Lögberg


Lögberg - 25.01.1940, Qupperneq 3

Lögberg - 25.01.1940, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1940 3 höll Herodesar og turnarnir þrír risu hátt yfir bæinn, en höll þessa hafði hann byggja látið í því augnamiði að hún vitnaði um mikilleik hans og veldi og stæðist alla skemdastarfsemi. Það, sem mesta athygli vakti var þó gullna musterið í austurhluta bæjarins, sem lá mjög hátt, og svo voru marmaraveggirnir gulli skreyttir að musterið líktist frekast djásni ofan á konungs- kórónu. Stuttu seinna þeystu þeir í gegnum bæjarhliðið og inn í borgina. Hinar þröngu og bröttu götur voru fyltar ótölulegum manngrúa, en alt fékk fólk þetta húsaskjól, enda stóðu allar dyr opnar og borgararnir gerðu sér engan mannamun eða tóku tillit til þess hvort í hlut átti fátækur eða ríkur. Landsstjór- inn bjó i höll Herodesar og þang- að hleypti Valerius hesti sínum. Höllin var harla fögur eins og allar þær byggingar, sem þessi voldugi niaður lét reisa. Frá turnunum, þremur, sein stóðu á miklum marmarabjörgum lá mikill múrveggur, en á bak við hann lá garðurinn víðfrægi, með tilbúnum vötnum og fágætum jurtagróðri. Inni í höllinni sjálfri var mikið af marmara- troppum og skrautlegum súlum, en þar var Valerius leiddur fyrir Pilatus, og færði hann honum kveðjur qg bréf frá keisaranum. Þeir dvöldu saman langt fram á kvöld og bar Pilatus sig upp við Valerius og gerði honum grein fyrir vandræðum sínum, og þeim erfiðleikum, sem voru þvi sam- fara að halda uppi lögum og reglum meðal Gyðinga. Ávalt urðu einhverjir árekstrar, og hófust þeir mieð því, að er hann kom þangað i fyrstu Iét hann herdeildirnar halda inn í borg- ina undir arnarfánanum, og olli það mestu æsingum meðal Gyð- inga. Þá var gullinn örn settur á musterið, en það leiddi til ó- eirða og klögumála til Rómar. Altaf braut hann í bága við trú Gyðinga, en keisarinn var svo undanlátssamur við þá, að að- staða hans varð enn erfiðari, enda kvaðst hann stundum ekki vita hvað til bragðs skyldi taka. Daginn eftir skoðaði Valerius borgina í fylgd með höfuðs- manninum. Þeir fóru upp í kastalann, Antonie, sem lá norð- anvert við musterið, en á hon- um voru fjórar turnbyggingar i hornunum, og var þarna setuliðs stöð, en einmitt hér gátu her- sveitirnar haft musterið á valdi sinu, en musterið var miðsetur bæjarins. Að öllum görðum með- töldum hafði musterið 7 ekrur lands til uinráða. Umhverfis musterið lá múr mikill, en er komið var inn um hlið eitt mik- ið tók við forgarður heiðingj- anna, en þar voru mikil súlna- göng fagurlega skreytt. Hér voru fórnardýrin seld, — dúf- ur fátæklingunum. Hér var pen- ingum skift og musteristollur greiddur. Hér komu hinir skriftlærðu saman, — rabbinarn- ir, — lærisveinar þeirra, sem lærðu fjölþættar skýringar á ritningunni, viðaulca og trúar- legar. siðareglur. Hér voru Fari- searnir, sem héldu fastast við siðareglurnar, horaðir af föstum, og hér fluttu þeir bænir sinar horfandi til himins. Ræðumenn náðu hér til eyrna fólksins, og oft héldu þeir harðvítug^ir æs- mgaræður gegn hinu rómverska valdi, eða hvöttu lýðinn til þess að þreyja þolinmóðan eftir Messiasarríkinu. Innan um all- «n þennan sæg gengu svo varð- menn úr musterisvarðliðinu, aft- nr og fram. Þeir voru allmarg- ir, enda höfðu þeir með höndum umsjá musterisins og lokuðu Rliðunum á kvöldin, en hurðirn- ar í stóra hliðinu að framanverðu TOru svo þungar að 20 menn þurfti til þess að loka þeim. Frá forgarði musterisins lágu breið- ar tröppur að steingirðingu, en á henni voru hlið slegin gulli og silfri. Allir þeir, sem ekki voru Gyðingar fengu ekki að fara lengra, og þar stóð letrað: “Eng- inn, s/em óumskorinn