Lögberg - 03.10.1940, Page 8

Lögberg - 03.10.1940, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1940 Hinn nýi undrunar drykkur í Winnipeg Sun Crest 5c Úr borg og bygð MA TREIÐSLUBÓK Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð: $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Þorsteinn Þ. Þorsteinsson er fluttur að 636 Ingersoll Street, Winnipeg. — Sími 39 630. ♦ ♦ ♦ Mr. Elias Elíasson, Mr. H. S. Erlendson og Mrs. Elías Sigurðs- son frá Árborg, voru í borginni á föstudaginn í fyrri viku. ♦ ♦ ♦ Kvenfélag Fyrsta lút. safnað- ar heldur “Thanksgiving Con- cert” á mánudaginn 14. október. Veitingar í samkomusalnum. Skemtiskrá verður auglvst í næsta blaði. ♦ ♦ ♦ Deild No. 1 í kvenfél. Fvrsta lút. safnaðar, heldur matsölu á Töstudaginn þann 4. október í búðinni númer 691 Sargent Ave., rétt við Victor St., frá kl. 2.30 e. h. til 6 e. h. Fjölmennið! ♦ ♦ ♦ Miss Beatrice Hannesson frá Langruth, lagði af stað austur til Ottaw á föstudaginn þar sem hún hefir fengið stöðu í þjón- ustu sambandsstjórnar. Miss Hannesson er dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. Hannesson í Langruth. ♦ ♦ ♦ Föstudaginn 27. sept., voru þau Stanley Lloyd V. Paulson og Glendore Marian Johnson bæði til heimilis í Winnipeg, gefin saman i hjónaband, af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St., Heimili þeirra verð- ur í Winnipeg. Ljúfengasta Rúgbrauðið Hið óviðjafnanlega Gimli rúg- brauð, sem allir dá og vilja fá, er nú til sölu hjá S. JAKOBSON, 680 Sargent Ave. West End Food Market Phone 30 494 Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Skuluð Þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Mana*er Light Delivery Truck PHONE 34 555 - 34 557 SAROENT and AGNES Dr. A. B. Ingimundson verður staddur í Riverton þann 8. okt. ♦ ♦ ♦ Séra S. S. Christopherson frá Churchbridge kom norðan frá Winnipegosis á föstudaginn var, og hélt heimleiðis daginn eftir. ♦ ♦ ♦ Mr. M. M. Jónasson póstmeist- ari í Árborg var staddur í borg- inni á fimtudaginn var, ásamt frú sinni. -f ♦ ♦ Hið árlega Silver Tea undir umsjón Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E., verður haldið í T. Eaton Assembly Hall, á laugar- daginn 12. október, frá kl. 3 til 5.30 e. h. ♦ ♦ -♦ Miss Sylvia Bíldfell hjúkrun- arkona við Ford Hospital í De- troit, Mich., er nýkomin til borg- arinnar og mun dvelja hér um slóðir í hálfsmánaðartíma. ♦ ♦ ♦ Fólk, sem flytur búferlum um mánaðamótin, þarf að tilkynna sitt nýja heimilisfang vegna s k r á s etningarreglugerðarinnar, og allir verða jafnan að bera á sér skrásetningarmiðann; varð- ar það sektum, ef út af er brugð- ið. ♦ ♦ ♦ Leiðrétting: Sú villa hefir orðið í grein minni í Lögbergi 19. síðasta mánaðar, á fjórðu bl., sem eg skrifaði um fjörutíu ára gift- ingarafmæli Mr. og Mrs. Lárusar Sigurðar Freeman og Ásgerðar konu hans, að hún er skrifuð þar Guðmundsdóttir, en á að vera Ásgerður Sturladóttir. Bið um velvirðingu á því. John Arnórsson. ♦ ♦ ♦ YOUNG ICELANDERS NEWS A general meeting of the Young Icelanders will be held in the Recital Hall of the Music and Arts Building, corner Broad- way and Hargrave, on Sunday, October 6th, commencing at 8.30 p.m. sharp. Following the business meet- ing, at which a programme for the winter season will be dis- cussed, moving pictures will be shown. All members are urged to at- tend and bring some new inem- bers. Come prepared to give some helpful suggestions for future activities. Enthusiasm and interest by present members should encourage new members. A record attendance is hoped for. ♦ ♦ ♦ As has been previously an- nounced, the Young Icelandérs were asked to sponsor the I.O.D.E. Musical Scholarship this year, and this they under- took