Lögberg - 12.10.1944, Side 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1944
---------lögberg----------------------►
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
—---------—--------------------------+
í andlegri nálægð
við ísland
Þegar eg kom á vettvang á þriðjudags-
morguninn, hafði eg það samstundis á með-
vitundinni, að nú væri annríki mikið í vænd-
um, því mér hafði til þess að byrja með, borist
í hendur boðsbréf frá borgarstjóranum, Lá-
Guardia, til þess að vera við móttökufagnað
fyrir forseta íslenzka lýðveldisins í ráðhúsi
risaborgarinnar klukkan hálf eitt þá um dag-
inn; eg fann til þess að þar yrði vitaskuld um
sögulegan atburð að ræða; atburð, sem valda
mundi straumhvörfum í sögu stofnþjóðar minn-
ar.
Frá því er eg fyrst mundi eftir mér og fór
vitund að kynnast sögu og baráttu íslenzku
þjóðarinnar, hafði mig ávalt dreymt um hana
sem frjálsa og fullvalda þjóð; eg var á Þing-
völlum, er Bjarni frá Vogi haslaði þar kross-
fánanum völl; fánanum, sem Einar Benedikts-
son orti um hið eggjandi og ódauðlega ljóð
sitt; mér stóð jafnan í fersku minni, er danskir
oflátar réðust að Einari Péturssyni bróður Sig-
urjóns á Álafossi fyrir það, að hann hafði á
smákænu á Reykjavíkurhöfn einhverja pjötlu-
mynd, er tákna skyldi þjóðfána íslands; þessi
atburður, ásamt vitaskuld mörgum fleirum,
rifjaðist upp í huga mínum þenna fagra og
eftirminnilega þriðjudagsmorgun í ’ “einver-
unnar helgidóm” í hinni vingjarnlegu íbúð
minni á Savoy Plaza hótelinu; það dirfðist eng-
inn að amast við krossfána íslands á flugvell-
inum í New York sunnudaginn á undan, og nú
vissi eg, að seinna um daginn mundi eg verða
sjónarvottur að því, að sjá hann á riý blakta við
hlið stjörnufána hinnar voldugu Bandaríkja-
þjóðar við hið mikla ráðhús þeirra New York-
búa seinna um daginn; tilhugsunin um það
vakti í sál minni óumræðilegan fögnuð; með
stofnun lýðveldisins hafði ísland ekki öðlast
nafnfrelsið eitt, heldur fullfrelsi, sem siðmann-
aðar þjóðir heims, fundu til metnaðar yfir að
viðurkenna og virða. —
Nú minnist eg ummæla hins virðulega for-
seta íslenzka lýðveldisins á mannfagnaðinum á
Waldorf Astoria, sem þau dr. Briem aðalræð-
ismaður og frú, höfðu stofnað til; en skömmu
áður en Sveinn forseti lagði upp í vesturförina,
hafði hann ferðast allvíða um ísland, og mætt
hvarvetna, sem vænta mátti, hinum ástúðleg-
ustu viðtökum; í áminstri veizlu fórust Sveini
forseta meðal annars þannig orð:
“Það er vorhugur í íslenzku þjóðinni, það
fann eg bezt á ferðum mínum um landið, þar
sem margir- sögðu að ferðalag mitt hefði verið
áframhald af 17. júní. Nú finn eg enn hversu
17. júní á djúp ítök með þjóðinni, eg finn líka
hve stórt Island er, þegar eg sé yður öll hér, og
mér er ljóst, að för mín hefði verið ófullkomin,
ef eg hefði eigi séð yður.” Það opnaði fyrir mér
nýja heima, að hlusta á þessi fögru og drengi-
legu orð æðsta valdsmanns íslenzku þjóðar-
innar, og þá ekki hvað sízt á tímamótum sem
þessum, er svo mikill fjöldi fólks, sýnist vera
að tapa traustinu á öllu og öllum. — Og nú í
sömu andránni mintist eg þess, að hafa nýlega
lesið í “Fálkanum,” blaðinu, sem vinur minn
Skúli Skúlason gefur út í Reykjavík, ummæli
um fyrsta lýðveldisforseta íslands, þar sem
hann er kallaður “mesti mannkostamaður ís-
lenzku þjóðarinnar,” og ætla eg að þar sé um
ákyggileg sannmæli að ræða; við þessar ein-
veruhugleiðingar mínar skaut upp í huganum
fyrstu vísunni í verðlaunaljóði Jóhannesar úr
Kötlum frá 17. júní í sumar:
“Land míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi;
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
— ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.”