er, má fara inn á svæðið innan við girð- inguna. Brot á þessu varða dauðarefsingu.” Innan við þessa girðingu var forgarður kvenn- anna og þar innan við Israelit- anna, en allra inst og í enn einni múrgirðingu lá musterið, en þangað máttu prestarnir einir fara. Þar var brenni fórnar- altarið, en bak við það gnæfði musterið, bygt úr marmara og skreytt mieð gullplötum. Frá öllu þessu skýrði höfuðs- maðurinn og ennfremur frá því að 20,000 prestar þjónustuðu til skiftis nokkurar vikur á ári hverju, og á öðrum tímum árs- ins unnu þeir eins og rabbinarn- ir að landbúnaði eða iðnaði. Á hverjum morgni gengu þeir fram á riðið við forgarðinn, klæddir síðum prestabúningi, báru fram brennifórnir og blessuðu lýðinn. Alt þetta fór fram nákvæmlega eftir siðareglunum, með þvi að ella varð því takmarki ekki náð að musterið væri ósaurgað, þann- ig að guð gæti béiið þar meðal barna sinna. Nú sá Valerius að fólkið vék með lotningu til hliðar, og hann fékk strax skýringu á þessu, með því að æðstu prestarnir komu yfir torgið með liði sínu. í raun inni var æðsti presturinn aðeins einn, en Rómverjar höfðu vikið svo mörgum þeirra frá störfum, að um þetta leyti voru þeir margir. Þeir áttu sæti í ráðinu ásamt öldungunum og fulltrúum hinna skriftlærðu, en ráðið var í rauninni stjórn landsins, háð yfirráðum Pilatusar. Einu sinni á ári fór æðstipresturinn i full- um skrúða inn í hið allrahelg- asta og dreifði þar blóði frið- þægingarfórnarinnar. Búningur æðsta prestsins var nú einnig saurgaður með því að Rómverj- Ný tengsl yfir hafið Eftir KARL STRAND, stud. med. Fyrtsta desember 1938 héldu íslendingar hátíðlegt 20 ára full- veldisafmæli sitt. Yfir Reykja- vík var hátíðasvipur. Fánar blöktu wið hún, skrúðgöngur fóru um götur bæjarins, söngv- ar voru sungnir og ræður flutt- ar. Þeir, sem þátt tóku í sjálf- stæðisbaráttunni, annað hvort sem baráttuinenn eða þögulir fylgjendur, rifjuðu á ný upp tuttugu ára gömul atvik, mint- ust sigra og ósigra, samherja og mótherja. Sú kvnslóð, sem fyr- ir tuttugu árum horfði fram og glíindi við óleyst viðfangsefni, leit nú til baka yfir farinn veg og unnin störf. Það kann ef til vill að þykja goðgá, ef fullyrt er, að þetta fullveldisafmæli hafi ekki átt jafn sterkan hljómgrunn í hug- um okkar, sem fædd erum á öðr- um tug 20. aldarinnar, eins og hinna, sem eldri eru. Eitt er vist, að okkar kynslóð — fólkið milli tvítugs og þrítugs — sem aldrei hefir tekið neinn beinan þátt i þjóðernislegri baráttu, hvorki á vígvelli orðsins né stáls- ins, horfir kaldari og rólegri á allar þjóðernislegar tjáningar og upphrópanir en hinir, sem geng- ið hafa þar fram fyrir skjöldu. Flestum mun hætta til þess að líta á þau réttindi, sem þeir eru bornir og barnfæddir til, sem sjálfsögð og eðlileg. Hitt skal aftur á móti látið ósagt, nema að viðkomanda hlaupi kapp í kinn, ef taka á þessi réttindi frá hon- um. Þannig gæti og farið um okkar kynslóð, sem mótast hefir af hugsunarhætti og þjóðfélags- aðstæðum áranna eftir stríðið. Þennan hátiðisdag, 1. des. 1938, gerðist atvik, sem ef til vill hefir vakið margan ungan fslending til meiri umhugsunar en afmæli fullveldisins. Sá at- burður var útvarp íslendinga í Vesturheimi. ar höfðu hann í sínum vörslum, en létu hann af hendi er hátíða- höldin fóru fram. Þeir félagarnir héldu nú aftur í borgina og lögðu leið sína að austurhliðinu, sem vissi að Olíu- fjallinu, þar sem vegurinn til Jericho lá. Þar sáu þeir ein- kennilega sjón. Fólksfjöldi mik- ill var þar saman kominn, sem hrópaði og söng, veifaði pálma- viðargreinum yfir höfði sér, eða stráði blómum og breiddi klæði sín á veginn, en allra augu beindust að manni