Lögberg


Lögberg - 25.01.1940, Qupperneq 7

Lögberg - 25.01.1940, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1940 7 Nýr tengsl yfir hafið (Framh. frá bls. 3) að hún hljóti fyr en síðar að verða ofurliði borin af þeirri heimstungu, sem vitanlega er þar aðalmálið. Þá ber að athuga, hvernig við, ungir íslendingar, erum undir það búnir, í orði og á borði, að halda* við tengslum yfir hafið. Nú skal það þegar tekið fram, að jafnvel þótt við — þessi gagn- rýnu eftirstriðsbörn — kunnum að hafa sitthvað að athuga við hugtök eins og þjóðerni, ættar- skyldur, trú og siði feðranna, þá munu vist fá okkar neita því, að “ættjarðarböndum mig grip- ur hver grund, sem grær kring- um íslendings bein.” Með öðr- um orðum : Okkur rennur hlóð- ið til skyldunnar. En þess ber ekki að dyljast, að draumóra- kend aðdáun og minningar for- eldra okkar á frændunum í Vesturheimi er í hugum okkar kiarlægt æfintýri, hlýlegt og skemtilegt til umhugsunar, en þaldJítið til framtíðartengsla. ^að miskunnarleysi, sem sam- tíðin hefir alið upp í okkur gagnvart daglegum viðhorfum, krefst rauhæfari sambanda, i ^neiru samræmi við nútímann og kröfur hans. Nú er því þannig farið, að ein af þeim lífsskoðunum, sem sam- tíð okkar ekki sizt hefir tileink- að sér, er sú, að náin og lífræn nienningarsambönd við aðrar þjóðir séu okkur lífsskilyrði, og þá auðvitað sérstaklega við þær þjóðir, sein þegar standa feti frainar á menningarbrautinni en yið sjálfir. Hins vegar dvlst engum, að oft á tíðum er erfitt fyrir fámenna og fátæka þjóð að framfylgja þessum hugsjón- um svo gerla, sem þurfa þætti. Þegar fslendingar í Vestur- heimi rétta okkur bróðurhönd yfir hafið, eins og þeir gerðu á fnllveldishátíðinni, þá er ekki að undra, þótt okkur hér heima hlýni um hjartarætur. Okkur kemur ekki til hugar að neita þeim sannindum, að frændur °kkar vestan hafs standi betur að vígi f menningarbaráttunni en við. Og það verður ekki deilt um þá menningarlegu mögu- leika, sem opnir stæðu íslenzkri þjóð, ef hún reyndist fær um að 'eggja fram sinn skerf í sam- handinu við frændurna i vestri. Eins og áður er á drepið, hafa sambönd eldri kynslóðanna vest- an hafs og austan að miklu leyti verið persónutengsl. Eng- inn vafi er á þvi, að elzta kyn- slóðin vestra hefir mjög borið það samband fyrir brjósti, vegna ástar sinnar til átthaga og ætt- higja, og talið það sér i þágu, ekki siður en við. Á hinn bóg- inn er þetta nú allmjög að snú- ast við. Ungir fslendingar i Vesturheimi eru vafalaust sjálf- l,m sér nógir gagnvart okkur. f iramtíðinni má gera ráð fyrir, að þágan yrði einkum okkar fs- lendinga austan hafs. Þess vegna var það eftirtektarvert að heyra rödd æskunnar vestan hafs E des. fyrir ári og sannfærast um, að þar er jarðvegur fyrir ný kynni og tengsl á grunni menningarlegra viðskifta, þótt gömlu persónutengslin rofni smám saman. Eg veit ekki, hvort ungum fs- lendingum í Vesturheimi er það Ijóst, að jafnaldrar þeirra hér heima hafa margir hverjir vak- andi auga á þeim, áföngum þeirra og sigrum í amerískri menningarstarfsemi. Þannig er því þó farið. Við fylgjumst gjörla með afrekum þeirra í vis- 'ndum og listum og öðru því, er við helzt kysum þjóð okkar til handa. Nú er svo komið, að með nýrri heimsstyrjöld hafa Iokast fleiri og færri vegir ungra ís- lendinga her heima, þeirra, sein áður leituðu menningar suður i álfu. Enginn veit, hvenær þeirri orrahríð léttir, né hver þau skil- ýrði verða til