Lögberg - 08.11.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.11.1934, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1934 3 Grettir Ekki kæmi mér á óvart, þó a'S einhverpum kynni aS sýnast sem svo, aS veriS sé aS bera í bakkafull- an lækinn, er eg fer nú að segja frá vitrum hundi, sem eg átti á yngri árum mínum og lógaSi sakir elli, fyrir 34 árum síSan. Þó lang- ar mig aS Dýraverndarinn birti sögukorn þetta, og vona, aS lesend- ur hans virSi mér til vorkunnar til- raun þessa, aS halda minningu seppa míns viS lýSi. Það mun hafa veriS áriS 1885, aS eg eignaSist hund þennan, og var þaS meS dálítiS einkennilegum hætti. Eg átti þá heima hjá for- eldrum mínum á Borgum í Vopna- firði, og skrapp eitt sinn, eins og gengur og gerist, til næsta bæjar, sem eg hirSi þó ekki um aS nafn- greina. Sá eg þar á bænutn stálp- aSan hvolp, svartan aS lit, en mjög ótútlegan, ljótan útlits og í mesta máta vanhirtan. Mér hafSi snemma falliS illa, aS sjá skepnur í slæmu standi, hvort sem var af skorti eSa annari vanlíSan. Gat eg því ekki á mér setiS, og fór eitthvaS aS tala um útlit hvolpsins. VarS húsfreyj- an fyrir svörum og sagSi eg mætti eiga hvolpinn,.ef eg héldi aS væri artandi upp á hann. Fyrir honum lægi ekki annaS en að verSa lógaS, og þaS hiS bráSasta. Flann væri mesta vanmetaskepna, sem engu tauti yrSi komiS viS. t fyrsta lagi stæli hann öllu, sem hann næSi í af matartæi, og þar næst sýndi hann sig líklegan til aS-bíta menn og rífa. Og i stuttu máli væri ekki annaS um hann aS segja, en alt hiS versta. Þó aS lýsing húsfreyju væri alt annaS en fögur, fór eg samt aS veita hvolpinum meiri athygli en áSur, og kjassa hann. Gat eg ekki betur séð, en aS augu hans væri greindarleg, og aS i þeim speglaS- ist fullkomin einlægni. TalaSi eg hlýlega til hans, klappaSi honum og reyndi á allar lundir aS láta eins vel | aS honum og eg gat. Tók hann því 1 öllu vel, og lét á ýmsan hátt í ljós ánægju sina yfir því, aS hafa loks- ins fundiS mann, sem hann virtist mega treysta. Var auSfundiS í öllu aS atlot mín voru honum ný- lunda, sem í fyrstu kom honum undarlega fyrir sjónir. En hitt fór ekki dult, aS honum féllu ])au vel í geS, og þegar hann fór aS sleikja hendur mínar, sýndist mér svipur húsfreyju verSa eitthvaS undarlega kindarlegur. Eg bjóst svo til ferð- ar, kvaddi fólkiS og kallaSi á hvolp- inn meS því nafni, sem honum hafSi veriS gefiS, en þaS var Grettir. Brá hann viS og fylgdi mér viSstöSu- laust. Var hann hinn ánægSasti og fögnuSur hans mikill. Þóttist eg geta lesiS úr augum hans, aS hann væri feginn því, aS skilja viS heim- ilið og fólkiS þar, hvaS sem viS tæki. Upp frá þeirri stundu yfirgaf hann mig aldrei, hvorki á nótt eSa degi, væri hann sjálfráStir, þar til vegir skildu, eins og fyr segir. Og sú er sannfæring mín, aS eg hafi aldrei, hvorki fyr né síSar, gengiS stærra happaspor til næsta bæjar, en daginn þann, sem eg eignaSist Gretti. Skamma stund hafSi eg átt Gretti, er eg varS þess var aS hann var ágætum vitmunum gæddur. VarS hann og brátt hinn vænsti fjárhundur, svo meS afbrigSum þótti, og mátti segja, aS þá list lærSi hann a.f sjjálfsdáSum. Þá var fært frá á hverju sumri, og kom mönnum því betur á þeim dög- um, aS þurfa ekki að tefja sig viS aS ganga hvert spor í kringum ærn- ar, til aS halda þeim vísum. Komst eg og létt út af þvi aS gæta