Lögberg - 21.04.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.04.1932, Blaðsíða 4
Bla. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. APRÍL 1932. Xögíjcrg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT ÁVE. WINNIPEG, MÁN. VerO $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The ''Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargerit Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 86 327—86 328 Sumarmál Lögberg óskar öllum gleðileg® sumars! Það fer saman, fegurð orðsins, sumar- mál, og hugtaksins, sem það táknar. Flest- ir munu hafa tekið eftir því, hvað sum ís- lenzk orð eru framúrskarandi falleg. Eitt þeirra er sumarmál. Eins og allir vita, er það gamall og góð- ur siður á íslandi, að fagna sumri. Sá sið- ur er þar eim í góðu gildi, sumardagurinn fyrsti er enn nokkurs konar hátíðisdagur á ættjörðu vorri. 1 hugum og hjörtum Yestur-iíslendinga á hann líka enn töluverð ítök, eins og reynd ar flest það bezta, sem íslenzka þjóðin á til í eigu sinni. Vér erum enn íslenzkari held- ur en vér alment gerum oss grein fyrir, jafnvel yngra fólkið, sem hér er upp alið. Það hugsar ekki á íslenzku, og það talar ekki íslenzku, nema svona í viðlögum, en því rennur fljótt blóðið til skyldunnar, ef einhver annar hallar á landann. Þetta hlvtur að vera svona, enn þá. öðru vísi gæti það ekki verið. Maður verður að gleyma ætterni sínu og þjóðemi, áður en maður hættir að virða það. En það er ekkert þjóðræknisskraf, sem vér ætluðum að bera á borð fyrir lesendur vora í þetta sinn. Vér vomm bara að hugsa úm sumarmálin, sumardaginn fyrsta. Sumarið er að fara í hönd, bjargræðis- tíminn, eins og kallað var á Islandi og eins og kalla má alstaðar þar sem vetrarríki er mikið, eins og t. d. hér, á slóttunum. Sum- arið er líka hér bjargræðistími, fyrir bónd- ann fyrst og fremst og líka fyrir fjölda verkamanna. En hvað er að tala um bjargræðistíma, þegar bóndinn getur ekki selt það sem hann framleiðir og verkamaðurinn getur ekkert fengið að geraf Eitthvað þessu líkt mun margur hugsa einmitt nú. En það hafa Is- lendingar aldrei fyr gert síðan þeir komu til þessa lands. Aldrei fyr en nú, allra síð- ustu árin. Jafnvel í frumbýlingsskapnum og allsleysinu í gamla daga, voru þeir altaf vongóðir. Þeir efuðu ekki þá, að þeir ættu betra í vændum, en það sem þeir áttu við að búa, og þær vonir rættust ríkulega. En nú er vonleysið, sem sýnist hafa hertekið hugi svo margra, kannske þyngsta bölið. Vér er- um ekki að áfellast neinn fyrir þetta, því það er ekki ástæðulaust. Mauni dugar ekki þó manni sé sagt, að alt muni bráðum komast í gott horf. Það þarf að færa manni ein- hverjar góðar, eða að minsta kosti senni- legar ástæður fyrir því. Það sýnist ganga heldur erfitt. Það sýnist líka enn meiri stund á það lögð, að sannfæra mann um, að ástandið sé alt af að versna, og hljóti að versna stór- kostlega frá því sem nú er. Það er engu lík ara, en ýmsum mönnum sýnist mannlífið alt of skemtilegt og ánægjulegt, og það sé því alveg nauðsvnlegt, jafnvel nú,.að draga úr gleðinni, með því að spá alls konar hrak- spám. Eins og óánægjan sé ekki nóg samt, áhvggjumar og kvíðinn. Sjálfsagt er ekki nema rétt, að gera sér grein fyrir örðugleikunum, en maður verð- ur að þora að horfast í augu við þá, og mað ur verður fyrst af öllu að þora að gera sér góðar vonir. Það gerðu íslendingamir, sem hingað komu fyrir meir en hálfri öld og áttu við miklu meiri fátækt og