Lögberg - 18.04.1940, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.04.1940, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRIL, 1940 3 Valtýskunnar, sem síðan kölluðu sig “heimastjórnarmenn,” er heimtuðu að ráðgjafinn væri bú- settur í landinu, og þegar viður- eignin við Dani og stjórnmála- atvikin höguðu því svo, að það fékst, urðu allir ásáttir um það. Varð þetta heiti flokknum drýgst til framdráttar. Sjálfur var hann ofar öllum flokkum og mátti engum vera eignaður en mun hafa staðið næst landvarnar- mönnum. Þeir fóru lengst í kröfum og lögðu aðaláherzlu á að ráðgjafi íslands sæti ekki í rikisráði Dana og mál íslands ekki þar borin upp. En út í þetta skal ekki farið lengra. Til þess þyrfti helia ritgerð og meiri undirbúningsvinnu, en þessar hugleiðingar eru reistar á, sem ekki eru annað en sundurlausar endurminningar um samtíðar- mann, sem gnæfði það hærra en fjöldinn að allir hlutu eftir að taka. Gætti þess þegar á skóla- árum. Nú er þegar komið að því, að stíga til fulls millisporið frá 1918 og læt eg lesandanum eftir að giska á, hvernig Einar Bene- diktsson mundi vilja stíga það. Sr. ólafur í Arnarbæli sagði i sinni röggsamlegu ræðu eftir Einar, að hann hefði stundað skólanám sitt af kostgæfni. Eg rengi það ekki. Þeir útskrifuð- ust saman, svo að honum hefir verið þetta vel kunnugt. Eg var aftur tveim bekkjum á undan þeim og vissi ekki gjörla um ein- staka pilta í öðrum bekkjum. En af því áliti, sem á honum var i skóla, hafði sú hugmynd komist inn hjá mér — og eg hélt ífleirum — áð honum hefði farið likt og oft hefir átt sér stað um yfirburða andans menn, að þeir kunna lítt bundnu lexíunámi, og slá slöku við það, þó að út- koman verði eitthvað í áttina eins og ort var í gamni um ann- an skólabróður okkar, að “hann er maður, sem veit hvert einasta orð, þótt hann aldregi liti í bók.” "Séra ólafur tók líka fram, að hann hefði ekki látið sér nægja að lesa námsgreinarnar einar og var alt, sem hann sagði mjög sennilegt, enda þetta ekki ritað til þess að bera brigður á það. Hugmynd mín réttlætist ekki af öðru en þvi, að stundum geta hugmyndir um mann miðað táknrænt að því, að gefa af hon- um lika mynd, þótt einstök at- riði séu ekki raunveruleg. Hug- myndin þó sprottin af því, að hanri var eitthvað i samræmi við hana. En hvað sem því líður, var námsárangur hans glæsileg- ur svo sem gáfur og hæfileikar stóðu til. Við höfðum verið málkunn- ugir alt frá skólaárunum og fall- ið jafnan vel á með okkur og vinsamlega mat eg hann mik- ils sem aðrir, bæ§i fyrir skáld- skap og ekki síður fyrir skoðan- ir hans og eldlegan áhuga á öllu, sem auka mætti veg og velgengni föðurlandsins. En bezt kyntist eg honum af langri viðræðu, sem við áttum saman í júnímánuði á leið frá Stykkishólmi til Reykja- víkur ineð Láru gömlu. Við vorum tveir einir farþegar á fyrsta farrými og höfðum þvi ekki aðra til-að tala við og stytta okkur stundir með. Notuðum við það sleitulaust og þögðum ekki mikið og er mér enn í minni, hve skemtilega og fljótt þær stundir liðu. Bróðurpart- inn mun hann hafa fengið af ræðutimanum, enda var ekki málhaltur að lýsa áhugamálum sínum og ýmsu þvi, er andi hans bjó yfir og eg leitaðist við að vera athugull áheyrandi með einhverjum innskots athugunum, svo að aldrei féll talið niður. Gekk svo allan tímann, er