Lögberg


Lögberg - 03.02.1938, Qupperneq 4

Lögberg - 03.02.1938, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 3. FEBRÚAR 1938 Hogtierg GefiS út hvern fimtudag af T H S COLUMBIA PRE88 L 1 MITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBKRG, «95 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO (3.00 um áriO — Borgist fyrirfram The ''Lögberg" is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Fágœtur vinnuvíkingur L)r. Richard Beck gegnir umsvifamiklu embætti sem prófessor í norrænum fræðum viÖ ríkisháskólann í North Dakota, og myndi mörgum manninum hafa fundist það út af fyrir sig, ærið viðfangsefni. En því er ekki þann veg farið með dr. Beck; hann sýnist liafa lítt takmarkað svigrúm til margháttaðra ritstarfa og fyrirlestraferða engu að síður; [>etta leika ekki aðrir en þeir, sem hafa á því brennandi áhuga, að' verða samferðasveit sinni að sem allra mestu og víðtækustu liði. Með það fyrir augum að leiða athygli ís- lenzkra lesenda að starfsemi dr. Becks síðast- liðið ár, höfum vér viðað að oss þeim upplýs- ingum, sem liér fara á eftir; og þó þær sé vafalaust engan veginn fullnægjandi, þá varpa þær þó nokkuru ljósi á athafnalíf þessa áminsta vinnuvíkings, sem enn er augljóslega á framfaraskeiði, og fastari fyrir sér í rit- störfum sínum en áður var, þótt ekki sé það alt.jafn gott eða skemtilegt aflestrar, sem frá penna hans kemur; það hefir samt sem áður ávalt eitthvað af raunhæfum nytjum til brunns að bera. 1 ljóðlislt er dr. Beck á auð- sæilegu þroskaskeiði; nægir því til sönnunar að benda á kvæði hans “Brautryðjendur ” í Tímariti Þjóðræknisfélagsins, og prýðilega ljóðrænt smákvæði “ Vetrarmorgun,” sem birt var í Lögbergi í vikunni sem leið.— Á stofnfundi Leifs Eiríkssonar félagsins í South Dakota árið' sem leið, flutti dr. Beck erindi.um Vínlandsfund Leifs; lét þessi nýi félagsskapur prenta af því 2,000 eintök, og var það notað í skólum víðsvegar um ríkið. I októberhefiti mánaðarrits Kennarafélags South Dakota ríkis, “The Journal of the South Dakota Elducation Association,” ritar dr. Weeks, forseti háskóla jiess ríkis, grein um gildi Leifs Eiríkssonar dagsins, og er hún að miklu leyti bygð á ofannefndu erindi dr. Becks; það varð einnig tilefni til ritstjórnar- greinar um Vínlandsfund Leifs, sem Hjálmar Björnsson skrifaði fyrir “Minneapolis Tribune,” og endurprentuð var í blaðinu ‘ ‘ Grand Forks Herald. ” Og nú hefir erindið í heiid sinni verið endurprentað í norska vikublaðinu “Normanden,” sem gefið er út í borginni Fargo í North Dakota. Grein um Háskóla Islands (The Univer- sity of Iceland) birtist í “Grand Forks Skandinavr,” endurprentuð úr hinu víðkunna tímariti, “The American-Scandinavian Re- view.” Vönduð ritgerð um höfuðskátd ís- ]f*nzku þjóðarinnar, Einar Benediktsson (“Ioeland’s Poet Laureate”) kom lit í tíma- ritinu “The Friend,” sem prentað er í Minne- apolis og vnðlesið er í Miðvesturríkjunum. Ritgerð á norsku um Matthías Jochumsson, sem stórskáld og andans mann birtist í gam- alkunnu norsku