Lögberg - 21.11.1940, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER, 1940
Sakleysið sigrar um síðir
Þýtt úr ensku
“Hvað mikið þurfum við að fá, pabbi?”
“Húsmunirnir standa í veði fyrir 430
sterlingspunda dómsúrskurði. Og húsið —
veðlánstíminn á því er útrunninn, og eg get
ekki náð nýjum'samningum um hann. Svo
er bráð nauðsyn á viðgerðum í því, og láns-
veitendur eru mjög varkárir nú á dögum.
bað þýðir eiginlega, að eigi að koma í veg
fyrir söluna, þá verðum við einhvern veginn
að fá alla upphæðina, eða um tólf þúsund
pund sterling.”
“Tólf þúsund pund!” stamaði Hilaryr
með andköfnm. “EJn eg get ómögulega beðið
Ronald um slíka upphæð. I>að — það væri
ekki samkva»mt samningnum. Þar er tekið
fram að ágóðinn af vissri fjárupphæð aðeins
yrði árstekjur mínar, en nokkuð þar fram
vfir — um það datt mér aklrei í hug að eg
þyrfti að biðja hann, ekki einn kopar. Eg
gæti' ekki fengið mig til að gera það, pabbi.”
Naísta dag vrar Hilary orðin nógu hress
, til þess að keyra inn í bæ til fundar við
bankann. Bankastjórinn var vingjarnlegur
og fús til að veita henni allar upplýsingar
er hún þurfti að fó. Við sig sagði hann að
minst hefði verið á giftingar-samninga og
hvers kvns sjóðsafurðir væri bundnar þar
við, ba;ri með sér að Hilary yrði á vissum
tíma færð til inntekta á einkareikningi
pundum — sem henni var auðvitað alls
ónóg til þess er hún ætlaði peningana.
7.—K a p í t u l i.
Mrs. Gondanza varð mjög forviða af að
sjá milli þrjátíu og fjörutíu bifreiðar standa
á akbrautinni utan við Marbourne Turna, og
enn þá meira undrandi á hinu margskonar
fólki, sem safnast hafði saman í ganginum
og Walters gamla í stofudyrunum eins og
þögulan þránd í götu.
“Hvað á alt þetta að þýða, Walters?”
“Eg verð því miður að segja yður, kæra
frú, að Marbourne Turnar eru í þann veginn
áð seljast á uppboði, vegna lokunar veðrétt-
arins á láninu,” svaraði Walters ofg bætti
svo við': “1 borðstofunni, frú, eftir svo sem
— eða nákvæmlega eina og hálfa mínútu.
Staðurinn býðst til sölu gegn ákveðnu lág-
marksverði fyrsta boðs, að upphæð tólf þús-
und sterlingspunda, heiðraða frú.”
“Þér þurfið ekki, Walters, að vera neitt
kvíðandi um þetta,” sagði Mrs. Gondanza
glaðlega.
“Það er staðfastlega vonast eftir því,
að íboðin . nái átján þúsund pundum, sem
gæfi Sir Arthur dálítinn afgang til að —
mæta — losa sig úr öðrum kröggum sínum,”
, sagði þjónninn.
“Þér þurfið ekki að vera angraður,
Walters,” endurtók Mrs. Gondanza og leit
til gamla þjónsins með sannfærandi augna-
ráði, sem hann skildi vel og treysti óhikað.
“Eg er yður vissulega mjög þakklátur,
kæra frú, og — en — mætti eg tilkynna Miss
Ililary þetta?”
Mrs. Gondanza svaraði brosandi: “Þér
megið segja Miss — Lafði Dayle — að eg
muni kaupa Marbourne Turna. Útvegið mér
nú stól í borðstofunni.”
Uppboðið hófst þar þvínær tafarlaust.
“Mér er heimilað að bjóða til sölu þessa
mjög svo verðmætu landareign gegn hinu
afarlága fyrsta íboði, er nemi tólf þús.
sterlingspunda,” sagði uppboðshaldarinn.
“Og eg vona að fyrsta íboðið verði töluvert
hærra—”
“í1imtán þúsund,” heyrðist kallað.
Alt það af söluverðinu, sem umfram
tólf þúsundin yrði eftir, mundi lenda hjá
Sir Arthur. Mrs. Gondanza hafði nú enga
lund til að láta uppboðið dragast á langinn.
Taldi því bezt að koma fótunum aftur undir
Sir Arthur með einu átaki.
“Þrjátíu þúsund pund,” sagði Mrs.
Gondanza.
