Lögberg - 25.01.1940, Page 5
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 25. JANUAR 1940
Anœgð þjóð o nœgjusöm í
friðsömu átarfi---og átríði
Ekkert land er nú eins mikið
umtalað og Finnland, og ekkert
land nýtur um þessar mundir
annarar eins samúðar og það.
IJetta er eðlilegt. Hér er um litla
þjóð að ræða, sem skarar fram
úr á mörgum sviðum í menn-
ingu, andlegri og líkamlegri. Hér
er um þjóð að ra'ða, sem heldur
nú hraðfari á sömu lýðræðis-
hraut og aðrar Norðurlandaþjóð-
•r, en sú braut er mörkuð af al-
hliða þjóðfélagslegu umbóta-
starfi, batnandi kjörum alþýðu-
stéttanna og minkandi munar
milli stéttanna. Það er sjálf-
sagt að viðurkenna, að margir
jafnaðarmenn óska þess. að
þessi þróun geti verið sem stór-
stigust og þó í samræmi við
þróun atvinnulifsins og þjóðfé-
lagsins yfirleitt, og hún er stór-
stíg og hefir verið i Noregi,
Danmörku og Sviþjóð — og síð-
ustu árin í Finnlandi, en það
land hefir um langan aldur ver-
>ð undirokað og altaf orðið að
vera á verði gegn grimmum á-
sælnisherjum, en síðan landið
lókk sjálfstæði sitt og innra
frelsi og fyrir vaxandi mátt
finska Alþýðuflokksins hafa
einmitt á þessu sviði verið unn-
in kraftaverk á Finnlandi.
Menn fýsir mjög að heyra um
Finnland og þjóðina. Meðal
annars þess vegna hafði Alþýðu-
blaðið í gær tal af ungum fslend-
mgi, sem mun vera síðasti fs-
lendingurinn, sem dvalið hefir
1 Finnlandi, áður en Rússar réð-
Ust inn í landið. Þessi maður
er Gunnar Bjarnason frá Húsa-
vik, sem nú hefir verið ráðinn
ráðunautur hjá Búnaðarfélagi
íslands í hrossarækt. Gunnar
er glöggur maður og hann er
fullur af hrifni af Finnlandi og
finsku þjóðinni. Hann hefir
dvalið ytra síðan 1930 og stund-
uð landbúnaðarfræði vfð land-
búnaðarháskólann í Kaupmanna-
höfn, en hrossarat'ktina tók hann
sem sérgrein. Hann útskrifaðist
uf Iandbúnaðarháskólanum í
sumar og fór að því loknu til
Noregs, Svíþjóðar og Finnlands.
En í Finnlandi er ínargt að sjá
og læra fyrir sérfræðinga í
hrossaræktarment heimsins.
Veltur líka mikið á því fyrir
þá að hesturinn þeirra sé góður,
þar sem hann er svo nauðsvn-
legur liður i aðalatvinnuvegi
lundsins, trjáframleiðslunni, en
Ué og tréafurðir nema um 80%
uf útflutningsverðmæti landsins.
•
Gunnar Bjarnason sagði þann-
'g frá:
Helginki — borg hinna
gkvsilcgu ngbygginga.
Eg kom til Helsinki 1. sept-
ember, þegar stríðið brauzt út.
IJá vissi eg ekki að stríðið væri
hyrjað og mér kom því algerlega
u óvart, að sjá svo inikið af
mönnum vera á járnbrautar-
stöðinni, en eg fékk fljótt að
vita af fregnmiðum blaðanna
hvað á seiði var — og mér virtist
Einnar taka tíðindunum með
mikilli ró.
