Lögberg - 22.06.1933, Síða 3

Lögberg - 22.06.1933, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚNÍ, 1933 Bls. 3 Solskin - Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Jerome greip ósjálfrátt upp í andlitið á sér. Ilann strauk liendinni vfir ljóta örið á kinninni 0g virtist liugsa; en svo lét hann alt í einu hendina síga. “Séð og heyrt!” tautaði hann. “Þér hafið átt heima héma í húsinu, ungi Ralph, í all- mörg ár, án þess að sjá það, sem fram fór rétt fyrir augunum á yður, og eg þori að sverja, að yður grunar ekki hið allra minsta enn þann dag í dag. En eg hefi liaft augun hjá mér. Eg hefi haft opin augun, og eg veit, livað gamli maðurinn—frændi lyðar—hafði fyrir stafni. Það voru peningarnir yðar og hennar systur yðar, sem hann lifði á. Það var réttmætur arfur yðar og ungfrú MaríU, —sem hann lifði á og hélt öllu hér í veltunni með. Sjálfur átti hann ekki svo mikið sem túskilding, en hann notaði eignir ykkar syst- kinanna, án þess að gera sér nokkra grillu út af því. Það voru einkum hennar peningar, sem liann sóaði af—” Jerome þagnaði aJlra snöggvast og leit framan í unga manninn, eins og til að grenslast eftir, hvaða áhrif þetta hefði á hann. Belmont stóð kyr og horfði á liann. Það voru að vísu ný tíðindi,' sem Jerome var að segja honum, en lionum fanst það samt sem áður jafu ómerkilegt og lítilsvirði, eins og alt annað.—“Frændi yðar liefði getað greitt yður peningana yðar, ef liann liefði tekið ríflega upphæð af heunar fé,” sagði Jerome. “Það var það, sem olli öllu saman. Austery gamli Barling komst í hann krappann, þá er ungfrú María tilkynti iionum, að hún liefði trúlofað sig og ætlaði að giftast Artliur Jamieson. Þér skiljið það sjálfsagt—ef svo færi, að ungfrú María gifti sig, þá varð Austery Barling, sem frændi hennar og f járráðamaður, að gera reiknings- skil fyrir peningum liennar. Og það gat hann ekki, nema því aðeins að hann játaði, að hann iiefði eytt peningunum. Það hcfði orðið tugt- hússök fyrir hann. Þess vegna hafði frænda yðar dottið það snjallræði í liug, að giftast sjálfur frænku sinni.” “Hver—frændi minn—Barling! ’ ’ hrópaði Belmont, steinhissa. ‘ ‘ Gamli maðurinn—<hann sem var a. m. k. f jörutíu árum eldri en vesl- ings systir mín. Það er alveg ómögulegt! ’ ’ “Það er eins og eg segi,” mælti Jerome. “Annars var Austery Barling ekki frændi yðar, livorki yðar né ungfrú Maríu. Það var aðcins nafn, sem liann liafði tekið sér. Þið voruð ekkert í ætt við hann. Hann vandi ykkur systkinin á að kalla sig frænda, alt frá barnæsku, og þér hafið aldrei spurt hann, hvernig þeirri frændsemi væri háttað. En það var eins og eg segi. Austery Barling heimtaði þáð, að María systir yðar segði Jamieson upp og giftist sér, gamla fjárráða- manninum hennar. Hann hótaði henni. Hann sagðist skyldi drepa hana, ef hún gengi ekki að kröfum hans. Hann vissi, að hann myndi verða dæmdur til fangelsisvistar, ef hann ætti að standa hehni skil á peningum hennar, sem hann hafði nærri því gereytt. Og kvöldið góða var hann og systir yðar hérna í þessu herbergi, en þér voruð uppi á ýðar herbergi. Hann hafði kallað hana á fund sinn, til þess að segja lienni, að hún skyldi láta undan og giftast lionum, en ekki Jamieson. Hún neit- aði því og þá barði hann hana, eins og hann hafði gert svo oft áður. Hann barði liana og varð alveg tryltur af æsingu. Eg sá það og eg hafði gætur á honum úr hiuu herberginu. ’ ’ “Og þér skárust ekki í leikinn?” mælti Belmont nötrandi af braéði. Jerome ypti öxlum. “Eg var aðeins þjónn hans. Mér kom þetta ekkert við, og eg gat ekkert verið að leggja mig fram í þetta. Og svo—” Hann þagnaði alt í einu. ‘fVið skulum heldur fara aftur inn í herbergið mitt,” tautaði hann. “Það er svo