Lögberg - 22.10.1931, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. OKTÓBER 1931.
Bls. 3.
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
Kjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offioe: 6th Floor, Bank of Ilamilton Chambers.
Þakkarorð
flutt í gullhirúðkaupi Mr. og Mrs.
Björn Johnson, Lundar, Man.
Elskulegu börn, o!g kæru vinir,
sem hér eruð saman komin til að
gleðja okkur, gamla foreldra og
vini, með ánægjulegri kvöldstund-
ar skemtun, á þessum hátíðlega
50 ára gullbrúðkaupdegi okkar
hjóna, sem að líkindum verður
það síðasta og fyrsta á æfileið
okkar hér megin línu, sem þið,
góðu börn, af elsku og kærleika til
ykkar ellibeygðu foreldra, ásamt
bræðrum og systrum, sm hér eru
viðstödd, til að leggja alt sitt bezta
fram til að þessi mannfagnaður
verði til gleði og ánægju fyrir
okkur og þeim sjálfum til sóma.
Hér kemur barnalánið hvað bezt
fram, sem ávöxtinn gefur í drotni.
En þið trúið því ekki, hvað eg tek
mikið út með því að þurfa að segia
hér nokkuð.
Þegar góðum guði þóknaðist að
setija mig á hurðar bak, þegar
hann blessaður var að skifta
hugsunarkraftinum milli okkar
jarðarbúa, fyrir það stend eg nú
hér 'frammi fyrir ykkur, mállaus
og vopnlaus; þó tungan vilji tala,
þá getur hún það ekki, þegar all-
ar hugsanir vanta, þó tilfinning-
ar hjartans heimti það, sem er
sárt, svo eg get því ekki með orð-
um lýst, hve mikið gott felst í
því að gleðja alla þá, sem bágt
eiga í lífinu. Guð skapaði fátæka
og ríka og í lögmáli guðs stendur
að hjálpa þeim fátæka bróður vor-
um á meðan við erum enn á vegi
með honum. Segir ekki Kristur,
að við eigum að varðveita hús
ekkna föðurlausra og forsorga
vanaðan, haltan og blindan? Gjör-
um við þá þetta ? Nei, við gjörum
ekki þetta. Af því tárfella fátæku
ekkjurnar, með blessuðu smábörn-
in .sín við þursogin brjóstin. Ef
við sjálf viljum bæta úr þessu,
verðum við sjálf að byrja að seðja
þann fátæka, svo með guðs hjálp
munu fleiri koma á eftir og með
því unnið frælgan sigur. Ef stjórn-
arfárið breyttist til batnaðar, þá
færi heimurinn að batna; ef við
hlýddum rödd guðs, sem einlægt
er að áminna okkur, eins og spek-
ingurinn Njáll, sem alt af var að
vara vin sinn Gunnar á Hlíða'r
enda í Fljótshlíð, um að vega
aldrei oftar en einu sinni í sama
knérunn, og tvisvar, ef líf hans
lægi við. Nei, hann hlýddi ekki
’rödd Njáls, vóg þrisvar í sama kné-
runn og dauðadómur yfir hann
feldur um ]eið. Við öll erum sem
Gunnar; hvað oft aðvarar ekki guð
okkur að taka ekki brauðið frá
munni þess fátæka. Við heyrum
það ekki, og þvl síður breytum við
eftir því, að hlýða röddu guðs eins
og ber að gera. Trúarskáldið okk-
ar góða, (,H. P.) segir, ef við
gleymum því, að
“Sárlega samvizkan
sekan áklagar
innvortis auman mann
angrar og nagar.”
Síðar í sama sálmi:
“Fær hann sig frjálsan sízt,
þó finnist hreldur,
sem fugl við snúning snýst,
sem snaran heldur.”
Samvizkan áklagar okkur hart, ef
við gerurn^ rangt, og þá festumst
við í snörunni, sem sumir komast
aldrei úr; því
“lífið alt er blóðrás og logandi
und,
sem læknast ekki fyr en á aldur-
tila stund.”
Svona leit Kristján Jónsson þá á
lífið. — Er ekki viðskiftakreppan
farin kð sýna okkur nú, að við
ráðum litlu, nema farið væri
stranglega eftir því, sem að fram-
an er sagt. Eg hefi minst á mesta
speking þúsund ára aldarinnar og
guðsmann seytjándu aldarinnar.
