Lögberg


Lögberg - 02.06.1938, Qupperneq 2

Lögberg - 02.06.1938, Qupperneq 2
9 LÖGBIÖRG, FIMTUDAGINN 2. JÚNl 1938 “Olson-safnið” við Manitobaháskólann “Ef kensla í íslenzku á nokkura framtíÖ fyrir höndum við Mani- tobaháskóla, væri þörf á að stofna þar safn af íslenzkum bókum. Eng- um stendur þaS nær en íslendingum a8* leggja hyrningarsteininn undir þaS safn.” Þannig fórust hinum fluggáfaða námsimonni, Thorvaldi heitnum Thorvaldson (bróður þeirra Sveins kaupmanns í Rivetron, Manitoba, og Thorbergs prófessors í Saska- toon, Saskatchewan,) orð í grein i Lögbcrgi 26. marz 1903 um “Is- lenzka bókasafnið við Harvard" : en Thorvaldur stundaði þá nám við það fræga og mikla mentasetur Randaríkjanna. Engum, sem fæst við kenslu í ís- lenzkum fræðurn við erlenda há- skóla, dylst, að hér er um grund- vallaratriði að ræða hvað snertir slíka háskólafræðslu. “Blíndur er bókarlaus maður” sannast hatram- lega í því samibandi; kenslan verður í lausu lofti — um margt á sandi bygð — sé eigi nauðsynlegur bóka- kostur fyrir hendi námsfólkinu til afnota, einkum og helzt, ef fræðsl- an er dálítið meiri en á byrjunar- stigi. Mætti því ætla, að fyrir löngu hefði verið komið á fót ís- lenzku bókasafni við Manitoba-há- skólann, þar sem íslenzka hefir verið á kensluskrá árum saman og is- lenzkir námsmenn tugum saman við allskonar nám. En þrjátíu og þrjú ár liðu áður heldur en ofangreind hugimynd um stofnun sliks bókasafns komst í framkvæmd. Og þá var það ekki fyrir atbeina Islendinga vestan hafs í heild sinni, að sá draumur rættist, heldur fyrir örlæti efnalítils islenzks alþýðumanns vestur þar og rækt hans við norrænar og íslenzkar menningarerfðir. Það þótti tíðindum sæta, þegar President Sidney Smith, forseti Manitobaháskólans í Winnipeg, gerði almenningi kunnugt vorið 1936, að Arnljótur Björnnson Ólson hefði gefið háskólanum hið stóra og merkilega íslenzka bókasafn sitt; enda kunnu forráðamenn háskólans að meta nytsemdar- og merkisgjöf, eins og lýsti sér í ummælum forset- ans, þegar hann veitt safninu mót- töku fyrir hönd skólans. Kvaðst Smith forseti sérstaklega stoltur af þessari gjöf, bæði vegna þess, að við Manitoba-háskóla hefði fjöldi ágæts námsfólks af íslenzkum ættum stundað nám, og einnig vegna hins, að enginn háskóli í Canada væri eins vel i sveit settur þegar til þess kem- ur að veita fræðslu í íslenzkum fræðum og genmönskum, og í bók- mentum Norðurlanda. Sagði for- setinn ennfremur, að það væri von sín og samverkamanna sinna við há- skólann, að þessi gjöf flýtti fyrir því að kensla yrði hafin þar í þeim greinum. (Winnipeg Free Press, 21. mai 1936). Og það var einmitt með það fyr- ir augum, að gefandinn gaf háskól- anum bókasafn sitt, að þar verði í náinni framitíð stofnað fast kenn- ara-embætti í íslenzkri tungu og bókmentum. Hefir Arnljótur Ólson ónekanlega búið drjúgum í haginn fyrir sh'ka kenslu með bókasafns- gjöfinni, því að þar er, eins og síð- ar mun frekar lýst, um næsta auð- ugan garð að gresja. Ber bókasafn- ið, svo sem sjálfsagt var, nafn gef- andans og heitir “Ólsons-safnið” (A. B. Ólson Collection), og hefir