Lögberg - 02.09.1937, Síða 1

Lögberg - 02.09.1937, Síða 1
50. ÁRGAIíGUB Úr borg og bygð John J. Arklie, gleraugnasérfræS- ingur verður í Riverton Hotel á fimtudaginn 9. sept., og í Arborg Hotel á föstudaginn 10. sept. Mr. Bjarni Sveinsson frá Kee- watin, Ont., var staddur í borginni nokkra daga i vikunni sem leiS. Mr. Otto Hjaltalín, sonur Guð- jóns H. Hjaltalíns, sem starfaS hefir um alllangt skeið bjá Hudsons Bay félaginu í Montreal, er nú fyrir skömmu kominn til Vancouver, þar sem hann gegnir öllúm innkaupum fyrir karlmannafatnaðardeild þessa mikla verzlunarfélags. Mrs. Guðrún Helgason, piano- kennari. er nýkomin heim eftir hálfs þriðja mánaðar dvöl í New York, ásamt frænku sinni, Valdine Condie, undrabarninu í piano-spili, sem hún alment er kölluð. Mrs. Helgason tók til starfa við pianokenslu á ný þann 1. þ. m. Miss C. Olafsson, sem lengi hefir gegnt hj úkrunarkonu starfi fyrir Bandaríkjastjóm (Department of the Interior, Indian Field Service), að Mayetta, Kansas, hefir nú ný- verið tekið að sér samskonar stöðu að Nulato, Alaska; lagði hún af stað þangað frá Seattle, Wash.. þann 28. fyrra mánaðar. Miss Olafsson er dóttir Chris. jólafssonar lífsá- byrgðarumboðsmanns hér í borg- inni. Miss May Paulson frá Regina, Sask., dóttir þeirra Mr. og Mrs. W. H. Paulson, sem bæði eru fyrir skömmu látin, lagði af stað suður til New York á sunnudaginn var i heimsókn til systur sinnar. Miss Paulson hefir góða stöðu hjá stjórn Saskatchewan fylkis. Mr. John Christopherson frá Vancouver, er nýkominn til borgar- innar ásamt frú sinni og tengda- systur, til þess að heilsa upp á vini og fornar stöðvar við Winnipeg- vatn og í Argylebygð. Mun fólk þetta dveljast hér um slóðir nálægt mánaðartíma. Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E., will meet at the home of Mrs. J. Thorpe, Ste. 2 Boniveens Apts., Spence St., on Tuesday, September 7th, at 8 o'clock. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar, heldur sinn fyrsta fund eftir sumarfríið, í samkomusal kirkjunn- ar, á fimtudaginn þann 9. þ. m., kl. 3 eftir hádegi. Mr. Emile Walters, listmálari, kom hingað til borgarinnar sunnan úr Brownhéraði í Manitoba á sunnu- dagskvöldið var, þar sem hann hefir unnið að landslagsmálun um hrið. Mr. Walters kom með þeim Mr. og Mrs. F. Stephenson, er dvalið höfðu þar syðra um helgina. Frá Mikley komu til borgarinnar á mánudaginn þau Jónas skáld Stef- ánsson Ágúst Williams kaupmaður og Ingibjörg Sigurgeirsson kennari. Byrjaði Ingibjörg kenslu við skóla einn skamt frá Transcona þann 1. þessa mánaðar. Dr. B. J. Brandson, Mrs. Brand- son, Miss Theodora Brandson og Miss Margrét Björnson, fóru í skemtiferð suður um Bandariki á iaugardaginn. Ferðafólk þetta ráð- gerði að verða um tiu daga að heiman. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER, 1937 NÚMER 35 I Prófessor Sanki Chikawa, kennari í íslenzku og ensku við Hinn Keisaralega Háskóla í Tokyo og séra Jón Sveinsson, S.J. (Nonni). Kaflar úr bréfi frá séra Jóni Sveinssyni, S.J., til bróður hans í Winnipag. Afmælishátíðin í Minneota Fimtugsafmæli prestakallsins ís- enzka í Minnesota var haldið heilagt neð viðhafnarmikilli guðsþjónustu kirkju sankti Páls safnaðar i vlinneota, sunnudaginn 22. septem- ar, ellefu að