Lögberg - 31.12.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.12.1931, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines V CoT‘ \o? „S ***‘ ■ v*" "°' Service For and Satisfaction 44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 31. DESEMBER 1931 NÚMER 53 Frá Grœnlandi Frásögn Jóns Jónssonar frá Laug. Þegar prófessor Alfred Wegener fór til Grænlands í fyra réð hann til sín þrjá íslendinga, Vigfús Si!gurðsson, Jón Jónsson frá Laug og Guðmund Gíslason, stud. med., scn Gísla læknis Péturssonar á Eyrarbakka. Þeir fóru héðan í apríl í fyrra og unnu alt sumarið að flutningum. Um haustið fóru þeir Jón og og Vigfús heimleiðis, en Guðmundur varð eftir.— í vor var Jón beðinn að koma vestur öðru sinni og hafa með sér sex hesta. Hann lagði af stað héð- an 20. maí, áleiðis til Kaupmanna- hafnar, og fór þaðan til Græn- lands, en kom heim hingað um síðustu helgi. Vísir hefir hitt hann að máli, og fer hér á eftir frásölgn hans um Grænlandsförina og afdrif Wegeners. I. Tildrög ferðarinnar. í vor barst mér skeyti fá leið- angi Wegeners í Grænlandi, og var eg beðinn að koma vestur með sex* íslenzka hesta, og ■ annast flutninga, eins og í fyrrasumar. Eg lagði af stað héðan með hestana 20. maí til Kaupmanna- hafnar o!g beið þar eftir skipsferð til Grænlands i þrjár vikur, en á meðan voru hestarnir stríðaldir og ágætlega búnir undir ferðina. í Kaupmannahöfn hitti eg Dr. Kurt Wegener, bróður prófessors A. Wegeners, og urðum við sam- ferða til Grænlands. Vesturförin. Seint í fyrravetur fóru margir að óttast um afdrif Wegeners, og var eg einn í þeirra tölu, en fre'gn- in um æfilok hans barst hingað til lands 19. maí, eða daginn áður en eg lagði af stað. Bróðir hans, Dr. Kurt Wegener, hafði áður en þau tíðindi spurðust, staðráðið að fara vestur, til þess að leita bróður síns, og nú átti hann að taka við yfirstjórn leiðangursins. Við fengum far á e.s. Sussaa, leiguskipi Grænlandsstjórnarinn- ar, og gekk ágætle!ga vestur. Við komum við í Englandi, til þess að fá kol og sigldum þaðan viðstöðu- laust til Umnak, á vesturströnd Grænlands. Þar er stærsta þorp á þeim slóðum, og liggur á 71. gr. n. br. fbúar eru um 300, Danir og Skrælingjar, Þar skiftum við um skip, og fen!gum far á vélar- skútu, sem höfð er til flutninga með strödum fram. Héldum við þá til Kamarjuk, sem skerst inn úr Umnakfirði, og komum þangað 5. júlí, eftir 19 daga ferð frá Kaupmannahöfn. — Auk hestanna höfðum við hey handa þeim og hundafóður, og nokkrar vistir til viðbótar handa leiðangursmönn- um. III. f Kamarjuk var aðal bækistöð leiðangurs- manna. Þar voru reist þrjú hús sumarið 1930, — til íbúðar og geymslu. Okkur gekk greiðlelga að koma hestum og flutningi á land. Þaðan er skamt upp að jökulröndinni, ]ít- ið undirlendi og gróðurlaust. Næsta stöð leiðangursmanna er vetrarhúsið, sem reist var í fyrra, og stendur um fimm km. ofan við jökulröndina. Húsið er úr timbri o'g var smíðað á Þýzkalandi. Þriðja stöðin var á hájöklinum, í 400 km. fjárlægð, og var snjó- hús. Dr. Kurt Wegener fékk sér taf- arlaust Grænlending til fylgdar