Helsinki er mjög falleg horg
°g á síðustu tímum hefir hver
stórbyggingin eftir aðra risið þar
»pp, sem munu eiga fáa sína
lika um fegurð. Flestar þessar
hyggingar hefir teiknað Finni,
sem býr í Ameríku og er orð-
inn heimsfrægur arkitekt. Mér
Var sagt að hann teiknaði marg-
ar þessar fögru byggingar fyrir
bjóð sína, án nokkurs endur-
gjalds og yfirleitt má i þessu
sjá alla afstöðu finsku þjóðar-
'nnar til finska ríkisins, en eg
skal koma síðar að því. Feg-
"rstu hyggingarnar eru Þing-
húsið, pósthúsið, járnbrautar-
stöðin og iðnaðarmannahúsið,
sem eg sé af skeytum að eld-
sprengjur Moskva-kommúnism-
uns hafa nú skotið í rúst. Þá
'ná ekki gleyma hinum stórkost-
lega Olympiuleikvangi með öll-
"m þcim byggingum, sem hon-
"m tilheyra. Með þeirri bygg-
ingu hefir bæði ríkið og einstakl-
ingar lagt í sameiningu fram fé
og krafta vegna hinnar alþjóð-
legu íþróttamenningar. Þessar
glæsilegu byggingar hafa mjög
mikil áhrif á mann undir eins
og maður kemur til borgarinnar.
Þær lýsa sókn finsku þjóðarinn-
ar frá gamla tímanum og minn-
ingum um hörmungarnar, sem
fáar þjóðir eiga aðrar eins, og
til nútímans, framfaranna og
umbótanna á öllum sviðum.
Gerbreyting síðan fasisminn
og kommúnisminn voru
kveðnir niður.
Sá maður, sem eg var mest
með, var yfirráðunautur Finna i
hrossarækt, Sihvola að nafni.
Hann var mjög frjálslyndur i
skoðunum. Hann skýrði mér
frá þvi, og eg varð líka var við
það úr fleiri áttum, að þjóðin
hefði gerbreyzt á síðustu 20 ár-
um, en mest hafði breytingin
orðið á allra siðustu árum.
Eftir að fasistahreyfing Lappó-
manna og kommúnistaflokkur-
inn höfðu hvorttveggja orðið að
þoka fyrir ákveðnum ráðstöfun-
um allra Iýðræðisflokkanna, rík-
isvaldsins og menningarstofnan-
anna, þar á meðal íþróttafélag-
anna, hafði andinn gerbreyzt.
Fólkið hætti að kasta öllum á-
hyggjum sinum upp á ríkis-
stjórn og sveitastjórnir, það hóf
sjálfstæða baráttu, harðist við
jörðina og vann, vann og stund-
aði íþróttir og andlegt nám.
Hins vegar gætti ríkisvaldið þess,
að heildin vnni i takt við fólkið,
það er að ríkið væri vakandi um
forystu og að það ryddi brautina
um nýjungar í #atvinnu- og fjár-
tnálalifinu, án þess þó að hinda
hendur fólksins um of og á-
herzla er á það lögð, að gamalt
fólk og farlama og yfirleitt allir,
sein ekki geta séð fyrir sér sjálf-
ir, þurfi ekki að liða skort og
einmitt nú eru í undirbúningi
ýinsar stórkostlegar framfarir
faldar i umbótalöggjöf. Innrás
kommúnistahersins mun vitan-
lega lresta þeirri löggjöf. Eg
varð ekki var við annað en að
finska þjóðin væri glöð og á-
nægð, nægjusöm og full af ýmis
konar áhugaefnum.
Skömm að lifa undir
rússnesku oki
Eins og aðrar Norðurlanda-
þjóðir eru hugsjónir lýðræðisins
mjög sterkar meðal Finna. Þess-
vegna óska þeir einskis frekar en
að mega lifa í landi sínu i friði
við allar nágrannaþjóðir sínar,
án nokkurrar ásælni gagnvart
þeim. Og þrátt fyrir nokkra
hliku á austurloftinu, þegar eg
dvaldi i Finnlandi, var altaf
skrifað í vinsamlegum tón um
Rússa. Eg las t. d. forystugrein
í einu helzta blaði í Hensinki,
sem var um það, að eðlilegt væri
að gerður yrði verzlunarsamn-
ingur við Rússa, þetta væru ná-
grannaþjóðir, sein sjálfsagt væri
að lifðu í sátt og samlyndi -—
en báðar lrjálsar og óháðar hvor
gagnvart annari. En undir niðri
veit eg að Finnar hötuðu komin-
únismann og hina rússnesku
yfirdrotnun og fleiri en einn
maður sagði við mig, að ef Rúss-
ar réðust á land þeirra, myndi
verða tekið á móti þeim af full-
um krafti. — “Okkur fnjkir
skömtn að þvi að lifa cf Rússar
brjóta Finnland aftur undir ok
siit. Það verður gaman að sýna
jjcim að við látum ekki svæla
okkur inni eins og tófur í greni.”
