Lögberg - 14.01.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.01.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1932. Högberg Gefið út hvern fimtudaf, af T II E C O L U M B I A P RE S S L I M I T E 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borglst fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Mffhitoba. PIIONES 86 327—86 328 Hveitirækt Aðal atvinnuvegur fólksins í Vestur- Canada, eða í Sléttufylkjunum að minsta kosti, er hveitirækt. Svo hefir það verið alt frá því, að þetta land bygðist hvítum mönn- um. Svo er það enn, og það er ekki annað sjáanlegt, en svo. verði enn um langa hríð, og svo þurfi að vera, ef fólkinu, sem þetta mikla landflæmi byggir, á að geta liðið vel. Mjög mikið land í Vestur-Canada er af- ar vel fallið til hveitiræktar. Hvergi í heimi er framleitt betra hveiti, en hér, og mjög óvíða eins gott. En það er ekki nóg með það. Mikið af landinu er ekki vel fallið til neins annars, eða að minsta kosti ekki eins vel. Á það sérstaklega við Saskatchewan, en líka stór svæði í Alberta og Manitoba. Hað dylst því ekki, að hveitiræktin hefir verið, er og þarf að vera undrstaða fjár- hagslegtar velgengni í þessum hluta lands- ins. Það er ekki ósvipað með hveitræktina hér, eins og þorskveiðarnar á Islandi. Það- an kemur auðurinn, afl þeirra hluta sem gera skal, aðallega. Sléttan er land bænd- anna og hefir alt af verið, síðan hún hætti að vera land veiðimannsins, og hún hlýtur að verða það, því hún er afbragðs vel til búskapar fallin. Það dylst engum, að efnaleg velferð Sléttufylkjanna er að miklu leyti undir því komin, að basndum famist vel. Þeim hefir famast vel, meira að segja afbragðs vel, alt til þessara síðustu ára, og það hefir mátt heita stöðug velgengni í landinu. Sléttan hefir verið afar örlát og veitt börnum sín- um mikil gæði. Hún er það enn, engu síður en ’áður, og tíðarfarið hefir yfirleitt verið gott og hentugt. Vitaskuld var síðastliðið sumar of lítið regnfall á sumum stöðum og þar af leiðandi lítil eða engin uppskera. En slíkt, eða þvílíkt, kemur ávalt fyrir við og við, einhversstaðar í þessu afar víðáttu- mikla landi. Skorti á örlæti náttúrunnar er ekki um að kenna, að búskapurinn í Vestur-Canada hefir ekki gengið vel síðustu árin. Og það er ekki aðeins, að hann hafi ekki gengið vel, hann hefir hreint og beint gengið afar illa. Því veldur aðallega hið mikla verðfall á allri framleiðslu bændanna, en þó sérstak- lega verðfallið á hveitinu. Ekki er því um að kenna, að ekki hafi verið reynt að halda hveitinu í eins háu verði og unt hefir verið. Til þess hafa bænd- urair í Vestur-Canada stofnað margskonar félagskap sín á milli. Til þess var hveiti- samlagið stofnað, að bændurnir fengju sannvirði hveitisins, en ágóðinn lenti ekki hjá einhverjum öðram, sem kannske hefðu lítið eða ekkert til hans unnið. Það er ekki nema eðlilegt, að bændumir vilji fá sem hæst verð fyrir sína vöra, og það er ekki nema rétt. Því meiri verður kaupgeta þeirra og því meiri vellíðan í landinu. Oss hefir meira að segja oft fundist ríða svo mikið á þessu, að þess væri lítil von, að aft- ur batnaði verulega í ári, fyr en hveitið kæmist í hærra