kví- ánna, því aS þar var Grettir jafnan á verSi. HeyrSi eg líka utan aS mér, aS margur öfundaSi mig af slíkum smalahundi, og sumir buS- ust til aS greiSa afar verS fyrir hann, ef eg vildi selja hann. En eg hafSi sömu svör viS alla; það væri sama, hvaS í boSi væri; Gretti seldi eg ekki neinum . . . . og svo mundi hann ekki tolla hjá öSrum en mér. AS mörgu var Grettir einkenni- legur í háttum og varS eg þess brátt var, er eg fór aS nota hann viS aS smala ánum. T. d. dugSi mér ekki, ef eg var aÖ smala í brattlertdi, aS vera fyrir ofan ærnar, þá íékst hann ekki til aS reka þær ofan eftir. Tók eg þá þaS ráS, að ganga i ró- legheitum eftir jafnlendinu fyrir neSan, en lét Gretti hafa fyrir þvi a'S smala brekkurnar. Sýndi sig fljótt, aS þetta átti betur viS skap hans. Þurfti eg ekki annaS en benda honum aS fara upp á viS. Tók hann þá á rás, rótaSi aSeins viS þeim ánum, sem á leiS hans urSu upp brekkurnar, en hélt svo áfram á slóSum hinna upp fyrir brúnir, og létti ekki fyr en hann þóttist viss um aS hafa komist fyrir þær allar. En þær ær, sem urðu hans varar héldu oftast heim á leiS, enda skild- ist þeim fljótt, aS ekki var viS lamb- iS aS leika sér þar sem Grettir var og vissu á hverju þær áttu von, ef þær voru. eitthvaS aS dunda í brekk- unum ; því aS þegar hann kom aftur aS ofan fylgdi hann þeim fast eftir heim á kvíaból, og stundum nokkuS harkalega. S)?stir mín, sem þá var 12 ára aS aldri var oft send til að snúast viS ærnar. En aldrei hlýddi Grettir mér aS fylgja henni, þótt eg skipaSi honum þaS meS harðri hendi, og hún gerSi sit’t til aS hæna hann aS sér. Þá tók eg þaS ráS, aS eg batt um hann snæri, og lét telpuna svo teyma hann meS sér þangaS til hún þurfti aS nota hann. Þá fór hann aldrei frá henni, fyr en hún var komin aftur heim meS ærnar, og smalaSi þá eins og hann var vanur. Þá var ekki mjög amalegt aö reka meS honum stóra fjárhópa, og svæsinn var hann aldrei; tók þó dá- lítiS i óþægar og bágrækar kindur ef því var að skifta, en takiS var svo laglegt, aS hann skemdi aldrei neina kind. Aftur á móti var hann mjög ýtinn viS alla stórgripi, og væri honum att í hesta var hapn á stundum svo harSleikinn, aS þeir æddu undan honum eins og trylling- ar. Og teymdi eg taumþungan hest, þurfti eg ekki annaS en segja Gretti aS reka á eftir. Hann fór ekki aS gelta, eins og flestra hunda er siSur, heldur glefsaÖi hann þegj- andi í hæla hestsins, er sá sitt ó- vænná og gekk liSlega fram með. Á þeim árum fékst eg talsvert viS að skjóta rjúpur, og fvlgdi Grettir mér jafnan fast eftir, þó aS mér væri lítiÖ um þaS gefiS. En ekki var mér til neins aS ætla aS loka hann inni; hann vissi alt af hvaS mér leið, og gætti þess vand- lega aS fylgjia mér. Aldrei elti hann rjúpur, en svo var vigamóSur hans mikill, aS þegar eg bar byss- una upp aS vanganum og miSaÖi á rjúpu, þá rauk hann af staS, og tetlaði aS verSa nógu fljótur aS hremma bráSina. En stundum varS hann helst til veiSibráSur og stygSi upp rjúpurnar áSur en mér vanst tími til aS hleypa af. DugÖi mér hvorki aS sneypa hann né hirta, og var engu líkara en að honum væri ekki sjálfrátt, þegar svo bar undir.. Enda var þaS aSeins í þessu eina, sem hann hlýddi ekki skipun- um mínum. HafSi eg þá ekki önn- ur ráS, en aS hafa hann i sauÖbandi, og batt hinum enda snærisins utan um mig. Lét hann sér þetta vel líka, er hann vandist