við vorum á ferli, en sólarhring mun samleiðin hafa tekið. + Kosningar voru þá nýlega um garð gengnar (3. júní) og var þá sýnt orðið að við mundum fá ráðgjafann búsettan í landinu. En þegar frá þvi yrði gengið, hafði hann gjarnan viljað hafa hönd i bagga með og því boðið sig til þingsetu i Snæfellsnes- sýslu. Kosningu náði hann ekki og þrátt fyrir yfirburði sína og eldlegan áhuga átti hann aldrei sæti á Alþingi, og mundi þó hafa skipað það sæti glæsilega. Var hann nú að koma úr þeim kosn- ingaleiðangri, en eg kom frá Dýrafirði á leið suður til þess að sækja um Útskálaprestakall. Eg man nú auðvitað ekki alt l»að, sem á góma bar, en þeir, sem eitthvað þektu Einar Bene- diktsson, muna hve óspar hann var á að láta í ljós skoðanir sín- ar og áhugamál, og brydda upp á þeim í viðræðu, þótt ekki væri nema að fundum þeirra bæri saman á götu eða förnum vegi. Og var þá jafnan ofarlega í huga hans landstjórafyrirkomulagið, sem faðir hans hafði haldið fram, eða eitthvað því samsvar- andi. Að sjálfsögðu hnigu við- ræður okkar að stjórnmálunum, sem þá voru komin á þann rek- spöl, sem telja má upj»hafið að þeirri þróun og stórstígu fram- förum, sem þjóðin hefir tekið á síðustu áratugum. Þótti mér það tal okkar mjög ánægjulegt, þótt ef til vill gæti eg ekki fylgst með honuin í öllum hin- um stórhuga ráðagjörðum har.s. (Framh.) Ferskeytlur fslendingar hafa á siðastliðn- um árum haft lítið af stórharð- indum að segja. Gamlir menn muna í því efni tvenna tímana, er þeim verður hugsað til ár- anna um og eftir 1880. En góð- æri og harðæri hafa sennilega ávalt gengið yfir landið til skift- is. Þó að þessi vetur hafi fram til þessa verið sérstaklega blíður, jafnvel i samanburði við þá mildu vetur, sem íslendingar hafa átt að venjast siðasta ára- tuginn og reyndar lengur, þá er ekki fjarri lagi að rifja upp fátt eitt atþeim stökum, sem kveðnar hafa verið á fslandi um veturinn, og virða fyrir sér þann kvíða og þær raunir, sem sjá má i skugg- sjá vísnanna, og þær sýnir, er borið hefir fyrir augu höfund- anna, er vetur sat að völdum. Valdemar S. Long, bóksali í Hafnarfirði, hefir ort þessa visu um veðrahaminn á haustdægr- um: Dimmir höllum Drafnar i, dynja fjöll af veðragný, sveiflast mjöllin, sortna ský, sveipa völinn klæði ný. Gisli ólafsson á Eiríksstöðum í Svartárdal lýsir svo haustkom- unni: Frýs mér skórinn, fölna strá, fangar óró muna, er fyrsti snjórinn fjöllin á færir kórónuna. Og enn segir Gísli ólafsson: Foldarvanga fæ eg séð. Frost þar ganga að verki. Blöðin hanga héluð með haustsins fangamerki. Sveinbjörn heitinn Björnsson orti: Strýkur haust með héluklóm hlífðarlaust um dalinn. Hels í nausti nístir blóm napur austansvalinn. Enn kvað Sveinbjörn: Stormar vaka vogi á, vængjum blaka þöndum. Ymja nakin ýlustrá orpin klakaböndum. Guðmundur Friðjónsson á Sandi lýsir svo tilkomu vetrar- ins: Hrollur mér í hjarta rís. Hlíð í vöngum gránar. Skegg á bringu fossa frýs, froða á vitum Ránar. En sína fegurð og sína töfra á veturinn einnig í ríkum mæli, mánaglit og norðurljós. Guð- mundur Friðjónsson lýsir því einnig, hvernig dýrð vetrar- kvöldsins lokkar ungmennin: Þegar haust í gluggagljá greipti líki rósa, okkur fýsti út að sjá óðal norðurljósa. örn Arnarson hefir komist svo að orði: Himinn er í hálfa gátt, heyrðist þökuin riðið. Skýjatröll