frá Kamarjuk og hélt til vetrar- hússins og tók var við allri stjórn. Þar voru fyrir þrír Þjóðverja og fjórir Grænlendingar. Eg tók til óspilta málanna að járna hestana og búa alt undir flutningana, sem hófust daginn eftir, 6. júlí. Það sem flytja þurfti upp að vetrarhúsinu, mun hafa verið um 20 smálestir alls, en það var eink- um hundafóður, og nokkrar vistir. Sleðaferðir gátu ekki hafist frá vetrarhúsinu, fyr en hundafóðrið var komið þangað. Alt var flutt á klökkum.. o'g var seinfarið. Við vorum oftast 5 til 6 klukkustund- ir upp eftir, en Vegalengdin var um 18 km. Eftir einn vikutíma var nægilegt hundafóður komið upp að Vetrar- húsinu og var þá farið að safna hundum úr næstu bygðarlögum á ströndinni, og Grænlendingar ráðnir til þess að vera í sleðaferð- um, er síðar voru farnar í rann- sóknarskyni inn á jökulinn. Tveir Norðmenn urðu okkur samferða frá Danmörku til Kam- arjuk, o!g fóru þaðan á hundasleð- um austur yfir jökulinn til Mý- vogs. — Leyfði Dr. Wegener, að e!g færi eina ferð með farangur Einveran Ríkt er lífið, — býður mér sín blóm; í brotasilfri þess heil eilífð skín, en þegar gefst mér tæifæri og tóm og teyga eg einverunnar ljúfa vín, rís dagur yfir draumalöndin mín. Mín augu verða undarlega Bkygn á æðri rök, á genginn lífsins stig, og straumur tímans stöðvast, verður lygn, —hann staðnæmist, svo finni e!g sjálfan mig, en hjáguðirnir flýja og fela sig. Og því er það, að einveru eg ann; hún er mín svalalind, mitt vígi og skjól, og ennþá hvergi mýkri faðm e'g fann, og friður hennar gæðin bezt mér ól, og hún á mátt og hæstan tignarstól. Á lífsins hafi leika bylgjur sér; þar löður verður til og froða o!g hjóm. Eg leita djúpsins, syng minn söng, og fer með sorg og gleði og öll mín vonablóm í einverunnar hljóða hel!gidóm. —Vísir. Grétar Fells. þeirra frá ströndinni að vetrar- húsinu. IV. Síðasta för A. Wegeners. Eins og áður er á vikið, var há- stöðin á jöklinum 400 km. frá jök- ulröndinni. Þar áttu tveir menn að hafa vetursetu, Dr. Georgi og Dr. Sorge. Ráðgert var að flytja þeim viðbótarvistir á mótorsleðum síðla sumars í fyrra. En er sú tilraun mishepnaðist, leit prófessor Weg- ener svo á, að hann yrði að koma þeim til hjálpar með vistir. Lagði hann þá af stað 22. sept- ember í fyrra, ásamt Dr. Löve og þrettán Grænlendingum. Þeir höfðu 15 hundasleða og um 150 hunda, o!g voru vel búnir að vist- um. En .þé£nr þeir voru komnir 60 km. inn á jökulinn, var þar svo mikil ófærð, að níu Grænlending- arnir sneru aftur. Hinir héldu á- fram, og þegar komið var 150 km. inn á jökulinn, sneru enn við þrir Grænlendingar. Dr. Wegener sá þá fram á, að engin tök væri að koma vistunum upp að hástöðinni, en vildi engu að síður halda áfram. Bjó hann þar um vistaforða þann, sem hann mátti án vera, og hélt svo förinni áfram við þriðja mann. Voru fylgdarmenn hans Dr. Löve og Grænlendingurinn Rasmus. Þeir komust til stöðvarinnar 30. október o!g munu hafa verið mjög þjakaðair, en einkanlega var þó dregið af Dr. Löve., því að hann var kalinn á báðum fótum, og misti síðar allar tærnar. Dr. Ge- orgi