Lögberg - 18.10.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1934
r
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii
C~ ŒFIMINNING
Guðmundur Kriálján Breckman
Fæddur 17. júní 1809
Dáinn 30. ágúst 1934
Fimtudaginn þ. 30 ágúst s. 1. andaÖist á
sjúkrahúsinu í Minnedosa, Manitoba, hinn vel-
þekti heiðursma'Öur Guðmundur Kristján
Guðlaugsson Breckman. Hann var fæddur á
Klungurbrekku á Skógarströnd 1 Snæfellsnes-
sýslu á'fslandi hinn 17. júní 1869.
Foreldrar hans voru hau góðu hjón Guð-
laugur Þorleifsson og kona hans Karitas Guð-
mundsdóttir, sem lengi bjuggu á Klungur-
brekku.
Þegar Guðmundur sál. var fjögra ára
gamall þá misti hann föður sinn og ólst því upp
hjá móður sinni þar til árið 1884, að hún brá
búi á Klungurbrekku, og fluttist þá Guömund-
ur til Vesturheims ásamt móður sinni og sex
systkinum, alls höfðu svstkinin verið 9, en tvö
dóu í æsku heima á íslandi.. Þau, sem til Vest-
urheims fluttust voru fjórir drengir og þrjár
stúlkur, drengirnir voru ]reir Kristján, Guðleif-
ur, Guðmundur og Þórarinn. Árið 1905 dó
Guðleifur i Minneapolis, Minn. Kristján dó
árið 1925 á Lundar, Man., svo aðeins cinn er
nú eftir á lífi, Þórarinn Breckman, búsettur á
Lundar, Man. Systurnar voru þær Sigríður,
Kristín og Guðrún, hin siðastnefnda lézt fyrir
nokkrum árum, en þær, sem lifa, eru Mrs.
Sigríður Hnappdal, nú ekkja, búsett í Winni-
peg og Mrs. V. Stefánsson, einnig búsett í
Winnipeg.
Þegar Guðmundur sál. kom til Vestur-
heims ásamt móður sinni og systkinum, þá
búsettu þau sig fyrst i N. D., og voru þar í sjö
ár, síðan fluttust þau til Winnipeg, og þar
byrjaöi Guðmundur að vinna sig áfram við al-
genga daglaunavinnu. Það kom brátt í ljós,
að hann var sérstaklega verklaginn, hagsýnn
og ráðagóður, duglegur með afbrigðum, trúr
og ráðvandur, og hollur húsbændum sínum,
enda leið ekki á löngu þar til hann komst að
góðri stöðu hjá timburverzlunarfélagi einu,
að nafni Brown and Rutherford Lumber Co.
Guðmundur sál. náði fljótt hylli hjá yfirmönn.
um sínum, þvi ölluin var það ljóst hvað infkl-
uin hæfileikum þessi ungi og efnilegi maöur
var gæddur. Með brennandi álniga og björt-
um framtíðarvonum vann Guðmundur fyrir
sér, móður sinni og tveimur af vngstu syst-
kinum sinum í mörg ár, og einnig kom hann
þeim upp myndarlegu heimili í Winnipeg, svo
]?að sýnir sig að frá hans ungdómsárum hefir
hvílt blessun yfir öllu hans starfi.
Hinn 22. júní árið 1897 gekk hann að eiga
eftirlifandi ekkju sína, Jakobínu Guðjónsdótt-
ur ísleifs; hin ungu hjón byrjuðu þá bú sitt i
Winnipeg, en næsta ár, 1898, fluttust þau til
Rosser í Manitoba og var Guðmundur sál. ráðs-
maður á landi því, er áðurnefndir húsbænclur
hans áttu, og sýnir þetta hvað mikið traust og
tiltrú hann haföi hlotið hjá þessu félagi.
Guðmundur Kr. Breckmati starfrækti
land þetta í Rosser, þar til árið 1901 að hann
sagði upp stöðu sinni, og keypti þá land fimm
mílur austur af Lundar, Man., og á því landi
bjuggu þau hjón þar til árið 1913, að þau fluttu
til Lundar, og hafa búið þar síðan.
Árið 1902 voru það nokkrir menn, sem
stofnuðu rjómabúið á Lundar, og var Guðm.
