Lögberg - 17.05.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.05.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ, 1934 7 Ingibjörg Hannesdóttir Sveinson Sunnudaginn þ. 18. febrúar síðastl. var hún kölluö heim í frið og hvild föðurhúsanna himnesku, eftir langvint sjúkdóms- stríð. Hún var þá búin að vera rúmföst i sjö ár, en samt aldrei mikið þjáð. Ingibjörg sál. var fædd þ. 19. október árið 1842 á Bergs- stöðum i Svartárdal í Húnavatnssýslu á Islandi. Hún var því háöldruð—níutiu og eins árs—þegar hún var kölluð héðan. Foreldrar hennar voru Hannes Jónatansson og Sigríður Jónsdóttir. Barn að aldri misti hún móður sína, og var hún þá tekin til fósturs af Jónasi Illugasyni og Björgu konu hans, sem bjuggu á Gili í Svartárdal. Oft og hlýlega mintist Ingibjörg sál. á Jónas fóstra sinn og vel mun hann hafa reynst henni í einstæðingsskap hennar. Þegar Ingibjörg var um tvítugt giftist hún Sveini Sigvalda- svni. Bjuggu þau á ýmsum stöðum i Svartárdalnum. Síðustu búskaparár sin bjuggu þau á Steini á Reykjaströnd í Skaga- fjarðarsýslu. Þeim hjónum varð tólf barna auðið. Þrjú af börnum sínum mistu þau i æsku, en tveir synir dóu fullorðnir, Sveinn, á Point Roberts, Wash., og B,enedikt í Reykjavík á ís- landi. Sjö af börnum Ingibjargar lifa hana: Jónas, búsettur i Blaine, Wash.: tvær dætur (tvíburar), Mrs. Anna Mýrdal og Mrs. Anna Goodman, báðar búsettar á Point Roberts; og fjórar dætur heima á íslandi, Sigriður, Kristín, Guðný og Jónína, allar giftar. Einnig lifir hana stór hópur af barna-börnum og barna- barna-börnum. Alls mun eftirlifandi afkorhendur hennar vera nálægt hundrað að tölu. Arið iqoo fluttist Ingibjörg sál. vestur um haf, til Canada, með dóttur sinni Önnu, sem seinna giftist Jóni Mýrdal, og nú býr, eins og áður er sagt, á Point Roberts. Þær mæðgur sett- ust að 1 Winnipeg og dvöldu þar, þar til fyrir tuttugu og tveimur árum að þær fluttust vestur á Kyrrahafsströnd, til Point Roberts. I’ar átti Ingibjörg sál. heimili mest alt af upp frá því, ýmist hjá Jónasi syni sínum, eða dóttur sinni, Önnu Mýrdal. Með henni var hún mest allra barna sinna og hjá henni var liún síðustu æfiárin, og naut þar, í hinn^löngu banalegu sinni, hinnar ástúðlegustu umönnunar og aðhjúkrunar. Sjö ára lega Ingibjargar sál. var langur og erfiður tími fyrir dótturina, sem stur.daði hana ein alt það tímabil. Oft var hún þreytt og ónóg næturhvildin. En öll var sú þjónusta í té látin með gleði og þakklæti fyrir að geta liðsint og hjúkrað móðurinn ástkæru er hún þurfti þess mest með. Innilegt þakk- læti vottar hún öllum þeim, sem á einn eða annan hátt réttu hjálparhönd og sýndu hluttekningu bæði í sjúkdómsstríði og við burtköllun móður hennar. Ingibjörg sál. var greind kona og skemtileg í viðræðtun og ættfróð vel, eins og margt eldra, islenzkt fólk er. Hún var vel kristin og hélt fast við sannan sögulegan kristindóm. Eftir að hún var hætt að muna eftir og geta þekt jafnvel nánustu ást- vini sína, mundi hún vel eftir Guði og frelsara sínum og talaði oft og iðulega við hann i bæn. Það síðasta, sem hún heyrðist rnæla var versiðfagra og alkunna, “Eg lifi’ í Jesúnafni, i Jesú nafni’ eg dey.” í þeirri trúarfullvissu sagði hún skilið við þetta líf og lagði leið sína inn á dularlönd dauðans og eilifðar- innar með frið í hjarta og bros á vör. Far vel, Ingibjörg, til heimkynna friðar og sælu- Ástvinir þínir, sem eftir standa á strönd timans, sakna þin, en samgleðj- ast þér þó yfir lausn þinni frá veikleika og reynslu þessa lifs. Allir sem áttu samleið með þér þakka þér fyrir samfylgdina og þær Ijúfu endurminningar, sem hún skilur eftir hjá þeim. , Kolbeinn Sœmundsson. KAUPIÐ ÁVAX.T LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRT AVENUE AND ARGTLE STREET. WINNLPEG, MAX. PHONE 95 551. Á andatrúin nokkurn rétt á sér?