Slikar setningar heyrði eg oft.
Finnar munu vera bezt æfðir á
hernaðarvisu allra Norðurlanda-
þjóðanna, þeir eru miklir her-
menn og grimmir i stríði, það er
þeirra lyndiseinkunn, enda kyn-
slóðirnar orðið að þola margt
ilt. Eg er sanúfærður um, að
Rússar munu bíða mikið afhroð
áður en þeim tekst að kúga þessa
þjóð undir okið.
Stælt þjóð — og ánægð
Þjóðin er ákaflega stælt.
Finnar virtust mér vera heldur
smærri vexti en aðrir Norður-
landabúar. Þeir eru hinsvegar
samanreknir, kvikir i hreyfing-
um og léttir, brúneygðir og
skarpleitir og yfirleitt virðist
likami þeirra f jaðurmagnaður.
Þeir eru líka uppaldir við íþrótt-
ir og grípa íþróttirnar inn í alt
menningarlif þeirra. Þeir æfa
íþróttir á öllum aldri og allir,
alt frá háskólaprófessornum og
ráðherranum upp í kúahirðinn,
eða hvernig þú vilt raða mönn-
um í mannfélagsstigann. Eitt
sinn kom eg á ferð minni um
landið, að búgarði. Þegar eg
steig út úr bílnum sá eg skamt
frá allstórt vatn. Eg sá þar
mann, sem virtist vera allsnak-
inn hlaupa hratt og látlaust
hringinn í kring um vatnið. Eg
spurði hvað maðurinn væri að
gera. Það var kúa hirðirinn að
æfa sig undir Olympíuleikana!
Þannig var þetta á öllum svið-
um. Helztu leikararnir eru
íþróttagarpar og flestar eða all-
ar finskar kvikmyndir, sem eg
sá, fjölluðu um íþróttir og
hljómlist. Finnar eru lika mjög
söngelskir og syngja vel, þeir
eru yfirleitt alt af syngjandi,
enda eiga þeir marga fræga laga-
siniði. Flestir söngvar þeirra
um baráttu þeirra fyrir frelsi
sínu — og hinir nýjustu um
framfarirnar og umbæturnar og
um íþróttirnar.
Þjóðsögur virtust mér lifa góðu
lífi meðal Finna og margar góð-
ar venjur hafa þeir aftan úr
fortíðinni. Til ganmans skal
eg geta þess, að eitt sinn sem
oftar kom eg á bóndabæ. Þar,
eins og allstaðar annars staðar,
var gufubað. Eg þekti nokkuð
til gufubaða en ekki þó finskra,
og eg fór ásamt fleirum i bað.
Finnar kasta vatni á glóandi
grjót i baðstofunni og gufan gýs
yfir mann, hitinn er afskapleg-
ur, en Finnar skvetta á sig köldu
vatni til þess að kæla sig, og
herja sig utan með hrisi, til þess
að styrkja húðina. Eg flýði út
og þoldi ekki hitann. Húsbónd-
inn kom á eftir mér og sagði
eitthvað við mig, sem eg skyldi
ekki, af því að hann talaði
finsku. Þá var mér sagt, að
það væri siður í Finnlandi að
húsbóndinn þvæi gesti sínum
um bakið, þegar hann kæmi úr
baði, og væri það gert til þess
að koma í veg fyrir að honum
fylgdu úr hlaði illir andar.
Lág laun, en alt
ótrútega ódýrt
Laun eru yfirleitt lág í Finn-
Iandi, en verðið mun að líkind-
um hvergi vera eins lágt. Eg
lifði vitanlega sem ferðamaður
í Finnlandi og þekti því bezt það,
sem að ferðamanninuin snýr.
Finnar hafa þegar reist mörg
góð gistihús, vegna hinna fyrir-
huguðu Olympíuleika næsta ár.
Herbergi, sem kostaði 8. krónur
í Stokkhólmi — kostaði um kr.
4.00 í Helsinki. Vindlingar, sem
kostuðu kr. 1.50 í Stokkhólmi,
kostuðu 60 aura í Helsinki.