þvi, og gat eg geng- ið þannig meS hann allan daginn, án þess aS hann gerSi mér nokkura minstu hindrun. Snemma komst eg aS því að Grett- ir var meS afbrigum ratvís og vissi eg aS óhætt mundi aS trcysta hon- um. Er mér þó eitt atvik, öSrum fremur, minnisstætt, er sannar rat- vísi hans. Eg var eitt sinn sem oft- ar staddur i Hofteigi á Jökuldal, og vorum viS þy þrír saman, Vopn- firSingar. Þá var hálfur mánuSur af vetri og kominn talsverSur snjór á SmjörvatnsheiÖi. ViS lögðum af staS árla morguns, en eftir því sem viÖ færÖumst liærra upp á heiSina, IjókkaSi veSurútlit. Námum viS þá staðar á melhól einum og rædd- um milli okkar, hvort ráSlegt mundi aS halda ferSinni áfram, eða ekki. Grettir hafSi runniS á undan, eins og hann var vanur. En þegar hann varð þess var, aS viS höfSum num- iS staSar, settist hann niSur þar sem hann var kominn, og mændi í norður; þóttist eg sjá, aS heimfýsi mundi komin í hann. ViS vorum svo aS þinga um það fram og aftur, hvaS gera skyldi. Létu félagar mínir á sér skilja, aÖ ráSlegast mundi aS snúa aftur, en eg var þess fýsandi, aS halda áfram, og«agSi aS óhætt mundi að streysta hundinum: hann mundi rata, væri hann sjálf- ráður. Allir sem til þekkja vita, aS SmjörvatnsheiSi er afar löng og svo aS segja kennileitalaus, en hver melaldan annari lik. Er þar þvi vandrataS, einkanlega þó í skamm- degis-hríSarveSrum. Þegar viS höfSum tafiS þarna um stund og þæft um ferÖalagiÖ, kallaSi eg á Gretti. Virtist hann mjög á báS- um áttum aS gegna mér, en skreiddist þó til mín, og leyndi sér ekki, aS hann gerSi það meÖ mestu ólund. SagSi eg þá glaSlega, en lézt þó aSallega snúa máli mínu til Grettis: “Jæja, viS skulum ekki vera aS þrátta um þetta lengur, heldur halda áfram ferSinni!” GlaÖnaÖi þá yfir Gretti, og lagÖi hann samstundis á staS, og stefndi i sömu átt og áSur. Og þar meS var teningnum kastaÖ. ViS héld- um svo á eftir hundinum, og lét- um hann ráða ferÖinni. Og þannig gekk þaS alla leiS yfir hei'Öina, aS Grettir var jafnan spölkorn á und- an, fór þráÖbeint án þess nokkuru sinni aS hika, og virtust allir sam- huga um aS hlita leiSsögu hans. AS vísu var aldréi mjög hvast, en afar dimt og því villugjarnt. Mundi því heimförin yfir Smjörvatnsheiði hafa reynst okkur torsóttari í þetta sinn, hefSum viS ekki notiÖ leiS- sögu Grettis, og jafnvel tvísýnt um ferðalokin. —Eg er nú farinn aS eldast, ferð- sat lítiS og kem sjaldan til kinda. En eftir aS samvistum okkar Grett- is lauk hefi eg aldrei komið svo til kinda, aS mér hafi ekki orSiS hugs- aS til hans. Hefi eg þó oft átt væna og góða fjárhunda, en engan jafnsnjallan honum, hvorki um vit né dugna'S. ÁsbjarnarstöSum, 12. april 1932. Guðmnndnr Kristjánssón. —Dýraverndarinn. SPURNING OG SVAR. Af því eg veit hann er og var andlegum Lrafti gæddur. SegSu mér, laxmaöur, hvernig og hvar og hvenær var djöfullinn fæddur? K. N. Eru aS grufla ártalið, öSlings myrkra svinna; ætla aS heiSra afmæliS, ef þeir daginn finna. Gamli. Svar við spurningu K. N. Stjána að svara fyllir fang, fram samt Gvendur brokkar: Djöfullinn er lang-lang-lang- langafa bróðir okkar. Svona kirkjan sagði mér söguna vísdómsrika. Sönn ef hver ein saga er sönn er þessi líka. 7. G. D. Móðir MóSir, þin eg minnast vil í óði, móðir, þó mér orð> um tungu vef jist móðir, þó aS mál í gráti kefjist, móSir, viS þig ræði eg bezt i