Lögberg - 01.01.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.01.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JANÚAR, 1942 5 vandræða undantekningum má engar almennar ályktanir draga, og afstaða þjóðarinnar í opin- berum málum getur ekki og má ekki eingöngu iniðast við þær, endá þýddi það með öðrum orð- um að heilbrigð skynsemi yrði að víkja fyrir þvi óheilbrigða, sem i þjóðlífinu finst, og virðist þá farið öfugt að öllum hlutum. Meginþorri þjóðarinnar er gædd- ur þvi þreki og isiðferðisstyrk- leika, þrautseigju og þráa, sem getur boðið þessari hættu, sem öðrum, byrgin, og það er siður en svn ástæða til að örvænta, þótt eitthvað beri út af. íslenzka þjóðin sem heild hefir til þessa staðist prófraunina, og hún mun gera það, meðan sjálfsvirð- ing og sjálfsmetnaður hennar er óskert, og alment má fullyrða að svo sé. Það er mjög ánægjulegt, hve þjóðin hefir sem heild brugðist vel við þessari raun, — konur jafnt sem karlar. Hitt er leitt, að einstaka undantekningar skuli finnast í báðum kyojutn, sem þjóðinni eru til vansa, og einkum liggur sú hætta við borð, að erlendir menn, sem ekki hafa kynni af öðrum en þessum lýð, dæmi þjóðina af honum, sem henni þykir þó mesta skömm til koma. Björn Björnsson hvatti þjóð- ina til þss að standa vel á verð- inum og var bjartsýnn um fram- tið hennar, vegna þess styrk- leika, sem með henni býr. Hafi hann þökk fyrir. Þeir menn, sem trúa á þjóðina og opinber- lega um hana tala á þessum tím- um, eru ekki of margir. Hætt er við að hinir vantrúuðu menn spilli fyrir góðum árangri með vantrú sinni. Það er trúin ein, sem bjargað getur, jafnt í þessu efni sem öðrum, i þessu tilfelli trúin á þjóðina og framtíð henn- ar. —(Vísir 16. nóv.) --------V----r*--- Skraddaraþankar [Grein þessi er ritin i tilefni af útvarpsræðu Björns Björnssonar, þeirri, sem birt er á ritstjórnar- síðu Lögbergs.—Ritstj.]. í öllum vælukliðnum og á- standskjökrinu, sem þjóðin læt- ur sér sæma að kyrja á strætum og gatnamótum, mannfundum og í heimahúsum, er það blátt á- ífram hjartastyrkjandi, að hlusta á djarfmannlegt mál manns, sem hefir annað viðhorf og þorir að horfast í augu við það, sem framundan er og treysta því, að íslenzk tilvera og þjóðerni sé ekki á leið til vítis. Þá sjald- gæfu rödd fengu útvarshlust- endur að heyra á sunnudags- kvöldið var, i útvarpsflokki Þjóðræknisfélagsins. Maðurinn, sem talaði var að vísu fæddur vestan hafs, en af góðu íslenzku bergi brotinn, einn af niðjum þeirra manna, sem hartnær tvo mannsaldra hafa dvalið fyrir vestan haf, innan um erlenda þjóðflokka, en samt viðhaldið tungu sinni og tengsl- um við land feðranna. Hann var þannig sjálfur sönnun þess, sem hann hélt fram: að það væri hægðarleikur að varðveita þjóðernið, þó að erlent setulið væri um stundarsakir á íslandi. Vestur-fslendingar hafa varðveitt tunguna í annari heimsálfu inn- an um þjóðir, svo fjölmennar að þar voru þeir sjálfir eins og dropi i hafinu. Hvar væri þá styrfkur fsllefuliniga, þjóðrækni og frelsisþrá, ef þeim tækist ekki að halda tungu sinni óspjallaðri, þó að hér dvelji þúsundir er- lendra hermanna, sem enginn hiður mörlandann um, að hafa neitt samneyti við? Ræðumaðurinn vestur-íslenzki drap og á annað. Hann gerði sér ljóst, að skeið hins einangr- aða fslands er á enda runnið. — fsland verður — einnig eftir að stríðinu er lokið — merkileg samgöngumiðstöð og útlendra á- hrifa mun gæta hér stórum meira, en verið hefir hingað til. Þetta ættu fleiri að gera sér Ijóst. Við erum stundum að gorta