Lögberg - 28.10.1937, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.10.1937, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNIN 28. OKTÓBER, 1937 7 Arndís Sigurðardóttir 13. september s.l. andaðist að Leslie, Sask., merkiskonan Arndís Sigurðardóttir, 91 árs að aldri, eftir langt og þrekmikið æfistarf. Hún var fædd að Gelti í Grímsnesi í Ár- nessýslu á fslandi, 25. september 1944. Foreldrar hennar voru þau hjón Sigurður bóndi Einarsson og Ingunn Bjarnadóttir Ólafsson frá Seli í sömu sveit. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Gelti fram á tví- tugsaldur, en þá gekk hún að eiga Ólaf Ögmundsson frá Bíldsfelli í Grafningi og reistu þau hjón bú á Torfastöðum við Álftavatn og bjuggu þar nokkur ár, en fluttu sið- ar að Hvassahrauni í Gullbringu- sýslu og bjuggu þar, unz Ólafur lézt árið 1892; brá hún þá búi og flutti ásamt börnum sínum vestur um haf og reisti bú að nýju skamt frá bæn- um Leslie í Saskatchewan-fylki, þar sem hún bjó rausnarbúi til dánar- dægurs. Arndís var að mörgu leyti stór- merkileg4<ona, og sór sig i ætt hinna forn-íslenzku kvenskörunga; hún var tilkomumikil að vallarsýn, fylli- lega meðal kvenmaður að hæð, áður en árin og ellin fóru að beygja hana; hún var vel og þróttlega vaxin, framgangsmátinn fastur, djarfur og ákveðinn, eins og hún væri aldrei í neinum vafa um, hvað hún vildi eða hvert hún ætlaði, enda þurfti hún á þeim eiginleikum að halda, því kringumstæður hennar voru oft erfiðar framan af. Andlitssvipurinn var hreinn og fastur; augun gráleit og góðmannleg, en gátu þó verið nokkuð hvöss. Skapstór var hún og sagði þá meiningu sína hver sem i hlut átti, er henni þótti það við eiga, en hafði svo mikið vald yfir því, að það varð henni prýði i stað lösts, sem það oft verður hjá þeirn, er jafnvægið skortir. Um Arndísi þyrfti helzt að skrifa langt mál, því æfiferill hennar er svo efnisríkur og atorkumikill, að það er að mörgu leyti þeim sem á eftir koma, holt, að athuga hann, en því miður er það ekki hægt hér, nema að litlu leyti. í æsku naut hún ekki þeirrar mentunar, sem æskumeyjar eiga yfirleitt kost á nú, en þó myndaði reynsla hennar sjálfrar, athugun og uppeldi, ákveðnar og bjargfastar lífsskoðanir. Hún skildi snemma að lifið var ekki tilgangslaust — að konur jafnt sem menn liefðu á- kveðnum skyldum að gegna, og ein- huga ásetti hún sér að þeim skyldi hún aldrei bregðast á meðan að líf og kraftar entust, og við þann á- setning stóð hún til dauðadags. Verkahringur konunnar er vana- lega álitinn að vera innan heimilis- ins; hennar náði út yfir heimilið, til alls þess, er snerti fjölskyldu henn- ar utan húss og innan. Velferð fjöl. skyldu sinnar vígði hún alt sitt líf, alt sitt þrek, alla sína staðfestu og allan sinn kærleika; það var hennar heimur og hennar verkahringur, en utan lians var hún fáskiftin. Árið 1893 flutti Arndís frá Hvassahrauni og vestur um haf, á- samt sonum sínum þremur, er þá voru hjá henni, og settist að ásamt þeim, skamt frá bænum Leslie i Saskatchewan, eins og þegar hefir verið minst á, og reisti sér bú að nýju á hekmlisréttarlandi. Er það ekkert áhlaupaverk að koma ár sinni fyrir borð á þann hátt algjörlega fé- laus i framandi landi, þó efldir karl- menn eigi í hlut, hvað þá heldur þegar um konu ræðir, sem komin er yfir eða um fimtugt; en þetta lét hún, eða þau mæðginin, sig hafa, og unnu þar baki brotnu með þeirri ráðdeild og framsýni, að litla kotið sem þau byrjuðu að hokra á, er orð- ið að höfuðbóli. I stað moldarkof- ans er komið glæsilegt nýtizku í- búðarhús; í stað uxanna sem áður voru notaðir til dráttar og plæginga •eru komnar fullkomnustu dráttar og vinnuvélar, hópur hesta og hjörð nauta af bezta kyni er nú partur af eigindómi þessarar fjölskyldu, og heimilisréttarlandið hefir aukist úr 160 upp í 1450 ekra bújörð, svo vel setna og hirta, að eftirtekt og að- dáun vekur. Þetta