verð, heldur en það hefir verið tvö ðíðustu árin. Margt virðist benda til þess, að hveitið komist ekki aftur í mjög hátt verð, eða ekki fyrst um sinn að minsta kosti. Hveitiverð- ið var nokkur ár of hátt, eða það fanst kaup- endunum, Evrópuþjóðunum, sem aðallega kaupa vort hveiti. Þær reyndu að komast hjá að kaupa, nema sem minst af því. Ann- að er hitt, að Rússland, sem síðan á stríðs- árunum hefir selt lítið af hveiti til annara landa í Evrópu, eða ekkert, en er vel fallið til hveitiræktar eins og Vestur-Canada, er nú farið að framleiða afar mikið af hveiti og selja það til annara landa fyrir lágt verð, svo lágt, að bændunum í Canada er ekki hægt að keppa við það, eins og nú standa sakir. Þar að auki er kaupgeta Evrópuþjóð- anna sízt meiri nú, heldur en 1 hún hefir verið, og það lítur naumast út fyrir, að á því verði bráð umskifti, þó svo geti má- ske orðið. Þegar þannig er komið, að hveitiverðið er ekki einu sinni nógu hátt til að mæta fræmleiðslukostnaðinum, \ þá sýnist ekki nema tvent fyrir höndum. Annað er það, að hætta við að framleiða hveiti til útflutn- ings, og með því móti er naumast. lengur lífvænlegt í þ&ssu landi allsnægtanna, sem verið hefir, Vestur^Canada. Það er því í raun og veru ekkert úrræði. Hitt er það, að framleiða hveitið með minni kostnaði, held- ur en nú á sér stað. Þegar um hveitiræktina er að ræða sem atvinnugrein, þá er engan veginn alt undir því komið fyrir bóndann, að hveitiverðið sé sem allra hæst. Hitt er aðal atriðið, að það sé hærra heldur en framleiðslukostnaðinum nemur. Því meiri sem mismunurinn er í þá áttina, því betra fyrir bóndann. Hér er þvi það mikla spursmál til úrlausnar fyrir bænduma í Vestur-Canada: Er hægt að framleiða hveitið með miklu minni kostn- aði, heldur en nú á sér stað? Maður að nafift Owen White, Jiefir skrif- að grein um þetta efni í tímaritið Collier’s, 2. janúar 1932. Hefir hann nú fyrir skömmu ferðast um ríkið Kansas, sem er mikið hveitiland, ekki síður en Sléttufylkin í Can- ada. Hafa Kansasbúar, ekki síður en aðr- ir, átt við mikla örðugleika. að stríða, hvað hveitiræktina og hveitisöluna snertir nú síð- ustu árin. Virðist margt af því, sem Mr. White hefir um þetta mál að segja, á svo góðum rökum bygt, að full ástæða sé til fyrir hveitibændurna í Canada að athuga það vandlega. Niðurstaðan, sem Mr. White kemst að, eftir rannsókn sína í Kansas, er sú, að hægt sé að rækta hveiti með langtum minni kostnaði, heldur en nú á sér síað, jafnvel svo litlum, að þó bóndinn fái ekki nema 30 cents fyrir hveitimælirinn, þá geti hann samt ræktað hveiti sér að skaðlausu, að minsta kosti, og jafnvel haft nokkurn ágóða, ef uppskeran er nokkurn veginn bærileg. Hvernig má þetta verða? Eftir því sem Mr. White skýrir frá, má gera þetta á þann hátt, að rækta hveitið í stórum stíl og nota til þess þær nýjustu og fullkomnustu vólar, sem til eru og alla þá vísindalegu þekkingu, sem menn hafa yfir að ráða í þessari grein. Enn fremur að reka hveitiræktina, eins og hvern annan iðnað, sem rekinn er í stórum stíl og allrar hagsýni er gætt eins nákvæmlega, eins og mest má verða. Þetta er því aðeins hægt, að um allmikið land sé að