Lögberg - 20.04.1933, Blaðsíða 7
LöGBiERG, FIMTUDAGINN 20.' APRÍU, 1933
Bls. 7
Beta hjúkrunarkona
Systir Beta hallar sér út á borð-
stokkinn á standferðaskipinu og
horfir niður á afgreiðslubátinn, þar
sem verið. er að afhenda vörur og
taka aðrar. Þetta er snemma morg-
uns, klukkan ekki nema sex, en sól-
in er komin hátt á loft og það er
heitt, enda koniið fram í maí.
%
Hér er engin hafskipabryggja,
enda er viðkomustaðurinn ekki.
neinn stórbær, aðeíns fáein hús með-
fram veginum og fyrir ofan nakin
fjöll og sprungótt—þarna er aðeins
ein lítil verslun í húsi niður í fjöru
og það glampar á húsvegginn með
marglitu auglýsingaspjöldunum í
sólskininu.
Systir Beta, eða Elísabet Berge,
sem hún eiginlega heitir er dóttir
sögunarmyllueiganda í Halden og
er hjúkrunarkona á þessum stað.
Hún litur eftir allmörgum svona
smáþorpum í sveitinni. Það er sér-
staklega berklaveikin, sem hefir
grafið um sig þarna norður frá og
það er til þess að berjast við þennan
sjúkdóm, að Elísabet hefir ráðist í
þjónustu berklavarnafélagsins og
tekið að sér starf þarna norðurfrá,
þar sem aðstoð hennar virðist vera
svo nauðsynleg.
. Nú er systir Beta á leið til heilsu-
hælisins í Kabeivag með unga
stúlku, sem orðið hefir berklaveik
og henni finst blátt áfram skrítið að
sjá þarna ungan Lappa, sem fyrir
5—o mánuðum fór með henni sömu
leiðina — nú kom hann þarna um
borð ásamt nokkrum öðrum og virt-
ist vera orðinn gallhraustur. Hún
man vel hvernig hún “uppgötvaði”
hann og kom honum til læknis; hann
hafði veriS fölur og gugginn, for-
eldrar hans höfðu kallað það “upp-
vaxtargelgju”—hann yxi of fljótt
—að vísu hóstaði hann talsvert, en
það gerðu svo margir. Ónei, þeim
fanst það vera óþarfa kostnaður að
láta læknirinn líta á hann, og Beta
varð eiginlega að taka hann ineð
valdi. Og hún bjargaði honum.
Svona var systir Beta, hún lét
ekki tímann líða til ónýtis, hún leit-
aði uppi ?á sjúku, fann þá og hirti
um þá, bjargaði þeim áður en hvíta
pestin náSi yfirhöndinni. Og smátt
og smátt hafði fólkið lært að meta
starf hennar; hún var uppáhald
allra og eirts og sólargeisli sjúkling-
anna, sem hún kom til.
Einn var það þó sérstaklega, sem
hafði fengið mætur á Betu, einn,
sem hafði tilbeðið hana og dásamað
hana án þess að láta nokkuð á því
bera—það var Kári Fikke, hálf-
þrítugur Lappi. Enginn mátti vita
það né skilja, að hann elskaði Betu,
elskaði hana! Hann hafði hugsað
um hana á hverjum degi og dreymt
um hana á nóttunni síðan fyrir
þremur mánuðum, að hún kom til
hans til þess að líta eftir móður
hans, sem var komin í kör. ,
Kári Fikke var enginn aumur sæ-
finni, hann var Lappi og gildar silf-
urhringjur á beltinu hans og stór
rauður skúfur á húfunni hans með
skygða derinu. Hann hafði erft
2,000 hreindýr eftir föður sinn og
að auk laglegustu bújörð niður við
sjó. Af Lappa að vera var hann
stór vexti og hann var laglegur—að
því leyti gat hann valið sér hverja
sem hann vildi í sveitinni; en sem
sagt elskaði hann Betu systur, hann
vissi að vjsu að það var vonlaust um
að hann fengi hennar, því að hann
var Lappi—en hann var ástfanginn
af henni, hann gat ekki að því gert.