einum, sem kom ríðandi á asna, og á eftir honum gekk fagnandi mann- fjöldi. Valerius hevrði að hróp- að var: “Það er spámaðurinn frá Nazareth,” og óðara hvarf höfuðsmaðurinn í mannfjöldann. — Seinna um kvöldið skýrði höfuðsmaðurinn honum frá því, hrærður í huga, að ekki væru það allir í borginni, sem fögnuðu komu, spámannsins, en vildu hann jafnvel feigan. Væru það einkum kredduföstustu Gyðing- arnir, Farisearnir, sem æstu lýð- inn, og reyndu nú hvorttveggja í senn að beita æðstuprestunum og hinum hötuðu rómversku yfirvöldum gegn honum. Höf- uðsmaðurinn var hnugginn mjög og hélt enn út í borgina, til þess að leita fyrir sér um hvað unt Væri að gera honum til bjargar. Valierius sat kyr, og hugsaði um þessa einkennilegu og öfga- fullu þjóð, sem hafði trú að stjórnmálum og stjórnmál að trú, með því að alt bygðist á trú. — Annaðhvort urðu Rómverjar að láta af völdum í landinu eða að brjóta allan mótþróa á bak aftur með ofbeldi og sundra þjóðinni. Hálfri öld seinna hurfu Róm- verjar að því ráði. (Lauslega þýtt). —Vísir. Vitaskuld er það engin ný- lunda fyrir okkur, að hlýða á útvarp frá öðrum heimsálfum. En hér var ekki aðeins um að ræða útvarp, í þess orðs venju- lega skifningi, heldur ný tengsl, sem tvískift þjóð knýttist inn- byrðis yfir höfin, upphafning fjarlægða og endurvakin kynni frænda og vina. Okkur, sem þráfaldlega höfum heyrt sagt frá þeim, “sem fóru vestur um haf” og aldrei komu aftur, fór líkt og verið væri að draga fram i dags- Ijós raunveruleikans bráðlifandi persónur úr gömlu æfintýri, sem við höfðum hlýtt á i bernsku. Ein kveðjan, sem íslenzku þjóðinni hér heima var flutt, var \frá íslenzkum æskulýð í Vest- urheimi. Enginn fulltrúi ís- lenzkrar æsku austan hafs varð til þess að taka undir þá kveðju að þessu sinni. En eigi að síður var hún heyrð og geymd. Nú mætti ætla, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um ísliendinga í Vestur- heimi og sambönd þeirra við þjóðina heima. Naumast hefir orðið þverfótað fyrir slíkum greinum á siðustu árum, og hafa þar allir á einu máli verið, að báðum aðilum væri það samband mikils virði. En að öðru leyti hafa framkvæmdrinar náð skamt. Og þegar islenzk æska litast um eftir leiðum til menn- ingarlegra sambanda við frænd- ur sina vestan hafs, þá eru þær furðu fáar og þröngar. Ef til vill er rétt að benda á það í þessu sambandi, að hugs- unarháttur og kröfur aldarfjórð- ungsgömlu kynslóðarinnar á ís- landi eru að ýmsu ólíkar hugs- unarhætti næstu kynslóðar á undan. Við, sem leyfum okkur að kalla okkur ung — og erum það að árum — höfum sprottið upp úr jarðvegi þess hugsunar- háttar, sem ríkjandi varð upp úr heimsstyrjöldinni 1914-18. Þótt íslenzka þjóðin ætti þar ekki beina hlutdeild, olli styrj- öldin og afleiðingar hennar geysilegum hugarfarslegum straumhvörfum meðal þjóðar- innar og þá ekki sízt hjá þeim hluta hennar, sem í bernsku og æsku var að skapa sér hugmynd- ir um lífið. Sú gagnrýni á áður virtum réttindum og skyldum, sem reis upp úr róti styrjaldar- innar, hefir náð sterkum tökum á þessu fólki og orðið til þess að skapa viðhorf þess gegn vanda- málum lífsins, ólik viðhorfum eldri slóðarinnar. I þeim bókmentum sem eftir- stríðskynslóðin hefir einkent sig með, utan lands og innan, er þessi gagnrýni áberandi þáttur, enda margar fornar dygðir orð- ið að víkja fyrir öðrum nýrri og margt hafið yfir alla gagnrýni. Þegar svo hér við bætist, að einmitt á þessum sama tíma hafa orðið hér á landi þær mestu byltingar og framfarir á vett- vangi tækninnar, sem sögur fara af, er ekki að furða, þótt við- horfin hafi breyzt. Sú fjárhags- lega flóðbylgja, sem skall yfir þjóðina á hagnaðarárunum