Lögberg - 20.09.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.09.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1934 NÚMER 38 PRÁ ÍSLANDI Sálmabókarviðbcetirinn g er ð ur upptœkur. Eins og á?Sur hefir verið sagt frá hér í blaSinu hafa höfund- ar nokkurra sálma í sálmabókarviö- bætinum fengið Bandalag íslenzkra listamanna til þess að fá því fram- gengt, aÖ viÖbætirinn yrði gerður upptækur. Skrifaði málaflutnings- maður bandalagsins biskupnum þetta og gerði þá kröfu, að “Sálmabókar- viðbætirinn yrði gerður upptækur og ónýttur.” Hefir biskup nú svarað þessu og lofar í samráði við útgef- andann, ísafoldarprentsmiðju h.f. að “gera ráðstafanir til þess nú þeg- ar, að hætt verði við sölu á Viðbæt- inum og það gert ónýtt, sem til er af bókinni.—N. dagbl. 28. ágúst. * * * Grettiskofi fundinn. — Með hinni nýju Fornritaútgáíu hefir áhugi manna aukist fyrir rannsóknum þeim öllum er á einhvern hátt snerta fornsögur vorar. Næsta ár kemur Grettissaga út. Útgáfuna annast Guðni Jónsson Magister. Ýms munnmæli eru til í sambandi við Drangeyjarvist Grettis. Talað hefir verið um rúst af kofa hans þar. Aldrei hafði fornfræðingur í Drangey komið til rannsókna. Ó- eðlilegt var að rannsaka ekki hvers nienn kynnu að verða þar vísari. Bétt var að gera það áður en Grett- issaga væri gefin út að nýju. Því ákvað Morgunblaðið að fá hina færustu menn til að fara til Drangeyjar til rannsóknar. Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður var fús til þeirrar farar og Guðni Jóns- 'on. Fyrir nokkru fór Árni • Óla til Sauðárkróks til að undirbúa Drang- eyjarför, fá kunnugustu menn þar til fararinnar, bát og annan útbúnað. Á laugardagsmorgun síðastliðinn komu þeir Matthías og Guðni þang- að. Veður var gott þann dag, og því biðu þeir ekki af sér tækifæri, en fóru strax út í eyna. í fylgd með þeim fóru feðgar þrir Sigurður Sveinsson frá Hólakoti á Reykjaströnd, og synir hans Bjarni og Sigmundur. Sigurður hefir í 50 ár verið siga- maður í Drangey.—Synir bans hafa nú undanfarin ár haft Drangey á leigu. Allir eru þeir því þaulkunn- ugir þar. í fyrrakvöld kom Guðni Jórisson magister til bæjarins. En þeir Matt- hías Þórðarson og Árni óla urðu ð“ftir nyrðra. Frásögn Guðna er í stuttu máli þessi: Þeir komu um kl. 3 út í evna og voru þar til kvölds á laugardag. Ferðalagið gekk að öllu levti vel. í eynni eru tvö tóftarbrot. En svo skýrði Sigurður frá, að munnmæli segðu, að hvorugt þeirra væri Grettiskofi, heldur hafi Grett- ir gert kofa sinn eða byrgi sunnan undir lágum kletti i eynni. Þar voru engin vegsummerki á yfirborði, er bentu til að þar hafi verið hleðsla. En er þeir tóku að grafa þarna niður, fundu þeir hverja gólfskán- ina á fætur annari, er sýndu, að þarna hefði verið kofi. Allar voru þessar gólfskánir mjög þunnar. Sýndi það, að þarna hefir ekki verið lengi hafst við í einu. M*unu þetta leifar frá fuglamönn- um. En er þeir höfðu grafið í 1.8 metra dýpt, komu þeir niður á þykka gólfskán, er bar vott um, að þar hefir mannaferð verið um langan tíma. Var þar mikið