Lögberg - 29.10.1931, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.10.1931, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1931. BIb. 5. KOSTAR MEIRA EN VENJULEGT LAUST KAFFI — OG ER ÞESS VIRÐI — AUK ÞESS, ER ÞVÍ FYLGIR MIKIÐ AF AUKNU LJÚFFENGI. Blue Ribbon Limited WINNIPEG :: :: CANADA Hugurinn reikar víða Eftir Guðm. Elíasson. (Framh.) Það er allra fínasti vagn, sem við erum í, þó þröngt sé. Það verður varla dimt í honum, þó nóttin komi, salurinn er birtur upp með þrettán smáum og stór- um rafljósum; og þarna er fónó- graf Edisons farinn að leika svo inndælt lag; hér þarf engum að leiðast. En hvað ætli gangi að aumin'gja gamla manninum, sem situr þarna í miðjum vagninum? Hann er þó ekki luralega til fara; annars er fólkið alt prýðilega vel klætt og frjálslegt. Það eru varla bláfá- tækír landnemar í þessum vagni. En lestin er stór, þeir geta verið í hinum vögnunum. — Nei, hvaða voða hóstahviðu fær gamli maðurinn! Það er sagt, að hann ei!gi heima í Westlock; lestin kem- ur þangað klukkan sjö í kvöld; út frá þeim bæ er sagt að sé fram- leitt bezta hveiti í Alberta-fylki og í tilbót sé þar tiltölulega mest uppskera af ekru hverri. En það geta nú ekki allir verið þar sem bezt er. — Aumingja gamli mað- urinn, hann ætlar varla að ná andanum. Lestarstjórinn fer með hann yfir í svefnvagninn; ætli læknarnir í Edmonton hafi ekki getað hjálpað honum? Ekki lítur út fyrir það; sennilega gamla sagan: heilsuna kaupa engir pen- inlgar. Klukkan er ellefu. Hér stanzar lestin 20 mínútur; biðstöðin heit- ir Smith. Það er komin nótt, eg horfi út um gluggann; ósköp sé eg bjarta stjörnu, skyldi það vera stjarnan, sem hann Benedikt yngri Gröndal orkti stórmerki- lega kvæðið um? ætli eg mætti ekki tala við hana með orðum skálds- ins: i “Framandi gestur fjarri tíða, festandi sjónir jörðu á, gefðu mér frétt um geiminn víða, fyrst gengurðu svona skamt mér frá.” Hún skín skærara, o!g enn segir skáldið: “Ætlarðu kannske mig að minna matthtinn bæði ’og gleyminn á, að guð sé til, sem gæti sinna, og góðum ætíð dvelji hjá? Vís eg um það mig viltu fræða. vissi eg fyr að til hann er, * samt þú mér bendir hátt til hæða, hugurinn glaður fylgir þér.” Og lestin brunar áfram; klukkan tvö erum við að fara fram hjá Lesser Slave vatninu. Hérna eru fjórir fiskibátar, hér búa Indían- ar o!g selja sjálfsagt ferðafólki fisk á sumrin. Akbrautin er hér skamt frá. Það eru menn að tala saman í næsta sæti; þeir segjast hafa keyrt á bíl frá Saskatoon til Hith í fyrra sumar á tveimur dög- um, og hafi þó brautin verið vond sumstaðar, hérna með fram Slave vatninu. Þeir búast við að það hafi verið gert við hana síðan; þá hafi vatnið flóð yfir járnbraut- ina hérna á löngum svæðum og í heila viku hafi engin lest komist áfram hérna með fram Slave gamla; seinast hafi verið farið á stað með tíu fólksvagna, og þá hafi verið tveggja feta vatn ofan á járnbrautinni. Það var víst fjarskalega votviðrasamt hér um slóðir sumarið 1930. Hljómvélin leikur alt af; nóttin líður. McLennan! er kallað; klukkan er sex; hálfs klukkutíma bið, bezt að fá sér morgunkaffi; en bíðum við, ætli hér sé ekki vont vatn? Jú, víst, nú byrjar vatns- leysið