Lögberg - 22.06.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.06.1933, Blaðsíða 6
Bis r> LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JÚNÍ, 1933 Pollyanna þroskaát Eftir ELEANOR H. PORTER »----------—---------------—---- En eg skal segja þér rétt í alvöru, Della mín, aÖ hún er alveg ófær. Hún er nú hálf vilt, fyrst og fremst, út af því, hvað húsið sé fallegt. Strax fyrsta daginn lét hún mig sýna sór hvert einasta herbergi í húsinu og hún ætlaði aldrei að hætta að dáðst að því hvað húsið og alt sem í því er, væri fjarskalega fallegt, jafnvel enn fallegra heldur en hjá John Pendleton, hver sem hann kann að vera, einhver í Beldingsville, að mér skilst. En hver sem hann er, þá er hann víst enginn sérstakur vinur kvenfélagsins, eftir því sem Pollyanna segist frá. En það var ekki nóg að láta mig hlaupa með sér um alt húsið, úr einu herbergi í ann- að og sýna sér alla skapaða hluti. Hún.sá í einu herberginu, fallegaii, ljósleitan kjól, sem eg hafði ekki verið í árum saman, og hún bað mig að fara í hann og eg gerði þetta. Eg veit ekki hvernig í ósköpunum á því stóð, að eg skyldi láta þetta eftir henni, eg bara gat ekki annað. En þetta var nú bara byrjunin, því hún bað mig að lofa sér að sjá alt, sem eg á af fötum, og það var svo óendanlega skrítið, þegar hún var að segja frá þeim fötum, sem hún hefði sjálf verið látin nota stundum, að eg gat ekki að mér gert að lilæja, en þó var ekki fjarri mér að gráta þegar eg hugsaði til þess, að vesalings krakkinn hefði orðið að vera í þess- um tuskum. Hún talaði svo mikið um tvo eða þrjá hringi, sem eg brúka', að eg fór til og sýndi henni alt mitt gullstáss, rétt til að vita hvernig henni yrði við. 0g eg skal segja þér, Della, að eg hélt að hún ætlaði alveg að ganga af göflunum. Hún lét á mig alla þessa dýr- gripi, sem eg á til í eigu minni, og svo sat eg þarna eins og Hindúa-göð og hún fór að dansa fyrir framan mig og syngja ög hún klappaði saman höndunum af gleði. Hún gerði ósköpin öll úr því hvað eg væri falleg með alt þetta stáss og sagði að sig langaði ó- sköp til að allir gætu séð mig svona, því það væri svo fjarskalega falleg sjón. Eg ætlaöi rétt að fara að spyrja liana, því hún léti svona, þegar hún alt í einu settist á gólfið og fór að gráta. Og út af hverju held- urðu að hún'hafi farið að gráta? Þáð var út af gleðinni yfir því, að Guð hefði gefið sér sjónina, svo hún gæti séð það sem fallegt er. Hvað heldurðu annars um þessi ósköp ? En það er ekki alt komið enn. Þetta er nú bara byrjunin. Pollyanna hefir verið hér bara fjóra daga, en samt er hún orðin kunnug mörgum og allir, sem hún héfir kynst eru vinir hennar. Hún er komin í mesta vjnfengi við manninn sem kemur til að taka ruslið frá húsinu og við lögregluþjóninn, sem er hér á þessu svæði og við blaðadrenginn, að eg nú ekld tali um alt vinnufólkið í húsinu. Það lítur helzt út fyrir að það geti ekki um annað hugsað en hana. En fyrir alla muni hugsaðu ekki að eg geri það, því það liggur ekki nærri. Eg mundi senda telpuna stax aftur til þín, ef ekki væri fyrir það, að eg verð að telja það skyldu mína að hafa hana í vetur, fyrst eg var nógu heimsk til að lofa því. Að hún verði til þess að hjálpa mér að gleyma Jamie og sorgum mínum, kemur ekki til nokkurra mála. Vera hennar hér verður aðeins til þess, að eg finn enn sárar til harma minna heldur en áð- ur, þar sem eg hefi hana, en ekki hann. En eins og eg hefi sagt, þá skal eg hafa hana í vetur, ef hún bara fer ekki að