Lögberg - 29.09.1938, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1938
7
*
Margrét Jónsdóttir Arnason
Fædd 15. sept. 1861, dáin 25. júní 1938
"Mörg látlaus œfin lífsglaum fjœr
scr leynir einatt góð og fögur;
en guði er hún alt eins kœr,
þótt engar fari af henni sögur.”
—Stgr. Thorsteinson.
Síðastliðin tvö eða þrjú ár heíir dauðinn höggvið mörg skörð
og stór i fylkingar Islendinga hér vestra. Landnemunum og
frumbýlingunum fækkar svo ört að talsverður hluti íslenzkra frétta
í vikublöðunum eru nú venjulega dánarskýrslur. Stundum eru
þessar fréttir fluttar i örfáum línum, þar sem lítið ber á, en stund-
um i heilum blaðadálkum bundinna og óbundinna orða, með stóru
letri, sem alir hljóta að sjá.
Hér birtast fáein orð um konu, sem átti svo hógværa og hæg-
láta æfi, að illa færi á því að minnast hennar með auglýsngablæ.
Hins vegar var hún sú fyrirmyndar kona í daglegu lifi að ennþá
ver færi á hinu að enginn tæki eftir fráfalli hennar fremur en
þegar strá visnar á jörðu eða laufblað fellur af hríslu.
rv Margrét Jónsdóttir Árnason var fædd að Svínavatni í Svína-
^ dal í Húnavatnssýslu 15. september 1861. Foreldrar hennar voru
þau Jón Brandsson timbursmiður og Guðrún kona hans.
\
%
I
a
vo
Margrét flutti vestur um haf árið 1888 og var nokkur ár í
bænutn Brandon i Manitoba. Síðar fluttist hún til Duluth i
Minnesota í Bandaríkjunum; þar giftist hún 15. febrúar 1890
Arnóri Árnasyni; er hann bróðursonur Þorvaldar prófasts Böð-
varssonar.
Næsta ár fluttu þau hjón til Chicago og vann Arnór þar lengi
við málmkönnun (assaying). Utn eitt skeið áttu þau heima í Win-
nipeg, en nokkur síðustu árin bjuggu þau að Oak Point, og þar
andaðist Margrét 25. júní 1938; var hún jörðuð 28. s. m. i Otto
grafreitnum. Séra Kristinn K. Ólafsson jarðsöng; flutti hann
húskveðju að heimili þeirra hjóna og líkræðu í kirkjunni að Otto.
Þau Arnór. og Margrét eignuðust tvö börn; son, sem dó
árra mánaða og dóttur, sem Helga heitir, gift Óskari Þorgilssyni
að Oak Point. Hún var skólakennari áður en hún giftist.
Eftir fyrri mann sinn á íslandi, sem Guðmundur hét Bjarna-
son, átti Margrét tvær dætur: Guðrúnu gifta Skúla Sigfússyni
fyrverandi þingmanni að Lundar og Kristínu gifta hérlendum
manni, sem Goucher heitir í Brandon, þar sem hann hefir lengi
verið sporvagnastjóri. 4
Auk barna sinna lætur Margrét eftir sig fimtán (15) barna-
börn.
Hér er lögst til hvíldar ein hinna ágætustu kvenna meðal
Vestur-lslendinga; hún var hvorki hávær né fyrirferðamikil, og
sannaðist það á henni, sem Davíð Stefánsson segir í hátíðaljóðum
sínum:
“Hinn fómandi máttur er hljóður.”
Margrét var flestum konum fúsari til þess að fóma eigin
þægindum í þeim tilgangi að öðrum mætti líða betur. Náði þetta
ekki einungis til hennar fólks, heldur einnig til þeirra, sem vanda-
lausir voru.
Um heimili þeirra hjóna finst mér það sannast sagt, sem
eftirfarandi línur flytja:
“Oft var þeim, sem átti bágt
eða sorga kendi,
hús þitt opið upp á gátt,
útrétt vinarhendi.”
