Lögberg - 07.12.1944, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1944
Kensington Place í London
Eftir OWEN MORSHEAD
Kensington Place er ekki eitt af hinum opinberu aðsetrum
ensku konungsfjölskyldunnar, en allir Lundúndbúar kannast
vel við staðinn, og allir sögufróðir vita, að þar var fæðingar-
staður og œskuheimili Victoriu drotningar. — 1 eftirfarandi
grein segir Owen Morshead, bókavörður í Windsor Castle
frá höllinni, sem byggð var á 17 öld handa William 111.,
eftir teikningum hins frœga húsameistara Christopher Wren.
Kensington Palace er að því
leyti ólíkt öðrum konungshöll-
um, að það er reist í tíð eins og
sama þjóðhöfðingja, Williams
III., Hollendingsins, sem var
mótmælendatrúar og settist að
ríkjum í Englandi þegar James
II. flýði til Frakklands árið 1688.
Breskt blóð var þó í honum, því
að móðir hans hafði verið systir
James II., og sjálfur var hann
kvæntur dóttur hans. En eigi að
síður var hugur hans ávalt
heima í Hollandi og þangað fór
hann til dvalar á hverju ári.
Hann var maður önuglyndur og
gerði sér lítt far um að vinna
hugi hinna nýju þegna sinna.
Hallirnar í Whitehall og St.
James voru honum ekki kærar,
þótt að við þær væru tengdar
endurminningar um frændur
hans Charles II. og James II., og
hann brá fljótt af þeirri venju
að halda þar samkvæmi, og átti
, bágt með að þola þokusúldina
í London. Gerði hann því Hamp-
ton Court að stjórnarsetri sínu;
en þegar ráðherrarnir kvörtuðu
undan því að þurfa að ferðast
20 kílómetra til þess að nú fundi
hans keypti hann húseign Nott-
ingham lávarðar í Kensington,
sem er aðeins spölkorn fyrir ut-
an Hyde Park en 5 km. frá
Whitehall, þar sem að stjórnar-
ráðið var. — Þarna reisti Christ-
opher Wren, hinn heimsfrægi
húsameistari, landsetur í hol-
lenskum stíl fyrir konunginn,
meðan hann var að berjast vest-
ur í írlandi, sumaríð 1690, en
Mary drotning leit sjálf eftir
verkinu.
Þó að enn í dag sé talað um
Kensington Palace þá er þetta
þó öllu fremur landsetur, enda
er Hyde Park þarna alveg hjá,
með víðum völlum, en hávaxinn
álmviður byrgir fyrir útsýn til
annara húsa. Er eins ástatt um
þetta hús eins og þau önnur,
sem Wren hefir teiknað, að þar
fer saman fagurt útlit og hag-
felld herbergjaskipun. Húsið er
úr rauðum tígulsteini, en þilin
hið innra úr eik með miklum
útskurði en málverk í loftun-
um.
Útbyggingin sem Georg I.
bætti við landsetrið er einnig í
fögrum stíl, þó að yngri sé og
andar frá sér minningum gam-
alla daga.
Á þessum slóðum virðist tím-
inn hafa staðið kyrr, og þó að
London hafi nú vaxið allt í
kringum Kensington Palace,
tekst hávaða hinnar nýju aldar
ekki að rjúfa kyrrðina þar.
Þegar William III. dó og Anna
drotning tók við stjórn dvaldi
hún einnig löngum í Kensington'
Palace; og Georg I. og Georg II.
höfðu þar sitt aðalsetur hvor eft-
ir annan. En af einhverjum á-
stæðum hafði Georg III. litlar
mætur á staðnum, og á hinum
60, löngu stjórnarárum hans
hrörnaði staðurinn. (1760-1820).
En eftir þetta er staðurinn í líku
horfi og hann er enn í dag. Hinn
24. maí 1819 fæddist Victoria
drotning í Kensington Palace og
dvaldi þar æskuár sín með móð-
ur sinni, hertogafrúnni af Kent.
Þarna reikaði hún um garðana
með fóstru sinni, barónessu
Leszen, og þar hitti hún fyrst
frænda sinn, Albert prins, sem
síðar varð maður hennar. Og
þar fékk hún ári síðar þá til-
kynningu af vörum erkibiskups-
ins af Canterbury, að byrði
ríkisstjórnarinnar væri nú lögð
á herðar hennar. Þá var hún 18
ára. Svona voru endurminning-
arnar um Kensington sem
Victoria drotning hafði í heiðri
í 80 ár. Og þær eru enn í hugum
flestra, sem genu um leikstofur
hennar, þar sem leikföng henn-
ar eru enn höfð til sýnis.