alskonar örðugleika að stríða, heldur en jafnvel þekt er nú á dögum. En þeir þorðu að gera sér góðar vonir, og þeir gerðu alt sem í þeirra valdi stóð til þess, að þær góðu vonir gætu ræzt, langflestir þeirra. Oss skilst, að góð ar vonir hafi verið það eina, sem þeir höfðu fram yfir oss, sem nú stöndum uppi í stríð- inu. En góðar vonir, sem framfylgt er með þeirri orku og \dtsmunum, sem !hver og einn á vfir að ráða, era óendanlega mikils virði. Þegar menn stara vonlitlum augum á framtíðina, eins og margir gera nú, þá mega þeir ekki gleyma því, að margir af beztu og vitrustu mönnum vorrar samtíðar, leggja fram alt það bezta, sem þeir eiga, til að bæta það böl, sem fólkið á nú alment við að stríða. Vér megum ekki gleyma því, að það er eins mikið af góðum og vitrum mönnum t'il í heiminum nú, eins og nokkurn tíma hefir áður verið. Og nú er miklu meira gert til að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa, held- ur en nokkum tíma hefir áður verið gert. En engu að síður þurfa allir að hafa það hugfast, hver og einn, að honum sjálfum ber að gera alt sem í hans valdi stendur, og hægt er að gera með heiðarlegu móti, til að hafa sjálfur ofan af fyrir sér og sínum, þrátt fyrir alla örðugleikana. Ef maður tapar af sjálfsbjargar hugsuninni, þá er maður þar með orðinn ónýtjungur, sem ekki á viðreisnar’ von. Veturinn, sem nú er á enda, hefir orðið mörgum erfiður, því er ekki að neitö. En vetrarríkið er nú á enda í bráðina og blíð- viðri sumarsins er að koma. Hvert ár á sín sumarmál. Vetrarríki fjárhagskreppunnar á líka sín takmörk. Sá fimbulvetur fjár- ki eppunnar, sem þjáir þjóð vora, og aðrar þjóðir, hlýtur líka að eiga sín takmörk. Það er engu nær réttu lagi, að hugsa sér, þegar harðæri stendur yfir, að það muni alt af halda áfram, heldur en í góðærinu, að hugsa sér, að það muni alt af vara. Maður getur. æfinlega reitt sig á veturnœtur og sumarmál. Vér endurtökum ósk vora um gleðilegt sumar. Ný bjargráðahugmynd J. S. Woodsworth, verkamanna þingmað- ur frá Winnipeg, hefir á sambandsþinginu komið fram með nýja hugmynd, til að bæta úr atvinnuleysinu. Vdðurkennir hann þ!ó sjálfur, að það ráð sé að eins til bráðabirgða, en ekki til frambúðar. En ráðið er það, að safna saman atvinnulausum mönnum, líkt og þegar verið var að safna mönnum í her- inn hérna á árunum. Vill hann svo senda þenrian friðarher norður í eyðilpnd Canada og láta “hermennina” höggva þar skóg, byggja yegi, búa til skemtigarða og margt fleira, en þó sérstaklega grafa málma úr jörðu. Ef nauðsynlegt sé að halda uppi gullgildinu, heldur Woodsworth, að ráðlegt sé fyrir stjórni*a, að láta hina atvinnulausu monn taka það úr jörðinni. Vill hann að þessi friðarher hafi sömu kjör, eins og her- mennirnir höfðu, fái $1.10 á dag og svo föt og fæði og annað, sem nauðsynlegt er, svo mönnunum geti liðið sæmilega. Þetta er ný hugmynd, en hún sýnist vel þess verð, að hún sé athuguð. Rev. Dr. F. W. Kerr hef- ir komið fram með svipaða hugmynd. Ábætir Á öðrum stað í þessu blaði, er birt ræða, sem Dr. Sig. Júl. Jóhannesson flutti hér í borginni fyrir nærri tveimur mánuðum, eða seint í febrúar í vetur. Þar segir meðal annars: “Af atvúnnulevsinu stafar hungur og kuldi, vonleysi og örvasiting, og þessar vof- ur marka svartan kross á dyr fjölda margra Islendinga hér í Winnipeg. Ef þið trúið mér ekki, þá býð eg ykkur að heimsækja með mér nokkra tugi íslenzkra heimila hér í bænum; eg skal lofa ykkur því, að