fyrir alvöru; þó er þarna töluvert stórt vatn, skamt frá bæn- um; það er óætt vatnið í því o'g ó- lyktin úr þvi er ægileg á sumrin. Hvernig ætli standi á því? Það er ekki gott að segja um það, eg held menn hafi ekki komist að því rétta í því efni. Drekka þá ekki gripir úr þessu vatni? Jú, fólkið hefir engin önnur ráð. Það er þá víst góð mjólkin úr kúnum, ef þær verða að drekka hálf-óætt vatn! Eg held eg hætti við að fá mér mjólk að drekka. ísvatnið hérna á lestinni er þó ekki bragðvont. Eg man eftir því, þegar e'g átti heima fyrir austan Mountain, N. D., að þá var stundum alveg óæt mjólkin úr kúnum á haustin; það var kent um grasi, sem þær ætu. Eg man eftir, að hún Guðrún heit- in á Mýri, frænka mín, var einu sinni að tala um þetta við mig. Hverrar þjóðar fólk ætli að búi hérna í kringum vonda vatnið? Hún er víst að mestu leyti frönsk bygðin hérna. Nú er verið að skifta fólkslest- inni í tvent; það væri gaman að fara til Dunvegan og sjá miljón dollara brúna, sem bygð hefir verið yfir Peace fljótið; ætli það sé ekki hálf glæfralegt að keyra á Ford-bílum yfir þá járnbrautar- brú? Þetta er þó gert. — Jæja. við höldum líklega vestur í þetta sinn. Nú er Smoky River næsta stórvirki náttúrunar, sem við sjá- um. Já, satt er það, krókótt er járnbrautin; þetta er víst það sem kallað er öræfin, milli Suður og Norður Alberta. Sjáum nú til, hvað sagði embætt- ismaðurinn í Edmonton? Já, sá veit nú hvað hann syngur. Ef hægt væri að fara beint frá Ed- rnonton til Dawson Creek, þá væru það svo sem 300 mílur, en eins og járnbrautin liggur, eru það 500 mílur, svo einhvers staðar hljóta að vera krókar á. Máske mælinga- mennirnir hafi séð hrafnaför og farið eftir þeim. Nei, en það eru víða að sjá óþægilegir hálsar og hólar á leiðinni; hefði verið hægt að brúa 10 til 20 mílna langan veg af einum hólnum á annan, hefði það stytt leiðina, t. d. hjá Smoky River; en suður með ánni heldur lestin þann óraveg ofan brekkur, ggen u'm hóla og loksins er komið að ánni. Ekki er nú brúin neitt undra stór. Svo er farið alla leið suður með henni aftur, upp bratt- ar brekkur. Það þarf víst tvær dráttarvélar til að komast hér upp þessar brekkur með flutn- ingslestir. Loks li'ggur brautin vestur frá ánni, gegn um þéttan popla-skóg, stórskóg, svona álíka og er vestur frá Hnausum í Bifröst sveit. Þetta er fjarska líkt og skógurinn hjá honum Jóni 1 Ásgarði. Allsstað- ar eru bjálkahúsin; heldurðu nú bara að hún Fátækt gamla sitji hér ekki í öndvegi, hjá mörgum nýbyggjunum í Peace River hér- aðinu? Jú, það máttu vera viss um, ferðamaður góður, svona á ýmsum svæðum að minsta kosti. Lestin heldur áfram, hart er keyrt; skógurinn er að þynnast, það fara að koma akurblettir; jarðvegurinn virðist að vera góð- ur, svona yfir að líta. Hvað held- ur þú um það, Mr. Rusky? Þú færð bráðum að sjá eins fallegan jarðveg og Norðvesturlandið hef- ir að bjóða. Næsta biðstöð heitir Wanham: auk hennar eru tvær biðstöðvar áður en komið er til Roycroft, þar sem lestin fer krókinn til Spirit River. — Hólótt þykir mér nú hérna og lélegur skógur; hvernig ætli sé með vatn í þessu býgðar- lagi, fyrir menn og skepnur? Það er víst nokkuð