Lögberg - 02.12.1937, Blaðsíða 2
2
LÖŒBJIRG, FIMTUDAGINN 2. DE'SEMBER, 1937.
KINVERJAR
Lifnaðarhættir þeirra og
menning.
Frásögn íslenskrar konu,
frú Oddnýjar Sen.
Frú Oddný Sen er islenzk kona,
gift í Kina, sem nýlega er komin í
heimsókn til íslands. MaSur henn-
ar er prófessor í sálar- og upepldis-
fræði viÖ háskólann á Amoy, lítilli
eyju no ferkilóm. — íbúar 300
þúsund) í Fu-Kienhéraðinu, skarnt
frá Formosa. Frú Oddný hefir
dvaliÖ 15 ár samfleytt í Kina, og
hefir aldrei hitt landa allan þann
tima, nema fyrsta árið, er þau hjón-
in bjuggu í Shanghai. Þá hitti hún
íslenzka konu, Mrs. Hayes, er var
gift enskum trúboða. Er aðdáunar-
vert að heyra, hve vel frú Oddný
hefir haldið við móðurmálinu, talar
hún lýtalaust íslenzku, og með mjög
litlum útlendum hreim. Tvö börn
þeirra hjóna eru með móður sinni
hér, Jón 13 ára og Signý 9 ára.
Fréttaritari Lesbókarinnar hitti
frúna að máli á heimili bróður henn-
ar, dr. Jóns Vestdal, hér í bæ, rétt
eftir að hún kom.
# # *
—Verðið þér lengi heima að
sinni ?
—Við verðum að minsta kosti
eitt ár. Börnin eru farin að kunna
vel við sig, þó að þau skilji ekki mál-
ið. En þau ætla sér að læra ís-
lenZku, og eru byrjuð á þvi þegar.
Þau höfðu aldrei á æfi sinni séð
snjó, og vissu ekki hvað frost var,
þegar þau lögðu af stað að heiman.
Og þau urðu afar hrifin, þegar þau
sáu “málverkin” á rúðunum, þegar
þau vöknuðu, en þannig nefndu þau
héluna, og norðurljósin finst þeim
töfrandi. Síðan barst talið áð
Kína.
—Hvernig er veðráttufar á
Amoy ?
—Yndislegt. Mér fellur ljómandi
vel við það. Þar er t. d. ekki nærri
eins heitt og í Shanghai á sumrin,
og ékki eins kalt á vetrum. Sumar-
hiti er að meðaltali 30 st. í skuggan-
um en á vetrum er meðalhiti 7—8
stig.
—Hvað er að segja um heimilis-
háttu í Kína?
—Heimilis og fjölskyldulíf er þar
mjög ólíkt og hér heima. Áður fyr
var það svo, að heilar fjölskyldur,
feður og mæður, með dætur og syni,
og þeirra konur og börn bjuggu
saman i gríðarstórum húsum. En
nú er þetta að breytast, þannig, að
synirnir flytja að heiman að sið
Evrópumanna, er þeir giftast.
En annars er f jölskyldulífið mjög
sterkur liður í lifi Kínverja, og ætt-
artilfinningin afar sterk. Öll ættin
er svo að segja eitt.
Það þekkist ekki í Kína, að menn
þiggi fátækrastyrk eða fari á sveit.
Fátækur ættingi getur altaf leitað til
skyldmenna sinna, og það þykir
sjálfsagur hlutur, að þau hjálpi hon-
um og fjölskyldu hans, sjái henni
fyrir lífsviðurværi.
—Hver er aðstaða húsmóðurinn-
ar á heimilinu?
Húsmóðirin er drotning í sínu
ríki, gerir ekkert nema stjórna heim-
ilinu og hefir margt þjónustufólk.
Það eru aðallega karlmenn, vinnu-
menn, sem matreiða, vinna í görðun-
um og ræsta húsin, stúlkurnar hugsa
um börnin og eru húsmóðurinni til
aðstoðar. Hella t. d. te í bolla fyrir
hana, ef einhver kemur í heimsókn,
o. s. frv., því að hún má ekkert
snerta sjálf. Það er fyrir neðan
hennar virðingu.