blaði, “Fergus Falls Uge- blad,” sem gefið er út í bænum Fergus Falls í Minnesotaríkinu, Jafnframt þessu hefir dr. Beck samið ritdóma ýmissa á ensku um ís- lenzk rit, eða rit, sem Island sérstaklega varða. Má í þessu sambandi til telja ritdóm um 3 fyrstu bindin af ritsafninu mikla, Monu- menta Typographica Islandica (Nýja Testa- menti Odds Gottskáldkssonar, Guðspjallabók Ólafs biskups Hjaltasonar og Jónsbók, er dr. Sigurður Nordal sér um útgáfu á, en Einar Munksgaard gefur út. Ritdómur þessi birtist í “ Journal of English and German Philology, sem háskóli Ulinoisríkis stendur að. Þá hefir dr. Beck ritað ítarlega um ensku þýðinguna á bók Hjalmars Lindroths, “Iceland---------A Land of Contrasts,” í American-Scandinav- ian Revievv; svo og um hið nýja rit prófessors Halldórs Hermannssonar um Vínlandsferð- irnar “The Problem of Wineland”; kom þessi ritdómur út í Scandinavian Studies and Notes, ársfjórðungsriti “Society for the Ad- vancement of Scandinavian Study. ” Og nú alveg nýverið, hefir dr. Beck lokið við að lesa síðustu próförk af bókmentasögu Xorður- landa á ensku, sem hann er meðhöfundur að, og út kemur seinna á þessu ári. Ræður um íslenzk efni hefir dr. Beck flutt hér og þar á árinu sem leið, og skulu þær helztu hér tilgreindar; ræða um Bjama skáld Thorarensen í tilefni af 150 ára afmadi hans, á ársfundi “Society for the Advancement of Scandinavian Study,” sem haldinn var við ríldsháskólann í Nebraska í síðastliðnum maímánuði; kemur þetta erindi út á næstunni í ársfjórðungsriti þessa áhrifamikla félags- skapar. Fyrirlestur, sem nefndisit “Menn- ingarerfðir vorar og varðveisla þeirra,” (Our Cultural Heiitage and Its Preserva- tion) flutti dr. Beck á ársþingi norsk-ame- ríska þjóðræknisfélagsins, “The National Trönderlag of America”; þessi fyrirlestur var fluttur í borginni Duluth í Minnesota í júnímánaðarlok í fyrra. ÍTtdrættir úr ’þess- um fyrirlesitri voru birtir í helztu stórblöðum Duluth borgar og vnðar. Þessu til viðbótar, flutti dr. Beck á ýmsum stöðum erindi um lífs- speki norrænna manna (Old Norse Philo- sophy of Life); birtist meðal annars útdrátt- ur úr því erindi í blaðinu “Mouse River Farmers Press. Þá var og ræðu, sem dr. Beck flutti um Leif Eiríksson og Vínlands- fund hans, útvarpað frá KSTP útvarpsstöð- inni í St. Paul þann 9. október síðastliðinn, auk þess sem hann flutti ræðu um Island nú- tíðarinnar (The Modern Land of Sagas) í síðastliðnum nóvæmbermánuði í dönsku kirkj- unni í Lnverns í North Dakota; ítarlegir út- drættir úr þessari ræðu birtust í blöðunum “Hope Pioneer” og “Hannaford Enter- prise.” Þó hér sé fljótt yfir sögu farið, og í raun og veru stiklað á slteinum viðvíkjandi starfsemi dr. Becks á árinu, sem leið, þá gef- ur það þó nokkura heildarsýn yfir risavaxin afrek í þágu íslenzkrar menningar og íslenzku þjóð'arinnar í heild, og verður slíkt aldrei þakkað sem vert er.