Að eg, að minj -1 kosti á þessu augnablik-
inu, stæði í andlegri nálægð við Island, upp-
runa minn og ætt, kom mér ekki til hugar að
efast um.
En hví að gefa sig draumórum á vald? Var
ekki þetta augnablik, eins og í rauninni öll
önnur augnablik mannsævinnar, líf veruleik-
ans? Vissulega var það svo, þó það á hinn bóg-
inn væri undursamlega dýrðlegt, að láta hug-
ann dvelja um hríð við draumalandið norður
í höfum.
“Út vil ek.” — Eg snaraði mér inn í lyftuna,
og var á augnabliki kominn út á Fifth Avenue,
þar sem eg “hitti mig sjálfan á barnanna leið”
eins og Einar Benediktsson sagði; morgunloft-
ið var óumræðilega hressandi; eg var á þessu
slangri í því nær þrjá stundarfjórðunga, og
hálf-gleymdi tímanum; ljóðlínur Stephans G.
Stephanssonar vöktu mig brátt úr leiðslu:
“Svo ertu ísland í eðli mitt fest.
að einungis gröfin oss.skilur.”
Nú komst eg að raun um, að vissara var
_a.ð hafa hraðan við, því áður en langt um liði
'skyldi lagt upp í ferðina til ráðhússins; jafn-
skjótt og eg kom til hótels míns, flýtti eg mér
upp á “Central” og það stóð heima; þeir ferða-
félagar mínir voru svo að segja til taks, og
innan fárra mínútna vorum við stignir upp í
leigubílana og lagðir af stað áleiðis til ráð-
hússins; eins og gefur að skilja, vorum við allir
í sjöunda himni, því nú stóð mikið til; útsýnið
var fagurt og tilkomumikið; þegar við vorum
komnir á breiða veginn, Broadway, þar sem
umferðin var sem allra þéttust, gerðist sá at-
burður, að ein hjólgjörðin á bílnum flattist út,
og varð því eigi lengra komist á slíku farar-
tæki; um leið og þetta gerðist, skaut þarna upp
í kringum okkur slíkum sæg lögregluþjóna, að
eg varð því nær forðviða, því þeirra gætti til-
tölulega lítt áður; minti þetta á púkamergð *í
írskum ævintýrum; bilun hjólgjarðarinnar kom
þó eigi að sök, því svo að segja í einni svipan
vorum við komnir upp í annan leigubíl, og upp
frá því bar ekkert markvert til titla eða tíðinda
__fyr en í áfangastað kom.
Ráðhús New York borgar, er eins og vænta
má, heljar mikil bygging; að minsta kosti fanst
mér það, borið saman við krílið okkar í Winni-
peg, þar sem Garnet Coulter um þessar mundir
ræður ríkjum; við höfðum boðsbréfin frá La-
Guardia svo engin minsta hætta var á, að okk-
ur yrði synjað aðgangs; er að ráðhúsströppun-
um kom, greip mig undarleg tilfinning; mikill
mannfjöldi hafði þegar safnast fyrir á staðn-
um; gagnvart megin-innganginum var skeifu-
mynduð fylking lögregluriddara á fríðum fák-
um, en til beggja handa hervörður; og allur
þessi mikli viðbúnaður var vegna komu forseta
íslenzka lýðveldisins til New York, vegna Is-
lands. Hvern hefði órað fyrir slíku fyrir tuttugu
og fimm til þrjátíu árum eða svo?
Til hægri handar þar, sem inn var gengið,
var voldug hljómsveit á palli einum miklum, en
beggja vegna anddyris blöktu þjóðfánar Banda-
ríkjanna og Islands.
Boðsgestir allir, sem skiftu mörgum hundr-
uðum, komu saman á skrifstofu borgarstjóra,
sem er hið mesta gímald; um leið og Sveinn
forseti kom inn á skrifstofuna, lék hljómsveitin,
Ó Guð vors lands, en þegar á eftir þjóðsöng
Bandaríkjanna; eg hefi oft viknað við að hlusta
á hinn óviðjafnanlega lofsöng Matthíasar frá
1874 í tónbúningi Sveinbjörnssons, en í þetta
skiftið fékk viðkvæmni mín, í slíkri órafjar-
lægð frá íslandi, á sig nýjan blæ, sem mig brest-
ur orð til að lýsa.
