Lögberg - 28.04.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.04.1932, Blaðsíða 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. APRÍL 1932 NÚMER 17 The Kensington Stone 1. (We are) 8 Goths (Swedes) and 22 Norwegians on 2. (an) exploration-journey frotn 3. Vinland over the West (i.e., through the western regions) We 4. had camp by 2 skerries (i.e., by a lake wherein are two skerries) one 5. Days-journey north from this stone 6. Wp were (out) and fished one day After 7. We came honie (we) found 10 (of our) men red 8. with blood and dead Ave Maria 9. Save (us) from evil 10. (We) have 10 of our party by the sea to look 11. after our ships (or ship) ,14 days-journey 12. from this island Year 1362 Þetta er þýðing prófessors Holands á rúnaletrinu á steininum. AÖ öðru leyti skal vísað til ritgerðar sr. N. S. Thorlakssonar á þessari blaðsíðu, með fyrirsögninni “Ný bók.” Ný bók THE KENSINGTON STONE. Höf.: H. R. Holand. Markverð bók um merkilegan fund. / Ekki er ólíklegt, að lesendum Lögbergs sé ókunnugt um fund þennan og málið, sem út af hon- um reis, því eg veit ekki til þess, að nokkurn tíma hafi á hann ver- ið minst í íslenzkum blöðum, þótt vel megi vera, að það hafi farið fram hjá mér. Steininn, sem bókin er um, fann norskur bóndi á landi sínu árið 1896, nálægt bænum Kensington í Douglas Co., Minn., og hefir hann því síðan verið kallaður “Kensington steinninnn”. Bóndi var að hreinsa land sitt olg rakst á steininnn milli róta á aspartré, er reyndist 70 ára gamalt. Það vakti athygli bóndans á honum, að á fleti steinsins, er sneri nið- ur, virtist einhvers konar letur vera höggvið. Þegar fréttist um steininn, vakti það eftirtekt, ekki sízt þegar í ljós kom, að um rúnaletur væri að ræða á steininum. Sá, sem fyrst- ur gat að nokkru leyti lesið úr letrinu, var vinur minn, próf. 0. J. Breda, dáinn fyrir nokkru, þá kennari við Minnesota háskólann í Norðurlandamálum og bókment- um. Á steini þessum stóð, að Norðmenn og Gautar hefðu verið á þessum slóðum, og áttu þeir að hafa reist þennan stein því til sannindamerkis. Nú var farið að gagnrýna letrið af lærðum mönnum víða, o'g heil- mikil deila spanst út af því. Nið- urstaðan varð, að um pretti væri að ræða, og að einhver svika- hrappur hefði höggvið letrið á steininn og svo ómentaður, að hann hefði grautað hiálum saman. Steinninn var því sendur heim aftur til bóndans, sem fleygði honum fyrir framan dyrnar á 'kornhlöðu sinni 0g notaði sem þrep. Og þarna lá hann í níu ár; en til allrar hamingju sneri letr- ið niður. Eg kyntist fundinum og málinu út af honum, að nokkru frá byrj- un, af norsku blaði, sem eg hélt. Býst við að fleiri landar hafi gert það líka gegn um Decorah Posten, því hér fyrrum voru þeir ekki svo fáir, sem lásu það blað. En mál- ið vakti enga verulega samkend hjá mér og var alt að því horfið úr huga mér, þegar eg í samsæti í Winnipég, skömmu fyrir nýár, hitti mann, sem mér alveg óvænt fór að minnast á Kensington steininn við mig, og sýndi að hann var málinu kunnugur og að það hafði vakið áhuga hjá honum. Maðurinn var Dr. D. A. Stewart, forstöðumaður berklahælisins í Ninette. Hann sagði mér frá þess- ari bók, sem þá var rétt komin út, og að hann ætti von á tveim ein- tökum. Skömmu seinna gaf hann syni mínum, Thorbirni lækni, ann- að eintakið, með þeim ummælum, að eg fengi að lesa það. Og þann- ig náði eg í bókina og las hana með mikilli ánægju og sannfærð- ist, að hér var að ræða um sann- sögulegan minningarstein. Höfundurinn er norskur sagn- fræðingur, sem kom ungur til Vesturheims og fékk æðri mentun sína við háskóla Wisconsinríkis í Madison. Þar lagði hann sérstaka stund á norrænu