þið getið séð þar hungurvofuna vefja náblæjum sín- um yfir andlit saklausra barna og von- lausra foreldra. ” Þetta er sagt seint í febrúarmánuði í vet- ur. Ef þannig var ástatt þá, hvemig mundi það vera nú? Áreiðanlega hefir atvinnan ekki aukist mikið síðan, eða tekjur fólksins á neinn hátt. Sé þetta rétt lýsing þá, gæti maður ímyndað sér, að fjöldi Islendinga í þessari borg, hefðu blátt áfram dáið úr sulti á þessum síðustu tveimur mánuðum. En sem betur fer, vitum vér ekki til að svo hafi verið. Við það skal kannast, að vér höfum ekki tekið boði Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, og heimsótt þessa “nokkra tugi íslenzkra heim- ila”, sem hann talar um að eigi við hungur að búa. En vér trúum því staðfastlega, að hér sð farið með ýkjur, og þær ekki all-litl- ar. Þess vegna er það, að vér geram hér þessa athugasemd, að vér trúum því ekki að hér séu tugir íslenzkra heimila, sem eigi við hungur að búa. Þá staðhæfingu viljum vér ekki láta blað vort flytja mótmælalaust, því vér hvggjum að hún sé langt frá því sem rétt er. Þeir sem heyrt hafa ræðu læknis- ins, eða lesa hana nú, og trúa bókstaflega því, sem hann segir þar, fá mjög ranga hug- mynd um líðan íslendinga í þessari borg, eftir því sem vér vitum sannast og réttast. Hitt er einstaklega falleg hugmynd, að íslendingar hjálpi hver öðrum, svo enginn þyrfti að þiggja styrk af því opinbera. En fyrir þá, sem einhverjar tekjur hafa, væri það, nú sem stendur, áreiðanlega töluverð- ur “ábætir.” Ábætir (Ræða flutt á miðsvetrarmóti.) Þegar eg var unglingur heima á íslandi, var eg bæði garðmaður o!g fjósamaður; garðmaðurinn skamtaði kúnum heyið, en fjósa- maðurinn gætti þeirra að öðru leyti. Hverri kú var venjulega skamt- að í stóran meis eða laup; en þeg- ar vel átti að gera við kýrnar, var þeim auk þess gefin viðbót í litl- um meis; það var nokkurs konar eftirmatur og kallaður ábætir. Það hefir verið venja á miðs- vetrarmótum Fróns, að flutt væri ein aðalræða og önnur örstutt — við það sérstaka tækifæri er fólk- inu æfinlega skamtað þannig, að það fær stóran meis fullan og troðinn í aðalgjöfina og svo lítinn ábætir á eftir. Séra Björn hefir í þetta skifti látið svo vel o!g hiklaust í stóra meisinn, að eg hefi aldrei vitað það betur gert. Mitt hlutverk er það, að láta í litla kugginn —■' ábætirinn.' Hann skal hvorki verða stór né strembinn. Til þess að byrja með, langar mig að lesa fáeina örstutta “biblíukafla” úr fornsögum vor- um, eins og þeir eru tilfærðir 1 ritum Jóns sagnfræðings. Þessir kaflar fjalla allir um þátttöku manna í líðan annara, og finst mér það eiga vel við á þessum tímum neyðar o!g hörmunga að bera saman framkomu sjálfra vor við framkomu forfeðra vorra gagnvart þeim, sem ósjálfbjarga voru: 1. “Börnum, sem ekki höfðu efni á að annast foreldra sína ráð- þrota, var gert að skyldu að færa þau til nánustu ættingja o!g seljast þar í skuldaþrældóm fyrir fram, eða með öðrum orðum bindast þeirri skyldu, að vinna fyrir þeim hjá ættingjunum í óákveðinn tíma.” 2. “Ef farsótt kom upp í fé manns, svo að félli fjórðungur nautfjár þess, er hann átti, eða meira, þá skyldu hreppsmenn bæta honum. Skyldi hann á hinum næsta hálfa mánuði er farsóttin leið af, kveðja nábúa sína fimm til að virða skaðann; átti hann að sýna hold og húð af skepnum þeim, er fallið höfðu, og síðan vinna eið fyrir þeim, að sá var skaði hans, er þeir hafa virt, eða meiri. Loks skyldi hann tilkynna á hreppssamkomu, hve skaði hans hefði virzt, og áttu þá bændur að bæta honun hálfan skaðann, en hálfan skaðann varð hann ætíð að bera sjálfur.” 