Lögberg - 04.07.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLI, 1940
5
Stefán Einarsson
í Upham,
sjötugur
Eftir prófessor Richard Reck
* byggðum fslendinga viðsvegar
Mm þetta meginland hafa verið
°g eru enn, góðu heilli, menn, sem
orðið hafa, vegna hæfileika sinna
og traustrar skapgerðar, áhrifa-
oienn um aðra fram i heima-
byggð sinni; hafa skipað þar og
skipa leiðtogasess. Þeir, sem
Stefán Einarsson
^ekkja til Stefáns Einarssonar í
f’pham í Norður Dakota, — og
hann er vinamargur í hópi landa
sinna—munu hiklaust vísa hon-
til sætis i þeim flokki, sem að
ofan er nefndur. Hann er einn
af þeim alþýðum nnum íslensk-
l|m, sem verið hafa prýði stéttar
sinnar meðal fslendinga heggja
megin hafsins, og meðan þjóð
vor er auðug að þesskonar mönn-
um, stendur hiin traustum fótum
^ienningarlega.
Stefán átti sjötugsafmæli síð-
astliðinn föstudag,. Þann dag
var Stefán staddur á þingi hins
Ev. lúterska kirkjufélags að
Lundar, Man. Var afmælis hans
minst við þingsetningar guðs-
Kiónustuna með nokkrum hlý-
legum orðum af séra Valdimar
4. Eylands, sem stýrði þeirri at-
oöfn. Fer vel á því að hans sé
frekar minst á þessum vegamót-
Ur*i æfi hans, en drjúgum verður
hó
umsögn þessi um hann fá-
ia'klegri en vera ætti. Stefán
Einarsson er Húnvetningur að
<rett og kynjaður vel. Foreldrar
hans voru Stefán Einarsson bóndi
að Eyðstöðum og Margrét Jóns-
dóttir frá Smyrlabergi í Ásum.
^oru þeir náskyldir Skafti rit-
st.jóri Jósefsson og Stefán, því
aÓ afi hans í föðurætt var Einar
^kaftason á Helgavatni, bróðir
4ósefs læknis Skaftassonar :
Hnausum.
Stefán Einarsson er fæddur 21.
Íóni 1870 að Eyðstöðum. Var
hann hjá foreldrum sínum þang-
aÓ til hann var sex ára gamall,
en fluttist þá að Hjallalandi i
^atnsdal til Jósefs Einarssonar,
^öðurbróður síns, og dvaldist hjá
honum þar til hann var 18 ára.
^,reip hann þá útferðarhugur sem
^arga aðra landa hans á þeim
aruni og hélt hann vestur um haf
árið 1888, settist hann að við
(<arðar i Norður Dakota og stund-
aÖi þar daglaunavinnu næstu ár-
ln- Hann nam land í Mouse
^iver- bygðinni árið 1896 og hefir
þar heima síðan; hann er hú-
settur í Uphan-bæ.
Stefán er tvíkvæntur. Fyrri
hona hans, Elisabet Geirhjartar-
öóttir Kristjánssonar frá Flat-
eyjardal, er látin fyrir mörgum
arurn; seinni kona hans er
tJórunn Johnson, en því miður
kann eg eigi skil á ætt hennar;
