Lögberg - 03.10.1940, Síða 3

Lögberg - 03.10.1940, Síða 3
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1940 3 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjA THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 taka í snarhasti saman föggur okkar, gera upp hótelreikning- inn, kveðja og flytja okkur um borð. Gekk það furðu fljótt og komumst við með síðasta báti fram í skipið, nokkuð sjódrifn- ir, því stinningsgola var, og upp á þilfarið vorum við komnir í sama mund og lokið var við að iétta akkerum. Var þá um borð komið nokkuð margt Reykvík- inga, en fleiri kusu þó að sofa uppi í landi, fá sér snúning um kvöldið, og koma svo með Brú- arfossi á næsta degi. Var ekki laust við að nokkurir^öfunduðu l>á sem eftir urðu af þeirra hlut- skifti, en þvi varð ekki breytt. Lyra var þegar komin af stað Vestur á leið, áleiðis til Reykja- víkur. Brátt týndust far])egarnir af þilfarinu. Nokkurir fengu hvílu í farþegarúmum skipsins, aðrir sátu eða sváfu i borð- eða reyk- sölunum, en að eg held flestir komu sér fyrir í lestinni og sváfu langt áleiðis til höfuðstað- arins, en þangað kom Lyra síð- ari hluta dagsins, eftir þægilega ferð, með ef til vill ofurlítið þreyttan, en yfirleitt ánægðan farþegahóp. Þ. B. Vísir 11. ág. 1940. Frá Portugal Ef ckki væri vegna strjaldar- innar mundi stöðugur ferða- mannastraumur vera til Portú- gal i sambandi við 6 mánaða hátíðahöld Portúgata til þess að minnast sjálfstæðis sins óslitið i 5 aldir. Auk þess að 8 aldir eru síðan portúgalska konungsríkið var stofnsett. A þessu ári heldur Portúgal há- tíðlegt tvennskonar aldarafmæli sjálfstæðisins árið 1640, eftir sextíu ára harðstjórn Spánverja. Auk þess eru átta aldir frá stofn- hn Portúgals, sem sérstaks ríkis. Ló ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það var stofnað, en það var eitthvað í kringum 1140. Þegar litið er á landabréfið af Pyreneaskaiganum, getur komið UPP í huga þeirra, sem ekki þekkja málið frá fyrstu hendi, hvort Portúgal, sem gamalt sjálf- stætt ríki, sé ekki tímatalsvilla. tbúar Spánar eru svo frábrugðn- lr hver öðrum innbyrðis (gætu beir ófróðu haldið áfram), að l’jóðerni og mállýzkum, mentun °g gömlum siðum, með mismun- andi lundarfari i hverjum ein- stökuin héruðum, að Portúgal °g Portúigalsmenn geta ekki krafist stjórnarfarslegs sjálf- stæðis frekar en Gallar, Anda- l^sía eða Aragonía, svo ekki sé ,ninst á Baska og Kataloníu. Lannig hljóma til dæmis rök- raeður, settar fram af kommún- lstum, sem vilja verja að stofn- Setja íberiskt samband Svojet- Jnfnaðarmannalýðveldis. Lurt séð frá öðrum staðreynd- Uln og án þess að vera á móti ^éraðaskiftingu á Spáni, þá ^leppir þessi skoðun aðalatrið- lnu, sem er auðsætt öllum, sem k°ma til Portúgal með opin augun, að Portúgalar, hverjir SVn sem forfeður þeirra hafa Verið oig innbyrðis frændsemi, ^afa um átta alda skeið átt sam- Clginlega sögu, mentun og siði, Sem veitir þeim rétt til þess að Vera sérstæð þjóð í orðsins fylsta skilningi. ^fvaðan koma þá Portúgalai ^eðum þeirra eins og anna 1 Vrópuþjóða er blóðið mji andað. Þeir eru komnir eltiberium, sem við, vegna va unnáttu okkar, verðum að kal lunfædda. Það er lítið vitað u þá, þótt ætla megi að í æðum Portúgala sé blóð þeirra fljót- andi enn þann dag í dag. Við verðum að eigna þeim steinhæð- irnar, fundnar víðsvegar um landið, hin grófhöggnu stein- líkneski, sem helzt líta út fyrir að vera af svínum. Af þeim er “Svinið frá Murca, í Murca de Panias” bezt gert. í gömlum þjóðsögum þeirra er þó hægt að rekja lifnaðarhætti og trú þeirra aftur í svarta myrkur frum- þjóðanna. Keltiberiar tilheyra