K. Brcckman einna fremstur í þeirra flokki.
Rjómabúið var bændaeign, og var Guðmund-
ur formaöur þess fyrirtækis, og veitti því for-
stöðu þar til árið 193Í, að hlutafélag Jietta
seldi rjómabúið til núverandi eiganda þess,
Guðmundar Jóhanns, fóstursonar Guðmundar
sál. Breckman, enda var Guðmundur sál. þá
mjög farinn að heilsu. öll þessi ár, sem Guð-
mundur var formaður Rjómabúsins á Lundar,
þá er sagt að það fyrirtæki hafi lánast ágæt-
lega, og staðið í miklum blóma undir hans
stjórn. Árið 1912 réðist Guömundur K. Breck-
man í þjónustu verzlunarfélags, sem kallaði
sig I«ike Manitoba Trading Co., og starfrækti
verzlun sina á Lundar, Man. Hafði nú Guð-
mundur tvær vandasantar stöður á hendi, for-
mensku rjómabúsins og einnig þessarar verzl-
unar, en bæði fyrirtækin gengu ágætlega. Árið
í<9 r 3 kevpti Breckman sál. verzlun þessa í fé-
lagi með hróður sínum Kristjáni, og ráku þeir
hana var til árið 1922 að þeir seldu verzlunina.
Guðmundur hélt nú áfram ráðsmensku
við rjómabúið, en Kristján byrjaöi timbtir-
verzlun á Lundar. Árið 1925 lézt Kristján,
eins og áður er getið, en þá keypti Guðmund-
ur heitinn timburverzlunina af ekkju bróður
síns, og starfrækti þá verzlun til dauðadags,
ásamt því að hafa formensku rjómabúsins þar
til ársins 1932, eins og fyr er sagt.
Þeim Breckmans hjónum varð xi barna
auðið, 6 stúlkur og 5 drengir, tvö dóu í æsku,
9 lifa, og eru þau: Kristín Sigríður, gift Árna
Stefánssyni, búsett í Vivian, Man.; Jakobína
lvarítas, gift Lárusi Ingimundarsyni, búsett á
I.undar, Man : Sigurlaug Helga og Maria
Emily, báðar starfandi hjá Eaton’s Co. í Win-
nipeg, og Margrét Guðrún við hjúkrunarnám
í Winnipeg, allar ógiftar. Drengirnir eru:
Walter Friðrik, giftur Pálínu Kristjánson, þau
eru búsett á Lundar, Man.; Guðmundur Krist-
ján, gjftur Clarice Skagfield, búsett á Oak
Point, Man.; (juðjón George, giftur Agnes
Armstrong, þau búa í Fort William, Ont. og
Guðlaugur Ágúst,«ógiftur, heima hjá móður
sinni: einnig tvö fósturbörn, sem eru þau
Thelma Þórhalla Eyford, heirna hjá fóstru
sinni og Guðmundur Jóhann, sem áður er get-
ið, alt er þetta hið mannvænlegasta fólk, vel
mentað og alið upp i hinni mestu siðprýði, enda
var heimili þeirra Breckmans hjóna ríkt af
ástúð og kærleika, sem mótaði hugarfar barn-
anna til alls hins góða, því eins og Guðmund-
ur sál var fyrirhyggju- og ráðdeildarmaður,
eins, og ekki síður, var hans góða og ástúðlega
kona, sem stóð honum við hlið bæði í blíðu
sem striðu, og samtaka voru þau í öllu, sem
miðaði til hins góða; þeirra heimili var í alla
staði hið ánægjulegasta, og sönn gleði og sam-
úð átti þar heirna, þar ríkti einnig íslenzk gest-
risni og myndarskapur á öllunt sviðuni, enda
voru þau hjón elskuð og virt af öllum, sem
þeirn kyntust.
Með GuÖm sál. Breckman er einn af okk-
ar mætustu mönnum til moldar gengimt, sem
í mörg ár hefir verið prýði sinnar bygðar, og
ídstaðar komið frarn sein hið mesta göfug-
menni. Hann var mannkosta og drengskapar-
maður, hann mátti ekki vamm sitt vita hvorki
í smáu né stóru, eins og hann var heiðarlegur
og prúður í allri viðkynningu, eins var hann
einnig í viðskiftalífinu, hann var lipurmenni
hið mesta í öllum viðskiftum, blíður og við-
mótsgóður, réttsýnn og hjálpandi undir flest-
urn kringumstæðum, hann var greindur og
glaðlyndur, og þarafleiðandi skenxtilegur i sam-
tali, hann mátti ekkert 'áumt sjá og var allra
manna fúsastur til þess að rétta hjálparhönd
þeim sem þurfandi voru.