—Er ekki dýrt að halda svona
margt þjónustufólk?
—Ónei, vinnukraftur er ódýr i
Kína. Vinnufólk býr algerlega út
af fyrir sig í húsinu, karlmenn og
stúlkur sér, og hafa mat út af fyrir
sig. Meðalkaup á mánuði er kring-
um 15 krónur fyrir stúlkur, en eitt-
hvað meira fyrir karlmenn. Auk
þess sjá húsbændur fólkinu fyrir
húsnæði og það fær vissa fjárhæð
fyrir mat sinum.
Húsakynni eru yfirleitt stærri en
tíðkast hér heima — stofur stærri
og hærra til lofts — og húsaleiga
mun ódýrari. T. d. er hægt að fá
sæmilega 4 herbergja ibúð fyrir 35
kr. á mánuði.
—Eins og eg sagði áðan, segir frá
Sen ennfremur, — er húsmóðirin
einvöld í húsinu, og hefir yfirleitt
æðstu ráð, næst húsbóndanum. En
falli hann frá, er hún einráð.
Börn sýna foreldrum' sínum afar-
mikla virðingu og blinda hlýðni.
Ungt fólk ber yfirleitt mikla virð-
ingu fyrir eldra fólki, og það þykir
eitt það ljótasta sem til er, að sýna
gömlu fólki óvirðingu, af hvaða
stétt sem það er.
—Er alþýðufræðsla góð í Kina?
—Hún hefir komist í miklu betra
horf á seinni árum, og fer mjög
batnandi. Og þar sem fólk hefir
ekki notið neinnar mentunar, gang-
ast stúdentar fyrir því að kenna því
að lesa og skrifa.
Þá er það og annað, sem börnum
er innrætt í skólum —og það er föð-
urlandsást, að elska og virða föður-
landið. Ekki svo að skilja, að Kín-
verjar hafi ekki elskað land sitt. En
þeir hafa ekkert annað haft til sam-
anburðar.
Kína hefir verið þeim heimur.
Á Amoy er háskólinn. Þar
stunda um 800 stúdentar nám og þar
búa prófessorar, docentar, forstöðu-
menn deildanna og eftirlitsmenn
aðrir, með fjölskyldur sínar.
Við höfum búið í háskólahverfinu
þessi 14 ár, sem við höfuni átt heima
á Amoy. Maðurinn minn er deild-
arstjóri einnar háskóladeildarinnar
og jafnframt kennari í sálar- og
uppeldisfræði.
—Hvernig er mataræði í Kína?
—Matur er mjög margbreytilegur
og góður í Kina. Það er misskiln-
ingur, að lítið beri þar á fæðuteg-
undum öðrum en hrísgrjónum, eins
og sumir halda. Að vísu eru hrís-
grjón algengasti maturinn og dag-
lega á borð borin með öðrum rétt-
um, en þau eru höfð í staðinn fyrir
kartöflur og brauð. Kinverjar
borða lítið af brauði, og ekki smjör
eða mjólk, kjöt eða annað af naut-
pening. Þeim finst það of gróft
til matar, að borða kjöt af áburðar-
dýrum. Þess í stað borða þeir
svinsflesk, alskonar fuglakjöt,
kjúklinga, fisk margskonar og græn-
meti. Bambushnetur með kjötmat
er líka fyrirtaksréttur, og margir
ljúffengir réttir erú búnir til, og
framreiddir úr krabba, sveppum og
ýmiskonar skelfiski.
—Kinverjar hafa skrítna matar-
siði ?
—Þeir koma að minsta kosti
Evrópumönnum nýstárlega fyrir.
Venjulega er setið við kringlótt
borð. Súpan er sett á mitt borð,
og eru í henni allskonar jurtir, kjöt
o. f 1., eftir því hverrar tegundar hún
er. Kringum súpuskálina er svo
raðað fjórum til sex réttum á smá-
diskum. Hver maður hefir sinn
disk og litla skál með soðnum hris-
grjónum, og hver tekur fyrir sig af
þeim réttum, sem hann kýs í þeirri
röð sem honum sjálfum' sýnist.