í góðum kristnum félagsskap
græðum við, utan hans er hætta
á að við sundrumst og föllum.
Mitt það síðasta orð verður það,
að við allir og öll stígum nú á
stokk og strengjum þess heit, (tdl
minningar um þennah vinafagnað
og gleðimótX að eftir þetta kvöld
skulum við öll vega altaf í þann
knérunn, sem orðið geti okkur
sjálfum til gæfu í framtíðinni og
landi og lýð til margfaldrar bless-
urar. Þá verður fyrst með því
allur misskilningur sem á flótta
rekinn, svo alt það góða í heimin-
um verði hlutskifti okkar og
blómgist og blessist í framtíðinni
og vinni að lokum frægan sigur.
INú er eg fyrir guðs náð búinn
að lifa í gegn um blítt og stritt í
áttatíu ár, guð veri lofaður, og
kerlingin gamla Elli búin að leika
mig hart í glímunni, sem von var;
hún var heldur erfiðari Þór en Út-
garðaloki, hún kom loks Þér á
knén, en mér er hún að koma al-
veg á bakið.
Þessi fátæklegu orð læt eg nú
duga, og bið alla viðstadda að fyr-
irgefa og muna, að eg var á hurð-
ar- eða fjalla baki, þegar þessari
miklu og góðu ræðusnild var skift.
Siðast þökkum við hjón elsku-
börnum okkar fyrir þessa á-
legulegu skemtun og öllum við-
stöddum fyrir alla hjálp og skemt-
un okkur til ánægju, og biðjum
guð að borga það alt á hentugasta
tima. Guð farsæli ykkur öll, í
Jesú nafni. Amen.
Björn og Ólafía.
Þettia er erindið, með litlum
breytingum, sem eg las kvöldið
sem samsætið var. — B. J.
DÁN ARFREGN.
Ólafur Freemann Illugason,
bóndi í grend við Oak View, Man.,
andaðist að heimili sínu hinn 18.
september síðastliðinn. Hann var
fæddur árið 1865 á Sigríðarstöð-
um á Langanesi, og voru foreldr-
ar hans Illugi Einarsson og Krist-
björg Sæmundsdóttir og ólst hann
upp hjá þeim. Ungur fluttást hann
til Austfjarða og kvæntist þar
Ingibjörgu ólafsdóttur. Þau flutt-
ust til Canada og settust að í
Álftavatnsbygðinni, og þar and,-
aðist hún, eftir skamma dvöl hér
í landi. ‘Seinni kona ólafs var
Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Þist-
ilfirði. Bjuggu þau lengst af við
Manitobavatn. Þau eignuðust tvo
mannvænlega syni, sem jafnan
hafa verið heima hjá foreldrum
sínum. Systkini ólafs sál. eru:
Ólöf, Björg og Hannes í Winni-
peg, og Kristleifur í Árborg. Ól-
afur var góður heimilisfaðir og
góður bóndi og mikill iðjumaður.
Vel kyntur og vinsæll og vandað-
ur maður á alla lund.
Jarðarförin, sem var fjölmenn,
fór fram 22. sept. Séra Guðmund-
ur Árnason jarðsöng.
A Thorough School!
The “Success” is Canada’s Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In tuenty-one yenrs. sinee tiic foiindiiig of tlie “Suceess”
Rusiitess College of Winnipeg in 1909, approximately 2500
loelandlc students have enroiled in this College. Tlie deeided
prererence for “Success” traininf; is sisnificant, because
Ioelanders have a kecn sense of etlucational values, and each
year the nuinber of our Icelandie students shows an increase.
Day and Evening Classes
Open all the Year
The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET.
PHONE 25 843
Af jörðu ert þ ú kominn
EFTIR
C LEV E S K I N K E A D.
Honum skildist, að maður ætti að lesa
hvert einasta orð, sem í blaðinu stæði. Honum
féll alls ekki hvernig Ellen las fyrir hann.
Hann sagði að það væri rétt eins og hún vissi
ekki hvað hún væri að lesa, eða það, sem verra
væri, að hún kærði sig ekkert um að vita það.
Þessi umkvörtun var engan veginn ástælðulaus.
Henni var sama. Hún gat ekki fest hugann við
stjórnmálaþj’ark og annað þess konar. Það var
ekki von, því hugurinn var allur í danssalnum
hjá hinu unga og glaða og skemtilega fólki, sem
liún liafði kvnst þar, en 'þó einkum hjá Tom.