to do. Ald. Paul Bardal, when he brought this matter up, volunteered to raise a large share of the necessary funds. The members of the executive of the IceJandic National League made generous personal contributions, while the Young Icelanders con- tributed the balance. This money has now been turned over to the I.O.D.E. Ekkert athugavert við gerðir lögreglunnar Sú hin konunglega rannsókn- arnefnd, undir forustu Donovans dómara, er skipuð var fyrir til- mæli bæjarstjórnarinnar í Win- nipeg til þess að íhuga kærur á hendur lögregluliðinu, er born- ar voru fram af Petley bæjar- ráðsmanni, hefir nú lokið störf- um, og lagt fram-álit sitt; komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að ákærur Mr. Petleys á hendur lögreglustjóra um hlutdrægni gagnvart stöðuhækkun lögreglu- þjóna, væri á engum rökum bygðar, og að yfirhöfuð væri stjórn og starfræksla lögregluliðs borgarinnar í góðu lagi. Frónsfundur Mánudaginn 7. okt. Fyrsti skemtifundur “Fróns” verður í Goodtemplarahúsinu mánudaginn 7. október, kl. 8.15 e. h. Aðalræðuna flytur A. P. Jóhannsson og mun hann segja fréttir frá Islandi og minnast á þjóðræknismál. Stefán Hanson flytur stutta ræðu á ensku og Hjálmar Gíslason les kafla úr nýrri sögu eftir H. K. Laxness. Einsöngva syngur Alex Johnson forseti Karlakórs fsl. í Winni- peg. R. Beck, er s.l. vor vann Teachers’ Association Trophy og silfurmedalíu frá Toronto Con- servatory, leikur píanó einleik. Allir eru velkomnir að njóta þessar'ar samkomu og verður ekki seldur aðgangur né sam- skot tekin. —Nefndin. Messuboð The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Ag-ents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and JeweUera 699 SARGENT AVE., WPG. -------TOMBÓLA OG DANS-------------------------- Hin árlega hlutavelta “Skuldar” verður haldin i G. T. húsinu næsta þriðjudag 8. OKTÓBER til arðs fyrir Líknarsjóðinn Drættirnir verða ekki síður vandaðir en á undanförnum árum, því margir hafa veitt forstöðunefndinni óviðjafn- anlega velvild og stórgjafir. T. d.: Jón ólafsson, eldi- við; ónefndur, 100-pd. hveitisekk; ónefndur, eitt “cord” af eldivið; R. .1. Mercer, vörur fyrir $3.00; Guðjón Hall- son, drykkjarkassa; Purity Mills, 14 og 7 pd. hveitisekki; 2 eplakassar og margt fleira þessu líkt. Gibsons Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur og einn dráttur 25c Byrjnr kl. 7.30 FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands Heimili: 776 Victor Street. Sími 29 017. Sunnudaginn 6. október: Ensk messa að morgninum kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15 e. h.; íslenzk messa að kvöldinu kl. 7. ♦ ♦ ♦ LÚTERSKA KIRKJAN f SELKIRK Sunnud. 6. okt., kl. 7 síðd.: Ensk messa; umtalsefni: The Young Christian Facing the World. ♦ ♦ ♦ Næsta sunnudag, 6. okt., flyt- ur séra Rúnólfur Marteinsson, ef G. 1., guðsþjónustur í Piney, Man.: íslenka kl. 2 e. h.; og enska kl. 8 að kvöldinu. Allir velkomnir. ♦ ♦ -*■ Sunnudaginn 6. okt. messar séra H. Sigmar í Péturskirkju við Svold, N.D., kl. 11 f. h., sama dag i Vídalínskirkju kl. 8 að kveldinu, báðar messurnar á is- lenzku. ♦ ♦ + GIMLI PRESTAKALL 6. okt.—Mikley, messa kl. 2 eftir hádegi. 13. okt.