af því, að hér hafi verið viðhaldið islenzkri tungu og þjóðerni, og þökkum okkur sjálf- um þetta. Að nokkru leyti get- um við það, en ekki öllu. Það eru ytri atvik, sem mestu hafa valdið um þetta — það er ein- angrunin. Það er enginn vandi að verjast erlendúm farsóttum, ef engar samgöngur eru við önn- ur lönd og það er enginn vandi að verjast miður heppilegum erlendum áhrifum meðan þeirra gætir ekki í landinu. Einangrunin hefir verið varn- armúr þjóðar og þjóðernis til þessa. En þegar einangruninni lýkur verðum við að horfast í augu við það, sem þjóðerninu gæti stafað hætta af og berjast við það. Læra að skilja hvers virði þjóðernið er og kunna að berjast fyrir þvi. —(Fálkinn 18. nóv.). --------V--------- Guði sé lof fyrir blessuð jólin Fáeinar hugleiðingar frá mér um jólin blessuð, sem fara nú að telja út sína lögskipuðu helgidaga, þvi nú i dag er þriðji í jólum 1941. Nú er einmuna- lega gott veður, að vart muna menn betra skammdegi hér í vestrinu, líkara veðrinu heima á Fróni er viðraði vel, og haustið var gott. Eg mundi nú halda að eg væri kominn heim og væri að hoppa i kringum ærnar á æskuheimili mínu og væri á 9. árinu, eins og eg er nú um þessi blessuðu, góðu jól, en er eg leit upp sá eg mig í speglin- um og sá að hárið var grátt eða næstum hvitt eins og skallinn á Heklu göinlu. Mundi eg þá að eg var 70. árum eldri er höfuðið sást i spegilglerinu, og býst eg við að mega sætta mig við ald- urinn og lofa Guð fyrir hans handleiðslu i gegnum þennan dauðans dal. Nú ætla eg að beina orðum inínum til samferðafélaganna og vinanna allra hvar sem þeir eru, Ifjær eða nær, á þessum góðu og blessuðu jóladögum., sem hafa verið hver öðrum betri og á- nægjulegri, en sarnt fyrir alt og alt og öll þessi gæði guðs og gja'fir og góðhug mannanna til okkar um þessi jól og mörg undanfarin jól. En, vinir mín- ir, í vetur befi eg verið lasinn og er það enn á þessum blessuðu góðu hátiðisdögum, — allir eru glaðir ylfir að eiga þá, og þar sit eg ráðþrota og veit ekki hvað eg á að hugsa, er eg lít á borðið hlaðið af jólakortum og sendi- bréfum sitt úr hverri áttinni, meira að segja heiman af ís- landi. Á aðfangadaginn, rétt eftir að eg kom ofan var fullui bréfakassinn, en er að kveldinu dró voru 28 jólaspjöld, 6 bréf, sem mér bar að kvitta undir öll- um kringumstæðum. Er þvi eina ráðið fyrir okkur hjónin — því sameiginlega eigum við mik- ið af þessum góðhug samferða- fólksins okkar og megum við 1 o'fa guð fyrir hann er sem stýrir og stjórnar blessaður ineð sínum ástríka syni, Jesú Kristi, er sendi sinn heilaga anda til að ljúka upp hjörum okkar hverl til annars. Blessuð er sú ráð- stöfun. Við biðjum það höfuð- vald, er lykilinn á að það blessi ykkur öll sem hafið glatt okkur um þessi jól og mörg önnur und- anfaíin, ásamt öllum öðrum vinum, sem eg veit að hugsa til okkar utan úr fjarlægð, yðar há- tign að borga fyrir hinn lata þjón; eg bið þess i Jesú nafni, kæru vinir. En nú er einasta ráðið, eins og á stendur i dag, að snúa sér til-íslenzku blaðanna okkar, Lög- bergs og Heimskringlu og hiðja þau að bera okkar innilegt þakk- læti til góðvinanna. Þau eru enn ung og fara víða og alstað- ar velkomin og alveg ómissandi ifyrir okkur, landar góðir, á með- an við eru íslendingar á annað borð. Eg vona þau verði við bóninni og flytji þakklætið og jóla og nýárs óskir. Guð gefi öllum gleðileg jól og nýár; það er vor ósk. Mr. og Mrs. V. Vigfússon. ---------V-------- Myndirnar á veggnum Eftir Iiára Tryggvason. Eg hefi verið veikur undanfar- ið, og