Lögberg - 14.09.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.09.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. SEPT. 1933 4NÚMER 37 Kveðjumót Síðastl. þriðjudagskveld komu saman milli þrjátíu og fjörutíu íslendingar á Moore’s gildaskála hér í borginni til þess að árna Mr. Finni Johnson, fyrverandi rit- stjóra Lögbergs, góðs brautar- Igengis í tilefni af för hans til íslands eftir fjörutíu ára dvöl vestanhafs. Hr. J. J. Bildfell stýrði kveðju- móti þessu, og lét þess í upphafi getið, að með því að tíminn væri takmarkaður, yrði þeir, er til máls tæki, að vera stuttorðir, og um það var heldur ekki svikist. Eftirgreindir menn fluttu heið- ursgestinum kveðjuorð: Dr. B. J. Brandson, Dr. Björn B. Jónsson, Sig. Júl. Jóhannesson, er jafn- framt las kvæði það, er hér fer á eftir, Árni Eggertson, Einar P. Jónsson, Eggert Fjeldsted, S. W. Melsted, Dr. Thorlákson, Paul Bardal og Hjálmar A. Bergman. Báru tölurnar allar, þó stuttar væri, órækt vitni um hlýhug til heiðursígestsins og virðingu. Mr. Johnson þakkaði með völd- Um orðum sæmd þá og vinsemd, er sér hefði auðsýnd verið með samsætinu, sem og þá gjöf, ferða- tösku, er honum var afhent til minja um heimför hans. Góðhugur fjölda vestrænna vina fylgja hon- um til ættjarðar sinnar. til finns JÓNSSONAR (fyrverandi ritstj. Lögbergs) Heilsaðu dölunum heima!— hvar sem hinn íslenzka dal mynd eða minningar geyma máttugir guðsandar sveima yfir hvern íslenzkan dal. Heilsaðu fjöllunum heima!— hvar sem ’hið íslenzka fjall mynd eða minningar geyma máttulgir guðsandar sveima yfir hvern stöpul og stall. Heilsaðu fólkinu heima!— hvort sem ’hið íslenzka fólk heill eða hörmungar geyma himneskar guðslindir streyma yfir hið íslenzka fólk. Dalirnir, fólkið og fjöllin fylla þinn hugsjóna geim blikandi bláfjalla mjöllin, 'blömin um skrúðdala völlinn, fólkið—alt fagni þér heim. —Sig. Júl. Jóhannesson. Dr. Charcot Til Akureyrar hefir nú um nokk- ur sumur komið hvítt, fagurt segl- skip með frakkneska fánann við hún. Þessu skipi stýrir tígulegur aldraður maður nokkur, hæruskot- inn og fráneygur mjög. Flestir kannast við mannin, en færri vita að ; elta er heimsfrægur maður og hefir reynst íslandi hinn tryggasti vinur. Hann er eins og öll mikil- menni yfirlætislaus, en svo þýð- ingarmiklar hafa rannsóknir hans á straumum og f 1., bæði í Suður- og Norðurhöfum verið, að almælt er að almælt er að Dr. Charcot sé það mjög að þakka, hve giftusamlega för Amundsens tókst til Suður-póls- ins. Dr. Charcot er læknir, en hug- ur hans snerist fljótt til hafrann- sókna og landkannana. Faðir hans var með nafnfrægustu tauga- og geðlæknum heimsins og brautryðj- andi á því sviði. Listelskur var hann nijög og söngvinn. Það má því nærri geta hvert uppeldi þessi mað- ur hefir fengið, enda ber hann þess ljós merki. Svona mönnum eigum viö að taka opnum örmum, og eg veit að það hýrnar yfir fleirum en mér í hvert sinn, sem hvita skipið kemur, því þar vitum við, að vinur er á ferðinni, en þeirra þörfnumst vér mjög, svo litlir og fámennir sem vér erum. Frakkar hafa löngum verið vel séðir hér á landi, og þarf þar eigi annað en minna á Gaimard og hið gullfagra kvæði “Þú stóðst á tindi Heklu hám,” sem Jónas Hallgrímsson orti til hans 1839.