Lögberg - 19.05.1932, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.05.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGIhN 19. MAÍ 1932. Bla. 5 nokkra daga, bæði á austur- og vesturleið, hafði tal af verzlunar- málaráherra, vararáðherra utan- ríkismála og nokkrum leiðtogum þingflokkanna. Létu ráðherrarnir í ljós þá skoðun, að sennile'gast yrði eitthvað gert, en upphæð sú er nefndin færi fram á, væri ó- hugsanleg. Hún væri of há. Mr. Kennedy var sömu skoðunar, að erfitt yrði að fá þessa upphæð samþykta, en kvaðst þó fús að fylgja fram nefndartillögunni, að hverju sem kæmi. Fundi forsæt- isráðherra var ekki hægt að ná. Stóð nú svo um hríð, að ekkert fréttist, fyr en viku eftir þinglok að Mr. Kennedy kom heim. Sagði hann nefndinni frá því, að á auka- fjárlögunum 30. júlí hefði verið samþykt $2,500 veiting, er verja skyldi “til minningar um 1000 ára afmælishátíð Alþingis’’. Hefði sér verið falið að skýra nefndinni frá þessu og taka á móti bendin'gum frá henni4 hversu fénu skyldi var- ið. Nefndin lét þegar í ljós óá- nægju sína yfir þessum úrslitum, kvaðst engar bendingar geta gef- ið, því þetta nægði ekki til neins. Gat þá Mr. Kennedy þess, að for- sætisráðherra væri væntanlegur til bæjarins innan , mánaðar, og myndi mega ráðstafa því svo, að hann tæki á móti fulltrúum frá nefndinni til þess að ræða um þetta frekar. í þá viðtalsnefnd voru settir Jón J. Bildfell, Árni Eg!gertsson, A. P. Jóhannsson og sá er þetta ritar. 1 septemberlok var forsætisráð- herra staddur hér og gekk þá þessi fulltrúanefnd fyrir hann.' Tók hann henni vel. — Lýstu nefndar- menn óánægju sinni yfir þessari veitingu, og að hún væri tæplega í samræmi við það, er eftir hefði verið vonast. Eftir all-langar við- ræður lofaðist hann til að taka málið til yfirvegunar að nýju, gæti þá og þessi veiting fallið, en bætti því við með Igletni, að ís- lendingar væru þeir fyrstu menn, er hann hefði heyrt getið um, er neitað hefðu að taka á móti pen ingum. Þá skýrði hann sendi- nefndinni frá þvi, að gerðir sínar væru að ýmsu leyti bundnar við það, er fyrverandi stjórnarfor- maður hefði haft í huga, er hann gerði yfirlýsinguna um minning- argjöfina, þinglokadaginn 1930. Það yrði að vera samhengi í gerð- um, þinlgsins, svo þó að ein stjórn tæki við af annari, þá væri fram- fylgt þeim skuldbindingum, er það hefði gert. Kvað hann sjálf- sagðast, að nefndin leitaði þeirra upplýsinga hjá The Rt. Hon. W. L. Mackenzie King og léti sig svo vita. Gaf hann í skyn að við málið yrði ekki skilið eins og það var statt. Um þetta leyti átti hr. J. T. Thor- son erindi til Ottawa. Tók hann að sér að finna Mr. King og skýra fyr- ir honum alla málavöxtu. Var er- indi hans auðsótt og hét Mr. Kin'g honum fullum stuðningi í málinu. Sömuleiðis átti hr. H. M. Hannes- son erindi austur skömmu seinna, tók hann að sér fyrir nefndarinnar hönd að tala þessu máli á ný við forsætisráðherra. Skýrði hann hon- um frá tilsvörum Mr. Kings og að það myndi vera eindregin ósk allra íslendinga, er búsettir væru hér í landi, að frá málinu yrði gengið við fyrstu hentug’eika. Hét forsæt- isráðherra honum góðu um, sagði honum, að í sínum huga aðhyltist hann námssjóðshulgmyndina, ef þess væri nokkur kostur að færa hana í framkvæmd. Um miðjan síðastliðinn janúar er svo The Rt. Hon. Mackenzie King staddur hér í bæ á flokks- þingi. Fær nú nefndin aftur tæki- færi til þess að senda menn á fund hans, fyrir milligöngu hr. Thor- sons. Mættu þar hinir sömu og átt höfðu tal við forsætisráð- herra, og að auki dr. B. J. Brand- son. lEr nú enn rætt um þetta mál, og með sama árangri og áð- ur, að hann heitir því fullu fylgi. Þing átti að koma saman 4. febrúar. Um það leyti semur hr. H. M. 