Lögberg


Lögberg - 02.06.1938, Qupperneq 8

Lögberg - 02.06.1938, Qupperneq 8
Spyrjið þann, sem reyndi það áður LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 2. JCNÍ 1938 og bygð Mr. B,. J. Lifnian, sveitaroddviti í Bifröst, var staddur í borginni á laugardaginn var. Allir meðlimir barnasöngflokks- ins eru beðnir að koma á æfingu í Jón Bjarnason Academy þriðjudag- inn 5. júní n.k. kl. 7 að kveldi. Mr. T. E. Thorsteinsson, skrif- stofustjóri við Keystone Fisheries, Ltd., hér i borginni, er á ferðalagi suður um Bandariki um þessar mundir ásamt frú sinni. Hvítasunnumessu flytur séra Guðm. P. Johnson í G. T. húsinu við Sargént á Hvítasunnudag, kl. 7 e. h . Umræðuefni: Hvítasunnu- boðskapur og fermingarheit. Allir velkomnir. Ungmenni fermd í Breiðuvikur- söfnuði af sóknarpresti 6. sunnudag eftir páska: Evelyn Björg Johnson Sigriður Guðrún Sigmundsson Guðrún Sigurlaug Helgason Nemendur R. H. Ragnars og barnasöngflokkurinn halda hljóm- leika í “Music and Arts” söngsaln- um þann 17. júní n.k. Aðgöngu- miðar kosta 35 cent og eru til sölu hjá nemendum R. H. Ragnars, ‘með- limum harnasöngflokksins og viðar. Þann 28. maí síðastliðinn, lézt á Ahnetina sjúkrahúsinu hér í borg- inni, Ingveldur Eyjólfsson, kona Kristins Eyjólfssonar frá Kanda- har, Sask.; hún var 53 ára að aldri. Líkið .var sent vestur til Kandahar á miðvikudagskveldið, að undan- farinni kveðjuathöfn í útfararstofu Bardals. Concert under the Auspices of the Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E., Wednesday, June 15, 1938, in the Federated Church Parlors, 8.15 p.m. Admission 35C. This Concert, con- sisting of a group of young people, will be under the direction of Miss Bjorg Frederickson. Þj óðræknisfélag íslend inga Forseti: DR. RÖGNV. PÉTURSSON, 45 Home Street. Allir ísiendingar í Ameríku ættu að heyra til pjððræknisfélaginu. Ársgjald (þar með fylgir Tlmarit félagsins) $1.00, er sendist fjármálaritara Guðm. Levy, 251 Furby Street, Winnipeg. Miss Snjólaug Sigurdson will give a piano recital over the CBC Net- work on June 6, at 8.45 p.m. to 9.00 p.m. Miss Dorothy Melsted, skrif- stofumær i þjónustu hermálaráðu- neytisins í Ottawa, er nýkomin til borgarinnar í hemisókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. S. W. Melsted. Mr. Walter J. Johannson leikhús- stjóri frá Pine Falls, kom til borg- arinnar á sunnudaginn. Kona háns og dóttir höfðu dvalið í borginni seinni part fyrri viku. Látinn þann 28. 'maí, að Kirkjubæ i Breiðuvík við Hnausa, Man., Bald- vin landnámsmaður Jónsson. Suður- Þingeyingur að ætt, merkismaður og ljúfur félagi. Mun hans verða minst nánar síðar. Dr. J. A. Bíldfell kom til borgar- innar seinnipart fyrri viku, ásamt frú sinni, úr mánaðarferðalagi suð- ur um Bandaríki og Mexico. Þau hjón lögðu af stað um miðja þessa viku til heimilis síns í Wynyard, Sask. Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E., heldur sinn næsta fund, sem verður síðasti fundur fyrir sumarfríið, á mánudagskveldið 6. júní, kl. 8 e. h. að heimili Mrs. B. S. Benson, 857 Home St. Veitið athygli að breyt- ing hefir verið gjört frá venjulegum fundardegi. Á fundi Fyrsta lúterska safnað- ar, sem haldinn var í kirkjunni síð- astliðið þriðjudagskveld, voru eftir- greindir menn kosnir til fulltrúa á kirkjuþing: S. W. Melsted, Jón Ól- afsson, F'red Thordarson og Olgeir