Þung undrunarstuna leið upp frá brjóst-
um uppboðsgestanna, er borðsalinn fyltu.
Jafnvel neðri vör uppboðshaldarans seig
niður á hökuna. Björtustu vonir hans höfðu
ekki einu sinni náð tuttugu þús. punda íboði,
því hann vissi að eignin væri naumast svo
mikils virði. Með einu orði svo að segja,
var uppboðshaldinu stungið svefnþorn af
aldraðri konu, sem helzt svipaði til spanskr-
ar uppgjafadrotningar.
“Býður nokkur betur — vill nokkur
bæta við þrjátíu þúsund pundin?” másaði
hann, og fann sýnilega til þess að spurningin
v’æri hlægileg. “Seljist — seljist gegn öðru
íboði, ef—” hann átti beinlínis ekki vald á
einu orði öðru til hvatningar annars íboðs.
“Það er yðar, frú fyrír þrjátíu þúsund.
Þetta er afar mikil upphæð, og eg verð,
heiðraða frú, að krefjast niðurborgunar.”
“Hér er ekki um neina niðurborgun að
ræða,” svaraði Mrs. Gondanza hvatskeyt-
lega. Hún hafði allareiðu tekið upp ávísana-
læk sína. “Hvert er nafn félags vðar, ungi
maður!”
Hann sagði henni nafnið, og eftir fáein
augnablik rétti hún honum ávísan fyrir allri
upphæðinni.
Hann þakkaði henni með miklum virkt-
um en gerði sér þó jafnframt grein fyrir
því, að gildi ávísanar væri háð ráðvendni
þeirrar persónu, er nafn sitt ritaði undir
hana.
“Eg vona, frú — Mrs. Gondanza — að
þér misvirðið ekki við mig þó eg segi, að
alt til þessarar stundar var mér nafn yðar
ókunnugt og að eg —”
“Kallið Englandsbankann og spyrjið
hvort þeir muni viðurkenna þessa ávísun,”
sagði Mrs. Gondanza, og bætti við: “Eg
verð í skotfæra-herberginu hjá Sir Arthur.
Þér getið fært mér eignarbréfið þangað.”
♦ ♦ >
Mrs. Gondanza fann Sir Arthur sitjandi
í stóli sínum með andlitið hulið í höndum
sér. Hann stóð á fætur, þegar gestinum var
vísað inn til hans og hneigði sig með þungum
alvörusvip á andlitinu:
“ Heiðraða Mrs. Gondanza!” sagði hann.
“Eg verð með auðmýkt að birtast fyrir yður
sem örþrota og allslaus maður. Og eg verð
með blvgðun að játast fvrir yður um það, að
þessa síðustu daga, meðan nærvera yðar
hefir verið okkur til svo mikillar aðstoðar,
var af ásettu ráði reynt að dylja yður kring-
umstæðurnar. Hið sanna er — er nú opin-
bert. Eins og þér líklega vitið, er nú bók-
staflega verið að selja þakið yfir höfði
mér. ”
“Marbourne Turnar eru þegar seldir,
Sir Arthur,” sagði Mrs. Gondanza og settist
um leið á stólinn, sem hann bauð henni.
“Og eg keypti þá.”
“Nú, jæja! Það dregur þá úr biturleik
gremju minnar út af burtrekstrinum, að vita
Marbourne Turna lenda í hendur þeim kaup-
anda, er kann að meta eigrnina réttilega!”
“Að því er burtrekstur snertir, Sir
Arthur—”
“Það er aðeins eitt, er sagt verður um
burtrpkstur minn, Mrs. Gondanza. Sökin er
mín eigin. Eg hefi sóað lífsþreki mínu —•
kastað frá mér öllum möguleikum hinnar
hentugu stundar. Eins og eg vék að um
kvöldið — þá lenti lífsferill minn í sorg-
legu öfugstrevmi — fyrir um tuttugu og
tveimur árum.”
“Að því er burtrekstur snertir, Sir
Arthur,” endurtók Mrs. Gondanza, “þá ætl-
aði eg að segja við yður, að hans væri engin
þörf, ef þér ekki sjálfur kysið það. Ástæða
mín fyrir kaupunum var sú, að sjá fyrir
óðalseign handa — til handa þeim bamabörn-
um, er eg ef til vill kann að eigast. Ef þér
vildið vera kyr, eins og leiguliði minn, þá
skyldi ]>að gleðja mig. ”
Það gat enginn efi leikið á um hugar-
hræring hans út af tilboði hennar.
