Lögberg - 02.09.1937, Page 2

Lögberg - 02.09.1937, Page 2
2 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 2. SBPTEMBER, 1937 Ljóðmæli Matthíasar Eftir Steingrím Matthíasson. Ljóðmæli Matthíasar Jochums- sonar. Útgefandi: Magnús Matthíasson. Reykjavík 1936. Engin jólagjöf, sem eg hefi feng- iÖ um dagana, hefir nokkurn tíma verið mér kærkomnari, en skraut- útgáfan af ljóðmælum föSur míns, sem Magnús bróðir minn sendi mér á jólunum í vetur. Af mikilli rausn hefir hann, svo að segja í einum rykk, komiÖ þessari nýju útgáfu á markaSinn, algerlega á sinn eiginn kostnað, og vandaS til hennar af mestu smekkvísi. Sjálfur verS eg aS játa, aS eg hafði gugnaS og sömuleiSis þeir bókaútgefendur, er eg hafSi snúiS mér til, vegna þess hve fyrirtækiS sýndist áhættumikiS. ViS gátum ekki hugsaS okkur út- gáfu allra ljóSanna nema í mörgum stórum og dýrum bindum. Og hve- nær gæti almenningur keypt upplag af .slíku bókasafni ? Magnús leysti spursmáliS á óvæntan hátt en ein- faldan. Hann kom öllum ljóSunum fyrir í einu bindi. MeS ágætri aS- stoS Þorsteins Gíslasonar ritstjóra tókst honum, aS koma þessu í kring á tveimur mánuSum og munu fleiri en eg hafa dáSst aS röggseminni og góSum vinnubrögSum. En vissu- lega eiga prentararnir i Isafoldar- prentsmiSju sinn góSa hluta af þakklætinu fyrir. í þessari nýju útgáfu eru saman komin öll sérstæS kvæSi Mattihíasar, sem vitaS er aS hann hafi ort eSa þýtt. í einu handhægu bindi, sem aSeins er rúmur þumlungur aS þykt, er alt samankomiS, sem var í Öst- lundsútgáfunni (en hún var í 5 bindum <jg hvdrt þeirra um 3Ö0 bls.), og svo aS auki mikiS og nýtt kvæSasafn, sem út af fyrir sig mundi fylla 3 bindi á viS Östlunds- bindin. Sá, sem sér þessa nýju útgáfu- MatthiasarljóSa í búSarglugga, eSa handleikur hana, mun í fljótu bragSi alls ekki trúa því, aS þar séu saman- komin öll ljóð Matthíasar, heldur mun hann ímynda sér, aS hér sé að- eins um nýtt úrval að ræða. En sannleikurinn er, að þetta eina bindi, samsvarar nýrri östlundsútgáfu i 8 bindum, meS samtals 2,400 blaðsíS. um. Hér er á 968 blaSsíÖum öllu hinu mikla efni komið fyrir, og hefir það lánast meS því, aS letriÖ er hæfilega smátt, prentið nokkuS þétt og papp- írinn þunnur, en þó góður og sterk- ur. Og ennfremur er plássiS notaS vel með því, aS kvæðunum hefir víð- ast veriÖ tvíraðað, en sumstaðar þrí- raÖað á hverri síSu. Þetta fyrirkomulag er tekið upp eftir enskum siS, sem margir munu kannast viS, bæSi af enskum biblí- um og ljóSabókum enskra og ame- rískra skálda. Þegar athugað er þetta form bók- arinnar og alt efnið, s^m hún geym- ir, þá er það hin mesta furöa hve ljóSabók þessi er ódýr í samanburði viS allar aðrar ljóSabækur íslenzkar. Munurinn er svo geysilega mikill, aS ef tiltölulega sama verð væri sett á MatthíasarljóSin eins og ljóðmæli sumra annara skálda yrSi þaÖ aS vera kr. 120:00 eSa nálægt því, og mundi þaÖ þykja dýrt, án þess þó aS vera þaS í raun réttri. Magnúsi var áhugamál, að sem flestum yrSi kleift aS kaupa bókina og verðlagði hana því eins lágt og honum var unt, þaS er á krónur 30,00 eintakiS í vönduðu bandi. En til þess aS kjúfa kostn- aðinn, þrátt fyrir lágt verS, tók hann þaS ráð, að gefa út sérstök tölusett eintök, á vandaðri pappír en hin og innbundin í skrautband, og