prédika fyrir mér. En geri hún það, sendi eg hana strax til þín. Bn hún hefir ekki byrjað á því enn. þín elskandi systir, Ruth. “Hefir ekki prédikað fyrir henni enn, það er nú gott og blessað! ’ ’ sagði Della Wetherby við sjálfa sig um leið og hún braut saman þéttskrifaða bréfið frá systur sinni. “En blessuð vertu Ruth mín góð, en samt hefir þú látið það eftir henni að opna fyrir henni öll herbergi í húsinu og þú hefir sýnt henni alla þína skrautgripi, þó hún sé ekki búin að vera hjá þér í viku. En hún hefir ekki pré- dikað, ja, nei, nein, hún hefir ekki prédikað!” IV. KAPÍTULl. I Boston var margt að sjá og heyra sem var alveg nýtt fyrir Pollyanna. Em þeir, sem henni kyntust þeir kyntust líka nokkru, sem þeir höfðu ekki þekt áður. Pollyanna sagði að sér líkaði Boston, en heldur hefði hún viljað að borgin væri ekki svona stór. “Þér skiljið það,” sagði hún við Mrs. Carew, daginn eftir að hún kom, “að mig langar til að sjá og þekkja alla borgina, eíi mér er það ómögulegt. Það er eins og mat- urinn hjá Polly frænku, þegar liún hefir gesti. Þar er svo margt að eta, að maður veit ekki hvað af því maður á að eta, og etur svo ekki. Maður er bara að hugsa um hvað af því mað- ur á helst að taka. Auðvitað getur maður látið sér þykja vœnt um þegar mikið er til af því sem gott er. Eg á ekki við meðul eða jarðarfair. En eg var oft að hugsa um að þetta væri betra minna og jafnara hjá frænku minni, því stundum var ekkert sælgæti á þorðinu. Mér finst eitthvað iíkt þessu með Boston. Eg vildi eg gæti tekiö part af borg- inni heim með sér til Beldingsville, svo eg hefði eitthvað nýtt að ákoða næsta sumar, en eg get það náttúrlega ekki. Borgir eru ekki eins og sætar kökur, sem er hægt að flytja til og geyma, en svo geymast þær nú ekki sér- lega vel heldur, eg hefi reynt það stundum. Maður verður að njóta þess, sem gott er meðan það er gott og meðan maður getur not- ið þess. Eg vil því reyna að sjá alt, sem eg get meðan eg er hér. ” Mörgu fólki finst að ef það á að geta séð veröldina, þá verði það að byrja á þeim stað, sem fjarstur er, en Pollyanna hugsaði sér, að bezti vegurinn til að sjá Boston væri að kynnast sínu eigin nágrenni, þessu fallega stræti, þar sem hún nú ætti heima. Meðfram sínu skólaverki hafði hún nóg aö gera við það fyrstu dagana. Það var svo óttalega margt að sjá og margt að læra, og henni fanst alt svo merkilegt og fallegt, alt frá litla takkan- um, sem gerði herbergið albjart, ef stutt var á liann og til samkvæmissalsins, með öllu því 'mikla skrauti, sem þar var að sjá. Þarna var líka svo margt skemtilegt fólk, sem hún vildi kynnast. Auk Mrs. Carew sjálfrar, var þarna stúlka, sem Mary hét, sem hélt stáss-stofunni hreinni, fór til dyranna þegar hringt var og fylgdi Pollyanna í skólann og sótti hana þang- að á hverjum degi, Bridget, sem hélt alveg til í eldhúsinu og eldaði matinn, Jennie, sem bar á borðið og Perkins, sem var ‘bílstjórinn. Þetta var alt skeintilegasta fólk, en samt svo ólíkt hvað öðru. Pollyanna hafði komið á mánudag, svo ]áað var nærri heil vika þangað til fyrsti sunnu- dagurinn kom. Þann morgun kom hún niður með sólskinsbros á andlitinu. “Mér þykir fjarska vænt um sunnudaginn, ” sagði hún. “Þykir þér það?” sagði Mrs. Carew dauf- lega, eins og manneskja, sem ekki þykir vænt um nokkum dag vikunnar. “ Já, vegna kirkj- unnar og sunnudagsskólans. Hvað líkar yður bezt, messan eða sunnudagsskólinn? ’ ’ “Eg veit varla,” sagði Mrs. Carew, sem sjaldan fór til kirkju og aldrei