Guðmundur heitinn var kristinn rnaður í
orðsins fylstu merkingu, og hann starfaði af
lífi og sál fyrir málefni hinnar lútersku kirkju
í sinni bygð, þrátt fyrir þau mörgu og miklu
störf, sem á honurn hvildu. Hann var einn af
aðalmönnunt, sem hrintu til framkvæmda
kirkjubyggingunni á Lundar, og starfaði að
því af miklu kappi; hann var einnig forseti
safnaðarins í mörg ár, og leysti það vanda-
sama værk vel af hendi, ineð áhuga og trú-
mensku, eins og alt annað, sem hann tók að
sér að gjöra.
Guðmpndur var bilaður á heilsu nokkur
síðustu ár æfinnar, og oft varJxann rúmfastur
sem vikurn skifti; mun hans heilsuleysi mest
hafa stafað af hjartabilun, en þrátt fyrir það
þó heilsan væri biluð, þá heyrðist hann aldrei
mögla, því trúin og traustið á tilveru hins al-
góða Guðs haföi gefið honum fullvissu um
hið sæla eilífa líf, sem opinberaðist honum í
hans öruggu trú á Drottinn sinn og frelsara
Jesúm Krist, og síðast í hinu harða dauðans-
stríði á sjúkrahúsinu i Minnedosa, þá virtist
hvíla yfir þessum góða manni, óútmálanlegur
og guðlegur friður, þar sem hann lá fullviss
um hinn bráða endi æfi sinnar. Hann bað um
bæn og guðsorð, og nærveru geisladýrð hins
eilífa guðdóms virtist hvíla yfir hans bliða and-
liti. Hann kvaddi alla þá rnörgu og géiðu vini,
sem komu úr ýmsum áttum til þess að sjá
hann í síðasta sinn á þessari jörðu, svo kvacldi
liann konu sína og börn, og andi hans var tek-
in af himneskum þjónum og fluttur heim til
sælunnar lands.
Far þú í friði, friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alt og alt.
Gekst þú með Guði, Guð þér nú fylgi,
hans dvrðar-hnoss þú hljóta skalt.
Guðmundur sál. var jarðsunginn frá
Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg á mánudag-
inn 3. september, aö viðstöddu fjölmenni. Séra
Björn B. Jónsson, TJ.D. talaði á ensku og séra
Jóhann Friðriksson las guðsorð og flutti ræðu;
einnig sá, sem skrifar þessar línur, talaði nokk-
ur minningarorð við líkbörur hins látna.
Drottinn blessi tninningu hans.
G. P. J.
Ástarsaga Kitcheners
lávarðar
Eftir H. Church.
Framh,
Hin systirin, ungfrii Lucy Hutch-
inson, var mikið gefin fyrir útreið-
ar. Fáir hestamenn eða riddarar
hefðu tekið henni fram'þar; þvi
siður mundi nokkur kona í allri
Lundúnaborg hafa í þeirri list gert
betur. En slys beið hennar, eins og
hinnar systurinnar.
Einn dag, þegar hún var á út-
reið í Hyde Park, kastaðist hún af
hestinum og stórskaddaðist. Hún
var tekin upp og' flutt heim, en
meiðslin voru svo mikil, að mænan
haföi skemst, svo hún varð krypl-
ingur og þar á ofan rúnxföst það
sem eftir var æfinnar.
Það var ekki unx neina aðra að
gera til að hjúkra þessum þjáðu
konum en Karolínu bróðurdóttur
þcirra, og hún vildi ekki í neinu
víkja hið minsta út frá þdrri
skyldukvöð.
Járnviðjar örlaganna voru nú
fyrir fult og alt búnar að hlekkja
hana niður, og hún gerði sér fulla
grein fyrir þvi.