— í viðbót við það, sem nú hefir verið vikið að, flutti dr. Beck prýðileg erindi um íslenzk efni í bygðum Islendinga við Brovvn, Vogar, Glenboro, í Winnipeg og ef til vill víðar, á hinu nýliðna ári. Vinir dr. Becks, og þeir eru margir, árna honum giftu og gengis á ný- byrjuðu ári, og vænta þess að kynningarstaríf- semi hans á Islandi og íslenzkri þjóðmenn- ingu, berist “eins víða og vorgeislar ná.” “Gróður” Slíkt er heiti smásagnasafns, er Félags- prentsmiðjan í Reykjavík gaf út í fyrra, efitir frú Elínborgu Lárusdóttur; sögur þessar eru sjö að tölu, og allar næsta íhygliverðar, þó tvær beri einkum af eða skeri sig úr, sakir sálrænnar skygni, sem þær mótast af. Frú Elinborg hefir þegar haslað sér völl í íslenzk- um samtíðarbókmentum. í1yrsta bók hennar, “Sögur,” flaug íslenzkum lesendum í fang árið 1935, en önnur bókin, “Anna frá Heiðar- koti,” sigldi í kjölfar árið á eftir. Báðum var bókum þessum vel tekið; ritskoðendur luku á þær lofsorði, jafnframt því sem íslenzkur al- menningur tók þeim fegins hendi. Og þó á- kjósanlegt mætti réttilega telja, að stíllinn va'ri nokkru fastari í sér á stöku stað, og frá- sögn fáyrtari, þá einkendi flestar sögurnar mildur hugblær og næmur skilningur á mann- legu tilfinningalífi. Um það varð ekki vilst, að hér væri á ferð skáldsagnahöfundur, sem mikils mætti vænta af með vaxandi lífsreynslu og þroska. Og “Gróður” tekur af öll tvímæli um það, að sú von hefir ekki látið sér til skammar verða. Nöfn þessara nýju smásagna frú Elin- borgar Lárusdóttur eru á þessa leið: Bláu skórnir, Mitt eða þitt, Ský, Úr dagbók búðar- stúlkunnar, Ástríður, Feigð og Gróður. Beztu sögurnar virðast vera Biáu skórnir, Úr dag- bók búðarstúlkunnar og Gróður, sem er alveg tvímælalaust bezta saga frú Elinborgar; koma þar mest við sögu, eða verða í raun og veru söguhetjurnar, presturinn og Teitur bóndi á Bjargi. Þegar prestur kemur í sveit- ina er kirkjan illa sótt, bændurnir minnast ekki einu orði á sáluhjálp sína. Þeir binda hey á sunnudögum með álíka jafnaðargeði og þeir ganga í kirkju, og það án þess að afsaka eða spyrja hann um leyfi, sem á þó að vera þeirra andlegi vörður. Prestur unir þessu illa, og finst sem hann mætti ekki með nokkr- um hætti iáta slífct viðgangast óátalið. Teitur er einn þeirra, er gefur sig lítt að kirkjuferð- um; hann veit og skilur, eins og Stephan G. Stephansson svo fagurlega komst að' orði: “Eg er bóndi, alt mitt á, undir sól og regni.” Teitur er hamhleypa við vinnu; Hann erjar jörðina nótt sem nýtan dag og 'trúir á grænu stráin, sem falla fyrir sigðinni, sem óhjá- kvæmilega, jarðneska hjálp, jarðneska sálu- hjálp; hjónin á Bjargi eiga sjö börn, og þau lóta sig ekkert muna um að bæta við sig börn- unum hans Péturs, þegar faðir þeirra féll frá, í stað þess að þeim yrði holað einhversstaðar niður, eins og títt var um umkomuleysingja. Það varð eitthvað undan að láta, þar sem TeLtur var að verki; harðbalajörðin snýst upp í stórbýli, túnið stækkar og gefur af sér margfaldan töðufeng, og þó það yrði að bíða vegna annara óumflýjanlegra hlulta, reis upp á sínum tíma á Bjargi eitt alra glæsilegasta heimilið í sveitinni. Teiti vegnaði