hráslagalegt hérna inni. Það er mygluloft hérna. ” Þeir fóru nú aftur inn í litla herbergið við hliðina á eldhúsinu. Gamli maðurinn gekk á undan með kertið í hendinni og tautaði í sí- fellu við sjálfan sig. “Úr því þér eruð kominn lieim aftur, ungi Ralph,” sagði liann, “þá verðið þér tekinn fastur og yfirheyrður, og svo verðið þér hengdur einn góðan veðurdag. ’ ’ “Því býst eg við,” mælti Belmont rólega. “Og þér hafið ekkert á móti því—að því er virðist?” ‘ ‘ Eg er nærri því búinn að sætta mig við þá tilhugsun seinustu mánuðina,” mælti Bel- mont. • “Og þér ætlið að taka á yður sökina fyrir þetta—labba í fangelsi, láta dæma yður og hengja fyrir það, sem þér hafið alls 'ekki gert?” ‘ ‘ Já, það hefi eg hugsað mér. Eg ásetti mér það sama kvöldið. Eg hefi aldrei séð eftir því.” “Þér eruð ljóti grasasninn!” sagði Jerome stuttur í spuna. Belmont ypti öxlum og brosti. Hann settist á stól rétt framan við aringlæðurnar. og lét hökuna síga ofan á bringuna. Hann hafði nú fengið margt að hugsa um, og honum var það ljóst, að hann hafði ekki löngum tíma úr að spila. Það gat ekki oltið nema á fáeinum klukkustundum, að koma hans hingað til sveitarinnar fréttist—Uerome mundi sjá um það—og þó átti hann ýmislegt ógert enn. Nú hafði hann komist að öllu því, er hann þurfti að vita. Jamieson hafði svikið Maríu. Fórn hahs hafði því verið til einkis—nei, ekki þó alveg. Til þessa hafði enginn grunað Maríu um glæpinn, og Belmont ætlaði að sjá um, að lienni yrði ekki blandað inn í málið. “Ræfillinn,” tautaði liann fyrir munni sér. “Bannsettur sæfillinn að skilja hana eftir á •þennan hátt.. Það er gremjulegt að hugsa sér, að karlmaður skuli geta farið svóna skamm- arlega að ráði sínu. Honum þykir ekkert vænt um hana, það er svo sem auðséð. Hefði hon- um þótt virkilega vænt um liana, þá hefði hann staðið yið hlið liennar, hvað sem á hefði dunið.” “Viljið þér ná tali af systur yðar?” spurði Jerome. “Eg veit ekki almennilega. Eg held ekki, að það sé til neins. Hvaða gleði gæti hún haft af því? Eg má ekki taka neitt tillit til minna eigin óska. Mig langar mjög til að sjá hana, en eg lield, að henni sé það fyrir beztu, að eg hitti hana ekki. Eg er hræddur um, að það yrði aðeins til að ýfa harma hennar.” “Auðvitað mælti Jerome. Hann sat fyrir aftan Belmont 0g horfði á bakið á honum og brosti kuldalega. Hvaða gagn væri svo sem í því? Látið hana bara í friði.” “Já, það er eflaust réttast—það segið þér alveg satt,” tautaði Belmont. Ofurlítinn blár logi teygði sig upp úr glóðinni á arninum, og Belmont laut ínður og skaraði í hálfkulnuðum glóðunum. Honum var hrollkalt, og hann var alveg gegnblautur eftir rigninguna. Er hann laut niður að eldinum, rak hann augun í liálf- brunnið blað, sem lá í stónni. Það var líkast því, að það væri sendibréf. Belmont tók það upp, um leið og hann skaraði í glóðunum.— Hann þekti þegar rithöndina. Það var skrift Arthurs Jamieson. Þetta var liálf- brunnið umslag. Frímerldð og pósstimpillinn var Howbridge, Norfolk, Etagland, og dag- setningin var aðeins fárra daga gömul. Hann tók umslagið gætilega upp og las þetta: .. rome . . Shuttlefields pr. Barbridge. Jú, þetta var hönd Arthurs Jamieson, það þorði hann að sverja. Hann þekti liana svo vel. Ritliönd hans var svo sérkennileg að eigi var um að villast. “Jæja, svo Arthur Jamieson er í Suður- Afríku?” sagði Belmont upphátt og snéri sér að manninum, sem sat fyrir aftan hann. “Já, hann er það. Hann fór þangað skömmu eftir að þetta skeði, og liann ætlar sér að vera þar. Hann kemur ekki framar til Englands.” “Vitið þér það svo ákveðið?” “Eg veit aðeins það, sem alkunnugt er,” svaraði Jerome. “Það er alkunnugt, að liann er farinn. Hann er alveg hættur að hugsa um að giftast