menningarviðleitni, sem íslendingum bjóðast aftur, er friður kemst á. En hver sem þau annars kunna að verða, er enginn vafi á því, að íslenzkri menningu er holt að fá til jafn- vægis menningarstrauma vestan um haf, móti þeim mið-evróp- isku menningarstraumum, sem mestu hafa verið hér ráðandi. Sú fjölbreytni og úrvalsauki myndi tvímælalaust styrkja hlut- læg viðhorf íslenzkrar menta- stéttar gagnvart viðfangsefnum þjóðar sinnar. Hvort sem leið- irnar suður í álfu lokast eða ei, ber okkur tvimælalaust að leita vestur um haf og hagnýta okkur þá frændsamlegu aðstoð, sem landar vorir í Vesturheimi mundu fúslega í té láta, svo fremi að þeir sæju að við ættum hug og dug til þess að notfæra okkur hana. Hér er of langt mál að fara nánar út í þær mentagreinar, er yrðu viðfangsefni ungra íslend- inga að heiman þar vestra, ef þeim gæfist kostur á því að flytja þangað námsból sín. Næg- ir að benda í því efni á verk- fræði allskonar, sem tvímæla- laust stendur í miklum blóma vestan hafs. Þá myndu og nátt- úru- og læknavísindi verða sjálf- sögð viðfangsefni, tónlist, mál- aralist o. s. frv. Sú eina braut, sem fslending- um hefir hingað til verið rudd til náms í Vesturheimi, er styrk- veiting Kanada-sjóðsins svo- nefnda. En sjóður sá, er, eins og kunnugt er, stofnaður með gjöf Kanadastjórnar í tilefni af þúsund ^ra afmæli Alþingis 1930, og er ætlað það hlutverk að styrkja stúdenta frá íslandi við nám vestan hafs. Hafa nokkrir íslendingar þegar orðið styrksins aðnjótandi. En hér vantar enn liðsauka.— Námsferðir fslendinga vestur um haf eru dýrar, og ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að ein- staklingar sjái sér þær færar nema með fáum undantekning- um. Hvað opinberum styrkjum viðkemur, er eðlilegt að gera ráð fyrir þvi, að ríkið kjósi heldur að beina þeim til náms- manna í Evrópulöndum, meðan þangað er hægt að komast, og kemur þar til greina sú ástæða, að þær 'námsferðir eru að öðru jöfnu ódýrari og fleirum verður því hjálpað þar með þeirri fjár- upphæð, sem ríkið getur lagt fram. En samt sem áður eru ekki enn öll kurl til grafar kom- in. Hér á landi skiftast þeir, sem áhuga hafa á sambandinu við Vesturheim, aðallega í tvo hópa. Hefir verið drepið á það hér að framan. Annars vegar er eldri kynslóðin, sem halda vill við þeim persónulegu og félagslegu kynnum, sem, þegar eru og hafa yerið. Þeirra viðhorf er sér- staklega þjóðernislegt. Hins vegar er yngri kynslóðin, sem enn er ókunn frændum sínum í Vesturheimi og óskar að auka kynninguna, ekki einungis af þjóðernislegum ástæðum, heldur einnig af menningarlegri nauð- syn hennar sjálfrar. Milli þess- ara tveggja hópa eru vitaskuld engin, skörp takmörk. íslendingar í Vesturheimi hafa stofnað þjóðræknisfélag sitt í þeim tilgangi að hlúa að tungu sinni, þjóðerniseinkennum og samböndum við heimalandið. Sömu leiðina gætu íslendingarn- ir heima farið. Einnig þeir gætu stofnað til félagsskapar, sem sameinaði báðar kynslóðirnar, þá eldri og yngri, um það mark, að brjóta ísleaizkum námsmönn- um leiðir vestur yfir hafið og vinna á þann hátt í einu að kynningar- og mentunarmálun- um. — Enginn vafi er á því, að sameinaðir kraftar allra áhuga- manna á þessu efni myndu verða þess megnugir að senda á ári hverju unga og efnilega menn vestur um haf til þess að tileinka sér kjarna amerískrar menningar og treysta um leið frændsemisböndin yfir hafið. Væri ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir, að íslenzka ríkið