er þá starf Arn- dísar og sona hennar þriggja í fjörutíu ár, í þessu landi. Sam- vinna, eining, áhugi og framsýni, hefir blessað starf þeirra og hún hvarf burt af sjónarsviðinu með þá fullu vissu í huga, að hafa int af hendi skylduverkin frá byrjun með stakri ósérplægni og skörungsskap. Iíér kom hún með börn sín og tvær hendur tómar og héðan fór hún og skildi eftir sig glæsilegustu og bezt setnu bújörðina, ekki aðeins í sínu héraði, heldur þótt víðar væri leit- að, án þess að eins cents skuld hvíldi á henni eða nokkru, sem henni til- heyrði. Þeim Ólafi og Arndísi varð átta barna auðið; þrjú þeirra dóu heima á íslandi; tvær systur, sem báðar hétu Ingunn og dóu í æsku; Sigurð, sem var fulltiða maður er hann lézt. Ilin fimm eru öll hér í Canaaa, Ög- rnundur á heima á Lulu-eyjunni í British Columbia; Ingvar, kaupmað- ur í Prince Albert í Saskatchewan; Ólafur, Elert og Stefán, sem altaf hafa verið heima hjá móður sinni í Leslie og veitt hinu umsvifamikla búi forstöðu með henni. Arndís heitin var sterkbygð og heilsuhraust kona, enda var það eng- um heiglum hent að ganga í spor hennar. Jafnvel ellinni, sem löng- um hefir þótt sigursæl, sýndist eiga fult í fangi með að yfirstíga hana og þó að minni væri nokkuð farið að láta sig, þá hélt hún fótavist til enda. Meira að segja síðasta daginn sem hún ljfði klæddist hún eins og vant var, fór ofan og settist í stól og sat þar nokkurn tíma og talaði til sona sinna, svo gekk hún til rúms sins, lagði sig út af og eftir stutta stund þegar sonur hennar einn kom til að vita um hvort nokkuð sérstakt gengi að henni, var hún örend, og frá herbergi hennar hafði hvorki heyrst hósti eða stuna. Arndís heitin var jarðsúngin af séra Jakob Jónssyni, 25. september s.l. og lögð til hvíldar að viðstöddu f jölmenni miklu í grafreit Islendinga í Foam Lake bygð þar sem svo margir aðrir af frumbyggjum þeirr- ar bygðar hvíla. J. J. B. Minning nm Þórð Guðjohnsen lækni Þó Morgunblaðið hafi þegar getið um lát Þórðar Guðjohnsens læknis á Borgundarhólmi, vil eg bið>a það fyrir nokkrar linur um: þennan skólabróður minn og sambekking. Helztu æfiatriði Þórðar heitins eru þessi: Hann er fæddur 5. febr. 1867. Foreldrar hans voru Þórður Guðjohnsen, siðar verzlunarstjóri á Húsavík, og kona hans Halldóra M. Þórðardóttir. Stúdentspróf tók hann 1887 og læknispróf í Höfn 1896. Settist hann síðan að sem læknir í Rönne á Borgundarhólmi. Hann kvæntist 26. júní 1901 Eliza- bet Margarete Bohn-Hansen, dóttur Herman Magnus Hansens lauten- ants. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp stúlku og ættleiddu hana. Hann dó 25. ágúst þ. á. Helztu einkenni Þórðar heitins / komu strax í ljós á skólaárunum. Hann var bráðþroska og karlmenni, mikill vexti og hinn gervilegasti, listfengur og góður námsmaður, ekki sízt á tungumál, t. d. talaði og skrifaði hann dönsku ágætlega á fyrstu námsárum sinum. Hann var gleðimaður, bezti drengur og manna vinsælástur, enda hrókur alls fagn- aðar hvar sem hann kom. Hann átti því láni að fagna, að» vita strax á skólaárum hvað hann vildi verða: Ilann vildi verða læknir og ekkert annað. Þetta breyttist ekki alla æfi. Þó honum hefði verið boðið heilt kóngsriki í stað þess að vtera læknir, þá hefði hann ekki þegið það ! Hann hefir vafalaust leyst læknisstörfin af hendi með stökustu alúð, enda fylgd- ist hann vel með nýjungum í sinni fræðigrein. Hann hafði og almenn- ingstraust sem læknir, og fnikið að gera um langt skeið. Frítíma sína notaði hann til þess að teikna og mála og var listfengur á hvort- tveggja, auk þess sem hann var mik- ill ferðalangur. Hann hafði farið víða um lönd og hafði sérstakt yndi að því að klífa hæstu fjöll, jafnvel tinda, sem eru örfáum gengir. Oft- ast fór hann þó til Lapplands og kannaði þar fjöll og óbygðir, sem voru fáum kunnar. Tvö síðustu ár- in kom hann hingað og ferðaðist hann með f jölskyldu