Lögberg - 03.12.1931, Page 1
\
Hindenburg
'Eftir Harold Nicolson.
Hindenburg sá eg í fyrsta sinni
við hátíðahönd í ríkisþinginu
þýzka. Eg hafði vitaskuld fyrir
löngu þekt hann af myndum. Og
alt af þegar mér datt hann í hug,
hulgsaði eg mér hann eins og
táknmynd, stílfærða og svipsetta
eins og kóng í sþilum. Var þetta
skakt? — Nei, oft hafði mér
skjátlast meira.
Það var á tfu ára afmæli hins
þýzka lýðveldis, sem eg sá Hind-
enburg í fyrsta sinni. Stúka hans
í ríkisþinginu hafði verið tjölduð
í líkingu við tjald á víðavangi.
Fortjald var dregið fyrir stúk-
una. Eftir snöggri skipun var
fortjaldið dregið til hliðar o'g hægt
og hægt kom hinn risavaxni for-
seti í ljós, klæddur miklum svört-
um frakka, með heljarmikinn pípu-
hatt í hendinni, og í því sem hann
kom fram á sjónarsviðið, var sem
mennirnir í fylgd hans alt í einu
yrðu minni.
Á, öllum myndum er Hinden-
burg svipþungur og reigingsleg-
ur. Með yglibrún. — Var þetta þá
hið áttræða heljarmenni, herfor-
itóginn mikli, sem sýndist fálma
eftir stól sínum; var þetta sigur-
vegarinn frá Tannenberg og hetj-
an frá Masúríuflóanum, átrúnað-
argoðið, sem hálfur heimurinn
óttaðist? Nei, ekki alveg. Þarna
var ekki annað en hinn gamli góð-
láti Hindenburg. — Og það ein-
kennilega er, að hann hefir aldrei
verið annað. Enginn hefir nokk-
urn tíma fengið á sig annan eins
þjóðsögublæ eins og hann, sem
fjarri er öllum veruleika.
Seinna bar Hindenburg fyrir
augu mér hvað eftir annað, og
varð hann í meðvitund minni eins
og líflítið skurðgoð í persónu-
lausum líkamsbúk, sem hlötið
hefði nafnið “Hindenburg” og
varðveitt var eins og þjóðlegur
dýrgripur. — Svo hitti eg hann að
máli.
Þjóðhöfðinginn frá Patiala kom
til Berlínar. Forsetinn átti að taka
á móti honum í heimsókn. Eg átti
að fylgjast með sem túlkur. Er
okkur var vísað inn • í setustofu
forsetans hneigði hpnn sig hæ-
versklega. Síðan var löng þögn.
Að því búnu tók forsetinn rögg
á sig og byrjaði á viðræðunni, eft-
ir kurteisinnar forskriftarreglum.
“Yðar hágöfgi,” sagði hann, “er, að
því er mér skilst, foringi Sikh-
anna.” — Eg þýddi, og Indverjinn
gaf til kynna, að forsetinn hefði
rétt fyrir sér. — “ Og Sikharnir,”
hélt forsetinn áfram, “eru hraust-
astir allra indverskra þjóðflokka.”
Indverjinn hneigði höfuðið við
hrós þetta, og bætti við, að Gurk-
ar hefðu og orð fyrir hreysti.. Eg
þýddi: “Tapfer sind auch die
Gurken”. -— Hverjir þá? rumdi í
forsetanum, sem sýnilega var
mjög undrandi. “Die Gurken”,
endurtók eg, og skýrði það fyrir
honum, að Gurkar væru einn af
þjóðflokkum Indlands. Þá fór að
færast líf í forsetabúkinn, og
rumdi í honum. Hann hristist all-
ur, skélti hramminum á hné mér
og rak upp skelfingar hrossahlát-
. ur. Því, eins og kunnugt er, eru
gurkur á þýzku jarðávetftir þeir,
sem menn nota í grænSúrs, með
kjötmat. Það tók nokkurn tíma
fyrir mér að útskýra fyrir Ind-
verjanum, hvernig stóð á hinum
tröllslega forsetahlátri. Hann
brosti við góðlátlega og kinkaði
kolli, svo ljósaskinið glitraðf í de-
möntunum í eyrnalokkum hans.