af beinaösku. Benda allar líkur til þess, að þarna hafi þeir fundið gólfið í kofa Grettis. Svo há er klettasnösin yfir þá gólfhæð, að mjög hefir verið hand- hægt að refta af klettinum að norð- an og suður yfir kofann. Þar eð gólf þetta er svo djúpt í jörð, gátu þeir ekki í þetta sinn graf- ið upp allan kofann. En þó ekki hafi verið meira gert að þessu sinni, hefir fengist rnikils- verð bending um, að munnmæli hafi rétt fyfir sér. Grettir og félagar hans hafi einmitt haft aðsetur undir kletti þessum—Mbl. 22. ágúst. * * * Nýr leiðangur á Vatnajökul. Þrir Þjóðverjar lögðu af stað fyrra þriðjudag frá Kálkafelli og ætluðu aö fara inn að eldstöðvunum á Vatnajökli. Þeir höfðu með sér nesti til hálfsmánaðar. Lögðu ])eir fyrir, að þeirra yrði vitjað, ef þeir væru ekki komnir fyrir 28. þ. m. Frekar um för þeirra er mönnum ókunnugt þar eystra, en síðan þeir fóru hafa verið stöðugar þokur á jöklinum. * * * A mánudaginn var farið í fyrsta sinn í bíl kringum Gilsfjörð að Kambi i Reykhólasveit. Vegalengd- in þangað frá Ásgarði í Dölum er um 70. km. Beggja megin f jarðar- ins hefir verið bílfær vegur, en ófær kafli i fjarðarbotninum, sem unnið hefir verið við, að lagfæra í sumar. Bílstjóri var Andrés Magnússon hjá Bifreiðarstöð íslands og farþegar Stefán Jónsson ráðsmaður á Kleppi og Stefán Guðnason læknir í Búð- ardal.—N. dagbl. 23. ágúst. * * * Myndarleg heyhlaða. Valdimar Antonsson bóndi á Stórhóli í Eyja- íirði hefir nýlega lokið við að byggja myndarlega heyhlöðu. Hún er 34 álna löng, 16 álna breið og álna veggjahá. Áætlað er að hlaðan muni taka um 1000 heyhesta, og er því einhver stærsta hlaða þar um slóðir. —N. dagbl. 26. ágúst. * * * Frá Akureyri.—Bæjarstjórn Ak- ureyrar hefir látið svipast eftir hent- ugum vatnsorkulindum i nágrenni við Akureyri til endurnýjunar raf- stöð bæjarins, þar sem núverandi rafstöð bæjarins við Glerá verður sýnilega ófullnægjandi innan skamms. Eíklegustu orkulindir, sem á hefir verið bent, eru Goðafoss i Skjálf- andafljóti, Djúpadalsá í Eyjafirði og Hraunsvatn i Öxnadal. Höskuldur Baldvinsson raffræð- ingur í Reykjavik hefir einkum bent á Hraunsvatn. Bæjarstjórn Akureyrar hefir nú ákveðið að láta reisa um 5 metra háa bráðabirgðastíflu við ósinn úr vatninu og kortleggja landið, til þess að hægt verði að gera nákvæma á- ætlun um orku þá, er felst í vatn- inu, og kostnað við virkjun þess, ef til kemur. Rannsókn þessi á að hef j- ast næstu daga.—Hpaunvatn er 38 km. frá Akureyri samkvæmt kort- um herforingjaráðsins. Stærð vatns- ins er 0.8 ferkílómetrar og regn- svæði þess er 16 ferkílóm. Frá- rensli var í sumar, þegar áin var i minna lagi, 1.2 teningsmetrar á sek. og fallhæð gæti fengist um 260 metra. — Kunnáttumenn telja lik- legt að fá megi úr vatninu um 2000 hestöfl. Frásögn þessi er samkvæmt Ak- ureyrarskeyti til fréttastofu útvarps- ins í gær. Hraunsvatn er í öxnadal ofan við bæinn Hraun, þar sem Jónas Hall- grímsson var fæddur. Er vatnið allhátt uppi f jallsmegin og er veiði- vatn. Sézt það ekki neðan úr daln- um. Hallgrímur faðir Jónasar druknaði í vatninu.