Lögberg - 14.08.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.08.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines •íáíA-*•%. Oö*- and Satisfaction 54. ARGANGUE LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. AGÚST, 1941 PHONE 86 311 Seven Lines A A í**5 D*i cr* Cot- For Better Dry Cleaning and Laundry NÚMER 33 E.s. Heklu sökt á leið til Ameríku í fyrradag og í gær barst sú fregn út um bæinn, eins og eldur í sinu, að vissa væri fyrir því, að eimskipið Hekla, sem var í förum til Vesturheims, hefði farið og væri aðeins vist, að sjö inenn af áhöfninni hefði komist af. Þeir, sem fylgdust með skipa- ferðum, voru fyrir nokkuru farn- ir að óttast um skipið, þar eð það lét úr höfn héðan 27. júní, og var þá förinni heitið til Hali- fax i Nova Scotia, en eftir það spurðist ekki til þess og var ó- eðlilega langur timi liðinn frá brottförinni. I fyrrakvöld og í gær fóru prestar bæjarins á fund aðstand- enda skipverja, til þess að til- kynna þeim, að skipið hefði farizt, sjö skipverjar hefði kom- ist af, svo að vitað væri, en ó- kunnugt væri uin nöfn þeirra. Eftir því, sem Haukur Thors hefir skýrt Vísi frá, barst flota- stjórn Breta hér skeyti um að kanadiskt herskip hefði bjarg- að sjö mönnum af skipinu Heklu, sem hefði verið skotið tundurskeyti, og yrði þeir settir á land í Canada. Eigendum skipsins var tilkynt þetta fyrir milligöngu brezku sendisveitarinnar. Eigendurnir æsktu þess þá, að brezka flota- stjórnin hér grenslaðist eftir nöfnum mannanna, sem bjarg- ast hefðu, en fengu það svar, að herskipið mætti ekki láta neitt til sín heyra og fengist því eng- ar frekari fregnir af þessu, fyrri en það kæmi til hafnar. * Hekla hafði tvo stóra og góða björgunarbáta og var annar meðjireyfli. Annar þessara báta tók 20—24 menn, en hinn um 40 manns, og voru þeir vel út- búnir. Þótti því ekkí ósenni- legt, að skipshöfnin hefði öli komist i bátana, en þeir orðið aðskila og hið kanadiska her- skip fundið þann, sem færri menn voru í, en annað skip fundið hinn þótt það gæti ekki tilkynt um björgunina. í gærkvöldi barst svo aftur skeyti, fyr en búist var við, og er þar sagt, að einn hinna sjö, sem herskipið tók upp — Karl Þ. Guðmundsson kyndari — hafi látist á leiðinni til lands, og jafnframt var getið nafna þeirra sex, sem komust lifandi á land. Loks var sagt að hinir 13 hefði farist, og var þá sú von úji, sem ifólk hafði alið um björgun þeirra. Hekla var — svo sem ofar getur — á leið til Halifax og var tóm. Hekla var vandað skip og gott. Skipverjar eru þessir: Einar Kristjánsson, skipstjóri, Reynimel 44, f. 23, des. ’95. Kristján Bjarnason, 1. stýrim., Hrefnug. 3, f. 3. jan. ’02. Jón H. Kristjánsson, 2. stýrim., Framnesv. 56, f. 13. sept. ’ll. Jón Erlingsson, 2. vélstj. Karla- götu 21, f. 25. apríl ’08. Ásbjörn Ásbjörnsson, aðst-vél- stj., Brekkust. 6A, f. 19. jan. ’17. Sveinbjörn Ársælsson, loftsk.m., Laugavegi 137, f. 5. okt. ’15. Hafliði ólafsson, háseti, Freyju- götu 35, f. 5. maí ’94. Bjarni Þorvarðarson, háseti, Vesturgötu 38, f. 1. júlí ’16. Sigurður fórarinsson, háseti, Mánagötu 21, f. 7 nóv. ’15. Viggó Þorgilsson, háseti, Hring- braut 132, f. 12. marz ’19. Haraldur Sveinsson, vðivaning- Churchill og Roosevelt á fundi? Forsætisráðherrann á Eng- landi og forseti Bandaríkjanna hurfu fyrir nokkrum dögum, og vita menn ekki ihvar þeir eru staddir. Um Roosevelt er það þó kunnugt, að hann er einhvers- staðar við austurströndina á skemtiskipi sinu og hefir sent skeyti þaðan, en um Churchill vita menn alls ekki. Er þess getið til að þeir séu á ráðstefnu að ræða heimsmálin; að Churchill hafi “flogið” vestur um haf á fund við forsetann. Þessi saga þykir trúlegri vegna þess að fjórir aðrir háttsettir stjórnmála- og