Lögberg


Lögberg - 23.11.1944, Qupperneq 4

Lögberg - 23.11.1944, Qupperneq 4
1 ------------Xögberg---------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskriít ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögrbergf” is printed and publishea by The Columbia Press. Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg. Manitoua PHONE 8 6 32 7 Villimannlegt athæfi Japanskri herneskju hefir löngum verið við brugðið sakir villimannlegs athæfis, þó fyrst kasti nú tóftunum, að því er hermálaráðherra Breta, Sir James Grigg, nýlega sagðist frá; lét hann þess getið í yfirlýsingu til brezka þings- ins, að sér hefðu borist til eyrna óyggjandi sann- anir fyrir því, að breytni Japana gagnvart brezkum stríðsföngum hefði verið og væri slík, að hvarvetna hlyti að vekja andstygð meðal siðmannaðra þjóða; kvað Sir James það nu „ fullkomlega sýnt að fimti hver brezkur her- maður, sem tekinn var til fanga í Singapore og eins á Java, hefði verið píndur til dauðs undir hinum viðurstyggilegustu kringumstæðum við lagningu járnbrauta um skógarþykknin í Siam; menn þessir voru sveltir og reknir áfram eins og hundar í steikjandi sólarhitanum, berhöfðað- ir og án teljándi drykkjarfanga. Sir James rök- studdi mál sitt með þeim upplýsingum, sem hér fara á eftir: Japanskt stríðsfangaskip sigldi frá Singapore í september mánuði; skip þetta sökk í saltan mar; það hafði innan borðs eitthvað um þrettán hundruð stríðsfanga; flest voru þetta brezkir menn, eða samherjar þeirra frá brezku sam- bandsþjóðunum; um það leyti. er skipið sökk, voru mörg hundruð manns að reyna að bjarga sér á sundi. Japanir tíndu aðeins upp sína menn, er þeir náðu til, en létu hina deyja drottni sínum. Sir James kvaðst bera kvíðboga fyrir því, að megin þorri hinna brezku stríðs- fanga, er með skipinu voru, hefðu látið lífið; þó björguðust nokkrir af fyrir drengilegan at- beina Bandaríkjamanna, er komu á vettvang, og hættu lífi sínu við björgunartilraunirnar; sum- ir fanganna, sem bjargað varð, eru nú komnir til Bretlands, og eru þeir heimildarmenn brezka hermálaráðherrans; að því er þessum heim- komnu hermönnum segist frá, voru flestir stríðs- fangar sameiðnuðu þjóðanna, er Japanir náðu haldi á Singapore og á Java, fluttir hið bráðasta til Burma og Siam í þrælkunarvinnu við lagn- ingu járnbrauta, eins og þegar hefir verið vikið að; í áminstum skógarþykknum í Siam, er lofts- lagið baneitrað þeim mönnum, sem því eru óvanir, þó innfæddir lifi það við illan leik af; stríðsfangar frá Ástralíu voru sendir sjóleiðis frá Singapore til Burma snemma á árinu 1942. Föngum þessum var í raun og veru þjappað saman eins og síld í tunnum, og svo var lágt til lofts í ranghölum þeirra á skipinu, að ekk; var viðlit, að fangarnir gætu rétt úr sér, heldur urðu þeir að hýrast þarna í keng allan þann tíma er á sjóferðinni stóð; en er henni lauk, voru þessir píslarvottar knúnir áfram gegnum áttatíu mílna löng skógarþykkni, höfuðfata lausir, hungraðir og sárfættir, öldungis án til- lits til þess hvernig heilsufari þeirra var háttað; meðan á landferðinni stóð, skiptist á hitabeltis steypiregn og kveljandi