á sunnudags- skóla. “Það er ekki gott að segja,” sagði Polly- anna og var nú alvarleg á svipinn. “En eg skal segja yður að það er vegna föður míns, að mér þykir svo gott að vera í kirkju. Þér vitið að hann var prestur, en hann er nú hjá Guði og móðir mín líka og flest mitt fólk. En eg reyni oft að ímynda mér að hann sé hér og það er aldrei eins hægt eins 0g í kirkjunni þegar presturinn er að prédika. Þá læt eg aftur augun og ímvnda mér að það sé faðir minn sem er í prédikunarstólnum. Þá líður mér svo ósköp vel. Það er svo ósköp gott að geta ímyndað sér að þetta só svona og svona. Einst yður það ekki?” “Ekki er eg nú viss um það, Pollyanna.” ‘ ‘ Hugsið þér yður hvað maður getur ímynd- að sér að margir hlutir séu svo miklu fallegri heldur en þeir í raun og veru eru; þér getið það nú samt kannske ekki, því alt er svo fall- egt og gott sem þér hafið.” Mrs. Carew reyndi aþ segja eitthvað og það var auðséð, að hún var ekki í góðu skapi, en liún komst ekki að, því Pollyanna hélt hiklaust áfram. “Auðvitað hefi eg nú svo miklu meira af því sem er fallegt og gott, heldur en eg hafði áður. En allan tímann, sem eg var veik, mátti eg til að ímynda mér það ðem ekki var í raun og veru, og það geri eg reyndar oft enn, eins og t. d. um föður minn, og nú í dag ætla eg að ímynda mér að það sé hann, sem stendur í prédikunarstólnum og prédikar. Hvenær förum við?” ‘ ‘ Förum ? ’ ’ “Til kirkjunnar, á eg við.” “En, Pollyanna. Eg vil helst ekki—” Mrs. Carew ætlaði að segja, að hún ætlaði ekki að fara í kirkju og að hún gerði það svo sem aldréi. En þar sem Pollyanna stóð fyrir framan hana svo glöð 0g vongóð, þá gat hún ekki fengið sig til að láta hana verða fyrir þeim vonbrigðum, að segja henni að hún gæti ekki fengið að fara til kirkju. “Eg býst við við förum þegar klukkan er svo sem fimtán mínútur eftir tíu, ef við för- um gangandi,” sagði hún næstum liörkulega. “Það er ekki langt þangað.” Það vildi því svo til, að þennan sunnudags- morgun var Mrs. Carew í sæti sínu í kirkj- unni, en þar hafði hún ekki komið í marga mánuði. Þessa stóru og fallegu kirkju hafíSi hún sótt þegar hún var ung og hún tilheyrði henni enn og styrkti hana örlátlega hvað pen- ingaframlög snerti. Það var reglulega yndisleg stund fyrir Pollyanna meðan hún var í kirkjunni þennan sunnudagsmorgun. Þar fór alt saman til að gera guðsþjónustuna tilkomumikla og á- nægjulega, kirkjan sjálf, hljóðfæraslátturinn, söngurinn, sem stór söngflokkur stýrði og prédikun prestsins. Henni fanst svo mikið til um alt þetta, að hún gat ekkert sagt þangað til þær voru nærri komnar heim. “Eg hefi verið að liugsa um það, Mrs. Carew, hvað það er dæmalaust gott, að við þurfum etkki að lifa nema bara einn og einn dag í einu.” Mrs. Carew var ekki í því skapi að hlusta á þetta eða nokkuð af þessu tagi. Henni fanst nógu slæmt að hafa þurft að hlusta á prédik- un í kirkjunni, þó þessi krakki færi nú ebki að prédika yfir sér líka. Þar að auki fanst henni það sem Pollyanna var að segja, vera bara vitléysa, þó Della systir hennar hefði að vísu oft sagt eitthvað þessu* líkt við hana. “ Já, einmitt það,” sagði Mrs. Carew þur- lega. “ Bara liugsið þér yður það, að eg þyrsti að lifa daginn ígær og í dag og á morgun, alla dagana í einu; þá hefði eg mist svo mik- ið. Eu nú hafði eg daginn í gær og daginn í dag og svo enn annan dag á morgun 0g svo næsta sunnudag. Eg skal segja yður, Mrs. Carew, að ef þetta væri ekki sunnudagur, þá s'kyldi eg dansa og syngja og gera