Hrósið, sem hún liafði hlotið fyrir sönginn og
hlýju orðin, sem Tom liafði hvíslað í eyra
henni, var enn ríkast í huga liennar.
Áður en föður hennar var fullkomlega batn-
að og alt komið í lag á heimilinu, var Tom far-
inn Iburtu úr bænum. Þær fréttir hafði Guine-
vere fært henni, ásamt mörgum skilaboðum frá
gestunum og jafnvel Bender sjálfum, um það
að hennar væri mikið saknað, og allir vonuðn,
að hún kæmi bráðum aftur.
Hvað vandlega sem Ellen hefði hugsað ráð
sitt, hefði hún aldrei getað fundið betra ráð, til
að láta veita sér eftirtekt og auglýsa sjálfa sig,
heldur en að koma ekki í jianssalinn í nokkra
daga. Það hafði fljótlega horist lit, að Bender
hefði fengið ágæta söngkonu, og strax næsta
kveld voru gestirnir talsvert fleiri en vanalega.
Það hafði orðið töluverð óánægja út af því, að
Ellen skyld,i ekki koma, en þó enn meiri næsta
kveld. Þá varð heilmikið uppistand út af þessu
í danssa'lnum. Glös og diskar brotnir og horð-
um kastað um koll, og að lokum var lögreglan
kölluð til að stilla til friðar.
Þetta hafði nú stundum komið fyrir áður
hjá Bemler, en Guinevere hafði aldrei séð nokk-
uð þessu líkt fyr og varð laflirædd og faldi sig
í fataherberginu, og meir en klukkutíma eftir
að þetta var alt um garð gengið, fanst hún þar
undir stórri fatahrúgu. Hún kom heldur ekki í
nokkur kveld eftir þetta. Hún sagði Ellen, að
sér væri ilt í hálsinum og sér hefði verið ráð-
lagt að fara ekki út nokkur kveld. Henni datt
ekki í hug að segja Ellen eins og var. Hún
iþekti hana svo vel, að hún vissi að þetta gat
liæglega orðið til þess, að Ellen kæmi þangað
aldrei aftur. Sem betur fór, var ekkert getið
um þetta í blöðunum.
Eftir nokkurn tíma komu stúlkurnar báðar
í e.inu. Þeim var tekið með mestu virktum og
var Guinevere mjög ánægð með það. Hún var
í heilmiklu afhaldi hjá nokkram liluta þess
fólks, sem til Benders kom. Bender tók sjálfur
á móti þeim og leiddi þær, sína við hvora hönd,
að einu borðinu. Artié Coakley stóð upp og
hélt dálitla ræðu, en fórst það svo klaufalega,
að Ellen skel'lihló, svo honum hálf-þótti við
hana í annað sinn. En hann fyrirgaf henni
fljót't, og þetta kveldið dansaði hún fyrsta dans-
inn vjð hann.
Þær komu tiltölulega snemma, og dönsuðu
því nokkra dansa áður en mjög margir komu.
En það leið ekki á löngu, þangað til að það barst
út meðal g'estanna, að þessi nýja söngstúlka
væri í salnum, og það var fljótt farið að biðja
hana að svngja. Ellen bara hristi höfuðið og
Bender hvíslaði því að henni, að syngja ekki
fyr en seinna, þegar enn fleira fólk væri komið.
“Mig langar ekkert til að syngja í kveld.
Eg skal syngja einhvern tíma seinna. I kveld
vildi eg helzt ekkert eiga við það.”
Hún sagði þetta alveg í einlægni. Hún hafði
ætlað sér að syngja, þegar hún kom. Það gat
náttúrlega ekki annað verið, en henni þætti
vænt um alt hrósið, sem hún hafði fengið, þeg-
ar hún söng þarna áður. En nú fann hún að
hún saknaði Tom meira, en hún hafði hugsað.
Þetta umtal um sönginn minti hana á, hve góð-
ur og skemtilegur hann hafði verið, og hve vænt
lienni hefði þótt um það sem liann hafði sagt
við hana um söng hennar, miklu vænna en það,
sem allir aðrir höfðu sagt.
Ekki það, að hann væri ástfangin af honum.