sólarhiti; matarskamt- ur fanganna á dag, var einskorðaður við bolla af hrísgrjónum og hálfa mörk vatns; hugsandi menn renna skjótt grun í hvern árangur slík að- búð muni hafa borið. Og þarna er þá lifandi komin siðmenning japönsku þjóðarinnar um það leyti, sem fyrri helmingur tuttugustu aldar- innar er í þann veginn að syngja sitt síðasta vers! Og þannig er þá háttað afstöðunni til mannúðarmálanna á vorum dögum í landi hinn- ar rísandi sólar! En þó hér hafi verið dregin fram í dagsljósið örfá atriði úr hermdarverkakeðju Japana á yfir- standandi tíð, þá eru þau jafnframt táknræn upp á Nazismann þýzka og þá ægilegu glæpi, er þýzk hernaðarvöld hafa gerst sek um. Fyrir þetta verða hvorirtveggja aðilja á sínum tíma að svara til sakar. Með það fyrir augum, að brjóta áminst hermd- aröfl á bak aftur, heyja sameinuðu þjóðirnar hina frækilegu frelsisbaráttu sína, inna af hendi eina fórnina annari meiri og halda áfram að gera það unz yfir lýkur, með fullnaðarsigri fyrir mannúðar- og mannréttindastefnuna í heimin- um. Pólitískar slúðursögur Að pólitískar slúðursögur séu í frændsemi við aðrar slúðursögur, verður naumast deilt um, þó stundum séu gerðar til þess tilraunir, að villa heimildir á uppruna þeirra; stöku sinnum hitta þær tilætlaðan hljómgrunn, en oftar fer LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1944 þó vitanlega svo, að þær falli í grýtta jörð, og þá bera þær sig sjálfar til grafar. Slúðursaga, eða öllu heldur hrein og bein lygasaga, hefir verið á sveimi austanlands þess efnis, að hinn nýi hermálaráðherra sambands- stjórnarinnar, General McNaughton, hafi svo að segja alveg fyrirvaralaust skipt um skoðun varð- andi hersöfnunaraðferðina í Canada; að hann væri horfinn frá sjálfboðaliðssöfnuninni, og teldi nú herskyldu til vígaferla austan við haf, öklungis óhjákvæmilega; forsætisráðherrann, Mr. King, lýsti því þegar yfir, að hér væri um Gróusögur að ræða, er mark væri ekki takandi á, og nú hefir General McNaughton tekið af öll tvímæli í þessu efni, því á mánudaginn gerði hann þá yfirlýsingu, að eftir að hafa ráðfært sig við hernaðarvöld hinna ýmsu fylkja hefði hann komist að fullri niðurstöðu um það, að það væri síður en svo, að sjálfboðaliðssöfnunin væri veg- in og léttvæg fundin. Var það ekki General McNaughton, sem skipu- lagði canadiska herinn og dvaldi með honum á fjórða ár á Englandi? Allir dáðu hann, og treystu honum þá. Hvaða ástæða er þá til þess, að vantreysta honum nú, þegar mest liggur viö og mest reynir á þolrifin? Skynsamleg ástæða í þá átt, verður engan veginn auðfundin. Venju- legast er því nú svo farið að róleg yfirvegun mála er líklegri til heillavænm árangurs, en sleggjudómar og innantóm stóryrði; alt það fár- ánlega moldviðri, sem nú er verið að þyrla upp um landið þvert og endilangt í sambandi við herskyldumálið, hefði vel mátt liggja í láginni, og það því fremur, sem eitt og annað óneitan- lega bendir til þess, að til grundvallar liggi vafa- samar, flokkslegar hagsmunahvatir; bilið á milli slúðursagna og rógs, er ekki ávalt ýkja breitt. Samúð og söknuður Fallegasta og stærsta farþegaskip Eimskipa- félags