Nú kom Kári Fikke um borð í
strandferðaskipið ásamt tveimur
vinnumönnum sínum og annar
þeirra var ungi pilturinn, sem Beta
þekti aftur—þeir voru á leið uppó
ISágfjarðarfjall til þess að beita
hreindýrum. Blann hitti hana á þil-
farinu en kom sér ekki að því að
tala við hana, þó að hún heilsaði
honum svo vingjarnlega og spyrði
piltinn hvernig honum liði. Nei,
hann var svo þögull og nærri af-
undinn—þannig hafði hann verið
forðum þegar hún var heima hjá
honum fyrir þremur mánuðum. En
hann elskaði hana—alskaði hana.
Mánuði síðar er Beta á ferð inni
í Sagfirði; er að koma ofan úr af-
dalabygð, sem heitir Krákumóar, en
þar var hún að vitja sjúklings. Ung-
ur piltur á að ferja hana yfir langt
vatn og síðan niður eftir á, en það-
an ætlar hún svo gangandi niður að
sjó. Þetta eru um 30 kílómetrar en
Beta hlakkar til ferðarinnar, veðrið
er ágætt og svo er svo fallegt þarna
niður dalinn. Beggja megin árinn-
ar er þétt skógarkjarr og hlíðarn-
ar eru klæddar lyngi og mosa; þarna
er guðdómlegt litskrúð, svo að Beta
situr hljóð og hugfangin af allri
fegurðinni; — en jafnframt gerir
hún sér grein fyrir, hvernig þarna
muni líta út að vetrarlagi, hún situr
og hugsar um hvernig fólkið í þess-
um afdal fari að draga að sér varn-
ing og sjávarföng þann tíma ársins,
sem vatnið og áin er undir ísum—
og hún hugsar um hve ömurlegt það
sé að verða veikur hér á þessum
slóðum ef á bráðri læknishjálp þurfi
aö halda; það geta liðið margir dag-
ar þangað til næst í læknirinn, sem
er 120—-130 kílómetra undan, og
leiðin sumpart um sjó og sumpart
yfir fjöll og vegleysur. Þetta er
ekki eina bygðarlagið sem svona er
ásatt um; í Norður-Noregi eru
hundruð svona bygða og Betu
hjúkrunarkonu skilst nú hve afar
nauðsynlegt sé það starf Rauða-
krossins að vinna að því að fá flug-
vél til sjúkraflutninga þarna norð-
urfrá. “Eftir hálftima komum við
niður að fossi,” segir drengurinn,
sem situr undir árum, “og þá verð-
um við 'að fara í land og ganga nið-
ur fyrir fossinn og taka þar annan
bát.”
Alt í einu kemur Beta auga á stór-
an hreindýrahóp á beit uppi í hlíð-
inni.
“Það er Kári Fikke, sem beitir
hreindýrunum sínum hérna upp-
frá,” segir pilturinn og þau sitja
bæði og horfa upp í hlíðarnar. Þetta
er sægur af hreindýrum, mörg
hundruð í Iiverjum hóp og hún
kemur sífelt auga á fleiri og fleiri
hópa.
“Kári Fikke á mikið af hrein,”
segir pilturinn brosandi. “Hann á
yfir tvö þúsund—eins mörg og bur-
geisarnir Svíþjóðar megin.”
“Það hlýtur að vera dugnaðar-
maður, þessi Kári Fikke,” segir
hún. “En hvað gerir hann eigin-
Iega við öll þessi hreindýr?”
“Hann slátrar þeim haust og vor
og selur. Hann græðir ekki smá-
'ræði, karlinn sá.”
"Það hlýtur að vera mikil vinna,
að snúast kringum þennan fjölda,”
segir hún.
“Nei,” svarar drengurinn, “þeir
hafa hunda til aö senda fyrir þá.”
Og svo segir hann henni frá hvernig
dýrin séu mörkuð, hvernig þeim se
smalað og er að skotra augunum
upp i hliðina við og við, en þá fer
báturinn alt i einu að steypa stömp-
um, eins og í ölduróti.—Þau eru
komin niður í hávaðana fyrir ofan
fossinn. Hafa róið of langt. Pilt-
urinn stingur við eins og hann get-
ur og reynir að láta bátinn reka upp
að landinu, en straumurinn er of
sterkur, hann slær bátnum flötum
og ber hann upþ á flúðir og steina.
