Lögberg - 02.09.1937, Síða 7

Lögberg - 02.09.1937, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN 2. SEPTEMBER, 1937 7 BRÉF til Árna Eggertsson fasteigna- sala í Winnipeg frá Steingrími Mattlniassym p.t. Humble, Langalandi 15. júH 1937- Elskulegi Árni Eggertsson! GóÖi vinur! Eg ihef i lengi gengið með bréf í huganum til þín. Nú læt eg það fæðast og komast á pappirinn. Eg sá i Heimskringlu, fyrir löngu, vin- samleg ummæli þín um mig, og eg sagði við sjálfan mig: “Eg verð að skrifa hionum. Því allar skuldir verður að borga. meðan nokkrir aurar eru til.” Það má segja um mig, eins og stundum um kýr og konur, að eg sé búinn að hafa fram yfir. Þessvegna ekki furða þó bréfið kunni að verða langt og meira en venjulegt bréf, likt og kálfurinn í Eyjafirði, sem var í rauninni 5 mánaða gatnall þegar hann fæddist. Síðan eg í fyrra settist að í Dan- mörku, hefi eg sjaldan haldið kyrru fyrir um lengri tíma, heldur farið víða um og haft góða atvinnu við að vera staðgengill ýmsra lækna, bæði sj úkrahúslækna og praktiserandi. Og nú sem stendur starfa eg sem slíkur í litlum bæ sunnantil á Langa- landi, sem heitir Humble. Og hér fer einstaklega vel um mig í sæti íslenzks kollega, sem heitir Jón og er sonur Björns heitins alþingis- manns frá Kornsá í Vatnsdal. En hann er iheima á íslandi í sínu sum- arfríi. Hann hefir búið hér ágæt- lega um sig og hefir mikla praksis, svo að eg hefi nóg að starfa. En vinnan er þó svo reglusöm, ,að þegar veður er gott get eg hjólað út að sjó og ferígið mér hressandi sjóbað. Það hefir löngum verið ein mesta unun mín að leggjast til sunds í söltum sjó, þó ekki kæri eg mig um, að keppa við sundmeyjarnar dönsku, sem eru orðnar frægar fyrir að synda yfir öll eyjasundin dönsku og seinast yfir Kattargatið sjálft. Eins og hún Jenny, sem á dögunum lagð- ist frá Sjálandi til Jótlands og var 27' klukkustundir á sundinu. Hún hafði þá synt 85 kílómetra. Danski sjórinn er svo hlýr, að það hjálpar mikið. Hér við Langaland, hefir hann um tíma verið um 20° C. heit- ur og finst mér það nærri eins og í sundlaugunum heima á Fróni.— Það er engin furða þó bæði þér og öðrum vinum mínum þætti skrít- ið uppátæki af mér, að skila bæði kjól og kalli og hverfa skyndilega af landi burt. Mínu kæra föðurlandi, sem ætíð hafði svo vel til min gjört, og þar sem mér hafði hlotnast ein- hver bezti staðurinn, Akureyri við Eyjafjörð, og eitthvert allra bezta læknisembættið á öllu landinu. Það má sýnast meiri gikkshátturinn að hverfa hreint og beint frá kjötkötl- unum til að lifa á snöpum í fram- andi lapdi. Það minnir á Atla hinn dælska, sem yfirgaf sleðann með allri grávörunni, og fór að eltast við íkornann. “Ekki er öll vitleysan eins,” segir máltækið, og þó gjörði eg þetta með fullu ráði. Það var með lögum búið að skifta Akureyrarembættinu í tvö, héraðs- læknis- og spítalalæknis-embætti, en eg fékk þó að sitja í óskiftu fyrst um sinn, eins og undanfarið. En eg sá, að með aldrinum mundi mér örð- ugt, að gegna skyldum mínum eins vel og áður, þar á meðal þeim, að fara stundum á skíðum yfir Vaðla- heiði og fram í Fnjóskadalsbotn, og eiga yfir höfði mér erfiðar ferðir að nóttu