—Betel, morgunmessa; Víðines, messa kl. 2 e. h.; Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. Sunnudagsskóli Gimli safnað- ar kl. 1.30 e. h. hvern sunnudag B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Þakklætisguðsþjónustur: — f Vallaskóla þ. 6. október, kl. 11 fyrir hádegi og ensk guðsþjón- usta í Hólaskóla sama dag, kl. 3 eftir hádegi. f Konkordia kirkju þ. 13. með altarisgöngu og sunnudagaskóla. f Lögbergs- kirkju þ. 14. kl. 2 e. h. ♦ ♦ ♦ LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ f VATNABYGÐUM Séra Carl J. Olson, B.A., B.D. prestur Guðsþjónustur 6. október: Foam Lake kl. 3 síðd., ferming Leslie kl. 7.30 síðdegis. Stálminni Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Sá, sem les eða heyrir æfi- sögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, eða Virka daga Sæ- mundar Sæmundssonar, sem Guðmundur Hagalín hefir gert úr garði með mikilli vandvirkni, hlýtur að undrast stálminni þessara alþýðumanna. Sigurð- ur man — en hann var ferða- langur alla æfi og hún var löng — hvern atburð sjötíu sinnum 365 daga; hvar hann gisti og hvaða góðgerðir hann fékk þar og þar og þá og þá. Sæmundur man alt, sem á daga hans dreif i 70 ár. svo að hvergi rekur hann í vörðurnar, svo að séð verði. Þó hefir hvorugur maðurinn við að styðj- ast dagbækur. Minni Sæmundar vekur jafn- mikla undrun og aðdáun, sem dugnaður hans og forsjá. Hvorugur þessara manna hafði æft minni sitt á skólabekk, né heldur virðast þeir hafa verið bókhneigðir. Þessir merkilegu menn, þeir og þeirra stallbræður, útigengnir, vekja upp þessa spurningu: Hvernig er háttað minni þess fólks, sem matað er á kenslu- gæðum nú á' dögum? Man það svo sem nokkuð af því, sem ber á góma eða fram við það kemur? Hve margir af hundraði muna t. d. hvaða ritgerðir voru í blöð- unum n.l. viku? Hve margar sálir geta sagt, hvaða erindi út- varpið bergmálaði í gær eða fyrrakvöld, svo að eigi sé lengra farið. Þegar það kemur svo upp úr kafinu, að flest er steingleymt öllum þorra manna, sem berg- málaði í hlustunum í gær — er þá annars von en þessi spurning vakni: Svarar það kostnaði, að þessari miklu fæðu sé allri eytt? Betra mundi vera að lesa færra og heyra minna af fræðsluefn- um en nú er ástundað að eyða, og muna betur það, sem lesið er. Til þess eu tvær hlustir gefnar mönnum, að báðar hjálpist að því, að geyma sín í milli það, sem þeim berst. En þegar það fer út um aðra, sem kemur inn um hina, starfa þær illu heilli. Stálminni þvílíkt sem það var, er Sigurður Ingjaldsson og Sæ- mundur skipstjóri hafa haft til brunns að bera, er til gagnsmuna eigi siður en gamans. Það er nokkurskonar hellubjarg, sem unt er að byggja á trausta smíði. Þessháttar minni hefir verið undjirrót siagnágerðar forfeðra vorra og kveðandi þeirra. Stálminni >er nokkurskonar andleg staðfesta, sem er í raun- inni gullvæg. Minnislausar sál- ir eru eins og ruslaskrínur, eða glötunarkistur, og því fleiri þess- háttar hirslur, sem til eru í einu landi, því vesalli þjóð og minni máttar þegar á herðir. Stálminni styður sjálfstæða hugsun og eflir manngildi einstaklingsins. Það er lærdómsríkt að bera saman hátterni og málfar þess fólks, sem stálminni Sæmundar og ritlist Hagalíns tefla fram á sjónarsviðið í þessari bók, og á hinn bóginn þá minnissljóvu grautarheila, vaðalsaska og kjaftaskjóður, sem sumar skáld- sögur vorar segja frá. Sæmund- ur skipstjóri og hans lið er full- trúi lífsins sjálfs. Hitt fólkið eru fjöiskyldur vankaðra heila og ímyndunar, sem metur baksvip- inn meira en framhliðina, ruglu- slampa (meira en spekimenjn. Stálminnugir menn eru staðfaslir í lund og breytni; svo hafa þeir komið mér fyrir sjónir. Það uppeldi, sem stuðlar að stálminni, er þess vert að gefinn sé gaumur að því og lögð stund á það, í einrúmi og á opinberu sviði. En uppeldi, sem skapar minn- islitla grautarheila, eða færir þá í aukana, er til þess fallið, að fjölga litilmennum, en fækka hinum, er sópar að og hafa manndóm til brunns að bera, í orði og verki. Með hverju móti mundi vera unt að gera minni manna traust- ara? Með þeim hætti, að draga skamtinn til sálarinnar. Minni flestra manna er líkt svampi, sem tekur við aðeins ákveðnum skamti vatns; auka- getan rennur úr honum. Þau ósköp, sem nú á dögum eru borin á borð fyrir unglinga (og alt fólk) í blöðum, bókum, á skemtistöðum og á mannamót- um, trufla minni manna, eða réttara sagt offylla það. Þá fer svo eða þvílíkt, sem gerist, þeg- ar vatnið er borið í bakkafullan læk*— aukagetan flóir yfir bakk- ana, þv.