Lögberg - 22.10.1931, Qupperneq 4
eis. 4
22. OKTÓBER 1931.
Robin Hood pakki af pressnðnm höfrum, með
“Red Spot” vörumerki, hefir að geyma
fallegan hlut úr postulínu
RpbinllHood
OdíS
Úr bœnum
Mr. Arnljótur B. Olson frá Gimli
var í borginni á fimtiudaginn 1
vikunni sem leið.
Mr. Björn Th. Jónasson, frá
Silver Bay, Man., staddur í borg-
inni í síðustu viku.
J. J. Thorvardson, 768 Victor Str-
hér í borginni, kom heim á sunnu-
daginn frá N. Dakota, þar sem
hann hefir verið um tíma.
íslenzka íþróttafélagið, “Fálk-
arnir’’, halda spilaskemtun og
dans í Goodtemplarahúsinu á Sar-
gent Ave., sérhvert laugardaigs-
kveld klukkan fimtán mínútur eft-
ir átta. Ágæt músák við dansinn.
Mr. Gísli Johnson frá Narrows,
Man., er staddur í borginni.
Mr. og Mrs. J. P.
Antler, Sask., voru í
helgina.
Duncan, frá
borginni
um
Mr. J. K. Olafson, ríkisþing-
maður, frá N. Dak., kom til borg-
arinnar á þriðjudaginn.
Mr. Sigurður Sigfússon frá Oak
View, Man., hefir verið staddur í
borginni undanfarna daga.
Mrs. John Hjörtson, Mr. K. P.
Arman, Mrs. Guðrún Scheving og
Mr. Joseph Jóhannson, öll frá
Gardar, N. D., eru stödd í borg-
inni um þessar mundir.
DÁN ARFREGN.
Dr. Tweed tannlækpir, verður
í Árborg á miðviktidaginn og
fimtudaginn, 4. og 5 nóvember.
Sunnudaginn 25. okt. messar
séra Sig. Ólafsson í Árborg kl. 2
e. h., olg í Riverton kl. 8 síðd.
Mrs. John Reykdal, Wynyard,
Sask., andaðist þar hinn 11. þ. m.
Hafði verið í Wynyard síðan 1905,
að hún kom frá N. Dakota. Vin-
sæl kona og vel metin.
Ein af deildum kvenfélags
Fyrsta lút. safnaðar selur tilbúinn
•mat á föstuda’ginn í næstu viku.
Nánar auglýst í næsta blaði.
George Henry Wiffen og Málm-
fríður Thórný Magnússon voru
gefin saman í hjónaband þann 10.
þ. m. af séra Birni B. Jónssyni, og
fór athöfnin fram að 774 Victor
Street.
Óli Pétursson, piltur innan við
tvítugt, frá Gimli, Man., druknaði
í Winnipegvatni í grend við Black
Bear Island, á sunnudaginn, þar
sem hann var við fiskiveiðar. Lík-
ið fanst þelgar og hefir verið flutt
til Gimli til greftrunar.
Á fimtudaginn þann 15. þ. m.,
voru gefin saman í hjónaband,
þau Mr. John Henry Neil og Miss
Pálína Guðrún ísfeld, bæði til
heimilis hér í borginni. Rev.
Smith, Maryland United Church,
framkvæmdi hjónavígsluna. For-
eldrar brúðgumans eru búsett hér
í Winnipeg, en foreldrar brúðar-
innar eru þau Mr. og Mrs. Páll ís-
feld, er um langt skeið bjuggu í
grend við Nes P.O., Man. Heimili
ungu hjónanna verður í þessari
borg.
Símið pantanir yðar
ROBERTS DRUG STORE’S
Ltd.
Abyggilegir lyfsalar
Fyrsta flokks Afgreiðsla.
Níu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Sími 27 057
DR. H. F. Thorlakson
Sérfrœölngur f augna, eyrna, nef
og háls sjúkdómum
Viðtalstími: 11—1 og 2—5
522 Cobb Bldg.,
SEATTI/E, WASH.
