Lögberg - 21.12.1944, Page 4

Lögberg - 21.12.1944, Page 4
12 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1944 -------------lögberg---------------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LfiGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Eögberg” is printed and published by The Columbia Press, Dimlted, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitooa PHONE 86 327 »•-- ------------------------------------------1 Jólahugleiðing h%a>aiatat9)»t%aiSí>i3',3>3)»l%3<a<S)3ia)9)S)a)ai3i3)a)3>a.&»ai9i%a)».: Surtarlogi mannlegs öfugstreymis fer enn blóðgum brandi um vora fögru jörð, þó nú sé komið fram að jólum, og friðarhátíð krist- inna manna sé í þann veginn að verða hringd inn; enn eru vítt um heim háð hin bitrustu hjaðningavíg, og enn berast bræður á banaspjót- um, svo sem nú gertét á Grikklandi, og því miður víðar; fyrir endann á öllum þessum hörm- ungum, er vitaskuld enn eigi séð, þó flest eykta- mörk bendi til, að mjög sé nú farið að síga á seinni hluta Norðurálfu styrjaldarinnar; friður,' að minsta kosti á þeim vettvangi hinnar risa- fengnu stríðssóknar, er auðsæilega að nálgast, og verður þá sú spurning vitanlega efst á baugi, hvort sá friður verði aðeins vopnaður friður, þar sem tjaldað sé til einnar nætur, eða drengilegur frambúðarfriður, grundvallaður á bræðralags- hugsjón meistarans frá Nazaret. Þeim, sem enn standa ofar moldu, er í fersku minni, hve óviturlega tókst til um friðarsamn- inga í lok fyrri heimsstyrjaldar; hve glæsilegar hugsjónir Wilsons forseta voru að vettugi virt- ar, og hve ömurleg afdrif þjóðabandalagsins urðu, vegna skammsýni annars vegar, og blygð- unarlausrar undirhyggju hins vegar; að alt fari í slíkum handaskolum á ný, er til nýrra friðar- samninga kemur, getur mannkynið ekki undir neinum kringumstæðum sætt sig við, og má heldur ekki við því; upp úr eldskírn yfirstand- andi tíðar, verður að stíga nýr himinn og ný jörð, þar sem háar hugsjónir ráða ríkjum, en smásálaskapurinn finnur hvergi griðland; þessi heimur er óaðskiljanlegur hluti af ríki Guðs; hann er í eðli sínu óútmálanlega fagur, þótt nú sé hann blóði drifinn vegna banvænnar efnis- hyggju, er sýnist hafa heltekið sálir mannanna og vilt þeim með öllu sýn, þótt vitaskuld eigi þar ekki allir óskilið mál; enn eru á ferli hug- prúðar sigurhetjur, sem ganga fram fyrir fylkingar og tala í þær kjark á tímum hinnar þyngstu reynslu; að endingu verður það mann- dóms hugsjónin, þroskuð við arineld kristinnar lífsspeki, sem lyft getur mannkyninu upp í æðra veldi, og skapað varanlegan frið á jörð. Um þessi jól, eins og svo oft endranær, grúfir hljóðlát sorg yfir híbýlum þúsunda af sam- ferðamönnum vorum; af slíkri sorg hefir cana- diska þjóðin vengan veginn farið varhluta; við jólahaldið í þessu unaðslega landi, verða að þessu sinni mörg sæti auð; sum þeirra verða altaf auð; en þótt vér getum ef til vill ekki eins og vera ætti, sett oss inn í þann hyldýpis tómr leika, sem auðu sætin ákapa í hugum hlutað- eigandi ástvina, þá streymir þó til þeirra óskipt samúð vor, ásamt heitri bæn um huggun og sálarfrið; hvar, sem dís sorgarinnar er á ferð, er Jesús frá Nazaret einnig á ferð, og ber hin heilögu smyrsl í sárin; við hina sorgbitnu móðir segir hann enn sem fyr: “Grát eigi. sonur þinn lifir.” Holt er það mannanna börnum, að láta hug- ann dvelja við meðvitundin.a um það, að ein- hvers