vel; hann gerskildi gróðurmoldina, grænu strá- in og afstöðu sína til hvorstveggja; hvað hann hugsaði' um eilífðarmálin hafði hann sjaldan látið uppi. Prest- ur vildi vera köllun sinni trúr; hann vildi láta guðsríkismálin ganga fyrir öllu öðru, hvernig sem viðraði í sveitinni; það tók hann langan tíma að skilja bændafólkið, sóknarbörn sín, en honumi lánaðist það, að lok- um, og það verður Teitur á Bjargi sem sannfærir hann um það, að “þessi paradís, — þetta himnariki, sem Kristur talaði um, sé bæði á himni og jörðu.’’ Þegar Teitur lætur skíra yngsta barn sitt, gefur 'hann í skyn að hann hafi lengi vel ekki talið prestinn þess verðan að skíra börnin hans Teits á Bjargi. Frú Elinborg gerir þeim báðum jafn hátt undir höfði, prestinum og Teiti á Bjargi; hún veitir þeim ó- skorið leyfi til að þroskast í sam- ræmi við upplag og eðliskendir hvors pm sig, án þess að ívilna öðrum á kostnað hins; þetta gefur sögunni margfalt meira gildi en ella myndi verið hafa. Yfir sögu þessari hvelf- ist heiður himinn drengilegra hugs- ana, þar.sem veimiltítuskapar verð- ur ekki vart. Gert er ráð fyrir að þessi nýjasta bók frú Elinborgar Lárusdóttur fáist til kaups á næst- unni hér vestan hafs. LEIÐRÉTTINGAR Einar minn:— Illa hirðir þú um þitt, þ. e. prófarkirnar. Læðst hafa’ inn í ljóðið mitt leiðir ritmáls þyrnar. Þig bið eg að leiðrétta sem fýlgir: í síðustu línu i. erindis stendur: “Fyrirbrigðum.’’ Á að vera “fyrir- burðum dagsins. í síðustu línu 4. erindis stendur tærri, á að vera stærri viðburðina.’’ Ekki meinleg villa, en villa ei að síður.. I þriðja erindi annars þáttar, 1. linu stendur: hann af hugulsemi o. s. frv., á að vera: hann af hugvitsemi, sbr. við söguna. I 5. erindj 4. línu hefir ð-ið fallið úr orðinu “ljóðsins,” þar stendur ljósins. í 6. erindi stendur: Laganámi. Á að vera: Loganámi nemur nótt úr veldi grafar. Sbr. eldnámi fornmanna. VI. kafli, í 3. erindi 2. línu stendur gengdar sporin, skal vera: gengda sporin, orðið i fleirtölu, því “starfið er margt.” I VII., 4 erindi, 5 Iínu er prentað: Hirt og glaða o. s. frv., á að vera: Hirt og laðað, glatt og grætt. Þá er upptalið það, sem' meinleg- ast er. Þó hefir mér yfirsézt i síð- ustu línu 4. erindis, III. kafla, þar stendur fórnarbjarmi. Á að vera fórnabjarmi, orðið í fleirt. Heim- ir færði margar fórnir. Lét ríki, völd, virðing, auðæfi og að síðustu lífið fyrir Ásl. í víðari merkineu fvrir hugsjónina. Annars er efni það svo mikilfeng. legt að eg sá mér ekki fært að taka meira af, en það sem að almennu viti veit, þar eð mér er heldur ekki sú listin !