“1 sannleika talað, kæra Mrs. Gondanza,
])á á eg engin orð til að lýsa tilfinning minni.
Þetta hús geymir minningar þær er eg lifi
fyrir. Á hinn bóginn efast eg — mjog mikið
— um að eg hafi möguleika á að dvelja hér
sem leiguliði.”
“Það er vissulega eng’in nauðsyn á að
ræða um það nú sem stendur,” mælti Mrs.
Gondanza. “Umboðsmenn okkar geta ráð-
stafað því fyrir okkur.” Hún hefði sagt
meira, en þagnaði þegar herbergisdyrnra
voru opnaðar og Hilary kom þangað inn.
Andlit stúlkunnar var mjög fölleitt og var-
imar blóðlausar, en hún þvínær hljóp til
Mrs. Gondanza.
“Þetta er dásamlegt!” hrópaði Hilary
með ljúfri rödd, sem bar þess ljós merki að
henni lá við feginsgráti, og mælti ennfremur:
“Þegar eg’ vissi að Turnar yrði að seljast,
])á lét eg mig eins og dreyma um það, að
þér hefðið keypt þá. En eg átti aldrei von
um það, að sá draumur myndi rætast. Og nú
hefir hann komið fram! Ó-æ, og eg hafði
ímyndað mér, að þér myndið aldrei konut
aftur!”
Það var hinn hrífandi feginsklökkvi í
rödd dótturinnar, sem þvínær yfirbugaði
sjálfstraustið hjá Mrs. Gondanza. Hún
klappaði blíðlega á hönd stúlkunnar og sagði
fjörlega. “Eg var, rétt áður en þér komuð
inn, að mælast til þess við föður yðar, að
hann héldi áfram að vera hér, eins og minn
leiguliði og eg held að það sé þegar afgert
okkar á milli.”
Hilary leit með efablöndnu augnaráði til
föður síns. Henni datt einnig í hug að
gaman væri að vita hvort hann hefði efni
á að vera leiguliði. Bn eins og svar upp á
þessar efasemdir var hurðinni hrundið op-
inni af uppboðshaldaranum, er sagði glað-
lega:
“Sir Arthur, yður hafa þegar borist
hinar undraverðu fréttir — ó-ó!” Hann
kom auga á Mrs. Gondanza og Hilary. “Eg
bið afsökunar — vissi ekki, að eg væri að
trufla samræður yðar. Mrs. Gondanza — eg
kallaði í bankann, og þeir hafa staðfest á-
vísan yðar. Þrjátíu þúsund pund. Eg mætti
ef til vill hitta yður síðar, Sir Arthur?”
Uppboðshaldarinn hraðaði sér út úr
stofunni, og þvingandi kyrð féll yfir fólkið,
sem ]>ar sat eftir.
“Þrjátíu þúsund pund!” hrópaði Hilary
svo með óblandinn undrunarhreim í rödd-
inni. “Eg skil þetta ekki. Yeðskuldin var
ekki nema tólf þúsund pund, var ]>að ekki,
pabbi ? ’ ’
“Kæra dóttir!” sagði Sir Arthur stilli-
lega, “það er naumast í samræmi við hefðar-
innar reglur, að ræða um söluverðið í viður-
vist þess — það er — er keypt hefir.”
Á þessari stundu dáði Mrs. Gondanza
gamla manninn. Hann var trúr sinni eigin
meginreglu og erfðahefð. Framkoma hans
bar ekki liinn minsta ánægjuvott út af vitn-
eskjunni um að honum hefði hlotnast að gjöf
dálítill fjársjóður. — Það hefði ekki átt við
— í viðurvist kaupandans.
En Hilary var of gagntekin af fegins-
kend til þess að hugsa um nokkrar hefðar-
venjur.
“Þrjátíu ])úsund pund!” endurtók hún.
‘ ‘ Það ])ýðir, að þegar tólf þúsund pundin
eru dregin frá—”
“Gleymið ekki sölulaunum uppboðshald-
arans, 10 prósent,” tók Mrs. Gondanza fram
í. “Hann tekr þrjú þúsund pund í sinn hlut.
sem sölulaun. . . . Erí vilji stúlkan endilega
gera upp þessa reikninga, Sir Arthur,” bætti
hún brosandi við, “þá væri bezt að við litum
eftir því, að hún geri það nákvaunlega rétt.
Ef við sleppum aukakostnaðinum, sem verða
myndi smávægilegur, ætti faðir yðar, kæra
stúlka, að fá ávísun fyrir fimtán þúsundum
sterlingspunda.”