fornöld- inni og það er efamál hvort fornfræðingar geta nokkurn tíma lyft blæju þeirri er tíminn hefir breitt yfir sögu þeirra. Saman við þennan stofn hefir blandast blóð og menning sigur- sælla innrásaþjóða: Fönikí- manna, Grikkja Kartþagóborg- armanna, Rómverja, Mára, Gota og Búrgandara. Á hvað stórt svæði þeir settust að er óvíst. Leifar Fönikíumanna má finna á útgerðarsvæðunum, stráð hér og þar meðfram ströndum At- lantshafs.. Meira að segja nöfn- in eru borin fram á fönikisku. Rómverjar gáfu Portúgal hof Diönu, sem er í Evore (sama nafn og York), og borgirnar Troia og Cartio Marim, sem nú eru í rústum, svo nefndar séu tvær. Hversu víðtækt var eignarnám Rómverja í Lusitania? Ef meint er með eignarnámi að taka sér bólfestu, er erfitt að ákveða um þaðí Meira að segja Márarnir, sem höfðu svo föst tök á Spáni að áhrifa gætir í menningu þeirra enn, hafa skilið litlar leifar eftir í Portúgal, en Portú- gal gat rekið þá af höndum sér tveim öldum fyr en Spánverjar. f norðurhlutanum, þar sem þeir réðu í þrjár aldir, er ekkert, sem minnir á þá nema nokkur stað- arnöfn, en aftur á móti í suður- hlutanum, þar sem þeir voru í fimm aldir gætir áhrifa þeirra í smelck fyrir að nota kalk og út- flúr í byggingum og er þó miklu minna en ælla mætti. Þegar á miðri 12. öld hefir Portúgal risið upp úr niðurlægingartímabili miðaldanna, sérstætt eins og það er í dag. Ef hægt er að segja að einn maður hafi skapað ríki, þá er það fyrsti konungur Portúgals, Alfonso Henriques. í lok elleftu aldar var Portucalia aðeins ný- lega sloppin undan stjórn Mára, ekki stærra en hérað er náði á milli ánna Minho og Mondengo. Hafði Henrik greifi af Burgund það að léni frá tengdaföður sín- um Alfonso konungi VI. af León, en hann var giftur dóttur hans, Teresu. Nafn þess, eins og nafn borgarinnar Oporto, var tekið eftir Portuscale; hinu patneska heiti Vila Nova de Gaia, á syðri bakka Douro. Henrik og Teresa bygðu borg þá sem nú er Guimaraes og hjuggu í kastala frá tíundu öld. Er enn hægt að sjá rústir hans enda eru þær undir góðri varð- veislu. Alfonso fæddist þar 1109, fimm árum áður en faðir hans dó 1114. Alfonso barðist fyrir að losna undan konungsvaldinu í León og tókst það að lokum eftir 12 ár, með friðarsamning- unum við Zamora (1143). Síðan þá eru landamæri Portúgals á- kveðin og hafa ekki breyst nema í suðri við landvinninga frá Márum. Þegar á árinu 1139 hafði AI- fonso unnið stórsigur á heiðingj- um við Alemtejo. Átta árum síðar var lagður grundvöllurinn að samvinnu Portúgala og Breta, sem með öldum hefir breyst í ástúðlegt samband milli þessara ríkja. f marz 1147 réðist Al- fonso á virkin hjá Santarem á norðurbakka Tagus og sneri i vesturátt að Lissabon. Sama sumar lentu i Portúgal krossfar- ar frá Englandi og Niðurlöndum á leið til Palestínu. Alfonso sýndi þeim fram á að ekki þyrfti að leita langt til þess að berjast við heiðingja og í október gerði hann með þeirra hjálp áhlaup á St. Georg-virkin, sem voru efst á aðalhæðinni, þar sem Lishon var síðan bygð. Þrátt fyrir það að Márar héldu sínum stöðvum fyrir sunnan Tagus og næðu seinna nokkru landsvæði á sitt vald, féllu hvorki Santarein eða Lisbon þeim í hendur aftur. Alfonso andaðist 1185 og var grafinn í St. Velha, gömlu kirkjunni á Coimbra, en þá borg hafði hann gert að höfuðborg sinni 1139. Hann hafði stækkað ríkið frá Mondego til Tagus og gert það að sjálfstæðu konungsríki. Löng röð af kastalavirkjum og víggirt- um borgum, sem enn þann dag í dag sjást rústir af, bygð eða endurbætt af Alfonso, vörðu austurlandamærin fvrir Spán- verjum frá Braganca og suður úr. En aðrar