ræða. Það getur mefó engu móti borgað sig, að kaupa dýrar vélar og halda þeim við, nema því aðeins að þær séu not- aðar alt sem hægt er. Svo sem tvö þúsund ekrur er álitið nokkurn veginn hæfilega mikið land til að rækta hveiti á þann hátt sem hér er átt við. Svo sem einn fimti hluti þess mundi ekki verÖa. notaður árlega, heldur látinn hvílast. Hér er ekki við það átt, að hver bóndi eigi tvö þúsund ekrur af landi og rækti hveiti á því öllu. Það er alls ekki nauðsyn- legt til þess, að hægt sé að koma þessari hug- mynd í framkvæmd. Það þarf ekki annað en nokkrir bændur, sem eru nágrannar, myndi meÖ sér samvinnufélag, leggi til svo svo mikinn ekrufjölda hver, þangað til komnar eru tvö þúsund ekrur, eða nálægt því, og rækti svo hveiti á þessum ekrufjölda í samlögum. Með því móti geta þeir notað öll fullkomnustu áhöld og aðferðir til að rækta það með langtum minni kostnaði heldur en nú er gert. 'Hvað mikið mipni, skal hér ekki sagt með neinni vissu. 1 Kan- sas kostaði það $5.06 á ekruna, árið sem leið, þar sem hveitiræktin var rekin eins og bver annar stóriðnaður. Kostnaðurinn ætti sennilega að verða svipaður í Manitoba eða Saskatchewan, nema hvað vólamar kynnu að kosta eitthvað meira hér en þar. Þó bændur hefðu þá samvinnu sín á milli, sem hér er vikið að, þá gætu þeir, þar fyrir utan, hæglega búið hver að sínu. Þeir gætu hver um sig haft sína nautgripi, svín og fugla, garðrækt og margt fleira, og unnið við það mestalt árið, því með þeim aðferðum, sem hér er átt við, þarf ekki nema tiltölulega lítinn hluta ársins til að rækta hveitið, svo sem 75 daga á ári, eftir því sem Mr. White telst til., Bændurair hafa lengi til þess fundið, að þeir hefðu góða og gilda ástæðu til samtaka, þegar um sölu á hveitinu er að ræða. Hitt hefir verið miklu minna hugsað um, alt til þessa, að þeir hafa engu síður ástæðu til samtaka og samvinnu, þegar um hveitirækt- ina er að ræða. Hátt verð á hveiti gerir bóndanum ekkert gagn, ef þannig er um hnútana búið, að framleiðslukostnaðurinn vegur upp á móti söluverðinu, eða betur til. Það sem öllu varðar, er það, að bóndinn fái meira fyrir hveiti sitt, heldur en hann í raun og veru kostar til að framleiða það. Því meiri sem sá mismunur er, því betra fyrir bóndann, eins 0g áður er fram tekið. Það er því, hvað hagsmuni bóndans snertir, jafn- mikil ástæða til, að lækka framleiðslukostn- aðinn, eins og að hækka verðið. Vér efum ekki, að bændurair sjái margar torfærur á þeirri leið, sem hér hefir stuttlega verið bent á. Það eru sjálfsagt margar tor- færur á henni. Þar fyrir þarf hún þó ekki f^ð vera ófær. Vér höfum hér bent á þetta vegna þess^ að oss skilst, að hveitiræktin sé afar þýðingar- mikið atriði, þegar um velmeg- un Vestur-Canada er að ræða, og því alt sem að hveitirækt- inni og hveitisölunni viðkem- ur, meir en þess virði, að það sé vandlega athugað. Veizla á Mountain Mánudaginn 4. janúar áttu hau Árni og Sigríður Thorfinnson að Mountain, tuttugu og fimm ára giftingarafmælj; því ) 4. janúar 1907 voru þau gift af séra H. B. Thorgrímsen að Akra, N. Dak. Börn þeirra hjóna og ættmenni hér í grend, vildu ekki láta þann afmælisdag líða hjá án þess