Lögberg - 22.10.1931, Qupperneq 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. OKTÓRER 1931.
Xögtjerg
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
Cor. Sargent Ave. og Toronto St.
Winnipeg, Manitoba.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Ljósberinn mikli
Aðfaranótt síðastliðins sunnudags, andaðist
í hárri elli fnimhyggjumaðurinn víðfrægi,
Thomas Alva Edison; fráfall hans kom engum
á óvart, því lífsmagnið hafði undanfarna daga,
samkvæmt símfregnum, smátt og smátt verið
að f jara út, unz að því kom að sloknaði á lamp-
anum; er með honum genginn grafarveg sá
maðurinn, er róttækastar hefir orsakað breyt-
ingarnar í mannlegu umhverfi, síðastliðna
hálfa öld, eða 'fréklega það; líf hans var óslitin
stigbreyting frá Ijósi til ljóss, og þannig hefir
burtförin vafalaust orðið honum líka.
Sennilega verða ekki skiftar skoðanir um
það, að Thomas A. Edison beri að telja sem
einn af áhrifamestu velgerðamönnum mann-
kynsins; hann hafði bjargfasta trú á sigur-
magni mannlegra vitsmuna, og þess vegna
vanst honum sjálfum svo aðdáanlega mikið á;
hann var altaf að opna nýja 0g nýja heima;
alt af að ráða nýjar og nýjar gátur; alt af að
leiða í ljós nýjar og nýjar opinberanir, mann-
kyninu til yndis og heilla.
Thomas A. Edison fal ekki ljós sitt undir
mælikeri; hann sótti eldinn með Promeþeifi,
hvernig sem viðraði, hvað sem á mót blés; hann
var hugsjóna-kappi, er gekk vígglaður á hólm
við vantraust og hleypidóma; líf hans og starf
hneig alt í þá átt að vitka mannkynið 0g fegra
umhverfi þess; það var hann, er með hugviti
sínu lýsti svo upp mannheima, að andnesja og
öræfabýli njóta sömu Ijósadýrðarinnar 0g
skrúðlýst konungshöll; hann var Ijósberi sam-
tíðar sinnar í einna dýpstri merkingu þess
orðs; einn af fáum.
Árið 1929, voru fimtíu ár liðin frá þeim
tíma, er Thomas A. Edison fann upp raflamp-
ann; var þess atburðar þá minst með marg-
breytilegum hátíðahöldum lit um allan hinn
mentaða heim, og hugvitsmanninum auðsýnd
margvísleg virðingarmerki.
Mörg eru þau ekki heimilin nú á dögum, er
ekki bera að einþverju leyti minjar Thomasar
Alva Edison; þau eiga ljósadýrðina honum að
þakka; þau eiga hljómvélina honum að þakka,
ásamt óendan'lega mörgu fieira.
Samvinnuboði hafnað
Nýlega gerðust þau tíðindi, að Mr. Bracken
leitaði um það hófanna við forustumenn and-
stöðuflokkanna þriggja, hvort ekki mundi til-
tækilegt að koma hér á fót samvinnustjórn, er
allir flokkar stæðu hlutfallslega jafnt að eftir
mannafla þeirra á þingi; leit forsætisráðgjafi
svo á, að kreppa sú, er íbúar Manitobafylkis
ættu afli við að etja um þessar mundir, væri
s'líks eðlis, að brýn nauðsyn bæri til að sameina
sem flesta krafta til þess að finna leið út úr
ógöngunum. óefað hefir Mr. Bracken geng-
ið gott eitt til, og þarafleiðandi hefði tilboð
han* átt að hafa verið tekið alvarlega til
íhugunar.
