Lögberg - 20.12.1934, Blaðsíða 12

Lögberg - 20.12.1934, Blaðsíða 12
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1934. Úr borg og bygð Minmál BETEL í erfðaskráni yðar ! G. T. spil og dans, verður hald- iS á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn í næstu viku í I.O.G.T. húsinu á Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. 1. verðlaun $15.00 og átta verð- laun veitt, þar að auki. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dans- inum.—Lofthreinsunartæki af allra nýjustu gerð eru í byggingunni. — Allir velkomnir. Heklufundur í kvöld (fimtudag). Messuboð Aætlaðar messur um jólaleytið í prestakalli séra Sigurðar Ólafsson- ar:— Sunnudaginn 23. des., Hnausa, kl. 2 síðd. (ársfundur eftir messu). Sunnudaginn 23. des., Riverton, kl. 8 síðd., (jólaprógram sunnudaga- skólans.). 25. des., Vjðir, kl. 2 e. h. 26. des., Árborg, kl. 3 síðd. (jóla- prógram sunnudagaskólans). Sunnudagirtn 30. des., Framnes, kl. 2 síðd. 1. janúar, 1935, Geysir, kl. 2 síðd. Séra Jóhann Fredriksson messar á Lundar á jóladaginn kl. 2 e. h. Fáið kassa af þremur KIEWEL’S tegundum heim fyrir jólin Veljið að vild. Tylft af White Seal, sex Ehiblin Stout og sex Grain Belt, fer í kassa. — Þannig fyltir kassar fást ein- ungis frá ölgerðinni til að sendast heim. Phone 201 178 Annast verður um pantanir og flutning frá ölgerðinni til kl. 11 á laugardagskveld (22. des.) og mánudag 24. des. Sérstakt jólabrugg af White Seal Beer Grain Belt Beer Dublin Stout Sunnudaginn 23. des., jólamessa í Eyford-kirkju kl. 2 e. h.; jóla- guðsþjónusta barnanna og tré kl. 8 e. h. Mánudaginn 24. des., jólamessa og samkoma, Hallson, kl. 3 e. h.; jólamessa og tré, Gardar, kl. 8 e. h. Jóladaginn 25. des., jólamessa, Vidalínskirkju kl. 11 f. h.; jóla- messa, Péturskirkju við Svold, kl. 2 e. h. Messur og samkomur í Gimli prestakalli um jólaleytið eru fyrir- hugaðar sem hér segir: Jólamessa og jólatréssamkoma í kirkju Árnes- safnaðar föstudagskvöldið þ. 21. des., kl. 8.30 e. h. Morgunmessa að Betel sunnudaginn þ. 23 des., á venjulegum tíma. Ensk jólamessa í kirkju Gimli safnaðar að kvöldi sama dags, kl. 7 e. h. Á aðfanga- dagskvöld jólatréssamkoma í Betel, kl. 7.30, og samkoma i kirkju Gimli safnaðar kl. 9 e. h. Jólamessa í Betel á jóladaginn kl. 10 að morgni. Sama dag íslenzk jólamessa kl. 3 e. h. í kirkju Gimlisafnaðar. Að kvöldi jóladags, kl. 8.30, er fyrir- j huguS jólamessa og jólatréssam- j koma i kirkju Víðinessafnaðar. i Reynt verður að byrja i tíma á öll- ! um tilteknum stöðum. Jólamessur í Vatnabygðum Sunnudaginn 23. desember i Westside skóla kl. 11 f: h. og í Foam Lake kl. 3 e. h., á jóladaginn í Mozart kl. 2 e. h. og í Elfros kl. 4 e. h., svo annan i jólum, Hólar, kl. 2 e. h.; sunnudaginn 30. desem- ber í Kandhar kl. 1 e. h. og i Wyn- yard kl. 3 e. h.; á nýársdag í Krist- nes skóla kl 2 e. h. Gjörið svo vel og fjölmenniÖ við messurnar. G. P. Johnson. Séra Jakob Jónsson messar í Sambandskirkjunni næstk. sunnu- dag kl. 7 e. h. Jólasamkoma Sambandssafnaðar fer fram í kirkju safnaðarins á að- fangadagskvöld kl. 7.30. — Jóla- messa verður 4 jóladag kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson prédikar. This advcrtisement is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commisslon is not responslble for state- ments made as to the quality of products advertlsed. Séra Bjarni A. Bjarnason býst við að messa í Brandon næsta sunnudag, þ. 23. des., kl. 2 e. h. Um jól og nýár býst hann við að hafa hátíðamessur á íslenzku og ensku, í Upham, N. D.