kastalaraðir í miðju landinu og vesturhluta þess sýna framsóknina á móti Márum. Eftir dauða Alfonso hélt sonur hans Sancho I. áfram baráttunni gegn Márum og var líka eftir- maður hans á konungsstólnum. Á tæpri öld, varð Alemtejo, landið handan Tagus, unnið aft- ur notnesk kirkja sett meðal márisku bygginganna í borginni Evora, og síðustu Márarnir tjekn- ir úr Algare 1249. Ef Alfonso Henriques stofn- setti konungsríkið, var það Diniz konungur (1279—1325) sem sameinaði það. Hann réði ríkj- um í næstum hálfa öld og lagði undirstöðuna að framtíðar stækkun þess fyrir handan höfin. Það verður að teljast tákn- rænt að Diniz var skírður í Sq Velha í Coimbra, þar sem Al- fonso var lagður til hinztu hvíld- ar. Kastalaborgir þær, sem Al- fonso lét byggja, endurbætti Diniz og gerði styrkari, einkum Leiria og Obidos. Sú siðast- nefnda er enn þann dag í dag sú fullkomnasta og minst þekta víggirta borg í Evrópu. Diniz var fyrsti konungur sem réði yfir fullri stærð Portúgals, frá Minho til Guadiana. Vanda- mál þau sem hann þurfti að fást við mætti nefna vaxtarverk þjóðarinnar; græðgi kirkjunnar á fé og valdi og aðalsmenn, sem voru að verða varir hvers þeir máttu. Það er ekki að furða að fyrst og fremst þarfnaðist hann öryggis. öryggi þeirra tima var ekki tilgangur hans, heldur skýl- ið er það veitti, þar sem hann gat unnið að áætlun sinni að gera rikið voldugt. Fiz quanto quiz (hann framkvæmdi vilja sinn) var sá dómur er samtíðar- menn hans lögðu á hann. A hallarturni kastalans i Sabugal, sem hann bygði 1296, er þetta skráð (lausl. þýtt) í ferhyrndan stein: “Diniz konungur bygði turn þennan; hann, sem fram- kvæmdi allan vilja sinn. Þvi hann sem á fé mun fullgera óskir sínar.” Hver sá, sem orkti þessar lín- ur hefir skilið að sem gætinn búmaður þjónaði Diniz konung- ur bezt landi sínu. Efling hans á jarðyrkju og stfonun húnaðar- skóla aflaði honum titilinn “rei lavrador” eða bænakonungur. Hann hlúði að listum og vísind- um með því að stofnsetja há- skóla í Coimbra. Það er næst- elzti háskólinn í Evrópu, þar sem aðeins fyrir fáum árum Oliveira Salazar var prófessor í hagfræði. Með verzlunarsamningum við England var utanríkisverzlunin aukin og 1317 var komið á stofn flota ineð Genoese aðmírál sem yfirmann. Tvö önnur afrek gerðu Diniz undanfara landa- fundanna miklu seinni ára. Fyrst ag fremst var það ineð gróður- setningi greni, sem ekki aðeins hefti sandfok heldur lét land- fundamönnum í té nægilegt timbur til skipa þeirra einni öld síðar. Annað var endurreisn Musterisriddarareglunnar, sem hafði verið afnumin árið 1314 undir nafninu Kristsriddarar, til þess að verja trúna, hrekja Már- ana burt og aðstoða við stækkun konngsríkisins. Eftir dauða Diniz leið rúm- lega hálf öld áður en sjálfstæðið varð í hættu. De Hespanka nem bom vento nem bom casamento (frá Spáni er aldrei að vænta góðra vinda né giftinga) hljóð- ar einn portúgalskur málsháttur. Á hann við austanvindana frá Kastilíuhásléttunni, á sumrin skrælþurrir og ískaldir á vet- urna og það tjón sem Portúgal hefir hlotið vegna giftinga portú- gölsku konungsættanna. Þannig var það einnig nú. Ferdinand konungur I. (1367—1383) dó án þess að eiga son til þess að taka við ríkjum, en hafði áður gift dóttur sína Brites, Juan kon- ungi I. í Kastilu. Elsti sonur þeirra átti, samkvæmt hjónasátt- mála, að erfa hásætið þegar hann varð 14 ára. Lianor ekkjudrotn- ing, sem var afkomandi annars konunglegs spánsks hjónabands, oig hötuð af alþýðu, tók stjórnina í sínar hendur. Varð þá upp- reisn og nokkrir aðalsmenn buðu hásætið í Coimbra Joao Stór- meistara Avizreglunnar, skilgetn- um syni