sinni um mest- an hluta landsins. Síðast kom hann í vor til þess að halda 50 ára stú- dentafmæli. A síðari árum skrifaði Þórður mikið um ferðir sínar og fjallgöng- ur, svo að nema myndi mörgum bindum ef prentað væri. Handrit hans eru hreinir dýrgripir. Þau eru skrifuð á ágætasta pappír, í arkar- broti, með óvenjulega fallegri rit- hönd, og prýdd með aragrúa af pennateikningum og vatnslitamynd um. Eitt af þeim er um íslands- ferð hans. Vafalaust verða þessi handrit prentuð á sínum tima. Þegar Þórður kom síðast, gekk hann með ólæknandi krabbamein. En það skyldi enginn sjá það á hon- um. Hann var kátur og fjörugur eins og ungur maður, og vissi þó vel hvað sér leið. Þegar hann kvaddi mig sagði hann: “Nú sjáumst við aldrei aftur!” Hann vann að læknisstörfum eins og ekkert væri, þangað til hann lagð- ist í rúm sitt, ellefu dögum fyrir andlátið. Þeim er ekki fisjað saman mönn- unum, sem lifa þannig og deyja! G.H. —Mbl. 2. okt. Sárast að sjá Það þrællyndi tekur mig sárast að sjá, er svikin til virðinga styður, sem tildrar upp annari tign fyrir þá sem tapar og stjakað er niður. Sem heiðrar þann mest sem að á- gengur er og átök við. sjálfshaginn miðar, sem reitir af öðrurn: en rakar að sér og réttinum skýtur til hliðar. Sem trúir þvi bezt, sem er ósatt og ýkt og ágætt af lánuðum f jöðrum. Já, þvi hefir valdið á rangindum ríkt en réttleysið þjakað að öðrum. Nær vorar til þess að vér virðum þann mest er verður oss hinum að liði —að það geti sigrað er satt er og bezt, og setið að völdum í friði. Páll Guðmundsson. Ritdómur “Þráðarspottar” heitir nýútkomin, allvæn bók, 194 bls., er ísafoldar- prentsmiðja hefir gefið út. Bókin flytur 6 sögur eftir Rannveigu K. G. Sigbjörnsson. Lesendur íslenzku blaðanna frá Winnipeg kannast vel við þá konu, því að hún hefir skrifað meira i blöðin vestra í mörg ár, sérstaklega Lögberg, en nokkur önnur vestur- íslenzk kona. Eru mannúðarmál og trúmál aðaláhugamál hennar. Hún hefir ekki farið dult með þá skoðun sina, “að heilli vant’rú hnekkir eng- inn hálfri trú.” Hefir því stundum verið stomaasamt um greinar henn- ar, en enginn frýjar henni vits né einurðar. Sýndi hún þegar á ungum aldri fulla einurð, er hún tók þátt í “Verðinum” hér í Reykjavík rétt eftir aldamótin. Uin 30 ára skeið, eða nálægt því. hefir hún búið með manni sínum í blómlegri sveit, ssm kend er við Leslie í Saskatchewan-fylki í Can- ada. Eru margir íslendingar bú- settir bæði þar og í næstu sveitum, og stunda akuryrkju — með góðum hagnaði oftast. Ferðamönnum héð- an að heiman er ljúft að minnast gestrisninnar í prýðilegum bænda- býlum vestur þar. Frú Rannveig Sigbjörnsson er ættuð frá Vestfjörðum; tileinkar hún þessa bók fósturforeldrum sín- um, Jóni Zakaríasarsyni og Guðrúnu Hallgrímsdóttur í Bolungarvík, og sögurnar, hennar gerast flestar í Bol- ungarvík og á ísafirði uœ það leyti, sem höf. var unglingur. Virðast þær tengdar mjög fólki og stöðum, sem höf. hefir þekt í æsku. Engidalur og Seljaland, Krókur, Hallsbær og Fjörubúð, “Ásgeirsson” og Tangs- verzlun á ísafirði eru t. d. nöfn, sem öll koma við aðra lengstu sög- una í bókinni. Samtölin á fiski- reitum ísafjarðar, og dagdómarnir um “fúnu bátana hans Ásgeirsson- ar” munu heldur ekki gripin úr lausu lofti. Þætti miér sennilegt, að Vest- firðingum léki hugur á, að kynna sér hvernig höf. lýsir þessu og mörgu öðru við ísafjarðardjúp. Sögurnar eru alveg lausar við hálf-ensk bögumæli, og bera engar minjar þeirrar “vestur-íslenzku,” sem stundum er brosað að. En stundum þræðir höf. fullmikið dag- legt kaupstaðamál eins og það var um aldamótin bæði á ísafirði og víð- ar. Þessar sögur eru ekki ástasögur,” þar sem upp er látinn renna “eilífur sólskinsdagur,” þegar “hann og hún” ná loks saman eftir marga vafninga. Nei, þær fara nær reynslunni, og segja frá fólki, sem á stutta og hverfula æskudrauma, en verður svo æfilangt