Síðan hætt var að nota Kens-
ington Palace sem konungssetur
búa ýmsir ættmenn konungs í
höllinni. Síðustu fimtíu árin
hafa tvær aðal íbúðirnar verið
notaðar af dætrum Victoriu
drottningar, Louise, sem nú er
látin, og Beatrice. En hallar-
garðarnir hafa nú verið samein-
aðir Hyde Park. f trjágöngun-
um þeim, sem William III. forð-
um lét gróðursetja með hollensk-
um álmviði, er eitt sinn voru
gönguvegur einmana telpu er
síðar varð drotning Bretaveldis,
leika sér nú hundruð barna á
hverjum degi. Þar stendur högg-
mynd af hinni ódauðlegu per-
sónu James M. Barrie, Peter
Pan. Og vart væri hægt að velja
henni betri stað.
Fálkinn.
Úr fréttaskýrslu
utanríkisráðuneytis
íslands, okt. 1 944
Doktorsvörn.
Björn Sigfússon magister varði
doktorsritgerð sína um íslend-
ingabók, og hófst athöfnin kl. 14
í Hátíðasal Háskólans. Doktors-
efnið fór í fyrstu nokkrum orð-
um um ritgerð sína, en því næst
tók hann fyrri andmælandi til
máls, dr. Jón Jóhannesson, og
ræddi um fyrri hluta ritgerðar-
innar. Urðu nokkur orðaskipti
milli hans og doktorsefnis. Þá
var hlé í þrjá stundarfjórðunga,
en þá tók til máls síðari and-
mælandi prófessor Sigurður Nor
dal og gagnrýndi seinni hluta
ritgerðarinnar. Doktorsefni svar-
aði og mælti að lokum þakkar-
orðum til kennara sinna.
Hvert swti í Hátíðasal Háskól-
ans var skipað meðan á athöfn-
inni stóð, og fengu þó ekki nærri
allir áheyrenda sæti. Mun þetta
hafa verið einhver fjölsóttasta
doktorsvörn, sem fram hefir far-
ið í háskólanum. Málflutningur
allur var með ágætum.
Dr. Bjprn Sigfússon er fædd-
ur 17. október 1905 að Stóru-
Reykjum í Suður-Þingeyjar-
sýslu, sonur Sigfúsar Bjarnar-
sonar bónda þar og konu hans
Halldóru Halldórsdóttur, bónda
á Kálfaströnd við Mývatn. Hann
lauk kennaraprófi 1928 og stú-
dentsprófi ári seinna. Hann varð
magister í íslenzkum fræðum ár-
ið 1934 og dvaldist síðan eitt ár
við nám í Osló og Kaupmanna-
höfn. Síðan hefir hann fengist
við kennslu og margháttuð rit-
störf. Auk doktorsritgerðarinnar
hefur ritað um Ljósvetninga-
sögu og annaðist útgáfu hennar
í Fornritaútgáfunni. Á s. 1. vori
kom út eftir hann safnritið
Neistar. Hann vinnur nú að
íslenzkri samheitaorðabók. Dr.
Björn er alþjóð kunnur fyrir rit-
störf sín, íslenzkukenslu í út-
varpinu og útvarpsþáttinn
‘ISpuxningar og svör” um ís-
lenzkt mál, sem náð hefir mikl-
um vinsældum um ald allt.
Námsmenn erlendis.
Á árinu 1940—44 hafa um 100
stúdentar farið til Ameríku til
náms, flestir til Bandaríkjanna.
Auk þeirra hafa allmargir kandí-
datar leitað þangað framhalds-
náms eða til rannsókna. Gera
má ráð fyrir að skólasókn þangað
verði með minnsta móti í haust,
því að margir eru teknir að bíða
stríðsloka og ætla sér til megin-
landsins. Til Englands hafa fáir
einir leitað um'háskólanám, enda
eru miklir annmarkar á því að
fá þar skólavist. Um önnur lönd
er ekki að ræða.
Á Norðurlöndum voru um 100
stúdentar við nám, þegar stríðið
brauzt út, og hafa flestir lokið
námi. Margir bíða heimferðar.
Auk stúdenta hefir mikill
fjöldi ánnars námsfolks leitað til
Vesturheims, og hefir Upplýs-
ingaskrifstofa stúdenta greitt
fyrir um 100 manns í þessu efni.