embættismenn frá Bandaríkjunum eru einnig horfjiir án þess að menn viti hvert þeir hafa farið. ------V------- Willingdon lávarður iátinn m Fyrverandi ríkisstjóri Canada, Willingdon lávarður, lézt í Lundúnaborg 12. þ. m„ eftir stutta legu; hann dó úr lungna- bólgu 74 ára að aldri. Hann var ríkisstjóri hér frá 1926 til 1931. ------v—:— Hepburn á förum til Englands Mitchell F. Hepburn forsætis- ráðherra í Ontario hefir ákveðið að leggja niður stjórnarstörf og flytja til Englands. Hugsar hann sér að vinna þar að stríðsmálum sem aðstoðarmaður J. P. Bickels, sem er einn af forstöðumönnum loftskipasmíðanna, og er gamall vinur Hepburns. ------V------- Hertoginn af Kent Hann er nú á ferð um Canada. kemur hingað til Winnipeg 15. þ. m„ og verður hér þangað til þann 17. ------V------- FRANCO SÝKNAR PÓLITÍSKA FANGA Francesco Franco hélt hátíð- legt 2 ára afmæli sigurs sins í borgarastyrjöldinni á Spáni með því að sýkna alla pólitíska fanga, sem teknir voru í varðhald í borgarastyrjöldinni. Er áætlað að 35—40 þús. manns fái þann- ig aftur frelsi sitt. Eina skilyrðið, sem sett er (fyrir sýknuninni er að fangarnir taki sér ekki bólfestu aftur í grend við fyrri átthaga sína. ur, Grundarstíg 12, f. 30. okt. ’07. Karl Þ. Guðmundsson, kyndari, Eskifirði, f. 24. jan. ’22. Matthías Rögnvaldsson, kyndari, Hjalteyri, f. 1. sept. ’15. Sverrir Símonarson, lempari, Holtsg., 12, f. 27 sept. ’21. Þessir björguðust: Sigmundur Guðbjartsson, 1. vél- stj., Túng. 43, f. 10. júní ’08. Ingibergur Lövdal, loftskm., Hringbraut 78, f. 8 sept. ’21. Sigumndur Pálmason, bryli, Þverholti 5. f. 3 maí ’OO. Sigurður ólafsson aðst.matsv., Baldursg. 28, f. 5. marz ’20. Vladmir Knopf-Miler,, óvaning- ur, Bergst.str. 17, f. 15. apríl ’16. Kristján B. Kristófersson, kynd- ari, Vífilsg. 19, f. 9. júlí ’13. —(Vísir 19. júlí). “ISLENDINGAR NÁMU HÉR LAND 21. OKTÓBER ÁRIÐ 1875” STRÍÐIÐ Þar hefir oltið á ýmsu síðan Lögberg kom út seinast. Grimmi- lega hefir verið barist á ölluin stöðvum, þótt aðalorustan hafi staðið á Rússlandi. Hefir ýms- um veitt betur eftir fréttum að dæma; en aldrei borið saman og því erfitt að vita hvernig sakir standa. Yfirleitt má þó segja, að Rúss- ar hafi staðið sig vel til skamms tima, en þessa síðustu daga hafa Þjóðverjar náð stórum svæðum á vald sitt, einkum í úkraníu. Bretar hafa gert afar miklar árásir á ýmsar borgir á ÞýzkaT landi sjálfu og í öðrum hertekn- um löndum, sem Þjóðverjar halda. Stærstu og verstu tíðindin eru þau að Japanir láta ófriðlega og spá því margir að þeir séu að undirbúa árás á Rússa i banda- lagi við Þjóðverja. f öðru lagi hafa þau tíðindi gerst á Frakk- landi að Þjóðverjar hafa neytt hina svokölluðu stjórnendur landsins til bandalags við sig gegn Bretum. Jean DarlaU herforingi var ný- lega gerður að nokkurs konar einræðishöfðingja með fullu valdi til þess að semja við Þjóð- verja og eiga samvinnu við þá um öll mál þjóðarinnar. Darlan hefir æfinlega verið á bandi Þjóðverja og andstæður Bretum. Er talið víst að hann muni gefa Þjóðverjum lausan tauminn í lrakknesku hjálendunum í Afriku. Svo er að sjá sem Petain herforingi og aðalstjórn- andi Frakklands að nafninu til, sé ekki ánægður með þetta, en hann má sín lítils þótt í hárri stöðu sé. Er talið liklegt að Darlan veiti Þjóðverjum leyfi til her- stöðva í Afríku og heimili þeim að nota leifar frakkneska flotans gegn Englendingum. Waygand, yfirforingi Frakka i Afríku, sem nýlega var kallaður heim til ráðagerða með Vichy- stjórninni um samvinnuna við Þjóðverja, kvað hafa lent í orða- sennu við Darlan varaiforseta, á stjórnarstefnunni, og flogið suð- ur aftur ár^ þess að taka frekari þátt i ráðagerðunum um að Frakkar gengi í lið með Þjóð- verjunum; var hann þeirri