hún er gáfu og ágætis kona og
vel menntuð; stundaði hún nám
a rikisháskóla N. Dakota í Grand
t'orks og var kennslukona áður
en hún giftist; hún er bókmennta
hneigð með afhrigðum og glögg-
skygn mjög á skáldskap og fagr-
ar listir
Börn Stefáns eru hin mann-
va*nlegustu, og vel gefin; Berg-
bora dóttir hans, hin mesta
^yndarstúlka, tók í vor stúd-
entspróf við rikisháskólann í
N. Dakota með hárri einkunn.
Sjálfur er Stefán aðsópsmikill
maður, svo að hann dregur fljótt
að sér athygli manna á manna-
mótum, og hið andlega atgervi
hans er að sama skapi. Nágranni
hans, fróðleiksmaðurinn Sigurð-
ur Jónsson lýsir honum þannig
í grein sinni “Landnám Mouse
River-bygðar í N. Dakota’’ —Al-
manak ó. S. Thorgeirssonar 1912
“Stefán Einarson er mikill
maður vexti og stórskorinn, sem
hinir aðrir frændur hans, skjótur
til allrar karlmensku, ör í
skapi, hreinlyndur og óvæginn,
hirðir lítt við hvern er að etja i
þann svipinn. Kippir honum þar
í kyn til forfeðra vorra, að láta
ekki hlut sinn, þótt við ofurefli
sé að etja. Stefán er mildur á fé
veglyndur og ósérplæginn. Hann
er allra manna hjálpsamastur,
ekki síst við hina minni máttar,
og ekki ósjaldan að hann veiti
lið sitt þótt í bága komi við hans
eigin sakir. En um liðsemi hans
má hið sama segja, sem Guð-
mundur hin ríki sagði um Skarp-
héðinn:—“heldur vildi eg hafa
hans fylgi en tíu annara”. Stef-
án Einarson er skýr maður og
víðlesinn og fróður um margt.
Hann ann íslenskum bókment-
um af alhug, einkum skáldskap
og skilur hann vel. Hann er vel
máli farinn og lætur alloft mjög
til sín taka um velferðarmál
bygðarinnar. Fylgir hann fast
málum þeim, sem hann beitir sér
fyrir......Frömuður er Stefán
bindindisfélagsins í bygðinni,
þess félagsskapar, sem mesta og
besta ávexti hefir borið og er hið
heillaríkasta félag bygðarinnar.
í safnaðarmálum hefir Stefán
verið hinn mesti styrktarmaður
alla tíð, lengst af átt sæti í safn-
aðarnefnd, beitt þar kröftum og
þekking til að sameina.”
Ætla eg að þeir, sem til Stef-
áns þekkja, taki einhuga undir
þessa lýsingu Sigurðar og telji
þar í engu ofmælt, því að Stefán
er í senn mikill hæfileikamaður
og drengskapar. Auk bindindis-
málanna og kristindómsmálanna
hefir hann látið skólamálin í
byggð sinni til sín taka; grunar
mig, að það sé ekki sist fyrir á-
hrif frá honum, að svo tiltölu-
lega margt af ungu islenzku fólki
úr Moose River-bvgðinni hefir
gengið skólaveginn og skipar nú
ábyrgðarstöður innan Norður
Dakota rikis og utan. Sú byggð
hefir átt og á enn margt ágætis-
manna og kvenna af íslenskum
stofni; en það tel eg hið mesta
happ hennar, að hafa átt jafn
mikilhæfa leiðtoga, á verklega
sviðinu og í andlegum efnum,
eins og þá Guðmund F’rimann og
Stefán Einarsson.
Hinir mörgu vinir Stefáns árna
honum heilla á sjötugsafmælinu
og óska þess, að hans megi enn
lengi við njóta. Veit eg, að
sveitungar hans sérstaklega taka
einhuga undir þá ósk.
Séra Egill H. og Ellen
Fáfnis heiðruð
Á laugardaginn 15. júní s.l. áttu
þau séra Egill H. og Ellen Fáfnis
10 ára giftingarafmæli. Var þess
minst af sameiginlegu safnaðarfólki
hér kvöldið áður með viðeigandi
samsæti. er haldið var í kirkju
Glenboro-safnaðar. Var kirkjan
fullskipuð fólki úr bænum og bygð-
inni og var hún skrýdd á viðeig-
andi hátt og blómum prýdd. Á
pallinum var heiðursgestum skipað
sæti. Skemtiskrá stjórnaði undir-
ritaður og flutti heiðursgestunum
ávarp fyrir hönd allra er þátt tóku
í þessum fagnaði. Gat þess að hér
væri ekki einungis minst 10 ára
giftingarafmælis þeirra, heldur líka
10 ára prestskapar séra Egils og 10
ára þjónustu þeirra hér.
