Lögberg - 02.09.1937, Síða 6

Lögberg - 02.09.1937, Síða 6
LÖGBHLiGr, FIMTUDAGINN 2. SEÍPTEMBBB, 1937 Munaðarlaus fósturfaðir Með hverju átti eg að næra hundana! Hvað átti eg að borða sjálíur, ef eg fengi ekkert tækifæri að leika á morgun og næstu daga ? Eg þurfti að kaupa múla íyrir hund- anda og eg þurfti að fá leyfi til að syngja. Hvert átti eg að fara til að fá það ? Lá það fyrir okkur að deyja úr hungri undir ein- hverjum buskanum í skógarjaðrinum? Uegar eg var að velta fyrir mér þessum óskemtilegu spurningum, horfði eg upp í heið- ann himininn, á hinar skínandi istjörnur á bláa hjúpnum. Stafa logn var. Alstaðar var þögn. Það skrjáfaði ekki einu sinni í laufi; enginn fugl á ferð; ekkert hjólaskrölt. Eins langt og augað eygði heyrðist ekkert og sást ekkert. Þögnin og myrkrið ríktu í hinum ó- mælanlega geimi. Ó, hvað við virtumst ein- mana og yfirgefin. Eg fann að augun fyltust tárum og þar sem eg hélt höndunum fyrir andlit mér, löðr- uðust hendurnar einnig þessu táraflóði. Eg ggt ekki stilt mig um að gráta. Alt í einu fór heitur andardráttur yfir andlit mér og hár og stórri tungu var drepið framan í mig. Það var Capi, sem liafði heyrt mig gráta og kom nú til að hugga mig, eins og þegar við lögðum af stað í öndverðu. Eg tók utan um hann báðum liöndum og kysti á rakt trýnið. Hann rak upp tvo eða þrjá niðurbælda skræki, eins og liann kæmist við. Mér virtist hann gráta með mér. Þegar eg vaknaði, var orðið bjart og Capi sat fyrir framan mig og horfði á mig. Fuglar sungu í laufskrúðinu alt um kring. Langt, langt í burtu var morgunklukkum hringt og sólin fyrir löngu á lofti, sendi sína lieitu geisla til að hressa og hugga hjartað ekki síður en líkamann. Við vorum ekki lengi að búa okkur af stað, og við lögðum út á veginn í áttina þahg- að sem klukkan hringdi. Þar var þorp og þar myndi vera bakarí. Þegar maður hefir sofið heila nótt og hvorki fengið miðdagsverð né kvöldverð, fer sulturinn snemma að láta á sér bera. Eg var ekki lengi að hugsa mig um. Eg keypti fyrir þrjú centin, og svo skyldum við sjá. ^ Þegar við komum inn í þorpið þurftum við ekki að spyrja um bakaríið; iyktin sagði til. Eg var nærri eins lyktnæmur og liund- arnir og við fundum langar leiðir yndislega lykt, sem lagði af heitu, nýbökuðu brauði. Þriggja centa virði af brauði, þegar brauðið kostar fimm cent pundið, gaf okkur aðeins svolítinn bita hverjum, svo við vorum ekki lengi að borða. Nú var komið að því að sjá, livað setti, það er að segja, að ná inn centum til að lialda í sér lífinu eitthvað lengur. 'Eg var niðursokkinn í að hugsa um þetta, þegar eg heyrði hávaða á bak við mig. Eg leit fljótlega við og sá að gömul kona var á hlaupum á eftir Lerbino. Hann hafði notað sér það, að eg var annars hugar og leit af honum, hafði farið frá, hlaupið inn í hús og stolið þar kjötbita, sem hann bar nú í kjaft- inum. “Þjófur!” grenjaði gamla konan. “Tak- ið þið hann fastan. Takið þá alla!” Þegar eg heyrði þessi síðustu orð fanst mér eg vera sekur sjálfur eða að minsta kosti ábyrgðarfullur fyrir því, sem hundar mínir hefðust að. Eg fór því að hlaupa líka. Hverju, átti eg að svara, ef gamla konan krefðist þess að eg borgaði fyrir kjötið. Hvernig átti eg að borga. Ef við yrðum einu sinni settir inn, myndi enginn skifta sér af okkur framar. Þegar hundar mínir, Capi og Dolce, sáu mig flýja, urðu þau ekki