Má því telja að á 3. hundrað
manns stundi ýmiskonar nám
vestra.
Náms- og dvalarkostnaður
hefir aukizt allmjög í Ameríku
á þessum árum, og er hann nú
tæpast minni en 9—14 þús. kr.
á ári. í Englandi er kostnaður
miklu lægri eða um 8500—9000
kr. á ári.
Síðan 1918 hafa íslenzkir stúd-
entar stundað nám í 86 borgum
eða 15 þjóðlöndum, en fyrir 1918
sóttu þeir nálega eingöngu
fræðslu til Kaupmannahafnar,
upplýsir forstöðumaður Upplýs-
ingaskrifstofunnar*
Hagtíðindi.
Samkvwmt upplýsingum frá
Hagstofunni var innflutningur
27.5 milljónir í september mán-
uði s. 1., en útflutningurinn 26,3
milljónir. Vöruskiptajöfnuðurinn
hefir þá verið óhagstæður um
1,2 milljónir í þeim mánuði. Á
níu fyrstu mánuðum þessa árs
‘er heildarinnflutningurinn þá
183.5 milljónir og heildarútflutn
ingurinn 179,9 milljónir og vöru-
skiptajöfnuðufinn óhagstæður
um 6,6 milljónir króna á þessu
tímabili í fyrra var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um 4,7
milljónir.
Viðskiptaráðurteytið hefir
skýrt frá því, að engin ástæða
sé til að óttast eldsneytisskort á
vetri komanda.
Vísitala framfærslukostnaðar
í október nemur 271 stigi. Var
í september 272 stig.
Félagsdómur.
Þessir dómendur hafa verið
skipaðir í Félagsdóm: Hákon
Guðmundsson og Gunnlaugur E.
Briem, tilnefndir af Hæstarétti,
Árni Tryggvason, tilnefndur af
atvinnumálaráðherra, Ragnar
Ólafsson tilnefndur af Alþýðu-
sambandinu og Jón Ásbjörnsson,
tilnefndur af Vinnuveitenda-
félaginu. Varamenn: ísleifur
Árnason, Sigtryggur Klemenz-
son, Einar Arnalds, Þorsteinn
Pétursson og Sigurjón Jónsson.
Fyrsta bindi dómasafns Félags
dóms er nú komið, 200 bls. að
stærð, og nær til ársloka 1942.
Alþjóða kaupþing.
Verzlunarráð Islands sendir
fjóra fulltrúa á Alþjóðaráðstefnu
kaupsýslumanna, sem haldin
verður í Atlantic City New
Jersey í Bandaríkjunum 10. til
18. nóv. n. k. Fulltrúarnir eru
þessir: Hallgrímur Benediktsson
formaður verzlunarráðsins, Egg-
ert Kristjánsson, Magnús Kjaran
og Haraldur Árnason. Auk þess
mun dr. Oddur Guðjónsson, sem
fer vestur á vegum ríkisstjórn-
arinnar, verða ráðunautur þess-
arar nefndar á ráðstefnunni.
Þeir Hallgrímur Benediktsson
og Oddur Guðjónsson eru nýlega
lagðir af stað vestur.
Alþjóðaráðstefnan er haldin
að tilhlutun ýmissa stofnana í
Bandaríkjunum, m. a. Ameríku-
deildar alþjóðaverzlunarráðsins,
Verzlunarráðs Bandaríkjanna og
Iðnrekendasambands Bandaríkj-
anna. Þar verður fjallað um ýmis
málefni, sem lúta að vörudreif-
ingu eftir stríðið.
Samgöngumál.
20. sept. og 8. okt. s. 1. stofn-
uðu sérleyfishafar með sér félag,
og hlaut það nafnið Félag sér-
leyfishafa. Tilgangur félagsins
er, samkvæmt 2. grein félags-
laganna, að vinna að sameigin-
legum hagsmunum sérleyfishafa
Á fundinum var m. a. rætt um
framtíð og hagsmunamál félags-
ins. Samþykkt var tillaga þess
efnis að skora á ríkisstjórnina
að láta færustu menn rannsaka
ástand allra hengibrúa á land-
inu, svo að komið verði í veg
fyrir að líkir atburðir og bilun
Ölfusárbrúar endurtakist.
Frá 15. okt. verða áætlunar-
bílferðir milli Akraness og Akur-
eyrar aðeins 3 daga í viku. Voru
í sumar á hverjum degi.
Flugmál.