Pedro grimma, sem áð- ur hafði verið konungur. Kastilíu konungur hafði þegar gert innrás í Portúgal til að- stoðar við Lianor, en á þessari hættustund kom fram á sjónar- sviðið Mino Alvarez Pereira, sem hinn nýi konungur gerði að kast- alaverði i Coimbra og sem er þektur í sögunni sem hinn heil- agi kastalavörður. Hann var hiklaus og skrumlaus riddari föðurlands síns. Þrátt fyrir mikinn liðsmun, sjö á móti einum, börðust Portú- galar við Spánverja hjá Algu- barrota undir stjórn hans 14. ágúst 1385. Algubarrota er ekki langt frá Cistercian klaustrinu, sem Alfonso Henriques stofnsetti í Alcobaca. Einn fylkingararm- urinn var studdur af 500 ensk- um bogamönnum, fengnum frá John of Gaunt, sem var viðrið- inn ástandið á Pyreneaskapan- um vegna kröfu sinnar á há- sæti Kastilíu. Endalokin voru tvísýn, en að lokum sigraði vaskleiki Portú- gala og Spánverjar voru reknir á flótta. Munnmælasögur herma, að Bries, kona bakarans, hafi drepið sjö Kastalíumenn með skóflu, sem hrært var deig með. Stóreflis koparketill, sem tekinn var af Spánverjum, er enn til sýnis í klaustrinu í Alco- baca. Hinn eiginlegi minnisvarði sigursins er þó klaustur Santa Maria de la Victoria í Batalha, bygt þar sem fyrstu vopnavið- skiftin áttu sér stað. f október vann Mino Alvares annan stórsigur á Spánverjum við Valverde á Spáni, og 1386 jók John of Gaunt liðstyrk sinn upp í fimni þúsund menn. 9. maí sama ár gerðu Portúgal og England Windsor-samninginn, sem er talinn undirstaða ágætrar samvinnu milli þessara ríkja. 1387 var Spánn feginn að semja um vopnahlé. Joao konungur giftist Philippu of Lancaster, dóttur John of Gaunt. Hún var kölluð á portúgölsku Lencastra. Enn þann dag í dag er það nafn tíl og að minsta kosti tveir af- komendur hennar heita Philippa. Þetta hjónaband varð gæfu- ríkara en þau spönsku, sem málshátturinn minnist á. Joao og Philippa eignuðust fimm syni. Einn þeirra var Hinrik prins sæfari. Hann kom með hug- myndina um stækkun Portúgals handan við höfin á landafunda- árunum. Náði hún hámarki sinu á ríkisstjórnarárum Manuels I. (1495—1521). Það er aðeins hægt að minnast lauslega á þenn- an mikilvæga kafla í þjóðlífi Portúgala hér. Dom Manuel hinn hepni var sá síðasti af konungsættinni Aviz, sem mikið kvað að og að sumu leyti er hægt að kena stjórnaraðferð hans um hnign- unina, sem á eftir kom. Þrátt fyrir að hvað hafið snertir, hafi hann náð markmiði Diniz kon- ungs, stuðlaði hann aftur á móti ekkert að jarðrækt og verzlun heima fyrir, sem hnignaði brátt. Auk þess misti Portúigal sína beztu nvenn í þjónustu nýlend- anna, sem þeir gátu illa verið án. Dom Manuel lét sig dreyma um Spán og Portúgal sem eitt riki undir stjórn Aviz-konungs- ættarinnar, en enn einu sinni gerði giftingin í spönsku kon- ungsættina Portúigölum illan grikk. Fimtíu og fimm árum eftir dauða hans voru þessi ríki sameinuð á kostnað Portúgals undir Habsborgurunum. 1578 var sonur Manuels drep; inn í Marokko. Aðeins tveim árum siðar dó einasti bróðir hans, Henrik kardínáli. Var þá enginn rétthorinn erfingi til þess að taka við hásætinu, en fimm keppinautar gerðu tilkall. Þeir urðu brátt aðeins tveir, Filipus II. Spánarkonungur og Antonio príör af Crato, báðir barnabörn Dom Manuels, hinn fyrri í gegn- um kvenlegg við spánska gift- ingu. Filipus tókst næstum undir eins að setjast í hásætið, þótt príorinn héldi við kröfu sína í fjórtán ár. Einu sinni var hann studdur af Sir Francis Drake og Sir John Norreys, en sá ósigur er alkunnur. Einasta sameiginlega með þessum löndum var aðeins konungurinn og uppreisnin í Lisbon 1634 og Evora 1637 sýna hve óvinsæl