— V. St. —íslendingur. JÓN JÚLlUS fœddur 19. júlt, 1858, dáinn 9. september 1933 Síðastliðið laugardagskvöld, lézt að heimili dóttur sinnar hér í borginni, Mrs. B. S. Benson, 757 Home Street, Jón Júlíus, einn úr frumherjahópi íslendinga vestan hafs. Jón heitinn var fæddur á Akureyri við Eyjaf jörð, þann 19. dag júlímánaðar, árið 1858. Foreldri hans voru þau hjónin Jón Jónsson og Þórunn Kristjánsdóttir. Um fermingaraldur fluttist Jón til þeirra Sigfúsar Ólafssonar og Elínar Jónsdóttur á Brekku í Kaupangssveit, er gengu honum í foreldrastað; með þeim fluttist hann svo til þessa lands í stóra hópnum svonefnda, er hingað kom árið 1876; settist Jón þegar að í Winnipeg og átti þar dvöl jafnan síðan. | Árið 1880 kvæntist Jón Júlíus og gekk að eiga eftirlifandi ekkju sína, Sigrúnu Jónínu Jónsdóttur. Voru foreldri henn- ar þau hjónin Jón Þorsteinsson, ættaður af Breiðafirði og Sig- urlaug Sæmundsdóttir, er síðar varð kona Kristjáns Kjerne- sted; var hún föðursystir gáfumannsins víðkunna, Valdimars .Ásmundssonar, ritstjóra Fjallkonunnar. Kom Mrs. Júlíus til þessa lands í sama hópnum og maður hennar. Þeim Jóni heitn- um og konu hans varð fimm barna auðið; dóu tvö þeirra í barnæsku. Sonur, Norman að nafni, lézt 13 ára gamall árið 1909, en Jón Lárus, 21 árs að aldri, mistu þau árið 1913. Ein dóttir er á lífi frú Flora Benson, ekkja eftir Björn S. Benson, lögfræðing, er lézt í Selkirk árið 1918. Hjá þessari ágætu dóttur hafði Jón heitinn átt heima ásamt konu sinni mörg síðari árin og notið hins mesta ástríkis, og þar lokaði dauðinn aug- um hans eftir langa og hamingjusama æfi. Barnabörn Jóns heitins eru þrjú, börn þeirra Mr. og Mrs. B. S. Benson, Norma, Ruth og Barney, öll hin mannvænlegustu. Systkini Jóns, sem lifa hann eru þessi: Kristján Níels skáld að Mountain, N. Dak.; Eleonora Val- gerður, fyrrum forstöðukona á Betel; Steinunn (Mrs. J. A. J. Lindal) í Victoria, B.C., og Rósa Sigríður Þorvaldson á Aukreyri. Jón heitinn Júlíus var glæsimenni í framgöngu og vask- legur að vallarsýn; hann var gleðimaður og fyndinn í viðræðu og tilsvörum. í mörg ár vann hann að vegalagningum, og naut ávalt almennra vinsælda samferðamanna sinna. Hann tók mik- inn og margvíslegan þátt í félagslífi íslendinga hér í borg, ekki hvað sizt kirkjulegri starfsemi og var með þeim fyrstu, er grundvöll lögðu að Fyrsta lúterska söfnuði og taldist til hans til dauðadags. Heimili þeirra Júlíus-hjóna var orðlagt fyrir glaðværð og gestrisni, er margir nutu góðs af, ekki þó sízt þeir, er nýkomnir voru heiman af ættjörðinni og fáa eða enga áttu hér fyrst að. Jarðarför Jóns heitins fór fram frá heimili Mrs. Benson og Fyrstu lútersku kirkju, síðastliðinn þriðjudag. Dr. Björn B. Jónsson flutti húskveðju á heimiiinu og stýrði at- höfninni í kirkjunni, en Séra Rúnólfur Marteinsson flutti þar minningar- og kveðjuræðu. En Mrs. B. H. Olson söng ein- söng, “I’m going Home.” Líkið var ausið moldu í Brookside grafreitnum af Dr. Birni B. Jónssyni. Líkmenn voru þeir S. O. Olafson, Joe Thorgeirsson, Olgeir Frederickson, Júlíus Davíðsson, J. J. Swanson og Gordon Paulson. Útförin fór fram undir umsjá útfararstofu A. S. Bardal. Ur bænum Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 17. sept., og á þeim tíma dags er hér segir: í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h. og í kirkju Gimli- safnaðar kl. 7 að kvöldi.—Til þess er mælst, að fólk fjölmenni. Mr. B. J. Lifmann, sveitaroddviti í Bifröst, var í borginni á mánudag- inn. Til leigu uppbúið herbergi og fæði fyrir einn eða tvo. Heppilegt fyrir nemendur eða kennara. Öll þægindi í húsinu. 922 Sherburn St. Rétt við Sargent Ave.—Sími 26068. Mr. B. Bjarnason, kaupmaður frá Langruth, Man., kom til borgarinn- ar í byrjun vikunnar. I dánarfregn Johns Thordarsonar, hveitikaupmanns er fyrir nokkru lézt í Calgary, hefir sú missögn slæðst inn sökum ófullkomins handrits, að ekkja hans dveldi i Cornvallis, Ore. Það er móðir Johns heitins er heima á í Cornvallis, en ekkja hans býr í Calgary. Mánudagskvöldið 11. þ. m. voru gefin saman i hjónaband Richard L. Vopni og Guðrún Margaret Eyólf- son.