Lögberg - 12.10.1944, Síða 7

Lögberg - 12.10.1944, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1944 7 Líkn Hér með fylgir orðsending til íslendinga í Saskatchewan, sem eg vona að þeir taki á móti með vinsemd. Fá orð í íslenzkri tungu, biðj- andi um hjálp, tákna betur þörf þess er biður, en orðið líkn. Líknarfélög eru hjálparfélög nefnd, er efsta stig þess máls er notað.— Kæru landar! Nú er eg kom- in til þess að biðja um aðstoð til líknar, ekki mér eða mínum, heldur handa hóp af börnum í vissu landi, er orðið hafa fyrir skelfingum stríðsins. Því mið- ur get eg-ekki gert frekari grein fyrir þessu nú. Yfirvöldin hér hafa leyft fjársöfnun, en þau hafa enn ekki séð sér fært að leyfa að það sé tekið til blað- anna. Eg get því ekki tilgreint hvert hjálpin fer, hér í blaðinu, en vilji einhver voga á það, að senda mér dollar til þessara þarfa, þá skal strax um hæl koma til hans eða hennar full skýring prívat á því hvert hjálp- in fer. Eg gæti bent á nokkra íslendinga í Saskatchewan, sem taka þátt í þessari söfnun, sér- staklega einn sem mér er vel kunnugt um, en af því eg tek það alveg upp á mig að skrifa þessar línur, sökum þess að eg á erfitt með að ná í fólk að við- tali, þá tel eg rétt allra kring- umstæðna vegna, að nefna ekki neinn. Eg bið Lögberg og Heims- kringlu að gera svo vel að taka .þessar línur endurgjaldslaust og birta einu sinni. Prentaðar skýrslur eru nægar til yfir það, sem gert hefir verið og svo mun gert verða framvegis. í þessum skýrslum getur hver einstakling- ur rakið sig að réttu máli. Nú er uppskeran að komast í hendur manna. Það er mikill munur á því að stunda vinnu sína heima, í ró og næði og taka nú á móti því, sem hjá mörgum er afbragðs uppskera — prísinn á öllum búsafurðum hærri en lengi hefir verið — en að vera staddur í skelfingum ófriðarins. Sá munur er svo mikill, að hann fær enginn útmálað. Og svo hörmuleg sem örlög þeirra full- orðnu eru, þeirra, sem þar eru staddir, þá ógnar manni þó mest að vita af börnunum þar. ís- lendingar! Eg vona að þið vog- ið dálítilli hjálp í hendur mér í þessu, þó eg geti ekki greint betur frá. Eg sannfæri ykkur um, að það er líkn. Líka skal eg sannfæra ykkur um það, að það kemst til skila úr mínum hönd- um. Með vinsemd, Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Box 78, Leslie, Sask. Fagurfræðin og lífið Framh. af 3. bls. skefjum. Og þannig eiga þeir að hegða sér í lífinu sjálfu, eins og þegar þeir eru í leikhúsinu. Fagurrænt verður aldrei það, sem kemur mönnum langt út úr jafnvægi. Þó að tilfinningarnar komi mest til greina við hin fagur- rænu áhrif, hefir þó vit og vilji mikið að segja. Tilfinningin fyrir fegurð verður dýpri og innilegri, ef þekking og viljia- kraftur stendur að baki þeim, eða styrkir þær. Sumir menn telja fagurræn- ar tilfinningar sérstaka tegund tilfinninga. En það er rangt. Allar til- finningar spretta af sömu rót. Taugakerfið er aðeins eitt leiðslukerfi, þó að það séu breytilegar kenndir og tilfinn- ingar sem um það fara. Sá, sem þjáist, sá sem er sigurglaður, sá sem er í lífsháska finnur ekki til á sama hátt og hinn. En öll þessi ólíku hughrif, er menn verða fyrir, eru svo að segja leikin á sömu strengi, aðeins á Á myndinni sézt björgunarliðið á Englandi vera að hjálpa konu niður úr byggingu, sem hefir orðið fyrir flugsprengju. mismunandi hátt, eftir atvikum. Hvað er fagurt? Það er eríitt að svara þessari