Vatnið fossar og bullar í kringum
þau og skamt fyrir neðan sér á úð-
ann upp frá fossinum—og niðurinn
verður sterkari.
Systir Beta þrífur í örvæntingu í
árarnar og ætlar að hjálpa, en það er
árangurslaust, þau ráða ekkert við
bátinn og hann rekur á fleygiferð
niður strenginn í miðri ánni og rekst
loks aftur á stein, svo hastarlega að
þau detta bæði kylliflöt, báturinn
staðnæmist þarna um augnablik, en
mun svo taka á rás aftur og ofan
fossinn. Það er dauðinn. Beta
hrópar hátt í örvæntingu sinni,
henni skilst nú alt j einu að dauðinn
er óumflýjanlegur—það eru aðeins
hundrað faðmar fram á fossbrún-
ina, stutt mínúta er eftir að landa-
mærum dauðans.
Þá heyra þau alt í einu hróp yfir-
gnæfa niðinn í fossinum. Á árbakk-
anum stendur maður í appakufli.
Það er Kári Fikke. Tjaldið hans
stendur þarna uppi í brekkunni og
hann hefir farið niður að ánni til
að veiða silung. Hann reynir að
kasta slöngvisnöru til þeirra, en
kjarrið á bak við hann er svo nærri,
að hann getur ekki reitt til. Hann
gefur sér ekki tima til að leita að
betri stað á bakkanum, en bindur í
snatri vaðsendanum utan urn granna
viðarhríslu og hleypur út í ána.
Þarna stendur hann í vatni upp í
mitti, heldur sér fast í endann, sem
hann hefir fest, til þess að láta
strauminn ekki taka sig og sveiflar
svo vaðnum aftur og kastar. Færi-
lykkjan hittir bátinn og rennur að
hníflinum — það stríkkar á vaðn-
um er báturinn fjarlægist, en loks
stendur báturinn kyr og heggur í
strengnum, vaðurinn heldur honum
föstum, svo hann kemst ekki lengra.
En jafnframt því að strikkað hef-
ir á hefir Kári Fikke færst nokkur
skref utar i ána, dýpið verður of
mikið og hann missir fótanna og
straumurinn ber hann með sér, en
hann heldur fast i vaðinn — hann
brosir til hinna tveggja í bátnum um
leið og hann reynir að fara að draga
sig til lands á vaðnum. Þá sér hann
alt í einu að víðistofninn, sem hann
hefir fest vaðinn i, gefur eftir;
hann bognar, börkurinn flagnar af
—vaðurinn rennur til og missir
haldsins meir og meir .... Hann
þorir ekki að hreyfa sig, því honum
er ljóst, að það mæðir og -mikill
þungi á grönnum víðirnum — það
þarf ekki nema að kippa í, og þá
skreppur vaðurinn af, eða víðirinn
slitnar upp með rótum.
Hann reynir, sem varlegast að ná
niðri og fóta sig en straumurinn er
of stríður og hann verður að hætta
við það. Hann kallar til þeirra
tveggja, sem í bátnum eru, að bíða
róleg átekta, en jafnframt sér hann
að vonlaust er um björgun; ef hann
á að bjarga sjálfum sér verður hann
að skera á vaðinn neðan við sig og
láta bátinn fara í fossinn.
Hann dregur hnífinn úr skeið-
um, snýr sér upp í strauminn ....
lítur niður eftir. Þar stendur hún
. . . hún . . . hún, sem hann hefir
verið að hugsa um á hverjum ein-
asta degi,- sem hann hefir dreymt
um mánuðum saman, hún konan,
sem hann elskar .... En hún veit
ekkert, veit ekki að hann elskar
hana, og skilur ekki, að nú hafa ör-
lögin hagað því svo, að annaðhvort
þeirra hlýtur að deyja—skilur ekki
að veikur víðir á bakka sjóðandi og
æðandi árinnar hótar aö missa vað-
inn, ef ekki verði létt á takinu.