úr austurátt æða fram á sviðið. Margan kaldan vetrardag hef- ir islenzka húsfreyjan setið úti við frostlagðan gluggann, hlaðin áhyggjum. ólína Andrésdóttir segir: Sveipa náir sveit og lá svela- gljái breðinn. Æpa dáin ýlustrá éit við skjáinn freðinn. Þegar svo er komið, að hjarn- ið hylur hverja gróðurtó og hvern hnotta, tekur að sverfa að beitarpeningi bóndans. Borg- firzki hagyrðingurinn Þorsteinn Jakobsson frá Hreðavatni hefir ort þessa visu: Þá eg lá við gljáargjá, gráa sá eg hjá mér á. Fláir hún snjáinn frá með tá, fá og smá í strá mun ná. Bólu-Hjálmar orti: Felur hlýrnir fagra kinn, fjárins rýrnar kviður, lítið hýrnar himininn, hanga brýrnar niður. En þó steðjar ógæfan fyrst að, er hafís kemur til sögunnar. Margar eru þær heimsóknir orðnar, er hann hefir veitt fs- lendingum og helzt til þaulsæt- inn hefir hann tíðum verið. Konráð Vilhjálmsson á Akureyri orti þessa stöku um hafísinn: Geigvænlegur, grænn og blár, girðir vík og ögur hafís vestan Tjörnestár, tengdur alt í Gjögur. Jón heitinn Bergmann orti: Grimd er haldin grund og ver, gjólur kaldar vaka. Blátær aldan bundin er björtum faldi klaka. En þegar hvað mest'syrtir að, þegar hríðar lemja þekjuna, þegar frostið nístir alt lifandi, þegar þrotlaus fannbreiða ligg- ur yfir alt, þá er það vorvonin, sem yljar geðið. Ungur maður í Rangárþingi, Sveinn Sveinsson frá Mörk undir Eyjafjöllum, hefir ort: Fjær og nær er frost og hjarn, föli slær1 í sporin. ó, eg væri orðinn barn eða blær á vorin. Iiolbeinn. —Tíminn 9. marz. Einar Arnórsson sextugur Einar Arnórsson er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur sem ágætur lögfræðingur og frábær lærdóms- maður i islenzkum fræðum, og er það eingöngu vegna verka hans og verðleika, því að hann er fráþitinn allri “auglýsinga- starfsemi” fyrir sjálfan sig og er maður hlédrægur. En verðleik- ar hans hafa ekki getað dulist, og fyrir þá hefir hann fengið margan sóina og orðið aðnjót- andi virðingar fræðimanna og alls almennings. Það á því einkarvel við, að ýmsir beztu lærdómsmenn vorir hafa nú gefið út afmælis-rit um íslenzk og lögfræðileg efni, helg- að Einari Arnórssyni sextugum, en hann fyllir sjötta tuginn í dag. Er það hið prýðilegasta að öllum frágangi, prentað í fsa- foldarprentsmiðju, og er inni- hald þess sem hér segir: 1. Torskilin orð í íslenzku, eftir Alexander Jóhannesson, prófessor, dr. phil. 2. Þingrof á íslandi, eftir Bjarna Benediktsson, prófessor. 3. Forseti hins konunglega is- lenzka yfirréttar, eftir Björn ^UðíllCöö DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba anb K5- Cv Qiarbð úr Keflavík var róið tvo daga vikunnar og var afli tregur, 3— 9 skippund á bát í róðri. Aflinn var lagður í togara. Úr ólafsvík var aðeins róið á mánudag í síðustu viku og fisk- aðist þá lítið. Eftir það var ó- slitinn norðaustan garður vikuna út og ekkert farið á sjó. —-Alþ.bl. 27. febr. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentist • . 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 - DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdöma. ViStalsttmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofuslmi 80 887 Heimilissimi 48 551 J. T. THORSON, K.C. íslenxkur lögfrœðingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 ----------------------- !j. J. SWANSON & CO. I LIMITED i 308 AVENUE BLDG., WPEG. j Fasteignasalar. Leigja hús. Út- j vega peningalán og eldsáhyrgS af 1 öllu tægi. PHONE 26 821 Þórðarson, lögmann, dr. jur. 4. Álþjóðasamtök um sam- ræmingu siglingalöggjafar, eftir Elinar Arnalds, lögreglufulltrúa. 