viðeigandi nafnspjald verið búið til fyrir það. •f Auðsætt er að bókagjöf þessi er hin merkilegasta frá sjónarmiði þeirra, er láta sér ant um viðhald islenzkrar menningar vestan hafs og vilja veita straumufn frá íslenzkum fræða- og mentalindum inn í vest- rænt þjóðlíf. Mun það sérstaklega koma á (laginn, þegar að því kemur að safnið verði tekið til virkra nota í þarfir námsfólks í íslenzkum fræð- um við Manitoba-lháskólann. sem vonandi verður eigi langt að biða. Eftir prófessor dr. Richard Beck En nú mun margur spyrja: “Hvat jnanna es þat?” sem svo mjög ann íslenzkum fræðum og útbreiðslu þeirra eins og þessi rausnarlega bókagjöf ber vitni um, og skulu því með nokkrum orðum sögð deili á gefandanum. •f Arnljótur Björnsson Ólson ef Húnvetningur, fæddur 17. janúar 1864, að Finnstungu í Blöndudal, Arnljótur Ólson sonur hjónanna Björns (yngra) Ólafssonar frá Auðúlfsstöðum i Langadal og konu hans Önnu Lilju Jóhannsdóttur frá Þorbrandsstöð- um í Langadal. Er Arnljótur stór- ættaður i ættir fram, af mjög merkri og f jölmiennri ætt á Norðurlandi, en Björn faðir hans var albróðir séra Árnljóts Ólafssonar, lengi prests að Bægisá. Ólst Arnljótur Björnsson upp í Finnstungu Ifjá foreldrum sínum þar til hann var 9 ára, er faðir hans dó. Fór sveinninn þá vorið 1873 til séra Arnljóts föðurbróður síns að Bægisá, og var hjá honum í þrjú ár, en hvarf þá aftur til móður sinnar. Eftir það var hann ýmist hjá henni eða öðrum í Blöndu- eða Svartárdal þangað til hann fór á Blúnaðariháskólann á Hólum i Hjaltadal 1885. Stundaði hann þar nám í tvö ár, en þriðja árið var hánn bústjóri á Bjarnarstöðum í Kolbeinsdal. Vestur um haf fluttist Arnljótur árið 1888, og vann hann næstu árin að sumrinu til við bún- aðarstörf í Manitoba og Dakota, en á vetrum öðru hvoru að járnbraut- arvinnu. I desember 1895 kvæntist Arn- ljótur ungfrú Jórunni Ólafsdóttur Þorsteinssonar frá Pembina í Norður-Dakota. Bjuggu þau hjónin þar í fjögur ár, en fluttu 1899 til Manitoba. Þau tóku heimilisrétt á landi þrjár og hálfa mílu vestur af Gimli og áttu þar heima fram til 1909, en þá fluttu þau inn í Gimli- þorp, því að Arnljótur hafði verið kjörinn lögtaksmaður héraðsréttar- ins að Gimli, og jafnhliða varð hann fylkislögregluþjónn þar og i nær- liggjandi sveitum. Gegndi hann þeim störfum fram til 1916, og var einnig á þeim árum sveitarráðsfull- trúi Gimli-sveitar eitt kjörtknabil. Bjuggu þau íhjónin nú í Winni- I>eg þangað til 1929, en fluttu því næst aftur til Gimli og voru þar til ársins 1933; þá um haustið andað- ist Jórunn kona Arnljóts; fluttist hann þá á ný til Winnipeg og hefir átt þar heima iðan. Af sjö börn- um Arnljóts eru þrjú á lífi, tveir synir, Snæþjörn og Ólafur, báðir kvæntir og búsettir í Winnipeg, og ein dóttir, Mrs. W. L. Atkinson í Selkirk, Manitoba. Takmörkuð var skólaganga Arn- Ijóts eins og að framan greinir; en hann er í eðli sínu ínaður óvenjulega bókhneigður, og mun það ekki of mælt, að bókakoffortið, sem hann flutti með sér frá íslandi, hafi verið honum hans dýrmætasti og kærasti fjársjóður. Hann hefir ekki átt úr miklu að spila efnalega um dagana, en