tók þær af honum með vasa- hníf sínum, þegar drep var kom- ið í þær, og var hann varla gróinn sára sinna í vor og starfaði ekk- ert i sumar. Engin tiltök voru að Dr. Löve gæti yfirgefið stöðina þefear í stað, en vistir voru of litl- ar til þess að þeir gæti allir haft þar vetursetu, og varð það úr, að prófessor Wegener lagði af stað til bygða ásamt Rasmus Græn- lendingi, þegar þeir höfðu hvílst þar einn dag. Þeir skildu við fé- laga sína á hástöðinni 1, nóvem- btr, en þá var afmælisdagu Weg- eners, og var hann fimtugur. Eft- ir það veit enginn hverni!g þeim farnaðist, þangað til yfir lauk, en hin hörmulegu æfilok þeirra vitn- uðust ekki fyr en í vor, eins og kunnugt er. V. Afrek Guðmundar Gíslasonar. Þegar fylgdarmenn A. Wegen- érs komu af jöklinum, sáu félagar hans, sem heima sátu í vetrarhús- inu og í Kamarjuk, að nauðsyn væri að senda sleða-leiðangur honum til hjálpar. En engin tök voru á því í svip, því að alt hunda- fóður var uppetið um haustið, og átti það þó að endast líka í sum- ar. Þurfti því fyrst að safna hundafóðri í Umnakfirðinum o!g koma því upp á jökulbrúnina, en engir voru hestarnir, og eina ráð- ið var, að bera fóðrið á bakinu. Tók þá Guðmundu sér fyrir hendur að safna hundafóðrinu, og var það síginn fiskur, sem mun hafa vegið um fimm smálestir. Vann hann að því með Grænlend- ingum allan janúarmánuð að ná fiskinum saman, og síðan báru þeir hann allan á bakinu frá sjó og upp á jökulbrún, eða þangað, sem hundum varð við komið, og unnu þeir að þessu í febrúar og marz. Þetta var afar erfitt verk. og e!g tel að Guðmundur hafi með þessu unnið þrekvirki, sem eng- inn annar leiðangursmaður hefði getað leyst af hendi. En það, sem jafnan létti þeim alla örðugleika í þessum flutningum, var vonin um það, að erfiði þeirra gæti orð- ið til þess að bjarga lífi Wegen- ers. Má af því marka, hver ágæt- ismaður Wegener var, og hve ást sæll hann var af öllum, sem hjá honum höfðu starfað. IV. Leitin að Wegener. Um miðjan apríl var leitin haf- in að Wegener. Tveir Þjóðverjar og fimm Græn- lendingar tóku þátt í henni, og fóru fimm á hundasleðum. Þeir komu að hástöðinni 7. maí, og fréttu þá, hvernig komið var. Sama dag komu einnig til hástöðvar- innar báðir mótorsleðarnir, sern lagt höfðu af stað 30. apríl frá vetrarhúsinu. í þeim voru tveir Þjóðverjar og tveir Grænlending- ar. Eftir stutta viðdvöl lögðu- allir þessir menn af stað ofan jökul- inn. Dr. Sor!ge fór með þeim, sem oru á hundasleðunum, en Dr. Löve fór í öðrum mótorsleðanum. Dr. Georgi varð einn eftir á há- jökulstöðinni á meðan. Þeir, sem fóru með hundasleð- ana, hófu leit að Wegener og Ras- mus á heimleiðinni, og þegar þeir höfðu farið rúma 200 km. fundu þeir lík Wegeners, 189 km. frá jök- ulröndinrii. Var það vandlega saumað inn- an í svefnpoka hans, og hafði Rasmus veitt því svo virðulegan umbúnað sem föng voru á. Hann hafði stun!gið skíðum Wegeners niður í snjóinn hjá líkinu, og komu leitarmenn fyrst auga á þau. Annars má búast við, að líkið hefði seint fundist eða aldr- ei. Ekki sáust á því nein kalsár, og var það óskaddað