—N. dagbl. 24. ágúst. JRannsókn í Washington Öldungadeild bandaríska þingsins hefir undanfarið verið að rannsaka verzlunaraðferðir vopnaverksmiðj- anna þar i landi og hefir margt kom- ið í dagsljósið, við þá rannsókn, sem áður var flestum hulið. Formaður rannsóknarnefndarinnar er Gerald P. Nye, senator frá North Dakota. Fyrst voru embættismenn Electric Boat Co. kallaðir fyrir nefndina. Fé- lagið smíðar aðallega kafbáta og sel- ur þá stjórnum ýmsra landa. Við rannsóknina sannaðist að þetta fé- lag vinnur með Vickers í Englandi og er gróðanum skift með báðum. Aldrei bjóða þessi félög hvort á móti öðru, heldur skifta þau með sér markaðinum. Nafn Sir Basil Za- haroff var oft nefnt i sambandi við mál þessi og átti hann að hafa hvatt framkvæmdarráð Electric Boat Co. til þess að beita áhrifum sínum við Bandarikjastjórnina, og fá hana til að liðsinna þvi með sölu á kafbát- um til annara ríkja. Þá var E. I. du Pont de Nemour félagið tekið fyrir. Það er einn sterkasti auðvaldshringur í Banda- ríkjunum og seldi sambandsþjóðun- um á stríðsárunum yfir biljón doll- ara virði af vopnum og sprengiefn- um. Du Pont bræðurnir mættu all- ir fyrir rannsóknarnefndinni og gáfu ýmsar upplýsingar. Meðal ann- ars sögðu þeir að félag sitt hefðj bjargað Bandaríkjunum frá þvi að verða þýsk nýlenda, með þvi að selja mest af vörum sínum til sam- bandsþjóðanna. Einnig kom i ljós a"ð Du Pont er að einhverju leyti tengt enska hringnum British Che- mical Industries og einnig canadiska félaginu Canadian Industries, Ltd. Major - General Douglas Mac- Arthur, yfirmaður herforingjaráðs- ins bandaríska, var nefndur nokkr- um sinnum í sambandi við rannsókn þessa. Á ferð sinni um Tyrkland 1932 á hann að hafa mælt með vör- urn bandarísku vopnafélaganna, eins og hann væri umboðsmaður þeirra. Einnig hafði Bandarikjastjórnin lánað Curtiss félaginu flugmann- inn fræga Major James Doolittle til þess að ferðast um Suður-Ameríku og sýna Curtiss flugvélar. Mikil samkepni kvað vera á milli þeirra félaga, sem flugvélar smíða í Banda- rikjunum og Énglandi. Virtist rann- sóknarnefndinni sem að stjórnir þessara tveggja landa hefðu tekið þátt í þeirri verzlunar baráttu. Á mánudaginn í þessari viku gáfu stjórnendur United Export Corpor- ation nefndinni þær upplýsingar að Þjóðverjar væru nú í óða önn að efla flugher sinn. Verzlun þessa fé- lags við Þýskaland, það sem af er árinu 1934, hefir numið $1,445,000, en var í fyrra aðeins $234,000. Að- allega kaupa Þjóðverjar vélarnar frá Bandaríkjunum, en smíða skrokk- ana sjálfir. Sagt var að stærstu fluíjvélaverksmiðjur Þýskalands hefðu aukið framleiðsluna um meira en helming, síðan Hitler tók við völdum. Allar þessar flugvélar eru bygðar sem farþega flugvélar, en þeim má breyta á skömmum tíma oq: nota þær svo til hernaðar. Rannsókn þessi hefir vakið mikla ftirtekt bæði hér í álfu og á Eng- landi. Þykir mönnum nóg um hvað voldug þessi félög eru orðin, og hvað áhrif þeirra eru mikil. Á Englandi er öflug hreyfing komin á fót til þess