Þarna eru hvorki hnífar né gaffl-
ar á borðum, heldur aðeins hinir
margumtöluðu matteinar, sem auð-
kennandi eru fyrir Kínverjana, og
svo skeið, til þess að borða súpuna
með. Það þarf töluverða æfingu í
því að kunna að fara með mattein-
ana svo vel sé, og það þykir skortur
á góðu uppeldi að vera klaufalegur.
Dúfnaegg eru talin einn erfiðasti
rétturinn viðureignar. Það er ekki
þægilegt að “klófesta” hál eggin með
mjóum teinum. Skeið má þar ekki
koma nálægt, og bannfært að snerta
matinn með höndunum. Það þykir
Kínverjum mesti ómenningarvottur.
Kinverjar halda fast við æfagaml-
ar venjur og kreddur og eru stoltir
af. Það er heldur ekki laust við,
að þeir líti niður á útlendinga. En
þeir fara vel með það, og sýna þeim
mikið uníburðarlyndi, er þeir reyna
að venja sig við þeirra siði. Það
er min reynsla. Eg verð að játa
það, að eg greip stundum til skeið-
arinn^r fyrst í stað. Eg held, að
mér sé óhætt að segja, að eg hafi
ekki verið fyrirlitin, heldur afsökuð
með þvi að eg væri “bara útlending-
I þessu sambandi dettur mér í
hug, að það liggur við, að maður
skammist sín stundum fyrir að vera
útlendingur innan um þessa fín-
gerðu menn. Þegar kvikmyndin
Hinrik VIII. var sýnd á Amoy,
vakti hún mikið hneyksli. Menn
voru hreint-og beint þrumu lostnir
yfir því, hve ruddalegur einvaldur-
inn. gat verið, er hann greip heilan
kjúkling í hendurnar og nagaði!
Eins ofbauð þeim, hve hrottalegur
hann var við kvenfólkið.
Kínverjar eru vanir að hrósa sér
af því, að hjá þeim hafi matteinar
verið til frá alda öðli, en Bretar hafi
ekki þekt gaffla og hnífa fyr en á
dögum Elísabetar drotningar!
Það þykir dónalegt að ljúka al-
gerlega af fatinu, eða drekka til
botns úr tebollanum. Vilji,maður
ekki aftur í bollann, má maður ekki
drekka úr honum, nema til hálfs,
annars er altaf haldið áfram að bæta
í hann. Þetta var eitt f þvi, sem
eg áttaði mig ekki á fyrst í stað.
Það mætti bæta því við, er minst
er á mataræði í Kína, að það hlýtur
áð vera holt. T. d. hefir allur al-
menningur góðar tennur, börn sjást
varla með skemdar tennur og gerfi-
tennur eru afar sjaldséðar. Tók eg
glögglega eftir þeim mismun sem
er á þessu í Kína og víða í Evrópu
strax á heimleiðinni. Fanst mér
sem önnur hver manneskja, er eg
átti tal við, t. d. í Leith, væri með
gerfitennur. Og hér finst mér tölu-
vert bera á skemdum tönnum hjá
börnum.
Fólk lætur sér líka ant um að
Jiirða vel tennur sínar, og flestir
hafa það fyrir sitt fyrsta verk á
morgnana að bursta tennurnar.
—Hvernig er samkvæmislífið ?
—Samkvæmi, eða te- og kaffi-
boð, eins og hér tíðkast, þekkjast
ekki í Kína. Það þykir ekki viðeig-
andi að bjóða fólki nema í stærri
veizlur, þar sem 16—20 réttir eru á
borðum.
í veizlu er setið við kringlótt borð,
en aldrei fleiri en 10 við hvert.
Hrisgrjón eru ekki borin með veizlu-
mat. Hver réttur er borinn inn,
einn og einn í einu. En við disk
hvers gests er litil skál með þurkuð-
Um og söltuðum kjörnutn úr melónu.
Þessa kjarna muðlar maður á milli
réttanna. Vín er borið með mat,
sem búið er til úr grjónum. Er
drukkið á undan hverjum rétti.
Kínverjar eru yfirleitt ræðnir, en
undir borðum, meðan matarins er
neytt, er heldur lítið talað.
—Hafa Kínverjar enn skömm á
því að vinna?