að heiðra og gleðja hjónin, og geng- ust því fyrir veglegu silfurbrúð- kaupssamsæti í samkomuhúsinu að Mountain kvöldið 4. janúar. Var bygðarfólkinu boðið að vera með við samsæti þetta. Enda var það fjölmenni mikið, sem mætti í sam- komuhúsinu það kvöld. Um kl. 9 e. h. voru veizlugestir komnir og hafði verið vísað til sætis. Litlu seinna voru svo heið- ursgestirnir leiddir til sætis við veizluborðið og var á meðan spil- aður “wedding march”, en gestir allir risu úr sætum sínum til heið- urs silfurbrúðhjónunum. Voru svo sungin tvö vers af sálminum: “Hve gott og fagurt og inndælt er’” Að því búnu flutti séra H. Sigmar bæn. Tóku síðan allir sæti sín aftur. Forsötðunefndin hafði beðið séra H. Sigmar að stýra samsætinu og ávarpaði hann nú gesti alla nokkrum orðum. Sagði hann frá tilefni hátíðar- mótsins, bauð heiðursgesti og alla velkomna, og bað fólk síðan *að þiggja nú þær góðfeerðir, sem kon- ur hefðu á reiðum höndum. Þeg- ar gestir höfðu rækilega notjð hinna gómsætu vista, er konur báru fram af mikilli rausn, var vikið að skemtiskrá þeirri, er nefndin hafði undirbúið. Var svo alt af til skiftis sungið og talað. Mun ekki vera úr vegi að geta þess, að söngurinn var hrífandi, og ræðurnar snjallar. Stundum tóku allir undir og sungu “eins og einum rómi”, en stundum var sungið af sveit þeirri, er hafði sérstaklega æft sig fyrir þetta tækifæri. Líka söng Mrs. H. Sig- mar sóló, og valdi kvæðið: “Ást- arsæla”, j eftir Stgr. Thorsteins- son, en lagið var hið hrífandi fall- ega lag Steingríms organista Hall. Ávörp fluttu, auk veizlustjóra, þeir Thomas Halldórson, Hannes Björnson, Hjörtur Hjaltalín, J. J. Myres og H. B. Thorfinnson. I sambandi við ávarp sitt afhenti H. B. Th. heiðursgestuniim minn- ingargjöf frá ættingjum og vin- um. Var það silfurdiskur og á hann letrað: Mr. og Mrs. A. Thor- finnson, from Relatives and Friends. — 1907—1932. Á disk- inum voru 40 dollars í silfri. Auk þess sendi Mrs. Jakob Hall frá Gardar, N. D., annan silfur- disk og fagran dúk sem minning- argjafir til Thorfinnsons hjón- anna vjð þetta tækifæri. Meðan á prógraminu stóð, las veizlustjóri stutt en snjalt kveðju- bréf frá Thorláki Thorfinnsyni, bróður brúðlgumans, sem hann sendi af því að lasleika vegna gat hann ekki verið viðstaddur. Er skemtisltráin var á enda, þakkaði Árni Thorfinnson fyrir hönd þeirra hjóna. Var ræða hans falleg og viðkvæm, þó ekki væri hún löng. Bar hún með sér inni. legt þakklæti þejrra hjóna til ætt- ingja og samferðafólks, sem hann tjáði að ávalt hefðu reynst þeim mjög vel, bæði í blíðii og stríðu, tíg nú síðast með því að heiðra þau og sæma þau gjöfum á þessari sérstöku minningarstund. Að endaðri þessari skemtjskrá var stiginn dans nokkra stund, og tóku hin ungu silfurbrúðhjón sinn þátt í þeirri skemtun. Mestallan timann, síðan þau Árni og Sigríður Thorfinnson gift- ust, hafa þau búið stóru myndar- búi eina mílu norður af Moun- tain. Er það vitnisburður þeirra allra, er þekkja til, að þau hafi bæði verið búsling, jafnframt því að þau voru samhent. Hefir þeim því farnast ágætlega og búið sí- felt staðið með miklum blóma. Hafa þau hjón notið almennra vinsælda hér í