Til máls tóku Mrs. P. A. Ander-
son fyrir hönd kvenfélagsins í
Glenboro, Mrs. Thori Goodman
fyrir hönd kvenfélagsins á Grund
og Mrs. H. A. Josephson fyrir
hönd kvenfélagsins á Brú og B.
S. Johnson forseti Frelsissafnaðar
og Helgi Helgason forseti Fri-
kirkjusafn. er afhenti heiðursgest-
unum ofurlitla peningagjöf frá
sameiginlega vinahópnum, en Mar-
grét Anderson færði Mrs. Fáfnis
fagran blómvönd frá kvenfélögun-
um. Söngur og hljóðfærasláttur
var til tilbreytingar á milli ræð-
anna; var fyrst sungið “Hvað er
svo glatt,” og síðar á skemtiskránni
“Fósturlandsins freyja”, Mrs.
Fáfnis til heiðurs, en til hans var
sungið “For He Is a Jolly Good
Fellow.” Þá söng Miss Esther
Arason sóló, Misses Verna Fred-
erickon og Emily Arason duet og
Árni Sveinsson frá Baldur spilaði
piano solo og lék undir með þeim
er sungu.
Er hinni ákveðnu skemtiskrá var
lokið bauð forseti hverjum orðið,
sem hafa vildi, tók þá til máls Ben.
J. Anderson frá Brú og Miss
Helgason flutti séra Fáfnis kveðju
frá ungmennafélagi Frikirkjusafn-'
aðar. Þau Mr. og Mrs. G. Free-
man frá Upham, N. Dak., foreldrar
Mrs. Fáfnis fluttu stuttar ræður
og sagðist vel. Siðast töluðu heið-
ursgestirnir og með völdum orðum
þökkuðu þau fyrir sig. Sleit þessu
fagnaðarmóti með þvi að allir
sungu “Eldgamla ísafold” og “God
Save the King.” Þá tók við sá
þáttur á gleðiskránni sem ekki var
lakastur, en það var kaffi og til-
valdar veitingar í samkomusal
‘kirkjunnar, sem kvenfólkið sam-
eiginlega stóð fyrir. Hefir íslenzkt
kvenfólk hér í landi réttilega þann
orðstýr að standa hverjum sem er
jafnfætis eða framar í því að til-
reiða ágætis veitingar, og það rná
með sanni segja að kvenfólkið hér
í bygð mun í því tilliti standa i
fremstu röð, og það bar þetta kvöld
vitni um. Prestshjónin og jæirra
nánustu ættingjar sátu við sérstakt
borð, setn var tilhlýðilega prýtt
með blómum.
Aðkomandi gestir á þessu fagn-
aðarmóti voru þau Mr. og Mrs.
G. Freeman frá Upham, foreldrar
Mrs. Fáfnis og Mr. og Mrs. H,
Thorleifson frá Bottineau, N. Dak.,
Mrs. Thorleifson er systir Mrs.
Fáfnis. Aðrir ættingjar heiðurs-
gestanna sem boðið var gátu ekki
verið með.
Allir luku upp einum munni að
kvöldstund þessi hafi verið hin
skemtilegasta.
G. J. Oleson.
Islendingadagurinn
að' Gimli, 5. ágúst, 1940
Eftir Davíð Björnsson
I.
Að Gimli var það, sem flestir
íslendingar námu fyrst land í
stórum stil, hér vestan hafs.
Að Gimli var það, sem fyrsta
islenzka barnið fæddist í ?vi
bygðarlagi, og lifði af gegnum
alla baráttu, strið og hörmung-
ar landnemanna í Nýja-íslandi,
sem efalaust hafa hvergi verið
meiri, né stórkostlegri í frum-
byggja lífi fslendinga en þar,
eftir því sem sögur og sagnir
eldra fólksins benda til, og sjá
má einnig af þvi, sem ritað hefir
verið um landnemana og frum-
byggja líf þeirra, hér i landi.
Að Gimli var það, sem íslend-
ingar hófu almennast og sterkast
samtök að íslenzkri félagsstarfs-
semi og ruddu henni braut, út
um bygðir og bæi víða vegu um
Canada og Bandaríkin.