Að því er bezt verður séð, mun foringi frjáls-
lynda flokksins hafa tjáð sig fúsan til sam-
vinun; verkamannaflokkurinn var víst eitt-
hvað á báðum áttum, en um leiðtoga aftur-
haldsflokksins er það að segja, að hann vildi
helzt ekki heyra samvinnu við Mr. Bracken
nefnda á nafn; af svari hans mátti það helzt
ráða, að ástandið hlyti að lagast svona nokk-
urn veginn af sjálfu sér, ef afturhaldsliðið
kæmist til valda; honum virtist einkar hugar-
haldið um það, að kosningar færu fram sem
allra fyrst; úrslit þeirra dró hann ekki í efa;
þó lét hann þess getið, að í því falli að flokkur
sinn nyti ekki ákveðins þingmeirihluta að af-
stöðnum kosningum, væri ekki með öllu óhugs-
andi, að samvinna í einhverju formi, kynni að
geta komið til mála, hvað svo sem að baki því
falst. Svo fór um sjóferð þá.
Að hart sé í ári í Manitoba, sem og reyndar
víðast hvar annars staðar, vehður ekki dregið
í efa; að nauðsyn beri til að ráðið skuli fram úr
kreppunni, verður heldur ekki dregið í efa; að
Mr. Bracken hafi réttilega skilist, hve miklu
góðu samvinnustjóm undir núverandi kring-
umstæðum gæti til vegar komið í fylkinu, verð-
ur heldur ekki dregið í efa. En um hitt standa
margir í efa, hvað legið hafi til grundvallar
fyrir afsvari Mr. Taylorfs við samvinnu-tilboði
forsætisráðgjafans.
Vér höfum enga minstu til-
hneigingu til þess að verja
í öllu stjórnarathafnir Mr.
Brackens; í þessu tilfelli fáum
vér samt sem áður ekki betur
séð, en að uppástunga hans
um samvinnustjóm miðaði í
rétta átt, og mundi auðveld-
lega getað hafa til margs góðs
leitt, ef af framkvæmdum liefði
orðið.
Nú hefir það verið ákveðið,
að fylkiskosningar fari ekki
fram fyr en næsta vor, eða
snemma næsta sumar; um úr-
slit þeirra skal engu spáð á
þessu stigi málsins; þó getur
maður tæpast varist þeirri
hugsun, að svo geti auðveld-
lega farið, að Mr. Taylor verði
þá að loknum leik, jafnvel
drjúgum f jker forsætisráð-
gjafa-stólnum, en nokkm. sinni
fyr.
Þéttbýli og strjálbýli
Það er talið, að 1.9 miljarðar
manna lifi á jörðinni, og hafa
sumir haldið því fram, að þeim
megi ekki fjölga til þess að jörð-
in geti framfleytt þeim. En í eft-
irfarandi grein sýnir þýzkur mað-
ur, Ulrich v. Riet, fram á hver
fjarstæða það er. Mannkynið hef-
ir hópast saman á tiltölulega litl-
um blettum, en langstærsti hluti
heimsins er ákaflega strjálbygður,
eða óbygður með öllu.
Á þrem svæðum á jörðinni er
þéttbýli mest: í Mið-Evrópu og
nágrenni hennar, í Indlandi og í
Kína. Á þessum tiltölulega litla
hluta jarðar vorrar lifa um tveir
þriðju hlutar alls mannkyns. En
sex gríðarstór svæði eru mjög
strjálbýl, eða óbygð með öllu, sem
sé Canada, Síbería, norðurhluti
Suður-(Ameríku, Shara og Sudan,
norðurhluti Suður-Afríku og Ástr-
alía. í þessum lðndum er ekki
nema einn ibúi á mörlgum ferkíló-
metrum, en í Mið-Evrópu eru 150
og jafnvel 250 íbúar á hverjum
ferkílómetra og í sumum héruðum
Kina eru jafnvel 1000 íbúar á
hverjum ferkilómetra.
Aðalástæðurnar til þess að fólk-
ið hefir þannig safnast saman á
vissum stöðum, er átthagaást,
erfiðleikarnir við að setjast að í
framandi landi, ferðakostnaður og
fleira. Að visu hafa ótölulega
margir yfirgefið ættjörð og óðul,
eins og bezt sést á því, að megin-
þorri amerísku þjóðanna er kom-
inn frá Evrópu, en í samanburði
við fólksfjölgunina heima fyrir.
var útflutninlgurinn alveg hverf-
andi lítill. —
Af hinum sex strjálbýlu svæð-
um jarðar, eru tvö köld og fjögur
heit. I Canada og Siberíu eru vetr-
ar til dæmis miög kaldir. Þar eru
40 stiga frost algeng og auk þess
arimdar stórhríðar. Auðæfi þess-
ara landa liggja aðallega 1 þvi.
