Lögberg - 15.06.1944, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.06.1944, Blaðsíða 2
18 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚNÍ. 1944 hfrtíðahöld faira fram á slétt- unni, þar sem íþróttapallurinn var 1930. Þar verða íþróttasýn- ingar, hljómleikar, kórsöngur og fleira, ef til vill stutt ræðu- höld. Þar syngur þjóðkór und- ir stjórn Páls Isólfssonar og er gert ráð fyrir að allir viðstadd- ir “taki undir”. Ef til vill munu skáld flytja þarna kvæði. fþróttasýningarnar verða í 3 atriðum. Úrsvalsflokkur 16 fim- leikakvenna sýnir listir sínar, 200 manna fimleika flokkur karla sýnir leikfimi og úrvals flokkur 16 karlmanna sýnir leik- fími. Þá fer og þarna fram úrslit íslandsglímunnar. Keppa 6—8 glímumenn til úrslita, en áður verður búið að keppa í glím- unni að öðru leyti en því, að úrslit verða eftir. Til mála hefir komið, að dans að verði á eftir á pallinum, en þá sennilega ekki nema til mið- nættis eða skemur. Hátíðahöldin í Reykjavík 18. júní. Næsta dag verða hátíðahöld í Reykjavík. Hefjast þau kl. 1,30 með allsherjar skrúðgöngu. Bær- inn verður flöggum skreyttur og ætlast er til að þúsundir manna taki þátt í hópgöngunni. Börn og fullorðnir taka þátt í göng- unni. Börnin bera íslenzka fána og margir fánar verða í skrúð- göngunni. Þjóðhátíðarnefndin hefir átt tal við mörg landsam- bönd og félagasambönd, svo sem skáta, íþróttamenn, stúdenta og aðra, sem væntanlega fylkja sér undir félagafána sína í göng- unni. Skrúðgangan hefst sennilega hjá Háskólanum og verður gengið um bæinn og fram hjá Alþingishúsinu. Forseti Islands mun standa á svölum Alþingis- hússins og taka á móti hyllingu mannfjöldans í göngunni. Þaðan verður gengið á Lækj- artorg og göturnar er liggja að Stjórnarráðshúsinu. Þar verður komið fyrir ræðupalli og mun forseti Islands halda þar ræðu til þjóðarinnar. — Verður það sennilega 20 mínútna ræða. Kvöldhálíð 18. júni. Hátíðarnefndin mun gera ráð stafanir til að samkomuhús 1 Reykjavík verði opin almenn- ingi að kvöldi þess 18., sem er sunnudagur og verða þau senni lega opin lengur en venja er til og frjáls til afnota öllum al- menningi til að skemta sér. Flulningar til og frá Þingvöllum. Eitt mesta vandamálið í sam- bandi við hátíðahöldin á Þing- völlum, ,sem nefndin verður að ráða fram úr, eru flutningár fólks milli Reykjavíkur og Þing- valla. Mun sennilega verða tekið það ráð, eins og á Al- þingishátíðinni, að allir leigu- bílar verða teknir leigunámi með bráðabirgðalögum. Er það nauðsynlegt til að fá farartæk- in undir eina stjóm og tryggja, að sem mest not fáist af farar- tækjum, sem til eru. Hefir nefndin áætlað, að hægt verði að flytja 15,000 manns með þeim leigubílum (vöru- bílar meðtaldir) sem til eru í bænum. En þá verður að fara tvær ferðir um morguninn og fyrri ferðina verður að fara “hringinn”, um ölfus og Hellis- heiði. Þá er gert ráð fyrir, að þeir sem eiga einkabíla, flytji eins mikið af kunningjafólki sínu til Þingvalla og þeir geta og fari þeir einnig tvær ferðir. Er nauðsynlegt að bílaeigendur sýni góðan vilja í þessu efni. Heppilegt væri, að ungt fólk, sem á tjöld, fari til Þingvalla daginn áður og tjaldi þar yfir nóttina til að létta á flutning- unum 17. júní. Verða vafalaust margir, sem velja þá leið. Veiíingar