“Hvað er að þér, Hilary? Seztu niður,
kæra stúlkan mín!” Hann studdi hana að
stólnum, því að það hafði næstum því liðið
yfir hana. “Þú hefir látið tilfinningarnar
ná of miklu haldi á þér. Maður ætti að taka
með rólegum huga hverju því sem, eins og
þetta að höndum ber.”
“Þú færð fimtán þúsund pund, pabbi!”
stamaði hún með andköfum út úr sér. “Hefð-
um við vitað þetta, þá hefði eg'ekki þurft
að giftast Ronald.”
Mrs. Gondanza heyrðist draga snögglega
að sér andann, eins og sér til hugarstyrks.
í'lyrir þetta gæti hún aldrei afsakað Arthur
Marbourne. í'lramtaksleysi hans — og sívak-
andi sjálfsafsökun gagnvart því, sem hann
teldi hinn mikla sorgaratburð lífs síns —
hafði hrundið stúlkunni út í ástlaust og ógeð-
felt hjónaband. Og jafnvel þá hafði honum
svo klaufalega tekist með hinn fjármunalega
sáttmála, að hann náði alls ekki tilætluðu
takmarki.
Mrs. Gondanza varð að beita öllu vilja-
þreki sínu til þess að hrópa ekki hástöfum
þá ásökun sína, að hann hefði vanrækt og
svikið dóttur þeirra. En næstu orð hans
lægðu hugarstríð hennar með því að koma
henni á óvart. -
“Atburðir — það er — eða möguleikar
þeir, sem uppboðið hefir lagt mér í hönd,
gera mér fært að bera fram tillögu, sem mig
hefir nokkra síðustu dagana langað til að
segja yður frá. Eg vona fastlega, ka'ra Mrs.
Gondanza, að þér og Dr. Clemming gerið
mér þá ánægju, að halda hér til, meðan þér
hyggist að dvelja hér í nágrenninu.”
“Ó, gerið það! Verið svo góð!” hrópaði
Hilary.
“Eg þakka yður, Sir Arthur! Og yður
einnig, kæra! Mér þætti mjög vænt um að
mega vera hér.” Hún horfði ástþrungnum
augum til stúlkunnar um leið og hún bætti
við: ‘ ‘ Og eg get svarað fyrir Dr. Clemming
— eg veit að það muni gleðja hann.”
8. K a p í t u l i.
Hilary skildi ekkert í því, hvers vegna
Mrs. Gondanza hefði borgað svo hátt verð
fyrir staðinn. En það var ýmislegt, sem
ekki var hægt að segja við þessa konu, er
þrátt fyrir hluttekningarsemi sína og góðvild
var eins og umvafin einkennilegum tignar-
og fálætishjúp. Þessi gáta um kaupverðið
yrði því ávalt að vera getgáta ein. Hún
hefði varla getað haft í huga hagnað Sir
Arthurs, sem hún væri sama sem ekkert
kunnug.
“Það væri beinlínis heimskulegt sjálfs-
álit hjá mér, ef eg héldi mögulegt að hún
hefði gert slíkt af velvildarhug til mín!”
hugsaði Hilary með ávítunarkend við sjálfa
sig, og reyndi að hrinda frá sér hugsaninni
um þetta. En það var enginn hægðarleikur,
því hún fann augu eldri konunnar hvíla á
sér — og tillitið var hvorki hótfyndið eða
spurult, en lýsti heldur einhverju, sem var
hlýlegt og þrungið móðurlegri umönnun
hennar vegna.
Það var ákveðið að Hilary skyldi neyta
miðdegisverðar í gistihúsinu með Mrs.
Gondanza, og hjálpa henni við að láta niður
í kistur sínar.
Það heyrðist við og við ofurlítið tísta í
Hilary, sem virtist mjög sokkin niður í verk
sitt við kistuna.
“En þetta yndislega silki!” hrópaði
hún. “Það er ólíkt öllu slíku, sem eg hefi
áður handleikið.”
“Það er mexicanskt — heimaunnið úr
þráðum sitkiormanna. Eg vonaðist eftir að
geta myndað af því verksmiðju-iðnað, en
framleiðslan yrði of dýr. Svo eg lét aðeins
búa til mína eigin muni í ofurlítilli tilrauna-
stofu.”
Hilary varð m.jög hrifin af þessu. Það
gerði henni létt að geta sér til um það, að
eitthvað meira en háttprýðin ein stæði á bak
við drotningarsvipinn. Þetta var kona, sem
talaði eins og ákveðinn karlmaður væri, —
en þó væri hún, umfram alt annað, sannur
fyrirmvndar kvenmaður.