áð þar er mikil Ioðdýraveiði, en
auk þess eru þar miklir barrtna-
frumskólgar, sem nýskeð er byrjao
að höggva. Það sést á þvi, hvað
norðurhluti Canada bygfnst nu
óðum, að menn geta vamst kuld-
anum. Ýms héruð, þar sem nu
eru komnar stórar borgir (t. d.
Winnipeg) voru um eitt skeið ta -
in óbyggileg vegna kulda En nu
hafa menn komist upp á að rækta
kvikfé, sem þolir vel ^ulda. og sér-
staka hveititegund, sem þnfst vel
og þroskast á hinum stuttu en
heitu sumrum. bess vegna hafa
nú stór landflæmi orðið byggileg,
og þess vegna er Canada nú mesta
hveitiland í heimi. Eins gæti far-
ið um Síberíu, ef hún væn ekk!
lokuð af pólitiskum ástæðum.
Bandaríkin hafa fyrir nokkrum
árum takmarkað mjög aðstreymi
innflytjenda, en þó eru stór land-
flæmi í vesturríkjunum enn mjog
strjálbýl og lítt ræktuð. NorBur-
hluti Suður-Ameríku má heita al-
gerlega óbygður, og þar eru
glæsilegir frumskógar og svo þett-
ir, að það kostar ákaflega mikið
fé’ og erfiði að rækta landið. En
þó gæti þar verið hin frjóvustu
héruð og þau gæti hæglega fram-
fleytt hverju mannsbarni á ]örð-
inni. Hið sama má segja um hita
og rigningabelti Afríku. Þó eru
skiftar skoðanir um það, hvort
hvítir menn geti verið þar búsett-
ir, því að hvíti kynþátturinn þolir
mjög illa heitt og rakt loftslag. Þó
hafa Portúgalar sýnt það í norð-
urhluta Barzilíu, að hvítir menn
geta hafst við í slíku lofslagi.
rf hinum framtíðarlöndunum,
Sahara-Sudan, Suður-Afríku og
Ástralíu, er heitt og þurt loftslag;
sem á vel við hvíta menn. En því
miður er þar lítill gróður vegna
vatnsskorts. Þar sem ekki er vatn,
þar er ekkert líf. Og þess vegna
verður að koma þarna á áveitum,
og er það hægt á margan hátt.
Hefir þegar verið gert nokkuð að
því, en það er hverfandi lítið á
móts við það, sem vænta má, að
vinnuvísindin komi 1 framkvæmd,
er stundir líða. Minstur hluti af
eyðimörkunum þarna er sandur,
vatnsskorts, og þess vegna þarf
ekki annað en vökva hana til þess
að þar verði hin mestu Gósen-
lönd. Slík áveitulönd eru mörg-
um sinnum betri heldur en hin,
sem rigningar vökva, því að þar er
hægt að takmarka vökvun jarðar-
innar eftir þöfum.
Fram að þessu eru það aðallega
Evrópumenn, sem flust hafa að
heiman til framandi landa í istór-
um stíl. En á seinni öldum hafa
Kínverjar og Indverjar farið að
dæmi þeirra. Nú sem stendur á
fjöldi Kínverja heima í Austur-
Indlandi, Indlandseyjum Hollend-
inga, Nýju Guineu, Kyrrahafseyj-
um, Mexico og Perú. Sægur af
þeim flyzt árlega til Mongólíu
og Síberíu. í Californíu er líka
f jöldi Kínverja og hafa þó Banda-
ríkin beitt öllum brögðum til þess
að sporna við innflutningi þeirra.
Og Á^stralía er einráðin í því, að
hleypa ekki inn öðrum en hvítum
mönnum.
Indverjar flytjast aðallega vest-
ur og suður, til Mesopotamíu, Ara-
bíu, austur- og Suður-Afríku og
hafa stofnað þar mannmargar ný-
lendur. Einnig flyzt nokkuð af
þeim til Trinidad, Guayana og
norðurhluta Suður-Ameríku.