til, í ófærð og illviðrum. Þess- vegna kaus eg að fara í tæka tíð, meðan heilsa og kraftar leyfðu að afla mér lífsuppeldis annarsstaðar. Og eg fór til Danmerkur, þar sem eg hefi rétt til að stunda lækningar eins og innfæddur væri. En það var annað, sem ekki síður hvatti mig til brottfarar. Eg var orðinn einmana í húsi, mínu gamla hreiðri, og kona og börn flogin frá mér.' En ekki gat eg hugsað mér að fá mér nýja konu og fylla hreiðrið á ný. Og enn var eitt. Eg var orðinn gamall í embættinu; hafði þjónað því sem héraðslæknir í full 30 ár og hafði enginn minna fyrirrennara þjónað þvi jafnlengi (Þorgrímur Johnsen lengst, í 22 ár, en Eggert Johnsen, Jón Finsen og Guðm. Hannesson eitthvað 10-11 ár hver). Þó mér sjálfum fyndist eg vera enn ungur, þá var mér farið að finnast sem ýmsum þætti eg vera búinn að lifa sjálfan mig. Og eg gat illa þolað að vera talinn gamall, og verða t. d. að heyra skikkanlegar konur tala um karlinn hann Steingrím og sjá þær fara til yngri læknanna af því þær héldu að þeir hefðu aðrar nýjar og betri mixtúrur en eg. Svo var ennfremur það, að ekki fékst fé til að reisa nýjan og betri spítala á borð við þær fínu hallir, sem bygðar hafa verið í Reykjavík og annars- staðar á landinu. Ýmsir sjúklingar, sem áður mundu hafa leitað til Ak- ureyrar, víðsvegar af Norður- og Austurlandi, fóru nú með bilunum eða fljótu skipaferðunum til Reykja- víkur, þar sem ergaman að koma í alla dýrðina, og par sem eru betri tæki og prófessorar og sérfræðingar, sem betur kunna að rannsaka hjört- un og prófa nýrun. Eg nenti ekki að bíða eftir, að úr þessu bættist og eg fór, og fór utan, af því að i land- inu sjálfu voru engin embætti, sem gátu freistað min er eg slepti Akur- eyri. “Og Eyjafjörður finst oss er, fegurst bygð á landi hér.” ! —Svona er nú mín saga, það sem af er, og er nú eftir að vita hve langur verður síðasti kafli minnar æfi. En mér finst af því, sem kom- ið er, af veru minni í Danmörku, sem eg hafi haft mikla ánægju af til- breytingunni og fengið að lifa eins og í aukagetu, nokkurs konar annað líf í þessu lífi. Fyrir mér, sem 'hefi lært til læknis i Danmörku á mínum stúdentsárum og oft dvalið þar síðan, og orðin töm danskan, nærr'i eins og íslenzka í daglegu tali, var tilbreytingin ekki bundin neinum sérlegum viðbrigð- um. Eg hefi ætíð kunnað vel við Dani og þeirra háttalag, og “landið er fagurt og frítt,” að sínu leyti, litlu síður en vort forna Frón, þó ólikt sé landslag og loftslag o. fl. Annað slagið gripur mig þó heimþrá, og hver veit nema þá og þegar finni eg upp á þvi, að gamalla góðra stroku- hesta sið, að taka mig upp úr hagan- um og strjúka heim ti! fjallanna. Eg verð annars,- þér að segja, að láta þá skoðun í ljós, að heima á fs- landi er svo mörgu, mörgu orðið umturnað frá því sem áður var, og sem eg unni mest, að það getur a. m. k. í bili dregið úr heiimþránni. Mér finst vor Eldgamla ísafold, eða þó réttara þjóðin sjálf, hreint vera að verða öll önnur og óviðfeldnari en, eins og hún áður var. Hún er að færa sig í ýms útlend tizkuföt, og taka upp ýmsar tilfærur og háttalag, sem illa fer á í frjálsum fjallasal. Menn tyggja upp á dönsku og ensku