morgni. Stólræður fluttu tveir prestar sem áður hafa þjónað sókninni, þeir séra N. Steingrímur Thorláksson og dr. Bijörn B. Jóns- son, en heimapresturinn. séra Gutt- orrnur Guttormsson( þjónaði fyrir altari. Séra Steingrímur prédikaði á íslenzku, hugnæmt og andríkt erindi, út af samtali Krists við Nikódemus. Hafði hann lagt út af sama textan- um þegar hann fyrir réttum fimtíu árum var vígður til þessa prestakalls. Ræðan var flutt af eldmóði og skör- ungsskap, sem mörgum tilheyrend- um toun íhafa komið á óvart, því að séra Steingrimur er kominn yfir átt- rætt. — Ræða dr. Björns var á ensku. Ragði hann út af orðum Krists í f jallræðunni: “Leitið fyrst Guðsríkis og hans réttlætis—,” og brýndi fyrir kirkjunnar mönnum að sinna betur hinni mannfélagslegu hlið kristindómsins, heldur en þeir hafa gjört að undanförnu. Taldi hann afar nauðsynlegt fyrir kirkj- una, að hún fengi vikkað starfssvið sitt á þennan hátt, einmitt á vorri tíð, og gjört sér meira far um að kristna þjóðlíf ekki síður en einstakl inga. Erindið var auðugt að sögu- rökum og snjöllu máli. Á eftir þess- ulm ræðumönnum flutti séra Krist- inn K. Ólafson stutt ávarp fyrir hönd kirkjufélagsins, og síðan las heimapresturinn nokkur kveðju- skeyti með árnaðaróskum til safnað- anna. Tveir söngflokkar tóku þátt í athöfninni. Stýrði þeim ungfrú Jennie Frost, dóttir Jóhannesar Frost, sem var einn af stofnendum sainki Páls jsaftrtðar. Annað há- tiðabrigði var einsöngur frábærlega bjartnæmur, sem frú Irwin Ander- son söng. Hún er dótturdóttir eins af stofnendum Vesturheimssafnað- Sigbjörns S. Hofteig. Hefir hún getið sér ágætan orðstir sem söngkona — var fyrir nokkrum ár- um “sólóisti” í söngflokknUm fræga St. Olaf College Choir. Á eftir guðsþjónustunni var ekið á bifreiðum suður í Camden State Park, einar átján tnílur til suðaust- urs frá Minneotabæ. Þar var mann- f jöldanum skemt með söng og ræðu- höldum að lokinni máltíð. Ræður fluttu þrír safnaðarlimir, P. V. Peterson, G. B. Bjömson og frú J. A. Josephson, fyrir hönd Lincoln. sankti Páls og Vesturheims safnaða. K. Valdimar Björnson las upp kvæði sem skáldkonan María G. Árnason hafði ort og fékk það góðan orðstír. —Aðrir, sem tóku til máls, voru prestarnir þrír, séra Steingrímur, dr. Björn og séra Kristinn, og Arin- björn Bardal. Heimapresturinn stýrði skemtuninni. 1 næstu tvo daga, stóð yfir fundur prestafélagsins íslenzka. Hann var haldinn í sankti Páls kirkju í Minne- ota. Auk prestanna sem áður voru nefndir, sóttu þeir fundinn séra Sig- urður Ólafsson, séra Rúnólfur Mar- teinsson, séra Jóhann Bjarnason og séra Egill H. Fáfnis. Ungmenna- mót var haldið í sömu kirkjunni á þriðjudagskvöld, og fluttu þar allir prestarnir stuttar tölur. Það er almanna rómur hér suður- frá, að þessar þrjár samkomur hafi verið stór-uppbyggilegar, og að há- tíðarhaldið muni lengi verða í minn. um haft. Fréttaritari L 'ógbergs. Minning landnemanna Hér á helgum Drottins degi, Dýrðarljóma umvafin Þessi landnámsbygðin bezta, Býður yður velkomin. Hér er letruð sígild saga, Sannar — dýrar minningar Hinna löngu liðnu tíma, Lýsigulli fágaðar. Útlendingar trausta tóku Trygð við þenna bygðarhring, Þar sem loforð vænstu vona Voru skrifuð alt i kring. Hingað Alvalds hönd þá leiddi, Hér var stríð og