verSlagSi þau á kr. 150.00 hvert. Og fyrir vinsældir föSur okkar og Magnúsar sjálfs, tókst honum, að fá góSa menn og ýms bókasöfn til aS kaupa góSan hluta*af þessum dýru eintök- um og styrkja meÖ því heildarútgáf- una svo að hún gæti boriS sig. Og þaS mundi hún nú vafalaust gera ef salan gengi fljótt og vel. (UpplagiS er 2,000 eintök alls). En því miður má fremur óttast hitt, að salan gangi seint og verSi þá gróSinn sein- tekinn, eða stórtap á öllu, og væri sárt að vita að svo yrSi. * * * Þar sem eg hefi átt allmikinn þátt i aSdráttum til þessarar heildarút- gáfu kvæðanna, er mér skylt í þessu samibandi, aS greina nokkuð frá þvi starfi. ÞaS eru nú rúm 15 ár síSan aS eg byrjaÖi að safna bréfum föður míns og um leið þeim mörgu kvæSum, sem voru dreifS hér og þar í fórum ýmsra manna. En árið 1927 herti eg á leitinni með því, að auglýsa í blöðum, aftur og aftur, eftir þessum gögnum, til væntanlegrar útgáfu síSar. Heimtur urSu dræmar og helzt með talsverðum eftirgangs- munum. Hins vegar spurSi eg uppi margt gott hjá hinum og þesspm frændum og fornvinum föður míns, og fór þá þar á vettvang, sem f jár- sjóði var aS finna, ef þeir ekki bár- ust mér upp í hendur. Eg skrifaði þá upp kvæSin eða lét afrita bréfin, ef eg fékk þau ekki frumrituS. Sumir lágu á þessu eins og ormar á gulli og eg sannfærSist aftur og aft- ur um aÖ lítið gagnaði að auglýsa eftir slíkum skjölum. Menn gefa því varla gaum, og sumir kæra sig kollótta og nenna ekki að leita i skúffum eða í koffortum, innan um rusl af sendibréfum og andstyggi- legum reikningum, stundum uppi á hanabjálkalofti. En með því að koma sjálfur, tókst mér að setja líf í tuskurnar, svo að leit var hafin, sem oft bar ávöxt. Stundum kom þaS fyrir, að eg af hendingu hitti góða karla og konur, sem kunnu utan að vísur og löng kvæði, sem annars voru týnd. Þá var mér skemt, aS koma þeim á pappírinn og forða þeim frá glötun. * # * Veturinn 1930—1931 ætlaði egað dvelja um tíma i Reykjavík, til að snuSra upp þaS sem fyndist á Landsbókasafninu af bréfum og kvæSum. Til þess kom þó ekki, því kona min, frú Kristín, og sonur minn, Baldur, tóku af mér ómakiÖ hvað bréfin snerti. En hvaS kvæða- söfnin snerti, kom mér skyndilega góð og óvænt hjálp, þar sem: var herra Cyril Jackson, enskur fræSi- maSur, sem varð kennari við Menta- skólann á Akureyri þá um 'haustiS. Hann hafði valið sér þaS hlutverk, að safna öllum kvæðum föSur míns, þeiin sem ekki stóSu í kvæSabókun- um. Tók hann nú við þar sem eg var kominn meS safn mitt, og hélt svo áfram sinna ferSa. Hann safn- aði fyrst öllum þeim kvæðum sem fundust i blöðum og tímaritum á bókasafninu á Akureyri, og vélritaSi alt jafnóðum. SíSan fór hann suS- ur til Reykjavíkur og safnaði þar því, sem hann fann á Landsbóka- safninu. Þegar Jackson hafÖi lokið starfi sínu fór hann til Englands og samdi ritgerð um safn sitt, og kveSskap Matthasar yfirleitt, og varS hann fyrir þaS sæmdur meistaranafnbót viS háskólann í Leeds. Þegar hér var komiS, fékk eg enn í lið með mér ágætan aðstoSarmann, þar sem var þingeyska skáldiS Kon- ráS kennari Vilhjálmsson. Eg sendi hann tvívegis til Reykjavikur bæSi til aS afskrifa bréf, eign prívat- manna þar og til aS leita enn betur að kvæðum og bréfum á Lands- bókasafninu. Honum