á eftir. Eg fann, að þau voru á hælum mér. Og Joli-Coeur, sem sat á öxl mér tók um háls mér og hélt sér þar svo hann dytti ekki. Eg stanzaði ekki fyr en svitinn var far- inn að þoma aftur á hálsi mér og höndum, og hafði eg þá hlaupdð að minsta kosti tvo kíló- metra eða mílu og kvart. Þá leit eg aftur og þóttist óhultur. Eg sá engan á eftir mér. Capi og Dolce voru alt af rétt á hælum mér. Lerbino kom löngu seinna, hefir sjálfsagt tafist við að éta kjötstykkið. Hann kom samt ekki alveg til okkar, og eg kallaði á liann. Hann kom ekki, því hann vhísi skömmina upp á sig og að honum yrði hegnt; svo í staðinn fyrir að koma til mín, flúði hann. Eg var kominn svo langt út úr þorpinu, að það var ekki líklegt að okkur yrði veitt eftirför. Og svo var eg nægilega þreyttur tij þess að vilja hvíla mig dálítið. Þar að auki virtist engin ástæða til að flýta sér. Eg vi$si ekki livert eg átti að fara eða hvað eg ætti að taka til bragðs. Þar sem eg hafði slangrað af tilviljun virtist vera ákjósanlegur staður \ til þess að bíða við og hvílast. An þess að vita hve'rt eg var að fara á þessum harða- hlaupum, var eg nú kominn á ár- eða fljóts- bakka, eða þegar eg fór að gá betur að, að skipaskurði á Suður-Frakklandi. Eftir að hafa ferðast frá Toulouse, þar sem flest var þurt og rykugt, var eg nú kominn þangað sem alt var grænt og ferskt, vatnið, trén og grasið. Dálítil uppsprottulind rann út um sprungur milli steina, sem lagðir höfðu verið til að ná vatninu saman. Féll það svo af stalli á stall, og höfðu blóm vaxið á börmum lindar- innar — tilsýndar eins og óendanlegur blóma- beður. Það var yndislegt. Tíminn leið og ekki kom Lerbino. Mig syfjaði og eg sofnaði. Þegar eg vaknaði aftur var sólin rétt uppi yfir mér. Eg þurfti samt ekki sólina til að segja mér tímann. Maginn sagði til sín. Það var orðið langt síðan eg borðaði brauð- bitann litla síðast. Þar að auki voru hund- arnir sem sögust vera svangir með hrygðar- svip sínum og svo Joli-Coeur með grettum. Lerbino sást ekki enn. Eg kallaði og eg blístraði, en það varð árangurslaust. Iiann kom ekki. Hann hafði étið sinn morgunverð og var nú að melta í næði í skjóli við einhvern buskann. tltlitið fór að verða alvarlegt. Ef eg færi af stað, myndi hann verða eftir og máske aldrei finna okkur, Ef eg yrði kyr, hefðum við ekkert tækifæri að vinna fyrir centum og fá að eta. Og nú snerist alt um það, að fá að eta, eftir því sem tíminn leið. Augu hund- anna störðu á mig full örvæntingar og vonar, og Joli-Coeur nuddaði magann og tísti grimdarlega. Hvað átti eg að gera? Jafnvel þótt Lerbino væri sekur og við kysum helzt að láta hann gjalda þess, þá gátum við samt ekki skil- ið hann eftir. Hvað myndi húsbóndi minn segja, ef eg færði honum ekki alla hundana þrjá? Og þrátt fyrir alt og alt þótti mér vænt um þrælinn Lerbino. Eg einsetti mér því að bíða til kvölds, en það var ómögulegt að bíða aðgerðalaus. Mað- ur varð að hugsa upp eitthvað að hafast að, svo við öll fjögur gietum einhvern veginn haldist við. Ef við gætum gleymt því að við værum svöng, þá liðum við ekki eins mikið fyrir hungrið og ella. Tíminn liði með hainni þraut- um. En hvað áttum við að hafast að ? Þegar eg var að hugsa um þetta, datt mér í liug að Vitalis hafði sagt mér að í hinum miklu styrjöldum er leikið á allskonar hljóð- færi hrífandi fjörug lög og gleyma menn þá hungri og