað um það? Hefir þú nokkurn tíma komið þar, má eg spyrja?” “Auðvitað ekki. Þú veizt, að eg hefi ekki komið þar.” “Þá veiztu ekkert um það,” “Eg þarf ekki að fara þangað, til að vita hverskonar staður það er. Eg hefi heyrt mik- ið um hann talað síðan eg var barn og eg hefi lesið um hann við og við íblöðunum. Lögregl- an kemur þar við og við og tekur svo og svo marga fa.sta. ” “Það bara kemur fyrir einstaka sinnum, þegar einhverjir drykkjurútar gera þar eitt- hvert uppþot, og það er aldrei fyr en komið er undir morgun. Það er alt af opið hjá gamla Bender næsta kveld. Hann er hygginn karl og kann að koma sér við lögregluna. Fram eft- ir kveldinu fer þar alt vel fram og virðulega. Þar er ágætur hljóðfæraslátur og dans. Stúlk- ur þurfa svo sem ekki að haga sér ósæmilega, þó þær fari þangað. Eg hefi oft farið þangað með Gus.” “Það er eitt af því, sem þú notar hann til, býst eg við,” sagði Ellen kuldalega. “Vitaskuld. Gus er vel kunnugur Bend- er. Enginn þorir annað en sýna mér virð- ingu, þegar eg er með Gus.” “Hvað hefir móðir þín um það að segja, að þú sért þama?” “Hún hefir ekkert um það að segja,” svar- aði Guinevere þurlega. “Þú átt við, að hún viti ekkert um það?” “Eg hefi að minsta kosti ekki sagt henni það.” “Og það var þarna, sem þú kyntist Archie Foster?” “Já, náttúrlega. Þarna er heill hópur af fínum og fallegum mönnum á hverju kveldi. Ef eg segði þér nöfn sumra þeirra, sem eg hefi dansað við þar, þá mundir þú halda, að eg væri að skrökva að þér. ” “Svo þú dansar við þá? Hvað er Gus að gera á meðan?” “Þú þekkir Gus,” sagði Guinevere og hló. “ Svo sem klukkan tíu er hann búinn að fá nóg, og sofnar þá fram á eitthvert borðið. Eg vek hann, þegar eg vil fara heim. Eg vil náttúr- lega ekki láta þessa ungu menn fylgja mér heim og hafa þeir samt boðið mér það nógu oft, ekki vantar það.” “Hverjum hefir þú kynst þarna öðrum en Archie Foster?” “Eg get ekki munað hvað þeir heita allir,” svaraði Guinevere og lét sem sér stæði það á sama. Ellen vissi samt vel, að svo var ekki. Eftir litla stund fór hún að þylja upp fjölda af nöfnum. Með fáeinum undantekningum, voru allir sem hún nefndi, synir einhverra af heldri mönnum bæjarinsi jEllen h lustaði á þetta með mestu gaumgæfni, annars mundi hún hafa tekið eftir því, að Guinevere var af ásettu ráði farin að tala alveg óeðlilega hátt, sem var vafalaust gert til þess, að fólk sem sat þar rétt hjá, gæti heyrt það sem bezt. Þetta fólk leit grunsamlega til stúlknanna og stóð svo upp og fór út án þess að hafa meir en rétt byrjað á ísrjómanum, sem það hafði keypt. Fólkið fór svo sína leið í bíl, sem beið þess utan við lyfjabúðina. Guinevere fór aftur að tala í eðlilegum róm. Þegar hún hætti loksins, hallaði Ellen sér aftur á bak í stólnum. Það var eins og fargi væri af henni létt. Nafnið, sem hún hafði alt- af verið að hlusta eftir, hafði ekki verið nefnt. Hún fyrirvarð sig fyrir hugsanir sínar. Auð- vitað kom hann ekki þarna! “En hvernig kyntist þú öllum þessum mönnum? Koma þeir bara til þín og fara að tala við þig?” “ Auðvitað ekki,” sagði Guinevere, því hún \ ildi ekki kannast við sannleikann í þessum efnum. “Artie Coakley gerði mig kunnuga mörgum þeirra. Hann er nú karl í krapinu. Hann vildi endilega kynnast mér, og hann vissi hvernig hann átti að fara að því. Hann hitti Gus við drykkjuborðið og veitti honum þar svo ört, að liann varð fljótt drukkinn. Svo PROfESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 ■Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur löofrœ/Jingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Heimlli: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba W. J. LÍNDAL Og BJÖRN 5TEFÁNSS0N islenzkir lögfrœðingar & öCru gölfl 325 MAIN STREET Talsimi: 24 963 Haía einnig skrifstofur aC Lundax og Gimli og eru þar aO hitta fyrsta miO- vikudag i hverjum mánuOi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Ofíice timar: 3—5 Heimlli: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfræOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sj úkdóma.—Er aC hltta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Helmili: 373 RIVER AVE. Talsiml: 42 6S1 J. Ragnar Johnson BA., LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaOur 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71 753 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 676 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON HA., LL.B. UögfræOingur ðkrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Maln St. gegnt City Hall Phone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er aC hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimill: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfræOingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 20« Phone: 89 991 ! Dr. S. J. JOHANNESSON stundar læknlngar og yfirsetur Tll viOtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og frá kl. 6—8 aC kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hös. Ot- vega peningaián og eldsábyrgC af öllu tagi. Phone: 26 349 Drs. H.R.& H.W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDXNO Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 645 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aO ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrgC og bif- relGa ábyrgOir. Skrlflegum fyr- irspurnum svaraO aamstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknlr 602 MEDICAD ARTS BLDG. Slml: 28 840 HeimiUs: 46 064 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 605 BOYD BLDG„ WINNIPEG Phone: 24 171 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur TannUeknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEQ Gegnt pðsthösinu Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 VlOtala ttmi klukkan 8 tll 9 aO morgnlnum Björg Frederickson ÍTcacljcr of tíje ^íano W Telephone 34 785 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um öt- farir. Allnr ötbönaOur sá bestl Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarOa og legsteina. Skrifstofu tal8tml: 86 607 Heimilis talstml: 58 303 þóttist hann vera þreyttur og vilja setjast nið- ur. Gus bauð honum nátúrlega að sitja hjá sér og vinstúlku sinni, sem með sér væri — það var eg. Svo sofnaði Gus eftir svo sem fimm mínútur. Þá bað Artie mig að sýna sér þá ánægju að dansa við sig. Þeir era allir svo dæmalaust kurteisir.” “Nei, líttu á klukkuna,” sagði hún alt í einu. “Ef eg flýti mér ekki heim, þá verður Gus á undan mér. Mamma verður óttalega ergileg, ef hiín þarf að hætta að lesa til að tala við hann. Hann verður líka kannske það flón, að segja henni hvert við ætlum. Hugsaðu nú um þetta. Það er ekkert rangt við þetta, ef stúlkan bara gætir þess að haga sér eins og vera ber. að er ekkert því tll fyrirstöðu, að þú komir með okkur Gus. Hann hefir ekkert á móti því, ef eg bið hann um það, það er eg viss um.” • KAJUPIÐ ÁVALT LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE, EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offioe: 6th Floor, Bank of Hamilton Chambers.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.