erfitt, nema úr þessum lækjasitrum á milli hól- anna, sem flestir vilja þorna upp, þegar þurkar ganga. Ætli það sé ekki líkt og hún Drunken River, sem rennur á sveitamótum Bif- rastar og Gimli; hún getur þó orðið nógu vatnsmikil á stundum, en ekki vildi eg nú samt treysta henni til að brynna mér og skepn- unum mínum, þegar þurkar ganga, já, og það þarf ekki sér- lega mikla þurka til. — Það er segin saga, að þar sem illmögulegt er að ná vatni úr jörðu með því að grafa eða bora, þar eru sífeld- ir erfiðleikar með að hafa nægi- legt vatn, nema maður sé hjá reglulegum árfarvegum, sem tölu- vert vatnsmagn er í, hverig sem viðrar. Roycroft! er kallað. Hér er inndælt útsýni, reglulega fögur o!g frjósöm sveit yfir að líta; ætli Fátækt gamla hafi komið öndveg- issúlum sínum hér fyrir? Mig uggir, að bændur séu hér misjafn- lega efnum búnir, þó bygðin sé blómleg; fimm kornhlöður eru í bænum og fjórar í þeim næsta, sem heitir Spirit River. Lestin rennur þangað og svo aftur á bak hingað aftur á aðal-brautina, hefir aldrei komist lengra þar á- fram, en til Spirit River, ekki nú enn þá; brautarhryggurinn er þó fullgerður fyrir mörgum árum þaðan, vestur að fylkjamótum Al- berta og B. C., en Brit. Cólumbia stjórnin vildi ekki ábyrgjast járn- brautarfélaginu nóga peninga og þar við situr þann dag í dag; og þá hefir þeim, sem ráðin höfðu, þó þótt hagur í að leggja þennan sveig á brautina til Grand Prairie og þeirra bæja, af því þeir hafa séð landslagið til þess fallið að fram- leiða nóg til að flytja. Webster! er kallað. Það er næsta biðstöð við Sexsmith. Fallegt er landið og mikið hefir hér víst ver- ið framleitt, enda er Sexsmith með beztu bæjum Alberta fylkis, hvað framleiðslu-flutninga snert- ir, á gripum og hveiti. — Næsta biðstöð er Clairmont; það eru fá- einir íslendingar hér, fimm eða sex íslenzk heimili; það er ljóm- andi falleg bygð hér á stóru svæði umhverfis þorpin Grand Prairie, Dirrsdale, Wembly, Whellan og Beaver Lodge; þar skamt frá er tilrauna ræktunarstöð stjórnar- innar, til að sjá falle'gur búgarð- ur; þar er nú sjálfsagt ekkert til sparað að láta jörðina framleiða sem mest og bezt. — Næsta stöð er Allright, og þá Hith, sem um tíma var endastöð brautarinnar, eða þangað til í nóvember 1930, er hún var fullgerð til Dawson Creek. Kringum Hith er ljóm- andi fallegt bygðarlag og tölu- -vert þar vestur fyrir Svo er hálf- leiðinlegt landslag alla leið til Pous Coup, sem er fyrsta biðstöð- in fyrir vestan merkjalínuna á milli Alberta og British Columba. Fous Coup er laglegur bær; þar er landskrifstofa stjórnarinnar, því nú er mai-gt breytt frá því sem áður var, síðan fylkin fengu öll umráð I sínar hendur, sem sam- bandsstjórnin hafði áður. Þessi Peace River “block”, sem kölluð er, inniheldur þrjár og hálfa miljón ekra af landi, og hefir ver- ið undir yfirráðum Dominion- stjórnarinnar; af hvaða ástæðum veit ég ekki, þar sem British Col- umbia er eina fylkið af fjórum Vesturfylkjunum, sem frá upp- hafi hefir haft öll umráð yfir sín- um náttúruauðæfum og landi. Þegar svo hin fylkin fengu sín j-éttindi eða umráð, fékk British Columbia þessa landsvæði 1 sínar ar hendur. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one yenrs, since thc foundinjr of the “Snccess” rtuslness College of \Vinnl|ieK in 1909, approximntely 2500 leelandlc students have enrolled in tiiis Coilege. The dccidcd prererence for “Sueeess” tralninfr is sijrnificant, becausc Ieelanders liave a keen sense of edueational values, and each ycar the nuniber of onr Icelandic students shows an increase. Day and Evening Classes Open all the Year The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET- PHONE 25 843 Pous Coup stöðin er kölluð “hliðið” að þessum landshluta.. Frá Pous Coup til Dawson Creek er fallegt land, og eins í kringum Dawson Creek og þar vestur af, alt vestur að skógunum, eða þan'g- að til þetta óuppunna land byrj- ar, sem nú er verið taka og byggja upp. Það eru taldar um tuttugu míl- ur frá því þar sem þessir fáu ís- lendingar búa og til endastöðvar járnbrautarinnar, og er helming- ur af þeirri leið ræktað og num- ið land, mest alt fyrir fimtán ár- um. Á því svæði voru akrar og alt sáðverk í góðu meðallagi í sumar; en aftur á móti þar sem landarnir voru og þar í kring, frusu kartöflur og allur garðs- gróður eða garðamatur, og er það mikill bagi fyrir nýbyggja, þó það kunni að la!gast í framtíðinni, sem vonandi er að verði. Eg talaði til dæmis við mann, sex mílur norður af þar sem drengirnir mín- ir eru, sem var búinn a,ð vera þar í þrettán ár; hann sagði mér, að fyrstu árin hefðu viljað frjósa hjá sér kartöflur og garðmatur, en síðan jörð væri farin að verða mýkri, bæði af áburði og rækt, þá bæri mjög lítið á frosti, allra sízt uppi á hæðunum eða þar sem frekar hálent væri, og eins mundi verða þar sem verið væri að byggja upp núna. Fiskur sagði hann að hefði aldrei verið sem teljandi væri þar í nærliggjandi ám eða lækjum, og dýrum. sem veidd hefðu verið til matar á sín- um fyrstu árum, væri bæði að fækka o'g þau að fjarlægjast að miklum mun. Og Indíána karl, sem er að heita má á næsta landi við drengi mína, sagði að engin veiðidýr væru nær en í fimtán til tuttugu mílna fjarlægð. Þetta ættu þeir að athuga, sem hafa heyrt, að þarna á þessum stöðv- um, sem eg er að tala um, væru allar ár og lækir fullar af fiski, og veiðidýrin væru í kring um íveruhúskofana, sem fólkið byggi í. Allslaust fólk, sem flytur út í þessar (eg getekki annað en sagt) óbygðir, á við nóga erviðleika að stríða, þó það þurfi ekki að verða fyrir sárum vonbrigðum, sem sprottin eru af rangri eftirtekt, eða ebinlínis ýktum sögum þeirra, sem þá atvinnugrein vilja stunda. Næsta stórá vestur af Buffalo- dalnum nyðri, er Pine River, um fjörutíu mílur vestur af því landi, sem nú er ræktað; ég næsta fiskivatn, sem áreiðanlega má trúa að veiði sé í, Moberly Lake, milli fimtíu og sextíu mílur í vest- ur, eða máske heldur suðvestur; að þessu vatni er engin vagn- braut, heldur bara troðning- ar. Aftur ó móti er hér fyrir sunnan annað vatn, þangað eru um 100 mílur; í þátt, eða þangað, streymdi fólkið í sumar. Af því vatni eða landslagi þar í kring, hefi eg engar svo ábyggile!gar sög- ur, að eg sjái mér fært að skýra frá því í þessari grein; en landið mun vera nokkuð hólótt og erfitt yfirferðar þar af leiðandi. Hjá því