Það er auðséð, að vaðurinn hlýtur
að losna, átakið er of mikið. Nú
er engan tíma að missa. Hann f leyg-
ir hnífnum, kallar til þeirra, að þau
skuli ekki hreyfa sig í bátnum og
láta liann sjálfráðan, þvi að þá inuni
straumurinn bera hann upp að bakk-
anum. Svo sleppir hann vaðnum og
það slaknar nokkuð á honum og víð-
irinn réttir úr sér.
Hann hverfur og þau sjá hann
ekki aftur fyr en honum skýtur upp
rétt fyrir neöan bátinn, svo hverfur
hann aftur, straumurinn heldur hon-
um í kafi og ber hann óðfluga nið-
ur strenginn og fram af fossbrún-
inni.
Víðirinn misti ekki vaðsins, það
fór eins og Kári hafði haldið, að
það leið talsverður tími þangað til
báturinn var kominn að landi og
svo var seinfarið niður urðin í
brekkunni framhjá fossinum og hver
torfæran tók við af annari. Þau
voru rifin og blóðug þá loks þau
komu niður fyrir fossinn.
Skamt fyrir neöan hann, neðst í
iðukastinu fyrir neðan hylinn, komu
þau auga á flykki, sem hafði rekið
upp á stein skámt frá bakkanum.
Það var Kári Fikke.
Þeim tókst með erfiðismunum að
koma honum á þurt.
Hann var allur skaðsemdur og
eins og nár. Þau lögðu hann á bakk-
ann og Beta systir hagræddi honum
og gerði á honum lífgunartilraunir.
Hún sendi drenginn niður í bygð,
en það voru um tíu kílómetrar til
næsta bæjar, að ná í hjálp og senda
menn eftir lækni.
Nærfelt fjórar stundir liðu þang-
aÖ til menn komu neðan af bæjun-
um. Þeir voru þrír saman.
Kári Fikke var enn meðvitundar-
laus. Beta systir fann að hann hafði
brotnað tvívegis á vinstra læri og
auk þess voru mörg rifin brotin
vinstra megin—og henni var ljóst,
að það var óhjákvæmilegt að gera á
honum uppskurð, ef viðlit væri að
bjarga lífi hans, því að tvö rifja-
beinin höfðu stungist inn í lungun.
Mennirnir þrir báru hann niður
með ánni og út í bátinn, sem þar
var. Og siðan var róið niður á bæi.
Það var áliðið kvölds, þegar þau
komu til bygða og höfðu búið um
hann í rúmi. Beta systir batt um
fótinn og setti á hann spelkur. Og
þótt hún væri komin að niðurlotum
eftir ferðalagið var ekki við annað
komandi en að hfin vekti yfir hon-
um um nóttina.
Hún gat ekki um annað hugsað
en fórn þá, sem hann hafði fært er
hann varpaði sér út í opinn dauð-
ann til þess að bjarga lífi hennar.
Hún skyldi ekki hvernig á þessu
gat staðið, en komst svo mjög við
af innilegu þakklæti, að hún kraup
á kné við rúmið og bað guðs með
tárvotum augum, að bjarga lifi
hans.
Nóttin var óskiljanlega lengi að
líða. Sjúklingurinn hafði verið með
óráði og verið mjög órólegur um
nóttina en undir morguninn kom á
hanrí værð og hann lá kyr eins o*g
hann svæfi.
Beta systir sat og horfði á hann,
þennan unga, þreklega mann. Ef
læknirinn kæmi núna þegar í stað
mundi hann geta bjargað lífi hans.
Ef flugvél hefði verið til taks mundi
læknirinn hafa getað komið innan
þriggja stunda. En nú mundi hann
þurfa tvo til þrjá daga.
Hann svaf rólega en öðru hverju
brá fyrir krampadráttum í andlitinu
á honum, sem lýsti því hve miklar
þjáningar hann leið.
En alt í einu opnaði hann augun
og horföi á hana og kringum sig í
stofunni.
Beta systir tók um höndina' á
honum — Kári Fikke! kallaði hún.
— Já, svaraði hann hægt og ró-
lega. Röddin var svo eðlileg, að
hún varð forviða, og hún fann að
hann þrýsti fast að höndinni.