ungfú Maríu.” “Þér hafið ef til vill heyrt eittlivað frá lionum, úr því yður er þetta svo kunnugt. Þér liafið ef til vill fengið bréf frá lionum— nýlega?” “Eg? Eg hefi aldrei á æfi minni fengið bréf frá honum. Hversvegna ætti hann svo sem að skrifa mér? Eg hefi í mesta lagi tal- að við hann tíu orð á æfinni.” Belmont sat og starfi í hálfbrunna blaðið í lófa sínum. Og honum var nú ljóst það tvent, að Artliur Jamieson var framvegis í Eng- landi og að liann stóð í bréfaskiftum við Jer- ome. Karlinn skrökvaði því. Hversvegna? Hversvegna var Jerome að skrökva?” hugs- aði Belmont með sjálfum sér. “Eg er búinn að hugsa mig um,” mælti Belmont alt í einu. ‘ ‘ Eg ætla samt sem áður að hafa tal af systur minni, áður en eg . . . . áður en eg fer.” “Látið þér það lieldur vera,” mælti Jer- ome með ákafa. “Það er eintóm heimska úr yður. Látið hana vera í friði. Til hvers ætli það sé, að þér hafið tal af henni? Það leiðir ekkert gott af því. ” “Eg vil samt hafa tal af henni, segið mér livar hún á heima. Þér vitið heimilisfang hennar.” “Þér eigið á hættu, að þér þekkist, ungi Ralph,” mælti Jerome þvergirðingslega. “Og ef þér þekkist, verðið þér tekinn fastur. Nei, takið heldur ráð mitt 0g laumist á stað héðan. Ef þér eruð í peningavandræðum, skal eg lilaupa ofurlítið undir bagga með yður. Eg hefi nurl^ð saman fáeinum skildingum.” ‘ ‘ Það er ólíkt yður að vera svona greiðvik- inn, Jerome,” mælti Belmont. “Eg get ekki liugsað til þess að þiggja greiða af yður. Hvernig stendur á því, að þér verðið alt í einu svona vingjarnlegur?” “Þér ættuð að liugsa til systur yðar,” mælti Jerome með sama ákafanum. “Nú skal eg segja yður nokkuð. Eg skal fara til hennar og búa hana undir komu yðar og segja henni, að þér séuð kominn hingað, ef þér eruð alveg staðráðinn í að hafa tal af henni. Mér finst a. m. k., að þér eigið að sýna henni nærgætni. Henni gæti meira að segja orðið dauðilt við, ef hún sæi yður alt í einu, án þess að hafa hugmynd um, að þér séuð á lífi.” Belmont liikaði allra snöggvast. Hann las ákafann út úr andliti gamla mannsins. Hon- um var ekki fyllilega ljóst, af hverju þessi ákafi stafaði. “Hverju stingið þér þá upp á?” “Eg legg til að eg fari þangiað á undan. Hún býr alein. Eg vek hana—liún getur varla orðið mjög skelkuð við að heyra röddina mína —og svo segi eg henni gætilega, að þér séuð kominn heim aftur. Og þegar hún er búin að átta sig á þessu, þá kem eg aftur og sa-ki yð- ur, þér ratið hvort sem er ekki þangað sjálf- ur.” “Jæja, eins og þér viljið!” Belmont teygði frá sér fæturnar og hallaði sér aftur á bak í stólnym. Honum þótti ekkert að því að vera einsamall stundarkorn. Hann var þreyttur og hann þurfti að jafna sig áður en hann liefði tal af systur sinni. Það var ekki auðvelt málefni né einfalt, er hann hafði með hönd- um. Jerome kinkaði kolli og flýtti sér af stað. Hann gaf sér ekki einu sinni stundir til að fara í frakka né láta á sig hattinn. Belmont athugaði nú brenda bréfið nánara í kertaljósinu. Howbridge-stimpillinn var skýr og greinilegur með dagsetningunni inni í miðjum hringnum. Bréfið var tveggja daga gamalt. Hvað skyldi annars hafa staðið í þessu bréfi Jamieson til Jerome gamla? Um livað voru þeir að skrifast á? Það var eitt- hvað launungarmál. Það var ekki góðs viti, að Jerome þverneitaði að hann hefði fengið nokkurt bréf frá Jamieson. Jerqme var þorp- ari, samvizkulaus náungi. Hann hafði alt af verið undirförull og illgjarn maður, og hon- um hafði verið einkennilega illa við þau syst- kinin, Belmont og Maríu. Hvað var það, sem lá á bak við þetta? Ef til vill gat María leysf úr því. Og vissi hún eitthvað um þetta, myndi hún trúa honum fyrir því. En hvað var ann- ars að fást um þetta? Hið