éð að geta sett svo fram að allir megi skilja. j * Skyldi eg síðar senda þér ljóð ti( birtingar bið eg þig bæna lengst, að sjá um að þar í slæðist ekki þessar svo óvelkomnu andfætur. Má eg illa við þeim vágestum þar. Þinn með vinsemd, A. B. Islenzk fornrit Þessi nýja útgáfa, sem nú er hleypt af stokkum á Islandi, hefir enn verið mjög lítið kynt Islending- um hér vestra, en það má ekki svo vera, þar sem um er að ræða svo afar merkilegar útgáfur. Hið íslenzka fornritafélag var stofnað um eða eftir 1930 Er það skipað 24 mönnum úr flokki hinna mikilhæfustu fræðimanna landsins, en svo skipar félagið 5 manna ncfnd úr sínum flokki til að sjá um út- gáfu bókanna. Fornrit þessi verða gefin út með samræmdri staísetning, svo að þau verða auðlesin hverjum íslendingi. Allar vísur verða skýrðar oeðan- máls, og einnig þau atriði i sundur- lausu máli, sem gætu orðið leseridum torskilin. Ritunum fylgja rækdegir og ágætir formálar, þar sem gjörð er grein fyrir hvar og hvenær þau eru rituð og skýrt frá sögulegu gildi þeirra, tímatali, o. s. frv. Nákvæmt kort og myndir af helztu sögustöð- um fylgja hverju bindi. Þessi fornrit eiga að vera vísinda- leg alþýðu útgáfa, sem verði að- gengileg hverjum manni, er vill lesa fornritin sér til skemtunar, og veitir þeim úafnframt kost á skýringum og leiðsögn til að kynnast þeim til hlítar. Félagið hefir látið gjöra vandað skinnband á ritin og er kjölurinn prýddur teikning eftir íslenzkum út- skurði frá 10. öld (þiljum frá Möðrufelli í Eyjafirði). Er þessi teikning yfir 5 þumlunga ú hæð, og tekur yfir þveran kjöl bókanna. Það eru nú komin út 4 bindi af þessu rmikla verki, og mega menn trúa því, að þar er allur frágangur svo snildarlega vandaður sem á verður kosið. Er það eftirtektavert stórvirki, sem lengi verður í minn- um haft, er svo fámenn og fátæk þjóð rækst í slíkan afarkostnað, sem þessi útgáfa hefir í för með sér. En ritin verða alls 35 bindi, og 400— 500 bls. hvert bindi, í stóru 8 blaða broti. Efnisskrá þessara fornrita verður þessi: 1. bindi — íslendingabók, Land- náma. 2. bindi — Egils saga Skalla- Grimssonar. 3. bindi — Hænsa-Þóris saga, Gunnlaugs sagá ormstungu, Gísls þáttur Illugasonar, Bjarnar saga Hítdælakappa, Heiðarviga saga. 4. bindi—Eyrbyggja saga, Brands þáttur örva, Eiríks saga rauða, Þor- finns saga karlsefnis, Einars þáttur Sokkasonar. 5. bindi—Laxdæla saga, Halldórs þáttur SnorrasOnar, Stúfs þáttur. 6. bindi—Gísla saga Súrssonar, Hávarðar saga ísfirðings, Fóst- bræðra saga, Auðunar þáttur vest- firzka, Þorvarðs þáttur krákunefs. 7. bindi — Grettis saga, Banda- manna saga, Odds þáttur Ófeigsson- ar. 8. bindi—Yatnsdækí saga, Hall- freðar saga, Kormáks saga, Hró- mundar þáttur halta, Hrafns þáttur Hrútfirðings. 9. bindi—Viga-GIúms saga, Ög- mundar þáttur dytts, Þorvalds þátt- ur tasalda, Svarfdæla saga, Þorleifs þáttur jarlsskálds, Valla-Ljóts saga, Þorgríms þáttur Hallasonar, Sneglu- Halla þáttur. 10. bindi — Ljósvetninga saga, Reykdæla saga, Hreiðars þáttur. 11. bindi — Þorsteins saga hvíta, Vopnfirðinga saga, Gunnars þáttur Þiðrandabana. Þorsteins þáttur stangarhöggs, Ölkofra þáttur Hrafn- kels saga Freysgoða, Droplaugar- sona saga, Brandkrossa þáttur, Þor- steins þáttur Austfirðings, Gull- Ásu-Þórðar þáttur, Þorsteins saga Síðu-Sallssonar, Egils þáttur Síðu- Hallssonar, Flóamanna saga, Þor. steins þáttur tjaldstæðings. 