Sími: Main 3853
Heimili: Alder 0435
Séra Jóhann Bjarnason messar
væntanlega í kirkju Mikleyjar-
safnaðar næsta sunnudag, þ. 25.
okt., kl. 2 e. h. — Vonast er eftir,
að fólk fjölmenni.
“Stofnanir ríkis'ins’’ er prédik-
unarefnið í Fyrstu lútersku kirkju
á sunnudagskveldið kemur. Það er
sjötta erindið í prédikanakerfinu
“Guðsríki”.
1 dag, fimtudag, hafa íslenzkar
konur kaffisölu í blindrahælinu á
Portage Ave. hér í borginni, til
arðs fyrir stofnunina. Þær vona,
að sjá marga landa sína þar.
(Dr. 0. Björnson og Mr. H. Her-
man, brugðu sér suður í North
Dakota í vikunni sem leið og komu
til baka síðastliðið þriðjudags-
kveld.
Sunnudaginn 25. október mess-
ar séra H. Sigmar í Péturskirkju
við Svold kl. 2 e. h„ og í kirkjunni
á Mountain verður “Community
Service” á ensku. Þar verður lagt
fram offur safnaðarins til heima-
trúboðs. Allir velkomnir.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða stór-
um. Hvergi sanngjarnara verð.
Heímili: 762 VICTOR STREET
Sími: 24 500
CARL THORLAKSON
úrsmiður
627 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
Mr. Jakob Vopnfjörð, frá
Blaine, Wash., kom til borgarinn-
ar á Laúgardalginn. Mr. Vopn-
fjörð átti um langt skeið heima í
Winnipeg, en flutta til Blaine fyr-
ir hálfu öðru ári. Hann lætur vel
yfir líðan landa vorra í Blaine.
Með sárfáum undantekningum,
segir hann að hagur þeirra megi
heita góður. Svo að segja hver
fjölskylda þar hefir dálítinn bú-
skap, jafnvel inni í bænum, og
þarf því ekki að treysta á dag-
launavinnu eingöngu. Mr. Vopn-
fjörð leggur af stað heimleiðis í
næstu viku._____________
DR. T. GRFÆNBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
Laugardaginn þ. 5. september
s.I. lézt að heimili sínu, 5748 La
Mirada St„ Hollywood, California,
húsfrú Margrét Bjarnason, kona
hi. J. P. Bjarnasonar, sem mör'g-
um er kunnur í Winnipeg, Reykja-
vík, Vestmannaeyjum og víðar.
Margrét sál. var dóttir Þorsteins
Jónssonar læknis og Matthildar
Magnúsdóttur í Vestmannaeyjum.
En Jóhann 'P. Bjarnason, maður
ílargrétar, er sonur Péturs Bjarna-
I sonar verzlunarstjóra í Vest-
‘ mannaeyjum.
Margrét sál. andaðist af inn-
vortis sjúkdómi, sem ekki bar mik-
ið á fyr en einni viku fyrir and-
llátið. Sérstakt er það, hversu ynd-
i islega Margrét sál. skildi við
jþetta tilverustig, því að kveldi
ileið henni óvanalega vel, sofnaði
vært, vaknaði síðan aftur og lagð-
ist út af með brosi á vörum í síð-
asta sinn.
Þannilg skilja þeir við, sem eru
tilbúnir og treysta forsjóninni, en
einkanlega þó þeir, sem eru eilífð-
armálunum kunnugir og fengið
hafa fullnægjandi vitenskju um
áframhald sálarinnar á æðri stig-
um. En einmitt þessum andlegu
j efnum, var Margrét mest hlynt.
iAllar íslenzkar bækur og blöð,
I sem birtu bera og breikka sjón-
| deildarhring sálarinnar og efla
kærleikann, las hún o’g lánaði öll-
um þeim, sem vildu þiggja. Þessa
naut eg oft og er henni sannar-
lega þakklátur fyrir hennar höfð-
j inglega vinskap.