að fá stjórnina til þess að taka alla framleiðslu her- gagna I sínar hendur. Þetta hefir enn ekki tekisit sökum þess hve Vickers Armstrong og önnur sams- konar félög eiga mikil itök þar í landi. Nokkur stærstu járnbrautarfélög- in í Bandaríkjunum hafa ákveðið að gera umbætur á járnbrautum sínum, svo að lestir geti ferðast með 100 mílna hraða á klukkustund. Nome brennur Á mánudaginn 17. sept. kom upp elclur i borginni Nome í Alaska og l)rann hún svo að segja til kaldra kola á nokkrum klukkustundum. í verzlunarhverfinu stóðu aðeins tvær 'iyggingar og í norðurhluta borgar- innar stóðu nokkur íbúðarhús. Vind- ur var hvass af norðaustri og reynd- ist ógerningur að stemma stigu eld- inum. Tjónið er metið á tvær milj- ónir dollara. Stjórnin í Wlashington sendi trax boð til allra skipa fram með strönd- um Alaska, að hverfa samstundis til Nome og veita ibúum borgarinnar alla þá hjálp, sem hægt væri. Um 1500 manns eru nú heimilislausir og hafa flestir mist aleigu sína. Kulda- veður er þar norður frá nú og bæt- ir það ekki úr. Allmargir hvítir menn meiddust og tveir Eskimóar dóu, þegar slökkviliðið tók það ráð-að sprengja upp hús hér og þar til að stöðva eldinn. Nome fór að byggjast eftir árið 1898, þegar gull fanst þar x grend- inni og varð brátt nafnkunnur og auðugur bær,- eftir þvi sem gull- leitarmenn sóttu þangað i stærri og stærri hópum. Rosicrusian reglan Nýlega var stofnaður félagsskap- ur, senx nefnist “Federation Univer- selle Des Orders et Societies lntitia- tique” og tilheyra honum ýms leyni- félög. Rosicrusian reglan AMORC er sú eina i Norður-Ameríku, sem fékk inngöngu í þennan nýja félags- skap, eftir því senx yfirmaður regl- unnar hér í fylki, Fred P. Robin- son, segir. Federation Universelle kvað vera eini félagsskapur- þessarar tegundar í heirni. Meðlimir hans eru hin fornu dulspekingafélög er rakið geta sögu sína aftur i nxyrkustu fornöld, og stofnuð voru á dögum Faraóanna á Egyptalandi. Sagan getur um marga helstu spekinga fortíðarinnar, er numu fræði sín i hiriúm leyndar- dómsfullu “skólum” þessara regla. Má þar nefna alkemistann Roger Bacon, heimspekinginn Francis Bacon og þá Paracelsus og Ágúst- ínus. Til þess að þessi gömlu vísindi gleymist ekki, þá var ákveðið að sameina sem flest af dulspekisfélög- unum í eina heild. Yfirmanni Rosi- crusian reglunnar í Norður-Ame- riku, Dr. PI. Spencer Lewis, var veitt virðulegt embætti í hinum nýja félagsskap. Nokkrir íslendingar hér í landi munu vera meðlimir Rosicrusian reglunnar. Dr. S. Stephansson dáinn Aðfaranótt þriðjudagsins lést á Almenna sjúkrahúsinu i Winnipeg hinn velþekti, íslenzki læknir Dr. Stephan Stephansson frá The Pas, Man., 48 ára að aldri. Dr. Stephansson var fæddur í West-Selkirk árið 1886, sonur Stephans Björnssonar og konu hans, sem bæði eru á lífi. Hinn látni útskrifaðist frá lækna- skóla þessa fylkis vorið 1912, og fluttist síðan til The Pas og stund- aði lækningar þar norður frá til dauðadags. Árið 1915 giftist hann hérlendri stúlku, Anna Emery. Þau eignuðust tvo syni, Norman