Matur, sem kostaði kr. 2.50 i
Stokkhólmi, kostaði 1.10 í
Helsinki. Mér var sagt að svona
væri það á öllum sviðum. Eins
og kunnugt er, er síldin nokkurs
konar þjóðarréttur í Finnlandi,
enda eta Finnar mikið af síld.
Eg sat oft til borðs þar sem voru
tveir og þrír sildarréttir og Finn-
ar kunna að matreiða síld. At-
vinnuleysi er ekkert i landinu.
Margir eru það, sem kallaðir eru
fátækir, en engir líða skort og
fáir eru ríkir. Flestir eiga sínar
hjörtu vonir, sitt ákveðna mark
að keppa að, bæði sjómennirnir
í hafnarborgunum og verka-
mennirnir þar og skógarhöggs-
mennirnir. Verkalýðshreyfingin
og Alþýðuflokkurinn vinna
markvisst að umbótum og verð-
ur geysimikið ágengt, þrátt fyrir
það, þó að allur kommúnistaá-
róður sé útilokaður úr þeim
samtökum, enda hefir það verið
gæfa þeirra. Landbúnaður er
mikill í Finnlandi og lögð rík
áherzla á að taka allar nýjungar,
sem upp koma, í þjónustu hans.
Landbúnaðurinn finski á það
skylt við íslenzka landhúnaðinn.
að hann byggist mikið á gras-
rækt. Finnum hefir tekist að
eignast undursamlega góðan
fjárstofn og til gamans skal eg
geta þess, að að meðaltali eign-
ast finskar ær 2—4 lömb, en það
er þó alls ekki sjaldgæft að þær
eigi 6 og alt upp í 8 lömb. Finska
hestakynið er mjög gott. Finnar
rækta sín hross með dálítið öðr-
um hætti en aðrar þjóðir. Þeir
rækta þau sérstaklega eftir at-
orku og lyndiseinkennum, en
taka minna tillit til útlits en
aðrar þjóðir. Finnar eru yfir-
leitt ákaflega raunhæfir í öllu
sínu starfi.
Eg heimsótti margar borgir og
bæi í Finnlandi og allsstaðar
varð eg var við sama framtaks-
viljann og vinnusemina. Það er
hart, ef nú á að hneppa þessa
ágætu þjóð í fjötra og stöðva
hina hröðu framþróun hennar.
Og mig furðar það, að nokkur
maður, sem er íslendingur, skuli
mæla innrásarhernum bót. Við
hinir gétuin huggað okkur við
það, að þessir menn eru ekki
íslendingar og hafa engan rétt
til að líta á sig sem íslendinga.
Maður hlýtur að álíta þá sem ó-
frjálsa áróðursmenn bundna
hinni rússnesku ofbeldisstefnu
— eða máske dreymir þessa
menn einhverja drotnunar-
drauma, um hlutverk á borð við
það, sem Kuusinen leikur nú á
landamærum Rússlands og Finn-
lands. — Alþbl. 7. des. þ
Frá Alþingi
Fjárveitinganefnd hefir nú
skilað nefndaráliti og breytingar-
tillöguni, sem hún leggur til að
gerðar verði á fjárlagafrumvarp-
inu við 2. umræðu.
Breytingartillögur nefndarinn-
ar eru að þessu sinni fáar, að
eins 37 talsins. En nefndin
boðar fleiri og stærri breytingar-
tillögur við 3. umræðu.
f því sambandi bendir nefnd-
in á, að flestir hinir stærri
gjaldaliðir fjárlaganna séu lög-
bundnir og þeir gripi margir
djúpt inn i atvinnulif og afkomu
þjóðarinnar. Fari því svo, að
tekjur ríkissjóðs þverri mjög,
verði að grípa til þess að breyta
löggjöfinni og fá útgjöld ríkis-
sjóðs lækkuð á þann hátt.
Segist nefndin hafa unnið að
frumvarpi um hráðabirgðabreyt-
ingu ýmsra laga, vegna núver-
andi styrjaldarástands.. Þetta
frumvarp verði lagt fram nú
næstu daga. Segir nefndin, að
margar af þessum tillögum
snerti ekki fjárlögin beinlínis, en
þær snerti hag þjóðarbúsins.