og rúnafræði. Tók hann meistarapróf við háskól- ann árið 1899, einmitt um það leyti, sem fræðimenn höfðu úr- skurðað steininn ómerkan. Hann hefir skrifað fleiri bækur, auk þessarar, sem um er að ræða, all- (Framh. á 7. bls.) Hverfa aftur til sveitanna Nú lengi hefir mikið verið um það talað, að nauðsynlegt væri til að hjálpa atvinnulausu fólki í Winnipeg, til að komast burtu úr borginni o!g byrja búskap úti í sveitum. Margir, sem hér eru nú atvinnulausir, hafa áður unnið við landbúnað og þekkja talsvert vel inn á þá atvinnugrein, og vilja nú gjarnan fara út í sveit og reyna að komast áfram þar. En eins og gefur að skilja, getur ekki alls- laust fólk byrjað búskap, nema því sé á einhvern hátt hjálpað til þess. Þetta var Winnipegbær viljugur að gera og sömuleiðis Manitobafylki, ef sambandsstjórn- in vildi líka styðja þessa hug- mynd. En þegar til hennar kom neitaði hún algerlega að taka nokkurn þátt í þessu. Hitler vex fylgi Jafnvel þótt Hitler biði lægra hluta við forseta kosningarnar á Þýzkalandi, sýna þó nýafstaðnar þingkosningar á Prússlandi, að honum er þar stórkostlega að auk- ast fylgi. Fyrir þessar kosningar höfðtí Hitlers menn að eins níu sæti á þinginu, en nú hafa þeir þar 162 þingsæti af 418 alls, og eru þeir nú fjölmennasti flokkur- inn á þinginu. En þar eru marg- ir stjórnmálaflokkar, og vantar nú mjög lítið til að þeir geti tek- ið ráðin í sínar hendur, með að- stoð annara flokka, sem þeim eru hlyntir. Við þessar kosningar j hlutu Hitlermenn 7,900,000 at ! kvæði, en næst f jölmennasti flokkurinn hlaut ekki nema um 4,648,000 atkvæði. Það sýnist því mjög að færast í áttina að Hitler nái sömu völdum á Þýzkalandi, eins og Mussolini á ítalíu. Bretar jafna reikingana Hinn 20. þ. m. lagði Neville Chamberlain fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt fyrir brezka þinlgið. Er það á þá leið. að gert er ráð fyrir $3,016,840 tekjuafgangi. En þar er ekki neitt ætlað fyrir greiðslu á stríðsskuld- um til Bandaríkjanna. Búast Bret- ar þar sjálfsagt við lengri gjald- fresti, eða helzt uppgjöf á þeim skuldum. Otgjöldin eru áætluð með minsta móti, í samanburði við það, sem þau hafa verið í mörg ár. Fjárhagur þjóðfélagsins virðist hafa batnað stórkostlega, síðan í haust að þjóðstjórnin tók við völdum, 0g nú segir Chamber- lain að hann líti svo á, að Bretar séu að komast yfir erfiðasta hjall- ann, hvað fjárkreppuna snertir. Jón Bjarnason Academy GJAFIR. A. P. Jóhannsson, Winnipeg ............. $100.00 A. S. Bardal, arður af fyr- irlestri að Mountain, N.D. 48.33 Vel gert, drengir, Kærar þakkir, S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. Davíð Jónasson DÁINN. • Hann andaðist að heimili sínu, 591 Alverstone Str. hér í borginnb á mánudaginn var, hinn 25. apríl, 65 að aldri. Hann hafði átt heima i WÍnnipeg um langt skeið, og var vinsæll maður og vel kyntur og myndarmaður í hvívetna. Hann var ágætur söngmaður og mjög vel að sér í þeirri grein. Gerði hann mjög mikið í þá átt, að fegra og glæða þá list meðal landa sinna hér. Jarðarförin fer fram á föstu- daginn kl. 2 frá Fyrstu lútersku kirkju. Aðstandendur óska, að engin blóm séu send til útfarar- innar. Mountain, N. Dak. á Sumardaginn fyrsta 1932. Til vinar míns Arinbjarnar Bardal. Lánsamastur þú ert, sem eg þekki þeirra manna, sem að drekká ekki Hvernig sem á heimsku slíkri stendur, halda margir þú sért oftast kendur. Öfund mína á þér skal ei spara, ^æðstiprestur sannra Goodtempl- ara. Lánsmaður er Arinbjörn. K. N. Mentun. Margt er kent, sem miður fer, margur dóni er latur. Skólamentun orðin er át og spónamatur. Svona fer ellin með okkur. Þetta var ort, þegar “Fálkarn- ir” gátu ekki