~Hvað held- ur þú? Eftir Jón Einarsson Aðeins að gefnu tilefni kom mér til hugar að fara nokkrum orðum um efni, sem skilt mætti telja spurn- ingunni tilfærðu hér að ofan. Það eru næstum furðulega skift- ar skoðanir um það, út um allan hinn svonefnda mentaða heim, hvort andatrúin hafi nokkur þau stuðn- ingsrök sér til gildis að bera, sem gefi henni réttmæti í samanburði við önnur trúarbrögð. Er í því sam- bandi sérstaklega bent á það, að hugsjónastefna þessi hafi eða hafi ekki við nokkur annars heims tákn og sannreynslu að styðjast, eftir því hvort hlyntir menn eða andvígir ræða málið. Á þær hliðtæku álykt- anir verður í þessum línum enginn fullnaðardómur feldur. En reynt verður að ræða málið eins hlut- dræenislaust og unt er manni, sem sjálfur, að heita má, tilheyrir hvor- ugum málshelmingnum, en sem fús- lega tæki við ákveðnari sönnun hans eigin skilning en þegar er fengin, ef hennar væri kostur. Og það eru einnig deildar skoð- anir um það, hvort andatrúin sé jafnvel sæmandi mentuðum lýð — hvort hún eigi nokkurn rétt á sér sem trú. Það er í frekara lagi undarlegt, að nokkur hluti mentaðrar þjóðar skuli nú á frelsisins hárómuðu tíð, láta sér í hug renna spurningu lika þessari. Fyrst og fremst er utan að komandi mannlegum áhrifum of- vaxið að ráða með öllu hverju hugs- andi maður kunni að trúa. All-oft á liðinni, langri tið, hafa lög land- anna krafist þess, að einn og allir i- búar landanna skyldu bafa “hina einu sönnu trú,” sem stjórnir þeirra, hver fyrir sig, töldu réttari en allar aðrar skoðanir á þeim tíma, sem lagaboðið var út gefið. Jafnvel á yfirstandandi ári eru vissar trúar- stefnur fyrirskipaðar og aðrar harð- bannaðar, jafnvel í löndum, sem framarlega standa í viðtekinm mentun. Á þá auðvitað hin for- boðna stefna eða stefnur á þeim sviðum, “engan rétt á sér”—laga- lega. En reynslan hefir ávalt sýnt að jafnan voru nokkrir, sem aðeins flutu með lögboðnu stefnunni, laga- boðsins vegna, en trúðu eiginlega alt öðru undir niðri, eða blátt áfram engu. Uefir þessu æ verið þannig varið á öllum tímum, meðal allra trúflokkka, er þannig áttu hlut að málum. Benda mætti þó á eina tegund trúar, sem hreina og beina undan- tekningu frá öðrum trúbragðaástæð- um, sem fit um allan hinn ómentaða heim og að minsta kosti talsverðan hluta nýtískusvæðanna, hefir frá öndverðu haldið sér, og heldur enn í dag, samræmislegar og minna breytt og—þótt enn ótrúlegra megi virðast, héfir fleiri áhangendur en nokkrar aðrar trúarstefnur heims- ins, út af fyrir sig. Samt er það ef til vill stórmerkilegasta, undarleg- asta reglan við þessa stefnu, að ná- lega enginn kannast við að vera henni háður. Stefnan er venjulega kölluð hjátrú. Þetta hefir oft reynst að vera sterkasta trúarskoðun heimsins. Hún er allra stefna ódýrust, byggir hvorki kirkjur né ræður sér kenni- menn fyrir eftirtalin laun, og er ef til vill þessa vegna náttúrlegasta og f jölhugðnæmasta trúarstefna heims- ins. Hún er og ein af þeim