fyrir mig hefir borið ein- kennilegar sýnir. En nú, á þessari stundu, dvel- ur hugurinn við myndirnar á veggnum, — hjá meisturunum frægu, sem endur fyrir löngu gáfu heiminum þann helga eld, sem um eilifð mun brenna, á altari listarinnar SjáLíur er eg alls ófróður um list listanna, en eg hefi heillast til að hlusta við musterisdyrnar, og þangað hefi eg leynst, aftur og aftur, í kyrð hinna hljóðu stunda. Eg virði fyrir mér andlitin. Flest eru þau stílhrein og stór- brotin, og hvitu, viðhafnarlegu hárkoMurnar gefa þeim virðu- legan og jafnvel þóttalegan svip. Mozart, Handel, Baeh. Allii bera þeir svipaða búninga, eins konar litklæði, með breiða kraga og efnismikil hálsknýti. Bach er prúðmannlegur, en þó er svipurinn ekki alveg laus við þótta. Hárkollan fer Mozart sér- staklega vel. Andlitið, sem er að eðlisfari fremiur magurt, verð- ur hraustlegra og djarflegra og svipurinn og látbragðið alt minn- ir á stoltan sigurvegara. Handel er enn þóttalegri. Búningurinn er hárauður, skreyttur gulum í- saumi, og hárkollan, sem skift er í miðju enni, gefur hinum aldna snillingi næstum því strangkennimannlegan svip. Þá er Richard Wagner tölu- vert sérstæður. Hann ber enga hárkollu, en yfir gráum Iokkum öldungsins hvílir gríðarstór margstrend húfa, úr hláu flöjeli. Allur er svipurinn stórbrotinn og höfðinglegur. Kónganefið, hátt og hvelft ennið, yfir mikl- uin og bröttum brúnunum. Alt gerir þetta sitt til að auka á virðuleik snillingsins. Ludwig van Beethoven! Hveí myndi geta lýst hinum dásam lega snillingi? Qg þó er mynd- in ekki glæsileg: úfið hárið, hrukkótt, öldungslegt ennið og þunglyndisleg augun. Alt her þetta vott um taumleysi og ákaf- ar ástriður. En þó er eitthvað í svipnum, er bendir á við- kvæmni og þrá eftir því göfuga og háleita. óperuhöfundurinn Verdi er gainall og grár. Raddir storm- anna eru þagnaðar og alt ber vott um sálarstyrk þess, sem náð hefir landi í höfn friðarins. Mér þykir vænt um myndina hans. Hún er svo laus við alt yfirlæti, en yfir henni 'hvilir göfug ró, sem eg ber djúpa virðingu fyrir. Myndin af Schubert, hinum Ijóðræna Vinarbúa, er ekki glæsileg, en í hvert sinn sem eg horfi á hana, koma mér í hug unaðslegir tónar úr lögum þessa vinsæla snillings. Schubert hef- ir ef til vill ekki verið einn af stórbrotnustu meisturum tónlist- arinnar, en lögin hans finna alt- af skemstu leið inn að hjartanu, og þess vegna er hann tónskáld- ið mitt. Chopin, — Pólverjinn með þunglyndislega meyjarandlitið,— liann er alt í senn: Glæsilegur, þreklítinn, þóttalegur og við- kvæmur, eða þannig kemur myndin mér fyrir sjónir. Dökka hárið fer vel yfir háu og björtu énninu, og augun eru stór og Leiftrandi. Engum myndi dylj- ast, að myndin er af sönnum listamanni, en vart mun þó hafa farið saman gæfa og gjörfuleiki. Mascagni, höfundur Cavalleria Rusticana, er stórglæsilegur . á mynd. — Ungur, dökkhærður Suðuriandabúi, sem vel gæti mint á sigíursælan herforingja.— Þá eru að lokum myndir af nokkrum nútíma-fiðlusnilling- um. F"rægastur þeirra er meist- arinn Fritz Kreisler. En mig undrar það mjög hve lítt hann minnir á listamanninn. Myndin gæti miklu fremur verið af virðulegum bónda, sem við verkalokin tekur sér fiðluna sina í hönd, til að leika nokkur ó- brotin lög fyrir konuna og börn- in. Þannig koma mér fyrir sjón- ir meistararnir minir, þar sem eg ligg í eins konar óráðsdvala. Og eg hrópa til þeirra og bið um hljóma, eitfchvað sem lyfti hug- anum yifir hin dimmu djúp, inn i fagnandi birtu af musteriseldi