Katalínaflugbáturinn, sem
Flugfélag íslands kevpti í Banda
ríkjunum, kom til Reykjavíkur
13. okt., og hafði ferðin að vest-
an gengið fljótt og vel og flug-
báturinn reynzt ágætlega. Flug-
maðurinn var Örn Ó. Johnson,
og er þetta í fyrsta skipti, sem
íslendingur flýgur flugvél yfir
Atlanzhaf. Með Erni voru tveir
aðstoðarflugmenn, annar banda-
rískur, en hinn Smári Karlsson,
Frh. á 7. bls.
Bjarni Jones
Alt fram streymir endalaust
ár og dagar líða.
Nú eru þeir dagar liðnir, að ferðlúinn maður fái setið
við góðan kost og vinafögnuð hjá Bjarna Jones, suður í
Minneota. Því að Bjarni Jones er nú genginn inn til æðri
fagnaðar. Hann andaðist að heimili sínu, miðvikudaginn
18. október á þessu hausti.
Bjarni hafði fimm vetur um áttrætt, og umfram átta
mánuði, þegar hann lézt. Hartn var fæddur á sögustaðnum
Bjarni Jones
gamla, Krossavík í Vopnafirði, 18. dag febrúarmánaðar árið
1,859. Foreldrar hans voru hjónin Jón Rafnsson og Rannveig
Bjarnadóttir. Þau fluttu að Búastöðum í sömu sveit þegar
Bjarni var tvævetur; og þar átti hann heimili þangað til
faðir hans dó, árið 1872. Fékk þá Bjarni 13 ára gamall með
bróður sínum barnungum, sem Jón hét, uppeldisvist hjá
prófastinum að Hofi, séra Halldóri Jónssyni. Drengurinn
Jón drukknaði fjögra eða fimm vetra gamall í Hofsá, en
Bjarni var hjá prófasti fram að tvítugsaldri.
Séra Halldór var talinn með merkustu kennimönnum
á sinni tíð. Hann var sannur höfðingi, áhrifamikill, og um
leið ástsæll af sóknarfólki sínu. Hjá honum naut Bjarni
tilsagnar í almennum fræðum; og kynning hans í æsku við
hið aldraða göfugmenni varð honum til mikillar blessunar
alla æfi.
Sumarið 1879, þegar Bjarni var tvítugur, flutti hann
með allstórum hópi af Vopnfirðingum vestur um haf til
íslenzku nýlendunnar í Minnesota. Flest af því fólki tók
sér bólfestu í Lincoln County bygðinni; en gjafajarðir voru
þá fáar eftir þar í sveit, og Bjarni tók ekki land að því
sinni. Hann vann hjá bændum og á járnbraut fyrsta misserið,
fór svo til Minneapolis og þaðan norður í Winnipeg og
dvaldi norður þar í tvö ár eða þrjú Hann gekk í íslendinga-
félagið gamla í Winnipeg, og oft hafði hann skemtilegar
sögur að segja af ýmsu, sem þar kom fyrir.
Árið 1884 fór Bjarni aftur suður til Minnesota og gekk
í félag með vini sínum Ólafi Arngrímssyni (O. G. Ander-
son), sem einnig var frá Búastöðum, og fengu þeir keyptan
ábúðarrétt af landnema í Lake Stay hreppi, syðst í bygð-
inni, og settust að á því landi. Um haustið gekk Bjarni að
eiga Stefaníu systur ólafs.
í Lake Stay bjuggu þeir félagar um fimm ára tíma,
eignuðust landið og seldu síðan, og fluttu seint um vetur-
inn 1889 til Minneota. Ólafur fékk vinnu í búð; hann varð
síðar einn af fremstu kaupmönnum í bænum En Bjarni
byrjaði kjötsölu og hélt þeirri verzlun í tuttugu og eitt ár;
seldi út árið 1910. Eftir það vann hann við húsmálningar
og önnur störf fram til elliára.
Þeir voru báðir kirkjumenn ágætir, Bjarni og Ólafur.
í St. Pálssöfnuð gengu þeir skömmu eftir að þeir komu
í bæinn; voru báðir leiðandi menn í þeim söfnuði svo
lengi sem þeir lifðu. Bjarni gekk í söngflokk safnaðarins,
og þau Stefanía bæði, fyrstu vikuna sem þau voru í
Minneota. Þau höfðu yndi af söng. Voru þau í söngflokkn-
um 54 ár eða því sem næst, þangað tii ellin heilsufarið
bannaði þeim að halda áfram þeirri þjónustu.