Eg kyntist þeim hjónum um og eftir aldamótin; þau áttu þá
heima í Chicago; hefi eg sjaldan vitað gestrisnara heimili eða þeim
innilegar fagnað, sem að garði bar. Veit eg að hlýir hugstraumar
sækja nú þangað sem Margrét ligguryúr mörgum áttum, og flytja
henni þögult þakklæti fyrir margt, sem hvergi hefir verið getið.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Urvalsritgerðir
Jónasar Jónssonar
Eins og skýrt hefir verið frá í ís-
lenzku blöðunum hér vestan hafs,
hefir Samband ungra Framsóknar-
manna á íslandi hafist handa um
útgáfu á úrvalsritgerðum Jónasar
alþingismanns Jónssonar, og kemur
fyrsta bindi þeirra út seint á þessu
hausti.
Fyrir nokrkum dögum barst mér
bréf frá Jóni Helgasyni blaðamanni
í Reykjavík, þar sem hann fór þess
á leitj fyrir hönd Sambands ungra
Framsóknarmanna, að eg safnaði
áskrifendum meðal íslendinga i
landi hér að úrvalsritgerðum Jón-
asar Jónssonar. Er mér mjög ljúft
að verða við þeim tilmælumi, og
vænti að þau fái verðskuldaðar
undirtektir. Jónas alþingismaður
er bæði gjörhugull og framúrskar-
andi ritsnjall, og þarf því enginn að
draga í vafa, að ritgerðir hans séu
hinar athyglisverðustu fyrir margra
hluta sakir; enda eru fjölmargar
þeirra ýmsum kunnar hér vestra úr
íslenzkum blöðum beggja megin
hafsins.
Upphafsbindi ritgerðarsafnsins er
annars ágætlega lýst í þessum orð-
um Jóns blaðamanns Helgasonar:
“Fyrsta bindi ritgerðasafnsins kem-
ur út um mánaðamótin nóvember-
desember og hefir inni að halda
margar minningagreinar og afmælis.
Er þar f jallað um líf og æfi á þriðja
tug Islendinga, er starfað hafa sam-
tíða höfundinum. Er það alt í senn,
að Jónas Jónsson hefir ritað jjm
þetta fólk af næmari skilningi, meiri
kunnleika, meira réttdæmi, meiri
stílsnild heldur en öðrum hefir
auðnast. Þessar ritgerðir eru því
margar mjög traustar og góðar
heimildir um umbótabaráttu þjóð-
arinnar hina síðustu áratugi.”
Vil eg bæta því við, að i nefndu
bindi verða meðal annars ritgerðir
um þessa menn og konur, og eru þó
hvergi nærri allir taldir: Einar H.
Kvaran, Hallgrám í Kristinnsson,
Jón Baldvnsson, Jón . Þorláksson,
Kristbjörgu Marteinsdóttur í Yzta-
felli, Magnús Helgason, Ólöfu
Bjarnadóttur á Egilsstöðum Sigurð
Jónson á Yztafelli, Svein Ólafsson
í Firði og Tryggva Þórhallsson.
Þegar tekið er tillit til þess, hversu
framarlega þeir menn, sem þar er
lýst, hafa staðið í menningarbaráttu
þjóðar vorrar á undanförnum ára-
tugum, verður augljóst hið mikla
sögulega gildi minningagreinanna
um þá, jafnhliða snild frásagnarinn-
ar.
Þetta fyrsta bndi ritgerðasafns-
ins verður 220—250 blaðsíður að
stærð í Skírnisbroti, prýtt allmörg-
um myndum. Það verður selt á-
skrifendum á 1.10 .bundið, en $1.65
í vönduðu bandi. Er verðið mjög
lágt fyrir svo stóra bók, eftir því
sem nú gerist, enda mun bókhlöðu-
verðið eitthvað hærra.
Þar sem hér er um mjög merkilegt
rit að ræða, og höfundurinn á vin-
sældum að fagna meðal landa sinna
hér í álfu, veit ég að margir þeirra
muni vilja gerast áskrifendur að
því. Geta þeir ihiriir sömu skrifað
beint til mín, og væri æskilegt, að
andvirði bókarinnar fylgdi. Verður
ritið svo á sínum tíma sent áskrif-
endum, burðargjaldsfrítt. Kjósi
menn það heldur, geta þeir vitan-
lega fengið bókina senda gegn póst-
kröfu.