'Hannesson ítarle'ga ritgerð um Alþingi, löggjöf íslendinga og þýðingu þúsund ára hátíðarinnar, og sendir forsætisráðherra og flestum vestanþingmönnunum. Bendir hann þar á hin helztu ein- kenni hinnar fornu löggjafar, og þau sérstaklega, er urihið hafi inn í réttarfar brezkra þjóða og vaxið þar o'g þróast. Vakti ritgerðin allmikla eftirtekt. Hvetur hann í v niðurlagi hennar, þing og stjórn til þess að ganga frá minningar- gjöfinni, og bendir á, að fátt eða ekkert sé jafnviðeigandi sem sjóð- stofnun, er með sér beri varan- leika fram yfir flest annað og skapi lifandi tengsl milli þjóð- anna. Má úr þessu skjótt yfir sögu fara. Eftir nokkrar bréfaskriftir, er gen'gu á miilli nefndarinnar og Mr. Kennedy, var afráðið í mán- aðarlokin síðustu, að eenda er- indreka austur til þess að komast eftir, hverju framgengt yrði á þessu vori áður en þingi sliti. Nefndir voru til þessarar farar, sá er þetta ritar, og hr. Árni Egg- ertsson, og hefir verið að því vik- ið hér að framan. Komu þeir til Ottawa mánudaginn 2. þ. m. — Tók Mr. Kennedy þeim mæta vel og útvegaði þeim strax viðtal við forsætisráðherra það sama kvöld. En áliðið var orðið kvöldsins, er þeir gengu fyrir ráðherrann. Beið mannlgrúi á fremri skrifstofunni allra hugsanlegra erinda, og var því komið fram undir háttatíma, er röðin kom að þeim. Mjög virt- ist forsætisráðherra þreyttur, en tók þó sendimönnum vinsamlega. Eftir. nokkurt samtal, sagði hann þeim hvað hann væri fús á að gera. Var það nokkurn veginn nákvæmlega hið sama og frá er skýrt í upphafi þessarar greinar, og þarf ekki að endurtaka það hér. — Frá smá-atriðum þurfti að gan'ga, og meðal annars frá bréfi, er fara þurfti milli hans og Mr. Kings, þess efnis að þessi upphæð og ákvæði hefði verið í hans huga, er hann gerði yfir- lýsinguna í þinginu 1930. Að fen!g- inni þessari yfirlýsingu bað hann svo sendimerin að koma til sín að degi liðnum og skyldi hann þá ganlga frá þessu bréflega. Á yfirlýsingunni frá Mr. King Austur á uHvalsbak’, Eftir Bjarna Sæmundsson. Á SKALLAGRÍMI. (Framh.) Þó að fiskurinn væri nú ekkert smælkti, þá fengu aðgerðarmenn- irnir samt nóg að gera, þar sem aflinn var svo mikill; “pundin” stóð ekki. Var farið til hans strax, voru ekki lengi að fyllast, þegar Lítið út sómasamlega Hreinsið Málið HEIMILI yðar og BÆINN yðar HaldiS yíSar eigin virtiingu. GangitS í lið með her- • skörum af félagslyndum borgurum, sem eru að mála og fegra og hreinsa og gera við í kring um heimili sín. GEFIÐ EINHVERJUM VINNU ! Fáið mann í vinnu einn eða tvo daga. Hjálpið honum til að fá aftur traust á sjálfum sér, með því að gefa honum vinnu. pér vitið að hann þarf þess. pér vitið að húsið yðar þarf málningu og hreinsun. Málið því og hreinsið nú. WINNIPEG BOARD OF TRADE / mg~7a sama kvöld. Afgreiddi hann það erindi strax. Degi seinna var svo gengið fyrir forsætisráðherra aft- ur og honum tjáð erindis’okin við Mr. King. Las hann þá ritara sínum fyrir bréf, þar sem gengið er frá veitingunni, sem að framan segir. Hét hann enn fremur að afhenda Mr. Kennedy bréf þessu til staðfestinlgar, innan fárra daga, er hann gæti sent sendi- mönnum, og var máli þessu þar með lokið. V. Vér höfum farið svo ítarlega út í sögu þessa máls, af því vér töld- um víst, að almenningurskoðaði þetta ánægjulegar