Upp frá þessu, og þar til þær
dóu—en milli þeirra urðu nokkur
ár—gaf hún sig alla við mannúðar-
skyldu þeirri, er forsjónin hafði
lagt henni á herðar. En ekki vant-
aði það, nóg var um freistingarnar,
sem allar bentu i þá átt, að hún ætti
að verja lífi sínu öðruvísi; nóg var
af þeim mörgum og laðandi öll hin
mörgu ár, sem á eftir fóru. Karo-
lína Hutchinson var vel gefin, hafði
óvenju góða greind, og var þar að
auki ásjálegur kvenmaður, og svo
stóð hún til.að erfa miklar eignir.
Þessvegna átti hún völ á mönnum,
og gerðust margir-til að biðja henn-
ar, ef til vill ekkert síður af alhug
en hinn ungi, mannborlegi verk-
fræðingur, sem um þetta leyti var
að ryðja sér braut til frægðar og
frama í útlöndum — en það var
Kitchener.
En hún gaf þeim öllum ákveðið
afsvar, en elskhuga sínum frá ung-
dómsárum veittist Karolínu Hutch-
inson lang erfiðast að neita, en það
varð hún samt að gera, og sagði
honum hreinskilnislega eins og var,
að hún gæti ekki orðið kona hans,
og um leið gerði hún honum fulla
grein fyrir hverjar ástæður væru
þar til; þær væru tvennskonar.
“Eg verð að gegna skyldu þeirri,
senx forsjónin hefir lagt mér á herð-
ar,j’ sagði hún. “Og svo er annað:
Eg er orðin vön að lifa við fábreytt
og lítilmótleg lifsskilyrði, en þú átt
mikla framtíð fyrir höndum, þess-
vegna þarft þú að fá þér konu af
hérri stétt, sem vön er samkvæmis-
lífi og öllu þar að lútandi. En það
er mín innileg ósk, að fá ætíð að
vera einn af þínum beztu vinum.”
Kitchener, sem ætíð var maður
með mönnum—mintist ekki á hjú-
skaparmálin fraimr, en tók þvi eina
sem hún gat látið honum í té—vin-
áttuna. Hann hefir að öllum likind-
um vitað að fyrir sig mundi aldrei
verða um neina aðra konu að gera,
að minsta kosti er það eitt vist, að
hann giftist aldrei.
En það sem eftir var æfinnar
hafði þessi þróttmikli maður, sem
menn héldu að aldrei leitaði sam-
úðar nokkurs manns, stvrk og stuðn-
ing af þessari göfugu konu, sem
bæði leiðbeindi honum og styrkti,
hugarfarslega. Til hennar fór hann
með sigurvinningar sinar: til henn-
ar fór hann einnig þegar hann þurfti
ráðlegginga, hluttekningar og sam-
úðar við.
Þau voru bæði komin á sjötugs-
aldur, þegar heimsstyrjöldin byrj-
aði; þá hvildi ábyrgðin sem þyngst
á honum, og áhyggjur og erfiði að
sama skapi. Þá komu stundir senx
hann hætti alt í einu vinnu, og sagði
við þá af samverkamönnum stnum,
sem hjá honum voru á hermálaskrif-
stofunni: “Herrar, eg er þreyttur.
Eg ætla að fara og hvíla mig tiokkr-
ar klukkustundir. Eg kem svo aft-
ur að þeim tíma liðnum.”
Svo lét hann koma með bílinn
sinn og ók burt, til að njóta hvíldar
og fá endurnýjaðan styrk af návist
STYRKIR VEIKLUÐ LÍFFÆRI
NDGA-TONE styrkir og bygglr upp
líífærin. Ágætt til þess að styrkja maga-
vöðvana, eykur matarlystina og hjálpar
meltingunni. Eykur vökvann I maga
og görnum. NUGA-TONE hefir þau
áhrif, að stykja hjartað svo að það
starfar betur. pað er mjög gott fyrir
sjúklinga, sem eru að ná heilsunni aft_
ur. Takið inn NUGA-TONE í dag.
Sannfærist um ágæti þess. Nðg til heils
mánaðar fyrir elnn dollar. Ábyrgst að
lækna, eða peningum yðar skilað. Selt
í öllum lyfjabúðum.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL, bezta
lyfið, 50c.
hinnar ágætu konu, sem hafði létt
honum marga raunastund.
Kitchener hafði oftast verið er-
lendis, því þar var hans starfssvið.