íslands, Goðafoss, er sokkið á sjávarbotn; skip þetta var 1,542 smálestir að stærð; þýzkur kafbátur sendi skipinu þessa vinsamlegu kveðju svo að segja upp í landsteinum, eða eitthvað um tveggja klukkustunda siglingu frá Reykjavík; tuttugu og fjórir úr hópi skipshafnar og farþega týndu lífi, en nítján björguðust af; þetta er tilfinnanleg blóðtaka fyrir jafn fámenna þjóð og íslenzka þjóðin er, og furðulegt grimdaræði má það vera, að svíkjast að friðsamlegri smásnekkju með fáar og friðelskandi sálir innanborðs, ásamt nokkrum smálestum að nauðsynlegri lífsbjörg fyrir fáliðað og afskekt þjóðfélag; í athöfn þess- ari speglast næsta ljóslega ofurmennið þýzka og sú lífstefna, sem þar liggur til grundvallar. Síð- an 1940 hefir íslenzka þjóðin mist. í sjóinn 400 manns, og af þeirri tölu hafa um 200 farist beint og óbeint af völdum þýzkrar herneskju Yfir heimilum þeirra mörgu ættbræðra vorra á Fróni, er mistu ástvini sína með Goðafossi, flögrar nú náttvængjuð sorg; vér finnum sárt til með þeim, og sendum þeim hjartfólgnar sam- úðarkveðjur um leið og vér biðjum þeim bless- unar guðs. Með Goðafossi fóurst læknishjón, þau Dr. Friðgeir Ólason og Dr. Sigrún Ólason, er dvöldu með oss Vestmönnum um hríð, og eignuðust hér, sakir frjálsmannlegrar framkomu og dreng- skapar, fjölda trúnaðarvina; með þeim hvíla nú í svalri sjávarsæng börn þeirra þrjú, öll korn- ung að aldri; þessi ungu og vinsælu læknishjón höfðu í meira en fjögur ár dvalið við fram- haldsnám í þessari álfu, og hafði Dr. Friðgeir þegið í vor sem leið, doktorsgráðu frá Harvard- háskóla; og nú voru þau svo að segja K’omin heim til þess að helga þjóðinni, sem þau unnu hugástum, starfskrafta sína og þann þekkingar- forða, er þeim hafði græðst, við dvölina í vestrinu. Með Goðafossi fórst einnig glæsileg og korn- ung stúlka, ungfrú Sigríður Þormar, er dvalist hafði því nær árlangt hjá skyldmennum sínum í Winnipeg og notið hvarvetna aðdáunar þeirra allra, er henni kyntust. Vér kveðjum þetta sam- ferðafólk vort með djúpum söknuði, en til ást- menna þeirra heima streymir heit og einlæg samúð vor í þeirri hyldjúpu hjartasorg, er þeim nú hefir að höndum borið. Verulegt ánœgjuefni Allir þeir, sem ant láta sér um menningar- lega starfsemi þjóðarbrots vors í þessu iandi hljóta almennt að fagna yfir því hve vel hefir tekist til um fræðslustarfsemi þá hina nýju, sem stofnað var til í haust. fyrir atbeina Icelandic Canadian Club í samstarfi við Þjóðrækr.isfélag- ið; tvö fræðslukvöld hafa þegar verið haldin við ágæta aðsókn í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju, þar sem fróðleg erindi hafa verið flutt og til- sögn veitt í íslenzku undir forustu ágætra kenn- ara; frá fyrra erindinu, er frú Ingibjörg Jónsson flutti, hefir þegar verið skýrt í Lögbergi, en ekki því síðara, en það flutti séra Valdimar J. Eylands, um landnám íslands og þær ástæður, er einkum og sér í lagi til þess leiddu; var erindi hans gagnhugsað, og skipulagt sem þá, er bezt getur. Heimskautskuldi og hitabeltisgróður Kafli úr bók eftir HEWLETT JOHNSON Dean of Canterbury. Lauslega þýtt af JÓNBIRNI GÍSLASYNI Rússland er víðáttumikið