með öllu. Engin bréf eða skilíki fundust hjá líkinu. Hafði Rasmus tekið alt slíkt með sér, og verður ekki vit- að hvenær Wegener andaðist, eða með hverjum hætti. En þá hafa þeir félagar enn verið á réttri leið og haft nægar vistir. Rasmus hefir ekki fundist, en leitarmenn komu á slóð hans um 150 km. frá jökulröndinni og hafði hann þá, enn verið á réttri leið. Leitarmlenn létu lík Wegeners óhreyft og héldu áfram til vetr- arhússins til þess að tilkynna lát hans. Dr. Sorge fór skömmu síðar á hundasleða til hástöðvarinnar til m.óts við Dr. Georgi, og héldu þeir rannsóknum sínum þar áfram fram í ágústmánuð. VII. Flutningar og rannsóknarferðir, Eg hélt alt af áfram flutningum fiá ströndinni upp að vetrarhús- inu fram í. ágústmánuði, og jafn- framt flutti eg alt ofan til sjáv- ar, sem leiðangursmenn gátu án verið, en á meðan því fór fram, voru sleðaferðir farnar inn á jök- ulinn til vísindarannsókna, sam- kvæmt fyrirmælum Dr. Kurt Weg- ener, sem hélt kyrru fyrir í vetr- arhúsinu fram um miðjan ágúst. En þá lagði hann inn á jökul- inn, til að vitja um lík bóður síns, og hitti á þeirri leið alla þá, sem unna að vísindarannsóknum á jöklinum, en þeir komu allir til aðalstöðvarinnar á tímabilinu frá 1. til 15. september. Mótorsleðarnir voru sendir eft- ir Dr. Georgi og Dr. Sorge í ágúst- mánuði, og bjóst Dr. Kurt Weg- ener við að mæta þeim, en 'þeir fórust á mis á jöklinum og sáust VOND TÍÐ 1 EVR.ÓPU. Óvanalega miklir kuldar hafa að undanförnu gengið í Evrópu víða, sérstaklega í norðurhlutan- um, en snjór mikill hefir fallið, jafnvel suður fyrir miðja álfuna. Hefir þetta valdið miklum örðug- leikum, eins og jafnan vill verða, þegar harðindi skella yfir þar sem fólk á ekki von á þeim, og er ekki við þeim búið. Norður í Síberíu hafa harðindin verið afskapleg og úlfar o'g birnir hafa gengið þar inn í mannabygðir og gerst mannskæðir. aldrei í Grænlandi, því að Georgi og Sorge höfðu stutta viðdvöl í Kamarjuk og héldu heimleiðis á Grænlandsfarinu Hans Egede. Guðmundur Gíslason og Lissey voru síðastir á jöklinum. _ Þeir lö'gðu á stað um 10. ágúst ásamt tveimur Grænlendingum, bg ætl- uðu á hundasleðum alla leið til hástöðvarinnar, ef svo illa tækist til að Georgi og Sorge gæti ekki komist til bygða á mótarsleðun- um, en á heimleiðinni var þeim ætlað að mæla jökulhæðina á svæðinu frá 200 km. til 100 km. frá jökulbrúninni. Þeir komust alla leið að hástöð- inni, og voru mótorsleðarnir þá að eins ófarnir, og urðu langt á undan þeim til bygða. En þá voru mótorsleðarnir svo úr sér gengn- ir, að þeir komu að engum notum úr því. Þeir Guðmundur og Lissey komu á hundasleðunum 25. sept. til Btöðvarinnar, og voru þeir síðustu. sem komu af jöklinum. Daginn eftir lagði Guðmundur af stað, ásamt Lissey og þremur öðrum Þjóðverjum, og fengu þeir far á “Gertrud Rask” til Kaup- mannahafnar, en þaðan fór Guð- mundur með Lissey til Þýzkalands og er þar enn, og veit eg ekki hvort hann kemur heim fyrir ára- mót. vm. Minnisvarði Dr. Wegeners. Þess var áður getið, að Dr. Kurt Wegener fór um miðjan águstmánuð inn .» jökp.linn, til þess að sjá lík bróður síns áður en hann héldi heimleiðis, og var hann um hálfan mánuð í þeirri ferð. Hann hafði flutt' frá Þýzkalandi minnisvarða yfir bróður sinn. Það var fimm metra hér járnkross með áletruðu nafni prófessorsins. Líkinu var búinn hvílustaður á jöklinum, þar sem það fanst, og krossinn reistur þar hjá. IX. Burtförin frá Grænlandi. Jafnskjótt sem leiðangursmenn- irnir komu af jöklinum í vetrar- húsið, var farangur þeirra fluttur þaðan til Kamarjuk og var þeim flutningum lokið 4. október. Ekk- ert var eftir skilið nema auð hús- in, bæði það, sem er á jöklinum og þau, sem standa við sjóinn. Lagt var af stað á mótorskútu 6. októ- ber til Egedes Minde, en þaðan fen!gum við far á Hans Egede til Kaupmannahfnar. Vísindalegur árangur fararinn- ar var sagður mjög góður. Með- al annars tókst að mæla þykt jök- ulsins á hástöðinni, með þar til gerðum vísindatækjum. Reyndist jökullinn 2,700 metra þykkur, en landið sjálft að eins 300 metra hátt. Á heimleiðinni komum við í Holsteinborg, til þess að að taka þar fjóra Englendinga, Watkins of, Courtauld, sem komið höfðu þangað sjóleið frá Angmagsalik, o'g tvo félaga þeirra, sem farið höfðu yfir Grænland frá Angmag- salik til Holsteinborgar. Þeir höfðu haft með sér hundasleða, en þegar kom á miðjan jökulinn, voru allir hundarnir dauðir, og eftir það urðu þeir að ganga og bera vistir sínar. Þeir voru 65 daga á leiðinni, og vcru mjög þjak- aðir, þegar þeir komu niður til strandar, en þá vildi svo vel til, að þeir sáu bát, sem sendur hafði verið að leita þeirra, og flutti hann þá til Holsteinborigar. Bretarnir voru allir vasklegir menn, viðkynningargóðir og yfir- lætislausir, og gerðu ekki mikið úr erfiðleikum síniím. Þegar við komum til Kaup- mannahafnar, 13. nóvember, kom nlargt stórmenni niður að skipi, tií þess að taka á móti öllum þess- um landkönnunarmönnum, og voru þeir ávarpaðir með ræðum, eins og kunnugt er af simfregnum, sem blöðin hafa flutt. Eg fylgdi Þjóðverjunum á járn- brautarstöðina, þegar þeir fóru frá Kaupmannahöfn — þeir voru átta, auk Wegeners, og báðu þeir mig þess síðastra orða, að flytja kærar kveðjur til Vigfúsar Græn- landsfara, með þökk fyrir ágæta samvinnu í Grænlandi í fyrra. —Vísiar 27. nóv. SKULDIR WINNIPEG BORGAR. Ef sa!gt er frá því, sem þó er satt, að Winnipegborg skuldi nú $65,741.000, þá mun flestum of- bjóða og menn ímynda sér, að þessi borg eigi ekki langt eftir, að komast alveg á höfuðið fjárhags- j lega. Sannleikurinn er somt sá, iað Winnipegborg er betur á vegi Istödd heldur en flestallar aðrar [ borgir í Canada. Skuldirnar eru jekki eins voðalegar, eins og þær jsýnast í fljótu bragði. Þess ber jað gæta, að af þessari miklu skuldaupphæð .hvíla $34,000,000 á vissum fyrirtækjum, sem standa fullkomlega straum af sínum skuldum, og gefa meira að segja góðan arð. Þar að auki á Winni- peg sjóð, sem er $25,000,000, og sem til þess er ætlaður, að mæta skuldum iafnóðum og þær falla í 'gjalddaga. Skuldir þær, sem beint hvíla á Winnipegborg, eru engu að síður miklar, eða rúmlega átján miljónir