En hvar senx hann var, þá skrifaði
hann henni jafnan, og skýrði henni
frá öllum áformum sínurn, instu
óskum og vonum. Öll þessi bréf
geymdi hún vandlega, en þau voru
að lokum orðin mörg hundruð aö
tölu. Eitt af þessum bréfutn skrif-
aði Kitchener lávarður ungfrú
Hutchinson frá Dover á Englandi.
Þá var hann kominn á stað til
Egyptalands til að taka trúnaðar-
stöðu þá, er hann var kvaddur til.
í þessu kveðjubréfi, sem hinn mikli
hermaður ritaði, kernst hann svo að
orði:
“Guð gefi að misklíð sú, er nti
stendur yfir, líði hjá, svo ekki verði
stríð milli allra Evrópuþjóðanna.”
Eins og kunnugt er, fékk hann
boð um að hætta við för sína til út-
landa.en koma þegar í stað til Lund-
úna. Hann kom heim til ungfrú
Hutchinson áður en hún var, búin
að fá bréf hans. “Eg fékk boð um
að koma til fundar við stjórnarráð-
ið,” sagði hann henni; “og eg er nú
á leiðinni þangað.” Fáum klukku-
stunduin síðar skrifaði hann henni
að þar eð stríðið væri byrjað hefði
stjórnin kvatt sig til að verða her-
málaráðgjafa, og hefði hann tekið
stööunni. Hún sáfhann ekki aftur
fyr en að nokkrum dögunx liðnum,
og þá hvíldi ábyrgð sú, er hann
hafði á sig tekið, á honum eins og
þyngslafarg.
Ekki löngu eftir að stríðið byrj-
aði, stofnsettu þau Kitchener iá-
varður og ungfrú Hutchinson félag
það, senx á var minst hér að fram-
an, og sem jafnan hefir verið nefnt
“Kitchener félagið,” en sá félags-
skapur hefir orðið hermönnunum
hin rnesta hjálparhella, eins og
kunnugt er. Þetta “Kitchener fé-
lag,” sem allir á Bretlandi kannast
við, og þó einkanlega hermennirnir,
kotn af öðrum örsmáum félagsskap,
sem nefndur hafði verið “Ilinn
konunglegi félagsskapur vinnandi
kvenna, og hafði verið stofnaður
nokkrum árum fyrir heimsstyrjöld-
ina, af konu, sem var dóttir nafn-
kends málara við konungshirðina
brezku. Upphaflega hafði það ver-
ið tilgangur félagsins og stefna að
hjálpa þeim"konum sem urðu, ann-
aðhvort að cinhverju levti eða alveg,
að vinna fyrir skjölskyldum sínum,
og eins og þessi stærri félagsskap-
ur, sem af því myndaðist, var það
algerlega án allrar gustukakendar i
starfi sínu.
Óðar en heimsstyrjöldin skall á,
beindi hinn “Konunglegi félagsskap-
ur vinnandi kvenna” þegar athygli
ungfrú Hutchinson að því. Ung-
frú Hutchinson lét þá þegar í ljós
löngun til að ganga í félagið, og
varð brátt ein af félagskonunum.
Hvatti hún svo Kitchener til að
styrkja félagið með nafni sínu og
fulltingi.
Þegar hún sagði honum frá starfi
þess í þágti hermannanna á bardaga-
vellinum og hverju það þá þegar
væri búið að áorka, og hversu það
byggist við að geta framkvæmt
margt og mikið meira, varð hann
þegar fúslega við tilmælum hennar,
og varð málefninu eins sinnandi eins
og hún.
Þessi ágæta kona var í sannleika
ímynd góðggerðaseminnar. Þó arf-
ur sá, er henni hlotnaðist eftir föð-
ursystur sinar væri mikill, þá hafði
hún, áður en stríðið hófst, verið
svo mikið búin að gefa til líknar-
stofnana, og svo víðar, er styrjöld-
in byrjaði, þá svo mikið til hinna
ýmsu styrktarstofnana fyrir her-
mennina og fjölskyldur þeirra. að
þegar hún dó, lét hún ekki miklar
eigur eftir sig.