triiar- stefnum, sem fáum hefir hugsast að banna ætti, þrátt fyrir það, þótt henni sé af nálega öllum fundið það til gildis, að hún hafi engan veru- leika við að styðjast, sé algerlega fótfestulaus og ósönn. Þessi trúarstefna sýnist því að “eiga rétt á sér” þrátt fyrir alla vankanta sína; og þegar alt kemur til alls sér maður að hjátrúin er, að vissu leyti, bygð á svipuðum grund- velli og aðrar trúartegundir, nfl. á lærdómi og sögusögnum, mann fram af manni. Ef til vill viðhelzt æ gengi hjátrúarinnar sérstaklega fvr- ir þá sök að henni fylgja engin pen- ingaleg útgjöld. í raun og veru er andatrúin títt nefnda ekki trú á þann hátt, sem venjulegar trúarstefnur eru metnar. Hún er nfl. ekki átrúnaður, heldur það, er kalla mætti umtrvnaður: Hún trúir sjón og sögum ur.i alls- konar fyrirbrigði, að þau séu í raun og veru það, sem þau sýnast og eru sögð. Hún trúir jafnvel að fyrir- brigðin séu sálir framliðinna, stund- um jáfnvel áþreifanlega efnisgerfar. En stefnan trúir yfirleitt ekki á fyrirbrigðin. Gengur katólska trú- in þar skrefi framar, þar sem fram- liðnir,4ieilagir menn eru beðnir full- tingis í raunum lifsins og falið að flytja mál lifenda við þrenninguna eftir því er þörf virðist krefja. Það er eiginlega ekkert nýtt við andatrúna annað en stefnan i rríeð- ferð — framköllun, umkringi og staðhættir, sem afleiðing nýrri tízku. Fyrirbrigðin eru ekki kölluð fram með göldrum nc sœringum, eins og tíðkaðist forðum daga á íslandi og anríarsstaðar. En vist mun mega segja, að fyrirbrigðin séu leidd fram á sjónarsviðið með fult eins orkukendri eftirvæntingu eins og fyr á tírnum. Þessa vegna er það, að fjölmargir vitrir menn telja öll fyrirbrigðin sköpuð í huga þess eða þeirra, sem við eru staddir anda- fundina, eða þeirra, sem fingra töfraborðið (Ovidja borðið). Aðalatriðið i kenningum trúflokk- anna er jafnan bundið eilífðarmál- unum á einn hátt eða annan. Finn- ur mannsandinn yfirleitt, en óefað með allmörgum undantekningum, til sérstaklega knýjandi löngunar og eftirvæntingar þess, að sá hluti mannverunnar sem jafnan nefnist sál, andi (spirit) o. s. frv., eigi sér framtíðarlif fyrir hendi annars heims, helzt eilifðarlega. Jafnvel “forhertir” materialistar hafa af og til ekki getað hrundið frá sér þess- ari sjáanlega meðfæddu*þrá. Hin materialiska Darwins-kenn- ing gefur ekki neina sérlega vissa eilífðarvon, svo að dauðinn kunni að vera aðeins lítill þrepskjöldur, sem auðvelt sé að stiga yfir inn í “evolution” eilífs batnaðar. Jafn- vel þeim “hæfustu” lofar hún engu slíku. En það má kenningin eiga, að hún hótar engum eilífðar-píslum né fordæmingu. Hún lofar aðeins efna-uppleysingu líkamans. Hvað um sálina verður, eða hvort sál er til í manninum rífst sú kenning ekki um, enda hefir nóg annað meðferð- is, sem erfitt er að sanna. Flestir myndu fallast á að væri engin eilífðarvon til né eðlileg, þá væri lífstilvera mannsins hér á jörðunni frekar tilgangslítil, og lítil ástæða fyrir neinn að vera mont- inn af því, að kallast maður. Og þótt eilifðarmálin verði lengi erfitt að sanna, svo allir skilji þau að fullu, er það sannarlega ekkert menningar merki, né yfirburða vits- muna sönnun, þegar einhver annað- hvort kveðst aldrei um þau mál hugsa eða láti sér á nokkru standa hver raunveru úrlausnin verði eftir dauðann. Bera slíkar játningar skír- ari vott um gorgeir, yfirburða sjálfs- | álit en nokkuð