tókst aS finna enn allmikiS af kvæSum og bætti hann þeirn öllum í Jacksons safniS. Þar meS hygg eg aS leitað hafi veriS eins vandlega og hægt var og varla von á aS meira finnist. * * * Eg hafSi fariS vandlega yfir alt safn Jacksons og leiðrétt ýmsar vill- ur í því. Siðan fór Konráð einnig yfir þaS með mestu gagnrýni og báSir fórum við í sameiningu yfir alla Östlundsútgáfuna og leiðréttum þær mörgu prentvillur, sem þar var aÖ finna. Með Jacksons — Konráðs safni í* viðbót viS Östlundsútgáfuna, var nú fengið efniS í heildarútgáfu Matt- híasarljóSa, og var um tíma i ráSi að MenningarsjóÖur kostaSi og sæi um útgáfuna. Úr þessu varS þó ekki, svo aS útlit var fyrir að löng yrði biS á framkvæmdum, nema þá helzt þannig, aS einungis yrSi gefiS út nýtt úrval allra kvæSanna, og gat eg fyrir mitt leyti aldrei sætt mig viS það. En þá kom Magnús bróðir minn til sögunnar, og tók aÖ sér það mikla þrekvirki, að gefa út öll ljóS- in í heild, og kosta útgáfuna sjálfur. Hann og Þorsteinn Gíslason röðuSu nú öllum kvæðunum niður, á nýjan hátt, eftir sínu höföi, og bættu inn í söfnin, bæði GrettisljóSum og nokkrum þýddum ljóðaflokkum, eins og getið er um í formála bók- arinnar. ViS lestur ljóSmælanna hefi eg aftur og aftur glaðst yfir, að hafa nú loks milli handanna öll Ijóð föður míns, öll í einni bók og ekki stærri eSa þyngri en svo, að að auðgert er!, að halda á henni íiannari hendi með- an maður les hana í rúmi sínu (og skemtibækur lesa flestir helzt, eða eingöngu, á kvöldin, þegar þeir eru háttaSir). Ennfremur hefi eg dáðst aS og glaðst yfir hinni smekklegu og að- gengilegu efnisskiftingu ög efnis- yfirlitunum báðum, sem gera öllum auSvelt aS leita og finna fljótt þaS, sem hugann girnir að lesa. ,LetriS er skýrt og fallegt og ekki of smátt, svo að þreyti augun, og þó þríraSað sé kvæðum á sumum síð- unum, fer mjög vel á því fyrirkomu- lagi. En því miður hefir eg, mér til angurs rekist á allmargar prentvill- ur einkum í seinni hluta bókarinnar; en, sem betur fer, eru þær þó flest- ar svo lítilvægar aS fáir munu taka eftir þeim eSa hneykslast á þeim og engar geta kallast stórvægilegar. Eg veit það af m^rgfaldri reynslu sjálfur, hve erfitt er aÖ forðast vill- ur, þó prófarkalestur sé vandaður vel, en verst er, að margar viilur slæðast einmitt inn við vélsetning- una, þegar prentaramir eru að leið- rétta eftir próförkinni. Eg sleppi því að fara að tína upp nokkrar af prentvillunum. Þær verða aS draugast, hver á sínum staS, og verÖur ekki aS því gert héð- an af, fyr en máske í nýrri útgáfu síSar meir. En þaS er ein annars konar villa í bókinni, sem eg verð aS minnast á, og þótti mér hún slysa- leg, en þó spaugileg. Hún er á bls. 671. Þar er visukorn, sem faÖir minn 'hefir aldrei ort, heldur vinur hans Hannes Hafstein. Og vísan er svona: “Eg tala’ ei hér um trú á andann, þó tífalt betri þekking sé; en þetta gutl um guð og f jandann, er gamalt meinlaust sláturfé.” Þessa vísu hafa þeir Þorsteinn og Magnús tekiS í ógáti upp úr Bréfum föSur míns (bls. 380) og haldið hana vera, eins og flestar vísur þar, eftir hann sjálfan, en þar er hún tilfærS úr bréfi, þá nýlega meðteknu frá Hannesi Hafstein. Eg heyrði föður minn oft, i glöS- um hóp vina sinna, hafa þessa vísu yfir og henda gaman aS henni, því