—Nánara auglýst þar heima fyrir. Almanak 1935—41 ár. Innihald: Almanaksmánuðirnir, um tímatalið, veðurathuganir o. fl. Safn til landnámssögu ísl. í Vestur- heimi: Sögu-ágrip íslendinga í Suður-Cypress sveitinni í Mani- toba með myndum. Eftir G. T. Oleson í Glenboro. íslandsvinurinn Arthur Middleton Reeves með mynd. Eftir prófessor Richard Beck. Tvær merkar íslenzkar konur með myndurn. Eftir J. Magnús Bjarnason. Ingibjörg Bjarnadóttir Sveinsson með mynd. Eftir J. J. Bíldfell. Sveinbjörn Björnsson, 06 ára gam- all sjóvíkingur frá Breiðafjarðar- eyjum með mynd og kvæði eftir Þorskabít. Leiðréttingar og viðaukar við land- námsþætti Pineybygðar. Eftir S. J. M. Helztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vesturheimi. J ólagjöf Yfir ioo bls. - Kostar 50 cents ÓLAFUR S. THORGEIRSSON 674 Sargent Ave., Winnipeg. Hjónavígslur Þann 5. þ. m. voru gefin saman 1 í hjónaband á Mountain, N. Dak., þau Effie Einarsson og Skúli Stefánsson frá Hensel. Hjónavígsl- an fór fram á heimili foreldra brúð- arinnar, þeirra Mr. og Mrs. F. M. Einarsson. Séra H. Sigmar gifti. Sunnudaginn 16. þ. m. voru þau Edward Aitken og Margaret Spittal, bæði frá Camper, Man., gefin sam- an í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að Camper. Óriðjafnanlegt eldsneyti hrernig sem riðrar Við höfum ávalt á takteinum kol og við, er fullnægir þörfum hvaða heimilis, sem er. Fljót og ábyggileg afgreiðsla. WOOD’S COAL Co. Ltd, 49 1 92 - Símar - 45 262 Farsœlar vörur með hagkvœmu verði. Leyfisbréf, Gimsteinar og Giftingarhringar Póslsendingar afgreiddar samdceaurs. Ung stúlka í Ameríku misti alveg röddina er hún var 14 ára og liöu 8 ár unz hún aftur gat komið upp einu orði. Það skeði á þann hátt, áð eitt sinn cr hún var með foreldr- um sínum í mótorbát á vatni einu, varð árekstur mikill og bátnum hvolfdi. Henni varð bjargað nær dauða en lífi, og er hún komst á land hafði hún aftur fengið málið. Ameríkumaðurinn George Sheri- dan setti um daginn met í fiskáti. Hann át 193 sardínur á rúmum klukkutíma. Sunnudaginn 7. okt., voru þau Edward Steinthór Johnson og Augusta Emilía Brynjólfsson, bæði frá Winnipeg, gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteinssyni. Hjónavígslan fór fram á heimili Ágústs Magnússonar sveitarskrifara Coldwell sveitar og konu hans Ragnheiðar (f. Straumfjörð). Er heimili þeirra skamt frá Lundar bæ. Brúðguminn er sonur Tryggva og Rósu Johnson, sem lengi bjuggu í Pembina í Norður-Dakota; er Tryggvi dáinn, en Rósa býr að Leslie í Saskatchewan. Brúðurin er dóttir Halldórs Rrynjólfssonar og Rósu Magnúsdóttur er bjuggu á Birkinesi í Nýja íslandi. Eru þau bæði dáin fyrir allmörgum árum. Eftir dauða móður sinnar var brúð- urin alin upp af móðurbróður sín- um August Magnússyni. Organisti við athöfnina var Mrs. S. B. Stur- laugsson frá Winnipeg, systir brúð- gumans. Ólafur Johnson frá Leslie, bróðir grúðgumans söng sóló, og ennfremur aðstoðaði hann brúð- gumann