En það er þetta, sem einkennir
alla þá, sem virkilega elska sann-
leikann, þeir útbýta öllum sem
vilja meðtaka af því sem þeir hafa
jfundið, en eru aldrei ánægðir með
j að njóta þess einir.
Hún var rausnarkona, gestris-
in, greiðug og góð. Melgi henni
margfaldast alt það góða, sem
hún gaf öðrum, en það var mikið,
og þeir voru margir, sem nutu.
Eftir lifir maður hennar, tveir
synir, Þorsteinn og Pétur, og tvær ,
jdætur, Matthildur og Jóhanna, ‘sarum’ er sviðu og memuðu alla
öll systkinin gift nema Pétur og
búa hér í Los Anlgeles.
Einn af vinum fjölskyldunnar.
Mr. Bjarnason æskir þess, að
þessi minningarorð birtist í blöð-
unum heima á íslandi.
Smælki
— E'g segi þér það enn einu
sinni, væna mín, að Sveinn vill
aðeins giftast þér til þess að ná
í peninga þína, svo að hann geti
borgað skuldir sínar.
— Það getur ekki átt sér stað,
pabbi, Sveini mundi aldrei koma
bil hugar að borga skuldir sínar.
— Drekkið þér te eintómt, eða
með rommi, herra skipstjóri?
— Helzt með rommi og telaust.
íslenska matsöluhúsið
par sem Islendlngar I Winnipeg og
utanbæjarmenr. fá sér máltfðir og
kaffi. Pönnuk&kur, skyr, hangikjö*
og rúllupylsa á takteinum.
WEVEL CAFE
692 SAROENT AVE.
Stmi: 37 464
RANNVEIG JOHNSTON, eigandi.
| ^íamaðonar öfeólt |
652 Home Street =
Veitir fullkomna fræðslu í miðskólanámsgrein-
um, að meðtöldum XII. bekk, og fyrsta bekk
háskólans. Þessi mentastofnun stjómast af
kristilegum áhrifum. Úrvals kennarar. =
Sökum þess, hve aðsókn að skólanum af öðrum
þjóðflokkum, virðist ætla að verða geysi-mikil í ár,
er áríðandi að íslenzkir nemendur sendi umsóknir =
= sínar um inngöngu sem allra fyrst.
Leitið upplýsinga hjá =
SÉRA RÚNÓLFI Marteinssyni, B.A., B.D. =
= skólastjóra. =
= Sími: 38 309 Í
—Ef eg gifti mig nokkurn tíma,
þá verður konan mín að vera hvo
rík, að eg geti látiðg henni líða
sómasamlega.
— Hvaða tiennur taka menn
seinast?
— Gervihennur.
Presturinn er að skrifa skírnar-
vottorð: Látum okkur nú sjá, það
er víst sá 18.
Konan grípur fram í: Nei, nei,
prestur minn, það er ekki nema sá
fjórði. ,
100 herber&l,
með eða án baðs.
Sanng’jarnt
verð.
SEYM0UR H0TEL
Slmi: 28 411
Björt og rúmgóB setustofa.
Market óg King Street.
C. G. HUTCHISON, etgandl
Winnipeg, Manitoba.
17
H0TEL C0R0NA
Cor. Main St. and Notre Dame.
(Austan við Main)
Phone: 22 935
GORDON MURPHY, Mgr.
Þar sem Islendingar mætast.