“Eg geri ráð fyrir, að faðir minn hafi
sagt yður alt um móður mína?” spurði Hil*
arv alt í einu. Hún var á hnjánum _framan
við opna kistuna, og leit feimnislega út undan
sér upp til Mrs. Gondanza.
“Já, elskan,” svaraði Mrs. Gondanza.
“Eg bjóst við því. Hann segir fólki
iðulega frá öllu um hana. Og auðvitað trúir
hann því sjálfur, að frásögn sín sé sönn,
sem er það og að víssu levti — en aðeins
frá hans eigin sjónarmiði.”
“En ekki að því er þér lítið áf” sagði
Mrs. Gondanza.
“Ó-nei, ” svaraði Hilary og hélt áfram
að raða í kistuna. Athygli, liennar hafði nú
öll dregist að því að ganga frá skóm Mrs.
Gondanza — og liún gleymdi því, að hún
hefði minst á móður sína.
‘ ‘ En ætluðuð þér ekki að segja mér eitt-
hvað — um móður yðar?” spurði Mrs. Gon-
danza blíðlega.
“Nei. Hugsanir mínar viðvíkjandi móð-
ur minni eru aðeins fyrir mig sjálfa.”
Hilary hafði sagt þetta eins og annars hug-
ar, en áttaði sig alt í einu á því að orð sín
hefði verið styttingsleg, og bætti því við:
“Eg bið afsökunar — eg átti ekki við það,
að eg vildi ekki segja yður neitt um þær.
Þér skiljið þetta — hún var móðir mín, og
eg veit að hún hefði ómögulega getað liegðað
sér fyrirlitlega. Og að því er morð snertir
— jæja, eg veit að slíkt væri andstætt eðli
hennar. Þetta hljómar fremur heimskulega
í yðar eyrum, er það ekki?”
“Alls ekkert heimskulega,” svaraði Mrs.
Gondanza alvarlega. “Mér finst eg muni
skilja tilfinningar yðar. En þér getið ekki
búist við að nokkur manneskja — nema eg
— tryði yður.”
“Trúið þér mér?”
“Eg trúi því, að móðir yðar liafi ekki
framið morð,” svaraði Mrs. Gondanza dauf-
lega. “Þó hún hafi að líkindum hagað sér
heimskulega — og ef til vill með ofurlítilli
harðneskju.”
“Hvaða manneskja sem væri gæti hegð-
að sér heimskulega, ef hún vissi naumast
livað hún væri að gera — og það er ávalt
hægt að kalla það harðneskjulegt. sem óþægi-
lega kemur við einhvem,” svaraði stúlkan
einbeittlega.
“Við skulum ])á segja. að fólk muni að
sjálfsögðu dæma móður yðar of liart og
ranglega. En þér eruð vissulega nú fyrir
löngu farin að venjast því og látið það ekki
á vðurfá?”
“Eg get alls ekki enn hlustað á það með
jafnaðargeði. Og eg ætla. ekki að þola það
lengur, án mótmæla, sé mér það mögulegt.
Ó, en eg veit, að mótmæli mín muni hvorki
gera mömmu nokkurt gagn, eða ógagn. En
þér vitið ekki hversu ógeðfelt mér er að
heyra fólk, sem þykist vita hvað segja megi,
vera að hvíslast á um það, að “aumingja
Hilary Marbourne hafi aldrei haft tækifæri
til að njóta sín — eftir að faðir hennar
skýrði fyrir því eða það á annan hátt hafði
spurnir af hinu sanna um móður hennar.”
Það heldur að eg hafi verið ólánssöm — sem
eg í raun og veru ekki var — og að móðir
mín liafi hlotið að vera óskapleg manneskja,
sem hún vissulega ekki var. Eg hefi ávalt
haft í huga að binda enda á þetta fjas eins
fljótt og mér væri unt, og nú get eg það, ef
til vill.”
“Hvernig er það mögulegt?” spurði
Mrs. Gondanza.
“Eg hefi nú ráð á ofurlitlu fé. Ekki
miklu að vísu. 1 bankanum eru 150 sterl.
pund, sem eg get dregið út á, Og svo þegar
pabbi þarf þess ekki, þá—”
Það lýsti sér enn einliver óþægileg
hugsun hjá Hilary um peninga þá, er Mrs.
Gondanza hefði — en hún hvatti stúlkuna
til að halda áfram og sagði:
“Og nú, þegar faðir yðar þarf þeirra
ekki?”