Thorsteinsson. Varamenn:: Fred Bjarnason, Finnur Johnson, J. J. \ opni og Jónas Jónasson. Þann 25. maí síðastl. lézt í Leslie, Sask., Jóhann Davíðsson, Eyfirðing- ur að ætt, maður um sjötugt. Hann lætur eftir sig ekkju, Jóninu að nafni, og fósturdóttur, Ingibjörgu Bjarnason að Gimli. Einnig eftir- greind systkini: Rósu Nordal á Gimli, Eirik í Winnipegosis, Július í Winnipeg og Bjarna í Leslie. Jó- hann heitinn hafði átt við lagnvar- andi heilsubilun að stríða. CHICKS AbyrjfHtir samkvæmt ntjórnarHkotSiin, aft vera af -trrauntu ok blóbhreinu kyni. Fleiri og fleiri alifugrla frumleibendur kaupa árlefta lin'niiimga frá Pioneer Hatehery. Fyrir því er gilri ántæba. Föntun ybar afffreirid meíi stakri ná- VerC á 100: Til 10. júnf White I.efchorng $ 9.75 Barrefl Itockfl 11.75 W. Wyan., R.I. KpiIm, New Hamp., B. Orps., li. Minor.. 12.75 White I.ejchorn Co/'kerels.. 2.50 Barreri Roek Coekerels 8.00 PLLLETS—08% hreinræktub Whlte Leghoms ...... $21.50 ISIack Minorcas ..... 21.50 Barreri Itoi ks ..... 19.50 STARTEI) PLLLETS (2 vikna) Standard Super Grade Barreri Rnck« ..$28.00 $32.00 White LejfhornH . 32.00 36.00 Skrifitt á ÍHlenzku ef þér viljib. PIONEER HATCHERY 416 CORYOON AVE„ WINNIPEG ! | Veitið athygli! j ! Sumarið er komið; allir, sem | í þurfa að bjarga sér, ættu að eiga j ( REIÐHJÓL j * Vér höfum haft sérstakan við- | búnað til að þörfum yðar sé full- j nægt. . I Reiðhjól á öllum stærðum og j verði. — 25 ára reynsla við að- | gerðir. Lftið inn eða skrifið til j i S4l.OI.Nr i DICrCLC ! H'ccr/ ! 676 SARGENT AVE., ® Winnipeg, Man. i 8. MATTHEW8, Eigandi Ungmenni fermd í Geysissöfnuði 6. sunnudag eftir páska af sóknar- presti:— Tómas Oddsson Aðalsteinn Eyþór Þorsteinsson Ólafia Sólrún Sigvaldason Aðalheiður June Pálsson Guðrún Júliana Einarsson Elín Magdalena Johnson \ ictor Jóhannes Svanbergsson Wilhelm Laurence Pálsson Svafa Þorbjörg Steinvör Bjarnason. Owen Hanson, sonur þeirra hjóna Torfhildar og Joseps Hansonar í McCreary, leggur af stað 5. júní næstkomandi til Fort Collinson, sem er á norðvestur strönd Victoria eyj- unnar í Norðuríshafinu. Hudson Bay félagið sendir hann þangað til að setja upp og stjórna veður- og radio-stöð í sa'mbandi við Meteor- ological Service Dominion stjórnar- innar; býst hann við að gegna þeirri stöðu um þriggja ára tímabil. Næsta sunnudag, 5. júní (hvíta- sunnuhátið) flytur séra Carl J. Olson tvær guðsþjónustur í Wþini- pegosis. Sú fyrri verður haldin í lútersku kirkjunni og fer fram á ís- lenzku, en hin síðari verður sameig- inleg guðsþjónusta ‘með United Church söfnuðinum þar í bænum og í þeirra kirkju. Þetta er samkvæmt ósk prests og öldungaráðs United Church safnaðarins. Islenzka mess- an byrjar kl. 2, en sú enska kl. 7 130 síðdegis, — Allir eru boðnir og vel- komnir. Hillingalönd Fjórtán sögur eftir Guðr. H. Finnsdóttur er nú nýkomin hingað vestur. Bókin er í stóru átt blaða broti, á þriðja Jiundrað blaðsíður, prentuð á góðan, þykkjan pappir. Frumdregin mynd eftir íslenzkan listamann er á framhlið kápunnar. Hún er prentuð í Félagsprents'miðj- unni í Reykjavik og hin vandaðasta að öllum frágangi. Útsöluna annast Gísli Johnson, 906 Banning St. Win- nipeg. Ennfremur tekur Magnús Peterson, bóksali, 313 Horace St., Norwood, á móti pöntunum. Kostar p>óstfritt $1.75. Mr. Magnús skáld Markússon, lagði af stað i dag austur til Sud- bury, Ont., í