3. “Þrjú voru hús í hvers manns híbýlum, er til skaðabóta voru metin, ef upp brunnu: stofa, eld- hús og búr. Ef maður átti bæði eldhús o!g skála, þá skyldi maður kjósa á samkomu um vorið, hvort hann vildi heldur að menn ábyrgð- ist með honum eldhúsið eða skál- ann. Ef kirkja eða bænahús var á bæ þá mátti telja það hið fjórða til skaðabóta. Ef hús þessi brunnu, skyldi fara að öllu á sömu leið og fyrir er mælt um nautgripina, og skyldi hálfur skaðinn bættur. Eigi voru menn skyldir að gjalda hinum sama manni oftar skaðabætur en þrisv- ar.” 4. “Vetur einn voru harðindi mikil í landi og menn féllu af hungri og harðrétti. Sveitafélög- in voru hálfsliguð undir styrk- veitingu til einstakra manna. Var það þá að sveitarhöfðingi nokkur (Svaði á Svaðastöðum) taldi það einu úrlausnina, að ráða af dö!g- um alla fátæklinga og alt ósjálf- bjarga fólk. Lét hann safna því saman á einn stað og grafa stóra gröf og djúpa. Þegar því væri lokið, ætlaði hann að láta dysja alt þetta fólk lifandi í gröfinni. Þegar gröfin var fullger kom hann ríðandi til þess að líta yfir verkið; en svo illa tókst til, að stykki sprakk úr grafarbarminum undan þunga hestsins; féli bæði maður og hest- ur í igröfipa og fórust báðir.” Þessi fjögur dæmi bregða upp ljósri mynd af lífi forfeðra vorra Tryggið peninga yðar! AÐ hafa peninga yðar á þessum banka, er aðeins til að tryggja eignir yðar. Vér bara geymum ’þá fyrir yður, o!g þér getið tekið sumt af þeim, eða þá alla, þegar þér þurfið þeirra, en því lengur, sem þér látið þá liggja hjá oss, því meiri verða þeir, því vér borgum vexti af öllum innlögum. Peningar yðar á þessum banka eru fyllilega trylgðir, með öllum eignum bankans, yfir níu hundr- uð miljónir dollara. Byrjið viðskiftin strax í dag og tryggið peninga yðar. The Royal Bank of Canada og hugarfari. Þau sýna oss, hve ákveðin var skylda barnanna til þess að annast ósjálfbjarga *for- eldra; sömulieðis hversu langt þeir voru á undan öðrum þjóðum í sumum atriðum? þar sem þeir ákváðu greinilega samábyrgð á eignum manna, dauðum og lií- andi. Þau sýna það einnig, hversu einstakir menn voru þá eins og þeir eru enn gersneyddir allri samúð og hluttekningu í kjörum annara, og hvernig það virtist eins og tekið væri í taumana, þeg- ar grimdarverk þeirra keyrði úr hófi fram. Einmitt nú eru “harðindi mikil í landi”. Plága atvinnuskortsins og búþrengslanna gengur jafnt yfir oss íslendinga sem aðra. E!g tala hér í kvöld, ekki ein- ungis sem meðlimur Þjóðræknis- félagsins, heldur sem Islendingur. íslendingum kemur oft illa sam- an; við það er stundum ekkert að athuga; það sýnir manndóm og sjálfstæði að vissu leyti. En á tímum neyðarinnar ættu allar hendur að vera á lofti til liðs og líknar þeim, er 1 þrautum lenda, án nokkurs tillits til mismunandi skoðana. Hafi oss nokkru sinni verið þörf á samtökum, þá er það nú. íslendinga hrylti við því heima á ættjörð vorri, að verða sveitar- ómagar. Nú neyðast Islendingar til þess hundruðum saman að segja sig hér til sveitar; og þó eru enn fjölda mprgir þeirra, sem svelta vegna þess að þeir eru of stoltir til þess að bera sig upp við sveitar- eða bæjarstjórnina. Vér höldum þjóðræknisþing á hverju ári, flytjum þar lof og dýrð íslenzkri menningu og ís- lenzku sjálfstæði. En hvað ger- um vér? hverju afköstum vér? hvernig gætum