bygð, og var því engin tregða á því að fá fólk til að taka þátt í þessu samsæti, sem fyrirhugað var þeim tjl heiðujrs og ánæ'gju. Enda var fjölmenni mikið, eins og þegar hefir verið sagt, og auðsæ löngun til þess að hátíðarmót þetta mætti vera sem veglegast og skemtilegast. Sam. komustaðurinn var smekklega og fagurlega prýddur og öll fram- reiðsla í bezta lagi. Eg held, að mörgum muni finn- ast það undrum sæta, hvað silfur- brúðhjónin eru ungleg á þessum aldri, þar sem hið stóra bú þeirra hefir þó óhjákvæmilega útheimt mjkið starf af hendi beggja, og þar sem þau hafa nú komið á legg tíu mannvænlegum börnum, og elzti sonur þeirra er þegar kvænt- ur og búinn að eignast eina dótt- ur. Mun það og líka hafa verið til að auka mjög á ánægju þeirra hjónanna, að allur barnahópurinn var þarna með þeim í þessu sam- sæti. Frá íslandi Reykjavík, 12. des. 1931. Þann 9. þ.m. gaf atvinnumála- ráðherra út bráðabirgðalög um skiftameðferð á búi Síldareinka- sölu íslands 1 greinargerð ráð- herra til konungs segir: að Síld- areinkasala fslands hafi orðið fyrir svo miklum óhöppum og tapi á yfirstandandi ári, að hagur hennar standi nú þannig, að eigi sé annað fyrirsjáanlegt, en að bú hennar hlyti bráðlega að verða að takast til gjaldþrotaskifta, ef eigi væri önnur skipun gerð um með- ferð hennar. Taldi hann og mikl- um erfiðleikum bundið að skifta búi Einkasölunnar með venjuleg- um gjaldþrotaskiftum, og bæri því brýna nauðsyn til þess að gefa út um þetta efni bráðabirgða- lög samkv. 23. gr. stjórnarskrár- innar frá 18. maí 1920. — í skila- nefndina voru skipaðir Svavar Guðmundsson og Lárus Fjeldsted. Vélbáturinn Bergþóra frá Seyð- isfirði strandaði við Álftavíkur- tanga síðastl. miðvikudag. Vélin bilaði og bátinn rak á klett áður en seglum yrði komið við. Tvejr menn voru í bátnum og björguðust þeir upp á klettana, en báturinn brotnaði og sökk litlu síðar. Síldveiði mikil hefjr verið á Seyðisfirfði undanfarnar vikur. Um miðja þessa viku var búið að salta þar á þriðja þúsund tunn- ur, en þá var orðinn tunnuskortur. — Síldin er smá. Á; leiðinni til Hull hrepti Detti- foss vestan stórviðri, og kom þá að skipjnu talsverður leki. Vörur munu þó ekki hafa skemst. — Þeg- ar kom til Hull, þótti þurfa að end- urnýja 22 plötur í botni skipsins og hlýzt af því 8—10 daga töf. Síðastliðinn mánudag slóst vörpuvír á botnvörpungnum Maí á hásetann ólaf Ásmundsson og slasaðist hann. Skipið var út af Vestfjörðum, er slys þetta vildi til, en brá þegar við og flutti manninn til ísafjarðar, en skömmu eftir að þangað kom, andaðist hann. — Ólafur var úr Hafnar- firði, ókvæntur, 29 ára að aldri. ísfisksmarkaður á Englandi hefir verið óvenju hagstæður und- anfarna daga. Nýlega seldi Sindri fyrir 1570 sterlingspund og Otur fyrir 1246 sterl.pund. Refabúum fjölgar nú óðum 1 Eyjafirði. Eru þegar komin á fót fimm refabú og hið sjötta að kom- ast upp. Stærst er búið á Munka- þverá. Þar hafa verið flest 116 dýr. Annað er í Fífilgerði, stofn- sett af bændum í Kaupangssveit; þriðja á Þverá, fjórða á Leifsstöð- um, fimta í Kaupangi og sjötta á Arnarhóli, sem er nýbýli skamt frá Kaupangi. — Guðmundur Jónsson frá Ljárskógum í