Nú var ísinn brotinn og samræð-
an hófst slitalaust. í hvert sinn
sem forsetinn síðar sá mig, varð
hann allur að einu brosi. Og álit
mitt varð á honum, að hann væri
ekk-i annað en stórt, saklaust
barn.
Eftir ófriðinn skrifaði Hind-
enburg endurminningar sínar. Þar
komst hann á einum stað þannig
að orði;
“Enga áherzlu hefi eg lagt á
það í lífinu, að ná almennings-
hylli. Það sem hefir ráðið gerð-
um mínum og leitt mig Igegn um
lífið, er: Sannfæring mín, skyldu-
rækni og samvizka.”
Margir aðrir hefðu getað sagt
þetta. En þegar Hindenburg. seg-
ir það, þá er það víst að það er
satt. Því, eins og Englendingur
einnn, sem skrifað hefir æfisö'gu
Hindenburgs,- segir um hann, er
hann með afbrigðum hreinlyndur
maður.
Hann er fæddur þ. 2. október
1847, af gömlumJunkara ættum.
Afi hans var í Napólensófriðnum.
Faðir hans, Robert von Hind^en-
burð, var einnig liðsforingi. “Ég
tók ekki,” skrifar Hindenburg,
“neina ákvörðun um það, að ganga
hernaðarveginn, því það var tal-
inn sjálfsagður hlutur.” Hernað-
arandinn, sem hann sá alt í kring
um silg í uppvextinum, gagnsýrði
bernskuheimili hans. Faðir hans
•og jafnvel móðir hans umgengust
hann eins og hann væri nýliði í
herskóla. Aldrei mátti hann leggja
spurningar fyrir foreldra sína.
honum var kent að þrent ætti að
tigna og vegsama: Guð, föður-
landið og konunginn. Annað kæmi
ekki málinu við.
Ellefu ára var hann sendur í
herskóla. Nemendurnir þar voru
aldir upp í þeim anda, að le'ggja
eingöngu áherzlu á líkamsatgerfi.
Gáfur voru þar einskis metnar.
“Síðan á skólaárum mínum”, skrif-
ar Hindenburg, “hefi eg aldrei
lesið neina bók um annað efni en
eitthvað er að hernaði lýtur.” —
Átján ára gamall fékk hann heið-
ursmerki fyrir góða ftamgöngu í
ófriðnum við Austurríki. í ófriðn-
um milli Frakka og Prússa 1870,
fékk hann járnkrossinn. — Hann
var í herdeildinni, sem umsátina
gerði um París. Og hann var við-
staddur í Versölum, er stofnað
var hið þýzka keisaradæmi.
í fjörutíu ár var hann síðan í
þýzka hernum. Árið 1881 var hann
með herdeild í Austur-Prússlandi.
Þá rannsakaði hann landsla'g alt
og hernaðarskilyrði á landamær-
um Prússlands og Rússlands. —
Fáir menn hafa skotið eins marg-
ar andir í Masúrísku flóunum eins
og hann. Hann þekti þar hverja
þúfu. Og það var þessi kunnug-
leiki hans, sem síðar gerði hann
að heimsfrægum manni.