vatni er rík kona, og hefir þar stóra gripahjörð, og sjálfsagt margt vinnufólk; sennilelga þykir henni ekki vænt um innflytjend- ur, þeirri miklu búkonu. Inn í þetta áður nefnda bygðar- lag, þar sem landarnir eru og þar í kring, kom síðastliðið sumar fólk frá Saskatchewan, keyrandi á hestavögnum, og var tjaldað yf- ir vagnana fyrir fjölskylduna; og einnig kom þangað fólk keyrandi í bílum alla leið frá Californíu. Er fólk þetta sá 'gras, sem skepn- urnar mundu geta fylt sig á, þótt- ist það vera komið í paradís al- sælunnar, þó það hefði ekki svo mikið sem eina mjólkandi kú sér til lífsviðurværis. “Be it ever so humble, There’s no place like home”, segir enska máltækið, og vildi eg helzt mega biðja fólkið að athuga það á tvo vegu: það er sem sé við- urhluta mikið að fara frá heimili sínu þó erfitt gangi, til að byggja upp annað nýtt; en hins ve'gar er þeim ekki láandi, sem alls ekkert heimili eiga, þó þeir reyni að leita fyrir sér, og komum við þá með þeim aftur að enska málshættin- um, og biðjum gjafarann allra góðra hluta að blessa fyrirtæki þeirra, og leiða þá til sigurs á öllum erfiðleikum, sem mæta, og að þeim, að því stríði loknu, lær- ist að meta heimilin sín öllu öðru fremur. Hér vestur frá, þar sem nú er verið að nema land, er ekki um neinar sléttur að ræða; í einu orði sagt: þetta eru fótstallar fjall- anna, skóglvaxnar hæðir o!g háls- ar og dalir, dálítið mismunandi breiðir, svo snarbrattar brekkur víða að þær eru tæpast byggjandi; alt er landið skógi vaxið. Undan þessum hólum og á milli þeirra eru svo þessar lækjasitrur, sem flestallar þorna upp, þegar á sum- arið líður. Eina ráðið til að hafa vatn er því að gjöra stíflugarða og búa til tjarnir með “dams” sem enskurinn kallar. Eg sé eiginlega ekkert annað ráð þar vestur frá til að hafa nægilegt vatn; hvað það mundi lukkast vel, eða verða endingargott , verður tíminn og reynslan að sannfæra mig og aðra um. Dalirnir virðast margir liggja frá suðvestri til norðausturs. Cut- bank áin, sem €r f jórar mílur hér fyrir austan, rennur til norðurs, og þegar hún kemur til Arras P.O,. er hún töluvert farin að beygja til norðvesturs; svo beygir hún til norðausturs í ótal krókum, þanigað til hún að lokum rennur í Peace ána. Peace áin er 807 mílur á lengd, frá upptökum til ósa Slave árinn- ar; eg get ekki lýst henni betur að þessu sinni. Buffalo dalurinn er um eina mílu á breidd, og eru öll lönd með fram syðri Buffalo ánni, eða má- ske réttara sagt læknum, upptek- in. Svo er nyrðri Buffalo dalur- inn, þar sem öll lönd, að því er eg bezt veit, eru ónumin. Vega- lengdin milli Buffalo4ækjanna er um tvær mílur, og býst e!g við að landið þar sé mjög líkt að gæðum. Indíanar, sem eg talaði við, segja að hvorugur þessara Buffalo lækja hafi þornað upp, svo þeir viti til. Um fjórar mílur hér fyr- ir norðan, renna svo báðir þessir lækir saman út í Cutbank ána. í dölunum hjá lækjum þessum er töluvert af bifur-stíflum (beaver dams) og buffalo troðningum. og eru sumar þessar stíflur svo þykkar og háar, að það er engu líkara en að dýrin hafi bygt úr viði og skógarrusli og hlaðið svoj utan að úr jarðleir þangað til altl var oíðið að vatnsheldum