—Fór athöfnin fram á heimili foreldra brúðgumans Mr. og Mrs. Jón J. Vopni, að 597 Bannatyne Ave. að viðstöddum all-stórum hóp vina og vandamanna. Vígsluna framkvæmdi dr. Björn B. Jónsson. Mr. Guðm. Fjeldsted, fyrrum þingmaður Gimli-kjördæmis, var staddur í borginni á þriðjudaginn. Til Ágúátar Magnús- sonar að Lundar, Man. á sjötugsafmœli hans. Hún getur þess guðspjallasagan: Er gæzlumenn vöktu’ yfir hjörð leið heilagur andi’ yfir hagann, þar hljómaði: “Friður á jörð !” Frá ljóstungum leiftrandi björtum það ljómaði’ um hlíðar og börð. Sem bergmál í hjarðsveina hjörtum það hljómaði: “Friður á jörð!” Oft sýnir það veraldarsagan hve sál vor er ísræn og hörð og skuggsýnt um hugræna hagann, þar heimtað.er stríð yfir jörð. Um fáeina friðsæla bletti hér forsjónin heldur þó vörð. Ef andi vor heyrnina hvetti, þar heyrðist enn: “Friður á jörð!” Hún kennir það sjötuga sagan hve sigrandi’ er baráttan gjörð ef bjart er um hugræna hagann og hljómar þar: “Friður á jörð!” Sig. Júl. Jóhanneson. Úr Skagafirði er skrifað á þessa leið 24. júli: “. . . . Eg man ekki eftir héraðinu Öllu fegurra yfir að líta, en nú í sumar. Grasið er með mesta móti, ekki einungis þar sem varla kemur fyrir að grasvöxtur bregðist, heldur hvar sem litið er. Heyskapur hefir gengið vel, það sem af er og óþurk- ar ekki orðið að meini. Ef eg væri spurður, hvernig fólk- inu vegnaði nú hér x Skagafirði, rnundi eg svara því, að flestum liði bærilega. Allir hafa nóg að bíta og brenna, sem kallað er, skuldir eru miklar hjá sumum og lítið um pen- inga milli manna. Jafnvel efnuð- ustu bændur kvarta nú um peninga- leysi, þó að þeir hafi nóg af öllu öðru. Það er engu líkara, en að peningarnir sé að hverfa með öllu hér i sveitunum og þykir mörgum skrítið. Okkur er samt sagt, að rniklir peningar séu í umferð, jafn- vel með mesta móti, að því er banka- reikningar herma, en það er áber- andi hér um slóðir, hvað peninga- leysið er mikið og alment. Og ekki held eg, að sparisjóðir hér liggi með peninga, svo að miklu nemi eða venju fremur um þetta leyti árs. Útflutningur í júlí Af verkuðum saltfiski voru flutt út 6,580,830 kg., verð kr. 2,586,320, af óverkuðum salfiski 130,450 kg., verð kl. 61,740, af síld 41,658 tn., verð kl. 688,870, af laxi 18,040 kg., verð kr. 20,270, af lýsi 240,840 kg., verð 122,060, af fiskimjöli 332,400 kg., verð kr. 83,230, af síldarmjöli 1,930,000 kg., verð kr. 346,200, af sundmaga 2,470 kg., verð kr. 3,170, af söltuðum hrognum 1,221 tn., | verð kr. 18,480, af fiskbeinum 796,- 920 kg., verð kr. 75,170, af æðardún 50 kg., verð kr. 1,500, 72 hross, verð kr. 6,630, af ull 162,750 kg., verð kr. 162,980, af refaskinnum 26 kg., verð kr. 1,300, af söltuðum skinn- um 550 kg. verð kr. 200, rotuðum skinnum 360 kg., verð kr. 490, og hertum skinnum 565 kg., verð kr. 2,250. Af ísfiski 84,140 kg., verð kr. 19,940. Alls útflutt fyrir 4,210,- 800 kr., þar af landbúnaðarafurðir fyrir innan við 200,000 kr. Vísir, 11. ágúst. ÚR B/ENUM Til íslands lögðu héðan af stað á miðvikudagskveldið Mr. Finnur Johnson, Mrs. Þ. Þ. Þorsteinsson og Miss Svanhvít Jóhannesson. KIRKJAN Messur í Fyrstu lútersku kirkju sunnudaginn 17. sept.: Kl. 11 f. h.—ensk messa. Ræðuefni: “Changing of the Guard.” Kl. 7 e. h.