mikinn há- vaða. Eg gæti ekki annað, því eg er svo glöð. En nú er sunnudagur, svo eg verð að fara heim, og þá ætla eg að lesa iallegasta sálm- inn, sem til er. Hver sálmurinn er fallegast- ur? Getið þér sagt mér það, Mrs. Carew?” “Nei, það get eg ekki sagt þér,” sagði Mrs. Carew mjög dauflega. Henni fanst það dæma- laus fjarstæða og vitleysa þetta sem Polly- anna hafði verið að segja. Frá hennar sjón- armiði var það ekki gott, að maður þurfti ekki að lifa nema einn dag í einu, vegna þess, að maður tapaði miklu við það, heldur hitt, að maður gæti þá losnað við mótlætið meðan maður svæfi á nóttunni. Morguninn eftir, mánudagsmorguninn, fór Pollyanna ein í skólann í fyrsta sinn. Hún var alveg viss með að rata,, enda var ekki laogt að fara. Henni líkaði að vera í skóla. Þetta var skóli fyrir stúlkur aðeins og líka það var nýjung fyrir Pollyanna og heiini. þótti altaf gaman að reyna eitthvað nýtt og nýtt. Mrs. Carew var þar á móti ekki gefin fyrir nýbreytni, en hún hafði meir en nóg af henni þessa síðustu daga. Fyrir þá sem eru þreytt- ir á lífinu og vilja engar tilþreytingar reyna, er það ekkert þægilegt að hafa einhvern hjá sér, sem altaf er að brjóta upp á einliverju nýju og nýju, og sér gleði og fögnuð í öllum hlutum, sem maður getur með engu móti sjálfur séð. Þetta voru því hálfgerðir kval- ræðisdagar fyrir Mrs. Carew. Ef hún hefði átt að segja hversvegna henni leið nú ver en áður, þá hefði hún naumast getað gefið aðra ástæðu fyrir því en þá, hvað Pollyanna væri glöð, og hún mundi naumast hafa getað feng- ið sig til að segja það við nokkra manneskju. Systur sinni skrifaði hún, að þetta orð, “gleði,” sem nú stöðugt hljómaði í eyrum sér, gerði sér mikla óánægju, og hún vildi lielst aldrei heyra það aftur. Hún tók það fram, að enn hefði Pollyanna ekki reynt að prédika fyrir sér og hún hefði ekki einu sinni reynt að fá sig til að leika þennan leik sinn, sem hún svo kallaði. Enn skildi hún Polly- anna sjálfsagt ekki nærri fulikomlega. Það var í annari viku, sem Pollyanna var hjá Mrs. Carew, að það gekk alveg fram af frúnni einn daginn. Pollyanna var þá, eins og svo oft endranær, að segja henni eitthvað frá kvenfélagskonunum. “Hún var þá að leika leikinn, Mrs. Carew. En þér vitið kannske ebki hvernig hann er. En eg skal segja yður að það er einstaklega fallegur leikur.” Mrs. Carew rétti upp hendina. “Við skulum ekki kæra okur um þetta,” sag'ði liún. “Eg veit alt um þennan leik. Systir mín hefir sagt mér um hann alt sem eg kæri mig um að vita og meira en það. ” “Eg á ekki við að þér leikið þennan leik,” var Pollyanna fljót að segja. “Þér getið það náttúrlega ekki.” “Get eg það ekki?” sagði Mrs. Carew. Henni var ekki ljúft að kannast við að liún gæti þetta ekki. Hún bara vildi það ekki, vegna þess að liún taldi það heimskulegt. “Þér skiljið þetta, Mrs. Carew,” sagði Pollyanna ofboð glaðlega. “Leikurinn er sá að finna eitthvert gleðiefni í öllu sem fyrir kemur, en það kemur ekki til með yður, því þér hafið ekki af heinu að segja öðru en því, sem er hið allra bezta. Þér þurfið ekki að leika þennan leik, eins og þér hljótið að sjá.” Mrs. Carew mislíkaði þetta stórlega og hún sagði kannske meira en liún vildi sagt hafa. “Þetta er ekki rétt hjá þér, stúlka litla,” sagði hún kuldalega. Sannleikurinn er sá, að eg finn aldrei neitt til að gleðjast yfir.” Pollyanna starði á hana og það var svo langt frá, að hún viss hvaðan á sig stóð veðr- ið. “Hvernig stendur á því, Mrs. Carew?” sagði liún