Einnig væri mér þökk á því, ef
einhverjir í íslenzku bygðunum hér-
lendis vildu taka að sér, að safna
askrifendum að ritgerðasafninu i
heimabygð sinni. Hefi eg fyrir-
liggjandi eyðublöð, sem safnandi
gæti síðan sent til mín að nafna-
söfnuninni lokinni.
Richard Beck,
University Station,
Grand Forks, N. Dakota,
U.S.A.
SIGURÐUR SKÓLA-
MEISTARI SEXTUGUR
Sigurður Guðmundsson skóla-
meistari á Akureyri er sextugur í
dag. Má eflaust telja hann ein-
hvern merkasta skólamann okkar,
núlifandi. Hann var einn af fremstu
forvígismönnum mentaskólastofnun-
arinnar á Norðurlandi, og hefir
skólinn vaxið mjög og dafnað undir
stjórn hans. Skólastjórnarhæfileik-
ar Sigurðar eiga að verulegu leyti
rót sína að rekja til skilnings hans
og glöggskygni á mismunandi gkap-
gerð nemendanna, auk alúðar hans
og ábygðartilfinningu i starfinu.
Lætur hann sér ekki aðeins nægja
að fylgjast með ferli nemendanna
gegnum skólabekkina, heldur niiss-
ir hann ekki sjónar af þeim, eftir
að skóla sleppir.
En Sigurður er ekki aðeins mik-
ill skólastjóri, heldur einnig mikill
kennari. Það er ekkert skrum þótt
sagt sé, að hann sé fremsti íslenzku-
kennari þjóðarinnar, og er það meira
en meðalgleyminn maður, sem líður
úr minni hið mikla fjör og líf, sem
Ihann blés í kensluefnið.
Sigurðtir Guðmundsson er fædd-
ur á Æsustöðum í Bólstaðarhlíðar-
hreppi 3. september árið 1878.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Guðmundur Erlendsson, bóndi þar
og síðar í Mjóadal, og Ingibjörg
Guðrún Sigurðardóttir. Sigurður
settist í fyrsta bekk lærða skólans
haustið 1895 °S lauk stúdentsprófi
vorið 1902 með 1. einkunn og lauk
meistaraprófi í norrænni málfræði
15. september 1910. Að loknu prófi
hvarf hann ^ftur heim og stundaði
kenslu í Reykjavík, og 1. okt. 1917
var hann skipaður 2. kennari við
Kennaraskólann. 3. júlí 1921 var
Sigurður skipaður skólameistari við
Gagnfræðaskólann á Akureyri frá
1. september sama ár. Hefir hann
síðan verið yfirmaður þeirrar
stofnunar, sem undir stjórn hans
hefir hlotið mentaskólaréttindi og
heitir nú mentaskólinn á Akureyri.
Árið 1915 kvæntist Sigurður Hall-
dóru Ólafsdóttur prests Finnssonar
frá Kálfiholti.
Eftir Sigurð ligglur fjöldi rit-
gerða, bæði um íslenzk fræði, þjóð-
félags- og uppeldismál.
—lþýðúbl. 3. sept.
Fyrirlestrar Jónasar
Jónssonar að Mountain
og Garðar
Fyrirlestrar Jónasar alþingis-
manns Jónssonar að Mountain og
Garðar, þ. 15. og 16. þ. m., verða
fólki á þeim slóðum vafalaust minn-
isstæðir og voru vel sóttir, 250—300
manns fyrra kveldið en 150—200
hið síðara, þó á miklum anrratíma
væri.
Að Mountain flutti ræðumaður
ítarlegt erindi um breytingarnar og
framfarirnar í atvinnumálum is-
lenzku þjóðarinnar á síðari árum.
en að Garðar lýsti hann, í glöggum
dráttum, andlegu lífi hennar nú á
tímum. Voru báðir fyrirlestrarnir
þrungnir að frjórri hugsun og fróð-
legir mjög, enda var ágætur rómur
gerður að þeim.