Hún hafði ætið övenju rnikla
hluttekningu með heilsulausu fólki,
og einnig með stúlkum, sem voru
af góðu fólki komnar, en höfðu
fallið á vondum tímum, og þetta
fólk styrkti hún efnalega eftir
mætti. Fólkið á sjúkrahúsunum í
Lundúnum þekti hana vel, og karf-
an, sem hún vanalega kom með
þangað, fulla af gjöfum—sem upp
á síðkastið var handa særðum her-
mönnum — er enn geymd vel og
vandlega af þeim, sem þar kyntust
henni, er hún vann svo mjög í þágu
hermannanna á vígvellinum — en
það var umhyggjan fyrir því starfi,
sem lá henni ríkast á hjarta, unx það
leyti að hún dó.
Kitchener var blíður elskhugi, og
ótal atvik sýna, á einn og annan hátt,
hve einlægt og órjúfandi sambad
þeirra var, þó oft væru þau í rnikl-
um fjarlægðum hvort við annað.
Ungfrú Hutchinson var mikið
gefin fyrir blóm—einkanlega voru
það dalaliljur svokallaðar — sem
henni likaði bezt, og hvar sem.hús-
bóndinn á Broome Park, — heimili
Kitchener lávarðar—var staddur,
þá, eftir boði hans sendi garðmað-
ur iians ætíð vikulega blóm og ávexti
til Phillmore-garða. Eftir fráfall
Kitcheners hélt garðmaðurinn upp-
teknum hætti, og sendi vikulega
þangað hlónx, eins og áður, cn þau,
sein siðast komu, voru með mikilli
viðkvæmni, lögð á líkkistu ungfrú
Hutchinson.
Fyrir þenna sinn hezta vin lét
Kitchener lávarður taka af sér sér-
staka mynd, og sendi henni hana
með svohljóðandi yfirskrift: “Frá
þínum trúfasta Herbert.’’ Hafði
ungfrú Hutchinson lagt svo fyrir
áður en hún dó, aö myndin yrði
lögð í gröf með sér, en vegna
hryggilegra mistaka var það ekki
F.n af og til á hinu fræga og við-
burðarika æfiskeiði Kitcheners lá-
varðar, komu upp kvittir um að
hann, sem sumir héldu kvenhatara,
hefði i hyggju að kvænast einni eða
annari tíginni konu. Ungfrú Hutch-
inson tók þessum fregnunx nokkuð
eftir því, hvort þær urðu umræðu-
efni milli hennar og Kitcheners
sjálfs, eða milli hennar og einhvers
af kunningjum hennar; eins og t. d.
þegar fréttin kom um ]>að, að
Kitchener ætlaði að ganga að eiga
nafnkunna konu, sem búin var að
missa mann sinn.
Svo þegar Kitchener lávarður
kom næst til ungfrú Hutchinson,
sagði hún stillilega:
“Eg heyri sagt að þú ætlir að
fara að gifta þig.”
Hún hefir líklega ekki sagt þetta
i fullri alvöru', en Kitchener tók því
ekki sem gamni.
“Þarf eg að segja þér að það er
ekki sannleikur,” spurSi hann. “Þú
veist betur en nokkur annar að það
er ekki nema ein kona fyrir mig.”
1 annað skifti kom samskonar
frétt til ungfrú Hutchinson, en i
það 'sinn var það ein af vinkonum
hennar, sem sagði frá, enda virtist
sú fregn hafa all-áreiðanlegar heim-
ildir við að styðjast.
“Þessi fregn er með öllu tilhæfu-
laus,” sagði ungfrú Hutchinson,
með meiri ákafa en hún var vön að
viðhafa.
“Eg hefi fulla vitneskju um aS
það er ekki.”
Vald það, sem ungfrú Hutchin-
son hafði vfir Kitchener var undr-
unarefni þeirn fáu er um vissu.
“Það er undravert,” sagði einn
merkur rnaður, senx til þekti, “hvaða
vald þessi smávaxna kona hefir
yfir þessum mikla manni.”
En í það eina skifti er hún, sein
var hans kærasti vinur, reyndi að
aftra honum frá að framkvæma það,
sem hann áleit skyldu sína að gera,
mistókst henni það algjörlega. Þó
undarlegt megi virðast, þá var það
út af Rússlandsförinni, sem varð
til þess að hann misti lifið, að ung-
frú Hutchinson, af kvenlegri var-
úð gegn hættum, hóf ákveðin og
öflug mótmæli.
Framh.
► Borgið LÖGBERG!