staðar utan eða ofan við þenna kaldrifj- aða og torráðna efnisheim, sé nýjan heim að finna; heim eldlegra hugsjóna; heim hins bljúga og fó^nandi hjartalags, þar sem aldrei roðna sverð af banablóði, en kærleikurinn verður al- ráður jafnt í hyggju sem athöfn. Hermönnum vorum á vígvelli biðjum vér guðsblessunar og árnum þeim gleðilegra jóla; bænir vorar um öryggi þeirra og heila heimkomu stíga hæzt í hæð; samborgurum vorum í þessu landi af öllum stéttum og þjóðflokkum, færum vér einnig vorar hjartfólgnustu jólaóskir í ljósi þess fagnaðar, sem því er samfara, að búa í frið- uðu þjóðfélagi, þar sem óvinasprengjur hvorki trufla daglega önn né næturfrið. Og síðast, en ekki sízt, hvarflar hugur vor við aðkomu jóla til íslands; landsins helga, sem vér rekjum ræt- ur vorar til; þangað höfum vér hugleiðis farið marga pílagrímsferðina, og gerum svo enn; gleði íslenzku þjóðarinnar, er vor gleði; sorgir hennar vorar sorgir; svona eigum vér og stofnþjóð vor mikið sameiginlegt enn. “Þó djúpir séu Atlants álar, er átthagaþránni stætt; það tekur trygðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt.” Að svo mæltu óskar Lögberg íslenzka mann- félaginu góðra og gleðilegra jóla. ^ieieteteteteieteiewteteieieieteteieteieteteteieietete’e'eteieieieierete!* Viturleg ritgerð um Island 1)3)253)3) 3) 3)3)3)352) 3) 3)3) 3) 2)2)3) 3)3)3) 3)3) 3)3)a)a)a<a.a<a)a.a)ai 2) 3)3)3): í tímaritinu American—Scandinavian Review, vetrarheftinu 1944, birtist viturleg og íturhugsuð ritgerð um ísland og framtíðarhorfur íslenzku þjóðarinnar, eftir Hjálmar Björnsson ritstjóra í Minneapolis; hann handleikur viðfangsefni sit’t eins og sá, sem vald hefir, og fer það að von- um um jafn gáfaðan mann og Hjálmar er; hánn dvaldi í þrjú ár á Islandi sem yfir eftirlitsmað- ur láns og leigu laganna fyrir hönd Bandaríkj- stjórnar, og kyntist á því tímabili all nákvæm- lega þeim stefnum og straumum, er efst voru á baugi með þjóðinni, og aðdragandanum að endurreisn lýðveldisins; ræktarsemi hans til lands og þjóðar er heit og fölskvalaus; hann fagnar af alhug yfir hinum mikla stjórnarfars- lega sigri þjóðarinnar, og bendir á ýmsa þá átta- vita„ er þjóðin verði að fara eftir í alþjóðavið- skiptum; að sýnt sé, að hún verði að njóta samúðar einhvers stórveldis, eða stórvelda, öryggi sínu til fullverndar, og sé þá ekki um annað að ræða en Bretland eða Bandaríkin; höfundur getur þess, að Island sé nú þátttakandi í UNRRA, eða alþjóðaviðreisnarstarfseminni; einnig hafi þjóðin tekið þátt í alþjóðasamning- um varðandi fiskiveiðar, jafnframt því að senda erindreka á matvælaráðstefnuna í Hot Springs og flugmálaþingið í Chicago; af þessu, og öðru fleira, má ljóslega ráða, hve þjóðin stefnir hátt, og skygnist langt fram á veginn. “Það er svo bágt að standa í stað því mönnunum munar, annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.” Hjálmar Björnson fer ekki dult með þá skoð- un sína, að íslenzka þjóðin sé nú komin á þá braut, þar sem ekki verði snúið til baka; tak- markið sé: Áfram 9g upp á við. Mr. Björnson lýkur ritgerð sinni á þessa leið: “Eg gleymi aldrei æfintýrinu á ferð minni frá Maine til íslands í fjögra hreyfla sprengju- flugvél; það var síðla nætur i nóvember, er við flugum af stað út í náttmyrkrið; flugvélin var sökkhlaðin fólki og farangri; við flugum hátt og með miklum hraða, þó okkur fyndist sem alt hjakkaði í sama farinu; slík eru