Árið 19911 lét hann af herþjón-
ustu, og 1914 var þessi gamli her-
maður óþektur almenningi í
Þýzkalandi. En í ágústmánuði þá
um sumarið, er herforingjaráði.ð
komst að þeirri niðurstöðu, að
stöðva þyrfti innrás Rússa inn í
Austur-Prússland, þá var þeim
sagt í ráðinu, að í Hannover sæti
karlnubbur einn, sem þekti landa-
mærin þar austur frá eins og vasa
sína. Og von Hindenburg fékk
skeyti frá keisaranum, er spurði
hvort hann væri reiðubúinn til að
taka að sér herforustu á austur-
vígstöðvunum. Hann svaraði:
“Tilbúinn”, og flýtti sér í ein-
kennisbúning sinn. Honum var
sagt, að Ludendorff hefði verið
útnefndur sem æðsti erforingi í
ráði hans. Ludendorff ætti að
greina honum frá öllum málavöxt-
um. Hann gerði svo. Fjórum dög-
um síðar hófst orustan við Tann-
enberg. Þar mistu Rússar 350
þús. manns, en Þjóðverjar þrjátíu
og sjö þúsundir.
En það sanna var/ að Hinden-
burg hafði lítið af þeirri orustu
að segja, og hinum glæsilega
sigri, einhverjum þeim mesta, er
sögur fara af. von Prittwitz hafði
haft undirbftnin'ginn á hendi.
Hoffmann hershöfðingi hafði gert
úrslitaráðstafanir með aðstoð Lu-
dendorff, en herstjórnin hafði
verið aðallega í höndum von Fran-
cois hershöfðingja. iEn Hinden-
burg, sem foringi 8. herdeildar
undirritaði símskeytin, og fékk
heiðurinn af öllu saman.
' Eftir fáar vikur var mynd hans
á hv,erju einasta þýzku heimili.
Hann var ósigrandi, öllum fremri,
óskeikull. Stór líkneski af honum
voru reist víðsvegar í borgum.
Miljónir manna komu ,saman til
þess að hylla hann. Hann varð
yfirhershöfðingi. Ludendorff varð
hans önnur hönd.
Paul von Hindenburg vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið. Hann
skildi ekkert í pólitík, og var illa
Kilgour dómari dáinn
James Frederick Kilgour, K.C.,
andaðist á Alnlenna spítalanum í
Winnipeg, Aðfaranótt föstudags-
ins í vikunni sem leið, 57 ára að
aldri. Fæddur var hann og upp-
alinn í Oritario, en gom til Mani-
toba 1901 og settist þá að skömmu
síðar í Brandon og var þaf alt
þangað til hann var skipaður
dómari í King’s Bench rétti Mani-
toba fylkis. Kilgour dómari var
talinn einn með merkustu lög-
fræðingum og dómurum þessa
fylkis.
V erkamannaátjórnin
í Aátralíu fallinn
Þann 25. nóvember síðastliðinn,
samþykti þjóðþing Ástalíu ván-
taustsyfirlýsingu á hendur verka-
mannastjórn þeirri, er Hon. J. H.
Scullin hefir veitt forustu; lýsti
stjórnarformaður því þá þegar
yfir, að ráðuneytið myndi segja
af sér. Kosningar fara fram
þann 19. þ.m.
SÍLDVEIÐI DANA.
Halfdan Hendriksen þjóðþing-
maður, sem var framkvæmdar-
stjóri síldarútgerðar Dana á ís-
landi í sumar, gaf nýlega skýrslu í
þinginu um síldvieðarnar. Taldi
hann það aðallega hafa verið gert
til að hjálpa Færeyingum, að ráð-
ist var í þessa útgerð, en eins og
kunnu&t er, voru aðallega fær-
eyskir sjómenn á Síldarskipum
Dana í sumar. Þeir fengu kaup
fyrir 72 daga alls, og nam það um
1000 krónttm. á mann, en af því
urðu þeir að fæða sig sjálfir.
Annars hafa þeir fengið útborgað
frá 7—900 krónur.