vegg. Það sézt ekkert fjallanna héðan, eins og t. d. frá Grande Prairie og öðrum bæjum þar austur frá. Fjöllin lækka eftlr því sem norðar dregur, og háls- arnir og hólarnir hér eru svo há- ir, að manni virðist sem þeir beri fjöllin ofurliði. Svo er nú með þetta eins og margt annað, og sitt sýnist hverjum, og eg fyrir mitt leyti bið engrar afsökunar á því þó þeir, sem á eftir mér koma og lýsa landsvæðinu, finnist eg hafa verið rangsýnn. Sögunarmylla er hér fimm míl- í vestur, við syðrf Buffalo lækinn, rétt um hálfa aðra milu frá landi því, sem Sveinn Guðmundsson frá Edmonton hefir fest sér; hans er áður getið í þesari grein. Þessi áminsta sögunarmylla er alveg samskonar “rigg” og það, sem Einar í Garði hafði fyrir fáum árum síðan en hefir nú, að mig minnir, selt einhverjum íslend- ingi fyrir vestan Árborg. Eigandi myllunnar, ef hann annars er nú nokkur þessa vikuna, hefir þarna timburtekjuleyfi á tveimur fer mílum af landi, eða eitthvað likt því, máske minna; þar er allra þægilegasti “pine” og “spruce” skógur; myllan býr til allra fall- egasta timbur; þar er ekkert borð raðað, bara sagað utan af loggn- um þangað til hann er orðinn van- kantalaus, en þessi vankantaborð eru seld sérílagi, eg eru kölluð “waniage”; nota nýbyggjar þau mikið í húsaþök undir pappa eða bök. Úr mör!gum logg fást-250 og upp í 500 fet af góðum og galla- lausum borðvið; en ætti að meta þá alla upp til jafnaðar, væri víst bezt að gera ráð fyrir um 100 fet- um úr hverjum trjábal. Til sannindamerkis um það, mvað Peace-ár bygðirnar á sum- um pörtum hafa framleitt á liðn- um árum, má geta þess, að árið 1929 voru flutt út frá bænum Sex- smith ein miljón og tvö hundruð og fimtíu þús. bushel af korni og 235 vagnhlöss af 'gripum. Bær- inn Sexsmith dregur nafn af Ont- ario manni, sem hét því nafni og kom hingað fyrir mörgum árum og DUSTLESS COALAND COKE Chemically Treated in Our Own Yard Phone 87 308 ISf/f D.D.WOOD & SONS LIMITED Warming Winnipeg Homes Since “82” beypti tvö lönd af hermönnum, sem voru í Afríkustríðinu, fyrir $250.00 hvort land. Þau lönd eru sjálfsagt búin að borga sig nú. Til þess nú að Igefa þeim, sem þessar iínur lesa, það er að segja ef annað hvort íslenzka blaðið vill eyða bleksvertu á þær, hug- mynd um, hve erfitt er fyrir Arrasbúa, eða nýbyggjana þar vestur af, að fá sér mjólkurkýr, má geta þess, að drengir mínir hafa verið í marga mánuði að reyna að útvega sér kú eða kýr, og fengu þær að lokum eitthvað um hundrað mílur héðan. Kvígu keyptu þeir þrjár mílur vestur af Dawson Creek fyrir 40 doll., á öðru ári, og þótti það gott verð. Þegar við Ásbjörn Pálsson sóttum hana 18. apríl í vor, sagði karlinn, sem e'g held að sé nú allra heiðar- legasti karl, að sér hefðu verið boðnir 50 doll. fyrir þessa dýrind- is kvígu. Hvað virðist nú þeim, sem hafa tvöfalt meiri þekkingu en eg á á- standinu yfirleitt um það, hvað fátækir innflytjendur hafi við að stríða? Hvað virðist þeim vera gert mikið til að greiða götu þess- ara heimilislausu vesalinga? Það lítur út fyrir, að það sé mesta og bezta hjálpin, sem það fær, að brýna fyrir því að það þurfi að komast út úr stórbæjunum út á land, og jafnvel úr sveitunum