á Þingvöllum. Ekki verður hægt að hafa neinn heitan mat til sölu á Þing- völlum 17. júní. Hinsvegar verð- ur séð fyrir að til sölu verði kaffi, öl, gosdrykkir og sæl- gæti í tjöldum, sem sett verða upp. Fólki er því ráðlagt að taka með sér mat, t. d. brauð- pakka. Valhöll verður eingöngu fyrir þingið og gesti Alþingis. Erfill um gistingu í Reykjavík. Nefndin vill eindregið ráða fólki utan af landi frá að koma til Reykjavíkur til þess að verða viðstaitt hátíðahöldin þar, nema að það hafi víst húsnæði hjá kunningjafólki sínu. Það verður ekki hægt að sjá fólki fyrir gistingu að neinu ráði, þó eitthvað verði hægt að setja upp af gististöðum í skólum bæjarins. Hátíðahöldunum verður öll- um útvaipað og geta menn úti á landi fylgt með öllu, sem ger- ist. Ennfremur er gert ráð fyr- ir, að hátíðahöld fari fram í öllum bæjum og sveitum lands- ins hátíðisdagana. — Hefir nefndin skrifað bæjar- og sveitar stjórnum um þetta mál og hafa nokkrir bæir þegar skipað nefnd- ir til að sjá um hátíðahöld. Hvetur þjóðhátíðarnefndin til þess að hátíðahöld verði sem víðast haldin þar sem því verð- ur við komið og mætti þá flétta útvarp hátíðahaldanna inn í þau. HáííðarmerkL Hátíðarnefndin bauð til sam- keppni um merki fyrir hátíð- ina. Bárust nokkrar tillögur, en ekki leyst nefndinni á neina þeirra. Þó var Stefáni Jónssyni veitt verðlaunin, þar sem hann hafði sent beztu tillögurnar og verður ein af tillögum hans notuð á minnisskjöld, sem gerð ur verður. Merki hátíðarinnar hefir verið ákveðið. Er það fánaskjöldurinn úr skjaldar- merkinu gamla, landvættirnir ekki hafðir með, en yfir fána- skildinum er upprennandi sól og greypt í orðin “17. júní 1944”. Reynt hefir verið að fá merki þetta gert í “emalie” vestur í Ameríku, en engin vissa er feng- in fyrir því að merkin komist hingað fyrir hátíðina og verður þá að notast við prentuð bréf- merki. Minnisskjöldur. Þá hefir verið ákveðið að gera minnisskjöld í tilefni af hátíðinni. Skjöldur þessi verð- ur kringla, um 10 sentimetrar í þvermál. Öðru megin verður merki hátíðarinnar, en hinum megin mynd af Fjallkonunni. Þessi minningarskildir verða gefnir gestum og þingmönn- um. Önnur gerð merkisins verður til sölu. Ekki er heldur Framh. á 20. bls. INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR TIL ÍSLENDINGA, í TILEFNI AF ENDURREISN LÝÐVELDISIN S ÞANN 17. JÚNÍ 1944. Ki)t Jtolborougf) Smith Street - - Winnipeg ★ ÁRNAÐAROSKIR til íslenzku þjóðarinnar og ís- lendinga vestan hafs í iileíni af endurreisn hins forna lýðveldis á Islandi. Joseph Gundry, forseti Gundry Pymare Ltd., og einn af for- stjórum Joseph Gundry & Co. Ltd., sem nýlega var staddur í Winnipeg. ★ frá FÉLAGINU SEM BÝRTIL KINGFISHER NETIN Óháðir framleiðendur fiskineiia, sem nofuð eru um allan heim. — Yfir 290 ára gamalt félag. JOSEPH GUNDRY & CO LTD. Bridport, England Umboðsmaður í Winnipeg: Thorvaldur R. Thorvaldson Gundry Pymore Limited 60 Victoria Street Winnipeg — Man. Sími 98 211 l HAMINGJUÓSKIR til íslenzka þjóðarbrotsins í Canada, írá ... United Grain Growers Limited « • Hamilton Bldg., Winnipeg ÁRNAÐARÓSKIR TIL ÍSLENDINGA í TILEFNI AF LÝÐVELDISHÁTÍÐINNI. OXFORD HOTEL Staðurinn. þar sem Islendingar rabba saman. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.