þrekraun háð. Hér varð sigur frægur fenginn Fyrir Drottins líkn og náð. Frumherjar af frónskum stofni, Fram sér nýja ruddu braut. Hófu starf með dáð og drengskap, Drottinn signdi lán og þraut. Hvers dags raun varð heilög vfgsla —María G. Arnason. Hetjulund hins þjáða manns. Hér var lífi og fjöri fórnað Fyrir kynslóð landnemans. Dagar liðu — draumur rættist, Dreifast býli um fagra sveit. Söngvar hljóma. Klukkur kalla, Kirkja er vígð í helgum reit. Landneminn' í Guðshús gengur, Grátklökk þögn er lofgjörð hans; En í hæstu hæðir stígur Hjartans mál: “Ó, Guð vors lands.' Nú skal minnast. Nú skal þakka, Nýjum degi er gönguto mót. Trú og von hér tókst að sigra Tímans þunga öldurót. Hraustir synir — dætur dýrar! Dána — horfna landnemans; Lyftið hátt mót sól 0g sigri Sæmdarríku merki hans. “— —■ Hérna erum við nú í brennandi sumarhitanuto; sumrin hér eru afar heit. Eg er að reyna að losast við gigt mína, sem veldur mér margra óþæginda. Japanskur Hari-i læknir hefir nú stungið mig með nálum sínum í heilan mánuð— þeir eru líka kallaðir “accupuncture læknar — en það sýnist ekki ætla að gera nokkuð gagn. Annars líður mér vel. Eg verð víst alt sumarið í Japan. Mér lýst ákaflega vel á Japana. — Stríðið, sem nú er byrjað milli Japana og Kínverja breytir ferða- áætlun minni nokkuð. Eg fékk boð frá Tientsin að koma þangað, en það litur út fyrir að það gæti orðið hættulegt. Eg verð þá aö f ara aðra leið heim. . Þann 19. júní var mér boðið að koma á fyrirlestur í “The Imperial University” í Tokyo. Herra Sanki Chikawa er þar kennari í íslenzku! Eg varð forviða að heyra Japana lesa Eddurnar og sögurnar okkar. Þeir voru að snúa “Þrymskviðu” Mr. G. F. Jóhannsson frá Selkirk var staddur í borginni á mánudag- inn. Ætlaði hann samdægurs norð- ur til Mikleyjar. Miss G. E. Stefánsson, sem út- skrifuð er í hjúkrunarfræði af Al- menna sjúkrahúsinu í Winnipeg, en starfar nú við sjúkrahús í New York, heimsótti fyrir nokkru for- eldra sína að Gimli, þau Mr. og Mrs. V. Stef&nsson. Meðan Miss Stef- ánsson dvaldi á Gimli var hátíðlegt haldið gullbrúðkaup afa hennar og ömmu, þeirra Mr. og Mrs. S. Ei- riksson. Miss Stefánsson er nú far- in heim aftur til New York. Mr. Hjörtur Lárusson, hljóm- fræðingur frá Minneapolis, Minn., kom til borgarinnar á fimtudaginn í vikunni sem leið. Fór hann sam- stundis norður til Gimli til fundar við föður sinn, Mr. Lárus Guð- mundssón, og systur sína, Mrs. Steindór Jakobsson, er þar dvaldi í sumarbústað. Mr. Hjörtur Lárus- son ráðgerði að dvelja um hálfs- mánaðar tíma á þessum slóðum. Miss Pearl Hanson pianokennari frá McCreary, Man.} var stödd í borginni í vikunni sem leið. Mrs. J. B. Johnson frá Gimli, var stödd í borginni á mánudaginn. Miss Gerður Narfason frá Gimli kom til borgarinnar um helgina, til þess að hef ja nám við Success Busi- ness College. Mr. G. L. Stephenson, 744 Ban- ning Street ,er nýkominn heim ásamt fjölskyldu sinni, úr ferðalagi til Minneapolis og ýmissa annara stór- borga sunnan landamæranna. (Hamarsheimt) og “Ferð Þórs ti! Útgarða-Loka” úr islenzku á ensku. Eg var 3 klukkutíma hjá þeim og var það mjög skemtilegt. Þessi há- skóli er sá skrautlegasti se;m eg hefi nokkurntíma séð, jafnvel skrautlegri en Vesturheims háskólarnir, sem annars eru hinir prýðilegustu, en Japanar vilja vera fyrstir af öllum. Þar er höll við höll, allar aðdáan- lega fagrar. Eina höllina kostaði Rockefeller; gaf miljón dollara til þessarar byggingar. Áður en eg fór var tekin ljósmynd af herra próf. Sanki Chikawa og mér og sendi eg þér hana með þessu bréfi.