Þessu næst skal drepið á
helztu breytingartillögurnar, er
nefndin flytur nú við 2. umræðu.
Lagt er til, að hætt verði að
greiða útflutningsgjaldið, 460
þús. krónur, til fiskimálasjóðs.
Það renni beint í ríkissjóð. —
Framlag til einkasíma i sveitum
er lækkað úr 20 þús. í 10 þús.
krónur.
Vegna gengisbreytingarinnar
hækka erlendar vaxtagreiðslur
ríkisins um rúmar 382 þús. kr.
Borðfé konungs er hækkað um
15 þúsund, vegna gengisbreyt-
ingarinnar.
Nefndin leggur til, að alþing-
iskostnaður lækki um 40 þús. kr.
og byggist tillagan á því, að um-
ræðupartur Alþingistiðindanna
verði ekki prentaður næsta ár.
Vegna stríðsins er ekki búist við.
að haldinn verði hér á næsta
ári fundur í þingmannasambandi
Norðurlanda og fellur þá niður
20 þús. kr. fjárveiting til haná.
Launagreiðslur til ráðherra
hækka um 20 þús., vegna fjölg-
unar ráðherra. Kostnaður við
utanríkismál erlendis hækkar
um 23,500 kr„ vegna gengis-
breytingarinnar.
Þá kemur nýr, stór útgjalda-
liður, 75 þús. kr„ til verzlunar-
fulltrúa i Ameriku.
Nefndin leggur til, að toll- og
löggæsla utan Reykjavíkur lækki
um 20 þús. kr.; byggist það á
minkandi skipakomu, vegna
stríðsins.
Á landhelgisgæslu og strand-
ferðum gerir nefndin stórar til-
Jögur til lækkunar. Framlag til
landhelgisgæslu lækki um helm-
ing, lir 800 þús. í 400 þús. kr.
Ætlast nefndin til, að Ægir og
óðinn verði einir hafðir við
gæslu á vertið, en Ægi svo lagt
upp alt sumarið. Byggir nefnd-
in þessa tillögu á því, að miklu
færri erlend skip munu stunda
veiðar hér við land, vegna stríðs-
ins.
Nefndin vill að Þór verði tek-
inn til fiskflutninga til útlanda.
f strandferðum ætlast nefnd-
in til, að Esja verði að mestu
leyti ein, auk strandferða Eim-
ski[)s, en þann lið hefir Eimskip
sjálft lækkað um 80 þús. kr.
Telur nefndin að ekki verði
nema 100 þús. kr. halli á strand-
ferðum Esju, auk afborgana og
vaxta. Nefndin vill að Súðin
verði notuð til millilandaflutn-
inga aðallega, og er nú til at-
hugunar, að setja í hana kæli-
vélar, svo að hún geti flutt l'rvst-
an fisk, kjöt og þessháttar.
Nefndin leggur tii, að niður
falli 10 þús. kr. framlag til hál-
stofu, að framlag til sjómælinga
verði lækkað úr 20 þús. í 10 þús.
kr„ til flugmála sömuleiðis
lækkað úr 40 þús. í 20 þús.
Á 16. grein fjárlaganna leggur
nefndin til, að ýmsir liðir verði
lækkaðir, svo sem: Verkfæra-
kaupasjóður úr 60 þús. í 25 þús.;
Byggingar- og landnámssjóður
úr 200 þús. i 125 þús.; tilbúinn
áhurður (12,600 kr.) falli niður;
kláðalækningar úr 8 þús. í 3
þús.; landmælingar úr 40 þús.
í 10 þús.; loðdýrarækt úr 20
þús. í 10 þús.; Fiskveiðasjóður
íslands úr 60 þús. í 30 þús.