þau áhrif, sem maður verður fyrir á ferðalagi, þar sem hraðinn verður, að manni finst, ekki mið- aður við annað en stjörnurnar að ofan og skýin fyrir neðan. Fram með þjóðvegum loftsins standa engir girðingastaurar, er bendi til þess hvar næst verði numið staðar; svipuð forvitni getur ásótt mann á langri járnbrautarferð. Eg spurði “stýri- mann” hvar við værum staddir, og hið hnit- miðaða svar hans var með þessum hætti: “Við erum nýkomnir yfir þær stöðvar, þar sem ekki verður aftur snúið”. Hann vissi hvað hann söng, en eg var eftir sem áður í lausu lofti; af fúsum vilja skýrði hann mál sitt nokkru frek- ar: “Við erum nú komnir það langt áleiðis, að okkur skortir benzín til að ná þangað, sem við lögðum frá; nú er því ekki um annað að ræða en halda striki og reyna að ná tryggri lending hinum megin; nú varð mér ljóst, hvað hann átti við; mörg þúsund fet fyrir neðan, þandist ískalt og öskureitt haf. I eyrum mínum hljómuðu í sífellu orðin: “Þar, sem ekki verður aftur snúið.” Mér fanst engu líkara en ííreyflarnir muldruðu þessi orð líka, og nú náðu þessar hugsanir yfirtökunum í vitund minni. Svipar ekki lífinu til ferða- lags í flugvél? I lífi einstaklinga, lífi þjóða, lífi veraldar, verða þeir staðir á leið, þar sem ekki verður aftur snúið; þar, sem benzín skortur veldur því, að ekki er viðlit að snúa til baka, og engin önnur úrræði við hendi en þau, að halda í horfi, og reyna að ná öruggri höfn hinum megin. Þannig er háttað með Islaifd nútímans; hið sama er um Bandaríkin að segja, og hinn sið- mennta heim yfirleitt; að snúa aftur er óhugs- anlegt; það stendur alveg á sama hve mikið einhver þjóð kynni að vilja á sig leggja til þess að komast í sitt fyrra horf; leiðin til baka er lokuð. Hin eina bjargráðavon smárra og stórra þjóða verður sú, að stefna áfram frá staðnum, þar sem ekki verður snúið til baka, og leita lendingar í nýjum heimi, þar sem menn fái lifað frjálsu og sjálfstæðu lífi í skipulagsbundnu samfélagi, við lög ótruflaðs jafnréttis. Aldrei hafa þau spaklegu orð, sem hér fara á eftir átt brýnna erindi til mannanna, en á yfirstandandi tíð: “Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.” Hjálmar Björnson þroskaðist mikið við veru sína á Islandi, og ísland auðgaðist af dvöl hans þar; hann stendur framarlega í fylkingu þeirra ágætisnianna af íslenzkum stofni, sem sprottnir eru upp úr íslenzka landnáminu í þessari álfu, og vilja í öllu veg íslenzku þjóðarinnar. Erfið björgun Árið 1917 sökk eimskipið “Laur entic” frá White Star eimskipa- félaginu skamt frá vesturströnd írlands með 4.958.000 sterlings- pund innanborðs. Hafði skipið verið notað sem hjálparbeitiskip í ófriðnum. Kiostnaðurinn við að ná peningunum úr skipinu varð 138.000 pund, þar í falin þóknun til skipshafnarinnar, sem vann að björguninni. Kafararnir fóru að reyna að komast ofan í skipið skömmu eftir að það fórst. En “Laurentic” sem var 14.000 smálestir hafði sokkið á 20 faðma dýpi og auk þess voru straumar miklir í sjónum, þar sem það hafði sokk- ið, svo að ekki var hægt að starfa að björguninni nema nokkurn hluta úr árinu. Fyrsta skiftið sem kafararnir komust niður að skipinu lá það á hliðinni og reyndist fremur auðvelt að sprengja gat á skipshliðina og komast inn í klefa þann, sem gullið var geymt í. En það reynd- ist erfitt að ná gullihu upp úr skipinu, því að kafararnir urðu að ýta einum kassa í einu upp langan