við vígsluna, en með brúð- inni stóð systir hennar, Magný Vil- helmína Brynjólfsson. Um 45 manns sátu veizluna: móðir og bróðir brúðgumans frá Leslie, Sask., skyldfólk brúðhjónanna frá Lundar og Winnipeg ásamt öðrun: vinum. Vigfús kaupmaður Gutt- ormsson frá Lundar, ásamt flokk, sem var með honum, skemti með söng. Húsbóndinn flutti brúð- hjónunum hjartnæmt ávarp í óbundnu máli. Einnig fluttu ræð- ur þeir Vigfús Guttormsson og presturinn. Brúðhjónin þökkuðu fyrir með viðeigandi orÖum. Að lokinni veizlunni fóru þau skemti- ferð til Grand Forks í NorÖur Dakota. Heimili þeirra er í Win- nipeg. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat jrreiBlegra um alt. eem flutninsrum lýtur, emAum e8a »tAr- um. Hvergri sannj?Jam*.r* verB Heimill: 762 VICTOR 8TRBRT Sfml: 24 600 íslenzka Gullfanga Verzlunin THE WATCH SHOP THORLAKSON - BALDWIN Gull- Úr- og Silfursmiðir 699 SARGENT AVE., WINNIPEG Ljúffengustu og beztu tegundir af ÍSRJÓMA fyrir Jólin og Nýárið Gleðileg Jól! —^ i ! CRESCENT CREAMERY COMPANY LIMITED I............... \fl££& Brennið kolum og sparið ! Per Ton Dominion Cobble, (Sask. Lignite $ 6.50 Premier Cobble, (Sask. Lignite) 5.90 Wildfire Lump, (Drumheller) 11.35 Semet Solvay Coke 14.50 “AN HONEST TON FOR AN HONEST PRICE” Öll kol geymd í vatnsheldum skýlum, og send heim á vorum eigin flutningsbílum. Phones: 94 309 — 94 300 McCurdy Supply Co. Ltd. Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E. Kostaboð Sameining- arinnar Verð Sameiningarinnar er einn dollar um árið. En nú bjóðast eft- irfylgjandi kostaboð: Sameiningin eitt ár (borguð fyr- irfram) og Minningarrit dr. Jóns Rjarnasonar ($i.oo) hvorttveggja $1.00. Sameiningin tvö ár (borguð fyr- irfram) og Minningarritið í vönd- uðu léreftsbandi ($2.00), hvort- tveggja $2.00. Sameiningin, þrjú ár, (borguð fyrirfram) og Minningarritið í moraco með gyltu sniði ($3.00), hvorttveggja $3.00. Minningarritið er ein hin vand- aðasta bók að öllum frágangi, sem gefin hefir verið út meðal Vestur- fslendinga. Bæði gamlir og nýir kaupendur geta notið þessa kosta- boðs. Þurfi að senda ritið með pósti, greiðir áskrifandi 15C fyrir burðargjald. Sendið pantanir til Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winni- peg, eða snúið yður að umboðs- mönnum blaðsins. 89 402 PHONE 89 502 B. A. BJORNSON Sound Systems and Radio Service óslcar öllum Islendingum GLEÐILEGRA JÓLA! 679 BEVERLEY ST., WINNIPEG The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPO. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” m&n- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins BINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Vandalaust að velja hátíðamatinn! Úrval af Tyrkjum, Hænu-ungum, Gæsum og Öndum, að ógleymdu Hangikjötinu fræga og Rúllupylsunni í búð vorri! Gleðileg Jól og Nýár! Þökk fyrir viðskiftin árið sem leiðl <§) WEST END F00D MARKET 680 SARGENT AVE. Sími 30 494 S. JAKOBSSON, eigandi VEITA ÁNŒGJULEG VIÐSKiFTl Af langri reynslu hafa bændur komist að því, að þegar þeir senda korn sitt til United Grain Growers Ltd., þá eru þeir ánægðir með við- skifta höndlunina. DNITED GRAIM GROWERJ I® AðaLskrifstofa, Hamilton Building WINNIPHG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.