sæi sér Hávarður Guðmundsson — Dáinn 20. október, 1939. Hann var fæddur á Sveinsstöðum í Norðfirði 10. apríl 1862. Faðir hans var Guðmundur Jónsson bóndi þar, Vil- hjálmssonar, bónda á Kíirkjubóli í sömu sveit. Móðir Guð- mundar hét Þbrbjörg, ættuð úr Papey. Móðir Hávarðar hét Gunnhildur ólafsdóttir, Péturssonar. Sá Ólafur var bróðir Bjarna föður ólafar í Vestdal, sehi nú er nýlega látin á Egilsstöðum á Völlum, meir en 100 ára gömul. Móðir Gunnhildar var Mekkín Erlendsdóttir, systir séra Þórarins, prests í Heydölum. Börn hans voru: Þorsteinn, prestur i Berufirði; Guðrún, kona Tuliniusar kaupmanns á Eskifirði, og Mekkin kona Haraldar Briem á Búlandsnesi. Er sú ætt kölluð Hellisfjarðarætt, og er fjölmenn, bæði heima á ís- landi og hér í landi. Hávarður mun þó hafa verið nákomn- ari þessari ætt en hér er talið, því hann taldi Hávarð bónda í Hellisfirði nákominn frænda sinn og bar nafn hans. Tæplega ársgamall misti Hávarður föður sinn, en móð- ir hans giftist tveim árum síðar Árna Sveinssyni frá Viðfirði. Hann dó þegar Hávarður var 8 ára. Eftir það mun héin hafa búið um nokkur ár með sonum sínum Bjarna og Hávarði, og Sigríði dóttur sinni, af siðara hjónabandi, um nokkur ár. Sigriður er nú gift Jóni Magnússyni Austmann í Leslie. Um uppvaxtarár Hávarðar hefir sá, er þetta ritar ekki glöggar fregnir, en líklegt er að hann hafi dvalið eitthvað hjá frændfólki sínu á Eskifirði. Á þeim árum hefir hann fengið víðtækari mentun en alment var þá. Svo mikið er víst að hann var um eitt skeið sýsluskrifari hjá Jóni sýslum. John- sen á Eskifirði. Þó mun hann ekki hafa verið þar lengi, því innan við tvitugt fór hann til Kaupin.hafnar til að læra tré- smíði. Þar var hann 2 eða 3 ár og lærði húsgagnasmíði. Hann var góður smiður og stundaði þá atvinnu að mestu fram um miðjan aldur. Hávarður kvæntist 21 árs gamall, Helgu Jónsdóttur frá Kirkjubóli í Norðfirði. Bræður hennar voru þeir Þorsteinn Jónsson, sem um eitt skeið var kaupmaður í Borgarfirði eystra, og víðar, framkvæmdamaður mikill, og Bjarni Jóns- son trésmiður í Winnipeg, og síðar í Pembina. Með henni átti hann 4 börn; tvo drengi, sem dóu ungir, og tvö, sem enn eru á lífi: Jón, sem um eitt skeið var góður bóndi hér í bygðinni, en sem nú vinnur við smíðar vestur við haf, og Margréti, sem nú er kona ólafs póstafgreiðslumanns, að Hayland; bæði eiga þau fjölda harna sem nú eru fullþroskuð. Hávarður fluttist vestur um haf 1888, og settist fvrst að í Winnipeg, því þá var þar smíðavinna mikil. Þar misti hann konu sína, fyrsta árið sem hann dvaldi þar. Þaðan flutti hann norður til Mikleyjar ásamt tengdaforeldrum sín- um og börnum, og dvaldi þar 4 ár. Þó stundaði hann smíða- vinnu i Winnipeg á sumrum, en var heima á vetrum. Þaðan fluttist hann alfarinn til Winnipeg 1893. Þar kvæntist hann í öðru sinni Kristrúnu Sigvaldadóttur, ættaðri úr Eyjafirði. Hún var systir Þórhalls Sigvaldasonar trésmiðs í Winnipeg, sem margir kannast við. Móðir þeirra hét Kristbjörg og var svstir konu séra Björns Halldórssonar i- Laufási, föður Þór- halls biskups. Um áramótin fluttist Hávarður noður í Álftavatnsbygð, og nam þar land, nærri þvi sem Lundarbær er nú. Þar lézt kona hans 1903. Þau áttu 4 dætur, sem upp komust: Lauf- eyju, sem er gift Eyjólfi Anderson í Chicago, Helgu, sem vinnur í sama bæ, Málfríði, sem dó um tvítugt, og Kristrúnu sem er gift Jóni Breiðfjörð við Baldur. Hávarður kvæntist i þriðja sinn 1907, Stefaníu Sigurð- ardóttur