—Það vill enn brenna við hjá
sumum, að óvirðing þyki að því að
vinna. Eins og eg mintist á áðan,
mega húsmæður t. d. helst ekki
snerta neitt sjálfar. En nú er þetta
að breytast. T. d. er börnunum inn-
rætt það í skólunum, að það sé eng-
in skömm að því að vinna. Og þau
eru látin þvo gólf, vinna í görðum og
margt fleira, til þess að uppræta þá
hugsun hjá þeim, að finnast sér vera
misboðið með því að hafa eitthvað
fyrir stafni.
—Er ekki meira dálæti á sonum
en dætrum?
—Það kann að vera. Feður láta
sér mjög umhugað um, að eignast
syni, er geti haldið við nafni ættar-
innar á jörðinni, þvi að það má með
engu móti deyja út.. í sambandi við
það er forfeðradýrkunin, sem út- j
lendingum í Kína kenmr mjög ein-
kennilega fyrir sjónir. En nú orðið
er dætrum og sonum gert jafn hátt
undir höfði á flestum sviðum.
—Tíðkast hjónaskilnaðir i Kina?
—Já, í seinni tíð eru hjónaskiln-
að orðnir tíðir í Kína. En aftur á
móti þekkist það ekki, að ekkjur
giftist aftur. Það þætti ósæmandi
með öllu.
—Og barnatrúlofanir ?
—Þær eru til enn þann dag í dag.
Kunningjar trúlofa börn sín, og
þegar þau ná giftingaraldri, verða
þau hjón. Stundum blessast alt vel,
börnin hafa kannske þekst og verið
leiksystkin. En stundum fer líka
illa, ef hjónaefnin hafa alls ekki sézt
fyr en á brúðkaupsdaginn. Hefir
komið fyrir, að annar aðilinn hefir
hlaupið á brott og flúið örlög sín.
Annars er það orðið algengt, að
menn velji sér sjálfir konur eftir
eigin vild.
Unga fólkið hefir líka betra tæki-
færi til þess að kynnast nú en áður,
er stúlkur máttu ekki fara fet að
heiman nema fá fylgd og ekki sjást
einar á strætum úti.
Aðstaða kvenfólksins hefir breyst
eftir byltingúna 1911. Nú hafa
konur algert jafnrétti við karlmenn
og njóta sömu réttinda og þeir á
öllum sviðum. Margar stúlkur ganga
nú mentaveginn, taka embættispróf
og fá stöður, er einungis karlmenn
fengu áður. Kínverskar stúlkur
stunda líka íþróttir af kappi, taka
jafnvel þátt í knattspyrnu af lífi og
fjöri.
—Er algerlega hætt að binda upp
fæturna á stúlkum ?
—Já, það er bannað með lögum.
—Klæðast konur ekki stöðugt
kínverskum klæðum?
—’Já, enda hæfa kínversk klæði
þeirn' betur en evrópiskur búningur.
Þær hafa sina tísku, sem breytist
engu síður en tískan í stórborgum
Evrópu. Kínverjar eru á mörgum
sviðum farnir að semja sig að sið-
um Evrópuþjóða. T. d. er það al-
titt, að kvenfólk klippi hár sitt í
Kína.
—Þér mintust á forfeðradýrkun
áðan?
—Já. Forfeðradýrkun er mjög
sterkur liður í þjóðlifi Kinverja.
Kínverjar tilbiðja mjög og hafa í
heiðri minningu látinna fprfeðra.
Gamlárskvöld er aðallega helgað
þemi. Það kvöld eru teknar fram
myndir af öllum látnum forfeðrum.
Er mikið um dýrðir, reykelsi brend
og afkomendurnir hneigja sig í lotn-
ingu með ennið í gólfið i virðingar-
skyni við þá látnu. “Kowtow” er
það kallað á kínversku að setja
þannig ennið í gólfið. Það fylgir
líka viðhöfninni að taka fram mynd-
ir af forfeðrunum og matreiða og
bera á borð alla þá rétti, sem þeir
hafa mestar mætur haft á i lifanda
lífi.
—Þér hafið meðferðis sýnishorn
af kínverskum listiðnaði ?