Enn áttu Danir þá (23. okt.), ó-
seldar 6,500 tunnur af síld. Sagði
Hendriksen, að það væri undir því
komið hvernife sú síld seldist,
hvort það yrði ágóði eða tap á út-
gerðinni. En þótt tap yrði, væri
það bætt upp með því, að Danir
væri nú orðnir þátttakendur í
stórútgerðinni og vonandi yrði
framhald á því næsta ár. Vér
verðum, mælti hann, að halda á-
fram og verða með í því að
“mjólka hina bláu kú” — o'g átti
þar við sjóinn kringpm íslands-
strendur. — Mgbl.
við alt þess háttar. Ludendorff
hafði ekki heldur vit á stjómmál-
um. En hann vildi blanda sér í
þau. Hann réði úrslitum, er á-
kvarðanir voru teknar. Ráð hans
reyndust slæm. Haustið 1918 kom
hrunið. Ludendorff ' flúði með
lituð gleraugu til Svíþjóðar. Hin-
denburg frétti frá Berlín að
stofnað væri lýðveldi. Hann var
ringlaður og örvinglaður. Hann
ráðlagði keisaranum að flýja til
Hollands. Sjálfur sat hann eftir
með leifarnar af hernum, o'g bauð
lýðveldisstjórninni þjónustu sína.
Skyldan bauð honum svo. Er frið-
arsamningarnir voru undirritað-
ir í Versölum sneri hann heim til
bús síns í Hannover, þreyttur og
beygður. Þar var hann í sex ár,
heiðraður, gamall og ónýtur.
En árið 1925 kom til hans önn-
ur áskorun. Ebert forseti dó
skyndilega. ^tjórnmálaflokkunum
gekk illa að koma sér saman um
eftirmanninn. Vinir Hindenburgs
gerðu nú boð eftir honum í for-
setastólinn. Þeir sögðu það vera
skyldu hans. Við það hrökk hinn
gamli maður úr dvala sínum. Hann
gaf samþykki sitt. Hann fékk um
fimtán miljónir atkvæða. Og í
forsetastólnum er hann enn í dag,
einskonar þjóðhetja með sagna-
blæ, tákn þess samhengis, sem
ríkir í þjóðsiðum og háttum Þjóð-
verja.
Þjóðverjar hafa mikla mann-
kosti til að bera. En þá skortir
sjálfstraust. Þeir eru rómantisk-
ir í eðli sínu, og hneigðir fyrir að
gera sér goðsagnapersónur og
innblása þeim þjóðarkosti sína.
Hindenburg er ein slík. Hann er
en'ginn gáfumaður, einfaldur eins
og barn. Sem forseti hefir hann
í stjórnarathöfnum sínum ávalt
fylgt annara ráðum. En áreiðan-
leiki, árvekpi og hin óbrigðula
skyldurækni hans eru sem skín-
andi fyrirmynd þess, sem bezt er
í þýzkri þjóðarsál. — Lesb.
Gullbrúðkaup í Wynyard
Þau hjón„ Tryggvi og Valgerð-
ur Fredreickson í Wynyard áttu
50 ára hjónabandsafmæli laug-
ardaginn þann 21. nóvember, og
var þess viðburðar mins't með
einkar ánægjulegt samsæti þar á
heimili þeirra. Stóðu börn þeirra,
tengdabörn og aðrir vandamenn
fyrir samsætinu. Höfðu þau hjón
verið gefin saman í hjónaband
í Winnipeg af prestinum J. B.
Silcox.
Það er fremur sjaldgæft, að á
gullbrúðkaupsdegi standi þau við
hlið gullbrúðhjónanna, sem ver-
ið höfðu brúðarsveinn og brúð-
armeyja við hjónavígsluna, en svo
var þó í þetta sinn. Brúðarmeyj-
an var Miss Sigurbjörg Jónsson,
systir gullbrúðurinnar, en brúð-
arsveinninn var Mr. Christian
Paulson, sém nú er búsettur á
Gimli, og kom hann ala leið það-
an til að taka þátt í hátíðarhald-
inu, og varð það öllum til mik-
illar ánægju.
Samkvæmið hófst um átta leyt-
ið um kvöldið og stóð til mið-
nættis. Byrjað var með sálma-
söng og guðræknis-athöfn, er dr.