hún lýsti svo vel heiSnum hugsunar- ætti Háfnarstúdenta og Brandesar- sinna á þeim árum (kringum 1887). Og faÖir minn var nógu frjálslynd- ur, og a. m. k. annað veifiS nógu heiÖinn til aS taka í strenginn með Hannesi, og skopast að gömlu guð- fræSiijni og hennar “gutli um guð og f jandann.” Þessvegna þfeld egt, aS hann í sínum himni nú, taki sér ekkert nærri, þó svo hafi atvikast, að hon- um sé nú kendur þessi krói Hannes- ar. Eg veit að þeir muni jafna þaS alt meS sér hinum: megin. Eg lýk svo þessari greinargerð meS ítrekaðri þökk til Magnúsai bróður fyrir fallegu nýju útgáfuna. af ljóðum föSur okkar. Eg hefi ekki til þessa séS neinn minnast á bókina nema Jónas Jóns- son frá Hriflu. En hann gerði það svo rækilega, f jörugt og skemtilega, aS unun var aS. ÞaS var, í stuttu máli sagt, ein hinna allra snjöllustu ritgerða um skáldskap Matthíasar, og hefði hann, engu síSur en Jack- son, átt skilið meistaranafnbót fyrir. Eg vil treysta því, að hinir afar mörgu dáendur og vinir Matthíasar- ljóða í landi voru, sýni Magnúsi þakklæti sitt með því, að stuðla eftir megni að útbreiSslu bókarinnar, svo aS hann megi úr býtum bera makleg- an ágóða ómaks síns og framtaks- semi, en ekki f járhagslegt tap. Steingrímur Matthíasson. —Lesb. Mbl. 1. ág. 1937. Frá Edmonton (23. ágúst, 1937) Hér um slóSir hefir veriS óvana- lega votviÖrasamt nú í seinni tíð. ÞaS leit út fyrir það fyrri part sum- arsins að hér yrSi svo sem engin uppskera í haust. Þegar fór aS rigna tók alt stakkaskiftum. Nú lit- ur út fyrir aS hér verSi uppskera í betra lagi; samt verður meðaltaliS í fylkinu rýrara en vanalega, því víSa var úti um alla uppskeruvon, þegar tíSin breyttist. Nú er gott verð á öllum korntegundum, og öðrum af- urSum bænda, svo þetta verður hag- stætt ár fyrir bændur og aðra fylk- isbúa, því þegar bóndanum farnast vel, þá nær velgengni hans til fleiri. Hveitisláttur er byrjaður hér víða, og verSur alment í þessari viku. ÞaS slys vildi til nýlega að Mrs. C. Jónasson varð fótaskortur inni í húsinu, og datt svo óþyrmilega, að annar lærleggurinn laskaðist, svo hún varS aS liggja á sjúkrahúsi í nokkrar vikur. Er hún nú á góSum vatavegi, og búist viS aS hún geti fariS aftur heim til sin þessa dag- ana. Mr. og Mrs. Hjálmar Björnsson frá Minneapolis, lögSu á staS heim- leiðis um miðjan mánuSinn, eftir að hafa skemt sér umi tíma í Jasper Park. Mr. og Mrs. George Salverson eru á förum héðan til Calgary, þar sem hann verSur starfsmaSur C.N.R. fé- lagsins. Var Mrs. Laura G. Salverson haldið veglegt kveSjusamsæti aS heimili borgarstjórans, J. A. Clark, af rithöfundafélaginu hér, sem hún tilheyrir. Mrs,- Key frá Fawcett, Alberta, kom til borgarinnar nýskeð meS ungan bróSurson sinn, sem er fatl- aður, og kom honum undir læknis- hendur hér á einu sjúkrahúsinu; ætla læknar að reyna til aS lækna hann af meinsemd sinni. Þann 1. ágúst var haldin hér ís- lendingadagur, í Victoria Park, fyr- ir atbeina íslenzka klúbbsins. Var þar nokkuÖ fjölment af Islending- um og annara þjóSa fólki, sem er aS einhverju leyti venzlað Islendingum, þvi við teljum þá ætíS með i okkar félagsskap. ByrjaSi samkoman kl. 2 e. h„ jmeS ýmisuml ‘‘sports” sem bæði ungir og gamlir tóku góSan þátt í, og voru verÖlaun veitt þeim sem stóSu sig bezt. Set eg hér nöfn þeirra eftir þeim upplýsingum, sem eg fékk. Fimm ára stúlkur og yngri, fyrir að hlaupa: 1. Margaret Henrikson 2. Joyce Oliver Drengir 5 ára og yngri. 