—Já, eg hefi hug á að sýna lönd-
um mínum það, sem eg hefi með-
ferðis þeirrar tegundar, til þess að
gefa þeim nokkra hugmynd um, hve
kínverskur iðnaður getur verið ótrú-
lega fíngerður, og unninn af mikl-
urn hagleik og smekkvísi. M. a.
hefi eg í fórum minum tvö eða þrjú
stykki af fyrstu leirmunum, sem
búnir voru til í Kína, um 220 f. Kr.
Af öðrum sjaldgæfum munum hefi
eg litla höggmynd eftir frægan lista-
mann frá 16. öld, er það Kivanyin,
Gyðja m'iskunnseminnar, en hún á
sér Tanga sögu.----Af ísaumuðum
munum hefi eg treyju úr kínversku
þykksilki, sem öll er útsaumuð
myndum, af mikilli snild. Treyju
þessa saumaði tengdamóðir mín,
áður en hún gifti sig. En það er
venjan, að ungar stúlkur verða að
sýna, hvað þær geta af hendi leyst,
áður en þær gerast húsmæður, sér-
staklega verða þær að sýna hversu
leiknar þær eru í útsaumi.
—Og þér kunnið þvi vel að búa
i Kína?
—Já, eg uni hag mínum prýðilega,
og kann vel við bæði land og þjóð.
Eg get ekki annað en dáðst að hinni
aldagömlu siðmenningu þeirra. Og
hvergi hefi eg séð meiri náttúrufeg-
urð en þar sem eg bý, á eyjunni
Amoy. Mér finst það allra meina
bót að horfa út á sjóinn og sjá f jöll-
in í fjarska, skógi vaxin frá efstu
tindum. Á eyjunni skiftast á fjöll
og dalir, alstaðar er svo fagurt og
gróður svo fjölskrúðugur, að mér
dettur oft í hug að svona fegurð
hljóti að “græða hverja und, svala
hverri þrá og eyða öllum sorgum.”
—Lesbók Morgunbl.,
31. okt., 1937.
IKVEIKJUÆÐI
Nýlega var tekinn fastur í Kalmar
15 ára ganiall blaðsali, og játaði
hann að hafa í sumar kveikt í 18
húsum. Hann skýrði þetta tiltæki
sitt á þá lund, að sér hefði þótt svo
gartran að sjá slökkviliðið þjófa á
brunastaðinn, og auk þess hélt hann
að déskotans hjallarnir hefðu mátt
fara, þeir hefðu vprið til óprýði
hvort sem var. En hann kvaðst æf-
inlega hafa hagað íkveikjunum
þannig, að fólk fengi tækifæri til að
forða sér.
Umsátrin um Madrid
I Danski rithöfundurinn Sigvard
Lund, sem dvalið hefir í Mad-
rid í sumar, ritaði grein þá, sem
hér fer á eftir, nokkuð stytt,
eftir að hann hafði dvalið mán-
uð í borginni. Að sögn hans eru
Madridbúar orðnir svo vanir
umsátinni, að þeim finst hún
ekkert tiltökumál framar.
Um það bil þriðja hvert hús í
Madrid hefir orðið fyrir flugvéla-
sprengjum, fallbyssusprengjum eða
sprengikúlum. Stórum loftárásum
hefir Madrid ekki orðið fyrir síðan
í febrúar, en flugorustur yfir borg-
inni eru daglegir viðburðir. Síðast-
liðinn mánuð hafa fallbyssuskot-
hríðir ekki verið nema sjaldan, en
hvert einasta hús í borginni er inn-
an skotfæris fallbyssanna, og þegar
maður er farinn að gleyma þeim eft-
ir nokkurra daga kyrð, minna þær
alt í einu á sig með því að senda
sprengjur gegnum margar hæðir
einhvers hússins í nágrenninu eða
þá að skotið springur á götunni og
skilur eftir blóðlifrar milli flór-
steinanna.