værð. En svo lét læknirinn þá
skoðun í Ijós, að hún mundi verða
að fara á sjúkrahús. En svarið
var þetta: Eg get ekki farið frá
börnunum. Hún minnist ekkert1 á
lífshætitu, ekkert á þjáningar,
ekkert á fátækt né örðugleika af
neinu tagi, að eins þetta: Eg get
ekki farið frá börnunum. %
Það er vandi að skilja tdl hlítar
alt það, sem felst í þessu svari
hinnar framliðnu konu. Eg get
ekki skilið við börnin. Svarið sýn-
ir okkur fyrst og fremst, að þó
mönnum sé áskapað að óttast
dauðann, þá eru þó til I lífi manna
þau augnablik, sem gjöreyða ótt-
anum fyrir lífshættunni sökum
annars, sem á bak við liggur og
er aflmeira og yfirgnæfanlegra,
eitthvað, sem í manninum býr
dauðanum sjálfum yfirsterkara,
og sem örugt og ótilkvatt lætur
silg í Ijós, gefur sig til kynna. Það
er ástin, elskan, sem nær úfc yfir
gröf og dauða, einn þáttur ódauð-
leika mannsins. Eg get ekki far-
ið frá börnunum. íSnertir það
ekki líka instu og ágætustu til-
finningar þeirra, sem umhverfis
standa? Bendir það ekki á börn-
in? Verður það ekki samstarf
hugsananna og lífseðliseiginleik-
anna? Fer okkur ekki ósjálfrátt
að langa til að hugga börnin
hennar, Igjöra þeim eittihvað gott?
Eg get ekki farið frá börnunum.
það er engin hugsun, það er und-
irstaða hugsunar, það er tilfinn-
ing sem veldur hugsun, það er til-
finning sem liggur við hjartaræt-
urnar, tillögð af alstjórnanda
lífsins. Það er umhyggja föður-
ins, einsog næringarefnin í mold-
inni fyrir jurtirnar.
“í fornöld á jörðu var frækorn sáð,
það fæstum var kunnulgt, en sum-
staðar smáð.
Það frækorn var guðsríki’ í fyrst-
unni i&mátt,
en frjófgaðisti óðum og þroskað-
ist brátt.”
Ó, að við mennirnir lærðum að
lyftast í andanum, og hlytum trú-
arsannfæringuna, þá sannfæring*
sem er óbifanleg undirstaða hugg-
unar og gleði, hvaða mótlæti sem
við mætum hér í tímanum. í
Útfararmmtiing
Húsfreyja
GUÐFINNA SIGRÍÐUR ÁRNA-
DÓTTIR JÓHANNSON,
Mozart, Sask.
Útförina framkvæmdi og henni
stýrði enskur prestur.
Hiuttekningarorð, hugsuð og skrif-
á íslenzku af Fr. Guðmundssyni
og upplesin við útförina af bónd-
anum Þórði Árnasyni.
B æ n :
Himneski faðir! Þín er þekk-
ingin, þinn er mátturinn, þér ein-
um tilheyrir dýrðin! Láttu nú
ljósið þitt skína á þennan fyrir-
lfegjandi isorgaratburð, öllum við-
stöddum til upplýsingar, huggun-
ar og blessunar. Enn þá kemur
það altaf' í ljós, að þegar þú, fað-
ir, úthlutar, þá er þeim bezh full-
nægt, sem brýnustu hafa þörfina,
þeim, sem þrá ljós þitt, þeim, sem
þrá að halda í hönd þér, þeim, sem
þrá í anda að sjá til heimkynn-
anna, þar sem burtförnu ástvin-
unum er ætlað að búa og fagna
okkur á sínum tíma. Leyfðu okk-
ur í anda að sjá til þinna dýrðar-
heimkynna, drottdnn minn, þar
sem alt er bygt af hinu óforgengi-
lega, þar sem hlutverkin okkar
liggja í því að vaxa upp úr van-
þekkingunni og bera öðrum vitni.
Mér finst eg heyra þá framliðnu
kalla föðurinn og segja:“ Láttu
nú ljósið þitt lýsa upp rúmið
mitt”, þeim öllum til trúarsann-
færingar og huggunar, sem hér
gráta og mín sakna.”
“Bænin sé oss inndæl iðja, öðl-
ast) munu þeir, sem biðja” 1 Jesú
nafni. Amen.