1. Gordon Lloyd. Stúlkur 5 til 8 ára: 1. Donalda Lloyd 2. Laura Oliver Drengir 5 til 8 ára: 1. Ken. Frederickson. Stúlkur 12 til 16 ára: 1. Joyce Johannson 2. Vera Hughes. Drengir 12 til 16 ára: 1. Raymond Gottfred 2. Elswood Johnson. Ungar stúlkur: 1. Vera Hughes. 2. G. Thompson. Giftar konur: • 1. Mrs. Lloyd 2. Mrs. J. G. Henrickson Giftir menn: 1. L. Oliver 2. Mr. Lloyd. Þegar þetta var alt urn garS geng- ið, fóru allir að vitja um malpoka sína og töskur, og settust til snæS- ings. Kl. 4 e. h. kvaddi forseti íslenzka klúbbsins sér hljóðs, Mr. J. G. Hen- rickson, sem lika var forseti dagsins, og setti samkomuna með nokkrum inngangsorSum. Tók S. GuSmundsson næst til máls, og skýrSi í stuttu máli frá til- efni og þýSingu sem þessi hátíða- höld ár hvert hefSi fyrir íslendinga hér i landi. Mr. G. Gottfred var næstur á dagskrá. TalaSi hann um þýSingu þessara hátiSahalda, og lagði þaS til aS viS íslendingar hér í Edmonton, þó fáir værum, héldum áfram að koma saman og helga þennan dag, til að minnast Islands og íslenzkra málefna. Mr. John Johnson las upp íslenzkt kvæði, og útlistaSi þaS og skýrSi fyrir tilheyrendum sínum. Vildi hann að íslendingar leggi meiri rækt viS þaS að lesa islenzkan skáldskap, bæði yngri og eldri skálda, og reyna til að skilja hann. Þar væru svo margar bókmentalegar perlur, sem hvergi séu til nema hjá íslenzku skáldunum. Þá tók Mr. A. V. N. Baldwin til máls, talaði hann um landnámið is- lenzka í Ontario. Mun þaS hafa veriS fyrsta landnám Islendinga í þessari álfu Var Mr. Baldwin einn af þeim, sem námu þar land, og bjó þar í nærri 30 ár, og farnaðist vel, áSur en hann flutti búferlum til Al- berta. Hann kom þar á fót póst- húsinu Hekla, og var þar póstmeist- ari í öll þau ár, sem hann var þar. Elestir af fyrstu landnámsnnönnum þar, fluttu til Manitoba snemma á tímum, en nokkrir urðu eftir; eru flestir eða allir af þeim elztu frum- herjum komnir undir græna torfu, en nokkrir af afkomendum þeirra eru þar enn. Víst hafa alt af veriS íslenzkir póstmeistarar viS Hekla P.O. frá því fyrsta. Þegar ræSum var lokið, var byrj- aS að leika “baseball.” Var Mr. G. Gottfred foringi á aðra hliS, en Carl Jóhnson fyrir hina. Mr. S. Sigur- jónsson var “umpire.” Var þetta góð skemtun bæði fyrir þá, sem tóku þátt í leiknum og áhorfendur. Vai fariS aS dimma þegar leiknum var lokiÖ, og allir að búast til heimferS- ar, glaðir og ánægSir, og höfðu skemt sér vel. Nefndin, sem stóS fyrir þessu há- tíÖahaldi var: Mr.'G. Gottfred, for- maSur, J. T. Jóhannson, Sveinn Johnson, Miss Thordís Árnason og J. G. Hinrikson. Á nefndin þakk- læti skilið fyrir starf sitt. Mr. J. Jónasson “school inspector” í Hanna, Alberta umdæminu, heim- sótti okkur á Islendingadaginn. Var hann kennari við sumarskólann fyr- ir kennara, sem hér er haldinn ár hvert, við Alberta háskólann. Misjafnlega mælist hér fyrir um gjörSir Ottawa-stjórnartnnar við- víkjandi hinum nýju bankalögum Aberharts-stjórnarinnar. Víst hef- ir fáum komiS það á óvart að stjórnin mundi gefa þann úrskurð sem hún gjörði. Dómsmálaráðherrann í