listarinnar! Klukkan er tólf. Hádegissólin glampar á veggnum, og á sama augnabliki kveða við voldugir, heillandi tónar. Myndir meistar- anna fyllast lifi og anda. Jafnvel þunglyndislegi Pólverjinn bros- ir, svo augun ljóma af helgri hrifningu. Eg er hugfanginn og hlusta. En skyndilega kveður við dimm og djúp rödd. Það er útvarpsþulurinn að segja striðs- fréttir. f sama bili hljóðna hinir dá- samlegu tónar. Sólin glampar ekki lengur á veggnum, og meist- ararnir mínir verða daprir og þungbúnir yfir örlögum mann- anna, sem hafa gert hina unaðs- legu jörð að leikvelli heiftúð- ar og harma. —(Eimreiðin). --------V-------- Lygasögur Frá “Nemo” á Gimli. ,‘Þú skalt ekki ljúga” — En þegar svo ber til að einhver læt- ur í ljósi tortryggni til sögu þinnar, þá getur þér flogið i hug að segja honum lygasögu, til að hefna þín á tortryggni hans. Það gietur tæpast kallast lýgi^heldui leyfilegt spaug. Menn hafa á öllum öldum kunnað og haft gaman af aö Ijúga upp sögum, hafa þær margar verið teknar upp í bók- mentir siðaðra þjóða, og mega teljast listaverk af fyndni og skáldlegu imyndunarafli. Þær hafa allar fengið nafn af bók þessarar tegundar, sem vakti á sér mikla eftirtekt fyrir gainan- semi og nefnt þenna sagnaflokk Munchausens sögur. Af þeim eru þó einkum þrjár, er þykja reglulegar fyrirmyndir, og hér koma til greina. Fyrst er gamla sagan griska eftir rithöf- undinn Lucianos. Hann fæddist 130 árum eftir Krist, í Samaseta í Kbmagana og átti að kenna honum steinhöggvara-iðn, en hann hafði meira upplag fyrir ræðuhöld og mælsku, en þá var sú íþrótt vel virt á Grikklandi. Hann varð bæði mælskumaður og rithöfundur á ýmsum svið- um. Hann var lánssamur, gerð- ist auðugur og beimsfrægur. Hann hafði glöggt auga fyrir glappaskotum samtiðar sinnar og refsaði henni með miskunn- arlausu háði. Þá var þekking manna í landa- fræði á afar lágu stigi. Menn höfðu fáránlegustu hugmyndir um ókunn lönd og margir héldu þau bygð furðulegustu verum. Lucianos sá þetta skilningsleysi og skrifaði þá “Sanna sögu” til að afklæða þessar ótrúLegu sögur og trúgirni lesendanna. en lýg- ina drepur maður bezt niður með því að ganga enn lengra i lýginni og þessvegna var “Sanna sagan” hreinasta fyrirmynd. Höfundurinn hæðist einnig að lærðum mönnum, en \ið förum þó ekki inn í það efni, heldur bindum okkur við — með fáum orðum — innihald bókarinnar til að sanna hugvit höfundarins og hárfína háð. Luciano segir ferðasögu sína, er hann lagði af stað til að sann- færa sig um hve mikið mark væri takandi á sögum þeim, sem þá var haldið á lofti um ókunn lönd. Fyrst fór ferðin frain á sjó, en skipið bar út af leið i ofsaveðri og barst til eyjar nokk- urrar. Þar skifti á ein eyjunni i tvent, en í ánni var ágætasta vín; var eyjan bygð af verum sem fyrir ofan mitti voru i mannslíki en vínviður hið neðra. Hvirfilbylur sogaði skipið upp yfir skýin og sigldi skipið á þeim til tunglsins. Þar lentu skipverjar i ófriði, sem þá stóð sem hæst milli tunglsins og sól- arinnar. Þaðan sluppu þeir sainl meðan hinir sváfu og lentu i mörguin undarlegum æfintýrum. Loksins sigldu þeir skipinu ofan BREZKAR SKIPASMÍÐASTÖÐVAR Þrátt fyrir kafbátasókni.r óvinanna, eykst skipastóll Breta jafnt og þétt; vinna brezkar skipasmíðastöðvar að því nótt sem nýtan dag, að smíða ný skip til þess að flytja vistir til Bretlands, en við eldri skip er gert í amerískum höfnum. (Framh. á bls. 8) THE ROYAL BANK OF CANADA General Statement, 29th November, 1941 LIABILITIES Capital stock paid up ......................................... Reserve fund ..................................................