----” Séra Jón getur þess að fyrsta bókin (af Nonna bókunum) sem nýlega hafa verið þýddar á jap- önsku, kom út seint í júní. Vafa- samt þótti að útgáfan borgaði sig á þessuto krdþputímum; en svo fór að fyrsta prentunin seldist upp á 3 vikum og önnur útgáfa komin út. Miss Pálína Johnson frá Gimli er nýkomin til borgarinnar til þess að stunda nám við Success Business College í vetur. Á miðvikudaginn þann 25. ágúst síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband í Selkirk, þau Waty Claire Cornish og Harold Valtyr Benson. Foreldrar brúðarinnar bjuggu lengi í Selkirk, en eru bæði dáin. Brúðguminn er elzti sonur þeirra Mr. og Mrs. Runólfur Ben- son í Selkirk. Rev. S. C. Wright framkvæmdi hjónavígsluna í Selkirk United Church; Að aflokinni vígslu- athöfninni, var setin vegleg veizla að heimili brúðarinnar, 245 Britan- nia Avenue. Ungu hjónin fóru því næst í brúðkaupsför suður um Bandaríki. Framtíðarheimili þeirra verður í Selkirk. Lögberg flytur þeim innilegar hamingjuóskir. ALVARLEGUR ATBURÐUR Þann 26. ágúst síðastliðinn, var sendiherra brezku stjórnarinnar í Kína á ferðalagi bíl sínum um 50 mílur frá Shanghai, er svo vildi til, að japanskt flugfar varpaði sprengju að bílnutn, og hlaut sendiherrann, Sir Hugh Knatchbull-Hughessen af því 'all alvarleg meiðsl; var honum fyrst i stað ekki hugað lif ; nú er þann þó sagður að vera á sæmileg- um batavegi. — Nú hefir stjóm Breta krafist þess af Japönum að þeir biðji opinberlega fyrirgefningar á tilevrknaðinum. Bíll sendiherr- ans hafði brezka fánann við hún; er flugfar Japana varpaði sprengjunni, svo um misgrip gat ekki verið að ræða. Meiriháttar veizla Síðastliðinn sunnudag buðu þau rausnanhjón Mr. og Mrs. A. G. Polson, 118 Emily Street hér í borg- inni til veizlu mikillar, þar sem eftir- greint sifjalið þeirra var samankom- ið víðsvegar að: Dr. og Mrs. J. M. Jackson, Es- sondale, dóttir og tengdasonur og sonur þeirra; Robert Wyatt; J. Kon- ráð Polson, Winnipeg, sonur; Mr. og Mrs. F. C. Ward. Erinview, Man., dóttir og tengdasonur, tvö af börnum þeirra, Arahie og Shirley; Mr. og Mrs. B. Bjarnarson, Lang- ruth, dóttir þeirra, Ivy Bonnie; Mr. og Mrs. B. M. Paulson, Árborg. dóttir og tengdasonur, dóttir þeirra Betty; Mr. og Mrs. V. Bjarnarson, Langruth og börn þeirra June og Wallace; Mr. og Mrs. R. Wyatt Polson, Löngruth, sonur og tengda- dóttir^jg sonur þeirra, Robert Olaf- ur; Mr. og Mrs. W. W. Goodman. Winnipeg. dóttir og tengdasonur; Fjóla A. Poíson, dóttir; Florence og Agúst Polson, bróðurbörn Ágústs; Dorothy Polson, Wpeg., bróðurdótt- ir Ágústs; Jón Anderson, bróðir Elízabetar; Mary Anderson, dóttir Jóns; Thor og Runa Thorarinson, frændfólk Ágústs. Auk ofangreinds fólks, var Einar P. Jónsson ritstjóri Lögbergs gestur Polsons fjölskyld- unn'ar við þetta eftirminnilega tæki- færi. FRÁ SPANI Síðustu fregnir frá Spáni bera það með sér. að árásarsveitir Francos séu jafnt og þétt að vinna á. Nú fylgir það sögunni. að Catalóníu fylkið