all'skonar nýjungar og gleyma göml- um og góðum siðum og íslenzkum mat og venjum og áhöldum og að- ferðum, sem eg elskaði heitt meðan eg var ungur. Eg sakna vegaleys- isins og óbrúuðu vatnsfallanna og tæpra vaða, þar sem mátti sundríða, bæði viljandi og óviljandi. Og eg sakna elskulegu gteðinganna og einn- ig áburðarhestanna og klyf jabantis- ins og þorskhausalestanna og smal- anna (helzt með strokkinn á bakinu uppi í f jalli) og kvíanna með ærnar, og eldhúskerlinganna og gömlu f jósamannanna, sem oft voru guð- dómlegir, eins og þeir, sem Hómer segir frá. Nei, fsland er því miður að verða í svo mörgu eins og útlöndin, og það gamla kemur ekki aftur. Og menn gleyma öllu gömlu og góðu, bæði rímunum og Eddu—kvæðunum og Fornsögunum og lesa aðeins reifara. Við eldri mennirnir megum i sannleika gleðjast og samgleðjast yfir því, að við höfum þekt og upp- li'fað islenzka þjóðháttu eins og þeir höfðu verið svo að segja óbreyttir í þúsund ár. Það var helzt útvarpið sem rriér fanst fengur í; en nú frétti eg fyrir skömmu, að þar er afturför orðin síðan þulan okkar ágæta, hún Sigrún, giftist út úr landinu og fór til Svíþjóðar. En fleira var til orsaka, að eg fór úr landi. Mér hefir verið í blóð borin megn útþrá, og löngun til að mega lifa víðar en á einum stað, og eg hefi átt hægt með að læra útlend tungumál. Oft hefir mér fundist eg vilja upp á vissan máta mega leggja undir mig heiminn, þ. e. verða fær um að lifa og bjarga mér í ýmsum löndum, ekki síður en á íslandi einu. Þegar eg var nýorðinn læknir, þá var eg mjög að hugsa um að setjast að Arríeríku, og í þvi skyni skrifaði eg séra Jóni heitnum Bjarnasyni, og spurði hann ráða. Hann fremur hvatti mig en latti, en þá var það Guðmundur Björnsson landlæknir þáverandi héraðslæknir í Reykjavík, sem aftraði mér frá að fara með því, að bjóða mér að setjast í sinn stað um stund, meðan hann færi til útlanda; og boðið var svo gott, að eg gat ekki hafnað því. Eg gleymi þyí aldrei hvernig hann byrjaði bréf- ið : “Ekki snúa baki að föðurlandi!” —og síðan löng eggjun um' að hverfa heim, því starfið var margt og þá voru ekki of margir læknarnir eins og nú og “kóngsdóttir í álögum” o. s. frv. Og eg varð svo kyr heima, en útþráin hvarf ekki — og enn situr hún í blóðinu og hefir nú kom- ið mér á mínum efri árum burt úr landinu og til Danmerkur. Ennþá getur þó ekki heitið að eg hafi fest hér rætur í landi, en eg gjöri ráð fyrir að mér takist bráðum að fóta mig. En aldrei verð eg svo rótfast- ur, að eg ekki vilji annað slagið leita heim til átthaganna. — Og gjarnan vildi eg eiga ráð á því, að mega skifta oft um bústað og búa um hríð í ýmsum góðum löndum, þar sem þau mál eru töluð, sem eg hefi lært að bjarga mér i. Og eg vildi t. d. mega koma og bjóða þér með mér á túr i flugvél suður til Nýja Sjálands ogf gefa þér þar “góðan tíma” líkt og þú mér í Winnipeg forðum. Jæja, þú minn elskulegi Árni! Ekki má eg drepa þig úr leiðindum með þessu langa bréfi og skal eg þvi láta það fara að stytttet. Eg átti það svo gott á Akureyri, lengi vel, að mér fanst allir læknar mega öfunda mig. Og mér fanst eg vera fyrsti maður í Kalabríu og það væri betra en