þrátt fyrir það jók hann stöðugt við hið íslenzka bókasafn sitt, þang- að til það var orðið eitt af stærstu og merkustu af slíkum bókasöfnum í eigu einstakra manna i Canada og Bandaríkjunuim. Það er þetta sjald- j lenzkum tímaritum, hvort sem út hafa komið austan hafs eða vestan, en þau eru, eins og alkunnugt er, hin nauðsynlegustu heimildarrit, bók- mentasögulega og menningarsögu- lega. Svipuðu máli gegnir um viku- blöðin; af islenzkum vikublöðum eru í safninu nærri því öll hin eldri, sem út hafa komið vestan hafs, og dálítið af íslénzkuimi blöðum heiman .að: “Bjarki,” “Reykjavík,” “Fjall- konan,” o. fl., en þó eigi nema nokkurir árgangar af sumum þeirra. Ljóðmæli állra hinna eldri höfuð- skálda vorra frá 19. öld (að undan- skildum nýjustu útgáfum af kvæð- um suimra þeirrá) eru i safninu; einnig fyrri kvæðabækur flestra skálda vorra síðan um aldamót, nema þeirra yngstu; og að kalla má kvæðasöfn allra vestur-islenzkra skálda, þeirra, sem kunnust eru. Þá er og tiltölulega margt af rimum i safninu. Af islenzkum leikritum eru þar mörg hin eldri, og sægur af skáld- sögum, ekki sízt þýddum sögum, misjöfnum að gæðum og gildi, eins og gengur; en jafnframt margt hinna frægustu og ágætustu. Þar er einnig meiri hlutinn af frumsöimdum skáldsögum hinna eldri sagnaskálda vorra, nema hinar nýjustu; en sögur 'yngri skáldanna vantar, því miður, yfirleitt. íslend- ingasögur og önnur fornrit vor eru hér í hinum alþýðlegu útgáfum Sig- urðar Kristjánssonar. Loks má geta þess, að í safninu er mikið af íslenzkum ritum um trú- arleg og guðfræðileg efni, frum- Það er sérstaklega auðugt af is- ’ sömdum og þýddum. Þar er einnig gæfa safn, sem hann gaf Manitoba- háskólanum. ♦ “Ólsons-safnið” er 2500 bindi og nærfelt 3500 dollarar að verðhæð. En þær tölur einar saman gefa litla hugmynd um auðlegð þess og fjöl- breytni, né heldur um þann bók- mentalega áhuga og þá sjálfsafneit- un, sem söfnun slíks bókasafns er ávöxturinn af, þar sem safnandinn var maður félitill. I safninu er meiri hlutinn af fræðiritum þeim i ýmsutn. vísinda- greinum, sem komið hafa út á ís- landi öldina, sem leið, og fram á síðari ár. Margt er þar einnig is- lenzkra rita um söguleg efni, eink- um varðandi sögu íslands: “ís- lenzkt fornbréfasafn” frá byrjun, “Safn til sögu íslands” fram á síð- ustu ár, “Landsyfirréttardómur,” “Alþingisbækur íslands,” Árbækur Espólíns” og “Sýslumannaæfir,” að nokkur hin helztu safnrit séu talin um þetta efni, að ógleynndum mörg- um megirrritum helztu sagnfræðinga vorra um sögu lands vors. Hér er einngi að finna fjölda af nefndar- álitum og lagafrumvörpum viðkom- ^ndi íslenzku stjórnarfari að ótöld- um prentuðum skýrslum um hand- rita- og bókasöfn og önnur þjóð- fræðasöfn íslenzk. Hið helzta, sem t*m sögu Vestuivíslendinga hefir ^verið skrifað, er einnig í safninu.. f jöldi af prentuðum fyrirlestrum og ræðum um ýms efni. “Ólsons-safnið” er því harla auð- ugt af íslenzkum ritum, þó að þar þurfi sumstaðar að fylla í skörðin. Og eins og við er að búast, þar sem safnandinn hefir aðallega látið sér um það hugsað, að viða að sér ís- lenzkum ritum, þá