Björn B. Jónsson frá Winnipeg
stýrði. Flutti hann og brúðhjón-
unum stutt ávarp. Eftir það tók
Jón B. Jónsson við veizlustjórn
og stýrði samkvæminu af mik-
illi snild, svo það. var bæði fjör-
ugt og skemtilegt.
Ajuk veizlustjóra tóku ýmsir til
máls. Fyrstur talaði hr. Chr.
Paulson og mintist fornra tíða
og giftingardagsins fyrir 50 ár-
um. Mrs. J. Stephenson flutti
gullbrúðhjónunum skrifað ávarp
o’g færði þeim fésjóð að gjöf frá
gestunum. Þeir Björn Hjálmars-
son og Carl F. Frederickson
fluttu stuttar tölur, og lesin voru
mörg samfagnaðar og hamingju-
skeyti víðsvegar að, svo og af-
hentir blómvendir frá vinum nær
og fjær. Mr. Walter Sveinbjörns-
son söng einsönlgva, en allir
veizlugestir skemtu sér við margs-
konar söng. Bæði gullbrúðhjón-
in þökkuðu með. völdum orðum
fyrir auðsýnda vináttu og gjafir.
Var samkvæmi þetta sérlega á-
nægjulegt, öllum er að því stóðu
til sæmdar og ljóst merki þess,
hve mikillar vináttu og virðing-
ar þau Mr. og Mrs.' Frederick-
son njóta í sínum heimahögum
og víðar.
Veizlukostur var borinn fram
af mikilli risnu og einkar snyrti-
lega.
Hamingju-óskir fjölda margra
' fylgja þessum mætu hjónum.
Otnefndur í Deloraine
Mr. Hugh McKenzie, sá er sæti
hefir átt í Manitobaþinginu und-
anfarin ár, sem einn af stuðn-
ingsmönnum Brackenstjórnarinn-
ar, hefir verið útnefndur á ný í
Deloraine kjördæminu. Að út-
nefningu hans stóðu bæði Brack-
en-menn og liberalar.
íbúatala í Canada
Frelgnir frá hagstofunni í Ot-
tawa, bera það með sér, að fólks-
talan í Canada um þessar mund-
ir sé eitthvað um tíu miljónir, eða
freklega það. Nákvæmar skýrsl-
ur af manntalinu í Quebec og
British Columbia, eru samt sem
áður ekki við hendina.
Tekursæti í lávarðadeild
Philip Snowden, fyrverandi
fjármálaráðgjafi Breta, tók sæti
sitt í lávarðadeildinni í vikunni
sem leið, að viðstöddum forsæt-
isráðgjafanum og öðru stór-
menni; kallast hinn nýi lávarður
Viscount Snowden of Ackorn-
shaw.
King kemur til Winnipeg
Leiðtogi frjálslynda flokksins,
Rt. Hon. W. L. Mackenzie King,
kemur til Winnlpeg 10. janúar og
flytur hér ræðu á ársfundi frjáls-
lynda flokksins í Manitoba. Er
það í fyrsta sinn, sem Mr. King
kemur til Vestur-Canada, síðan
fyrir kosningarnar 1930.
Arsfundur Fyráta lút.
safnaðar
Bæjarkosningarnar
Þær fóru þannig, að Ralph H.
Hann var haldinn í 'samkomusal Webb vap endurkosinn borgar-
stjóri í sjötta sinn, með 18,552 at-
kvæðum fram yfir gagnsækjendur
sína alla, fjóra. Annars féllu at-
A. C. Johnson, forseti safnaðar-| kyæðin þannig. Deacon hlaut
j 5,-85 atkvæði;, Hunt 7,728; Mc-
og Phail 783; Penner 3,942 og Webb
kirkjunnar á fimtudagskveldið í
síðustu viku, 26. nóvember. Mr.
ins, var fundarstjóri.