vera númer tvö í Rómaborg, þ. e. Reykjavík. En lengi dreymdi mig líka að verða landlæknir þar, og margir kollegar gjörðu mig trúaðan á, að svo yrði. En svo varð ekki, og það urðu mér nokkur vonbrigði. Eg lét það einu sinni í ljós í bréfi við vin minn og gamlan kennara Jakob Briem á Gimli. Hann svaraði: “Gjörir ekk- ert, bara betra; það er nóg að þú sért Steingrímur Matthíasson á Akureyri!” — og hefi eg aldrei fengið betri kompliment (og það var í rauninni af því, að hann var einn af þeim, sem þótti vænt um margt, sem eg hafði skrifað). En nú er eg einnig oltinn úr þeirri tign, og “nú er horfið Norðurland og nú á eg hvergi heima.” Þó er eg ekki þung- lyndur út af því og er bjartsýnn enn um framtiðina, þó sumir vinir minir haldi að eg seint muni geta fótað mig sómasamlega í Danmörku. Og eg minnist oft ágætrar ræðu, sem Sigurður Guðmundsson skólameist- ari hélt í kveðjugildi, er mér var haldið, þegar eg fór að heiman. Hann mintist þess, að einu sinni á mínum fjallaferðum var mér nærri skolað af hestinum, þegar við Jónas Kristjánsson sundlögðum Hvitá upp við Langjökul. Og honum þótti sem eg nú, á mnuin efri árum, væri að leSgja út í svipaða svaðilför, er eg afsalaði mér embætti og ætlaði að ryðja mér nýja braut í framandi landi. Nú er eftir að vita hvort Rangá verði mér svo þykkjuþung að eg hreint kaffærist. Áður en eg setji botninn i bréfið skal eg enn segja þér frá nokkru, sem gjörði mér fremur heimangengt en ella. Frá því faðir minn elsku- legur dó, hafði eg unnið að því, að erfa minningu hans, fyrst með því að gefa út æfisögu hans sjálfs, en síðan bréf hans. Og að síðustu hafði eg lokið þvi að safna ljóðum hans og undirbúa útgáfu þeirra, sem svo Magniús bróðir minn kom í fram- kvæmd á eigin kostnað með mikilli rausn og smekkvísi. Var það mér mesta |gleðiefni að vita aílan al- menning geta átt aðgang að öllum Matthíasarljóðum og ljóðaþýðingum i einni handhægri bók. Þegar þessu var lokið fanst mér eg hafa unnið skylduverk, sem á skemtilegan 'hátt hafði haldið mér föstum, en um leið þóttist eg hafa unnið til frjálsræðis að fara minna ferða — út í buskann, — og eg kaus vist i Danmörku — að minsta kosti í bráðina. Forláttu svo skrifið og lifðu vel, og vertu stórblessaður, Þinn, Steingrímur Matthíasson. ATH;S.—Herra Ámi Eggertson sýndi Lögbergi þá góðvild, að leyfa því að birta ofangreint bréf ; er það gert samkvæmt heimild frá Dr. Steingrími Matthíassyni. Er hvort- tveggja hér með þakkað.—Ritstj. Sagnirnar um Mikla- bœjar-Solveigu Sagnirnar um Miklabcejar-Sólveigu cru hcr rifjaðar upp í tilcfni af því, að bein hennar voru grafin upp á dögunum og flutt til Glaumbœjar. Frá því var nýlega skýrt, að bein Miklabæjar—Sólveigar, sem fræg er úr þjóðsögum, hafi nýlega verið flutt frá Miklabæ og grafin í Glaumbæ, og hafi þetta verið gert samkvæmt itrekaðri beiðni hennar sjálfrar ,er komið hafi fram á mið- ilsfundum í Reykjavík. Miklabæjar-Sólveig hefir verið með nafnkendustu þjóðsagnapersón- um vorum. Svo mögnuð var aftur- ganga hennar, að alþýða virðist hafa trúað því fullum fetum, að hún hafi valdið hvarfi Odds prests á Miklabæ og tekið hann með sér ofan í gröf sína. Indriði