sé í þann veginn að gefa sig á vald árásarmanna án viðnáms. FRÁ ALBERTA Aberhart forsætisráðherra Social Credit stjórnarinnar í Alberta, hefir bréflega tilkynt Sa'mibandstjórninni, að hann sé staðráðinn í að virða að vettugi synjanina á framkvæmd bankalöggjafarinnar nýju, og ætli hann sér þrátt fyrir alt að hrinda henni í framkvæmd upp á eigið ein- dæmi. Miðvikudagsblöðin geta þess, að svar Sambandsstjórnarinnar við bréfi Mr. Aberharts, verði þá og þegar gert heyrinkunnugt. HÖRMUNGARNAR I SHANGHAI Barist er enn sýknt og heilagt í Shanghai, þó enn megi vart i milli sjá hvorum í rauninni vegni betur, Kínum eða Japönum; enda flestar fregnir þaðan næsta þokukendar. Nú hefir illkynjuð drepsótt gosið upp i borginni og umhverfi hennar, er svo hefir magnast með degi hverj- um, að miðstjórn Kínaveldis í Nan- king, hefir leitað ásjár Þjóðbanda- l'agsins og Norðurálfuþjóða. Japan- ir hafa nú gert til þess tilraun, að loka Kína fyrir siglingum. NÝJA SILDARÞRÓIN A SIGLUFIRÐI •Hin nýja síldarþró, sem bygð hef- ir verið við rikisverksmiðjurnar á Siglufirði er mikið og merkilegt mannvirki. Er fyrir skömmu tekið að nota hana og hefir hún komið í góðar þarfir, nú í hinu mikla síldar- hlaupi. Fer hér á eftir lýsing á þrónni og vinnubrögðuto við hana. Síldinni er steypt af vögnum í svo. nefnda forþró og þar er hún söltuð. Þangað er örstuttur akstur, en öku- pallar eru yfir forþrónni. Á miðj- um forþróarbotni er flutningsband, sem ber síldina að skóflulyftu, er flytur hana áfram. Yfir forþró er vélasalur og þrjú stór herbergi. Stærð forþróar er 15.5 sinnum 11.6 m. og hæð 16 metrar. Með skóflu- lyftunni 'flyzt síldin 16 m. skáhalt upp á við og rennur þar lárétt á flutningsband, sem liggur upp undir mæni aðalþróarhússins. Aðalþróar- húsið er 30 sinnum 15 metrar að flatartnáli, 15 metra hátt tvílyft með tvöföldum timburskilrúmum, er sía blóðvatnið úr síldinni. Húsið skiftist í 4 aðalþrær — tvær á hvorri hæð. Af lágrétta bandinu uppi hell- ist síldin á skáfjöl í efri eða neðri þrær eftir vild, en gangbrautir eru meðfram bandinu til beggja hliða. Yfir þrónni er steinsteypugólf og í því niðurfallsop fyrir síldina, en til beggja handa eru saltgeymslur. Síldin úr þrónum er tekin inn í verk- smiðjurnar á venjulegan hátt. Hrá- lýsið, síast úr á mörgum stöðum og rennur í safnþrær í kjallara við for- þró en þaðan er því dælt með mið- flóttaaflsdælu f lýsisker verksmiðj- anna. Þróarhús toeð vélasal er út- búið svo að hægt sé að koma þar fyrir kælivélum til þess að kæla síld- ina ef þörf gerist, en í sumar þótti ekki ástæða til vélakaupa, því búist er við að þeirra verði ekki þörf fyr en þróarrúm verksmiðjanna stækkar að mun. Áætlað er að þróin rúmi minst 25.000 mál og geti tekið við 600 máluto á klukkustund. Búist er við að síldin geymist þar mun betur en í venjulegum þróm vegna þess að ekki gætir sólar eða regns. Þróna er hægt að lengja utn 30 metra og bætist þá við 22 þús. mála rúm. Timinn 5. ágúst. ROTHSCHILD LAVARÐUR einn af auðugustu mönnum brezku þjóðarinnar, lézt þann 27. f. m. að heimili sínu i Hertfordshire, 69 ára að aldri. Hann átti sæti um 11 ára skeið í neðri málstofu brezka þings- ins, áður en hann varð lávarður. Friðrik Sveinsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.