fréttir og góð málalok, og hefði löngun til að fá að heyra hana sem greinile'gast rakta. Dráttur virðist hafa verið á framkvæmdum, en hann stafar af mjög eðlilegum ástæðum: Stjórnarskiftum í landinu, við- skiftadeyfð, fjárþröng og var- færni. Virðingar- og minningar- gjöf er ekki hægt að veita. nema vissa sé fengin fyrir því, að allir séu á eitt sáttir, — að það sé með alþjóðar samþykki. Að öðrum kosti gæti ísland ekki tekið við gjöfinni, né vér íslendingar hér vesti'a fyrir íslands hönd. Þessi farsælu málalok -^- og er óþarft að taka það fram, eigum vér aðallega þeim fjórum mönn- um að þakka, sem vér höfum tíð- ast nefnt, þá öðrum mönnum sé 5-10 pokar komu í hverjum drætti, sem ekki tók nema eina klst., þrátt fyrir hið mikla dýpi. Þeir höfðu því ekki undan og varð öðru hvoru að hætta að toga, til þess að fiskurinn kæmist óskemd- ur í saltið. En svo komu hvíldir á milli þá dagana, sem minna afl- aðist. Þegar við komum fyrst út i Hallann, var þar að eins einn ís i lenzkur togari (Andri), sem fór heim (til Fáskrúðsfjarðar) næstu nótt, og 3—4 útlendir (enskir), all-langt frá okkur. Vorum við því sæmilega einir um hituna tvo fyrstu dagana og öfluðum ágæt- lega, eiris og þegar er greint frá. En sú dýrð stóð ekki lengi, því að skeytin frá oss höfðu skjóta verk- un og á 3. degi fór að hylla undir Sunnlendingana í vestri, “stím- andi fúllspíd”, í áttina til okkar og að kvöldi þess dags (7. maí) voru 25 togarar kringum okkur, flestir íslenzkir, en nokkrir ensk- ir, 2 spánskir og 1 franskur mót- orknúinn, mestu balgeirar að sjá, hvað stærð snerti, en tæplega jafningjar íslendinganna í afla. með bobbingarlausar vörpur að sögn, og urðu því að halda sig þar sem botninn var sæmilega sléttur. Þegar þessi skipa'grúi var kom- inn þarna á lítinn blett, fór sem oftar, að fiskurinn varð tregari og stopulli, eins og við er að bú- ast, þegar hann dreifist á fleiri einnig að þakka, svo sem Col. H. j skip og ónæðið vex á botninum. M. Hannesson og fleirum. Það er, Fiskurinn, sem fékst á þessum fyrst og fremst forsætisráðherr- slóðum var, eins og vant er og að líkt og hæna sem tínir korn eða sæliljum og isæköngurlóm. Alt saman bleikrautt á lit, nema hornkórallinn, líkt og karfinn, enda var hann aðalfiskurinn þarna niðri (á 125 fðm.), að eins fátt af þorski og upsa, en í næsta drætti á undan uppi í brúninni, fékst 11- skiftur poki, mestmegnis þorskur o!g sumt af honum rígaþorskur. Af fuglum þarna úti var, eins og víðar á íslenzkum djúpmiðum, fýllinn í stórum meiri hluta og svo mergð af ritu. Fyrsta dag- inn er við vorum í Hallanum, giska eg á, aS um tvö þúsund fýl- ar hafi verið umhverfis skipið, en þegar skipunum fór að fjölga, dreifði hópurinn sér og skifti sér niður á skipin. Af fýl eru tvö lit- brigði sem kunnulgt er, hið al- genga ljósa og annað sjaldséðara, dekkra. Ekki virðist þetta tákna pólitíska flokkaskipun með fýlun- um, því að of lítið rifrildi var á milli þeirra til þess að þar gæti í raun og veru verið um pólitískan lit að ræða. Eins og kunnugt er, girnist fýllinn ekki bein, en er mjög sólginn í alt feitmeti, hval- spik, lifur o. fl. og við fiskiskip in er það einkum lifrin, sem hann girnist o!g pólitíkin því gaðallega verið lifrarpólitík; en nú síðustu árin, síðan farið var að bræða lifrina um borð, hefir lifrarpóli- tíkin snúist upp í grútarpólitík, í það að hirða grútinn, sem hleypt er út úr bræðslukeröldunum. Áð- ur en farið var að bræða, voru það lifrar bitarnir, sem skoluðust út með slorinu