Einarsson segir í end- urminningum sínum (Séð og lifað, bls. 43), að hún hafi gengið “heila öld ljósum logum í meðvitund hvers unglings í Skagafirði,” og er það vafalaust ekki of sagt. Aðalsögnin um Miklabæjar-Sól- veigu er í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar (I., 295—198), og er aðalefni hennar i stuttu máli þannig: Sól- veig hét stúlka, er var með Oddi presti Gíslasyni á Miklabæ, en ek,ki er ljcíst, hvert samband var þeirra á milli. Svo mikið er vist, segir sagan, að hún lagðist á hugi við prest og vildi, að hann ætti sig, en prestur vildi ekki. Af þessu varð hún sturluð og sat um færi til þess að sálga sér. Var fengin kona til þess að sofa hjá henni á næturnar og gæta hennar. Eitt kvöld í ljósa- skiftunum komst hún þó ofan, stökk þegar út í tóftarbrot á túninu og skar sig á liáls. Segir sagan, að vinnumaður prests, er Þorsteinn hét, hafi komið að henni og sagt: “Þar tók andskotinn við henni.” Svaraði Sólveig því engu, en svo mikið skildi hann af þvi, sem hún sagði, að hún bað hann að skila því til prests, að hún fengi leg í kirkju- garði. Leitaði prestur leyfis til þess, en fékk ekki, því að þá var bannað að grafa fólk i kirkjugarði, ef það hefði fyrirfarið sér sjálf. Nóttina eftir að prestur hafði fengið synjun- ina segir sagan, að hann hafi dreymt hana. Þótti honum hún koma til sín og segja: “Fyrst þú vilt ekki unna mér legs í vígðri mold, skaltu ekki njóta þar legs heldur.” Síðan var lik hennar dysjað utan garðs og án yfirsöngs. Eftir þetta tók hún að ásækja séra Odd, einkum ef hann var einn á ferð og varð þetta héraðs- fleygt, svo að allir gerðu sér það að skyldu að fylgja presti, ef hann var einn eða seint á ferð. Einu sinni reið presturinn á anexíu sína að Silfrastöðum, aðrir segja að Víði- völlum, og leið svo dagurinn, að hann kom ekki heim. Um kvöldið var presti fylgt heim að túni á Miklabæ, og skildi fylgdarmaður þar við hann, að því er hann sagði sjálfur frá. Um kvöldið heyrðu menn á Miklabæ, að komið var við bæjarhurðina, en enginn fór þó til dyra. Siðan heyrðu þeir, að farið var upp á baðstofuna i mesta snatri, en áður en sá fengi ráðrúm til að guða á gluggann, var hann dreginn ofan aftur, eins og tekið hefði verið í fætur honum. Síðast, er komið var út um kvöldið, stóð hestur prests á hlaðinu, og var keyrið hans og vetlingamir undir sessunni í hnakkn- um. Var þá þegar hafin leit að presti, spurt eftir honum á öllum bæjum er líklegir þóttu, og fréttist þá, að honum hafði verið fylgt heim að túngarði. Eftir það var gerður mannsöfnuður og prests leitað í marga daga, en alt kom fyrir ekki. Var leitinni svo hætt, en flestir töldu það víst, að Sólveig myndi hafa efnt orð sín og séð svo um, að hann fengi ekki leg i kirkjugarði, og að hún myndi hafa haft hann með sér í dys sina. En þó var þar aldrei leitað. Þegar allri leit var hætt, reyndi Þorsteinn vinnumaður, sem áður er getið, að láta sig dreyma Sólveigu til þess að fá þannig að vita, hvar prestur væri niðurkominn. En honum þótti þá Sólveig koma til sín með sveðju í hendi og ætla að skera hann á háls, og kvað hann þess aldrei skyldu vísari verða, hvað orð- ið hefði um séra Odd. Eftir