eina, sem var nokk- urs virði, það var hamingja Maríu. Hana gæti hann ekki trygt henni, ef svo væri í raun og veru, að Jamieson hefði brugðist henni. Hið einasta, er hann gat fyrir liana gert, var að fórna sjálfum sér—og það ætlaði hann að gera. Og það var eflaust bezta—og einasta— úrræðið, með tilliti til Elsu. Við það myndi hún verða frjáls á ný. Elsa—Elsa—Belmont varpaði öndinni þungt og studdi höfði í hend- ur sér. En hve Jerome var lengi í burtu. Hann gat þó ekki verið svona lengi þennan stutta spöl ofan í þorpið, sem var örskamt undan. Hann sat svona álútur og starði inn í arin- glæðumar. Nú heyrði hann þrusk að baki sér. Það var Jerome, sem var að koma. Belmont leit við og stökk svo alt í einu upp frá stólnum. 1 opnum dyrunum stóðu þrír menn. Einn þeirra var Jerome, annar lögregluþjónninn í þorpinu, og sá þriðji var ókunnugur. “Þarna hafið þið hann!” sagði Jerome. '“Þarna lékstu samt á mig, Jerome,” mælti Belmont. “Eg mátti búast við því. En' það hefði nú samt ekki verið nauðsynlegt fyrir þig.” Lögregluþjónninn hikaði ofurlítið, en gekk svo nær. Hann leit gaumgæfilega framan í Belmont. “Jú, eg er Ralpli Belmont, hr. lögreglu- þjónn,” mælti Belmont. “Eg er sá, sem þér leitið að. Morðingi Austery Barlings! Eg er hér til taks fyrir yður. ’ ’ (Framh.) ^ PROFESSIONAL CAPDN g: DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og’ Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offlce tlmar 2-í Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Símið oantanir yðar Roberts Drug Stores Limited ÁbyggUegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 H. A. BERGMAN, K.C. talenxkur löofræBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 96 062 og 39 048 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norinan Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 645 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lalenzkir löofræðingar 326 MAIN ST. (á öðru gölfi) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimll og er þar að hltta fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PL.ACE Winnlpeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sími 22 296 Helmilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. lalenekur löotrœOlngur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aB hitta kL 10-12 f. h. of 2-6 e. h. Heimili: 63^ McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 DR. A. V. JOHNSON talenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Simi 96 210 Helmilis 38 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). ialenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Helmasiml 71 761 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur ötbúnaöur sá. beiti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi 601 562 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St., gegnt City Hall Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Bullding Stundar sérstakíega kvenna og barna sjúkdöma. Er (aB hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR 8T. Slmi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnlpeg Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér a8 ávaxta sparifé fólks. Selur elds&byrgB og bif- reiöa ábyrgBlr. Skriflegum fyrir- spurnum svaraB samstundis. Skrifst.s. 96 757—Helmas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. lalenzkur lögfrœOlngur Residence Phone 24 20Í 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson Viðtalstlmi 3—6 e. h. 632 SHERBURN ST.—Simi 30 877 G. W. MAGNUSSON NuddlœknW 41 FURBY STREET Phone 3$137 SimiB og semjlB um samt&lstlma J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af ÖUu tagi. i tkone 94 221 ✓

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.