sam- suðu, að sögn, andvigur. Hann hefir, sem kunnugt er, hvað eftir annað lýst yfir því, að eng- inn blettur af lendum Frakka í Afríku yrðu géfnar í hendur nokkru útlendu ríki til umráða, hvorki Þjóðverjum eða öðrum, og hann myndi verja lendurnar með vopnum, ef til kæmi. Hann kvað hafa um hálfa miljón her- manna til umráða. Að hann standi nú við þessi orð sín er eftir að vita, því hann hefir hingað til fylgt skipunum Petains og Darlans í öllu. Darlan varaforseti er nú líka sagður alráðandi um her og flota franska rikisins, og búist við að hann afhendi Hitler hafnir og herflotann þegar minst varir. Japansmenn hafa, sem kunn- ugt er, tekið í sinar hendur ýms- ar háfnir og flugstöðvar í Indo- China, með leyfi Vichy-stjórnar- innar frönsku, sem landinu ræð- ur. Hafa Japansmenn sent þang- að mörg herskip og herfylkingar, með loftförum og öðrum út- búnaði, sem aðallega hefir tek- ið sér stöðu við landamæri Thai- lands (Sáam), því Japanar kvað vilja neyða þjóðina þar til að láta sig hafa hafnir og flug- stöðvar einnig þar. Dr. Richard Beck kominn úr fyrirlestra- ferð sinni vestur að hafi Dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, kom til Winnipeg á mánudagskvöldið úr fyrir- lestraferð sinni um Vestur-Can- ada og á Kyrrahafsströndinni, en alls flutti hann 17 ræður og erindi á ferðinni og heimsótti allar deildir félagsins í Saskat- chewan og sambandsdeild þess i Bellingham, Wash. Hann var aðalræðumaður á ísléndingadöguin í Church- bridge, Sask.; Bláine, Wash.; og Vancouver, B.C. Auk þess flutti hann (á íslenzku) erindi um ís- lenzk menningar- og þjóðræknis- mál á þessum stöðum: Leslie og Wynyard, Sask.; Markerville, Alta.; Point Roberts og Seattle, Wash. Ræður um sama efni flutti hann í fjölmennum sam- sætum, sem íslendingar í Bell- ingham og Blaine héldu honum. Ræðu á ensku, um fsland og íslenzka inenningu, flutti hann á University of Saskatchewan í Saskatoon, á Kennaraskólanum (Western Washington College of Education) í Bellingham og fyr- ir eftirfarandi félög í Vancouver: Canadian Men’s Club, Canadian Women’s Club og American Women’s Club, en hinn síðast- nefndi félagsskapur hélt honum virðulegt samsæti. Á fundi Rotary-klúbbsins þar í borg flutti hann ræðu um Noreg (“The Spirit of Norway Lives Ön”), og i ársveizlu sænskra söngmanna á Kyrrahafsströnd- inni, í sambandi við ársþing þeirra i Bellingham, talaði hann um norrænar menningarerfðir. Hinar ensku ræður dr. Becks, ekki sizt í Vancouver, vöktu mikla athygli og fluttu öll stór- blöðin þar ítarlega útdrætti úr þeim og vinsamleg ummæli um. þær. Á vesturleið flutti “Ed- monton Bulletin” einnig ítarlegt viðtal við hann um íslandsmál, sömul. blaðið “News-Tribune” í Tacoma, Wash., er hann var þar staddur. Rikisútvarpið canadiska (Canadian Network) útvarpaði einnig frá Vancouver á fimtu- daginn viðtal við dr. Beck um ísland. Honum bárust einnig beiðnir um ræðuihöld frá ýmsum öðrum meiriháttar félögum bæði í Vancouver og utan borgarinn- ar, en varð að hafna þeim vegna þess hve tími hans var takmark- aður. Fjölmenni mikið hlýddi á margar ræður dr. Becks og lætur hann hið bezta af aðsókninni að samkomum sínum viðsvegar í bygðum fslendinga. Hann kveðst alstaðar hafa átt hinum ágætustu viðtökum að fagna og sendir alúðarþökk og kveðju öllum þeim, sem greiddu götu hans og gerðu honum ferðina ánægjulega. Dr. Beck sat fund stjórnar- nefndar Þjóðræknisfélagsins hér á þriðjudagskvlödið, en hélt heimleiðis til Grand Forks á miðvikudagsmorguninn. -------V------- Hertoginn af Windsor vœntanlegur Játvarður fyrverandi konung- ur Breta og kona hans eru vænt- anleg til Canada innan skamms. Fara þau til Alberta og dvelja um tíma á búgarði hans þar. Talið er vist, að þau