Fundurinn var vel
sóttur
I
öll mál, sem fyrir fundinn komu, 36,0990. Eru þess engin dæmi fyr.
voru afgreidd greiðlega og með^ að nokkur borgarstjóri í Winnipeg
hafi hlotið svo stórkostlegan meiri
góðu samkomulagi. Skýrslur all-
ar sýndu, að hagur safnaðarins
er góður o!g meira að segja mjög
góður, þegar tekið er tillit til ár-
ferðisins. /Tekjur safnaðarins
voru á árinu um átta þúsund
hluta, svo það sýnist ekki tfm að
villast, að fólkið í Winnipeg vill
hafa Webb fyrir borgarstjóra, öðr-
um fremur.
Bæjarrráðsmennirnir, sem kosn-
, ,,,, , ingu hlutu, eru: í fyrstu kjördeild
, , , Herbert Andrews, L. F. Borrow-
i man og C. E. Simonite, allir end-
hagslega hefir söfnuðinum því
ekki farið aftur á þessu ári, þrátt , . „
. . ,, , ., i urkosnir. I annari kjordeild:
fynr alla fjarhagsoðugleikana,1
og symr það ljoslega goðan vilja TT _ ., f
. * .,,, . , Bardal og jF. H. Davidson. í
safnaðarfolksms. I , „
; briðju kjordeild: James Barry,
Úr safnaðarnefndinni gengu john giumber:g (báðir’endurkosn-
þeir W. J. Jóhannsson og Lincoln ir) Qg T D Ferley> Hefir verka.
Johnson og í þeirra stað voru, mannaflokkurinn þar tapað einu
kosnir J. J. Swanson og Thor.
Melsted. Er því nefndin þanni'g
skipuð nú: A. C. Johnson, J. J.
Vopni, GrímuV Eyford, Eggert
Fjeldsted, S. J. Sigmar, O. G.
Björnson, Albert Wathne, Fred
Thordarson, J. J. Swanson og
Thor. Melsted. Djáknarnir voru
allir endurkosnir: S. O. Bjerring,
W. H. Olson, Mrs. Albert Wathne,
Mrs. Eric Isfeld og Mrs. Bertha
Nicholson. Sömuleiðis yfirskoð-
unarmenn H. J. SPálmason og
Paul Bardal.
Ársfundur þessi var í
staði hinn ánægjulegasti.
sæti.
Frá íslandi
alla
Sögulegt friðarþing
Um hundrað fulltrúar frá ein-
um fjörutíu þjóðum, voru saman
komnir á fundi í París í vikunni
sem leið. Þarna var verið að halda margra “ Vísir
Reykjavík, 3. nóv.
Séra Stefán Jónsson frá Stað-
arhrauni andaðist að heimili sínu
hér í bænum á sunnudaginn, rúm-
lega sjötugur að aldri. — Mgbl.
Benedikt S. Þórarinsson kaup-
maður, er sjötugur 6. nóv. Hann
hefir rekið verzlun hér í bænum
síðah árið 1894, og eiga fáir kaup-
sýslumenn bæjarins lengri við-
skiftaferil að baki. Hann stundaði
nám á Möðruvöllum í ungdæmi
sínu og er mjög bókhneigður og
víðlesinn. Munu ekki einstakir
menn eiga stærra bókasafn eða
bgtra en hann. Hann hefir haft
mikil kynni af merkum samtíðar-
mönnum sínum oig varið aldavinur
eitt af friðarþingunum. Afvopn-
un, eða takmörkun á herbúnaði,
var fundarefnið. Þing þetta var
haldið í afarstórum samkomusal
í París og almenningi leyfður
aðgangur, og lítur út fyrir, að
Parísarbúar hafi verið þar fjöl-
mennir. Gerðu þeir þar svo mik-
inn hávaða og gauragang, að alt
lenti í uppnámi. Það var ekki að-
eins, að þessir óróaseggir gerðu
svo mikinn hávaða, að ekki heyrð-
ist mannsins mál, heldur tóku
þeir alt, sem hönd á festi o'g
börðust með því, svo sem stóla og
borð, brutu ræðustólinn og aðra
húsmuni og særðu hver annan svo
að lagaði úr þeim blóðið. Lög-
Alþjóðasýning korn-
tegunda
Sýhingu þessari, er haldast átti
í Regina, Sask., næsta sumar, hef-
ir verið frestað um ár; hefir nú
verið ákveðið, að hún hefjist í
Regina 24. júlí 1933 og standi
yfir til hins 5. ágúst sama ár.