eftir stríðið, gerði meira en að breyta rekunni í plóg og timburhjall- inum i steinhús. Hún kipti einnig hugsunarhætti íslendings- ins á hærra sjónarhól, þar sem hann fékk nýja sýn yfir mögu- leika lands síns og þjóðar í verklegum og andlegum menn- ingarefnum. Að þessum lauslegu bending- um athuguvum, er mönnum ef til vill auðveldara að skilja af- stöðu eftirstríðskynslóðarinnar til frændanna í Vesturheimi og sambandsins við þá. Sú kynslóð, siem nú er óðum að leysast frá störfum, átti bein persónuleg sambönd við fslend- inga í Vesturheimi. í huga hennar voru þeir frændur og vinir, einstaklingar, sem skyldir voru þessum eða hinum, áttu heima hér eða þar á landinu. Með árunum týnast þessi per- sónutengsl smátt og smátt, þegar þær kynslóðir, sem sézt hafa, í orðsins einföldu merkingu, eru liðnar undir lok. Eftir verða þá tveir þjóðarhlutar, skyldir að ætterni, en ókunnir hvor öðr- um sem persónur, með nokkrum sérstökum undantekningum. Þá eru og þau tengsl, sem islenzkir rithöfundar vestan hafs og aust- an skapa, svo lengi sem islenzk tunga er enn við lýði þar vestra. En eðlilegt er að búast við því, (Framh. á bls. 7) $minz88 anb DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • HeimiU: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba 'x (karöö ! Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON 205 Medical Arts Bldg. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Cor. Graham og Kennedy Sts. : Phone 22 866 Phone 21 834—Oífice timar 3-4.30 * • HeimiU: 214 WAVERLEY ST. Res. 114 GRENFELL BLVD. Phon* 403 288 Phone 62 200 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. DR. ROBERT BLACK TWEED Sérfræöingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum Tannlœknar 216-220 Medical Arts Bldg. • Cor. Graham & Kennedy 406 TORONTO GEN. TRUSTS ViStalstími — 11 til 1 og 2 til 5 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Skrifstofuslmi 22 251 PHONE 26 545 WINNIPEG Heimilissími 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentiat 806 BROADWAY • Talsimi 30 877 606 SOMERSET BLDG. • Telephone 88 124 w Viötalstlmi 3—5 e. h. Home Telephone 27 702 DR. K. J. AUSTMANN H. A. BERGMAN, K.C. 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Islenzkur lögfræOingur Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdóma. • Viðtalstlml 10—12 fyrir hádegi Skrlfstofa: Room 811 McArthur 3—5 eftir hádegi Building, Portage Ave. Bkrifstofusimi 80 887 P.O. Box 1656 Heimilissími 48 551 Phones 95 052 og 39 043 ... J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœ/Hngur A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- • farir. Allur útbúnaCur sá. bezti. Ennfremur selur hann allskonar 800 GREAT WEST PERM. Bldg. mlnnisvaröa og legsteina. Phone 94 668 Skrifstofu talslmi 86 607 Helmilis talslml 501 662 J. J. SWANSON & CO. ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. pœgilegur og rólegur bústaður • i miöbiki borgarinnar Fasteignasalar. Leigja hús. Út- Herbergi J2.00 og þar yfir; með vega peningalán og eldsábyrgö af baöklefa $3.00 og þar yfir. öllu tægi. Agætar máltíCir 40c—60c PHONE 26 821 Free Parking for Quests PRINTING IN THE BUSI ORLD OTIÍER AID to the World of Business equals that of the Printing Press. Every business enterprise calls to its service one or other of the many forms of printing. We have been serving Western Business for over fifty years. We solicit a larger patronage with modesty and confidence. Why not contact our Winnipeg office and learn what service we can render you. Colimmlbia Press Limited COR. SARGENT AND TORONTO Phones 86 327-8 WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.