Oft virðist svo, að jörðin sé orð-
in of litil fyrir þann fólksfjölda,
sem á henni lifir,—en þó er sann-
leikurinn sá, að meginhluti henn-
er er óbyfður eða lítt bygður. Og
héruð, sem áður voru talin ó-
byggileg, hafa nú vinnuvísindi og
læknavísindi gert býggileg. Hita-
sóttin gerir þó enn stór landflæmi
óbyggileg, en þegar læknavísindin
hafa fundið örugt meðal við henni
og öðrum hitabeltissjúkdómum, þá
verður hægt að nema gríðarstór
lcnd.
Þótt lönd þau, sem hafa upp á
beat loftslag að bjóða, sé fyrir
löngu fullnumin, eru enn gríðar-
stór landflæmi, bæði í hitabeltinu
og kuldabeltinu, sem hafa nóg að
bjóða öllum mannanna börnum.
Ef mannkynið hefði vit á því að_
dreifa sér um jörðina o!g gera sér
hana undirgefna, í stað þess að
hnappast saman á litlum blettum,
þá þyrfti engin fátækt að eiga sér
stað. — Lesb.
Göngur þorsksins
Eftir próf. Johannes Schmidt.
(Grein sú, sem hér fer á eftir, er
lauslega þýdd úr dönsku blaði)^
Þegar forstjóri “Biologisk Ste-
tion”, Dr. C. G. Joh. Petersen, sem
nú er látinn, lét fara að merkja
fiska, þá kom fiskirannsóknum sú
aðferð að miklum og góðum not-
um til þess að fræðast um göngur
og vöxt fiska.
Á þeim 28 árum, sem “Kommis-
sionen for Danmarks Fiskeri- og
Havundersögelser” hefir annast
rannsóknir í norðanverðu Atlants-
hafi, hafa verið merktar nokkr-
ar þúsundir fiska. Á þeim slóðum,
við Færeyjar, ísland og Græn-
land, er þorskurinn sá fiiskur, sem
langmest er veiddur. Þegar ís-
lendingar eða Færeyingar tala um
“fisk”, þá ei'ga þeir við þorsk, og
starf vort hefir að miklu leyti
beinst að rannsóknum á lifnaðar-
háttum þorsksins.
Vér höfum merkt þorskana með
ebónítahnöppum, sem festir eru á
kjálkabarð þeirra með silfurvír.
Hver hnappur ber númer og staf-
ina DA (Danmörk). — Áður en
merktum fiskum er slept, eru þeir
mældir og síðan látnir fara leið-
ar sinnar.
Nokkurra þessara merktu fiska
veiða fiskimenn aftiur. Við Fær-
eyjar hafa jafnvel veiðst 75% af
þeím, en oftast miklu færri, jafn-
vel ekki nema einn af hundraði
eða minna. Oft geta þeir verið
með merkin árum saman. Vér vit-
um dæmi þess, að merktir fiskar
hafi veiðst eftir sjö ár.
Til skamms tíma hugðum vér,
að þorskurinn við ísland færi
aldrei frá ströndum landsins eða
fiskigrunnum. Vér höfðum sýnt,
að aðal-hrygningarstöðvar hins í«-
lenzka þorsks væri í hinum hlýja
sjó, sem leikur um suður og vest-
urströnd landsins, — einkanlega
á svæðinu frá Reykjanesi að Vest-
mannaeyjum — og að hinar miklu
þorskveiðar þar á vorin ætti rót
sína að rekja til þess, að á þeim
slóðum kemur þá saman aragrúi
af gotfiski hvaðanæfa frá strönd-
um landsins.
Langferðir þorskins.
Af rannsóknum síðustu ára höf-
um vér orðið fróðari en áður um
þessi efni. Þær hafa sýnt, að sam-
band er milli íslenzka þorsksins
og þorsks á öðrum svæðum.
Merkinlgar við ísland hafa leitt 1
Ijós, að þorskurinn gengur ekki
að eins með ströndum fram á ís-
landi eftir hrygninguna við suð-
urströnd landsins, heldur ganga
og sumir alla leið til Grænlands.