annað, og sverja slíkir sig í ætt við heiðnu montarana í fornöld, er kváðust trúa á mátt sinn og megin aðeins. Líkt er því varið með andatrúna og aðrar trúarskoðanir, sem lofa okkur eilifu lífsframhaldi, að himn- esk og önnur landafræði er þar svo óákveðin að Leifur okkar hinn hepni mætti enn stefna fleytu sinni út i ó- vissuna, ef hann hygðist að ná land- töku nýrra hafna á þeim svæðum. Yfirleitt er naumast hægt að telja frásagnir “framliðinna”, sem skýrsl- ur hafa gefið, til dæmist Stóðina Vörn i Winnipeg, svo aðgengilegar, öðrum skoðunum fremur, að þær laði hugsandi menn til ákveðins samþykkis um ástand og tilhaganir í himnaríkinu. Ef til vill sanna þæi sögur ,mörgu öðru betur, að hér komi fram hugsjónaleikur þeirra sjálfra, sem annað tveggja, leika á töfraborðið eða eru viðstaddir þeg- ar það er notað. Lýsingar daglegra hátta, eins og þessar “verur” segja þá, eru alt of jarðlegar og hvers- dagslegar að búningi, til þess, að þær geti fullnægt almennri sæluþrá til hlýtar. Þeim virðist í ýmsum greinum svipa æði mikið til innflutn- inga íslendinga til Ameríku og bún- aðarhátta þeirra hér framan at'. Meðal annars minnir matarhœfið i himnaríki, sem aðallega er einhæf- lega bundið við að lykta af liljugrös- um merkurinnar, mig á lítið atvik, er til víldi á leiðinni til Winnipeg, austan frá hafinu, þegar eg, árið 1888, flutti til þessa lands. Það xrar við áningarstöð litils bæjar hérna megin við Quebec, sem eg hefi þó gleymt nafni á, að járnbrautarlest- in stanzaði um hríð, og föru þá landar og löndur út úr vögnunum að fá sér frískt loft. Urðu hópar þessir fljótlega varir við gónisætan blómailm, er angaði í blænum, og fylti þef-vitin hugðnæmri saðningu. Eftir örlitla rannsókn fanst það fljótt, að öll þe'ssi nef-sæld kom frá stórum blómareiti. er breiddi faðm sinn meðfram járnbrautinni. föl-blá- um, roðakendum að lit. Þutu nú tnargir þangað og ætluðu að grípa fangfylli af þefblíðunni. og hafa með sér til ferðaforða á leiðinni. En Kanada þistillinn, sem landar ekki þektu á því “lífsstigi” (plane) lét ekki að sér hæða, en hara brosti og sat kyr. En ekki var örgrant um að hann væri af sumum ávarpaður og kvaddur með hátíðagælum, ást- kæra, ylhýra málsins, islenzka! Svo fór um máltíð þá. Eins og kunnugt er, eiga ekki öll dularfull fyrirbrigði sér stað á fund- um né miðla-samkomum, heldur æði ! oft á öðrum stöðum. Reimleikar og ' afturgöngur hafa verið vel kunnar i frá aldaöðli, og hefir jafnan verið I all-erfitt að sanna, að þær væru framleiddar af hugsana-afli nokk- ! urs viss manns eða konu. Reimleik- ar í vissum húsum (haunted houses) I og á vissum stöðum hefir oft verið hent gaman að, af ýmsurn; en þeir liinir sömu fullhugar hafa jafnan mist móðinn þegar til kom, að þeir mættu fyrirbrigðinu sjálfir, augliti til auglitis. Og margar þessar undra- sjónir og heyrnir hafa verið svo stranglega rannsakaðar og sannað- ar, að það er heimskum aðeins hæft að rengja sanngildi þeirra. Flestir skáldlesnir menn munu kannast við skáldsagnahöfundinn nafnkunna, kaftein Marryat (1702 —1848). Ef til vill er ekki sumum kunnugt um að hann var einn af þeim, er gys gerði að sögnum heim- ilisf ólksins að Burnham Green sveitarsetri norðarlega á Englandi, er oft kváðust séð hafa vofuna Lafði Burnham Green, er gekk lj’ós- um logum um vist svefnherbergi, aðallega. Fengust menn ekki til að vera i því svefnherbergi lengur en