í að farvegurinn sjálfur er takmarkaður. Það skiftir mestu máli, að fara vel með það, sem áskotnast, eigi síður á lærdómssviðinu en á fjármálasviðinu. Fastheldni á fé og fræðsluatriði er meira verð en að afla mikils. Stálminni er í rauninni fast- heldni á verðmætum. Stálminn- ugur maður á í höfði sínu sjóð, sem ávaxtast svo að ségja sjálf- krafa.—G. F. —Lesbók Mbl. Hitt og þetta Tommi er að flýta sér að ljúka við að skrifa bréf. Hann snýr sér að vini sínum og segir: “Lokaðu umslaginu á meðan eg lýk við bréfið.” Presturinn (við lítínn dreng:: Þetta er nýtt andlit, sé eg. Drengurinn: Nei, nei, það er aðeins þvegið. • Villi: Þegar eg er orðinn stór ætla eg að láta alla verða hrædda við mig. Faðirinn: Hvað ætlar þú að verða — annar Napoleon — eða Julius Cæsar? Villi: Nei, tannlæknir. • Eg ætla að gefa þér tíu shill- inga fyrir að bjarga mér úr ánni, en eg sé að eg hefi ekki minna en pund á mér. Það er alt í lagi — þér skuluð bara detta í einu sinni enn. • Rakarinn: Af hverju eg segi yður draugasögur? Það er af því að þá rísa hárin á höfðinu á yður og þá er auðveldara að klippa. • Lítill Aberdeen-drengur var staddur á strætishorni, þegar hópur af drengjum gekk fram hjá . Litli Skotinn spurði hvað þeir væru og honum var sagt að það væru munaðarleysingjar sem verið væri að fara með í hina árlegu skemtiferð þeirra. Strák- urinn hljóp eins og skot heim og skaut báða foreldra sína. • Skipstjóri nokkur á farþega- skipi varð fyrir því að vera á- varpaður af einum farþeganum á þennan hátt: “Ma-ma-ma-” “Farið og talið við stýrimann- inn. hann hefir meiri tíma af- lögu en eg.” Maðurinn fór til stýrimannsins og byrjaði: “Ma-ma-ma-ma!” “Mér þykir leitt, herra minn, en eg er upptekinn. Talið þér við læknirinn, hann hefir vana- lega ekkert að gera.” Undir kvöld náði stamandi farþeginn í læknirinn. — Um leið og hann byrjaði að stama tók læknirinn fram í fyrir hon- um og sagði: “Fólk sem stamar getur oft sungið án þess að stama. Kann- ske þér getið sungið fyrir mig það sem þér ætlið að segja.” Hinn maðurinn hóf strax upp raust sína: Hin gömlu kynni gleymast ei, minn góði vinur Jón, þarf skjótrar hjálpar , herra minn, ’ann hraut fyrir borð um nón. írskur gistihúsþjónn: Sím- skeyti til yðar. Ferðamaður (syfjaður): —- Stingdu því undir hurðina. Þjónn: Eg get það ekki, það er á bakka. • Liðþjálfinn: Af hverju ertu í ópressuðum buxum? Herinaðurinn : Eg hafði þær undir dýnunni, en eg sef vana- lega ósköp laust. Maður (í strætisvagni): Hef- ir nokurt ykkar tapað tíu tíu-' króna seðlum, bundnum saman með rauðum þræði? Allir: Eg hefi. Maðurinn: Eg íiefi einmitt fundið þráðinn. —Mbl. 27. ág. H. BJARNASON TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem a8 flutningum lýtur, smtum eCa Btórum verB. Hvergi sanngjarnara Heimili : 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909 VANDAÐRI ÞVOTTUR MINNA UMSTANG . . . CONNOR “THERMO” ÞVOTTAVÉL Þessi þvottavél hefir marga sérkosti; hin insúleraða Thermo þvottaskál heldur vatninu lengur heitu, og hinn sjálfvirki vindari á við um alla dúka og föt án tillits til þyktar þeirra. Sem sönnun fyrir gæðum Connor Thermo þvottavéla, þá fylgir þeim þriggja ára ábyrgð. Þessar þvottavélar eru með mörgum hrífandi mismunandi litum, og þér getið fengið nýjan Connor gegn *5.00 Afgangur í mánaðarborgunum RÍFLEGT VERÐ FYRIR GÖMLU VÉLINA f SKIFTUM CITY HYDRO Boyd Building Sími 84 8131

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.