Frestuninni hefir verið hrundið
í framkvæmd fyrir tilmæli land-
búnaðarráðgjafa sambandstjórnar-
innar, Mr. Weir’s.
WALKER.
Á mánudagskveldið, hinn 7. des..
og alla þá viku, verður leikurinn
,‘The Barretts of Wimpole Street’,
reglan gat við ekkert raðið ogi sýn(jur ^ walker leikhúsinu. Fólk
heldur ekki fundarstjórinn, sem
var Herriot, fyrverandi forsætis-
ráðherra á Frakklandi. Þetta upp-
þot varð því að hafa sinn gang,
þangað til það hjaðnaði af sjálfu
sér. Þykir þetta heldur benda í
þá átt, að Frakkar, eða Parísar-
búar að mintsa kosti, séu ekki sér-
lega hlyntir friðarstarfseminni
eða afvopnuninni.
A. R. McNichol dáinn
Hann varð bráðkvaddur á þriðju-
dagsmorguninn í þessari viku á
leið til skrifstofu sinnar, sem er á
Portage Av§., Winnipeg. Hafði
hlakkar mjög til að sjá hann.
Þótti afar mikið til hans koma í
Montreal og ekki síður í Toronto,
þar sem leikfélagið varð að vera
viku lengur en til stóð, svo var
aðsóknin mikil. í Hamilton voru
allir aðgöngumiðar seldir áður
en leikflokkurinn kom þangað.
Mundi félagið því hafa verið þar
lengur en tvo daga, ef það hefði
ekki verið samningum bundið við
leikhús í Vestur-Canada.
Leikurinn er bæði fallegur og
skemtilegur og prýðilega leikinn.
Winnipegbúar ættu að tryggja
sér aðgöngumiða sem fyrst, ann-
ars getur vel farið eins fyrir
mörgum þeirra, eins og fór fyrir
ekki borið á öðru en heilsan væri
í ’góðu lagi þangað til. Hann var mörgu fólki í Montreal, Toronto
forseti félagsins A. R. McNichol.log Hamilton, að þeir fái alls ekki
Limited, og hefir verið talinn einn
með auðugustu mönnum í Winni-
peg. Mikið af hlutabréfum félags
síns hafði hann gefið ýmsum
stofnunum, þar á meðal Jóns
Bjarnasonar skóla $50,000. Hann
mun hafa verið rúmlega sjötugur
að aldri.
að sjá leikinp.
Friðvænlegra í Manchuria
“Nú ER UM AÐ GERA ...”
Þegar skilnaðardeilan milli
Norðmanna og Svía stóð sem hæst,
var mælt að Björnstjerne Björn-
son hafi sent Cmr. Michelsen for-
sætisráðherra eftirfarandi skeyti:
“Nú er um að 'gera að halda sam-
an!” og að Michelsen hefði svar-
að: “Nú er um að gera að halda
sér saman!” Þessi saga flaug um
alt og þótti góð En nú kemur það
upp úr kafinu, að það var rit-
Sámkvæmt síðustu fréttum, lít-
ur nú miklu friðvænlegar út
milli Kínverja og Japana út af $6* “Be*ens AfteiiMad" sem
Manchuriumálunum. Hafa full-
trúar beggja þjóðanna tjáð sig
fúsa að hlíta tillögum Þjóðbanda-
lagsins í öllum aðalatriðum. Hvað
úr þessu kann að verða, er enn
naumast hægt að segja, en nú sem
stendur lítur út fyrir, að sættir
mu'iii komast á milli þessara
þjóða, áður en langt líður.
bjó þessa sögu til og setti hana í
blað sitt. —- Mgbl.
