Lögberg - 17.05.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 17. MAÍ, 1945
7
Jón og baunastöngullinn
♦4-f
Friðji þáttur.
Leiksvið: Heimili Jóns; móðir
hans situr við prjóna; gengur
að glugganum, horfir út áhyggju
full.
Móðirin: Hvar skyldi Jón
vera? Það er svo langt síðan
hann fór. (Sest). Eg sé eftir því
að eg var vond við aumingja
Jón; hann er í raun og veru
góður drengur. (Hlustar). Hvað
er þetta? Mér heyrist eg heyra
einhver kalla.
Jón: (Langt í burtu). Mamma,
mamma!
M.: Það er Jón! (Hleypur að
glugganum.
J: (Heyrist nær). Mamma,
mamma! tröllkarlinn er __ að
koma. Náðu í exi, fljótt!
M: Þetta er hræðilegt! (Hleip-
ur út um vinstri dyr, kemur
strax til baka með exi).
J: (Kemur hlaupandi inn frá
hægri; kastar peningapokunum
á borðið). Mamma, öxina,
fljótt!
Jón hleyþur út; heyrist höggva
niður baunastöngulinn; svo
heyrist stór hlúnkur eins og
eitthvað þungt hafi fallið til
jarðarr
M: (Horfir út um gluggan;
gengur um gólf angistarfull).
*Hvað er að koma fyrir? Eg er
svo hrædd um hann Jón minn.
J: (Kemur inn lafmóður).
Mamma, eg hjó baunastöngulinn
og tröllkallinn hrapaði. Nú ger-
ir hann engum mein eftir þetta.
(Leiðir móður sína að borðinu.
Hérna eru peningarnir, sem
að tröllkarlinn tók frá þér
mamma mín. Nú getum við
keypt r.ógan mat.
M: (Klappar Jóni). Þú ert
góður drengur, Jón minn.
Tjaldið fellur.
Ot stór til að gráta
-f-f-f
Maður nokkur gekk um grýtt-
an veg og sá lítinn dreng sitja
á steini. Hann lagði annan fót-
inn upp á hnéð og hélt utan um
hann. Þannig sat hann og söng
lag.
“Hvað er að fætinum á þér,
drengur minn?” spurði maður-
inn.
“Eg marði hann á steini.” sagði
drengurinn.
“Því ertu þá að syngja?”
“Af því að eg er of stór til
að gráta, en mig svíður svo
mikið að eg get ekki hlegið, og
þá er ekki um annað að gera en
að syngja.”
Maðurinn hló og gekk leiðar
sinnar. Það verður einhverntíma
maður úr þessum snáða, sagði
hann við sjálfan sig.
Heilabrot sláttu-
mannsins
Eftir Sigvalda Jóhannesson,
Enniskoti, Víðidal,
H únavatnssýslu
-f-f-f
Steinn á Gili hélt ákafur áfram
við sláttinn, en var þó í svo djúp-
um hugsunum að hann veitti
engu athygli í kring um sig.
Undarlegt var þetta. Möguleik-
ar lífs hans virtust vera undir
því komnir að hann gæti fram-
selt sem allra mest líf í dauð-
ann. Þetta gilti ekki fyrir hann
einann, heldur og alla aðra sem
hann þekkti til. Sennilega var
þetta svona um allan heim. Auð-
vitað höfðu stráin ekki tilfinn-
ingu, en með þeim faldist líf eigi
að síður. Sjálfur var hann ekkert
annað en verkfæri dauðans við
þetta starf. Og ekki nóg með það;
hann varð að nota arð þessarar
vinnu til að framleiða fullkomn-
ara líf, “dýralíf”, aðeins til þess
að framselja það dauðanum, og
kaupa sjálfum sér grið um stund-
arsakir. Var nú ekki tilgangslaust
fyrir lífið að reyna til að berj-
ast fram til þroska í þessu ríki
dauðans? Þetta hafði honum
aldrei dottið í hug fyrri, líklega
hafði nú skynsemin hlaupið all-
mikið gönuskeið. Auðvitað var
það ekki tilgangurinn að lífið
næði þroska og fullkomnun á
þessari jörð. En hvað er fullkomn
un? Það er lausn frá valdi dauð-
ans, eilíft líf. Já, en hversvegna
náði dauðinn þessu valdi á líf-
inu? Jú, nú mundi hann það.