12. bindi—Njáls saga. 13. bindi — Kpalnesinga saga, Jökuls þáttur Búasonar, Harðar saga, GullÞóris saga, Bergbúa þátt- ur, Kumlbúa þáttur, Þórðar saga hreðu, Þórarins þáttur Nefjólfs- sonar, Stjörnu-Odda draumur, Þor- steins þáttur uxafótar, Orms þáttur Stórólfssonar, Þorsteins þáttur for- vitna. 14. bindi—Bárðar saga, Víglund- ar «aga, Króka-Refs saga, Finnboga saga, Fljótsdæla saga, Gunnars þátt- ur Keldugnúpsfífls. 15. -19. bindi.—Eturlunga saga. 18.-20. bindi—Biskupa sögur (þ. e. Biskupa sögur Bókmf., I. bindi, að viðbættum Stefnis þætti Þorgils- sonar, Svaða þætti og Arnórs kerl- ingarnefs, Þórhalls þætti knapps, Þiðranda þætti) og Annálar (úr- val). 21. bindi—Lög (úrval úr Grágás, Kristnirétti Árna biskups, Jónsbók og Réttarbótum). 22. bindi—Sæmundar-Edda. 23. bindi — Snorra-Edda með nafnaþulum og viðbótum úr ýmsum Eddu-handritum. 24. -25. bindi — Fornaldar sögur með Yngvars sögu, Helga þætti Þórissonar, Þorsteins þætti bæjar- magns og Tóka þætti. 26. bindi—Heimskringla I. bindi með ýmsum viðbótum og þáttum, svo sem: köflum úr Ágripi og Fag- urskinnu, Ólafs sögum Odds Snorra- sonar og Gunnlaugs Leifssonar, for- mála og upphafi hinnar sjálfstæðu (eldri) Ólafs sögu Snorra, Skálda sögu, Sigurðar þætti slefu, Indriða þætti ilbreiðs, Þorsteins þætti skelks og Finns þætti Sveinssonar. 27. bindi—Heimskringla II. bindi mieð viðbótum og þáttum: köflum úr helgisögunni um Ólaf, Ólafs sögti Styrmis fróða, jarteinabókum, Ind- riða þætti og Erlings, Ólafs þætti Geirstaðaálfs, Rauðúlfs bætti, Völsa þætti. 28. bindi—Heimskringla III. bindi með viðbótum og þáttum: köflum úr Morkinskinnu, Flateyjarbók og Fagurskinnu, Þrándar þætti, Hem- ings þætti Áslákssonar og Hákonar þætti fvarssonar. Svo eru Í29. til 35. bindi um Nor- egs konunga, Danasögu, Orkneyinga saga, Færeyinga saga, Riddara sög- ur, íslenzk æfintýri, kveðskapur, skáldatal og margt fleira. Smávegis breytingar geta orðið á þessari efnisskrá, en í öllurn aðal- atriðum mun hún hakla sér. Svo vísa eg til auglýsingar frá mér á öðrum stað hér í blaðinu. þessu viðvíkjandi. Magnus Peterson. Frónsmótið Hin árlega hátíð þjóðræknisdeild- arinnar “Frón” verður haldin í Goodtemplarahúsinu miðvikudaginn 23. febrúar n.k. Hefir ekkert verið sparað, er verða mætti til að gera þessa hátíð sem veglegasta og ís- lenzkasta. Skemtiskráin er fjöl- breytt; það verða þrjú skáld með kvæði, tveir söngflokkar, upplestur, einn glæsilegasti ungur söngvari Vestur-fslendinga og ræðumaður, er allir munu óska að heyra — svo og veitingar og dans. Þetta verður aug- lýst nánar í næstu vlöðum. Islenzk heimilisprýði! Framsíðan af 50 ára minningarblaði Lögbergs með áföstu mánaðardagatali, eitt hið fegursta vegg- almanak, sem hugsast getur, fæst nú til sölu á skrif- stofu Lögbergs. Sendist póstfrítt fyrir 50 cents. Einnig er nú til sölu áminst framsíða, prentuð á þykkan gljápappír til þess að setjast í ramma, fyrir 25c póstfrítt. Vissara er að senda inn pantanir sem allra fyrst, því eftirspurn er þegar mikil að hvoru- tveggja. The Columbia Press Limited Toronto & Sargent, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.