hvarf prests varð afturgöngu Sólveigar lítið vart. í Rauðskinnu séra Jóns Thorar- ensen (II. 188-191) er nokkurs konar eftirmáli við þessa sögu til staðfestingar því, að Sólveig hafi haft prest með sér í dys sína. Segir þar, að haff hafi verið eftir tveim skygnum mönnum í Skagafirði, að beinagrind prests lægi á grúfu í dys- inni. En einkum er tilfærð sögn séra Jóns Hallssonar á Miklabæ (síðar í Glaumbæ), sem er á þessa leið i aðalatriðum: Einu sinni sem oftar átti að jarða lík á Miklabæ. Presturinn, séra Jón Hallsson, var inni meðan likmenn tóku gröfina. En áður en því var lokið, kom einn líkmanna inn og segir, að einkenni- legan hlut hafi borið fyrir þá. Þeir hafi komið niður á fætur og fótleggi manns, og virðist vera karlmanns- fætur stórir, en þeir snúi þvers um við það, sem venjulegt sé að leggja lík í gröf, og það annað að tærnar horfi niður. Á fótunum sagði hann vera gamaldags reiðstígvél allmjög fúin, og væru sporar á þeim. Presti varð hverft við, og bað þá moka aftur ofan í gröfina sem skjótast og taka gröf á öðrum stað. Var það gert án frekari eftirgrenslunar. Þegur séra Jón Hallson var prestur á Miklabæ (1858—1874), var mönnum ekki lengur nákvæmlega kunnugt um, hvar dys Sólveigar var. Hafði kirkjugarðurinn áður verið færður út, svo að dysin var þá orðin innan garðs. Taldi prestur víst, að líkmenn myndu hafa hitt á dys Sól- veigar og fæturnir verið Odds prests, er hvarf. Um hvarf Odds prests eru, eins og vænta má um svo sviplegan at- burð, sannsögulegar heimildir, seiu nauðsynlegt er að hafa til saman- burðar. Þrjár slíkar heimildir eru prentaðar í Blöndu (IV., 64—72). Af þeim er ljóst, að Sólveig hefir verið ráðskona hjá séra Oddi 10 fyrstu árin, sem hann var prestur á Miklabæ (1767—1777), eða þar til hann kvæntist. Öllum heimild- unum ber saman um, að Sólveig hafi fegin viljað eiga prest, en verið þó um kyrt hjá honum eftir að hann kvæntist. Þá er það og víst, að Sólveig fyrirfór sér meo því að skera sig á háls, eins og þjóðsög- urnar segja, tæpu ári eftir að prest- ur kvæntist, eða þann 11. apríl 1778. Einnig ber heitnildunum sarnan um, að Odd prest hafi dreymt Sólveigu og hún hafi i hótunum við hann, ef hún fengi ekki leg í kirkjugarði, og er það vitanlega eftir • sögn séra Odds sjálfs. Er og auðsætt, að strax hafa myndast sagnir um það, að Sólveig lægi ekki alls kostar kyr. Um hvarf Odds ber heimildunum að miklu leyti saman við þjóðsög- una. Það gerðist aðfaranótt 2. okt. 1786, rúmum 8 mánuðum eftir dauða Sólveigar. Prestur hafði messað á Silfrastöðum um daginti og kom við á Víðivöllutu á heimleið inni. Var honum boðin þar fylgd, en hann þá ekki eða úr ihenni varð ekki af einhverjum ástseðum. Hann hafði því ekki fylgd heim að tún- garði, eins og þjóðsagan segir. En hins vegar ber heimildunum saman um það, að hans hafi orðið vart heima á Miklabæ á vökunni um kvöldið, líkt og þjóðsagan segir, svo og um hitt, að aldrei fanst lík prests, og veit enginn í dag, hvað um hann varð. Það var ekki nema eðlilegt á slíkri hjátrúaröld, að alþýða manna setti hið sviplega hvarf prests í samband við Sólveigu. Svo virðist sem prest- ur hafi sjálfur ekki verið