loksins. “Hvað er eiginlega til, sem eg gæti glaðst yfir ? ’ ’ spurði hún, og gleymdi því rétt í hráð- ina, að hún ætlaði aldrei að láta Pollyanna kenna sér nokkrar lífsreglur. “Það eru allir skapaðir hlutir,” sagði Pollyanna hálf-hikandi. “Það er nú til dæmir þetta ljómandi fallega hús.” “Það er staður þar sem maður getur etið og sofið, en það gleður mig ekki að eta eða sofa.” “Og svo eru allir þessir dæmalaust fallegu hlutir, sem þér hafið.” “Eg er leið á þeim. ” “Og bíllinn, sem þér getið farið í hvert sem þér viljið. ” “Mig langar ekki til að fara neitt.” 1 ‘ En hugsið þér bara um alla þessa fegurð sem þér eigið kost á að sjá hvert sem þér far- ið og um alt fólkið, sem þér eigið kost á að kynnast.” “Eg hefi ekki skemtun af fólkinu.” Pollyanna vissi ekki hvað hún átti að hugsa eða segja. Þetta gekk alveg fram af henni. “Eg skil ekki þetta, Mrg. Carew,” sagði hún. “Alt annað fólk sem eg hefi þekt, hefir haft við eitthvað að stríða og því verra sem það er, því betra er að koma því út úr huga sínum og finna eitthvað, sem maður getur látið vera sér til gleði. Ef ekkert væri til, som er slæmt, þá Væri þessi leikur ekki til neins.” Mrs. Carew svaraði þessu engu, góða stund. Hún sat í sömu stellingum og horfði út um gluggann. Smátt 0g smátt breyttist ergelsisvipurinn á andliti hehnar í raunasvip. Loks sagði hún með mestu hægð: “Eg hafði ekki ætlað mér að segja þér þetta, Pollyanna, en nú held eg að bezt sé að eg geri það. Eg gleðst, ekki yfir neinu, sem eg hefi. ” Og hún sagtii henni söguna um Jamie, fjögurra ára gamlan dreng, sem fyrir átta árum hefði horfið, rétt eins og jörðin hefði gleypt hann, og ómögulegt væri að fá nokkra vitneskju um hann. “Svo þér hafið aldrei séð hann síðan — hvergi?” sagði Pollyanna með tárin í aug- unum. “Aldrei.” ‘ ‘ En við finnum hann, Mrs. Carew. Eg er viss um að við finnum hann.” Mrs. Carew liristi höfuðið raunalega. “Eg get ekki fundið liann. Eg hefi látið leita að honum allstaðar, líka i. útlöndum.” “Ilann hlýtur að vera einhversstaðar. ” “Það getur verið að hann sé dáinn, Polly- anna.” Pollyanna hljóðaði upp yfir sig. “Nei, nei, Mrs. Carew. Fyrir alla muni segið þér það ekki. Við skulum ímynda okk- ur að hann sé lifandi. Við getum gert það 0g það er betra fyrir okkur að gera það. Og þar sem við getum ímyndað okkur að hann sé lif- andi þá getum við rétt eins vel ímyndað okk- ur að við finnum liann. Það er miklu betra að gera það.” “En eg er hrædd um að liann sé dáinn, Pollyanna,” sagði Mrs. Carew með grátstaf í hálsinum. “En þér vitið það ekki fyrir víst,” sagði litla stúlkan örugglega. “Nei, ekki fyrir víst.” “Þér bara ímyndið yður að hann sé dáinn,” hélt Pollyanna áfram. “Og fyrst þér getið ímvndað yður að hann sé dáinn, þá getið þér líka ímyndað yður að liann sé lifandi og það er miklu betra að gera það. Finst yður það ekki? Eg er alveg viss um að þér finnið hann einhvern daginn. Nú getið þér leikið þennan leik, sem eg hefi verið að tala um. Þér getið verið glaðar á hverjum degi, því með hverj- um degi, sem líður er styttra þangað til þér finnið Jamie. Þér sjáið þetta.” En Mrs. Carew sá þetta ekki. Hún stóð seinlega upp og sagði: “Nei, nei, barnið gott. Þú skilur þetta ekki —þú skilur ekki. Hlauptu nú burt-u og lestu, eða gerðu eitt- hvað annað, hvað sem þú vilt. Mér er ilt í höfðinu og eg ætla að leggjast fyrir.” Pollyahna sýndist vera ósköp alvarleg og raunamædd, þegar hún fór út úr herborginu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.