hörmungum og hressast furðan- lega. Bf eg spilaði nú fjörug lög gæti skeð að við gleymdum hungri og hörmungum, alveg eins og hugaðir menn á hervelli. í öllu falli dræpi það tímann. Við gætum leikið, hund- arnir og Joli-Coeur dansað. Eg tók hörpuna, sem reis upp við tré. sneri baki að skurðinum, eftir að hafa komið leikendum í stellingar. Eg spilaði fjörugt danslag og svo vals. Fyrst virtust leikendur mínir nokkuð daufir í dálkinn. Það var ljóst að brauðbiti hefði fjörgað þá, gert þeim gott; en smátt og smátt komu þeir til. Söngurinn, hljóðfæraslátturinn og damsinn fór alt að hafa áhrif. Við gleymdum hrauðmolunum. Við hugsuðum nú aðeins um að spila og dansa. Alt í einu lieyrði eg hvella og skæra rödd. Það var unglingur, sem hrópaði: Bravó! Þessi rödd var að baki mér. Eg sneri mér við fljótt. Bátur hafði stanzað á skipaskurðin- um og skuturinn sneri að bakkanum þar sem eg var. Hestarnir tveir, sem drógu bátinn höfðu stanzað á hinum bakkanum. Þetta var einkennilegur bátur. Eg hafði aldrei séð bát líkan þessu áður. Hann var breiðari en barðár þeir, sem vanalega eru not- aðir á slíkum skurðum og ofan við “bryggj- una” sem var upphækkuð nokkuð, var yfir- bygging úr gleri og í sambandi við þetta voru svalir um\’íifðar klifplöntum eSi} vafnings- viðjum og laufum fléttuðum alla vegu hér og þar, sem myndaði hvelfingu, sem hékk niður bingað og þangað, eins og grænir smáfossar til að sjá. Uiulir þessum svölum sá eg tvær persónur: unga konu göfugmannlega og mjög alvarlega, sem stóð upprétt, og dreng á aldur við mig, sem mér virtist hvíla á beði. Það var þessi drengur, eflaust, sem hafði hrópað ‘ ‘bravó!” Eg jafnaði mig fljótt, því hér var ekkert hræðilegt á ferðum. Eg lyfti hattinum tii merkis um, að eg þakkaði fyrir viðurkenning- una, sem mér hafði verið gefin. “Svo þú ert bara að skemta þér,” sagði frúin, og talaði með éinkennilegri áherzlu. “Eg geri það til þess að láta hundana vinna og svo mér til dægrastyttingar. ” Drengurinn benti nú mömmu sinni að hann vildi tala við hana og hún beygði sig í áttina til hans. “Vildirðu leika fyrir okkur?” sagði frú- in, um leið og hún leit upp. Hvort eg vildi spila og leika fyrir áheyr- endur, sem buðu mér það! Eg var ekki frá því; eg lét ekki ganga eftir mér. “Hvort viljið þið heldur dans eða bein- línis leik?” “Ó, leik!” sagði drengurinn. En frúin tók fram í og sagðist heldur vilja dans. “Dansinn er of stuttur,” sagði drengur- inn. “Eftir dansinn getum við leikið, ef á- horfendur kjósa ýmsa smáleiki, sem oft eru leiknir í París,” sagði eg. Til dæmis þeir, sem leiknir eru á leikhúsum eða af umferða-lekfélögum, ” var Vitalis van- ur að segja, og eg reyndi að segja það alveg eins og hann og bera mig mannalega. Þegar eg fór að hugsa mig um, sá eg að eg hefði átt ef til vill, að neita að leika. Það kostaði mikla fyrirhöfn og svo var Lerbino ekki kominn. Þar að auki hafði eg eklci góða búninga og mig vanhagaði um smávegis, sem var alveg nauðsynlegt. Eg tók nú hörpuna og byrjaði að spila vals, og Capi tók strax um mittið á Dolce með báðum framfótunum og þau fóru að snúast. Joli-Co<eur dansaði einn. Svo lékum við leikina alla, einn éftir annan, alt sem við kunnum. Við fundum ekki til þreytu. Leikendur skildu það svo, að þeir væru að vinnar sér fyrir miðdagsverði, og þeir hlífðu sér ekki fremur en eg. Þegar við vorum sem óðast að