og breytilegt. Síðan á dögum Hinriks áttunda — árið 1505 — hefir það stækk- að að meðaltali 50 ferhyrnings- piílur dag hvern, frá 850.000 ferhyrningsmílur þá, upp í 8.340,- OOOferhyrningsmílur nú í dag. Þar eru hálendi 2V2 mílu á hæð, með fjallatindum 4% mílu og láglendi, sem ér hundruð feta fyrir neðan sjávarmál. Gróðurlausar eyðimerkur eru 400.000 fermhyrningsmílur að víðáttu og gaddfrosnar norður- heimskauts eyðisléttur nema þúsundum mílna. Þetta mikla land byggja 150 þjóðflokkar, með mismunandi tungu, menningu, siðum og venj- um. Veðurlag er mjög breytilegt, vegna þess að nyrðsti hluti lands ins er talinn kaldasti partur jarð arinnar, en að sunnan eru eyði- merkur, gróðurlausar fyrir hita sakir. Fjórtán innhöf og þrjú heims- höf þvo strendur Rússlands. Járnbrautarhraðlest er tíu daga að ferðast þvert yfir landið frá vestri til austurs. Þegar klukkan tr 8 a.m. á vesturlandamærum er hún 6 p.m. að austan. Nyrsta eyja Rússlands er 621 mílu frá norðurpól, en suður partur þess snertir Afganistan. Isbirnir sveima um og leita bráðar að norðan, en tigrísdýr að sunnan. Ferðalag gegnum Rússland frá norðri til suðurs, afhjúpar flest gróðurstig jarðarinnar. Ómæl- (andi eyðisléttur mæta íshafinu í norðri, er heldur þeim í hel- greipum 6—9 mánuði á ári hverju; þetta er frosið land, sem aldrei {þiðnar, að undanteknu yfirborðinu þegar skammir sum- ardagar vekja til lífsins einhæf- ann og lélegann gróður er sam- anstendur af vissum mosategund • um, skóf, hrískjarri, litfögrum blómum og grófgerðu grasi. Gróð ur þessi er lífsviðurværi harð- gerðra hreindýra, heimskauta- refa og ísbjarna. Suður af þessu kuldans og vetrarins heimkynni, tekur við víðáttumikið frumskógabelti með þéttvöxnum undirgróðri. Næst- um helmingur af skógi jarðarinn ar vex í Rússlandi, eða 1.900.000 ferhyrningsmílur, er veita ó- þrjótandi byrgðir af furu, greni og lævirkjatré. Loðskinna fram- leiðslan er ótæmandi — hreysi- kettir, safali, refir og íkornar. Sunnar tekur við annað mikið skógarbelti er framleiðir eik, beykitré og ask. Næst er opið skóglaust öldumyndað land er tekur yfir 12% af öllu yfirborði Rússlands. Moldin er að mestu mjög dökk og afar gróðursæl; Þessi partur er nú undir vísinda- legri vélavinslu. Næsta belti til suðurs snertir útjaðra hitabeltisins; það er frjó- samt með afbrygðum fré vestri til stranda Kaspíahafsins; þaðan frá austri taka við Kara-Kum sandslétturnar til hinna gróður- sælu og frægu eyðimerkur aldin- garða (óases) í Mið-Asíu; þar vaxa hrísgrjón og bómull. Vín- berja og mórberjarunnar bland- ast þar með epla, peru, ferskju og aprikósu aldingörðum. Vér höfum nú farið yfir Rúss- land frá norðri til suðurs, en ferðalag frá vestri til austurs af- hjúpar útsýni annarar tegundar, en engu síður markvert. Tvö þúsund mílur frá Pólsku landamærunum skera Úralfjöll- in landið í tvo hluta, Evrópu- Rússland að vestan, en Asíu-Rúss land að austan. Moskva, höfuð- borg landsins liggur í miðju Evrópu-Rússlandi. Gamli Kreml- in kastalinn, krýndur hinni rauðu stjörnu dag og nótt, stend- ur meðal risavaxinna nýtísku bygginga og er þannig tengiliður hins gamla og