líka, ef það er allslaust, bara að það geti fengið sér heimilisrétt- ar land. Eg held því sé ætlað að lifa á grasinu eins og skepnunum og hlýja sér í skóginum á nótt- unni, höggva niður við og kynda bál; villimannalegt líf, er ekki ,svo? Skyldi maður ekki mega taka undir með þjóðskáldinu nafn- fræga og hafa yfir vísuna: “Hvar er, mikla undraöld, arður þinn og gróði?” —það kunna flestir seinni, partinn. En svo lagast þetta alt saman með tímanum, þegar fólksfjöldinn (eða heimurinn) er orðinn kristinn og bróðurkærleikurinn fær að ráða orðum og gjörðum mannanna. Eg borgaði $7.19 í fli^tnings- gjald fyrir 250 pund með Þjóð- eignarjárnbrautinni frá Winnipeg til Dawson Creek, og $1.90 fyrir 35 pund með “express”. — Kart- öflur þær sem sambandsstjórnin gekst fyrir að útvega fátækum innflytjendum síðastliðið vor, voru seldar í Dawson Creek fyrir $1.20 bushelið. Skepnur voru litt fáanlegar, og þær fáu, sem feng- ÞÚ GETUR HAFT mi¥Tin4T, STERKAR TAUGAR. Það er ótrúlegt, hve fljótt Nuga- Tone gerir veiklaðar taugar afl- miklar. Hafir þú veikar taugar, sért óstiltur og órór, getir ekki sof- ið á nóttunni, þá reyndu þetta a- gæta meðal. Það hreinsar eitur- gerla úr líkamanum, sem gera þig gamlan og ófæran til vinnu langt fyrir stundir fram. Nuga-Tone gefur þér góða heilsu, orku og þrek. Það fæst hjá lyfsölum. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þa láttu hann útvega það frá heild- söluhúsinu. ust, voru á tvöföldu verði, borið saman við markaðsskýrslur allra fjögra Vesturfylkjanna. Eg skil ekkert í því, að stjórnin í British Columbia skuli ekki banna með öllu, allslausu fólki inngöngu í fylkið. Eins og nú standa sakir víðast hvar um þennan mentaða heim, á þessari menningar- og framfaraöld, virðist vera hag- kvæmast að hver stjórn, smá og stór búi sem mest og bezt að sínu, bæði fólki og öðru, úr því svo und- ur lítið má framkvæma í jafnað- armensku áttina, eða með öðrum orðum, 'greiða svo til að allir hafi viðunanlegt lífsviðurværi og nauðsynlegasta klæðnað, eins og margir halda að fyrirhugað hafi verið frá upphafi. Það má ekki loka fjárhyrzlum landsins, þar sem framleiðsluafurðir jarðar- innar eru geymdar inni. Það verð- ur að miðla þeim, sem allslausir eru, og það er verið að því, en það vatnar meira, ef seðja á að fullu alheimshungrið. (Framh.) 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum. fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex ðskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. A A A A A >. A A A A . >. >. A >. >. A A A : t T t t t t t t t Y t t t t t Vináttan reynist til þrautar er þér þarfnist mikils við Síminn yðar hregst yður aldrei, hvorki á degi né nóttu, hvernig sem viðrar. Hann er altaf árvakur og fús á að tryggja yður nauðsynleg sambönd. Ef þér liafið síma á heimilinu, getið þér sparað óendanlega margar mtlur og starfstíma. Sendið erindi yðar yfir simann MANITOBA TELEPHONE SYSTEM ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦♦$♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«• »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ t t t t t t ❖ t t t t t t t V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.