af dekkinu, sem slagurinn stóð um milli fýlsins og ritunnar, og veitti henni betur því að hún var ágengari en hann; en síðan farið var að bræða, hef- ir fíllinn snúið á rituna, því að hann er miklu fimari en hún á sundi og leiknari í því að tína upp hinar örsmáu lifraragnir í grútnum; þeir þjóta til og frá um sjóinn, með nefið eftir hverri ö!gn, anum að þakka, The Rt. Hon.. R.1 hefir verið vikið, mestmegnis stór B. Bennett, er veitinguna gerir.1 og smár þorskur, stútungur og þá fyrirrennara hans í embættinu, vænn þyrsklingur, auk þess nokk- The Rt. Hon. W. L. Mackenzie uð af upsa o!g karfa, en fátt af King. Báðir hafa sýnt sérstaka öðrum vanalegum tegundum, t. cþ mannlund og drengskap í þessuj svo lítið af ýsu og spröku, að máli. Báðir hafa la!gt til síðu all- soðningin var síðast smáfiskur og an flokkadrátt og uunnið í sam- einingu að því að veita því ein- róma samþykki allrar þjóðarinn- ar. En svo næst er það Major W. W. Kennedy, og dr. Joseph T. Thorson að þakka, er komið hafa máli þessu á framfæri, annast um alla milligöngu þess, milli stjórn- arfoi'mannanna og vor Islendinga. Rögnv. Pétursson. Radium í Dofrafjöllum? Norska vikuritið “For Alle“ skýrir frá því 1. apríl, að maður nokkur, Olaves Kvislebráten að nafni, hafi í síðastl. marzmán- uði verið að fylgja skíðamönnum til ferðamannaskýlis nálægt Aur- vatni. Á heimleiðinni lenti hann í illviðri, svo að hann varð að leita sér skjóls undir hamravegg í Dofrafjöllum, norðan við Svana- á. Þegar óveðrinu slotaði, veitti hann athygli stórri sprungu í fjallinu, og að nokkuð af grjóti hafði hrunið úr henni. Kvisle- bráten handlék grjóthnullung, sem lá við fætur hans og sá, að hann glitraði allur, sem á gull sæi, o!g sama var að segja um hamravegg- inn í hinni miklu sprungu. Hann tók steininnn með sér og sendi hann til jarðfræði rannsóknap- stofu Noregs. Reyndist hann rík- ur af radíum og því skyldu frum- efni, er lirpa I nefnist, og gulli þar að auki. Reynist Dofrafjöll eins rík af þessum frumefnum og sýnishornin benda til, er hér um ógrynni auðæfa að ræða, sem geta haft í för með sér ófyrirsjáanle'g ar breytingar á efnahag og þjóð- Hfi Norðmanna. Engar fregnir hafa borist hing- að í skeytum um þennan merkilega fund og má því vera, að fregnin sé orðum aukin. — Vísir. Ýsar ritgerðir, sem koma áttu í þetta blað, verða bíða hins næsta sökum rúmleysis. þótti flestum lítilfjörlegur mat- ur, því að vér íslendingar erum meiri þorskabanar en þorskabítar. Virtist fiskurinn lifa hér við all- nauman skamt, því að flestir mag- ar voru tómir; þó var nokkuð af náttlampa ,og augnasíli bæði í þorski, karfa og upsa, en fátt eitt af hafsíld, og einstaka síld kom i vörpuna, bæði á grunnunum og í djúpunum. í mögum síldanna var áðurnefnd “áta”, en Htið. Af fágætum fiskum var hér fátt að sjá. Þó má geta þess, að í Litla-Djúpi voru ma!gar margra upsa og einstaka þorsks troðnir af síli því, er eg hefi skírt íitla geirsíli (Paralepis Kröyeri) ; það var lítið þekt hér áður, en virðist vera í mergð í djúpinu við brúnir landgrunnsins á þessum slóðum, en eiga aðal-heimkynni sín lengra suður. — Þessi voru öll óþroskuð, á lengd við trönusíli og voru 20— 40 í hverjum maga. Hvort þetta síli er þarna að staðaldri, eða komið svona langt norður vegna óvenju mikillar hlýju í sjónum hin síðari árin, skal eg láta ósa!gt. Þeirra varð líka vart á “Ráðherr- anum” og sjálfsagt á fleiri togur- um, ef athugað hefði verið. Sýn- ir þetta bezt, hve þekking manna á lífinu í sjónum er enn