eru hér ekki svo talist geti rit á erlendum málum um íslenzk efni, en úr því ætti að vera tiltölulega auðvelt að bæta síðar rneir. Hitt er aðalatriðið, að með höfðinglegri bókagjöf Arnljóts hef- ir traustur grundvöllur verið lagður að vönduðu og víðtæku safni is- lenzkra rita við Manitoba-háskól- ann. Ætla eg, að safn þetta sér hið 4. eða 5. að stærð slíkra bókasafna við háskóla vestan hafs en hin eru þessi: Fiske-safnið i Cornell, lang- stærst og merkast; islenzka bóka- safnið í Harvard, sem er næst að stærð; íslenzka bókasafnið i Yale; og George P. Marsh safnið í Uni- versity of Vermont. Hvað snertir síðari alda rit íslenzk, hygg eg, hins vegar, að “Ólsons-safnið” sé hið þriðja í röðinni, þó að það standi fjórum fyrtölcjum söfnum að baki að því er við kemur ritum um ís- lenzk efni á erlendum málum og að þýðingum íslenzkra rita á erlend mál. “Ólsons-safnið” á því fyllilega skilið, að íslendingar hlynni að þvi; þeiim stendur það næst; og er stund- ir líða, mun það verða sá höfuðstóll, sem greiðir ríkulega vexti, menn- ingarlega talað, sé viturlega og var- anlega um hnútana búið, bæði hvað ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meCal tyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir vikutíma, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst göð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð í sinni röð. Miljónir manna og kvenna hafa fengið af þvi heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið I notkun. NUGA- TONE fæst I lyfjabúðum. Kaupið að- eips ekta NUGA-TONE, því eftirlíking. ar eru árangurslausar. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I ábyggilegum lyfjabúðum. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 60c. snertir safnið sjálft og væntanlegan kennarastól í íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann. Ekki vil eg, fremur en dr. Sig- urður Nordal, í grein sinni um ís- lenzka bókagjöf til Sviþjóðar, ganga svo langt, að íslenzkir bókaútgef- endur séu skyldaðir til, að senda ‘Ólsons-safninu’ gjafaeintök. A hinn bóginn vil eg eindregið íhvetja þá, íslenzkar stofnanir og íslenzka rit- höfunda til þess, að muna eftir nefndu safni í framtíðinni og styrkja það eftir föngum. Myndi slíkur höfðingsskapur þeginn með þökkum, því að safnið á ekki, enn sem kocnið er, yfir neinu fé að ráða til bókakaupa. Með því væru gef- endurnir einnig að styrkja stofnun, Sem ávaxtaríkari getur orðið í fram- tíðinni í þágu íslands heldur en nokkurn rennir grun í. Helztu er- lendir formælendur íslands_ hafa drukkið í sig Islandsást sína úr lind- um íslenzkra fræða, ekki sízt af Mímisbrunni fornbókmenta vorra. Það er enn þá nægð lífsvatns í brunninum þeim. —Mbl. 5. og 6. mai. Association PATTERSON’S LIBERAL STJÓRNARINNAR GERÐI ÞAÐ KLEIFT, At) VEITT VAR MÖRGUM MIUÖNUM DALA INN I SASKATCHEWAN- FYLK1, TIL ÞESS AÐ FLEYTA FÓLKINU ÝFIR BRIM OG BOÐA IIINS ÖRÐUGASTA ARFERÐIS Með helming af íbúum Saskatehewan á styrk frá því opinbera, sem það að engu leyti átti sjálft sök á, liggur það í hlutarins eð'li, hvílíkt feikna viðfangsefni ]>að var, að sjá hálfri miljón manna