Kæru vinir! — Framliðna eig-
inkonan, móðirin og systirin, sem
við erum nú að kveðja í hinsta
sinn, hún var búin að liggja fimm
vikur, að mestu leyti eða alveg í
rúminu, áður en það kom til orða
að hún yrði flutt á sjúkrahús eða
g.iörður á henni holskurður. Hún
þjáðist af galleitri svo miklu, að
likaminn allur varð gulur og
eyddi svo skinninu af holdinu, að
kroppurinn allur var flakandi í
RosE
»»*THEATRE
Thiir., Fri„ Sat„ This Week
Oct. 22—23—24
JACKIE COOPER
ROBERT COOGAN iil
i ‘3KIPPY ”
with
Mit/.ie Green — Juekie Searle
—Added—
Comedy — Cartoon — Serial
KIDDIES!! LOOK!! FREE!!
SAT. MAT„ OCT. 24
CHOCOLA'Y’E
BARS
50
FREE
Mon„ Tues.. Wed.. Oet. 2«. 27, 28
LEW AYIIES
in
“UP FOR MURDER”
—Added—
Comedy — News — Cartoon
ÞÉR GETIÐ ÁVALT KEYPT ÓDÝRARA TE — OG
ÞÉR FÁIÐ TE — OG ÞAR MEÐ UPP TALIÐ — ALT
OG SUMT
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG
CANADA
hjörtum okkar allra liggja Iguðs-
ríkis frækornin falin, gullfögru,
ódauðlegu geislarnir, sem á viss-
um augnablikum láta sig í ljós og
vitna um lífið og máttínn.
Guðfinna heitin var fædd á
Nýpi í Vopnafirði í Norður-Múla-
sýslu. Foreldrar hennar, Árni
Árnason og Ólöf Magnúsdóttir,
bjuglgu á Hvammsgerði, Breiðu-
mýri og Nýpi. Afi hennar, Árni
Jónsson, bjó á'Leifsstöðum og Ak-
urseli í Axarfirði i Þingeyjar- I
sýslu. Guðfinna var ein af 131
bðrnum foreldra sinna; hún gekk
'Snemma út í vinnumensku, þar á
meðal var hún þrjú ár hjá systur
minni, frú ólöfu Guðmundsdótt-
ur á Nesi í Norðfirði. Árið 1911
fluttist hún til Ameríku og seiit-
ist að í Winnipeg, og giftist þar
árið 1914 eftirlifandi manni sín-
um, Jónasi Jóhannson. Þau flutt-
ust suður til Minnesota og bjuggu
þar til þess árið 1923 að þau flutt-
us,t út í þessa bygð, og hafa búið
hér síðan. Sjö börn eilgnuðust þau
hjón og eru þau á aldrinum frá
þremur og hálfs árs til sextán ára.
— Mér er alls ókunnugt um syst-
kini hinnar framliðnu konu, nema
systur eina, Elínu að nafni, sem
hér er viðstödd og var komin
sunnan úr Bandaríkjum fám dög-
um fyrir lát systur sinnar og fékk
því að auðsýna henni kærleiks-
ríku lundina sína, eins og mörgum
sinnum áður, með systurlegri ná-
kvæmni á tímum andstreymisins
og erfiðleikanna. Hina framliðnu
þekti eg lítið persónulega, en for-
feður hennar í föðurætb þekti eg
maríga og sumt það fólk býsna
mikið, en það voru hraustmenni;
afasystur hennar tvær, Steinunn
í Tóftum og Rósa á Grundarholti
voru með afbrigðum greindar
konur. Fyrir mína litlu viðkynn-
ingu, fanst mér að Guðfinna heit-
in sverja sig að sumu leyti í föð-
urætti sína; hún var hjartaglöð,
hló hátt og hraustlega og gerði
fallega að gamni sínu á vinafund-
um og í meðlæti, olg hún var hetija
þegar mes,t á móti blés, og þurfti
líka mikið á því að halda. Hún
hafði löngum ástæðu til að taka
undir með séra Jóni Þorlákssyni,
þennig: “Fátæktan er mín fylgi-,
kona, frá því eg kom í þenna 1
heim”, en það gerði hún ekki. Eg
held það hefði staðið nær tilfinn- I
ingum hennar að kveða svo: ”Það
er þó ávalt búningsbót að bera sig