Dala- sýslu hefir leiðbeint Eyfirðingum í melr en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills veriS viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hj.l öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. í refaræktinni og lánast vel. — Tíminn. Reykjavík, 15. des. Jón G. Snædal, bóndi að Eiríks- stöðum á Jökuldal, bróðir Gunn- laugs Einarssonar læknis, andað- ist í Landakotsspítala á sunnu- daginn. Kom hann þangað suð- ur fyrir nokkru til þess að leita sér lækninga, var gerður á hon- um holskurður á miðvikudaginn var. — Mgbl. Hinn 1. desember voru eftirfar- andi Keiðursmerki veitt: Stór- kross Fálkaorðunnar: Guðmund- ur Björnson fyrv. landlæknir; — Riddarakross Fálkaorðunnar: ungfrú Halldóra Bjarnadóttir, Reykjavík; ungfrú Kristjana Pét- ursdóttir forst.k. á Laugum (dótt- ir Péturs heit. ráðh. frá Gaut- löndum); Bjarni Jensson hrepp- stjóri í Ásgarði, Björn Halldórs- son hreppstj., Smáhömrum, Tungu- sveit;B. H. Bjarnason kaupm. í Reykjavík; Einar Þorgilsson út- gerðarm. í Hafnarfirði; Guðm. Kristjánsson skipasmiður, Rvík; Kristján Andrésson fyrv. skipstj. í Meðaldal vestra; Lárus Fjeld- sted hæstarétta mrálfl.m., Rvík; Magnús' Einarsson organleikari, Akureyri; Ólafur Johnson stór- kaupm., Rvík; Runólfur Runólfs- son bóndi, Norðtungu; Samúel Ólafsson, fátækrafulltrúi, Rvík; Sigurður Sjgurðsson búnaðarm.- stjóri, Rvík; Sigvaldi Björnsson bóndi, Skeggjastöðum, Húnavatns- sýslu; Skúli Skúlason, prófastur frá Odda, Rvík; Tumas Tómasson ölgerðareigandi, Rvík. — Mgbl. Baldur Sveinsson Hann andaðist í Reykjavík á mánudagsmorguninn í þessari viku. Barst gú fregn hingað með símskeyti frá Reykjavík. Margir Vestur-íslendingar kann- ast við Baldur Sveinsson. Hann var nokkur ár hér vestra og mest af þeim tíma, er hann dvaldi hér. var hann meðritstjóri Lögbergs. Það var á þeim árum, sem Stefán Björnsson var ritstjóri blaðsins, en sem nú er prófastur í Suður- Múlasýslu. Mun Baldur Sveins- son jafnan síðan hafa aðallega fengist við blaðamensku, og nú í mörg undanfarin ár hefir hann unnið að ritstjórn dagblaðsins “Vísir” í Reykjavik. í þetta sinn á Lögberg þess eng- an kost, að minnast þessa fyrver- andi starfsmanns síns eins og vert væri og blaðinu Ijúft. Upplýsing- ar um manninn eru ekki fyrir hendi og enginn tími að afla þeirra. Baldur Sveinsson var Þingey- ingur, ’ættaður frá Húsavík, eða því nágrenni, bróðir Benedikts Sveinasonar í Reykjavík, sem um langt skeið var Alþingismaður og í mörg ár forseti neðri deildar. Ungur gekk Baldur í Mentaskól- ann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Mun hann síðan lengst af hafa gefið sig við blaðamensku, austart hafs og vestan. Harin var gáfaður maður tíg vel að sér, og prýðilega ritfær. Hann var góð- ur drengur og vandaður í öllu og vildi í engu vamm sitt vita. En hann var maður mjög yfirlætis- laus og lét lítið á sér bera og kom miklu minna fram opinberlega, heldur en hann hafði hæfileika til. Ekkja hans er frú Maren Pét- ursdóttir frá Engey, ein af hin- um góðkunnu og mikilhæfu Eng{ eyjarsystrum. Börn þeirra eru þrjú, ein stúlka og tveir drengir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.