Öllu þessu er eg farinn að venjast
eftir mánuðinn, en annars fanst mér
það jafn eðlilegt fyrsta daginn og
nú. Því að kynslóðin, sem ólst upp
við dagleg fréttaskeyti heimsstyrj-
áldarinnar og skærurnar, sem á eftir
komu finst stríðið vera orðið sjálf-
sagður hlutur. Þegar eg fyrst stóð
augliti til auglitis við það fanst mér
það vera gamall kunningi, sem eg
hefði kynst áður í ofurlítilli fjar-
lægð. Og hvað ibúa Madrid snertir
þá hafa þeir fyrir löngu vanist að
álíta þetta ástand sjálfsagt. Þeir
steypa fallega sementsgarða með
skotholuni í úthverfum borgarinnar,
múra fyrir gluggana á húsum þeim,
sem mest eru áveðwrs fyrir skotun-
um, byggja heil virki úr grjóti,
sementi og sandpokum utan um
minnisverkin og höggmyndirnar á
torgunum.
Fyrir stuttu sá eg hvar verið var
að bera síðustu málverkin út úr
Prado-safninu. Þau voru í sterk-
um kössum og voru á leiðinni ofan
í skothelda kjallara, þar sem þeim er
óhætt árum sarnan. Annars hefir
það verið fyrirskipað að byggja
færri hús upp framvegis, en láta
skotgrafirnar ganga fyrir. Það
virðist ekki vera nema eðlilegt, í
byrjun annars stríðsársins og með
fjandmannaher i hálfhring kringum
borgina.
En víst er það, að Madrid-búar
taka umsátinni með sívaxandi jafn-
aðargeði, sem virðist nálgast kæru-
leysi. Götulífið er fjörugra en
nokkurntíma áður, umferðin há-
vaðasöm, leikhús, kaffihús og kvik-
myndahús fullsetin — jafnvel þó að
kaffið sé víðast sykurlaust malt-
kaffi. Annars hefir batnað í búi
*með vistir síðustu mánuði og upp-
skeran i þeim hluta landsins, sem er
á valdi stjórnarinnar virðist munu
verða ineiri en fyrir strið. Nú er
aftur orðið nóg af keti og brauði
en aðeins skortur á mjólk og ávöxt-
um. En á hverju götuhorni er hægt
að fá appelsínusafa til þess að svala
þorstanum og bæta úr fjörefna-
skortinum. Og á kránum i Madrid
er nú, auk víns eins og hver vill,
hægt að fá freyðandi öl og með því
krabba, skelfisk og snigla frá strönd-
inni við Valencie, í 400 km. fjar-
lægð. Þar við bætist að verðinu er
stilt í hóf og'að verzlanirnar hafa
nóg af öllum matföngum, nema
þeim, sem nefnd voru—og svo sápu,
sem þó er að koma á markaðinn
aftur.
Almenn heilbrigði í Madrid fer
batnandi. Að ekki skuli hafa komið
þar upp drepsóttir í sumarhitanum'
stafar af því, hve borgin stendur á
heilnæmum stað á Kastalíuhálendinu
og hve drykkjarvatnið er mjúkt, svo
að óhætt er að drekka það ósoðið.
Að öllum þessum ástæðum saman-
töldum er það skiljanlegt, að Franco
skuli ekki hafa tekist að koma stríðs-
geig í fólkið. Skothríð hans, sem
raunverulega hefir ekki haft neina
hernaðarlega þýðingu hefir fremur
styrkt en veikt stríðsviljann hjá
Madridbúum.
Úr glugga mínum á 5. hæð gegn
vestri hefi eg stríðið í námunda við
mig bæði dag og nótt. Til þess að
fara ekki á mis við eina einustu loft-
orustu flutti eg rúmið út að opnum
glugganum. Nú skeyti eg minna um
þetta, en það verður ekki sagt um
Madridbúa í heild. Flugvélarnar
eru vinsælasta vopnið hjá þeim og
foringi flughersins, Hidalgo de
Cisneros er blátt áfram> dáður. En
flugvélunum og byssunum, sem
gerðar eru til að skjóta niður flug-
vélar eiga Madridbúar líka að þakka,
að það er hætt að skjóta á þá á nótt-
inni. Og það er mikils virði, því að
sprengjurnar, sem óvinaflugvélarnar
vörpuðu yfir borgina geta sprengt
mörg hús í einu, en hinsvegar eyði-
leggja kúlurnar frá fallbyssunum
sjaldan meira en eitt herbergi eða
hæð. Og á stríðstímum gera menn
mun að meira bölinu og hinu minna.