5. Arabisk Indflydelse paa Europas Handels og Retstermin- ologi, eftir Fr. le Sage de Fon- tenay, sendiherra Dana. 6. Nokkrar hugleiðingar um fébótaábyrgð ríkisins, eftir Giss- ur Bergsteinsson, hæstaréttar- dómara. 7. Almenn kirkjubæn, mar- tyrologium og messudagakver á íslandj fyrir siðaskiftin, eftir Guðbrand Jónsson, prófessor. 8. Flóamannasaga og Land- náma, eftir Guðna Jónsson, mag. art. 9. Björn at Haugi, eftir Jón Jóhannesson, cand. mag. 10. Þriggja hreppa þing, eftir ólaf Lárusson, prófessor. 11. Föðurætt Hauks lögmanns Erlendssonar, eftir Pétur Sig- urðsson, háskólaritara. 12. Refsiréttur Jónsbókar, eft- ir Þórð Eyjólfsson, hæztaréttar- dómara, dr. jur. Loks er Skrá um rit dr. Ein- ars Arnórssonar, tekin saman af Guðbrandi próf. Jónssyni. Titill bókarinnar er á þessa leið: “Afmælisritið, helgað Einari Arnórssyni, hæztaréttardómara, dr. juris, sextugum, 24. febrúar 1940.” Nú ætla eg mér ekki þá dul, að dæma í einstökum atriðum lögfræðilegar og sagnfræðilegar ritgerðir, en þær virðast prýði- legar, og nöfn höfundanna eru trygging fyrir gæðum ritgerð- anna. Eg get líka fullyrt, að þær af ritgerðum þessum, sem eg ber nokkurt verulegt skyn- bragð á, svo sem t. d. ritgerð dr. Alexanders Jóhannessonar um torskilin orð i íslenzku, eru DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur I eyrna, augna, net og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalstími — 11 til 1 -og 2 til 5 Skrifstofustmi 22 251 Heimilisstmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • Viötalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur ltkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvaröa og legsteina. Skrifstofu talstml 86 607 Helmilis talslmi 501 662 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • pægilegur og rálegur 6tistaOur í miSMki borgarinnar Herbergi J2.00 og þar yfir; meö baöklefa J3.00 og þar yfir. Ágætar máltlöir 40c—60c Free Parking for Chiests stórfróðlegar og ágætlega úr garði gerðar. Er ritið höfund- um þess og afmælisbarninu til sóma í alla staði. Aðeins 300 eintök eru prentuð af ritinu. Einar Arnórsson er sannleiks- elskandi maður og hefir leitað sannleikans um tilveruna víðar en í lögfræði og sagnfræði. stundum á dálitið óvanalegum leiðum, en hvarvetna hefir hann flutt með sér ágæta dómgreind sína og skarpan skilning á aðal- atriðum málefnanna. Fyrir opin- ber störf sín og Ijúfmensku í persónulegri viðkynningu berast honum nú einlægar heilla óskir í dag. Jakob Jóh. Smári. —Alþ.bl. 24. febr. Ögœftir og tregur afli í verstöðvunum úr verstöðvunum á Suðurlandi var lítið róið undanfarna viku vegna ógæfta og afli var tregur. t verstöðvunum austanfjalls eru bátar alment að búast á veiðar, en afli hefir verið mjög tregur til þessa. Aflinn er helzt smáýsa, en þó hefir orðið þorsk- vart. úr Grindavik var mjög lítið róið í vikunni sem leið vegna ó- gæfta og afli var tregur. í dag réru nokkrir bátar og öfluðu sæmilega. Úr Vestmannaeyjum var mjög lítið róið i vikunni vegna austan storms og var afli mjög lítill. í gær voru flestir bátar á sjó, en afli