ófullkom- in. Nokkurar löngu laxsíldir (Sco- pelus elongatus) komu þarna líka upp úr fiski. í það skiftið, sem við toguðum við Berufjarðarálsmynnið, lentum við einu sinni með vörpuna úi í álnum. — Kom þar upp mikið af nýstárlegum djýrum, sem eg hafði oft fengið áður frá to!gur- um, er fiskað höfðu þarna. Voru það einkum hinar hávöxnu (alt að metraháu )| skelj ungskóralhríslum (Primnoa resedæformis) og horn- kórallar (Paramuricia placomus), sem áður en togarnir komu til mynduðu ‘skóga’ þarna í álnum, en eru nú sennilega teknir að þverra. Auk þess var þar margt af marflækjum, krossfiskum, óðinshænsn flugur á vatni, eða rauðátu á sjó, og hafa vakandi auga á hinum merkilega atburði er grútargusan fer í sjóinn. — Hrynja þeir þá í þéttri bendu niður á grútinn, með argi o!g á- flogum, en jafna sig eftir því sem hann dreifist meira út um sjóinn. Ekki er ígott að vita, hvar allur þessi fýll á heima, c: hvar hann verpir, en næst er að halda, að það sé Suðurstrandarfýllinn, sem nú verpir alla leið frá Reykjanesi og austur að Gerpi. Má vera að eitthvað sé með af Færeyjarfýl því að af þessum slóðum eru ekki nema um 200 sjómílur til Fær- eyja, eða álíka langt og til Vest- mannaeyja, og það er ekki lengi flogið af fýl. Eg gat þess áður, að vér höfð- um mætt kríuhóp undan Horna- firði á austurleiðinni. En það voru ekki einu farfuglarnir, sem vér urðum varir við. Það voru öðru hvoru að setjast á skipið smáhópar af Meoðn-4öð áðnekky smáfuglar: steindepill, maríátla, þúfutitlingur, auðsjáanlega fugl- ar, sem komu af hafi og voru orðnir þreyttir og svangir. Þúfu- titlingurinn var 2—3 daga um borð, mjög spakur, át s^orið á flatningsborðunum, þar sem ver- ið var að fletja, en sinti lítið matgjöfum okkar. Á þriðja degi fanst hann dauður. Smáfugl, sem mér virtist vera lóuþræll, settist einu sinni á vörpubelginn, þar sem hann flaut fullur af fiski við skipshliðina, en flaug strax aftur. Stóru kjóar (með snúnu stélfjaðr- irnarþ voru þarna nokkrir á sveimi o!g einu sinni sá eg þar æðarblika á flugi og einn lítinn svartbak. Enn má geta þess, að eg sá stór- an sel í Hallanum, án þess þó að þekkja tegundina. — Enginn hval- í ur sást. Það er ekki óeðilegt, að far- fugla verði vart vor og haust á þessum slóðum. Frá SA-strönd- inni eru ekki nema 250 sjómílur til Færeyja, sem hljóta að vera góður áfangastaður fyrir farfugla frá meginlandi Evrópu, eða Bret- landseyjum, og þaðan ei!ga þeir að geta flogið á hálfum til heil- um sólarhring í hagstæðu veðri yfir til íslands. Er því líklegt, að farfuglarnir komi yfirleitt fyrst að landinu á svæðinu milli Gerpis og Ingólfshöfða og í A og SA-stormunum á haustin verður oft vart við fugla, lifandi eða dauða (sjórekna), eins o!g grá- og svart-þröst, starra og vepju, sem hafa hrakist þangað frá næstu löndum. Meðan vér vorum þarna, var veðrið oftast gott, hægur viridur af ýmsum áttum tíðast, N- eða NA stormur eða strekkingur stund- um, hitinn sæmilegur, svona snemma vors, 2—6 gr. í lofti og tíðast 7—8 gr. í yfirborði. Þoka var stundum eða dumbungur, svo lítið sá til lands. Einn daginn var þó vel bjart, og sást þá öll strönd landsins frá Eystra Horni að Glettiriganesi, og er það svip- mikil sjón, sem eg hefi áður reynt að lýsa, en þegar eg segi strönd þá verð eg að taka það fram, að alt undirlendi var í kafi, sjór í miðjum hlíðum, jafnvel þar sem næst var, því að vér vorum oftast Framh. á 8. bls. Gengur í þjónustu The London Life

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.