Að Gimli var það, sem fyrsta
islenzka blaðið var gefið út, hét
það “Nýji-Þjóðólfur” og var
skrifað, segir í “Vestmenn” eftir
Þ.Þ.Þ. Var þetta skrifaða blað
vísirinn að viðtæk og áhrifa
rikri blaða starfsemi, meðal fs-
lendinga vestan hafs, og sem
hefir verið og er enn, og vonandi
verður um langt skeið enn,
sterkasti liðurinn, cjg þýðingar
mesta málgagn og tengi taug
allra fslendinga í Ameriku.
Að Gimli er sá staður, sem eina
íslenzka gamalmenna heimili fs-
lendinga er stofnsett. Það ætti
vissulega að vera einn sterkur lið-
ur i sambandi við cameiginlegt is-
lendingadags hátíðahald á þeim
stað. Gamalmennin á “Betel”
hljóta að tengja hvern sannan
fslending traustari böndum við
Gimli. Og gamalmennin á
“Betel” hafa öll verið einusinni
ung, og lagt margt gott, þarflegt
og nytsamt af inörkum til ís-
lenzkrar félags starfsenii, varðað
veginn fyrir afkomendur sina,
og aukið hróður lands vors og
heimaþjóðar, samfara borgara-
legum skyldum sínum við þetta
land. Og ætti þetta eitt fyrir
sig að vera nægilegt til þess, að
Gimli sé oss íslendingum helgur
staður.
Að Gimli var það, sem fyrsti
“íslendingadagurinn” var hald-
inn fyrir fimtiu árum síðan.
Þaðan runnu straumar hans út
um bygðir íslendinga.
Það er því ekki úr lausu lofti
gripi gripið, þóþví sé haldið
fram að Gimli er hinn rétti stað-
ur, þar sen “íslendingadagur-
inn” á að haldast, og ekki kvað
sizt þegar þess er gætt, að Gimli
er einnig bezt í sveit komið fyrir
alla fslendinga að sækja hátíða
haldið, að undan skilinni Win-
nipeg, sem ekki getur nú orðið
komið til mála fyrir “fslendinga-
dags” hátíðahald vort, sökum
þess að Winnipeg er borg, og
allir vilja komast út úr borgun-
um, sem geta, til þess að létta
sér upp, þá frí daga, sein um er
að ræða, til að hrista af sér
borgar inolluna og rykið, með
því að streyma til baðstaðanna,
út i heilna'ma skóga- og vatna
loftið, þar sem frelsið rikir og
fegurðin margbreytileg blasir við
augum manna og tendrar með
oss margþætta gleði fj|r og
fagrar hvatir, um leið og það er
oss bæði andlegur og efnislegur
orkugjafi til starfa og sigra í
lífsbaráttunni
Svo segir i Gylfa gynning: “Á
himni er sá salr, er allra er fegr-
str. Hann skal standa þó him-
inn og jörð farizk, þótt líkamr
fúni af moldu eða brenni at ösku,
ok skulu þar allir menn lifa, þeir
er rétt eru siðaðir. Og þar er
bezt at vera,” þvi ú Gimli er all-
gott til góðs drykkjar þeim, er
þat þykir gaman.
Hver sem það hefir verið er
valdi þessum fyrsta stað land-
nemanna í Nýja-fslandi, nafnið
Gimli, hefir efalaust haft i huga
þessi orð úr Gylfagynning. Þó
aðkoman væri ekki í fyrstunni
glæsileg eða fögur, þá hafa marg-
ir borið þó von í brjósti, að þarna
mundi verða goti að vera er fram
liðu stundir, og að þarna skyldi
rísa íslenzk bygð, þar sem starf-
andi hugur og hönd héldu saman
og ynnu að heill hvers annara og
framgangi alls þess er orðið gæti
stað þessum, Gimli, og þeim, sem
þar búa, einskonar sælu staður
eftir allar þær hörmungar, sem
þeir voru húnir að glíma við á
gamla landinu. Og þó Gimli
Frá íslenzku sýningunni í New York
Hér getur að Hta framhlið fslenzka sýningarskálans í New York. Sýningin f ár mun aðmestu ðbreytt frá
þvf f fyrra, að undanskildum íslenzkumum málverkum, er send voru vestur í vor.