innlimað K. N. vegna svarta blettsins á nefinu: Motto: Ekki er undir einum skjól, annan stein má finna. Eg kannast við, að kerling gamla’ hún Elli, kollvarpað mér geti á skauta- svelli. En kirkjan smíðar kristinn lýð úr skálkum, og kóngurinn gjörir skáldin sín að “Fálkum”. Gleðilegt sumar. K. N. Greiða ekki meiri álríðsskuldir Fjármálaráðherra Þýzkalands Hermann Dietrich, hefir lýst yfir því, að Þýzkaland vilji ekki eðal ætli ekki að greiða meira af skaða-| bótakröfum eða stríðsskuldum. Stjórnin hefir áður lýst yfir því, að hún geti ekki greitt þessar skuldir, þegar gjaldfresturinn er útrunninn 1. júlí; nú er því bara blátt áfram lýst yfir, að þær verði ekki borgaðar. Þetta kemur hin- um þjóðunum 1 væntamlega ekki mjög á óvart. Flestum mun nú ifarið að skiljast, að það getur ekki komið til nokkurra mála, að Þýzkaland geti látið af hendi alt það fé, sem þvi er ætlað, sam- kvæmt friðarsamningunum. Sér- staklega er þetta með öllu óhugs- andi, þegar þess er gætt, að ekki má borga með neinu öðru en pen- ingum, gulli. Engar vörur tekn- ar upp í skuldirnar. FRA ISLANDI. Afli í verstöðvum hér sunnan- lands á báta, hefir verið óvenju- lega mikill, óhemju afli í Yest- mannaeyjum, og bæði nærtækur og mikill á öðrum stöðvum. Á Austfjörðum hefir og fram til þessa verið meiri afli en undan- farin ár, og eins í Hornafirði. — Mgbl. Annarfundur Fundur var haldinn að heimili Mr. og Mrs. Eggert Félsted, föstu- dagskvöldið 22. þ. m. samkvæmt til- lögu f-rá fyrri fundinum, sem hald- inn var að heimili Mr. og Mrs. W. J. Lindal. Hér komu aftur saman flestir sem fyrri fundjnn sóttu og var sama efni tekið til umræðu. Fundarmenn voru samhuga um að æskilegt væri að stofnað yrði kenn- araembætti í íslenzku við Manitoba liáskólann. Yar kosin nefnd til þess að leita upplýsinga viðvíkjandi kenslu í skandinavisku málunum við háskóla í Bandaríkjunum og á Englandi. í þeirri nefnd eru: Prof. Skúli Johnson, Prof. O. T. Ander- son, J. Ragnar Johnson, T. Arnason og J. G. Johannsson. Einnig var nefnd kosin, sem fal- ið var á hendur að kynna sér af- stöðu og skoðanir annara íslendinga í þessu máli. Þessi nefnd hefir haldið fund og gert ráðstafanir við- víkjandi leitun á samvinnu við önn- ur íslenzk félög. í nefndnini eru: Walter Lindal, séra S. O. Thorlaks- son, G. S. Thorwaldsson, J. G. Jo- hannsson og Eggert Féldsted. J. G. J. MacDonald að verða sjóndapur Þess var fyrir ekki all-löngu get- ið hér í blaðinu, að gerður hefði verið uppskurður á hægra auga MacDonalds forsætisráðherra Gerðu læknarnir sér vonir um góðan bata, en samkvæmt síðustu fréttum lítur ekki út fyrir, að svo hafi reynst. í vikunni sem leið. varð hann að hætta við stjórnar- ráðsfund í miðju kafi vegna þess að honum varð svo ilt í augunum. Slíömmu seinna gat hann svo sem ekkert séð um tíma, en fékk þó fljótlega sjónina aftur. Læknarn- ir selgja, að batinn hafi ekki hald- ið áfram og Mr. MacDonald þurfi algerða hvíld í nokkrar vikur að minsta kosti, en það lítur ekki út fyrir, að hann ætli að taka sér slíka hvíld fyrst um sinn, ef hanr. mögulega getur komist hjá því enda kallar nú margt að honum og hann hefir í mörg horn að lita um þessar mundir, sérstaklega við- víkjandi utanríkismálum. Ekki um að tala Senator Borah segir, að það sé ekki til neins fyrir Evrópuþjóð- irnar, að ætlast til þess, að Banda- ríkin gefi þeim upp stríðsskuld- irnar, fyr en þær endurskoði frið- arsamningana, minki herkostnað- inn og hætti þessu viðskiftastríði, sem nú á sér stað milli þeirra. Meðan þetta síðastnefnda á sér stað, segir Senator Borah, að ekki sé við afvopnun að búast. Hann segir, að meðan ástandið í Evrópu og samkomulagið milli