Áður en hin formlega móttökuhátíð fór
fram, litaðist eg um eftir föngum í mannþyrp-
ingunni; kom eg þar brátt auga á mörg kunn
andlit; eg held helzt að því nær heil og óskift
íslenzka nýlendan í New York hafi verið þarna
saman komin, ásamt mörgum íslendingum, sem
lengra voru komnir að; þarna var sægur Skandi-
nava; hefir þeim sennilega runnið blóðið til
skyldunnar; þarna ægði saman miklum sæg
tungumála, svo sem ítölsku, dönsku, norsku,'
sænsku og íslenzku; þarna mælti hver á því
máli, er helzt hann kaus, og þó ótrúlegt kunni
að þykja, fór lang minst fram af samræðum
manna á milli á ensku; svona er New York
heimsborgaraleg, eða getur að minsta kosti verið
það, ef svo býður .við að horfa. —
Og nú stígur hinn hörundsdökki og ítur-
vaxni borgarstjóri lítið eitt fram, tekur í hend-
ina á forseta íslands og býður hann formlega
velkominn í nafni borgarbúa; og þarna flutti
hann vitaskuld ræðu, eins og hverjum skikkan-
legum borgarstjóra, sem teljast vill maður með.
mönnum, ber að gera; hann lauk máli sínu með
eftirgreindum orðum á íslenzku:
“Herra forseti. Viljið þér bera kveðjur
fólksins hér í borginni til þjóðar yðar. Skilið
til hennar, að það beri Vinsemdarhug í brjósti
til hennar og óski henni alls hins bezta. — Lengi
lifi íslenzka lýðveldið!” — ^
Sveinn forseti svaraði borgarstjóra með
fagurri og íturhugsaðri ræðu, um leið og hann
bað Bandaríkja þjóðinni guðs blessunar í fram-
tíð allri.
Það voru fleiri en við Islendingarnir, sem
urðu snortnir af ljúfmannlegri framgöngu
Sveins forseta og hinni prýðilega fluttu ræðu
hans við þetta sögulega tækifæri; það voru
undantekningarlaust, allir, allir!
Eftir að öllum hinna mörgu gesta hafði
gefist þess kostur, að taka í hönd borgarstjóra
og forseta, tóku fylkingar að riðlast, og við óm-
inn af þjóðsöngvum Bandaríkjanna og íslands,
sleit þessari hrífandi móttökuathöfn í voldug-
ustu borg heimsins, sem haldin var vegna for-
setans og hins endurborna, is-
lenzka lýðveldis.
Við sendifulltrúarnir frá Win-
nipeg og nokkurir fleiri landar,
tókum okkur nú far með neðan-
jarðarlest, langt, langt út í borg-
ina miklu.
Framh.
Af íslenzkum náms-
mönnum í Suður-
Kaliforníu
Talið er, að um tvö hundruð
íslenzkra stúdenta séu nú við
nám í amerískum framhaldsskól-
um og vinnustöðvum. Mörgum
lætur þetta hálf ótrúlega í eyr-
um. Þegar betur er að gáð, er
þetta ekki allsendis ósennilegt.
I fyrsta lagi hafa íslenzkir náms-
menn frá stríðsbyrjun varla átt
í annað land að leita að fram-
haldsmenntun þeirri, sem heima-
landið gat ekki látið þeim í té.
I öðru lagi hafa fjárhagsleg efni
aldrei verið meiri meðal almenn-
ings en á þessum sama tíma, og
ungir menn hafa varið uppgripa-
fénu til utanfara og frama frek-
ar nú en nokkru sinni fyrr. I
þriðja lagi eru Bandaríki Norður
Ameríku fjörutíu og átta að tölu,
og þurfa þá ekki að koma fleiri
en fjórir og fimm á hvert ríki
til þess að hægt sé að fela tvö
hundruð íslenzka stúdenta. Og
víst hafa þeir sótt flest ríkin
heim, þótt ekki séu íslendimgar
við nám í öllum ríkjunum. Ör-
fáar borgir hafa samt dregið til
sín meiri hluta þessara náms-
manna, og helmingur þeirra er
niðurkominn í sex borgum. Ein
þeirra er Los Angeles (ásamt
útborgum) í Kaliforníu, þar sem
fimmtán til tuttugu íslendingar
hafa verið við nám síðastliðið ár.
Það kalla stúdentar með sér “ný-
lendu”, að hópur þeirra sest að
á einn stað.