Það var ekkert þess konar í huga hennar. Jafn-
vel Tom Hitchcock gat ekki komið í staðinn fyrir
piltinn, sem húil hafði svo lengi hugsað um og
látið sig drevma nm. Nei, liann var bara góður
og skemtilegur félagsbróðir og vinur. ,
Bender geiði sér alveg ranga hugmynd um
það, hvers vogna Ellen viídi ekki syngja. Hann
var ekki í vafa um það, að hún vildi fá peninga.
Hún kunni víst vel að meta sinn eiginn söng, og
hún adlaði sér ekki að láta hann úti fyrir ekk-
ert. Það var nú ekki nema það, sem við var
að búast, hugasði hann. En hann hefði þorað
að veðja iiværju sem var, að Guinevere hefði
komið þessu inn í höfuðið á henni. Hún færi
æfinlega eins langt eins og hún gæti komist.
En það var nú ekki nema þetta vanalega, hún
var ekkert verri fyrir það. ,
“Komlð þér inn í skrifstofuna mína rétt sem
snöggvast,” sag’ði hann. “Eg þarf að tala svo-
lítið við yður.”
Ellen hlýddi því og fór með honum, en Gui-
nevere var ekki í miklum efa um hvað undir
mundi búa. Bender kallaði aldrei á neinn inn í
skrifstofuna sína til annars en tala eitthvað um
viðskifti. Ellen var hygnari en hún hafði í-
myndað sér. Hún ætlaðæi sér sjáanlega að hafa
eitthvað út úr Bender, og það leit út fyrir, að
henni ætlaði að takast það. En liún hafði farið
vel með þetta. Aldrei sagt orð í þessa átt.
Þegar Ellen eftir fáeinar mínútur kom aft-
ur út úr skrifstofunni, leyndi það sér ekki, að
hún var í góðu skapi og eitthvað hlaut að hafa
gengið lienni í vil. Miss Peters fanst það bara
ný sönnun fyrir því, að Ellen væri hygnari, en
hún hefði lialdið.
Ellen söng sömu þrjá söngvana, sem hún
hafði sungið þarna áður. Söngstjórinn hafði
stungið upp á því, að nún stæði hjá hljómsv
inni meðan liún syngi, en það vildi Ellen i
með nokkru móti. Hún söng í sæti sínu
borðið, eins og hún hafði gert áður. Hún 1
nú jafnvel enn meira hrós, heldur en í fj
skiftið. Margir menn, sem liún þekti e
komu og báðu liana að dansa við sig. Hún
gerði það ekki og afsakaði sig með því, að
væri þreytt og yrði að fara heim.
afþakkaði ált slíkt.
lega. Hann hugsaði
seinna. Hann var
ekki þarna
að kasta peningum út nm gluggann.
Á leiðinni heim sagði hún Guinevere frá j
vanda, sem hún væri komin í. Auðvitað lang-
aði hana til að taka tilboði Benders. En hv
ig átti hún að fara að því! Ef hún gerði
þá yrði hún að vera í danssalnum á hv
væri að gera.
Bf móðir hennar
segja henni morguninn eftir!
tala við Bender daginn eftir.
söngva, sem hann vildi kenna henni.
Hún gat ómögulega hætt við þetta.
þætti gaman að dansinum og öllum
glaum og gleði, sem þarna væri. En 1
var hægt að koma þessu fyrir!
Guinevere gat engin góð ráð gefið
hún hefði átt að vera. Guinevere ætlaðist ;
af til mikils aif öðrum í þeim efnum.
Ellen sofnaði án þess að sjá nokkurn veg
úr þessu.
Á leiðinni til Benders daginn eftir, réði 1
við sig, að segja honum eins og var, og a
hvort hann gæti ekki séð einhvern veg út
þessu. Bender hlustaði á hana með mesta
hygli og þótti nú töluvert vandast málið.
eins og var.
komin.
ög jafnframt njóta mikillar skemtunar.