leika, kom Lerbino út úr buska í nágrenninu hljóp í hóp- inn og fór að leika sinn part í leikjunum. Þar sem eg spilaði og hafði augun á leik- endum mínum, leit eg stundum til drengsins. Mér þótti það einkennilegt, að þó hann virtist hafa mikla skemtun af leikjunum, þá samt hreyfði hann sig ekki. Hann lá hreyfingar- laus flatur, stöðugt, horfði stöðugt fjörugum augum á leikina og lireyfði aðeins hendurnar, til að klappa. Er hann virkilega máttlaus? hugsaði eg. Hann leit út fyrir að vera festur niður á breiðan planka. Án þess við hefðum tekið eftir því, hafði báturinn færst upp að bakkanum og nú sá eg hvernig háttað var með drenginn. Eg var alt í einu svo nærri honum. Hann var ljóshærð- ur og fölur í andliti, svo fölur, að bláu æð- arnar sáust á enninu. Skinnið var gagnsætt og svipurinn var viðkvæmnislegur og syrgj- andi, eins og hann væri sér meðvitandi um einhvern sjúkdóm. “Hvernig eða hvað mikið borga menn ykkur skemtunina?” spurði frúin. “Menn borga í samræmi við hvað mikið mönnum þykir varið í skemtunina, ’ ’ sagði eg. “Þá verðum við að borga mikið,” sagði drengurinn. Svo bætti liann einhverju við á máli, sem eg skildi ekki. “Arthur vill liafa leikendurna nær sér,” sagði frúin. Eg gaf Capi bendingu og hann hljóp til og stökk út í bútinn. ‘ ‘ Og hinir ? ’ ’ sagði Arthur. Lerbino og Dolce fóru á eftir félaga sín- um. “Og apinn?” spurði Arthur. Joli-Coeur hefði liæglega getað stokkið, en eg var ekki viss um að liann myndi haga sér vel, þegar hann var einu sinni kominn um borð var ómög*ulegt að segja hvað hann kynni að taka fyrir frúnni til skapraunar. “Er liann vondur?” spurði hún. “Nei, frú, en hann er stundum óhlýðinn og eg er hræddur um að hann geri þér ein- hverja óþægð, sagði eg.” “ Jæja, komdu með honum,” sagði liún. Um leið og hún sagði þetta, gaf hún manni bendingu, sem hafði staðið út við borð- stokkinn. Hann kom nú fram og kastaði planka af bátnum upp á land, svo eg gæti komist út í bátinn; það var brú, svo nú gat eg gengið hættulaust í milli og út í bátinn. Eg kom nú mjög hátíðlegur út í bátinn með hörp- una á öxlinni og Joli-Coeur á hendinni. “Apinn, apinn!” hrópaði Arthur. Eg gekk nú nær drengnum, og meðan hann var að kjassa og klappa Poli-Coeur, gat eg virt hann fyrir mér í næði. Það var sem mig hafði grunað, mjög undrunarvert, að liann var festur niðpr á planka, flatur, þannig að hann gat ekki hreyft sig. “Þú átt föður, eða er það ekki? spurði frúin. “ Jú, en eg er aleinn núna sem stendur.” “Hvað lengi?” ‘ ‘ Tvo mánuði. ’ ’ “Tvo mánuði! Ó, veslings drengurinn! Það er langur tími fyrir dreng á þínum aldri.” ‘ ‘ Ó, ‘frú, það mátti til. ’ ’ Húsbóndi þinn ætlast líklega til að þú fær- ir honum peninga eftir tvo mánuði?” “Nei, frú. Hann ætlast ekki til neins af mér. Ef eg aðeins get haldið lífinu í mér og hundunum, þá er það nægilegt. ” Og þú hefir getað bjargast fram að þess- um tíma?” Eg hikaði við að svara. Bg hafði aldrei talað við konu, sem eg bar eins mikla virðingu fyrir ogi>essari, sem var að spyrja mig. Og hún talaði svo blíðlega og röddin var svo fög- ur, og hún horfði á mig með svo miklum inni- legleik, að eg afréð að segja henni alt um hag minn. Og því átti eg að leyna hana nokkru?” Eg sagði henni svo um það hvernig eg hefði orðið viðskila frá Vitalis, þegar hann var settur í fangélsi fyrir að verja mig fyrir meiðslum og svo hvernig mér