laus við hjátrú í því efni, og ekki er víst, að samvizka hans gagnvart Sólveigu hafi verið alls kostar hrein. En hvernig er það, þar sem Sól- veigu tókst að koma áðurnefndri beiðni til skila? Hvort myndi hún ekki vera fáanleg til þess að skýra frá því á miðilsfundi, hvað um séra Odd varð? Og hver var orsökin til þess, að hún vildi heldur hvíla i Glaumbæ en á Miklabæ? Ef til vill getur einhver leyst úr því, og væri það ekki ófróðlegt. —Lesbók Mbl. Vigsla Suðureyjar- kirkju í Súgandafirði Vígsla Suðureyrarkrkju i Súg- andafirði fór fram næstliðinn sunnu- dag (1. ág.) með mfkilli viðhöfn að viðstöddu miklu fjölmenni. Biskup hafði farið vestur með Dettifossi siðastliðinn miðvikudag og fram- kvæmdi hann vígsluna. Viðstaddir voru. auk sóknarprestsins séra Hall- dórs Kolbeins, þeir prófastarnir: séra Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði og séra Sigurgeir Sigurðsson á ísafirði, og prestarnir: séra Jón Ólafsson í Holti, séra Pál! Sigurðsson í Bolungarvik og séra Magnús R. Jópsson frá Stað i Aðalvik. Hófst athöfnin kl. 1 með því, að kennimenn og sóknarnefnd með biskup í fararbroddi gengu í fullum skrúða til kirkju, berandi helga muni hennar svo sem venja er til. Að lokinni vígsluathöfninni sjálfri prédikaði sóknarpresturinn af tiltakanlegri mælsku. Á eftir fór fram skírn þriggja barna, en biskuþ framkvæmdi skírnina. Vel æfður söngflokkur undir stjórn frú Ragn- hildar Þorvarðardóttur (f yrrurn sóknarprests á Stað, Brynjólfsson- ar) söng af mikilli prýði, svo unun var á að hlýða. Þessi fyrsta kirkja, sem reist er á Suðureyri, er hið prýðilegasta guðs. hús. Er húsið úr steinsteypu, sem háum turni, en smíði hennar hefir annast Jón Jónsson trésmiður frá Flateyri sá hinn sami, er í fyrra annaðist smíði Flateyrarkirkju. Er allur frágangur kirkjuhússins að smíði til kirkjusmiðnum. til mesta sóma. Kirkjan sem mun rúma I sæt- um um 130, hefir kostað rúm 19 þús. krónur og er hún bygð án nokkurrar lántöku fyrir framlög sóknarmanna sjálfra og gjafir burt- fluttra Suðureyrarbúa. Má það heita þrekvirki af ekki fjölmennara kauptúni að koma upp jafn fögru kirkjuhúsi skuldlaust. Af munum, sem kirkjunni hafa gefist, má nefna fagra altaristöflu, sem gefið hefir frú Anna Stefánsdóttir (ekkja séra Þorvarðar sál.) og böm hennar og málað hefir Brynjólfur Þórðarson listmálari, ennfremur nýjar, hljóm- góðar kirkjuklukkur og ljósatæki (þar á meðal tvær fagrar ljósakrón- ur, skornar af mikilli list), sem gamlir Súgfirðingar hér i bæ hafa gefið, fyrir forgöngu forstjóra Hans Kristjánssonar. Fyrstu for- göngu þessarar kirkjubyggingar mun mega eigna Kvenfélagi Súg- firðinga “Ársól,” er lagði fram fyrstu gjöfina til kirkjunnar. En annars hefir sóknarprestur ásamt sóknarnefrid átt mestan þátt i að koma málinu í framkvæmd, og erx þar skylt að nefna sérstaklega þá örnólf Valdimarsson útgerðarmann, Friðbert Friðbertsson skólastjóra og Kristján Albert Kristjánsson kaup- mann. Sé þeim öllum heiður og þökk, sem þar hafa tekið höndum saman og hmndið þessu máli í fram- kvæmd, svo prýðilega, að allir mega vel við una. J. —Morgunbl. 4. ágúst.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.