—íslenzk nxessa. Ræðefni: “Goðafoss” íslenzk hjúkrunarkona Miss Sigríður J. Kristjánsson Þessi unga stúlka er útskrifuð í hjúkrunarfræði af Almenna spít- alanum hér í borg með lofsamleg- um vitnisburði. Er hún dóttir Sig- urbjörns heitins Kristjánssonar og Guðrúnar Kristjánsson, er bjuggu í Wynyard, Sask. Faðir þessarar ungu hjúkrunarkonu lézt þann 24. desember, 1931; móðir hennar er búsett vestra og með henni býzt Miss Kristjánsson við að dvelja fram undir næstu áramót. Asgeir Asgeirsson felát á að aukaþingið verði kallað saman í nóv. Svohljóðandi bréf barst formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors í gærkvöldi frá Ásgeiri Ásgeirssyni forsætisráðherra: Hér með tilkynnist þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórn- in hefir orðið sammála um að leggja til við konung, að kvatt verði til aukaþings 1. nóvember næstkomandi til samþyktar á frumvarpi því til breytingar á stjórnskipunarlögun- um, sem samþykt var á síðasta Al- þingi, nýrra kosningalaga og annara breytinga, sem leiSa af stjórnlaga- breytingunni, að því tilskyldu, að samkomulag náist um, að lagaá- kvæði verði sett um, að heimilt sé að kveðja til reglulegs þings (fjár- lagaþings) síðar en 15. febrúar á næsta ári að afstöðnum kosningum, sem sýnt er að geta ekki farið fram fyr en í júnímánuði. Síldfeiðarnar Siglufirði 20. ágúst. Sildaraflinn hér var í gær 51,259 tunnur saltsíld, 66,353 Matjesíld 8,718 hausuð og slógdregin 1971, hreinsuS og 19,208 tunnur krydd og sykursöltuð. — Ríkisbræðslurnar hafa tekið á móti 159,000 málum síldar. Hjaltalín 35,800 málum.— Auk þessa hefir talsvert verið fryst. Þorskveiði hefir nær því ekkert verið stunduð héðan í nærfelt tvo mánuði. Mikil úrkoma síðustu dagana, einkanlega í fyrradag og fyrrinótt. Engin síld kom inn í fyrradag og gær, enda talsverður sjór úti fyrir. Fjölda mörg veiðiskip liggja inni. Norskur preátur verður úti Sonur hans ferst líka O. C. Iversen dómkirkjuprófast- ur í Bergen og sonur hans, 30 ára að aldri fóru nýlega gangandi frá Finse og ætluðu til Demmevasshytt- en, sem er á vestanverðum Harð- angursjökli. Tveimur dögum seinna voru danskir ferðamenn á leið þarna og fundu þeir þá lík prófasts skamt frá sæluhúsinu.—Þykir líklegt að hann hafi lagst þar til hvíldar og sofnað og svo hafi þreyta og kuldi varnað því aö hann vaknaði aftur. Talið var víst, að sonur hans hefði Uka farist, annaðhvort druknað í á, sem þar er, eða fallið í jökul- sprungu. Var nú hafin leit bæði í sprung- um í jöklinum, og eins í ánni. Voru það hermenn, sem leitina gerðu. Brú er yfir ána þarna og djúpur hylur fyrir neðan. Þar var slætt og fanst líkið þar. Er talið að mað- urinn hafi einhvern veginn hratað út af brúnni og druknaS í hylnum. Úr bænum Fólk er vinsamlegast beðið að veita athygli auglýsingunni, er birt- ist nú í þessu blaði, frá Mr. Albert Stephensen píanókennara. Er þar um ágætan ungan hæfileikamann að ræða, er skilað hefir sérlega vel á- fram á braut listar sinnar. Fá orð í fullri meiningu Alt af öðru hvoru hefir Lögberg veriö að minna kaup- endur sína á það, hve afar mikið riði á, að áskriftargjöld yrði greidd reglulega og grynt jafnframt á gömlum skuldum. Og þó árangurinn hafi þegar orðið nokkur,er hann samt sem áður hvergi nærri fullnægjandi. Enn á blaðið útistandandi upp- hæðir í ógoldnum áskriftargjöldum, er mörgum þúsundum skifta. Hvernig til tekst um framtíð blaðsins er að miklu leyti undir kaupendunum sjálfum komið, því tæpast verður sann- gjarnlega til þess ætlast, að útgefendurnir beri í það óendanlega allan þann halla, er af útgáfunni leiðir og með ári hverju fer fremur vaxandi en hitt. Vestur-íslendingar mega ekki án Lögbergs vera; það hefir nú verið í fjörutíu og sex ár, eða því sem næst, engan veginn óverulegur hluti af menningarlífi þeirra, og vildi svo enn mega vera um drjúgt tímabil. En til þess að svo megi verða er óum- flýjanlegt, að kaupendur geri sér ljóst hverjar skyldur þeirra eru við blaðið, og hve mikið veltur á aS þær séu nærgætnislega ræktar. Senn fer að líða að áramótunum. Kostið kapps um aS vera skuldlausir við blaðið þá.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.