$ 20,000,000.00 Balance of profits carried forward ns per Profit and Boss Account ............................................... 3,209,074.84 $ 23,209,074.84 Dividends unclaimed ............................................. 47,196.58 Dividend No. 217 (at 8% fper annuml). payable lst December, 1941 700,000.00 Deposits by and balances due to Dominion Government S 31,385,428.71 Deposits by and balances due to Provinoial Governments 1 1,538,097.33 Deposits by the public not bearinff interest ................. 484,749,276.16 Deposits by the public bearing intereat, including interest accrued to date of statement ............................. 417,403,399.71 Deposits by and balances due to other chartered banks in Canada ................................................... 19,867.10 Deposits by and balances due to banks and banking corres- pondents in the United Kingdom and foreign countries 11,008,127.16 Notes of the bank in circulation ............................ Bills payable ................................................ Acceptances and letters of credit outstanding ............... Diabilities to the public not included under the foregolng heads ....................................................... $ 35,000,000.00 23,966.271.42 $ 68,956,271.42 956,104.196.17 22,325,889.88 6.606.46 35,906,480.01 1,820,317.72 $1.075.119,761.66 ASSETS Gold held in Canada ......................................... $ 99.50 Subsidiary coin held In Canada .............................. 1,789,294.84 Gold held elsewhere .......................................... 31,132.13 Subsidiary coin held elsewhere .............................. 1,799,412.68 Notes of Bank of Canada ..................................... 23,616,848.50 Deposits with Bank of C’anada ............................... 62,925,378.28 Notes of other chartcred banks ............................. 646.663.70 Government and bank notes other than Canadian ............... 23,468,217.28 Cheques on >other banks ....................................... $ 46,251,360.34 Deposits with and balances due by other chartered banks in Canada ................................................. 2,763.16 Due by banks and banking correspondents elsewhere than in Canada ................................................. 73.547,538.87 $ 114,277,046.91 Dominion and Provinclal Government direct and guaranteed securities maturing within two years, not exceeding market value ............................................. Other Dominion and Pro\incial Government direct and guar- teed securities, not exceeding market value .............. Canadian municipal securities, not exceeding market value Public securities other than Canadian. not exceeding market value .................................................... Other bonds, debentures and stocks, not exceeding market value .................................................... Call and short not excceding 30 days loans in Canada on bonds, debentures, stocks and other securities of a sufficient marketable value to cover .......................... Call and short (not exceeding 30 days) loans elsewhere than in Canada on bonds, debentures, stocks and other securities of a sufficicnt marketable value to cover ........................!.............................. 