tvær til þrjár nætur i hið mesta. Sir Harry og kona hans, lafði Bell+, sem bjuggu í þessu stórhýsi leituðu að lokum ráða til fornvinar síns, Marryats, ef ske kynni að hann gæti eitthvað gert, er stöðvaði fyr- irbrigðin. Áleit Marryat að fyrir- brigðin væru ímyndun ein og mis- sýning, og bauðst til, hlæjandi, að sofa sjálfur í þessu herbergi, og var það fljótt þakksamlega þegið. Bjó Marryat sig út, til vara, me'ð tvær hlaðnar skammbyssur, og bar ekk- ert til tiðinda í nokkrar nætur, og gerði hann því ráð fyrir að hverfa bráðum heim aftur. En svo fóru JFvrir vissar ástæ'ður eru þetta gervinönfn, en ekkrhin réttu. NUGA-TONE STYRKIR LIFFÆRIN Sfi: llffæri yðar loniuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NDGA- TONE. pað hefir hjálpað mljónum manna og kvenna I síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst I lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. leikar að hann hleypti af pístólu á vofuna, sem heimsótti hann að lok- um. Er sagan all-spaugileg, ef ekki næsta alvarleg, eins og hún er sögð að fulltt og greinilega af dóttur Marryats, Florence (Mrs. Francis Lean, 1838—'99), sem var nafn- kend bæði sem ritstjóri og rithöf- undur. Þetta er nú gömul úrelt saga og “ef til vill tilbúin að öllu,” kunna sumir að segja, sem engin gögn meta né sannanir aðrar en þær, er eigin augu líta. En þess gerist engin þörf hér að benda frekar á gamlar sögur en nýjar, því á öllum tímum hafa fyrirburðir. af ýmsu tagi, reimleik- ar og afturgöngur verið þjóðunum kunnari, en eftir var óskað. Framh. Komi ljós (Framh. frá bls. 2) hirði,—gera alla lifsheildina að sameinuðum kærleikskrafti. Eg má ekki lengja þessa ritgerð með meiri lýsingum úr andlegu á- standi, þó eg hafi rnikið af þeim, því eg býst við að blöðin hafi eitt- hvað annað að flytja, sem þeim þykir nauðsynlegra að leiða fram. En mér þykir nauðsynlegast að fræða mennina um timann, tilveruna og rúmið,—að breyta náverandi böli heimsins í sælu og láta lífið hætta að eyðileggja sina eigin per- sónu fyrir skakkar kenningar, fyr- ir fáfræði heimsins barna. Halldór Friðleifsson. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS < < < Arras, B. C < Amaranth, Man B. G. Kjartanson < Akra, N. Dakota < Árborg, Man < Arnes, Man < Baldur, Man < Bantry, N. Dakota < < Bellingham, Wash < Belmont, Man < Blaine, Wash < Rredenbury, Sask < < Brown, Man J. S. Gillis < Cavalier, N. Daketa < Churchbridge, Sask < Cypress River, Man < < Dáfoe, Sask J. G. Stephanson < < Darwin, P.O., Man < < Edinburg, N. Dakota.... < ! < Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. H. < ; Garðar, N. Dakota < Gerald, Sask < Geysir, Man < < Gimli, Man • Glenboro, Man < Hallson, N. Dakota T- T- Myres < Hayland, P.O., Man < < Hecla, Man < Hensel, N. Dakota < Hnausa, Man < Húsavík, Man < Ivanhoe, Minn < Kandahar, Sask J. G. Stephanson < Langruth, Man ; Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn • Mountain, N. Dakota... Mozart, Sask ! Oak Point, Man ! Oakview, Man Otto, Man Point Roberts, Wash Red Deer, Alta Revkjavík, Man ; Riverton, Man Seattle, Wash J. T- Middal Selkirk, Man W. Nordal • Siglunes, P.O., Man. .. Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Víðir, Man ; Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man.. ; Winnipegosis, Man Finnbogi Hjálmarsson ' ; Wynyard, Sask

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.