dollara. En engu að síð- ur er fjárhagur bæjarins alls ekki í slæmu lagi, og miklu betri en margur hefir líklega haldið. EKKI VERKFALL í BRÁÐINA. Það var búist við, að vel gæti svo farið, að verkamenn strætis- brautafélagsins í Winnipeg gerðu verkfall á miðvikudaginn í vij|- unni sem leið. Orsökin er sú, að ^félagið vill lækka verkalaunin um 10%, en verkamennirnir eru treg- ir mjög til þess, að fallast á þá launalækkun. Leit út fyrir um tíma, að hér mundi ekki verða um neitt samkomulag að tala og verk- fallið mundi skella á. Svo varð þó ekki, því rétt áður en til stóð, að verkfallið yrði hafið, tjáðiffé- lagið si!g fúst til, að gera frekari tilraunir til að komast að samn- ingum um kaupgjaldið, og sem allir hlutaðeigendur gætu sætt sig við. Gengu verkamennirnir að þessu og við það situr þegar þetta er skrifað. Einni!g bauð félagið að lækka kaupgjaldið ekki fyr en frá 19. des. í staðinn fyrir 1. des. eins og til stóð áður. Þykir nú miklu líklegra en áður, að þetta muni jafnast einhvern veginn, án þess að til verkfalls komi. Við lát föður míns Faðirinn horfinn, fei!gðin nær oss öllum, faðminn móður jarðar ert í hniginn; braut þín lá að björtum Iðavöllum, barst ei fyrir — heldur áfram stíginn. Andinn lifir, eilífðin er fundin, elli nær ei sigur þar að vinna. Eljusvið, og ótakmörkuð stundin eiga saman ráðin þar að tvinna. Gestur aldinn garðinn nýja skoðar, gróðrarjurtir sínar fyrstu lítur; fagnar yfir, frækornið það boðar ferðamanni líf, sem aldrei þrýtur. Ótal þankar yfir hafið fljúga, — anda manns er hvergi staður bundinn. Faðir! til þín flýti’ ég.hu'g að snúa, flýg til þín — í gróðursæla lundinn. Guðm. A. Stefánsson. RÚSSAR OG ÞJÓÐVERJAR. í vikunni sem leið undirskrif- uðu Rússar og Þjóðverjar við- skiftasamning, sem þeir hafa gert sín á milli. Hafa fulltrúar þessara þióða nú lengi að undanförnu, verið að semja með sér um við- skifti, en gengið heldur örðuglega. Þó er nú svo komið, að samning- arnir eru undirskrifaðir. Gera þeir ráð fyrir, að Þjóðvejar kaupi helmingi meira af kornmat af Rússum, heldur en þeir hafa gert, eða 200,000 ton af rúgi, 100,000 ton af hveiti og 100,000 ton af byggi. Þar á móti kaupa Rússar enn meiri vöru frá Þýzkalandi, en þeir hafa gert hingað til. SÓLSKINSLEIÐSLA. Vatnsleiðsla, gasleiðsla og margskonar önnur leiðsla af líku tagi, er nokkuð, sem allir kannast við nú á dögum. Hitt heflr ver- ið óþekt, alt til þessa, að menn gætu leitt sólskinið um húsin. inn í hvert herbergi, eftir vild sinni. Nú er fullyrt, að frönsk- um manni hafi hepnast þetta. Hefir hann fundið upp einhvern útbúnað, sem hann setur í hús- þakið, sem tekur við sólskininu og svo ei; það leitt í pípum um alla bygginguna og með því móti má hafa sólskin í hverju herbergi eftir vild, þegar sólskin er úti. Menn hafa ekki enn komist upp á að*geyma sólskinið til dimmviðr- isdaganna. Þessi sólskinsleiðslu- iútbúnaður, er nokkuð kostnaðar- |samur, en ekki ákaflega, og við- haldið kostar svo sem ekkert. Það ei gert ráð fyrir, að fyrir sex- hæðabyggingu kosti þetta $3,250, og sýnist það ekki vera nein