Gjafir til Betel.
Augustine Ladies Aid of Kan-
dahar, in loving memory of the
late Mrs. Eggert Björnson $10.00
Innilega þakkað,
J. Jóhannesson, féh.,
675 McDermot Ave., Wpeg.
PAULBARDAL
kosinn í bæjarstjórn.
í bæjarstjórnarkosningunum,
sem fram fóru hér í borginni síð-
astliðinn .föstudag, var Mr. Paul
Bardal framkvæmdarstjóri, kos-
inn í bæjarstjórn, sem fulltrúi
fyrir 2. kjördeild, með afarmiklu
afli atkvæða; er þetta hinum
mörgu vinum hans hið mesta
fagnaðarefni. Mr. Bardal er
'glæsilegur atgerfismaður, er vænta
má mikils af í framtíðinni. Kosn-
ing hans er eigi að eins vegsauki
honum sjálfum, heldur og Vestur-
íslendingum í heild. Ef gott til
þess að vita, að eiga slíkum á'gæt-
ismanni á að skipa, þegar um op-
inber mál er að ræða, sem Mr.
Bardal er.
Til íslendinga í Winnipeg
íslenzkum kjósendum í Winni-
peg votta eg innilegt þakklæti
mitt fyrir örugt og öflugt fylgi.
við bæjarstjórnarkosningarnar á
föstudaginn var. Mér dylst ekki,
að eindregið fylgi þeirra réði
miklu um það, að eg náði kosn-
ingu sem bæjarráðsmaður í ann-
ari kjördeild, og þessar kosningar
sanna ótvírætt, að íslendingar í
þessari borg mega sín mikils, þeg-
ar þeir eru samtaka, eins og þeir
áreiða.nlega voru við þessar kosn-
ingar. Traust það, sem landar
mínir í Winnipeg hafa nú sýnt
mér, met eg mjög mikils og mér
skilst, að eg geti sýnt það bezt
með því, að gera mitt ýtrasta til
að reynast þess trausts ávalt mak-
legur.
Paul Bardal.
Til samlanda minna
í Winnipeg
Fyrir það eindregna fylgi, er
samlandar mínir veittu mér í síð-
astliðnum bæjarstjórnarkosning-
um, þakka eg hér með af alhulg,
og mun þess langminnugur verða.
Sannar þetta meðal annars það,
hverju íslendingar hér í bæ fá á-
orkað, leggist þeir á eitt.
Virðingarfylst,
Ágúst Blöndal.
Skemtileg samkoma
í vændum
Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar
ætlar að hafa samkomu í sam-
komusal kirkjunnar á mánudags-
kveldið í næstu viku, hinn 7. des-
ember, og byrjar samkoman kl.
8.15. Skemtiskráin v erður að
mest leyti hin sama eins og á sam-
komunni (Old-Time Concert), sem
haldin var á asma stað hinn 24. f.
m. Þótti sú kveldskemtun sér-
staklega góð og hafa margir ósk-
að, að hún yrði endurtekin. Og
hefir það fólk, sem þar skemti,
sýnt félaginu þá miklu góðvild,
að lofast til að skemta nú í annað
sinn. Inngangur að þessari sam-
komu verður ekki seldur, og allir
eru velkomnir, en samskot verða
tekin og þeim peningum, sem inn
koma, verður varið til að 'gleðja
gamalmennin á Betel nú um jólin.
Kvenfélagið hefir . jafnan gert
það, og það vill halda því áfram,
og efar ekki að íslendingar í Win-
nipeg styðii sig til þess nú, eins
og þeir hafa oft og drengilega áð-
ur gert. Samkoman byrjar kl. 8il5
á mánuadgskveldið, 7. des. í sam-
komusal Fyrstu lútersku kirkju.
i