En svo eru aðrir liðir hækk-
aðir eða nýir koma inn, svo sem:
Verðlagsnefnd hækkað úr 25
Þjáðist i Tvo Mánuði af
Brjóstþyngslum
Buckley’s Mixturc reið ba«saniun
Sérhver sá, er þjáist af brjöst-
þyngslum, flú, hósta, kvefi et5a
mæSi, ætti að nytfæra sér reynslu
þessa Peterboro manns, sem fékk
skjóta bót meina sinna. Sonur
hans, Mr. J. Desmond, segir:
“Faðir ininn bafði þun«rlega þjáðst
síðustu tvo mánuði af brjóstþyngsl-
um, og ekkert, sem við reyndum,
virtist koma að haldi. Ivoks reynd-
um við Buekley’s Mixture. Þetta
var fyrir tveim yikum. Nú er hann
eins og nýr maður.” BrjóSstþyngsli
og þrálátt kvef láta fljótt undan
Buckley’s Mixture. Þér finnið mis-
muninn eftir fyrstu inntökuna;
hóstinn minkar, og harður hráki
losast upp og andardrátturinn verð-
ur auðveldari. Eigiö ekkert á
hættu. Kaupið Buckley’s Mixture.
YFIR 10 MILJÓN FLÖSKUK
SEIiDAR !
þús. í 30 þús.: skðmtunarskrif-
stofa ríkisins (nýr liður) 85
þús.; kauplagsnefnd 4 þúsund
og húsaleigunefnd 6 þús. kr.
Rikisstjórnin hafði í fjárlaga-
frumvarpinu lagt til, að nálega
allir persónustyrkir og laun til
listamanna yrðu tekin út af 15.
og 18. gr„ en i þeirra stað kæmi
ein fjárveiting í þessu skyni, er
mentamálaráð svo skifti niður.
Nefndin styður þetta og gengur
talsvert lengra; tekur hina eldri
menn, rithöfunda og listamenn
út af 18. gr. og setur þá undir
sama hatt. Verður aðeins einn
(Sig. Nordal) þar eftir, vegna
sérstaks samnings við hann,
segir nefndin. Þrír menn aðrir,
Einar Benediktsson, Briet Bjarn-
héðinsdóttir og Helgi Péturs eru
fluttir til í fjárlögunum, en eng-
in hreyting gerð á kjörum þcirra.
—Morgunbl. 7. des.
Síðaáta sigling Haka
konungs
FR. WINKEL-HORN
íslenzk þýðing eftir Hjálmar Gíslason
Tileinkuð Karlakór íslendinga I Winnipeg
Djúpt stynur nótt út við dimman sjá
þar dreki svartur flýtur við ströndu.
Nóttunni samlitt er segl og rá
og svart er þar alt í en húminu Iýsir
drekans höfuð glampandi gylt,
gáir til lofts eins og vilji hann flýja
landanna friðsæld og ládevðu kyrðir,
landt út á hrannsollið ólgandi haf.
Menn koma, hæglátt þeir stefna til strandar,
styðja þeir konung sinn, helsárum sleginn.
Þung eru fótmál og forlaga þrungin,
flytja þeir hamingju sína lil grafar.
Stór vann konungur stríðin með vopnum,
stóð nú sjálfur og flakti í sárum.
Hljóðlega báru þeir hilmi á drekann,
hægindi bjuggu og settu í stafn.
♦ -♦
Þeir vopnin og gullið hið dýrasta á drekann
draga, og hetjur í orustu fallnar
færa þeir hilmi til fylgdar i Valhöll.
Glögt skyldi sjást þá er gisti hann Valhöll,
gekk þar ei stafkarl, en höfðingi vinsæll
sækir nú óðinn, alföður, heim.
♦ ♦
Svo bera þeir eldinn að bikuðum viðum
hlossarnir leika með snarki og hrestum,
logandi blys er konungsins kveðja,
brennandi eldtungur vrkja honum kvæði,
afrekafrægð hans til himins þær slöngva,
stýrt er nú siðasta sinn út í haf.
♦ ♦
Landfestar höggva þeir, hrynda svo skipi
hratt frá landi, vindslegnu segli
drekanum sækóngur siglir frá ströndu
út á hið víða vindreifa haf.
♦ ♦
Nú logar í skýjum og skruggurnar dynja,
skjálfa við fjöllin af Þrúðvangi heiman
Þór ekur göfugum gesti i mót.
♦ ♦
Það bjarmar í austri er óðinn frá Hliðskjálf
brosir mót hetju á brennandi knerri.
Rómuð er Haka rausn út um löndin.
Konungsins afrek með Einherjum fræg.
L
\