— Líður þér betur núna? spurði
hún.
Hann brosti til hennar. Honum
var erfitt um mál, því andardráttur-
inn var stuttur og óreglulegur: —
Vænt þótti mér um að geta kvatt þig
—þig, sem eg elska. Og þegar eg
kem til himnaríkis skal eg biðja fyr-
ir þér, að þú megir ávalt verða
gæfusöm og að starf þitt í þágu
hinna sjúku og bágstöddu megi
blessast og hljóta viðurkenningu.
Svo hneig hann aftur niður á kodd-
ann og sofnaði með veikt bros um
varirnar. Af þeim svefni vaknaði
hann aldrei aftur.
Beta systir losaði varlega höndina
úr taki hans og lagði síðan hendur
hins látna á brjóstið, en tárin
hrundu niður á líkið.
Svo stóð hún upp og gekk hljóð-
lega út úr stofunni.
Tveimur dögum síðar kom lækn-
irinn.
—Fálkinn.
Frá Minneapolis
“Samkoma” er það orð, sem allir
landar hér í bræðraborgunum
Minneapolis og Saint Paul, skilja.
Og þegar eg segi allir, þá meinar
það að allir hinir 253 íslendingar
hér skilja, elska og virða þetta orð
fremur öllu öðru, þó ekkert kunni
þeir apnað í gamla móðurmálinu,
sumir þeirra.
Kemur þetta kannske flatt upp á
margan landann, sem lítið eða ekk-
ert heyrir frá þessum miðdepli
Norðvesturlandsins, en svona er
þaö nú samt. Hér lifa og hrærast,
í þolanlegu ástandi, 246 reglulegir
landar og sjö góðir Islendingar, sem
sé: Copeland, Donehower, Heen,
Ersted, Adler, Rask og Ledding,
sem sækja allar okkar samkomur;
picnics og spilafundi, og sannast á
þessum ágætu félögum okkar, tað
ennþá láta norræn áhrif til sín taka.
Konurnar þeirra eru íslenzkar.
En svo erum við nú dálítið skrítn-
ir, landarnir, hér í þessum bræðra-
borgum Ameríku. Hér er engin ís-
lensk kirkja, ekkert þjóðræknisfé-
lag, ekkert málfundafélag og ekkert
pólitískt blað okkar á meðal til þess
að kljúfa okkur í sundur—og því
ekkert rifrildi; ekkert er til að ríf-
ast um. Hver og einn hefir sína
skoðun í trúmálum, stjórnmálum og
þjóðræknismálum, og við það sit-
ur. Við sættum okkur við slikt.
Þessvegna er hér alt svo hávaðalitið.
En þetta er ekki kvenfólkinu aö
kenna, eins og K.N. komst að orði,
því hér á árunum stofnuðu þær
kvenfélagið “Heklu”, sem er okkar
eini félagskapur hér um slóðir, og
sem hefir aftrað því að við karl-
mennirnir tvistruðumst eins og
sauðir út um hvippinn og hvappinn.
Og þegar eg segi “okkar” félags-
skapur, þá bið eg fyrirgefningar að
eg get ekki að því gert að roðna eins
og svartur hundur þegar eg tileinka
mér og okkur karlmönnunum þenn-
an félagsskap. Við eigum ekkert lof
skilið í þessum línum.
Það er kvenfólkið okkar, sem
hefir haldiö okkur í íslenzku rétt-
inni öll þessi ár með því að hafa hér
árlegar samkomur og annað þess
háttar, okkur til skemtunar og upp-
byggingar, og finst mér það þess
virði að láta þess srna getið áður en
blöðin okkar lognast út af, sem við
þó vonum og viljum að ekki verði,
því vel getur svo farið að einhvern-
tíma verði ruslað hér í gamalli ís-
lenzkri beinahrúgu, og mætti þá
fletta upp í Lögbergi og þeirri
“Kringlóttu” að sjá hvað hér var að
gerast á tuttugustu öldinni.