1 safnaðarnefnd var Bjarni 46 ár, og árum saman for-
seti safnaðarins. Hann var um tíma forstöðumaður sunnu-
dagaskólans; hafði þar kenslu á hendi í 35 ár eða lengur.
Hann annaðist kirkjuna og grafreitinn í 22 ár. Erindreki
var hann oft á kirkjuþingum og bar mikinn áhuga fyrir
kirkjufélags- málum alla æfi.
En Bjarna verður með engu móti lýst svo að vel sé,
nema kona hans sé höfð með í þeirri greinargjörð. Engin
hjón hefi eg þekt, sem í öllum skilningi voru betur vígð
saman, heldur en Bjarni og Stefanía. Mun mér óhætt að
segja það, að samlíf þeirra gjörvalt hafi verið “fólgið með
Kristi í Guði”, eins og postulinn kemst að orði. Og “þau
höfðu með einni sál eitt í huga”. Þau gengu víst aldrei tii
hvíldar að loknu dagsverki án þess að lesa saman í ritn-
ingunni og flytja bæn. Fóru víst sjaldan bænarlaust heim-
an frá sér á sunnudagsskólann. í messu eða við söngæfingar
voru þau aldrei fjarstödd, nema ferðalög eða veikindi hindr-
uðu, sem sjaldan kom fyrir. Þau höfðu lifað saman í
hjónabandi sextíu ár — tólf dögum fátt í — þegar Bjarni
dó. Og sambúðin var víst aldrei fegurri heldur en síðasta
árið, sem hann lifði.
Eitt var þeim hjónum til listar lagt fram yfir flest
annað. Þau höfðu sérstakt yndi af að taka á móti gestum,
og gjörðu það flestum betur, ef ekki öllum, sem eg hefi
þekt. Viðtökurnar voru svo alúðlegar, umgengnin öll svo
frjálsleg og fclátt áfram, svo laus við allt fjas eða ríkilæti,
að gestinum gat ekki liðið öðru vísi en vel. Verið getur að
önnur heimili vestur-íslenzk hafi hýst fleiri komumenn —
þó veit eg það ekki — en hvergi var betur á móti þeim
tekið. Þau höfðu ekki aðeins vini að gestum, Bjarni og
Stefanía; þau höfðu gesti að vinum.
Bjarni var aldrei stórefnaður. Og í hruninu mikla, sem
kom eftir fyrra heimsófriðinn, mun hann hafa orðið fyrir
stóru tapi. En hann varð mannlega við skaðanum. Reyndi
ekki að skella skuldinni á aðra menn, eins og mörgum
hættir til, þegar illa fer. — En hvort sem efnin voru
meiri eða minni, þá var alúðin jöfn og vinagleðin, þegar
gest bar að garði.
Eins og ráða má af því, sem nú hefir sagt verið, þá
var Bjarni vinsæll maður og vinfastur. Hann var tryggur
í öllu, og þá um leið ákveðinn í skoðunum, fastheldinn nokk-
uð. Stundum helzt til snarpur í dómum, eins og títt- er um
slíka menn. Kærleikurinn til kjörlands og kjörþjóðar er
brennheitur hjá flestum íslendingum sunnan línu. Og
Bjarni var þar enginn eftirbátur annara. Hann var hvergi
hálfur; annað hvort allur með, eða allur á móti.
Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Þau tóku til fóst-
urs tvö börn, sem bæði dóu í æsku. En mörgum börnum,
bæði fyr og síðar, hefir þótt vænt um Bjarna og Stefaníu.
Bjarni var jarðsunginn í kirkju og grafreit St. Páls safn-
aðar, föstudagin 20. október. Útförin var fjölmenn, en mikill
fjöldi af vinum þeirra hjóna gátu ekki verið viðstaddir, sakir
fjarlægðar eða af öðrum ástæðum.
Skömmu eftir útförina, fékk ekkjan bréf frá Valdimar
Björnson í Reykjavík, og segir hann þar meðal annars þetta'
“Næsta dag, föstudaginn , datt mér í hug að semja ofur-
litla dánarminningu um Bjarna fyrir útvarpið. — Það var
hálf einkennilegt, að einmitt kl. 8,15 á föstudagskvöldið var
verið að lesa í útvarpinu um Bjarna, og þá var klukkan
kortér yfir þrjú í Minneota, og líkfylgdin kannske farin af
stað frá kirkjunni.
“Eg fylgdist svo með þessu það kveldið, að það var
alveg eins og eg hefði verið þar sjálfur”.
G. G.