karlmannlega.” Já, hún var hetja
eins og forfeður hennar og þurfti |
líka mikið á því að halda. Hún
hafði oft við veikindi ástvina |
sinna að stríða; í eitt skiftd var ^
lítil dóttir hennar flutt undir upp-
skurð á sama sjúkrahúsiið, sem ,
hún lézt á; en þá áttum við dag-1
lega tal saman yfir fónið, og kynt»-1
ist eg henni þá bezt, móðurást |
hennar undir miklu fargi og í sár- j
um kvíðafjötrum, en þó upplýsta,
vermda og styrkta af hetjuand-
anum, í von og trauisti og þolgæði. |
En hvað hefi eg svo verið að
tala um? Eg þektd forfeður henn-
ar og hana sjálfa litla stund, o|g
augljósar urðu mér andlegu erfð-
irnar, uppgreðarlaus gleði í með-
læti og hughreysti í mótlæti. Þetta
er ekki brothættur arfur, og eitt-
hvað af honum lifir áfram í börn-
unum hennar, og áhrifin í endur-
minningu allra þeirra, sem þektu
hana vel, sem undir mörgum
kringumistæðum getiur orðið til að
létta þeim byrðar jarðlífsins, og
efla ástina þeirra út yfir skil-
rúmsveg!ginn.
1 hinum langa og stranga sjúk-
dómi hinnar framliðnu, voru það
nokkrar nærgætnar og kærleiks-
ríkar nágrannakonur, aem með
eftirtektaverðri og aðdáanlegri
fórnfýsi stunduðu hana og hjúkr-
uðu henni stynjandi í miðjum
barnahópnum. Eru það einkum
þær Mrs. Stefanía Núpdal og Mrs.
50c
ALL
DRUGGISTS
Við skurðum, rispum, blöðrum, gylliniæð og
útbrotum og öðrum húðsjúkdómum
Laura Johnson, sem hafa verð-
skuldað óskift þakklætii, ekki ein-
ungis ástvinanna, heldur allra, sem
1 kring sátu og liðu í huganum
með ástandinu, en Igátu ekki stað-
ið nær. Þar er og Mrs. Árni John-
son hluttakandi og gleðjandi.
“Eg fell í auðmýkt flatur niður
á fóstkör þína, drottinn núnn,
mitt hjartia bljúgt og heítt þig
biður
um hjálp olg náð og kraftinn þinn,
að sigra hverja sorg og neyð,
er særir mig um æfiskeið.”
Það var raunamæddur, íslenzkur
bóndi, sem bað þannig. Það er
auðskilið, að hann hefir verið
hvorttveggja, langsýnn olg full-
komlega viðurkent mikilleik föð-
ursins, en það segir Salómon kon-
ungur að sé upphaf vizkunnar,
að standa á þrepskildi þeirrar hall-
ar hvar vizkan er lærð. Við skul-
um öll beygja okkur í auðmýkt
með eiginmanninum, börnunum og
systurinni, og biðja um vizku, ljós
og mátt til þess að fulltreysta yf-
irumsjón alvísa föðurins í öllu,
sem okkur mætiir á þessum villu-
gjörnu vegum, í þessum tára dal.
Himneski faðir, vertu máttugur
í okkar veikleika, því að þín er
þekkingin, þinn er mátturinn, olg
þín er dýrðin. í Jesú nafni. Amen.
Niðurlagsorð ekkjumannsins.
TIL SKÝRINGAR.
Þann 29. júní síðastliðinn þókn-
aðist drotni að burtkalla mína
elskuðu eiginkonu, Guðfinnu Sig-
ríði Árnadóttur Jóhannson. Guð-
finna heitin var búin að liggja
rúmfösti frá því í byrjun maí, af
sjúkdómi þeim er dró hana til
dauða, og kvað læknirinn það vera
gallisteina, er ollu svo mikilli gall-
spýju, að líkaminn fór allur í sár.
En þegar henni batnaði ekki, var
afráðið af lækninum, að hún yrði
Brynjólfur Thorláksson
tekur að sér að stilla
PIANOS og ORGANS
Heimili 594 Alverstone St.