fvrir fæði, föt- um, skepnufóðri, eldsneyti og fitsæði, þannig að óþægindin yrði sem allra minst. Liberal stjórnin tileinkar sér enga óverðskuldaða viðurkenningu fyrir það, sem henni ávanst í þessu tilli'ti, — hún gerði aðeins skyldu sína sem kjörinn fulltrúi fólksins. Allir að'rir flokkar myndu hafa reynt að gera það sama; en allir þeir aðrir flokkar, sem nú leita kosningar, myndu hafa strandað í tilraunum sínum vegna stefnu þeirra í sambandi við greiðslufall. Conservatívar, C.C.F. og Social Credit flokkarnir hafa allir tjáð sig hlynta lækkun skulda og lækkun vaxta, með greið'slnfalli eða rofi samninga. Liberalflokkurinn hefir í liðinni tíð beitt sér fyrir lækkun skulda og lækkun vaxta með samningum við lánardrotna. Hvernig má jafna þessum andstæðum saman. Eftir annari hefir verið farið í Alberta en hinni í Saskatchewan. Berið ]>ær saman, og dæmið síðan um þær sjálf. Greiðslofall samhvæmt Álberta-formúlunni GAGNSTÆTT Skuldaskilasamningum í Sashatchewan Allar þær miljónir dala, sem sagt er að sparast hafi í Alberta, hafa í raun og veru alls ekki verið spar- aðar. Dómstólar og þjóðjting Canada, hafa úrskurð- að þrenn löggjafarákvæði ógild og utan valdsviðs Albertaþingsins, og skuldabyrðirnar hvíla enn á herðum almennings. Þó vitað sé að ekki hafi v.erið staðið við $25 borgun á mánuði hverju mannsbarni til handa, ])á hefir verið bætt gráu ofan á svart, með því að léggja 7% skatt á alla framleiðslu bænda í Alberta. Þeir einu, sem uppbót fengu, voru þingmenn Albertafylkis, sem létu ]>ingið hækka þingfararkaup sitt. Stjórn Albertafylkis hefir að vettugi virt dómstóla landsins og móðgað persónulegan fulltrúa hans há- tignar konungsins, lítilsvirt sjálfsvirðingu borgar- anna og veikt og eyðilagt lánstraustið í Alberta. Með því að framfylgja samkomulags og samninga- leiðum, í mótsögn við greiðslufall, hefir stjórn Saslcatchewanfylhis sparað fylhisbúum yfir hundrað oy áttatíu miljónir dala, með útstrykun skulda í sam- ráði við lánardrotna, og lækkun skulda og vaxta. Þetta nemur sem svarar meira en þriðjungi af öllum landbúnaðarskuldum fylkisins. Gert er grein fyrir þessum feikna spiirnaði í bæklingi, sem nefnist “Debt Adjustments,” og þér getið fengið hjá hvaða Tjiberal Committee sem er. Með þessum hætti hefir Saskatchewan verndað láns- traust sitt og virðingu út á við' og inn á við, og með þessum hæt.ti einum varð það kleift, að fleyta íbúum fylkisins yfir örðugasta hjalla. þeirrar ægilegustu kreppu, sem sögur fara af, vegna uppskerubrests undanfarinna4ra. Hverja leiðina kjósið ])ér ? Það, sem einungis gœti tekið við af Liberal stjórn . . . yrði hrærigrautur afarfjarskyldra pólitískra hópa, er að lík- indum yrði sagt fyrir verkum frá Eldmonton. Varið yður á grímuklasddum, svokölluðum “Independent” eða “Unity” frambjóðendum. Eins og Frank Eliason, skrifari U-F.C. sagði: “Eg hefði gaman af að hynnast þeim hringdansara, sem lœtur í veðri vaha að hann geti í einu farið með umboð fyrir C.C.F., Kommúnista, Social Credit og Afturhaldsmenn. ’ ’ GREIÐIÐ LIBERAL ATKVŒÐI 8. JÚNI

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.