vér sóma vors og manndóms, þegar til framkvæmd- anna kemur? Erum vér blindir fyrir því, hvílík nauðsyn nú er á samtökum? Séum vér það ekki, þá erum vér að minsta kosti stein- sofandi í þeim efnum. Eg vildi að eg gæti talað svo hátt hér í kvöld, að allir vöknuðu. Mér dettur í hug skrítla : “Farðu á fætur og skammastu þín, Pétur,” sagði móðir við son sinn, er hann þótti í meira lagi værukær. “Má eg ekki liggja lengur?” svaraði Pétur. “Get eg ekki alveg eins skammast mín í rúminu?” Ef vér minnumst á alla lofdýrð- ina? sem vér ausum yfir sjálfa oss á hverjum íslendingadegi 'og hverju þjóðræknisþingi og hugs- um alt íslenzka fólkið, sem ýmist sveltur í Winnipeg eða neyðist til þess að fara á sveitlna, þá ætti samvizkan að kalla hátt til hvers einstaklings og segja: “Farðu á fætur og skammastu þín!” eins og konan sagði við hann Pétur. Vér höfum haldið því* fram og trúum því — eg trúi því fyrir mitt Ieyti — að vér íslendingar séum yfirleitt betur gefið fólk en aðrar þjóðir; að meira sé í oss spunn- ið; að vér eigum meira af þreki og manndómi. Látum það nú sjást í verki, að þessi trú sé á rök- um bygð, sýnum það nú, að vér tökum öðrum fram. Nú reynir á hreysti kappans, nú er komið á hólminn. Atvinnuleysið og allsleysið, sem því fylgir, þrýstir hrammi eyði- leggingarinnar svo tilfinnarilega á alla tilveru þeirra, sem fyrir honum verða, að andlegur dauði liggur fyrir dyrum eigi síður en Iíkamlefeur. Af atvinnuleysinu stafar hung- ur og kuldi, vonleysi og örvænt- ing, og þessar vofur marka svart- an kross á dyr fjölda margra ís- lendinga hér í WSnnipeg. Ef þið trúið mér ekki, þá býð eg ykkur að heimsækja með mér nokkra tugi íslenzkra heimila hér í bæn- um; eg skal lofa ykkur því, að þið getið séð þar hungurvofuna vefja náblæjum sínum yfir andlit sak- lausra barna og vonlausra for- eldra. Du&andi menn, með sjálf- stæðishugsun, vinnufærir og vinnufúsir, leita að stundar-at- vinnu dag eftir dag frá morgni til kvölds með engum árangri. Eg sagði að margir íslendingar væru of stoltir til þess að segja sig til sveitar, en sulturinn rekur þá til þess um síðir; og þelgar það þunga spor er stigið, þá liggur næsta skrefið inn á eyðimörk kæruleysisins — það er mannlegt eðli, þegar sjálfstæðið er brotið; manndómstilfinningin er þá glöt- uð; kringumstæðurnar hafa myrt hana. Atvinnuleysið og skorturinn, sem því fylgir, veldur því að f jöldi barna er alinn upp við svo ófull- komið viðurværi, að heilsa þeirra lamast. Þau fá ekki þann þrótt og það mótstöðuafl, sem til þess er nauðsynlegt að skapa * 1 hrausta menn o!g heilbrigðar konur — þau verða heilsulausir aumingjar. Atvinnuleysið veldur því að í landinu elzt ppp kynslóð, sem ekki venst á það áð vinna; og það er satt, sem spánska máltækið seg- ir, að ekki er nema örmjó lína milli iðjuleysis og glötunar. Ung- lingum, sem ekkert hafa fyrir stafni, er hætt við að lenda í alls- konar klandri og klúðri — jafnvel glæpum — hversu gott sem upp- lagið er. “Þetta er alt satt,” heyri eg ykkur segja. “En hvaða þýðingu hefir að tala um það? hvað !getuni| við gert? ekki ráðuip við atvinnu- leysinu og erfiðleikunum. Þetta er alda, sem yfir alla steypist og við verðum að gera okkur gott af henni eins og aðrir.” Já, þannig hugsa margir, en slíkt er ekki norrænn hugsunar- háttur — það er hugsun heiguls- ins og svefnpurkunnar. Nýlega kom til mín einn af á- > (Framh. á 8. bls.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.