Aberhart- stjórninní, Mr. Hugill, K.C., sagði stjqrninni! stjrax, tvímælaítuist, aS þessi lög kæmu í bága við grund- vallarlög Canada, og yrðu því aldrei löggilt, eins og nú er komsið fram. Strax og þessi lög fóru í gegn í þing- inu, sagSi dómsmálaráSherrann af sér, samkvæmt áskorun frá Mr. Aberhart. Tók svo Mr. Aberhart að sér dómsmálaráSherra embættiS. og er því æðsti “law officer” í fylkinu nú sem stendur. Aldrei hefir því veriS haldið fram áSur, að Mr. Aberhárt hafi nein lögfræðileg skil- yrSi, til þess aS gegna þessu em- bætti; vanalega eru þaS velþektir og æfðir lögfræSingar, sem eru valdir til að gegna því embætti. En svo er vist ekki völ á mörgumi slíkum lögmönnum, sem kærðu sig um að hafa þaS embætti á hendi hér í Al- berta, undir þeim kringumstæSum, sem hér eru. Ekki er það sanngjarnt að ásaka framkomu Ottawa-stjórnarinnar í þessu máli. DómsmálaráSherrann gaf þann úrskurð, að þessi Alberta bankalög væru gagnstæð grundvall- arlögum landsins. Þá var enginn annar vegur opinn fyrir stjórnina, annar en sá sem hún tók, aS neita aS staðfesta þessi lög. ó". Guðmundson. Snorri í Rey$holti Eftir Sigurð Nordal prófessor Reykhölt varð Snorra heimili, sem bjó yfir miklu af gömlúm fróðleik. Presturinn Magnús bjó hjá honum ásamt konu sinni, er var sonardóttir Ara fróSa. Magnús hafSi veriS maður fátækur, en undir stjórn Snorra breyttist Reykholt fljótlega í 'höfðingjasetur, sem var í röS hinna fremstu á íslandi. ÞaS yrði alt of langt aÖ telja upp hvert atriSi úr æfisögu Snorra eftir að hann fluttist að Reykholti. Eg verð aS láta mér nægja að stikla á stóru og meS þaS fyrir augum hvað einhverju varSar sagnaritun hans. Snorri var ekki aðeins ágengur um fjármuni heldur einnig aSsjáll gagnvart sínum nánustu frændmenn- um. Hann vissi bæði hvernig átti aS ná haldi á eignum og hvernig átti aS drotna yfir þeim. Qg aS þessu leyti átti hann góðu gengi að fagna. Hann auðgaðist á öllu, jafnvel skilnaði dætra sinna viS eiginmenn- ina. En stærsta gróðabragS hans var það þó, þegar hann gekk í vinstri-handarhjónaband með Hall- veigu Orsmdóttur, landsins ríkustu konu. Jafnvel þótt hann hefði aldrei gert þetta, hefSi hann verið maður stórauSugur, en nú varÖ hann auð- ugastur maður á landinu. En þegar hann gat með auðæfum aflað sér meiri valda og metorSa, var langt frá því, að hann væri nízkur. Hann var hneigÖur fyrir aS halda stórar og dýrðlegar drykkjuveizlur og hafa ulm sig mikla sveit fylgdarliðs, eins og til að mynda, þegar hann eitt sinn reið til Alþingis með yfir 700 manna lið. Og þaS er ekki hvað minst virði, aS vegna sinna miklu tekna gat hann komist yfir álitlegt safn íslenzkra handrita, sennilega lands- ins stærsta, og haft einkaritara, er skrifuðu niður eftir hans fyrirsögn og voru honum áannan hátt sarry starfsmenn. I baráttu sinni fyrir auknum met- orÖum var Snorri ekki jafn giftu- drjúgur. Sem höfðingi ætlaÖi hann sér inieira en kringumstæÖur leyfðu. :>oc=>o<=^oc=>o<=>o<=>oc=>o u L Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Váknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á ölium sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun Mátt áfram óumflýjanleg. Énda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGBNT, WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.