þessi, fullnægi ekki öllum þeim
vonum, sem Jandnemarnir gerðu
sér um þenna stað, og fullnægi
heldur ekki þeim kostum og
kjarna, sem Gylfagynning hæðir
um, þá er Gimli og bygðin Nýja-
fsland svo sögurik og minninga
mörg, að hún gleymist aldrei,
meðan nokkur íslenzkur blóð-
dropi byggir þetta land. Þar af
leiðandi verður Nýja-ísland oss
öllurn kært, jefn vel þeim, sem
aldrei hafa átt þar heima, þvi
flestum fslendingum mun fara
líkt og skáldinu okkar St. G. St.,
þar sem hann segir:
“En ættjarðar b|ndum mig grip-
ur hver grund,
sem grær kringum fslendings
bein.”
Þess vegna ætti Gimli að vera
öllum fslendingum helgur stað-
ur, og vér ættum að keppa að
því að Gimli beri uppi nafnið,
og að Gimli sé sá staður, sem
laðar til sín “landann” og verði
fegurðarinnar staður, sem blasir
við augum vorura, og þar sem
friður og fagnaður fyllir sálu
vora við að koma þar sanian, til
að leika saman, syngja saman
ræða saman og bindast traustari
trygða og samvinnu böndum, til
heilla öllu þvi, sem bezt er í sögu
og söng, framkvæmdum og fyrir-
hyggju og sál vora íslenzka eðlis.
fslendingar gjörast nú með ári
hverju fámennari. Leiðtogun-
um fækkar, og þeim, sem eiga
íslnzkuna, sm móðurmál, fer
einnig stöðugt fækkandi, hér i
landi. Þar af leiðandi ættu allir
islenzkuna, sein móðurmál, fer
seni best saman, og skipa sér um
þau mál og verkefni, sem lengst
og best geta haldið uppi minningu
þeirra um afrek á sviði andans
og afburðanna.
f sumar, þann 5. Ágúst, höldum
við fimtugasta og fyrsta “fslend-
ingadaginn, og sextíu og fimm
ára afinæli bygðarinnar hátíð-
legt. Verður eftir bestu föngum
reynt að vanda til þessa hátiða-
halds, sem undanfarið, og skal eg
geta hér þess helsta, sem búið er
að undirbúa fyrir hátíðahaldið.
Framhald
MIDSUMARSMÓT
1 BLAINE
íslendingar í Blaine eru í óða
önn að undirbúa hið árlega mið-
sumarsmót, og verður það haldið
í Lincoln Park 28. júli. Skemti-
skráin verður með' líkum hætti og
vanalega: ræður, kvæði, söngur.
Söngnum stýrir hinn velkunni söng-
meistari Helgi S. Helgason. Á
skemtiskrá verður fólk frá Van-
couver, B.C., Point Roberts, Wash.
Bellingham, Wash. og B.laine.
Jónas Pálsson frá New West-
minster, B.C., flytur frumsamið
kvæði, einnig Þórður Kr. Krist-
jánsson skáld frá Vancouver. B.C.
Jul. Samuelson syngur einsöngva,
Mrs. D. L. Durkin frá Vancouver,
B,C., flytur ræðu um ísland, á
ensku; aðal íslenzku ræðuna flyt-
ur séra G. P. Johnson. Fleira
verður til skemtunar en þetta er
nóg til að sýna hverju fólk má
búast við. Mrs. Durkin flytur einn-
ig fyrirlestur um ísland við kenn-
araskólann í Bellingham 30. júli,—
og að mínu áliti eru þau erindi,
sem flutt eru fyrir hérlendu menta-
fólki áhrifa mest og það bezta, setn
vér getum gert til þess að auka
sanna þekkingu á íslenzku þjóð-
inni meðal fólks i þessari heims-
álfu. A. D.
Thorlakson & Baldwin
699 SARGENT