og Arnold, og lifa þeir báðir föður sinn. Dr. Stephansson fekk ágætis orð á sig sem læknir og góður dreng- ur. Hann var vinsæll nxjög og gegndi ýmsum ábyrgðarmiklum stöðum við The Pas og i Flin Flon. Líkið var flutt til The Pas og verð- ur jarðsett þar. Útnefningin í Selkirk Innan skamms fer fram útnefn- ing í Selkirk kjördæmi; verður þar valinn nxerkisberi frjálslynda flokks- ins til þess að sækja um sæti í Ot- tawaþinginu. Um það munu fáir efast að eftir næstu kosningar verði sá flokkur við völd; jafnvel eindregnustu í- haldsmenn viðurkenna það. Og að bví er Selkirk kjördæmi snertir efast enginn urn úrslitin, ef merkis- berinn er vel valinn. En einmitt vegna þess, að kosn- ingin er talin vís þeirn er flokkur- inn útnefnir, er hætt við að margir verði umsækjendur frá ýmsum hlið- um, þegar þannig stendur á, er æfin- lega hætt við að eitthvað geti vilt mönnurn sjónir í svipinn og atkvæði fari ekki að öllu leyti eftir hæfi- leikum frambjóðenda. Naga menn sig þá oft í handabökin á eftir fyrir það, sem þeir gerðu í fljótfærni. Það mun vera á þriðja ár síðan á- kveðið var að Jósef Thórson yrði í kjöri í Selkirk, og var lengi álitið að enginn liberal mundi sækja um útnefningu á móti honunx. Frá sjón- armiði flestra þeirra íslendinga, er málið ræddu virtist það einhuga álit að þrátt fyrir mikla hæfileika ýmsra annara vor á meðal, þá væri samt á engum völ, innan kjördæmiShxs né utan, sem gæddur væri eins miklum og mörgum hæfileikum — og auk þess hefði reynslu, þar sem hann hefir verið þingmaður áður. Það eina, sem stöku maðxxr fann að honum í þessa stöðu, var að hann ætti ekki heima í kjördæminu. En þegar þess er gætt að Gimli — hjartapunktur kjördæmisins — var um langan tíma heimili foreldra hans, og þar af leiðandi hans sjálfs, og faðir hans var þar einn fremstu leiðtoganna, skipaði þar ýmsar allra helztu trúnaðarstöður og vann af alefli að velferð héraðsins, þá er kjördæmið býsna nærri þvi að vera heimahérað hans. Jósef Thorson hefir setið á Sam- bandsþingi áður; sýndi hann það þá að ekki var hann einungis gæddur miklum hæfileikum, heldur einnig beitti hann þeim æfinlega hinum beztu málum til stuðnings. Til þess að sýna að hér sé við rök að styðj- ast nægir að minna ,á nokkur atriði. —Flestir hljóta að muna hversu vel og drengilega hann barðist fyrir framkvæmdum þess að ellistyrkur yrði veittur. Hinir íuörgu, sem þess styrks njóta nú í Selkirk kjördæmi, ættu að muna honum það við næstu kosningar. í öðru lagi rnætti rninna á, að hann bar fram tillögu i þing- inu um lífeyri handa blindu fólki, og fylgdi henni fast fram. Þá er mörgum ógleymd hin vit- urlega og mannúðlega tillaga lxáns um trygging gegn atvinnuleysi. Vildi hann að vinnuveitendur, vinnuþiggj- endur og ríkið sjálft legðu fram einn þriðja hvert um sig, í.sjóð, er menn fengju lífeyw úr, þegar þeim brygð- ist atvinna. Væri hagur fólks hér í landi ólíkur því, sem hann nú er, ef 1 au lög hefðu verið i gildi að un lanförnu. Þá barðist Thórson af alefli fyrir sanngjarnari kjörum póstþjóna