tregur á þá báta, sem komn- ir voru að um kl. 16. Allflestir bátar eru farnir að stunda veið- ar. Frá Akranesi var róið tvo daga vikunnar, en afli var tregur báða dagana. Aðra daga hömluðu ógæftir sjósókn. í gær var al- ment róið og afli miklu betri. Uppeldisheimili Uppeldisheimili fyrir pilta Jiéðan úr Reykjavík, á aldrinum 12—18 ára, og jafnvel víðar að, er knýjandi nauðsyn, og siðan Reykjavík óx svo mjög sem raun ber vitni, og fékk á sig mikið borgarsnið, hefir þörf fyrir slíkt uppeldisheimili altaf farið vax- andi. Greinargerð sú, er birt var hér í blaðinu á laugard. með áskor- un barnaverndarráðs og barna- verndarnefndar, hlýtur að tala svo skýrt fyrir þessu máli, að enginn geti lengur neitað þörf- inni fyrir slíkt heimili. Auk þess hefir hvað eftir annað verið skrifað hér í blaðið um málefni þessara unglinga, ýmist af sér- fræðingum og starfsmönnum í þessum málum eða með viðtölum við slíka menn. Með slíku uppeldisheimili ætti að mega skapa stofnun, sem stöðvaði þá þróun niður á við, sem óneitanlega er hjá þeim unglingum, sem rata út á hinar hálu og hættulegu brautir ó- knyttanna og afbrotanna. Slík heimili eru í hverju menningarlandi, þsá að alls staðar gera sömu gallar borgar- lífsins og gatnanna vart við sig. Á slíkum heimilum er reynt að útrýma æfintýralönguninni í þessa átt, sem býr með þessum unglingum, en oftast mun það vera um slíka unglinga, að það er æfintýraþráin, sem laðar út í kviksyndið, þráin eftir að lifa hið óvenjulega, dularfulla og eftirtektarverða. En slikri þrá er oftast hægt að fullnægja með nýjum, sterkum viðfangsefnum, sem taka hugann allan og kalla á manndóm og viljakraft. Það er kappið til að geta betur og meira en fjöldinn allur. Vitan- lega geta verið undantekningar frá þessu, en þá er oftast um andlega sjúklinga að ræða. Dæmi eru óteljandi um það, að út af slikum uppeldisheimilum koma afburðamenn, og væri í þvi efni hægt að nefna nöfn skálda og listamanna. Slíkir hæfileikar myndu hins vegar farast í hring- iðu hins stjórnlausa og vilta lífs borganna. Það var á það bent í frásögn- inni hér í blaðinu í gær, að æski- legast væri að full samvinna tækist um þetta mál milli ríkis- valdsins og bæjarstjórnar Reykjavíkur. Ríkinu ber vitan- lega skylda til að veita þessu máli forystu, en öllum er ljóst, að þörfin er langsamlega mest hjá Reykjavikurhæ fyrir slíkt uppeldisheimili, því að langsam- lega flestir unglinganna sem þvrftu að komast á slikt heimili, eru héðan úr bænum. Vitanlega yrði fyrst og fremst um fjárhags- lega samvinnu að ræða í þessu efni, því að alt virðist mæla með þvi, sem talað var um í bréfinu, sem birt var hér í blaðinu í gær, að barnaverndarráð og barna- verndamefnd hafi stjórn á hendi og ráði um rekstur heimilisins. Það er líka aðgætandi, að nú þegar eyðist almikið fé til starf- semi fyrir þessa unglinga, og gæti sú eyðsla að mestu horfið, ef þetta ráð yrði upp tekið. Auk þess má ekki gleyma því, að starfræksla slíks heimilis gæti ef til vill borgað sig að nokkru leyti sjálf, ef valin yrði kosta- drjúg jörð og vinnukraftur ungl- inganna notaður meðfram, en það er einmitt vinnan, sem hefir meira göfgandi áhrif en flest annað. Vonandi tekst full samvinna milli ríkis og bæjar í þessu mikla nauðsynjamál.—Alþ.bl. 22. febr.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.