nýja. Norðvestur af Moskva., liggja Leningrad héruðin, saggafull engja og beitilönd skorin sundur af straumléttum elfum. Hinir dimmu skógar er prýddu þessi héruð eru nú að víkja úr vegi fyrir gullnum hveitiökrum. Pétur mikli byggði Leningrad og kostaði verkið meðal annars 100.000 mannslíf. Borgin er prýði- leg, með þráðbeinum strætum, fögrum svæðum og steinhlöðnum skipaskurðum. Vélasmíðamiðstöð landsins er í Leningrad. Norð-austur frá Moskva liggja víðáttumiklir barskógar er renna að lokum saman við engi og akra, með nýjum iðnaðar- borgum hér og þar. Vestur frá Moskva liggur Pól- land, en þar á milli eru hinir framræstu flóar Byelo-Rússlands, með skógarflókum er dafna prýði lega í hinum raka og varma and- vara Atlantshafsins. Suður frá Moskva og með- fylgjandi skóglendi, tekur við skóglaus víðátta, kend við Kursk og Kuibyshev. Er það lítið eitt öldumyndað land, þakið hveiti- ökrum og iðnstöðvum. Þessar skóglausu sléttur liggja alla leið til Azo og Svartahafsins, suður til Krímskaga, vestur til Úkran- íu og austur að Kákasusfjöllum og olíulindanna við Baku. Fegursti staður Rússlands er á ströndum Svartahafs. Austur frá Svartahafi eru hin- ir snætyptu Kákasusfjallgarðar þar er Elbruz tindurinn. hæsta fjall í Evrópu. Skriðjöklar síga niður gil og skörð er breytast að lokum í stríða strauma er falla niður á jafnsléttu og þaðan til sjávar. Suður af Kákasus er Georgía — heimaland Stalins .... sömuleið- is Armenía og Azerbaijan. Asíu-Rússland byrjar austan Úralfjalla: geysimiklir flóaflák- ar og víðáttumikil skógarhéruð nyrst, þaðan frá frjósöm akur- lönd og birkiskógar til heiðahá- lendis Síberíu. Suðaustur frá Síberíu eru Altai fjöllin og Kuznesk kola- námuhéruðin. Suður frá Síberíu er Kazakstan, hið mikla hjarð- mannalýðveldi Kósakkanna. ó- tölulegar stórgripahjarðir reika þar um slétturnar. Þetta er skóg- laust landflæmi og næstum fljótalaust. Suður frá Kazakstan og norður af Afganistan, eru fimm rúss- nesk sambandslýðveldi: Uzbek, Turgmen, Kirghiz og Kara- Kaplak. “Gulur grunnui undir blárri hvelfingu” er besta lýsing þessara héraða; þau eru skreytt með bómullarökrum og tignar- legum espilundum þar sem vatn er fáanlegt. Hér teigja hæstu fjall garðar veraldarinnar — Pamirs — tinda sína til himins. Öll þessi upptalning nær yfir rúman helming þessa mikla meginlands. Til austurs enn ligg- ur hin öldumyndaða Austur- Síbería og þar næst Yakutia, sem er jafnstór allri Norðurálfunni — steypt í tignarlegt form, með djúpum vötnum, stórelfum, tak- markalausum skógum og ríkum námum er bíða eftir töfrasprota vísindanna. Milli Yakutia og Kyrrahafsins eru enn hin víðáttumiklu Aust- urhéruð, þar sem Amurfljótið fellur fram milli hrísgrjónaakra, víngarða og skóglendis. Þar eiga tígrisdýrin heimkynni. Leiðtogar Soviet Rússlands tók ust á hendur risavaxið starf. Fæði, klæði. húsakynni og and- leg og líkamleg vaxtárskilyrði fyrir 170 miljónir manna, dreifð- um um sjötta hluta jarðarinnar, heimti ótæmandi tekjulindir. Þeir hófu því tafarlaust ýtarlega rannsókn á auðlindum landsins eftir vísindalegum mælikvarða. Gamla Rússlandi var ókunn- ugt um sína eigin