hljóSi. MóSir, þó aS mörg séu skilnaSs árin, móSir, þinn eg æ er sami drengur, móSir, þína minning á eg lengur, móSir, ennþá flóa saknaÖs tárin. Hví er eg alt af svona sorgargljúpur saknaðsfullur, veill og táramildur, get eg ei læknast lífs í svölum bárum ? Hvort er mér sorgar áverkinn svo djúpur, og æfi minnar vegur hörmum fyldur, og sál mín þrungin sorgarinnar tárum ? S. B. B. Úr Austur-Skafta feitssýslu. — Samkvæmt frétt frá tiÖindamanni útvarpsins i HornifirSi náðu bænd- ar þar irn seintts u heyjum í -síðast- liðinni viku. Hey eru þar hrakin, en munu nálgast meðallag aS vöxt- um, hjá flestum. PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 6 38 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Gr&ham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 < DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office tímar 4.30-6 Viðtalstími 3—5 e. h. Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba 218 Sherburn St.—Sími 30877 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzknr lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Girjjli l'yrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfraiöingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. lslenzkur lögfrœöingur Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. Svanhvit Johannesson LL.B. tslenzkur "lögmaöur” Viðtalsst.: 609 Mc ARTHUR BG. Portage Ave. (I skrifstofum McMurray & Greschuk) Sími 95 030 Heimili: 218 SHERBURN ST. Sími 30 877 DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESCRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sfmi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 403 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILÐING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE*26 545 WINNIPEG Phone Your Orders Dr. Cecil D. McLeod DR. T. GREENBERG Roberts DrugStores Dentist Dentist Limited Royal Bank Building Hours 10 a. m. to 9 p.m. Sargent and Sherbrooke Sts. PHONES: Dependable Druggists Phones 3-6994. Res. 4034-72 Office 36 196 Res. 51 455 Prompt Dciivery. Nine Stores Winnipag, Man. Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPTOMETRISTS MASSEUR “Optical AuthoritieR of the West” STRAIN’S LIMITED Optometrists 318 Smith Street (Toronto General Trusts Buildlng) G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Tel. 24 552 Winnipeg Símið og semjið um samtalstfma / BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We speeialize in Permanent Wavins, Finger Wavlng, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur, að sór að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 o0RE’S TAJc ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — llentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL í WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG ^Winnipeg’s Dovm Town Hotel" 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Dinners and Functions of all klnds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager 11 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Ouests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 CorntoaU Hotcl Sérstakt ver6 á viku fyrir námu- og fiskimenn. KomiC eins o& þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG 11 o ■ _ k 1 i * • .1 U1 •• 1 1 jy it rays to Advertise ín tli ie Logl berg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.