Og eins hafa merkingar við Græn-
land sýnþ að þaðan gengur þorsk-
ur til íslands, bæði frá vestur,
suður og austurströndum Græn-
lands.
Sumir hinna merktu þorska hafa
farið furðulega langar leiðir.
Eg skal nefna einn, nr. 385, sem
slept var í nánd við Hvitserk (Syk-
urtoppinn) á Vestur-Grænlandi, og
veiddist síðar við vesturströnd
íslands. Þ^ð er viðlíka vegalengd
eins og frá Jótlandskaga til Norð-
ur-Afríku.
Merkingartiilraunir voru fyrst
gerðar við Grænland árið 1924, og
hefir síðan verið haldið áfram
árlega með góðfúslegri hjálp
Grænlandsstjórnar, svo að vér
höfum nú átta ára reynslu við að
styðjast, og er fróðlegt að bera
saman einstök þessi ár.
Fyrstu sex árin, 1925 til 1929,
veiddist ekki við ísland nema einn
þeirra þorska, sem merktir voru
við Grænland. Árið 1930 veidd-
ust sjö, og það sem af er þessu ári
fram að 15. áigúst, hafa veiðst um
40. Þessir Grænlands-þorskar hafa
einkanlega veiðst við suður og
vesturströnd íslands, eða þar, sem
aðal-hrygningarstöðvar þorskins
eru við ísland, og þessi mikla
veiði í vor er sönnun þess, að hið
mikla vertíðarfiski við ísland á
þessu ári, er alls ekki að litlu leyti
að þakka þorski, sem hefir vaxið
upp vestur við Grænland. Af
fregnum norskra blaða má ráða,
að þorskur hefir ekki að eins
gengið til íslands frá Grænlandi á
þessu ári. Norðmenn merktu í
fyrra allmarga þorska við eyna
Jan Mayen, sem liggur langt
norðaustur af Islandi, o'g veidd-
ust þrír þeirra við ísland.
Mönnum verður að spyrja hver
sé orsökin til þess, að svo virðisti
sem fleiri og fleiri þorskar yfir-
gefi grænlenzku miðin til þess að
leita miðanna við ísland.
Eg fæ ekki betur séð„ en að or-
sökin sé sú, að þorskurinn við
Grænland hafi ekki fundið nægi-
lega góð hrygningarskilyrði, og
að hann hafi þess vegna leitað til
suður og vestur strandar íslands,
þar sem hann finnur það, sem ■
hann leitar að, það er að segja
hæfilegan sjávarhita.
Eins og segull dregur Island
gotfiskinn til sín.
Ef menn líta á landabréf, sjá
þeir, að íslhnd liggur eins og mið-
stöð 1 ríki fiskanna nyrzb í At-
lantshafi. Eins og segull dregur
það gotfiskinn til 'Sín. Frá Vest-
ur-Grænlandi, Suður-Grænlandi og
Austur-Grænlandi og jafnvel frá
Jan Mayen seiðir það þorskinn til
sin, og segullinn er hinn hái sjáv-
arhiti við suðurströnd og vestur-
strönd landsins.
Þessi mikli sjávarhiti helst ár
eftir ár og er mjög re&lubundinn
í hafinu við fsland, gagnstætit því
sem er við strendur hinna land-
anna. Það er orsök hinnar geysi-
miklu fiskimergðar, sem safnast
saman og er grundvöllur vertíð-
ar-veiðanna við fsland, og af því
leiðir bæði, að þar verður veiðin
•ein hin mesta og einnig, góðu
heílli, ein hin öruggasta í viðri
veröld.
Hrognin ofe hin litlu þorskaseyði
finnast ekki við sjávarbotninn,
heldur fljótandi í vatnsskorpunni
og berast fyrir 'straumi, sem ligg-
ur sólarsinnis umhverfis landið.