þjóðanna þar, sé eins og það er nú, geti ekki verið um að tala að Bandaríkin leggi þeim til peninga. Senator Borah sagði þetta út af því, að í hinu nýja . fjárlagafrumvarpi Breta, þar sem gert er ráð fyrir $3,016,840 tekjuafgangi, er ekkert ætlað fyrir greiðslu stríðsskulda þegar árs gjaldfresturinn er úti. Bandaríkjamenn hafa stundum áður sagt, að ef Evrópuþjóðirnar vilji endilega berjast, þá sé þeim bezt að gera það upp á sinn eigin kostnað. En Bandaríkin ættu þá heldur ekki að gera sér það að fé- þúfu. Frá vetrarvertíðinni í Noregi berast fregnir um óvenjulega mikinn afla síðustu viku. Þar hefir verið saltað 50% meira af fiski en í fyrra. Úr bænum Thorarinn Erlendsson og Sig- ríður Jóhanna Guðrún Arason, bæði frá Gimli, voru gefin saman í hjónaband að 776 Victor St. hér í borginni, 16. þ. m. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi hjónavígsl- una. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur fund í dag, 28. april, í fundarsal kirkjunnar, kl. 3 e. h. Þetta er starfsfundur og er áríð- andi að hann sé vel sóttur. Sjónleikurinn Tengdamamma, eftir Kristínu Sigfúsdóttur, var leikinn í fundarsal Sambands- kirkju á þriðjudagskveldið, og verður endurtekinn í kveld, mið- vikudag. Góður leikur og yfirleitt vel leikinn. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will hold a Rainbow Tea and Sale of work in the church parlors on Tuesday next, May 3rd, afternoon and ev- ening. Those in charge are: Gen. Convenors—Mrs. B. H. Olson and Mrs. A. Blöndal; Conv. of Decora- tion—Mrs. K. J. Backman; Conv. of Boothe—Mrs. S. F. Gislason, Mrs. O. V. Olafson, Mrs. Broad- foot and Mrs. G. G. Snidal. Tables—Mrs. L. J. Johnson, Mrs. B. Hjálmarson, Mrs. P. Bardal, Mrs. W. J. Jóhannsson, Mrs. J. Laxdal. Vér viljum vekja athygli fólks í Nýja íslandi sérstaklega, á au!g- lýingu í öðrum stað í blaðinu, þar sem auglýst er að sjónieikurinn Æfintýri á gönguför, verði enn leikinn á þrem stöðum: í Riverton föstudaginn 29. apríl; Hnausa miðvikudaginn 4. maí, og Gimli föstudaginn 26. maí. Sjónleikur þessi hefir nú þegar verið leikinn á ýmsum stöðum í Nýja íslandi, nú seinni partinn í vetur og segja þeir, sem séð hafa, að hann hafi hepnast ágætltíga og farið fram hið bezta að öllu leyti, og fólk hafi þar skemt sér ágætlega. Leikend- urnir hafi yfirleitt leyst hlutverk sín mjög vel af hendi og að sjálf- sögðu fer þeim fram við æfing- una. Má því búast við, að þeir leiki hér eftir, jafnvel enn betur en áður. Það mælir því alt með því, að leikurinn sé vel sóttur í þau þrjú skifti, sem hann verður enn leikinn. Sumarmálasamkoman, sem hald- in var í Fyrstu lút. kirkju á sum- ardaginn fyrsta, var mjög fjöl- sótt, eins margt fólk eins og komst fyrir í samkomusalnum. Mr. A. C. Johnson stjórnaði samkomunni og fór hún að öllu leyti fram hið bezta og fólkið naut þar góðrar skemtunar og góðra veitinga. Fimm stúlkur, sem allar voru i fallegum islenzkum búningum, sungu íslenzka söngva, og sex litlar stúlkur sunlgu líka íslenzka sön'gva. Meðan börnin læra að syngja ísil. söngva og unglingarn- ir, er íslenzkan engan veginn al- dauða vor á meðal, þó þessir sömu unglingar noti hana lítið í da'glegu tali. Karlakórinn söng marga ís- lenzka söngva og skemti fólkinu ágætlega. En aðal atriði skemti- skrárinnar var mjög vönduð og prýðisfalleg ræða, sem Dr. Björn B. Jónsson flutti um sumargleð- ina. Þá var og skemt með hljóð- færaslætti og framsögn. Miss Helga Jóhannesson lék ágætlega á fiðlu, og má mikils vænta af henni í þeirri list. Kvenfélaginu, sem stóð fyrir samkomunni, ber að þakka fyrir mjög íslenzka og á- gæta skemtun.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.