auðlegð, á því höfðu engar rannsóknir farið fram. Himinhá flugbjörg og enda lausar eyðimerkur voru einstakl- ingsframtakinu óárennileg við fangsefni og voru því látin óáreitt, enda voru engin fjárfram laga tilboð frá hendi stjórnar- innar. Landið sem keisarasinnar þóttust þekkja til hlýtar, beið því betri manna er höfðu vísind- in við hlið sér. Soviet stjórnin fól taíarlaust jarðfræðingum sínum að hefja hið mikla verk að kanna landið. Ár eftir ár stóðu þessar rann- sóknarferðir yfir, þeir könnuðu íshafið og strendur þess, þeir klifruðu tinda Pamír fjallanna og rannsökuðu eyðiskóga Síberíu. Bifreiðar, flugvélar og ísbrjóta’" fluttu vísindamennina æ lengra og lengra; tjöldum var slegið og varðeldar kyntir á eyðistöðum, sem ekkert mannlegt auga hafði áður litið. Vísindamennirnir leituðu og mynduðu ný landabréf; þeir krufu fjöllin sagna í leit eftir dýrum málmum. Grasafræðing- arnir rannsökuðu jurtir fræ og jarðvegi. Rannsókn þessi var að sínu leiti eins fullkomin og hún var víðtæk. Veðurlag er t. d. mjög mikilsverður þáttur í lífi þjóðanna fyr og síðar. Þekk- ing í þeim efnum er því rík nauð- syn gagnvart öllum akuryrkja fyrirætlunum. Veðurfar fylgi- ákveðnu náttúrulögmáli, sem vissulega er flókin en ekki óleys- anleg gáta. Veðurfræðilegar rann sóknir við norðurheimskautið hafa fundið lykilinn að öllum veðrabrigðum um þvert og endi- langt Rússland. Schmidt prófessor fór ekki til norðurpólsins af ævintýralöngun einni saman, heldur ekki lét Papanin og félagar hans sig reka á sundurlausum heimskautaís án vissra fyrirætlana. Búnaðarráð- stafanir ráðsmanna ríkisins heimtuðu þá þekkingu er slík ferðalög gæfu í áðra hönd, enda báru þær rannsóknir ríkulegann árangur. Öldum saman hafði sæfarend- ur dreymt um siglingaleið milli Atlantshafs og Kyrrahafs gegn- um íshafið, sem þó ekki rættist fyr en árið 1932, er Schmidt fann leiðina og fór hana á einni árs- tíð. Hafnir, kolastöðvar og vitar eru nú alstaðar á þessum norð- lægu ströndum og möguleikar eru líklegir fyrir verslunarsam- göngum þar milli heimshafanna að lokum. Frh. á 5. bls. Þessa ARSTIÐ sjáið þér ÆSKUBLÆ... Orðabókin skilgreinir hvað ung- dómur sé, og nú er tíminn til að vera ungur. Æskublærinn, hinn töfrandi félaga fegurðarinnar, á- samt undrum hins nýja Rayon Crepes, gefur töfrasvar \úð því, hvernig klæðast skuli. Flettið upp í Eaton Verðskrá og litist um: Pilz, setn fer vel meíS hvaða treyju, sem er, kemur að meiri notum en nokkuð annað í fata- skáp yðar (Bls. 20). Pau vernda blæ æskunnar f samræmi við treyjurnar á blaðsfðu 21. Kjólar, sem yngja upp, aðdregnir um mittið, en þð nægilega víðir, auka mjög á persðnulegan yndisþokka (Bls. 33). Reynið viðeigandi Cardig- an peysur (Bls 23) við þessi kjðlpilz — og þér munuð sannfærast, um æskublæinn, sem slfkt skapar, Hattar, (Bls. 58), sem hafa ðviðjafnanlegt að- dráttarafl, og leiða f ljðs æskublæ og bjartsýni þeirra kvenna, sem bera þá á höfði. pér lftið al- veg eins út og æskan sjálf, er þér gangið um f frftimum j'ðar með þessa hatta, sem fara vel við hvaða búning sem er. <*T. EATON C?m co WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.