gang, í níða myrkri og urðu fyrir ýmsum torfærum á leiðinni. Fyrstu tvo dagana náðu þeir upp fjórum kössum en svo gerði rok og ósjó og skipið velt- ist úr skorðum og grófst dýpra ofan í sandinn, svo að kafararn- ir urðu að sprengja sér ný göng ofan um þilfarið. Sandur hafði komist í skipið og lá eins og hella ofan á gullinu og var erfitt að ná honum burt. En loks tókst þó eftir mikla mæðu að ná gull- inu og mega björgunarlaunin heita lítil í samanburði við erfið- ið. Frelsi og braeðralag 1 (Frh. frá bls. 9) þær fórnir, sem nú krossganga krefst af oss. Með hann í farar- broddi er oss fullnaðarsigur vís. Undir frelsis- og bræðralags- fána hans fylkjum vér oss þess- vegna og segjum með Jóni Magnússyni skáldi í trúarheitum sálmi hans: “Göngum vér fram, þótt grýtt sé leið. Gott er með þér að stríða. Þó að oss mæti þraut og neyð, þurfum vér ei að kvíða. Þú barst þinn kross á undan oss, ástvinur þjáðra manna. Vertu oss hjá, því hvað má þá hjörð þinni fögnuð banna. Brautina dimmu bar vor þjóð brennandi þorsta á tungu. Aldir runnu með eld og blóð, eggjar og þymar stungu. óræðandi skein á mannleg mein miskunnar þinnar kraftur. Þú gafst oss lind og lausn frá synd, ljómaði sólin aftur. Heimslán er valt sem hrökkvi strá, hamingjan skjótt vill bresta, Sæll er því hver, sem örugt á ástvinaskjólið besta. Hjálp þín er næst, þá neyð er hæst. Náðártíminn er hljóður. Leysti vor bönd þín heilög hönd. Hvar er vor þakkaróður? Hefjum í dag til dýrðar þér, Drottinn vor, lofgjörð nýja. Gjörum það fyr en ofseint er undir þinn væng að flýja. Gef að vor þjóð ei missi móð, mæti oss élið þunga. Helgist vort ráð. Um lög og láð lofi þig sérhver tunga.” leteteiewwietewieteteiewteieieieteteiewteteteieteteteietetetetewieietetetewtewtewieteieiewtee Jóla og nýárskveðjur frá B. KOVITZ I 3 | 9 Selkirk , Manitoba 3) 2) 3) 3l2) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 2) 3) 3) 3) 3) 3.2) 3.3, »2,3) 3) 3.3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 3) 2) 2) 2.2) 3« 3)2,2) 3) 3) 2,3) 3) 3) 3) 3) 3) 2, teieieicieieicieicieieieieicieteieieteteieieieieteieteteieieieieieieieteieieieieieieieieieieteieieieies í 9 9 9 1 Notre Dame Avenue and Sherbrook Street s 1 % 9 I 1 9 9 9 9 9 9 1 3 3 Colcleugh & Sons Drug Store I meira en sextíu ár hefir lyfjaeverzlun þessi verið rekin af þeim Colcleugh feðgum í Win- nipeg, á þeim tíma höfum við eignast marga íslenzka viðskiptavini. — Þökk tslendingar ' fyrir góð viðskipti og skilvísi. Eg óska ykkur öllum gleðilegra jóla og auðnuríks nýárs. MURRY COLCLEUGH ■ B | s ■y- I f V * sa)a)a!3ia)3i3)3)3)2,2,3) 3)3,2)3) 3)3)3)3)2,3)3,3)3)3)3,3)3)3)3)3)3)3)3)3)3)3)3)3)313)3)3)3)3)3)3)3)2)3)6! Innilegar Jóla- og Nýárs- kveðjur! A. S. BARDAL FUNERAL SERVICE ’teieieieieteteieteteieietete'eteieie’eie’eieteieietgweteieieieteieteieieieieieieieteteieieieicieteieeí í 1 Gleðileg jól og gott og auðnuríkt nýár Þess óskum við innilega öllum vorum íslenzku vinum. Vér höfum orðið þeirra forréttinda aðnjótandi að eiga viðskipti við íslenzka fiskimenn yflr lengsta tímabil í sögu Manitoba-fylkis. Þökk fyrir drenglund alla og vinsemd. 1 i I % I 1 * 9 | I 1 2 ARMSTRONG - GIMLI FISHERIES LIMITED G. F. FINDLAY, forstjóri | K i x j &>)>) 3) 3) 3) 3) 3) 3)3,3)2,3) 3) 3) 3)2,2,3) 3)3,2,2,3)2,3)2,2,»3)2<3,3<3) 2,9) 3) 3) 3) 3) 3)2,3) 3)3,3) 3) 3) 3)3)3)31«

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.