að berjast við ytri og innri erfiðleika, og á loks engin áhuga- mál önnur en “að hafa i sig og á.” Ódrengskapur níðist á munaðar- lausum börnum og ístöðulitlum stúlkum, “sem aldrei kom til hugar að synda á móti straumi fyr en um seinan.” Seinna koma beiskir skuldadagar, og þá segir jafnvel hálfbrjáluð kona: “Það er ekki til neins að hýsa prestinn, ef maður lokar Drottinn úti.” Vel lýsir höf. sjómannakonum, er hlusta á öskur stormá og brims lang- ar andvökunætur eða standa klæð- litlar á malarkambinum, og stara á bátana hleypa í land upp á líf og dauða í gegnum brimgarðinn. Raunir Sigrúnar litlu á Felli, “sem átti engan föður,” og Magnúsar litla Kárasonar, sem gleymdi höfuðá- verka, af því að sá áverkinn var sár- ari, að vera kallaður “lausaleiks- krakki,” verða lesendum hugstæðir, og eru ekki óþarft umhugsunarefni. í þeirri sögunni, sem mér virðist bezt sögð, er það ruddaskapur hús- bóndans og þverlyndi eða kaldlyndi húsfreyjunnar, sem gera heimilið þeirra að æfilöngum kvalastað eftir nokkra vornæturdrauma og fáeinar “sæluvikur.” Samt voru þau bæði dugleg, og unnu börnum sínum. Hjartakuldinn hvarf ekki fyr en dauðinn gerði vinaskilnað. En það er heldur seint að verið, að ætla að bæta upp vanrækslu og kulda við látinn vandamann með tárum og blómum á líkkistu hans. Því miður er sú saga altaf að gerast, og mörg eru þess dæmin að t. d. gamalmenni fengu árum saman fáar heimsóknir og lítil hlýindi vandafólks sins — fyr en þau voru “komin í kistuna,” þá kom vandafólk og “vinir” í hóp- um með “likræðúhjal,” blóm og önn- ur vinsemdarmerki, sem betur hefði fyr komið. Væri óskandi að þessar “sögur hennar Rannveigar” gætu komið lesendum til að sjá, “að það er of seint að iðrast eftir dauðann,” of seint að greiða skuldir og bæta van- rækslusyndir, þegar samferðamað- urinn er látinn. Sigurbjörn A. Gíslason. —Mbl. 1. okt. ! INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man...............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man....................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..........Arni Símogarson Blaine, Wash..............Arni Símonarson Bredenbury, Sask.................S. Loptson Brown, Man. .....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man............O. Anderson Dafoe, Sask.................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota........Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man.....................F. O. Lyngdai Glenboro, Man..................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Hecla, Man................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............John Norman Husavick, Man..................F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask...............J. G. Stephanson Langruth, Man..........................John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man..............................Jón Halldórsson Markerville, Alta. ...........O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak...........S. J. Hallgrimson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld Oakview, Man..................Búi Thorlacius Otto, Man...............................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash............S.'J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík,' Man...............Árni Paulson Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash..................J. J. Middal Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man..............Búi Thorlacius Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson Upham, N. Da.kota........Einar T. Breiðfjörð Víðir, Man...........................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man..........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach...............F. O. Lyngdal Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.