Markmiö kvenfélagsins er hið
göfugasta, eins og við mátti búast
frá byrjun. Hefir það reynt að
gleðja og græða þá, sem sjúkir hafa
verið, eSa þá, sem hafa átt i bráða-
byrgðar erfiði, og sem sagt, látið
gott eitt af sér leiða. Eru konurnar
hér í bræðraborgunum ekki eftir-
bátar annara íslenzkra kvenna í
þessu efni, og et þá mikið sagt.
Hefi eg ekki ennþá gleymt fallegu
blómunum er þær sendu mér hér á
árunum, þegar eg lá veikur á sjúkra-
húsinu. Get eg vel fundið lyktina af
þeim blómum núna er þeg hripa
þessar línur.
Enginn Islendingur fer þessara
blóma á mis undir slíkum kringum-
stæðum svo framarlega að kven-
fólkið viti um ástæðurnar, og finst
I mér að þær eiga nógu miklar þakkir
j skildar að þessara samkoma sé lítil-
lega getið, sérstaklega þar sem ein
slík samkoma fer nú í hönd þ. 29.
þ. m. að 2922 Cedar Avenue, og
væri það vel farið að landar í nær-
liggjandi héruðum notuðu þann dag
til þess að heimsækja Bræðraborg-
irnar, sem ávalt eru heimsóknarverð-
ar, og slá þannig tvær flugur í einu
höggi!
Samkomurnar okkar eru altaf vel
sóttar; varla að nokkur landi sitji
heima hjá sér það kvöld. En fátt
jafnast þó á við vini okkar, sem
koma frá Minneota og öðrum nær-
liggjandi bæjum á hverja einustu
samkomu, og frá Duluth, Aberdeen
og Watertown hefir okkur verið
heiður sýndur. Er þaö góð sönnun
að ennþá rennur norrænt blóð í æð-
um þeirra, sem leggja það á sig að
keyra 150 til 300 mílur aðeins til
þess að sitja eina kvöldstund með
löndum sinum hér. Eru þetta sér-
staklega kærkomnir gestir, og
hleypa þeir miklu lífi og f jöri í hóp-
inn. Er það þó langt frá þvi að mér
detti i hug að láta það í veðri vaka
að samkomur okkar séu fullkomnar
að öðru leyti en því, að það er á
slíkum samkomum, aö Við finnum
bezt og mest til þess að við erum
Islendingar; að mestu alúðina og
innilegustu vinsemdina er að finna
hjá okkar, eigin ]'>jóðerni; að þar
mætir maður skilningi og samhygð,
mannúð og myndarskap, sem aðrir
þjóðflokkar hér hafa ekki að bjóða
í ríkari mæli.
Og að við fáum að njóta þessar-
ar ánægju einu sinni á ári er ein-
göngu kvenfólkinu að þakka, og því
förum við heim af hverri einustu
samkomu glaöari í bragði og ham-
ingjusamari, þrátt fyrir einstöku
galla á húsnæði eða músík. Við
skiljum þá líka betur en endranær
að án einhvers félagsskapar getur
landinn ekki þrifist. Við verðum að
hafa einhvern félagsskap; við verð-
um að hafa blöð,; við verðum að
vita hver af öðrum. Þessvegna er
vonandi að svo verði búið um hnút-
ana, að viö megum halda áfram að
njóta þessa sambands, og er eg nú
kominn á fremsta hlunn að gefa
ráðleggingar, en sleppi þeim ’þó í
þetta sinn. “Vonin vermir alt.”
Samkomur kvenfélagsins “Hekla”
halda íslendingar í Mfnneapolis og
St. Paul saman. Að koma á ís-
lenzka samkomu er altaf einhvers
virði, sama hvar slik samkoma er.
Að taka i hendina á landanum verm-
ir hjartað meira en nokkuð annað,
og þeir, sem aðeins sitja og rabba
saman virðast hafa eins ánægjulega
stund og hinir, sem taka þátt i dans-
inum, þó flestir fari út á gólfið þeg-
ar rællinn og rúgmjöls-valsinn eru
spilaðir, svo maður sleppi því að
Gústi Rafnson kann ennþá að stýra
“ferhyrnu” og fingrapolka.
Komið því allir á næstu samkomu.
Liðkið tunguna á gamla málinu;
heyriö “Hvað er svo glatt” og “Eld
gamla Isafold” og berjið ykkur á
brjóst og þakkið Guði fyrir að vera
ennþá íslendingar!