Vér höfum lengi vitað, að með
þessum hættá berast þorskaseyð-
in að sunnan og vestan, norður og
austur fyrir ísland, þar sem sjór-
inn er kaldari, og þar leita þau til
botns og vaxa og dafna. Á þessu
ári hefir oss tekist að sýna, að frá
vesturströnd íslands, þar sem ein
álma af strauminum liggur vest-
ur til Grænlands, berast þorska-
seyðin um hafið til Austsur-Græn-
lands. Sú vitneskja er mjög mik-
ilsverð til sönnunar á samband-
inu milli grænlenzka og íslenzka
þorsksins, o!g skiftir svo miklu
máli, vegna fiskveiða beggja land-
anna, að á næstu árum mun
danska hafrannsóknanefndin telja
frekari rannsóknir á því sviði til
hinna brýnustu /ýiðfangsefna í
norður-hluta Alantshafs.— Vísir.
SPARIÐ
þvíniær
$30
.00
á öllum rafstóm
Með því að kaupa rafstó á
útsölu vorri, sparið þér frá
$18.00 til $20.00 við vírlagn-
ingu, og Slave Falls Souv-
enir Certificate veitir yður
$10.00 virði ókeypis af raf-
orku.
ÞETTA SPARAR SAM-
TALS UM $30.00.
Vér flytjum rafstó í hús
yðar, gelgn $10.00 niðurborg-
un. Afgangur greiddur með
hægum skilmálum.
SIMI 848 132
Gfhj oíW&mfpeg
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum. fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
ÞÚ GETUR HAFT
STERKAR TAUGAR.
Það er ótrúlegt, hve fljótt Nuga-
Tone gerir veiklaðar taugar afl-
miklar. Hafir þú veikar taugar,
sért óstiltur og orór, getir ekki sof-
ið á nóttunni, þá reyndu þetta a-
gæte^meðal. Það hreinsar eitur-
gerla úr líkamanum, sem gera þig
'gamlan og ófæran til vinnu langt
fyrir stundir fram. Nuga-Tone
gefur þér góða heilsu, orku og
þrek. Það fæst hjá lyfsölum. Hafi
■ lyfsalinn það ekki við hendina, þá
láttu hann útvega það frá heild-
söluhúsinu.
SAR6ENT FLORISTS
678 Sargent Ave., Winnipeg
Phone 35 676
Wedding - Funeral Designs,
Cut Flowers — Pot Plants —
Our Prices Are Lower.
Stærsti hvítur maður, sem til
er, er síberískur bóndi og heitir
Kasalioff. Hann er 35 ára að aldri
og er 2.82 metra á hæð. Yfir um
brjóstið er hann 1.43 metra og
vegur 200 kg.
Night Classes
Mondays and Thursdays
7x30 to 10 p.m. All year
They do not interfere with your regular
employment1, but they will qualify you for
advancement and a bigger position.
Five hours a week cannot be spent to
better advantage.
It is an opportunity which has increased
the earning powers of hundreds of young people.
Every subject essential to modern business
is taught and with the same thoroughness that
has always characterized our Day Classes.
< You can enroll at any time but a commence-
ment with the beginning of the Fall session will
prove very helpful to you.
Our registering office is open from 8 a.m.
to 10 p.m. daily.
If you cannot conveniently come to see us
one of our educational advisers will be pleased
to call upon you if you will ’Phone 37 161.
The Dotninion Business College
The Mall
also
St. James
and
Elmwood
Winnipeg
-^jMjMjMjMjMjMjMjMjM^M^MjMjMjMjMjMjMjMjMjtdjMjMjMjMjMjMjMjMjMjM^MjMjMjMjMjMjMjMjMjt
Ý
T
f
f
f
f
❖
f
f
♦!♦
Vináttan reynist til þrautar er
þér þarfnist mikils við
Síminn yÖar
bregst yður aldrei, hvorki á deyi né nóttu, hvernig sem viðrat^.
Hann er altaf árvakur og fús
sambönd.
á að tryggja yður nauðsynleg
Ef þér hafið sbna á heimilinu, getið
margar mílur og starfstíma.
þér sparað óendanlega
Sendið erindi yðar
yfir símann
MANITOBA TELEPHONE SYSTEM
X
f
f
f
f
f
f
f
❖