þeirra, sem ósanngirni hafði verið sýnd, og vann hann sigur í þeirri baráttu. Fáir lögðu sig betur fram en hann fyrir því að Manitoba fengi full umráð yfir náttúruauðæfum sinum. Og um leið og það fékst voru fylkinu afhentir $4,000,000 (fjórar miljónir dala) frá Ottawa. Vrar það ómetanleg hjálp fyrir fylk- ið. ^ Hér lxafa verið talin aðeins örfá atriði af hinni margþættu starfsemi Thórsons þann stutta tírna, sem hann sat á þingi. Þau störf lýsa ekki einungis gáfum og franxkvæmd- um, heldur einnig þvi að hann beitti sér æfinlega fyrir mál niínnúðar og umbóta. Annars nægir að vísa í ritstjórn- argrein í Lögbergi 19. júní 1930: þar er vel og greinilega skýrt frá starfi Thorsons á þingi. Þá grein ættu sem flestir að lesa nú. Síðan Thórson sat á þingi hefir álit hans haldið áfrarn að vaxa; nægir í því sambandi að rninna á hina djarfmannlegu framkomu hans í rannsókninni við Newton-máliS: þar kom hann frarn sem talsmaÖur fyrir bláfátækan útlending á móti vfirlögreglustjóra Winnipegborgar, og flutti það mál svo skörulega og hlifðarlaust að allir dáðust að : enda vann lxann rnálið, þrátt fyrir það ofurefli senx á móti var að berjast. Þegar alt þetta er athugað, er það engin furða þótt þess sé getið til að Thorson nxuni verða skipaður i ráðuneytið eftir næstu kosningar— enda er hann einn þeirra, sem rnarg- ir telja sjálfsagðan. Ætti það að vera öllum ljóst hvílíkur heiður og hvílíkt gagn það væri íslendingum að eiga nxann i Sambandsstjórninni í Ottawa. Nú er alt undir útnefningunni komið. Sig. Júl. Jóhannesson. Otto Habsburg trúlofaát Þessa síðustu mánuði hefir mikið verið rætt um það, að Otto Habs- burg, sonur Karls Austurríkiskeis- ara, rnyndi, áður en langt um líður, setjast í hásæti föður síns. Otto Habsburg er nú sagður trú- lofaður yngstu dóttur konungshjón- anna ítölsku, Mariu prinsessu, en ekki munu þau fá að giftast nema Otto komist í hásæti Habsburganna í Austurríki. »Talið er vist að Mussolini leggi sig allan fram til þess að svo megi verða og Frakkar munu þvi einnig hlyntir að Austurríki verði aftur keisara- veldi. Með því móti ætla þeir að hægra verði að stöðva framrás nazista þar i landi. Aftur á móti eru löndin í “litla sambandinu”, Yougoslavia, Chechoslovakia og Rú- nxenía þessu mótfallin og óttast að kaþólskir menn, sem nú búa í þeim ríkjum, en áður tilheyrðu Austur- ríki, muni reynast erfiðari viðfangs, ef að gamla keisaraættin komist til valda. í Austurríki sjálfu eru skoðanir manna mjög skiftar. Sósíalistar og nazistar vilja ekkert með keisara hafa, en þeir flokkar eru fjölmenn- ir, þótt þeirra gæti litið sem stend- ur. Aftur hefir keisara-ættin mikið fylgi í sveitum landsins. Margir á- líta að bylting sé nauðsynleg, ef að Habsburg ættin á að ná völdum í landinu. Rússar komnir í Alþjóðabandalagið Á þriðjudagskveldið fór fram at- kvæðagreiðsla í Geneva um það hvort Rússland skyldi fá sæti í Al- þjóðabandalaginu. Atkvæðagreiðsl- an fór þannig að 40 atkvæði voru með tillögunni, en engin á móti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.