Sími: 38 345.
að flytjast á sjúkrahús, bæði til
að fá betri hjúkrun og fulla vissu
fyrir hvað að henni gengi. Og
kaus hún isjálf að vera helzt flutt
á Wadena sjúkrahúsið, þar sem
hún yrði næst heimilinu sínu, ofe
var hún flutt þangað þann 18.
júní; nauti hún þar hinnar beztu
hjúkrunar og var að mestu gróin
sáranna, er hún andaðist. Lækn-
arnir á spítalanum gáfu þann úr-
skurð, að það væri krabbamein,
sem að henni gengi, en gáfu von
úm bata um tíma, ef hún gengi
undir uppskurð, og varð það úr,
að það var gerður uppskurður af
þeim Dr. Rollins og Dr. McGreg-
or 29. júní. En alt einskis. Stund-
in var komin, hjartað bilaði, ofe
leið hún út af í svefni án þess að
fá rænu, sex klukkutímum eftir
að koma af uppskurðarborðinu.
Okkur Guðfinnu sál. varð sjö
barna auðnð 5 drengja og 2 stúlkna
er nú isyrgja móðurina. Hún var
fædd á íslandi 23. desember 1885
og var því 45 ára er hún lézb. Hún
var eitt af þrettán börnum, sem
öll eru dáin nema fjórir bræður
og tvær systur, er ásamt aldur-
hniginni móður, er syrgja hana
heima á ættjörðinni, og ein syst-
ir suður í Bandaríkjum, er var
bér viðstödd og veittó henni gleði
síðustu æfistundirnar með nær-
veru sinni.
Guðfinna heitin var jarðsungin
hér í Mozart grafreit 1. júlí af
Rev. Currant frá Wynyard, að við-
stöddu fjölmenni.
Að endingu vil eg þakka öllum
þeim, er heiðruðu minning henn-
ar með nærveru sinni, olg fyrir
blómin sem lögð voru kistu henn-
ar. Svo vil eg þakka öllum þeim
konum, er á einhvern hátt reyndu
lað létta undir og gera henni síð-
ustu stundirnar sem ánægjuleg-
astar. En isérstaklega vil eg til-
nefna þær tvær, Mrs. S. Núpdal
Mrs. L. Johnson og systur hinnar
látnu, Mrs. Elínu Thomas, sem
hafa sýnt trúmensku og vinskap
til hennar með því að líta til
barnahópsins á einn og annan hátt
síðan hennar misti við. Bið eg svo
þann, sem öllu ræður, að launa
ríkulega öllum, sem hafa á ein-
hvern hátti stutt okkur ok styrkt
í stríði þessu. Og hefir mér reynst
það sannleikur, að þegar neyðin
er stærst er hjálpin næst.
Jónas L. Jóhannsson.
Mozart, Sask., 7. okt. 1931.
VEITIÐ ATHYGLI!
Eg undirrituð hefi nú opnað
BEAUTY PARL0R
í Mundy’s Barber Shop, Portage
Ave„ næst við McCullough’s
Drug Store, Cor. Sherbrooke
og Portage Ave. Sími: 37 468.
Heimasími: 38 005
Mrs. S. C. THORSTEINSON
®fee jflflarlborougfe'”’’’5
Smith Street Winnipeg, Man.
Winnipeg’s Downtown Hotel
Coffee Shoppe. Open from 7 a.m to 12 p.m.
Special Ladies Luncheon ...................50c.
Served on the Mezzanine Floor
Best Business Men’a Luncheon in Town .........60c.
WE CATER TO FUNCTIONS OF ALL KINDS
F. J. Fall, Manager
SIGURDSSON, THORVALDSON
GOMPANY, LIMITED
General Merchants
Útsölumenn fyrir Imperial Oil, Limited
Royalite Coal Oil, Premier Gasoline,
Tractor and Lubricating Oils
ARBORG
Phone 1
RIVERTON
Phone I
MANITOBA, CANADA
HNAUSA
Phone 5 I —
ring 14