hefði liðið síð- an eg fór frá Toulouse; eg hefði ekki fengið eitt einasta cent. Meðan eg sagði söguna lék Arthur sér við hundana, en á sama tíma hlustaði hann á frá- sögnina. “Ósköp hljótið þið að vera hugraðir!” hrópaði hann. Þegar hann sagði þetta, fóru hundarnir að gelta og Joli-Coeur að nudda kviðinn. Þeir skildu orðið “svangur. ” ‘ ‘ Ó, mamma! ’ ’ hrópaði Arthur. Mamma hans skildi hvað hann átti við. Hún sagði nokkur orð á máli, sem eg skildi ekki, við konu, sem rak út höfuðið í dyrum, sem voru í hálfa gátt og jafnskjótt kom konan með lítið borð með vistum. “Seztu að borðinu, drengur minn,” sagði hún. Eg lét ekld segja mér það tvisvar. Eg setti niður hörpuna fljótlega og settist að borðinu. Hundamir settust frammi fyrir mér og Joli Coeur á kné mér. “Eta hundarnir* brauð ? ” spurði Arthur. “Já, heldur en ekki,” sagði eg og gaf hverjum um sig stykki, sem þeir rifu í sig með græðgi mikilli. “Og apinn?” spurði Arthur. En hann þurfti ekki að bera umhyggju fyrir því um Joli-Ooeur. Hann var undir borðinu og var þar að rífa í sig brauðskorpu svo græðgislega að honum lá við köfnun við hvern bita sem liann reyndi að kyngja'. Sjálfur tók eg nú brauðnseið og át svo æðislega að eg gaf Joli-Coeur lítið eftir. “Vesalings drengurinn,” sagði frúin, og fylti glasið á ný. Arthur sagði ekkert, en hann horfði á okkur, augu hans opnuðust fyllilega. Hann undraðist mjög þá ægilegu matarlyst sem við höfðhm fengið á ferðalaginu, því einn var jafngráðugur og allir hinir. Jafnvel Lerbino sem stolið hafði, og hlaut að vera eittlivað betur á sig kominn en við hinir, með kjöt- stykkið mikla. “Hvar hefðuð þið borðað, ef þið hefðuð ekki mætt okkur?” spurði Arthur. Bg býst ekki við að við_ hefðuin borðað neinn miðdagsverð, ef við hefum ekki verið svo heppin sem við erum, ” sagði eg. En á morgun, hvar mynduð þið liafa borðað?” spurði Arthur, “ef þið hefðuð ekki stanzað hér. ” “A morgun mætum við ef til vill ein- hverju góðu fólki, eins og í dag. ” Artliur þagnaði og sneri sér að mömmu sinni, og þau töluðu lengi saman á máli, sem eg skildi ekki. Það leit út sem hann væri að biðja hana um eitthvað, sem hún ekki vildi láta eftir honum, að minsta kosti hafði hún talsvert á móti því. Alt í einu leit liann til mín, því hann gat ekki hreyft sig, og sagði: “Vildirðu vera með okkur?” Eg liorfði á hann án þess að svara. Spurningin kom mér á óvart. “Drengurinn minn er að spyrja þig hvort ])ú viljir vera með okkur.” “Á þessum bát?” “Já, á bátnum. Sonur minn er sjúkur og læknarnir hafa gengið frá honurn á plank- anum, eins og þú sérð. Og svo ferðast eg fram og aftur á bátnum, honum til afþrey- ingar. Hundar þínir og apinn leika fyrir Arthur. Ilann verður áhorfandinn eini og svo eg — almenningur. Og ef þú vilt gjöra vel þá leikur þú á hörpuna. Þannig vinnur þú fvrir okkur og svo getum við ef til vill orðið ])ér að liði. Mieð því móti þarftu ekki að leita að áhorfendum á hverjum degi. Á þín- um aldri er það erfitt fyrir þig.” Á bát! Mig hafði lengi langað til að vera á bát. Eg átti að fara að eiga heima á bát úti á vatni, altaf. Hvílík hamingja hafði fallið mér í skaut. Eg tók liörpuna, færði mig framarlega í bátinn og fór að spila. Barðinn hafði færst frá bakkanum, dreg- inn af hestunum. Vatnið skall á hliðum bátsins og trén færðust aftur fyrir.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.