Dr. Richard Beck, vara-forseti
Þjóðræknisfélagsins, skipaði for-
sæti á báðum samkomunum og
kynti hinn góða gest. Guðmundur
dómari Grímsson, sem var í för með
Jónasi alþingismanni, tók einnig til
máls á Mountain samkomunni, en
að Garðar fluttu þeir Stuttar ræður
Dr. Röngvaldur Pétursson, forseti
Þjóðræknisfélagsins, og . hr. Gam-
alíel Þorleifsson, sem þakkaði heim-
sóknina fyrir hönd bygðarinnar.
Barnasöngflokkur og Karlakór
bygðarmanna sungu mörg íslenzk
lög á báðum samko'munum, undir
stjórn Ragnars H. Ragnars, söng-
kennara. Rausnarlegar veitingar
voru frainreiddar i samkomulok á
báðum stöðum.
Fyrirlestrarnir voru haldnir undir
umsjón þjóðræknisdeildarinnar
“Báran,” og voru þessir menn í
undirbúnings- »og móttökunefnd:
séra Haraldur Sigmar, Sigmundur
Laxdal og Hjöýrtur Hjaltalín, ,fyr-
ir hönd deildarinnar, en Tíh. Thor-
finnsson, Guðmundur Grímsson og
Richard Beck af hálfu aðalfélagsins.
Guðmundur Pétur
Björnson
Hann lézt að heimili sínu í Sel-
kirk, Man., 9. júní s.l., eftir langa
vanheilsu. Fæddur var hann að
Steinagerði í Svartárdal, Húna-
vatnssýslu 6. júní 1870. Foreldrar
hans voru þau Björn Guðmundsson,
og kona hans Ingigerður Kráksdótt-
ir, er þá bjuggu að Steinagerði. Var
Björn tvíkvæntur og átján barna
WE’RE ALL NUTTY
HERE AND THERE
Ry P. N.
WHEN I was a bit of a lad, I
worked alongside an old fel-
low who would always say,
“Never trouble trouble till trouble
troubles you?” every time anybody
with a groueh came along. He had
troubles enough of his own, and so
had I (small as I was) and we didn’t
want to have to listen to someone
else’s troubles or imaginary discom-
forts or something. Those were
happy days with my old fellow-
workman, and when our ways part-
ed it was hard to go and we were
sincerely sorry.
Somebody is always wanting to
tell about his sorrows ov about
someone else’s worries and how
they could be cleared up and wiped
off the slate. There are a lot of
fixers running around, who are sure
they can fix up things nobody else
sc ems to be able to do anything
aoout.
THERE came to me today, a cir-
.cular letter from the circulation
manager of a magazine I have
been reading since it started. It
seems my subscription ran out in
August, and he wants me to renew
it. He tells me that the September
issue is out, and that B contains ar-
ticles about the troubles in Europe,
about the trouble between the A.F.
of L. and the C.I.O., about the trou-
ble over the Wagner Bill. These, he
mentions in the first paragraph of
the letter, and there’s more trouble
down through the appeal to renew
the subscription.
Now, to be candid, I don’t care a
hoot about any of these troubles,
and besides I still have troubles
enough of my own. If folks want to
go on making trouble in Europe and
America that’s their own business,
and little magazine or myself can’t
do anything about it. So why print
so much about all the troubles and
be trying to make me read about
them? Don’t ask me!
4 4 4
THERE must be lots of cheerful
stuff in the world to write and
read about. Most of the folks I
notice here and there are a happy,
contented lot. Only the odd one is
running around trying to make trou-
ble. I just let that lad go by, and
take a sort of interest in the multi-
tude that’s happy and trying to
make other folks happy. I find it
quite interesting watching these
folks.