heimsókn til sonar síns og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Hannes Markússon, er heima eiga þar í bænum. Magnús skáld ráð- gerði að verða í hálfsmánaðartima að heiman. Séra Valdimar J. Eylands, flytur stutt útvarpserindi frá Fyrstu lút- ersku kirkju á sunnudaginn þann 5. júni, kl. 3 siðdegis; erindi þetta stendur yfir í 15 mínútur og er helgað Boy Scouts félagsskapnum í vesturhluta Winnipegborgar og I u'mhverfi. Erindi þessu verður út-! varpað frá CKY útvarpsstöðinni. Séra Egill H. Fáfnis frá Glenboro flutti íslenzka útvarpsguðsþjónustu yfir CJRC stöðina á fimtudags- kveldið í vikunni sem leið. Söng- flokkur úr prestakallinu aðstoðaði séra Egil við guðsþjónustuna. Eftir- greint fólk tók þátt í söngnum: Björn S. Johnson, Oli Stefánsson, Otto Sguirðson, Oscar Josephson, Ester Arason, Lauga Oliver, Julía Josephson og Mrs. H. Johnson. Söngstjóri var Árni Sveinsson. Mr. Ólafur Gísli Guðmundsson, lagði af stað til íslands í gær eftir tíu ára dvöl vestan hafs; síðari helming þess tíma var hann til heim- ilis að Siglunes, Man. Mr. Guð- mundsson var um eitt skeið meðlim- ur Karlakórs íslendinga i Winnipeg, reyndist hvarvetna góður félags- maður og hefir aflað sér fjölda vina. Lögberg árna honum farar- heilla og ánægjulegrar hei'mkomu til ættlandsins. Hið árlega þing Bandalags lút- erskra kvenna verður haldið að Langruth, Manitoba, dagana 2., 3. og 4. júlí. Kvenfélög tilheyrandi Bandalaginu eru mint á að kjósa erindreka og senda skýrslur sínar á þingið. Kvenfélög sem ennþá standa utan við Bandalagið en finna hvöt til að sameinast, eru boð- in velkomin að ganga inn á þessu þingi. Nákvæmlega verður þingið auglýst síðar. Gleymið ekki að koma á Jóns Bjarnasonar skóla 652 Home St., á föstudaginn í þessari viku, einhvern- tfma frá kl. 2.30 til 11 e. h. Þar verður skreytt með yndislegum ang- andi lilacs, þar verður til sölu heima- tilbúinn matur; sömuleiðis verða þar til sölu með góðu verði fallegar svuntur ásamt tveim rúmteppum saumuðum í litum skólans. Veitingar handa öllum, stíin koma. Jón Bjarnason Academy Ladies Guild efnir til samkomunnar. Færið því góða félagi gjafir ykkar. + Borgið LÖGBERG ! Miss Theodora Brandson er ný- farin af stað suður til Hartford, Gonn., þar sem hún ráðgerir að dvelja í 'mánaðartíma. Mr. Thomas Brandson, B.A., fór nýverið vestur til Banff, Alta., þar sem hann stundar sundkenslu í sumar. Á söngæfingu Karlakórs Islend- inga í Wjinnipeg, sem haldin var í fundarsal Sambandskirkjunnar mið- vikudagskveldið í vikunni sem leið, voru þeim söngstjóra flokksins, Ragnari H. Ragnar og Gunnari Er- lendssyni píanista, er aðstoðað hef- ir flokkinn með meðspili, afhentar fyrir flokksins hönd, gjafir í þakk- arskyni fyrir frábæra alúð við störf sín. Formaður söngflokksins, Guð- mundur A. Stefánsson, afhenti gjaf- irnar með velvöldum og viðeigandi orðum; hlaut Ragnar H. Ragnar ferðatösku, en Gunnar músíktösku; voru þetta góðir gripir úr dýru leðri með gullnu fangamarki viðtakenda; þökkuðu þeir hvor um sig þann góð- vilja, er gjafirnar bæri vott um. Tveir fyrverandi meðlimir söng- flokksins, þeir Grettir L. Jóhanns- son og Einar P. Jónsson, fluttu flokknum árnaðaróskir. Einnig þakkaði Þorvaldur Pétursson þeim söngstjóra. og meðspilara alúðarríka og ágæta starfsemi. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja: Kl. 11 f. h., hátiðarguðsþjónusta á ensku. Ferming ungmenna og altar- isganga—Séra Valdimar J. Eylands og séra Rúnólfur Marteinsson. Kl. 7 e. h. H-vítasunnumessa, á íslenzku, séra Jóhann Bjarnason. Gindi prestakall 5, júní—Betel, morgunbessa. Gimli, ferming og altarisganga, kl. 3 e. h. 12. júní—Mikley, kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Leikurinn “Frá einni plágu til annarar” verður leikinn að HUSAVICK HALL 3. JÚNl Fólk beðið að fjölmenna. Þetta er til arðs fyrir bágstaddan raann, er legið hefir á spítala í 8 mán. 0g mist annan fótinn. The BLUE OX Meat Market P. LAMOND, Prop. Phone 30 000 For the Finest in MEATS and VEGETABLES Free, Prompt Delivery 592 ELLICE AVE. fp ocr=>o<rrzDoc >ocnr>ocz^>oc oc=ú The Voung lcelanders CONCERT and DANCE I.O.G.T. IIALL, Sargent and McGee St. June 2, 1938 at 8:15 p.m. PROGRAM 1. Vocal Solo ------ Dorotliy Polson 2. Icelandic Literature - - - - Tryggvi Oleson 3. Piano Solo..............Ragnar H. Ragnar 4. Illustrated Talk on Iceland ------- - - - - - - Thorvaldur Pétursson Dancp Admission 35c 00 d? Aætlaðar messur á Trínitatishátíð (12. júní) : Víðines Hall kl. 11 árd. —Framnes Hall kl. 2 siðd. — Riverton kl, 8 síðd. >. S. Ólafsson. Guðsþjónustur i prestakalli séra H. Sigmar á 'hvítasunnu (5. júní). Séra N. S. Thorlakson messar i kirkju Vídalínssafnaðar kl. 11 f. h. Offur til erlends trúboðs. Guðsþjónusta í eldri kirkju Garð- arsafnaðar kl. 11 f. h. Almenn altarisganga. Guðsþjónusta í kirkju Péturs- safnaðar, Svold kl. 8 að kvéldi, ensk messa. \ ----------------- Hátíðarguðsþjónusta og altaris- ganga er ákveðin í kirkju Konkordia safnaðar á hvítasunnudaginn 5. júní er byrjar kl. 1 e. h. Það er ákveðið að guðsþjónusturnar byrji kl. 1 fyrst um sinn. Þann 12. júní verður og 'messað í kirkju Konkordia safnaðar og kl. 3 í kirkju Lögbergs safnaðar. N.Y. Christopherson. Vatnabygðir Hvítasunnudagur 5. júní, kl. 2.30 e. 'h., messa í Wynyard. Ferming. —Sunnudagaskólinn og ungmenna- félagið munu aðstoða við guðsþjón- ustuna. Fyrri hluti messunnar fer fram á íslenzku, en síðari hluti, á- sa'mt fermingunni, á ensku. Jakob Jónsson, sóknarprestur. We can arrange the financing of lUtomobiles being purchased or re- paired, at very reasonable rates. Consult us — J. J. Swanson & Co., Ltd., 6ox Paris l>ldg., Winnipeg. VOR Eg fagna þínu frelsi, vor, með fögru blómin ungu, og ljúfan blæ með líf og þor og ljóð á hverri tungu. Eg heyri æskuóðinn minn . í æðaslætti þínum. Þar dýpsta andans auð eg finn og afl á vggi minum. Þú blíða vor með sól í sál og söng frá hverjum runni, þinn andi hljómar eilíft mál frá algæ/kunnar brunni. Þín fegurð gefur frið og ró og fjör sem unað glæðir; hvert blóm sem feldi blöð og dó þinn barmur endurfæðir. Ó dýrðlegt vor með daggartár og dagsins geisla blíða, þú varst mér alt við sæld og sár í svifum æfitíða. Eg hrærður beygi huga 'minn að helgidómi þínum, þar ljós og von og lið eg finn þá lýkur degi mínum. M. Markússon. EVERY PICTURE AN ENLARGEMENT WHY accept SMALL Pictures or Reprints when, by sending your films to us You Get Every Picture Enlarged to 4x6 Inches Suitable for Framing or Mounting FOR ONLY 25c A ROLL Reprints 4x6 Inches - 8 for 25c Minimum Order Accepted, 25c Department “C” WILUS-LARJA PRINT PHOTO SERVICE 370 Stradbrooke Ave. - Winnipeg Business Cards

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.