heimsæki hér ýmsa (helztu staði, þar á meðal Winnipeg. Áletrun þessi á minnisvarða landnemanna, sem stendur við aðalstræti Gimli bæjar, minnir vegfarendur á hið fyrsta íslenzka landnám i Vestur-Canada. Á hverju ári, að skemtiskrá fslend- ingadags afstaðinni, er gengin skrúðganga úr bæjargarðinum niður að minnisvarða þessum og hlómsveigur lagður þar til heið- urs og þakkar hinum föllnu öldur rísa, öldur falla inn í gljúfur tíma og rúms. Vörðubrot hjá vegum standa, Vitni lands og sorgar-húms. Mörg er víða ógræcjd undin, ennþá bíða dagsverk hörð. Aldrei við sitt landnám lokið lífið fær á vorri jörð. Léttstíg eins og ljósið, sem boðar nýjan dag, er eg hingað komin til þess enn einu sinni að sitja þennan samfund yðar, börn- in min, á þessum fornfræga og söguríka stað, gleðjast með yður á þessari fagnaðarstund og flytja yður hugheilar kveðjur. Þess gjörist vart þörf að eg sé kynt yður. Þér þekkið mig. Þér hin- ir eldrið þekkið sögu mína um þúsund ár; þér yngismenn og æskurósir þekkið mig einnig af ifeðrum yðar og frændliði, sem fæddist í skauti mínu og dafnaði við mín móðurbrjóst. Þótt þér nú dveljið á hinum fögru og frjósömu sléttum i miðju megin- landi, í djúpum dölum stranda kjörlands yðar, við himinblátt haf þess, eða heillandi veiðivötn, ber þó hugur yðar og hjarta æ síns heimalands mót. Einnig þér, sem eruð fæddir á vestrænni grund, eruð hold af mínu holdí og bein af minum beinum, ann- ars væruð þér ekki stödd hér i dag. Á hverju ári hlakka eg til samfundanna með yður, en aldrei hefi eg hlakkað til þessa dags meira en nú. Á hverju ári hefi eg margt að tala um við yður, aldrei hefir hugur minn búið yfir jafn margvíslegum vandamálum, sem eg vildi tjá yður, eins og nú. Eg þarf yðar með, og get einnig orðið yður að nokkru liði. Kynning vor og samstarf stendur þvi ekki aðeins frumherjum. Myndin að ofan sýnir Fjallkonuna, frú Kristinu F. Jónasson, þar sem hún leggur blómsveig á minnisvarðann á mánudaginn 4. þ. m. Þetta var lokaþáttur eins hins fjölmenn- asta og ánægjulegasta fslendinga- móts, sem haldið hefir verið hér vestra. Um leið og frúin lagði blómsveiginn á minnisvarðann mælti hún þessar ljóðlínur: Straumhvörf ýms þó stefnum valdi, stofninn mikli heima býr. Aldrei ferst í fjarlægð neinni ferðamannsins æfintýr. Austanvert við hafið hækkar heiðskír rönd hins nýja dags, meðan þreyttir Birkibeinar bíða vestræns sólarlags. Einar P. Jónsson. í sögulegum jarðvegi liðinna tíða, heldur einnig í þörfum og áhugamálum, sem oss eru sam- eiginleg er vér horfum fram á veginn. Þetta er því merkilegur samfundur sem vér eigum hér. Friður hvíli yfir staðnum og stundinni; hamingjan haldi vörð um hópinn, blessun fylgi orðum vor allra og athöfnum. Eg er gömul og reynd eins og timinn sjálfur. Eg hefi hlust- að á raddir kynslóðanna, sem hafa lifað og leikið sér, þjáðst og dáið, hver eftir aðra, öld eftir öld. Eg hefi hlustað á raddir minna eigin barna, sem dvelja undir faldi mínum; eg hefi einnig um marga áratugi hlustað á óð yðar og ástarjátning, sem dveljið fjarri fósturjarðarströnd- um i Vesturheimi og viðar. Eg hefi heyrt raddir erlendra þjóða eins og óm mér óviðkomandi manna í fjarlægð. Nú hafa þess- ir ómar færst nær, og orðið æ háværari með hverju ári. Nú nýt eg ekki lengur einveru minnar né fjarstöðu frá hinum miklu þjóðlöndum heimsins. Eg er komin inn í hrrngiðu heims- viðburðanna, hvort sem mér er það ljúft eða leitt. Hið ytra útlit mitt og innra hugarástand ber þess alstaðar vott. Líti eg yfir hlíðarbrekkur mínar eða grænu grundir, dalverpi mín, heiðardrög eða hraundranga, sé (Framh. á bls. 5) ♦ ♦ ♦ LANDNEMALJÓÐ ♦ ♦ ♦ ÁVARP FJALLKONUNNAR Flutt af Kristínu F. Jónasson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.