ó- sköp. Reynist þessi uppfynding vel. þá er mikið unnið, því sólrík her- bergi eru svo óendanlega mikið skemtilegri en hin, sem dimm eru. ! Og það er vonandi, að þessum j franska hugvitsmanni gangi bet- j ir heldur en gömlu konunni, sem var að reyna að bera sólskinið inn í kofann sinn, í svuntu sinni. Henni hepnaðist það illa, sem von var, en hugmyndin var hin sama. að auka birtuna o'g sólskinið á heimili sínu. Stefán múrari látinn Einn af mætustu borgurum Reykjavíkurbæjar. í alþýðustétt, Stefán múrari, lézt af heilablóð- falli þann 30. nóvember síðastlið- inn. Hann lætur eftir sig auk ekkju, fjóra sonu, þá Sigvalda Kaldalóns tónskáld, Guðmund plastrara í Winnipeg, Eggert söngvara og Snæbjörn skipstjóra. HEFIR KRAFTA 1 KÖGLUM. Núna um jólin var maður tek- inn fastur í Prince Albert, Sask., sem Inge Olafson heitir, og var orsökin sú, að lögreglumennimir héldu að hann hefði fengið sér heldur mikið í staupinu. Inge undi sér heldur illa í fangaklef- anum og gerðist þar nokkuð um- svifamikill og braut og bramlaði alt sem fyrir varð. Reif, meðal annars, niður tveggja þumlunga pípur, hnýtti hnút á þær, braut glugga og ýmislegt fleira. Fanga- verðirnir sáu, að ekki mátti svo- búið standa, og ^ettu þeir hann nú í umbúðir (straight jacketL sem áttu að varna því, að hann gæti hreyft sig og bjuggust við. að hann mundi þá fljótlega sef- ast. Það varð líka, og þegar vitj- að var um hann næst, var hann steinsofandi, en kominn var hann úr umbúðunum og hafði lagt þær undir höfuðið á sér. TÍÐARFARIÐ. Hér um slóðir hefir tíðin verið óvanale'ga mild og góð í alt haust log er enn. Engir verulegir kuld- ar enn sem komið er og mjög lít- ill snjór hér í Winnipeg og snjó- laust, þegar kemur nokkuð vestur !í fylkið. Nú um jólin hefir verið | svo að segja frostlaust veður á [hverjum degi, oft töluverð bleyta ; á götunum. Dimmviðri hefir ver- lið nú að undanfðrnu, dag eftir dag, en þó úrkomulaust. Töluverð hálka á götunum oft o!g umferð því allhættuleg. Hafa orðið nokk- ur slys að því, hér í borginni, en þó ekki stórkostleg. ÓDÝRAR FLUGFERÐIR. Fargjöld með flugvélum eru lækkuð stórkostlega í Bandarikj- unum um nýárið. Sumstaðar um 28 per cent. Verður nú ekkert dýr- ara að ferðast þar í flu'gvélum milli ýmsra borga, heldur en í beztu járnbrautavögnum, og jafn- vel ódýrara. Má búast við, að við þetta aukist flugferðir mjög m'ik- ið, því flestir vilja flýta sér, og “komast sem fyrst og komast sem lengst” á eins stuttum tíma eins og hægt er. NÝR HVEITISAMLAGS- FORSETI. Louis Brouillette, Landis, Sask., hefir verið kjörinn forseti mið- stjórnar Canada hveitisamlags- ins, í staðinn fyrir A. . McPhail, sem dó í sumar. Hann er líka for- seti hveitisamlagsins í Saskatche- wan. MEIRI ATVINNA A ENGLANDI. Á laugardaginn, hinn 12. þ.m., hafði atvinnuleysin'gjum á Bret- landi fækkað um 54,722 frá því sem verið hafði viku fyr, eða 5. desember. Hinn 12. des. voru skrá- settir atvinnuleysingjar 2,572,602, sem er 373,010 meira en var á sama tíma í fyrra. VINNULEYSIS STYRKUR. Sú fjárupphæð, sem í Winnipeg er varið á þessnu ári til