And the thought often occurs to
me that if we didn’t take so much
notice of the trouble-makers we cer-
tainly wouldn’t hear so much about
them. They might even go back to
their work and not be trying to stir
up trouble all the time. It might
dawn on them that the wrangling is
not getting them anywhere, and is
only providing good jobs for bum
paper-hangers and such. Oh, yes,
there’s a good chance that the trou-
ble-makers may yet wake up and
go on attending to their knitting.
* * *
RIGHT from the start, I have had
every confidence that the little I
magazine that’s wanting a re-1
newal of my subscription is full of
good intentions. I rather think I
shall renew the subscription and
take a chance that the editor will
not allow the circulation manager to
turn it into a trouble publication.
I have a notion, too, that the trou-
ble makers will keep on troubling
everybody just the same. But, I
don’t want to hear anything about
it. This is a pretty good old world,
and much as the trouble-makers try
they can’t do much damage to a
world as big and as beautiful as God
has made this world.
* * » 1
tíADS up, everybody! Be cheer-
ful, and you won’t hear so many
tales of trouble. They’ll get
tired telling them when they can’t
get folks to listen. Maybe there will
be a cheerful story in the September
number of the little magazine. Here’s
hoping.
4 4 4
THERE was a time when they
used so often that old personal
line: “He resigned to accept a
more lucrative position.” We never
see that little remark any more.
4 4 4
íiTP EACHER says,” said little
X Johnny, fishing an ant out of
his lemonade, “that ants are
the most industrious creatures in the
world.”
“So they are, dear,” replied
mother.
Johnny shook his head. “I don’t
believe it,” he retorted. “If they
are, how is it that they find time to
attend all our picnics.”
» * *
Y’OU can’t judge a man by what
he stands for any more. It’s
what he falls for that counts.
There was a time when there were
just a few of them, but for some
time past every man has had his
price.
* » »
LAST year, Australia bought
seventy million dollars worth of
goods from the United States,
which makes Australia look like a
very good customer of the U.S.A.
» * »
DOWN at Shawville, Que., rec-
ently, Mrs. David Shaw cele-
brated her lOOth birthday. Five
generations were represented at the
party the old lady gave. One hun-
dred relatives attended, including 20
grandchildren, 25 great-grandchil-
dren and three great-great-grand-
children.
* * *
LADY—Why should a great strong
man like you be begging?
Tramp—It is the only pro-
fession I know in which a gentle-
man can address a beautiful woman
without an introduction.
» * »
BY replacing the old-fashioned
weights of the 137-year-old tur-
ret clock of the Port of London,
in England, with an electric motor,
it is hoped to make the timepiece
last for another century.
faðir. Var Guðmundur meðal
þeirra yngstu. Móður síi»a misti
hann, aðeins tveggja ára gamall.
Samt dvaldi hann í föðurhúsum unz
faðir hans dó, sem um seytján síð-
ustu ár æfinnar hafði verið mjög
farinn að heilsu. Var Guðmundur
þá aðens fimtán ára gamall er hann
fluttist að Bollastöðum í Svartár-
dal, en þar bjó föðursystir hans
María, og maður hennar Guðmund-
ur að nafni. Hjá þeim dvaldi hann
um þriggja ára bil. Fluttist þvi
næst sem vinnumaður til séra
Stefáns á Auðkúlu, og hafði þar
heimili í tvö ár. Þessu næst fór
hann norður til Sauðárkróks til að
nema þar trésmíði, hjá Þorsteini
nokkrum Guðmundssyni, sem þar
var beztur smiður nærlendis, og
lærður í iðn sinni, en svo voru þeir
menn kalaðir, sem sveinsbrjf höfðti
hlotið. Við þetta nám dvaldi Guð-
mundur í þrjú ár. Þótti hann þá
þegar laginn, afkastamikill 'og á-
hugasamur verkmaður og samvizku-
samur í starfi. Svo mikið traust
báru þorpsbúar á “Króknum” til
hins unga smiðs, að þeir fólu hon-
um að byggja kirkju sína, sem enn
þau staðar í Argylebygð um hríð,
en fluttust brátt til Selkirk og hafa
dvalið þar síðan. Meðan heilsan
leyfði stundaði Guðmundur iðn
sína af miklum dugnaði, og hlaut
maklega viðurkenning góðra manna
fyrir. Er hann var til grafar bor-
inn 13. júní s.l. lá leiðin fram hjá
skólabygging einni allstórri, er hann
hafði reist. Um leið og likfylgdin
fór fram hjá hélt ungur skólapiltur
flagginu við hálfa stöng. Vildi
skólinn þannig votta honum þakk-
læti sitt.