frá Hólalandi í Borgarfirði eystra. Faðir hennar var Skagfirðingur að ætt, en fluttist ungur á Austurland. Kona hans hét Guðrún Sigfúsdóttir. Er sú ætt fjölmenn á Austurlandi, og komin frá séra Stefáni ólafssyni skáldi í Vallanesi. Þau hafa eignast 7 börn, sem nú eru öll full- þroskuð. Þau eru: Soffía, sem hefir um mörg ár unnið hjá Hudsons Bay félaginu í Winnipeg; Bjarni og Hjálmar, sem báðir eru oftast heima; Sigrún, gift Reginbald Johnson, bónda við Ashain Point; Anna og Svafa, oftast báðar heima; Málfriður, gift Gretti Ásmundarsyni Freeman, bónda á Siglunesi. Hávarður seldi land sitt við Lundar 1907, og flutti norður í Siglunesbygð; þar bjó hann tvö ár á leigulandi. Þá kevpti hann tvö lönd við Hayland P.O. og bvgði þar myndarlegt íbúðarhús, og þar hefir hann búið síðan. Síðar hefir hann keypt 4 önnur lönd, eftir að bú hans stækkaði.— Hávarður kom hingað í bvgðina ineð fremur lítinn bú- stofn, en skuldlaus mun hann hafa verið. Hann reyndist fljótt athugull húmaður, þótt hann stæði ekki í neinum stcír- ræðum. . Það eru verk hans, sem hafa borið honum þegj- andi vitni, en ekki ráðagerðir eða yfirlæti; því varla mun nokkurt bú hér í sveit hafa verið á eins jöfnum framfara- vegi, eins og bú hans. Og nú mun búið vera annað stærsta gripabú í sveitinni, með drjúga eign utan heimilis.— Hávarður var vel meðalmaður á viíxt, og vel bygður. Hann var vel viti borinn og fjölhséfur athafnamaður. Enginn var hann áhlaupamaður, hvorki til orða né athafna, en drjúgvirkur, hagsýnn og þolgóður. Hann var hófsmaður um alla hluti og hugsaði vandlega ráð sitt. Tortrygginn var hann við nýjungar, og frábitinn öllu gróðabralli. Hann græddi því aðeins af eigin efnum, en ekki á annara kostnað. Hann var fslendingur með lífi og sál, og nokkuð fastheldinn við fornar venjur. Hann var stálminnugur og fróður um margt; las mikið og fylgdist því vel með íslenzkum bók- mentum og hérlendum stjórnmálum. Hann hafði fengið nokkra undirstöðuþekkingu í enskri tungu heima á fslandi, og lærði því fljótt málið, er hann kom hingað. Gat hann því haft full not af enskum bókum. Hann var sanngjarn i dóm- um um menn og málefni, og ekki deilugjarn. Þó var hann þéttur fyrir að breyta skoðun sinni, þá er hann hafði hugsað málið til hlýtar; en öllu var því í hóf stylt. Hávarður var gestrisinn og skemtilegur heim að sækja. Mun það hafa verið hans sælustu stundir á síðari áruin, þegar kunningja bar að garði. Voru þá rifjaðar upp end- urminningar frá gamla landinu; því þar var ætið hugurinn hálfur. Var þá hvorki horft í tímatap eða tilkostnað til að láta gestinum líða sem bezt. Hávarður var heilsugóður alla æfi, þar til síðustu tvö árin, að sjónin bilaði, og síðasta árið mátti heita að hann væri blindur. Var honum það þung raun að geta ekki haft not af bókum. Þó bætti kona hans úr því með undraverðu þolgæði, og las honuni blöð og bækur, enda meira en heilsa hennar leyfði. Hún var orðlögð dugnaðarkona, og var hon- um samhent í búskapnum, og hafði suma þá kosti í ríkum mæli, sem hann skorti helzt. Var því sambúð þeirra farsæl. Það var snemma í ágúst síðastl. að Hávarður veiktist snögglega. Var álit lækna að það væri innvortis krahba- mein, sem ekki yrði ráðin bót á.