G. T. Athelstan.
Ur Stykkishóimi
Úr Stykkishólmi er ritað:
Óskar Clausen á Bryggjum hélt
hér um daginn einkar fróðlegan fyr-
irlestur um upphaf verzlunar í
Stykkishólmi og fyrstu innlendu
kaupmenn hér.
Verzlunin hófst í Stykkishólmi
1596, og varð staðurinn verzlunar-
staður, þegar hinn forni kaupstað-
ur lagðist niður i Nesvogi, en það
varð fyrir þau atvik, að deila varð
um höfnina milli Aldinborgara og
Brimara, sem lauk með því að
Brimarar brendu búðir hinna og
hindruðu þá frá verzlun. Fyrstu
innlendu kaupmenn í Stykkishólmi
eftir að einokun hætti voru þeir
Thorlaciusarfeögar Ólafur og Arni,
án efa merkilegustu menn i íslenzkri
kaupmannastétt, brautryðjendur á
mörgum sviðum. Ólafur Thorlacius
keypti fyrsta þilskipið til Vestf jarða
1806. og var það upphaf þilskipa-
veiða á Vestfjörðum. Hann flutti
fyrstur innlendra manna verkaðan
saltfisk til Spánar, og sigldi sjálfur
skipum sínum beint frá Vestfjörð-:
um til Barcelona fyrir og um alda-
mótin 1800. Árni sonur hans tók
fyrstur íslendinga skipstjórapróf og
var sjálfur í förum mörg ár á segl-
^kipi sinu, sem kallað var Stykkis-
hólms-galeasinn, og hepnuðust ferð-
irnar sérlega vel. Eina ferðina fór
hann voríð 1828 frá Stykkishólmi
til Björgvinjar og sótti timbur í í-
búðarhús sitt, “Norska húsið i
Stykishólmi, sem enn stendur og er
nú 105 ára gamalt. I þessari ferð
var hann nákvæmlega 14 daga,
fram og aftur. Sama daginn og Árni
lagði af staö til Björgvinjar, fór
Bjarni nokkur í Ásgarði á tirónu
skipi úr Stykkishólmi undir jökul,
að sækja skreið. Þeir komu báðir
sama daginn aftur, Árni með skip
sitt hlaðið timbri í mið möstur frá
Björgvin, en Bjarni með háfermi af
harðfiski utan frá Sandi.
—Alþbl.
Ný fóðutegund
Crest Wheat Grass, sem hefir
verið framleitt undir umsjón og
fyrirsögn Dr. L. E. Kirk, sem áður
starfaði við búnaðardeild háskól-
ans í Saskatchewan, en nú í Ottawa,
hefir reynst ágætlega, bæði hvaö
snertir bithaga og slægjulönd. Nú
er útsæði fyrir þessa ágætu fóður-
tegund til sölu i fyrsta sinn. Vegna
þess hvað þessi fóðurtegund þolir
vel þurk og vex yfirleitt vel hvernig
sem viðrar, þá er búist við að hún
bæti úr þeim íóðurskorti, sem
stundum á sér stað í Vestur-Canada.
Þegar það er notað í bithaga, þá er
það bezt haust og vor og skepnun-
um þykir það mjög gott.
I vöruskrá A. E. McKenzie Co.
Ltd., Brandon, fyrir árið 1933, er
Dr. Kirk gefin verðug viðurkenn-
ing fyrir það þarfa verk, sem hann
hefir hér unnið.
McKenzie hefir nú líka í fyrsta
sinn á boöstólum endurbætt Sand
Cherry, ágætan ávöxt, sem vex vel
í jarðvegi Vesturlandsins og lofts-
lagi. Þessi ávöxtur er hentugur til
bakninga og bætir úr þörf á inn-
lendum ávöxtum.
Hin nýja bók McKenzie gefur
ntikilsverðar upplýsingar um The
World’s Grain Exhibition and Con-
ference, sem haldinn verður í
Regina 24. júlí til 5. ágúst í sumar.
Um hana eru nokkrar blaðsíður í
bókinni og verðlauna samkepni í
sambandi við hana.