Þeim hjónum Guðmundi og Bir-
gittu varð 10 barna auðð. Átta
þeirra eru á lífi og öll hin myndar-
legustu í sjón og reynd. Eiginkonan
og aðrir ástvinir eiga hér á bak að
sjá umlhyggjusömum eiginmanni,
föður og vini. Sannast á þeim, eins
og ávalt að “síðasta sinni sárt er
að skilja en heimvon góð í himin-
inn.”
“ . . . Og er hann nú úr sögunni”
er oft viðkvæði fornsagna vorra, er
þær fella niður frásöguna um látna
menn. Mun það einnig mega segja
,
hér. “ÍJr sögunni” en lifir þó; lifir
stendur, og talin er hin mesta bæjar- j í hillingum endurminnnganna, sem
prýði. Tvær aðrar kirkjur bygði
hann einnig það sama ár uppi i
sveitum. Urðu þeSsar kirkjusmíð-
ar síðustu handaverk Guðmundar á
Islandi, því æfintýraþráin og löng-
unin til utanfarar hafði nú hernum-
hjálplegur maður öllum sem áttu
bágt og hann náði til, sem háttprúð-
ur maður, sem dyggur, samvizku-
samur þjónn og vinsæll nágranni.
“Úrsögunni?” Naumast. Vér höf-
um að þessu aðeins skráð einn
ið huga hans — og út fór hann, og \ kapítula í sögunni, og neðst á síð
til Ameriku koin hann haustið 1899. I
Hafði hann skömmu áður en
hann lagði af stað tekið sér ungfrú
Birgittu Árnadóttur frá Sauðár- | framhaldið.
krók, fyrir eiginkonu. Fyrst numu V. J. E.
ustu blaðsíðu standa orðin “Fram
hald síðar.”
Vér munum öll um siðir lesa
A TVINN ULE YSINGJAR
1 DANMÖRKU
Atvinnuleysið er Dönum stöðugt
hið mesta áhyggjuefni. 24. júní s.l.
voru yfir 85,000 manns skrásettir
atvinnulausir og þar af voru rúm-
lega 74x100 meðlimir atvinnuleysis-
sjóða og nutu styrks.
Annars er sumarið að öllum jafn-
aði sá timi, sem minst kveður að
atvnnuleysi, en að þessu sinni kemur
það í ljós, að tala atvinnuleysingja
hefir aðeins lækkað um 7,000 síðan
i maímánuði.
Ef að þessar tölur £ru bornar
saman við tölurnar frá í fyrra, á
sama tíma, kemur það í ljós, að at-
vinnuleysingjum hefir fjölgað um
rúmar 17,000.
Á verstu kreppuárunum kvað þó
enn meira að atvinnuleysinu og varð
þá tala atvinnuleysingja hér um bil
helmingi hærri en hún er nú.
Auglýsingastjóri gufuskpiafélags,
sem hefir skip í förum frá Banda-
ríkjunum til Alaska, hefir dottið nýtt
ráð í hug til að fá ferðamenn til að
ferðast til Alaska. Hann hefir látið
félagið stofna “orðu,” og þeir, sem
orðuna fá, hljóta nafnbótina “ridd-
arar miðnætursólarinnar.” Allir
farþegar á skipum félagsins geta
fengið “orðu" þessa gegn tiltölulega
vægri borgun.
♦ ♦ ♦
Kona ein í New Orleans varð í
sumar bæði móðir og amma í senn.,
Hún fæddi sitt 10. barn sama dag-
inn sem dóttir hennar 18 ára gömul
átti fyrsta barn sitt.