Þó var hann sjaldan mjög þjáður, þar til síðustu vikuna, sem hann lifði. Hann lézt 26. okt. Jarðarförin fór fram 31. s. m. í grafreit Vogarbygðar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Guðm. Árnason flutti húskveðju og stjórnaði útförinni. * Við eigum hér á bak að sjá einum af okkar merkustu bændum. Þeir fækka nú óðuin, gömlu landnámsmennirnir, sem komu hingað fullorðnir, og verða bráðum allir horfnir. En þessi maður skilur eftir stórt dagsverk, sem í minnum verður haft fyrst um sinn; þar á meðal 12 börn, hraust og efnileg og 26 barnabörn. Afkomendur hans eru því líklegir til að vera starfsamir og góðir borgarar í þessu landi. fíuðm. Jónsson frá Húsey. hag og heiður í því að styðja starfsemi þessa félagsskapar i orði og verki, auk þess sem ýms fyrirtæki og menningarstofnanir gætu í sama tilgangi lagt hönd á plóginn. Þá ætti félagsskapur sem þessi mikið verkefni fyrir höndum á þeim vettvangi að greiða götu þeirra íslendinga í Vesturheimi, er hingað kynnu að vilja koma og njóta þeirra menningarlegu verðmæta, sem við kinnroða- laust getum boðið. Nefni eg þar til dæmis nám íslenzkrar tungu og fornnorrænna fræða. Vafalaust væri auðvelt að koma á mannaskiftum, eins og tíðkast hafa við önnur lönd. Og í kjölfar þeirrar starfsemi myndi sigla ný kynning og þekkingar- aukning á íslandi og íslending- um, vestur um álfu. Til alls þessa myndum við njóta fulltingis fslendinga í Vesturheimi. Myndi það eigi verða lítils virði, sérstaklega þeim, sem leita vildu fyrir sér við mentastofnanir vestan hafs. Hefir svo reynst fvr, að við ættum þar hauka i horni, þegar um íslenzk menningarm^l hefir verið að ræða. Hér er ekþi ætlunin að rita langt mál um þetta efni að sinni. Hugmynd þessi er fram borin sem sú eðlilegasta leið, sem við blasir, frá sjónarmiði íslenzks námsmanns, til þess að tengja saman stefnu eldri og yngri ís- lendinga til starfa í þessa átt. En hingað til hefir of litið heyrst frá yngri kynslóðinni hér heima um þessi mál. Takist í framtíðinni að beina straumi vestrænnar menningar inn í íslenzkt þjóðlíf, fyrir sam- einuð átök íslendinga báðum megin hafs, þá er þar með feng- inn óbrotgjarn hornsteinn undir órjúfandi tengsl þjóðarbrotanna um ótakmarkaðan aldur. Sá hornsteinn yrði ekki skammæ persónuleg kynningatengsl, ekki yfirborðskurteisi skyldra manna, sem hittast af nauðsyn, heldur 1 i f a n d i menningarsamband tveggja heimsálfa, vixláhrif tveggja samætta þjóðarbrota, reist á félagslegri og inenningar- legri þörf. Fyrir fáeinum vikum lét ís- lenzkt skip í haf og sigldi til Vesturheims — fyrsta beina sigl- ingin milli þessara landa nú um langt sikeið. Með því hófust verzlunarsambönd milli fslands og Ameríku, er líkur benda til, að eigi inuni slitna á ný, þótt yfirstandandi styrjöld Ijúki. Ver- ið gæti, að með þessari siglingu væri hafin nýr kapítuli í sain- eiginlegri sögu íslands og Ame- ríku. Margra annara sólar- merkja gætir, sem benda í sömu átt, þótt hér sé ekki rúm né timi til þess að rekja slikt. Ungir fslendingar í Vestur- heimi vilja gjarnan fyrir sitt levti halda við ættar- og menn- ingartengslum við okkur jafn- aldra sína heima fyrir. En hverra er þágan? Það hefir ver- ið rætt hér að framan. Eftir er að vita, hversu skjót við verðum í framkvæmdum að sameina i verki þjóðrækni okkar og menn- ingarviðleitni, svo að báðir aðilar megi vel við una. En takist það, er engum vafa bundið, að milli þjóðarbrotanna eiga eftir að falla ferskir straumar og heillaríkir. Þá eignumst við, sem nú erum ung, menningarlegt framhald a'fintýranna, sem við heyrðum í bernsku af frændum okkar vestan hafs. (Ritað 10. nóv. 1939) —Dvöl.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.