119,801.662.37 209,903.172.06 161,328.787.09 7,484,368.95 13,849,027.72 31,449,226.57 7,340,019.83 16,484,997.69 $ 681.918.S09.19 Current loans and discounts in Canada, not otherwise in- cluded, estimated locs provided for ........................ $241,782,846.36 Loans to Provincial Governments ................................ 1,036,891.18 Loans to cities, towns, municipalities and school districts 15,648,081.17 Current loans and discounts elsewhere than in Canada not otherwise included, estimated loss provided for 75,554,655.52 Non-current. loans, estimated loss provided for ................ 1,574,684.93 Bank premises, at not more thaa cost, less amounts written off ............. Real estate other than bank premises ....................................... Mortgages on real estate sold by the bank ................................... Liabilities of customers under acceptances and letters of credlt as per contra ..................................................................* Shares of and loans to controlled companies ................................ Deposit with the Minister of Finance for the securlty of note’ circulation Other assets not included under the foregoing heads ......................... 335,597,159.16 14,228,242.27 1,801,258.39 667,449.30 35.906.480.01 3,182,415.97 1,200,000.00 618,447.37 $1,075,119,761.66 M. W. WILSON, President and Managing Director. S. G. DOBSON, General Manager. AUDITORS’ RKPORT To the Shareholders, The Royal Rank of Canada: We have examined the above Statement of Liabilities and Assets as at 29th No\emoer 1941. with the books and accounts of The Royal Bank of Canada at Head Office and with the certified returns from the branchas. We have checked the caah and "ccurlt‘c* representing the Banks’ investments lield at the Head Office at the close of the fiscal year. and at various dates during the year have also checked the cash and lnvestment securities at several of the important branches. We have obtained all the informatlon «nd explanatlons that we have requlred. and in our opinion the transactions of the Bank, which have come under our notice, have been within the powers of the Bank. The above statement is in our opinion properly drawn up so as to disclosei the true condltion of the Bank as at 29th November, 1941, an<l it is as shown by the books of the Bank. ROSS, C.A., JAS. G. of P. S. Ross & Sons. W. GARTH THOMSON. C.A., of Peat, Marwick, Mitchell Auditors. & Co. Montreal, Canada, December 22, 1941. PROFIT AND LOSS ACCOUNT Balance of Profit and Loss Account, 30th November, 1940 $ 3,198,146.37 Profits for the.yeaV ended 29th November, 1941, after pro- viding for Dominion Government taxes amounting to $1,892,221.96 and after maklng appropriations to Con- tingency Reservcs, out of which Reserves provis- ion for all bad and doubtful debts has been made ........ 3,ftJo,1 ^ \ — APPROPRIATED AS FOLLOWS: Dlvldend No. 214 at 89é per annum ........................ $ 700,000.00 Dividend No. 9.15 at 8% per annum ........................ 700,000.00 Dividend No. 216 at 8% per annum ...................... 70Í*!2Í'íí Dividend No. 217 at 8% per annum ......................... 700,000.00 $ 2,800.000.00 Contribution to the Pension Fund Society ................. 325,000.00 Appropriation for Bank Premises .......................... 400.000.00 Balance of Profit and Loss carried forward ............... 3.209,074.84 6.734,074.84 6,734.074.84 M. W. WILSON, President and Managing Director. Montreal, December 22, 1941. S. G. DOBSON, General Manager.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.