að hjálpa því fólki, sem ekki hefir haft nema li|la eða þá enga atvinnu, nemur sem næst $2,500,000, eða verður væntanlega það um áramótin. Hinn 12. þ. m. nam upphæðin um $2,212,744. Af þessu borgar bæj- arfélagið einn þriðja hluta, sam- bandsstjórnin annan þriðjung og fylkisstjórnin í Manitoba þann þriðja. Til 12. desember hefir samband3stjórnin borgað $703,320, fylkisstjórnin $703,582 og Winni- pegborjr $703,320. En þar að auki hefir bærinn varið $102,520 til að stjórna þessu; það fé hefir gengið í kostnað ýmiskonar, en ekki farið til atvinnuleysin!gjanna. Hefir þá Winnipegbær látið af hendi í þessu skyni alls á þessu ári, til 12. desember $805,840. Samkvæmt síð- ustu skýrslu er tala þeirra, sem atvinnuleysisstyk þiggja: Kvænt- ir menn, 5,131, ókvæntir, 5,495 og konur 467. I.EIGUBÍLARNIR í WINNIPEG. Sú var tíðin, að fólkið í Winni- peg þóttist borga nægile'ga hátt gjald, og meir en það, fyrir að ferðast með leigubílum. Nú er það gjald orðið svo lágt, að til vandræða þykir horfa. Nú er hægt að fara bæinn á enda í bíl fyrir 35 cents og jafnvel 25 cents. Getur þetta orðið miklu ódýrara, en að ferðast með sporvögnunum, ef tveir eða fleiri eru saman. Er litið svo á af mörgum, að með þessu verði sé ómögule'gt að borga bílstjórunum lífvænlegt kaup, og heldur ekki að hafa bíl- ana í því lagi, sem nauðsynlegt er. Bæjarstjórnin hefir nú að índanförnu verið að reyna að koma á föstu og hæfilegu flutnings- gjaldi, en ekki hefir af því orðið enn þá. N ýárshugleiðing Lof sé þér, Guð, fyrir liðið ár, Ljósanna faðir ára og alda alheimur v^ttar þúsundfalda þakklætisfórn þér, herra hár.. Árið liðna á alda spjald upp nú rennur að alvalds vilja. Ó, að þjóðirnar mættu skilja, að nýtt muni oss birtast náðar vald. Höfnum fánýtum heimsins sið; ágirnd og kúgun er að dofna, úrelt og fúin bráðum sofna o!g aldrei rakna aftur við. Guð vor himneskur gefi að árið komanda andleg gæði öllum veiti og þolinmæði. Blíði frelsari bænheyr það. Magnús Einarsson. EKKI NÆGILEG FRtMERKI. Rétt eftir jólin voru meir en tuttu'gu þúsund bréf á pósthúsinu í Winnipeg, sem ekki var hægt að koma til skíla í jóla-annríkinu. vegna þess, að á þeipi voru ekki nægileg frímerki, eða tvö cents í staðinn fyrir þrjú cents. Verður því pósturinn að innkalla tvö cents af hverjum þeim, sem hann færir eitt af þessum bréfum, og er það seinlegt verk, eins og gefur að skilja. Svo að segja öll þessi bréf eru frá Bandaríkjunum, og virðist fólk þar ekki gæta þess, að í september í haust var póst- gjaldið þar hækkað á bréf til Can- ada, um eitt cent, úr 2c. í 3c. Þelg. ar viðtakandi verður að borga fyr- ir bréfin, þegar hann tekur við þeim, er gjáldið helmingi hærra, heldur en þegar nægileg frímerki eru látin á bréfin um leið og þau eru send. Dánarfregn. Mánudaginn 7. desember 1931. andaðist að heimili sínu að Lund- ar, Man., konan Guðríður Guð- mundsdóttir Thorsteinson, 76 ára að aldri. Hún var jörðuð frá Lundarkirkju að viðstöddu fjöl- menni. G. P. Johnson jarðsöng. Hennar verður nánar getið síðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.