Undir eins og heyrist til fallbyss-
anna, sem beint er gegn flugvélun-
um yfir borginni og sér himininn
alsettan hvítum ullarskýjum eftir
skotin, sem eru að springa, sé eg
alla glugga i húsunum á móti mér
fyllast af forvitnum Madridbúum,
sem fylgja með athygli hinum
furðulegustu hringsnúningum flug-
vélanna þeirra, í viðureigninni við
þýzkar og ítalskar flugvélar. Og
þegar þessar vélar verða að hörfa
undan eldregni stjórnarvélanna
kveður við fagnaðaróp frá áhorf-
endunum í gluggunum og á götunni,
Þá er alt af nóg af fólki til að skoða
sprengjur, sem fallið hafa eða hluta
úr sundurskotnum flugvélum, sem
þjóðerniseinkenni sjást á.
Frá sjónarmiði áhorfendanna er
mest gaman að loftorustum á nætur-
þeli. Undir eins og heyrist suða í
vélhreyfli bregður upp á næturhim-
ininn fjölda ljósa frá kastljósunum
og þau kastast til og frá, mætast á
ákveðnum stað og dreifast svo aft-
ur eins og blævængur. Vei þeim ó-
vinaflugmanni, sem lendir í þessum
ljósum. Þá safnast allir utan um
hann og sleppa honum ekki aftur.
Vél hans er eins og eldfluga með
svartan næturhiimininn að baki,
hann fær ofbirtu í hvítu ljóshafinu
og verður áttaviltur, en byssurnar
að neðan miða á hann úr öllum átt-
um og hann sleppur sjaldnast lif-
andi. Madridbúar horfa oft á svona
hildarleik tímunum saman og fyrsta
skifti sem eg sá þetta varð mér ekki
rótt þangað til eg var kominn með
svefnpokann minn upp á þak og gat
horft á leikinn þaðan, án þess að
missa nokkurs.
En án þess að ónáða mig upp á
þak get eg séð mikinn hluta Jarama-
vígstöðvanna úr rúminu mínu, út urn
gluggann. Á daginn er þetta frið-
samlegt, spanskt landslag, þar sem
stundum má líta þunn reyjarský.
Þar ber hæzt við tindurinn Cerro de
los Angeles, “Englaf jallið” með
gömlu klaustri með turnum og spír-
um, svo sem 10—12 kílómetra út
með Toledoveginum. Staðurinn er
líka kallaður E1 Punto, því að þar
er talinn miðdepill Spánar; stjórn-
arherinn tók þann stað og misti hafin
aftur og nú er hann í víglínu upp-
reisnarmanna. Á nóttinni er víg-
Hnan stundum eins og samfeld eld-
rák og við og við sézt landið brenn-
andi meðfram henni.
Þar sem annarhvor herinn leitar
afdreps í skógi er sú aðferð höfð að
kveikju í skóginum með sprengjum
eða brunaskeytum, svo að hitinn
flæmi hermennina út úr eldhafinu.
Þessa aðferð hafa uppreisnarmenn
endurbætt. Þeir hafa víða kveikt í
korninu á ökrunum með brunaskeyt-
um. í landi stjórnarhersins hjálpa
hermennirnir oft bændunum við
uppskeruna, og þetta verður að ger-
ast á nóttunni. Þessi næturvinnu-
uppskera er sjón, sem maður mun
seint gleyma, þegar friður er aftur
kominn á Spáni.
Daginn sem ár var liðið frá því
að borgarastyrjöldin hófst gerðu
uppreisna.rmenn harða atlögu til
þess að ná aftur á sitt vald þýðing-
armiklu landssvæði fyrir vestan
Madrid, sein stjórnarherinn hafði
náð í sókn sinni í júli. En stjórnar-
herinn er annað nú, en hinn lélegi
verkamannaher, sem tók á móti upp-
reisarhernum fyrir meira en ári
liðnu. í dag er hann orðinn yfir
hálf miljón æfðra og sumpart vel
vopnaðra hermanna, og viðureign