Örðug’leikarnir lágu í því, að hún
aldrei geta fengið foreldra sína til a
þykkja þetta. Um það hefði liún eng
Það hafði hún reynt að segja Bender,
eins vægilega eins og hún gat. Hann v:
fór fyrir flestum þeim stúlkum, sem
vöndu komnr sínar. Þó það væri ekki
áttu heima í útjaðri bæjarins. Hvorug
hafði nokkru sinni komið í danssalinn.
hverju strái. Hann sagði henni, að fyrst tn
sinn gæti hún komið svona við og við, því ofts
sem hún gæti það, því betra. Hann borga«
henni vissa upphæð fyrir hvert kveld, sem hú
kæmi og syngi. Hann ætlaði að hugsa ui
þetta, og þó það væri ekki álitlegt, f anst honun
að. hann gæti ráðið fram úr þessu áður en lan^
liði. Ellen var einstaklega ánægð með þetta.
lífsins. Með þessu var hún að vinna fyrir
ingum og það á algeríega heiðarlegan hátl
þar sem gömlu hjónin voru svona afturhalds-
söm, að þau gátu ekki litið sanngjarnlega á
þetta, þá var þeim bara gert vel til með J>ví, að
láta þau ekkert um þetta vita. Hvernig hún
ætti að gera grein fyrir þeim peningum, sem
hún aflaði, vildi hún ekkert hugsa um í bráð-
ina. Það var nógur tími til að hugsa um það
seinna.
Áður en vikan var liðin, liafði Bender ráðið
fram úr þessum örðugleikum. Henni var boðin
atvinna á þvottahúsi, og átti hún að vinna þar
á skrifstofunni. Kaupið var mjög lítið — það
kom úr vasa Benders — en henni var bent á, að
vinnan vaui mjög hæg og stuttur vinnutími.
Hún átti að vinna frá klukkan eitt til fimm, og
svo aftur einn eða tvo tíma á kveldin.
Þeir, sem g'löggskygnari voru heldur en
foreldrar Ellen, liefði kannske sýnst þetta nokk-
uð grunsamlegur vinnutími. Þessi kveldrínna
þýddi auðvitað ekki annað en það, að með henni
var Ellen gert mögulegt að vera burtu á kveld-
in, án þess það vekti nokkurn grun heima fyrir.
Ef foreldrar hemiar skyldu vera vakandi eitt-
hvert kveldið, þegar hún kæmi heim, þá var
ekki annað en segja þeim, að í þetta sinn hefði
hún haft meira að gera en vanalega. Og með
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840
DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Helmlli: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 Wlnnipeg, Manltoba W. J. LÍNDAL Of BJÖRN STEFÁNSSON islenzkir lögfrœOingar & Ö8ru gölfi 325 MAIN STREET Talsimi: 24 963 Hafa elnnig skrifstofur a8 Lundar og Gimli og eru þar a8 hitta fyrsta mi8- vlkudag 1 hverjum mánu8L
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 3—6 Heimlli: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 l
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka Bjúkdóma.—Er aS hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talstml: 42 691 J. Ragnar Johnson BA, LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaOur 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Simi 23 082 Heima: 71 76S
Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Helmili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON BA, LL.B. LögfrœOingur Skrlfstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Pkone: 24 687
DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a8 hitta frA kl. 10—12 t. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimill: 806 VICTOR ST. Sími: 28180 E. C. Baldwinson, LL.B. fslenzkur IögfraeOingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEO Resldence Office Phone: 24 20« Phone: «8 991
1 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur Tll viStals kL 11 f. h. U1 4 e. h. og frá kl. 6—8 aC kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDO, WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega peningal&n og elds&byrg8 af eilu tagi. Phone: 26 349
Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar 1 406 TORONTO GENERAL TRUST 1 BUILDING [ Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 645 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Life Bldg. WINNIPEG Annast um fastelgnir manna. Tekur a8 sér a8 Avaxta sparlfé fólks. Selur elds&byrgS og blf- rei8a ábyrgBir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraS samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328
r
Dr. A. B. INGIMUNDSON TannlœknW • l 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 28 840 Helmllls: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlœknir 505 BOYD BLDG, WINNIPEO Phone: 24171
DR. A. V. JOHNSON Islenzkur TannlœknW 21.2 CURRY BLDO, WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Stmi: 23 742 Heimllis: 33 328 C. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 VlBtals timl klukkan 8 til 9 a8 morgrninum
Björg Frederickson ÍEcacfjcr of tfjc -píano V W Telephone 34 785 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allar útbúnaBur sá beaU Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvar8a og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis taisimi: 68 302 1
DUSTLESS
COALAND COKE
Chemically Treated in Our Own Yard
Phone 87 308 I'/ttf
D.D.WOOD & SONS LIMITED
Warming Winnipeg Homes Since “82”
þessu móti, að fá borgun í tveimur stöðum, gat
hún gefið móður sinni meiri peninga, heldur en
meðan hún vann í verksmiðjunni.
1