spurningu, svo fullnægjandi sé. En það má segja, að allt, sem komi oss í fagurrænt ástand, sé fagurt. En sálir mannanna eru svo margvíslegar, að einn kallar það fagurt, sem annar telur ekki fagurt. Eða öðrum virðist eitt- hvað miklu fegurra en hinum. Það, sem veldur sterkum fjar- rænum áhrifum hjá gáfuðum og fróðum manni, virðist oft þekkingarsnauðum og heimskum manni lítilsvert, og jafnvel ó- skiljanlegt að nokkur hrífist af því. Annars eru engin ákveðin tak- mörk milli hins fagurræna, vís- indalega og hagkvæma (prakt- iska) að sumra áliti. Sem dæmi um mismunandi smekk má nefna það, að villtar og hálf- villtar þjóðir iðka hljóðfæra- slátt, er siðuðum mönnum virð- ist arg og óhljóð, en hinir hafa yndi af. Það vaknar því sú spurn ing, hvort öllum fyndist ekki allt jafn fagurt, væru þeir á sama menningarstigi. En nær liggur þó að svara því neitandi. H. E. Örsted segir í riti sínu: “Tveir kapítular í fagurfræði”: “Hið fagra er það ástand hlut- anna, sem veldur áhorfandan- um ánægju eða gleði. Fegurðin getur verið einhliða, eða rík af margbreytni”. Margir þykjast ekki skilja hvað átt er við með orðunum einhliða og margbreytni í þessu sambandi, þar sem sumum virðist það einhliða, er öðrum virðist margbrotið. Og svo hið gagnstæða. Annars er hið ein- falda og margbrotna venjuleg- ast saman slungið. Ef vér alltaf fáumst við hið sama. koma leið- indin. Og ef við allt í einu lend- um í margbrotnu viðburða öng- þveiti, truflumst vér. Hvorttveggja getur verið leiðinlegt. En oftast fer bezt á því, að hið einfalda og marg- brotna fari saman. 'Oss þykir einföld bein lína leiðinlegri en hringur og sporaskja. í því síð- arnefnda er meiri tilbreytni, þó formið sé einfalt. Stórmeistari fagurfræðinnar, Aristóteles, skýrir þetta í bók sinni, “Poetik”. Hann segir: “Hið fagra, hvort sem það er málverk eða annað hlutur, verður bæði að vera í samræmi innbyrðis og út á við. Málverk má ekki vera mjög lít- ið, því að ef nærri því er geng- ið, truflast stærðarhlutföllin fyrir augum áhoríandans. Það má heldur ekki vera of stórt. Því ef það er afar stórt, getur áhorfandinn ekki í sömu and- ránni athugað það sem heild og komið auga á hvern einstakan hlut þess, svo fullnægjandi sé. Hið fagra er ekki einungis utan við oss sjálf. Það býr einn- ig í oss. Hve mikla fegurð vér sjáum og njótum fer mjög eft- ir þekkingu vorri, næmleik til- finninganna og vilja. Vondur maður sér færra fag- urt en góður.” Vísir. HLUTDEILD YÐAR i FRJÁLSU SAMFÉLAGI Vér CANADABÚAR höfum átt þess koát að spara og njóta lifnaðarhátta, sem aðrar þjóðir undraát yfir og öfunda oss af. v Vér höfum haft trauát á tápi voru og framtaki, og með þessu hvorutveggja höfum vér grundvallað frjálát þjóðfélag sem vér köllum Canada. Sérhver einátaklingur, sem á hlutdeild í frelsi voru ber einnig hina alvarlegu ábyrgð á að verja það. Með því að kaupa Sigurláns Veðbréf, eignumát vér vissa hlutdeild í framtíð Canada. Það, sem vér leggjum fram í dag, er hlutdeild í framtíð Canada. Það, sem vér leggj- um fram í dag, er hlutdeild vor í afkomu Canada á % morgun. Sparifjár af frjálsum vilja, er nú hin meáta þörf, til þess að átanda straum af síhœkkandi stríðskostnaði. Kaupið að minsta kosti einu veðbréfi fleira en síðast. Verið viðbúin að kaupa FLEIRI SIGURLÁNS VEÐBRÉF NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 7-53

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.