Fyrsti íslenzki stúdentinn
Los Angeles kom hingað haustið
1941, og í tvö ár voru hér eigi
fleiri við nám en tveir í senn.
En síðastliðið haust fjölgaði þeim
í tólf. Eins og sakir standa, telj-
ast hér nú átján við nám. Nokkr-
ir munu þó vera á förum fyrir
veturinn, sumir á heimleið, aðrir
skipta um skóla og stað. Yfir-
leitt hefir stúdentum fallið vel
við þá skóla, sem þeir hafa lesið
við hér, énda þótt öllum hafi
ekki reynst öruggar þær upplýs-
ingar sem þeir höfðu um skólana.
Þegar þeir komu að heiman. I
mörgum tilfellum getur verið
illmögulegt að treysta öðru en
eigin reynslu í því efni, og verða
menn þá að flytja sig úr stað
eftir því sem þeir verða vísari.
Því ber það að athuga, að ýmsir
skólar eiga frægð sína að þakka
yfirburðum á einu sviði, en varla
ofan við meðallag á öðru, og í
sumu varla liðgengir. Það er að
minnsta kosti tæpt að trúa
amerískum auglýsingum. Enn
ber það að nefna, að skólar eru
hér mjög misdýrir, og fer það
ekki alltaf eftir gæðum. Ríkis-
skólar eru að jafnaði beztir og
ódýrastir.
Neðantaldir námsmenn stumda
hér nám, eða hafa nýlokið námi:
Við ríkisháskólann, Uni-
versty of California at Los
Angeles:
Jónas Jakobsson lauk B.A.
prófi í veðurfræði í febrúar s. 1.,
og nemur nú og starfar hjá Pan
American World Airways í San
Fransisco.
Halldór Þorsteinsson lauk B.A.
prófi í rómönskum tungumálum
í júní og heldur nú áfram námi.
Hlynur Sigtryggsson les veð-
urfræði.
Við Universtty of Southern
California hafa stundað nám:
Gunnar Bergmann, blaða-
mennsku.
Rögnvaldur Johnson bygginga
list.
Júlíus M. Magnús verzlunar-
rekstur.
Við framhaldsnám í Los Ange-
les, eftir að hafa lokið prófi í
verzlunarfræði í Minneapolis í
febrúar s. 1., eru þær:
Dóra Kristinsdóttir (lauk
prófi við Minnesota School of
Commerce).
Oddný Stefánsson (University
of Minnesota).
Jóhannes Newton lauk B.A.-
prófi við John Hopkins Universi-
ty í Baltimore, Maryland, s. 1.
haust, og hefir síðan unnið hér
hjá North American Aeroplane
Factories.
Örlygur Sigurðsson hefir
stundað málaralist við Chouinard
Art Institute í Los Angeles.
Einar Markússon nemur píanó
leik af rússneskum tónlistar-
manni í Hollywood.
Guðmundur Jónsson er við
söngnám hjá Samoiloff Bel Canto
Studios and Opera Academy í
Los Angeles.
Egill Halldórsson les verzlun-
arfræði við Woodbury College.
Elly Halldórsson lærir tízku-
teikningu.
Jón Friðriksson býr sig undir
nám við California Technical
Institute í Pasadena.
Við Curtiss Wright Technical
Institute í Glendale læra þeir
flugvirkjun:
Steinþór Loftsson, hann hefir
nú lokið námi.
Ásmundur Daníelsson.
Dagur Jskarsson.
Gunnar Valdimarsson.
Halldór Guðmundsson.
Sveinbjörn Þórhallsson.
Félagslíf stúdenta.
Byggð er mjög dreifð í Suður-
Kaliforníu, Los Angeles er við-
feðmasta borg heimsins, að til-
tölu við mannfjölda, og hún er
nú fjórða fjölmennasta borg í
Bandaríkjunum. En þótt langt sé
á milli bæja, ef svo mætti segja,
hafa íslenzkir námsmenn hér um
slóðir verið mjög samrýmdir.
Þeir hafa stofnað með sér félag,
1 sem ber naínið Félag íslenzkra
stúdenta í Los Angeles og ná-
grenni. Félaginu tilheyra allir
námsmenn íslenzkir í Suður-
Kaliforníu, og skylda þeir Sxg til
að koma saman til gleðihalda,
frásagna og viðræðna um íslenzk
málefni eigi sjaldnar en einu
sinni í mánuði. I fyrstu stjórn
félagsins voru kosnir: Gunnar'
Bergman formaður, Halldór Þor-
steinsson vara-formaður. Rögn-
valdur Johnsen féhirðir, Hlynur
Sigtryggsson ritari.