þessi stjórn var. Stryjöld við Frakka og uppreisn í Kataloníu 1640 lét Filipus, sem nú var orðinn Filipus keisari IV., hafa nóg að starfa. Portúgal notaði tækifærið. Undir stjórn afkomanda yngsta sonar Dom Manuels, hertogans af Braganca, losuðu þeir sig undan yfirráðum Spánverja og endurheimtu sjálf- stæði sitt. Hertoginn af Brag- anca var krýndur 13. des. 1640 sem Joao IV. Þrátt fyrir að sjálfstæði Portúgals hafi oftar en einu sinni verið í hættu, var þó Braganca konungsættin við stjórn þar til konungdómurinn var afnuminn 1911. Látum okkur nú, þegar búið er að koma við helztu atburði sögunnar i sambandi við þetta tvöfalda afmæli, snúa okkur frá fortíðinni að Portúgal, eins og það er nú. Þó sex miljónir íbúa þess hafi komið út úr sömu deiglunni er ekki þar með sagt að þeir séu sálarlaus heild. Hvert hérað hefir sitt sérstaka einkenni, víð- Þér Getið Keypt « nýja og fagra kola og viðar eldavél, eins ódýra og þær með gamla snið- inu. Hin Nýja JEWEL eldavél á engan sinn líka í Canada og hefir til að kosti: Fullkomlega emileruð að framan. Ofnhjörur og fjaðurteinar inni- lukt og ósýnileg. Hitaskúffa á boltavöltum. STEP-IN BASE. Vér Höfum Stærðir Við Allra Hæfi Hin nýja JEWEE ELDAVÉL er ábyrgst frá verksmiðjunni, og selst við lægsta, hugsanlégu verði. Skrifið oss á íslenzku, ef þér viljið, og munum vér segja yður hvar eldavélin er til sýnis og með hvaða skilmálum hún fæst. CLARE BROS. & CO. Dept. H WINNIPEG MANITOBA áttumiklu slétturnar í Alemtejan, garðarnir með möndlublómunum íAlgano, fegurð Minho; gróður- leysi hásléttunnar Tras or Mont- es, sem er nokkurskonar fram- hald af Kastilíu-hásléttunni, hæð- irnar með vinviðinum og oliven- trjánum í Estramadura og feg- urð Beira-fjallanna með Serra da Estreala, sem skiftir þeim í tvent. Þrátt fyrir ólika staðhætti er eitthvað sameiginlget við alla Portúgala, sem aðskilur þá frá Spánverjum, og aðeins þeir sem elska bæði löndin kunna að meta. Erjurnar milli þessara tveggja þjóða eru ekki aðeins í gegnum söguna, heldur að þvi er virðist óhjákvæmilegir árekstrar um hagsmuni milli tveggja ná- grannaríkja. Jómfrú okkar í Almurtao, jómfrú okkar á landamærum, snúðu bakinu við Kastilíu, svo þú verðir ekki kastiliönsk. syngja bændurnir frá Beira, Baixa hjá kraftaverkaskríni jóm- frú Mariu nálægt landamærun- um. Á þennan hátt snúa Portúgal- ar baki að Kastilíu, þar sem vet- urinn er i 9 mánuði og helvíti í þrjá og snúa sér að þíðum vind- um Atlantshafsins. Portúgal er fyrst og fremst mentað og býr yfir manngæsku. Það er kannske hægt að þakka það að það hefir aldrei verið undir lénsstjórn og þess vegna aldrei litið á íbúa þess eins og sálarlausa þræla. Sérstakar stofnskrár voru útgefnar handa hverju nýju bæjarfélagi, sem trygði frjálsræði þess. Það er þetta mannúðlega við- horf við lífinu, sem altaf er með- vitandi um upphefð og við- kvæmni mannkynsins, sem myndar hin andlegu bönd milli Breta og Portúgala. Þau ná dýpra en hentugleikar stjórn- málalegra viðskifta. —Lesbók. “BCJA TIL MITT GAMLA NIAGARA!” Látið prerast í eikarkút- um til þess að veita þvf það ljúfa bragð, sem aldri er samfara. Styrkara Hollara Inniheldur um það bil 28% spfritus. Pað er tœrt — búið til úr ekta Niagara vín- þrúgum, er gera d^ykk- inn Ijúfari og hollari. $0.25 JT GALLÓNAN PORT oé SHERRY CANADIAN WINERIES IIMITED Heod Office: TORONTO ERANCHES: NIAGARA FALLS ST. CATHARINES LACHINE, QUE This ndvertisement is not inserted bv the Government Ijiquor Control Com- mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. 11 LX 1 L Ln bera eftirfarandi

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.