Stúdentarnir önnuðust fagnað
Islendinga í Los Angeles 17. júní,
og ber félaginu framvegis að
minnast bæði þess dags og 1.
des. ár hvert.
Islenzkir námsmenn hér hafa
átt mikilli velvild og gestrisni að
fagna hjá íslendingum búsettum
á þessum slóðum. Þó telja þeir
sig, hvað það snertir, standa í
meiri þakkarskuld við tvenn ís-
lenzk hjón hér en nokkra aðra.
Þessir ágætu íslendingar eru
þau Guðný og Gunnar Matthías-
son og Margrét og Skúli Bjarna-
son. Guðný er fædd vestan hafs
og hefir aldrei til íslands komið,
en talar þó svo tæra íslenzku, að
betur væri, að við heimalning-
arnir værum allir jafn öruggir
í meðferð tungunnar. Gunnar er
Matthíasar skálds Jochumssonar,
maður ramm-íslenzkur í anda og
sannleika, söngvinn og skemmti-
legur. Margrét og Oddgeirsdótt-
ir, prests í Vestmannaeyjum, og
Skúli er góður og gegn Ámesing-
ur, og er alúð og lipurð þeirra
hjóna viðbrugðið. Lesendur
vestur-íslenzku blaðanna bera
kensl á Skúla, svo marga róman-
tiska línuna, sem hann hefir
sent þeim. Gunnar og Skúli fóru
báðir af íslandi á unga aldri og
eiga senn að baki hálfrar aldar
dvöl í þessu landi. Af því mundu
kannske sumir halda, að Islend-
ingurinn væri farinn að rýrna í
þessum mönnum, svo fjarri sem
þeir eru föðurlandinu í tíma og
rúmi. En í rauninni eru þeir og
verða alltaf íslendingar. Á þeirri
skoðun erum við, sem þekkjum
þessa góðu drengi og þeirra góðu
stúlkur. Þá viðkynningu hafa ís-
lenzkir stúdentar haft af þessum
ljúfmannlegu hjónum, að þeim
finnst þeir vera nærri heimaland
inu, þegar þeir eru staddir heima
hjá Margréti og Skúla eða Guð-
nýju og Gunnari. Svo mjög hefir
þeim verið tekið þar opnum örm-
um, að þeir telja þessi ágætu
heimili sem önnur heimili sín,
og eiga þaðan margar sínar beztu
endurminningar héðan úr landi.
Þakklæti sitt vottuðu stúdentarn-
ir með því að gera þau Guðnýju
og Gunnar Matthíasson og
Margréti og Skúla Bjarnason að
heiðursfélögum í félagi íslenzkra
stúdenta í Los Angeles. Heiðurs-
samsæti hélt félagið Guðmundi
söngvara Jónssyni á dögunum,
þegar hann var á förum heim til
íslands, því að hann, svo sem
hinir listamennirnir í okkar hópi,
Einar Markússon og Örlygur
Sigurðsson, hefir öðrum fremu
borið hróður íslands um þessar
fjarrænu slóðir, hvar glóaldin
gróa að rótum snævi þaktra
fjalla.
Los Angeles, í ágúst 1944
Gunnar Bergmann.
Svolátandi auglýsing stóð í
blaði í Nizza:
Miljónamæringur, ungur og
fríður, óskar að kynnast ungri
stúlku, sem er lík söguhetjunni
í skáldsögunni nýju eftir M. . .
Eftir sólarhring var skáldsagan
uppseld. i
—Sumir af kjósendum yðar
eru ósammála yður, sagði kosn-
ingasmalinn.
—Þú skalt hafa tölu á þeim,
þegar þeir eru Jcomnir í meiri
hluta þá sný eg við blaðinu og
verð sammála þeím.
iiihhiiiii
inBuiiffflf
1
Samkeppni nútímans
krefst sérmentunar
Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða,
krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf
hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins,
og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun-
inni óumflýjanleg.
Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn-
ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir
nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir,
sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til
skrifstofu LÖGBERGS
695 Sargent Avenue, Winnipeg
og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig!
|
■
■
I
I
|
ÍmiHIIIBlBliUBI
HUiHIKíHIIUKB,
líinaiKliJ
|liKil/H.IIII^K*::ií'