“Syndin kom fyrir einn mann
inn í heiminn, og dauðinn fyrir
syndina”. Þannig stóð það skrif-
að.
Sjáanlega hefir það þá verið
tilgangurinn upphaflega að líf-
ið væri eilíft og fullkomið á þess-
ari jörð, en vegna syndarinnar,
sem altaf er að vaxa, og altaf
hefir verið að vaxa, þá hefir
dauðinn alræði. Þannig er það,
og því ekki neitt við því að, segja
eða gera. En nú datt honum alt
í einu nokkuð í hug. Lífið var
dauðanum ekki raunverulega
háð. Upphaflega var það ekki til-
gangurinn. Það var syndin sem
olli því, og syndin er sjálfskapar-
víti. Og að losa sig frá allri synd
var því sama og að losa sig und-
an valdi dauðans, — öðlast eilíft
og fullkomið líf. En er nokkurn-
tíma hægt að losna við syndina,
og ná fullkomnun án þess að
deyja? Auðvitað var það hægt
eftir dauðann, svo framarlega þó
að maður iðrist fyrir andlátið.
Nei, líklega er ómögulegt að ná
fullkomnu lífi á þessari jörð. En
nú datt honum ennþá nokkuð
í hug, — undarlegt var það hvað
honum gat dottið margt 1 hug
núna fremur en venjulega. Og
hann fór að rekja ganginn frá
upphafi: Fyrst var maðurinn
skapaður heilagur og syndlaus,
en freistaðist til syndar, laun
syndar, laun syndarinnar var
dauðinn. Hefði nú hinn fyrsti
maður iðrast sinnar fyrstu synd-
ar, kappkostað að afmá merki
hennar og aldrei syndgað fram-
ar, né afkomendur hans, þá er
greinilegt að dauðinn hefði fljót-
lega mist það vald á lífinu, sem
hann náði vegna þessarar einu
syndar. Þá hefði lífið orðið eilíft
og fullkomið á þessari jörð. En
þrátt fyrir það þótt syndin og
dauðinn hafi aukið veldi sitt dag
frá degi alt til þessa dags, mundi
samt ekki vera hægt að nota
þessa aðferð lífinu til sigurs? Nú
var ekki þægilegt um að segja.
En eitt var þó nokkuð víst: ef
mannkynið vildi reyna þetta, þá
myndi Guð sjálfur hjálpa til,
því hann hafði einmitt ætlast til
þess frá upphafi að lífið yrði
syndlaust og óháð dauðanum, þá
mundi hann auka veldi sitt á
jörðu hér smátt og smátt, en
syndin tapa að sama skapi. Þetta
tæki auvitað óralangan tíma, á
meðan myndu sennilega ganga
til grunna helmingi fleiri kyn-
slóðir en lifað hafa hingað til,
kannske tíu sinnum fleiri, vegna
þess hve miklu erfiðara er að
ganga á móti brekkunni en und-
an henni.
Út frá öllu þessu séð vai*1 það
ljóst að alt var þetta mönnunum
að kenna hvernig komið var, og
þeir áttu líka að velja um fram-
tíðina, sífelt versnandi, eða sífelt
batnandi. Hver voru nú líkindin?
Því miður varð hann að kann-
ast við það fyrir sjálfum sér að
líkindin voru þau einu að áfram
yrði haldið á sömu braut og áð-
ur, manneðlið væri orðið svo
spilt, og viljamagnið til hins
góða svo lítið. Hann fann það svo
glöggt sjálfur að ekki var hann
fær um að brjóta strauminn.
Sárt vap þó til þess að vita, að
með þessu fjarlægðist mannkyn-
ið altaf hinn eiginlega tilgang'
lífsins. En nú mundi hann alt í
einu eftir einu sem gat gert
glundroða á allar þessar röksemd
ir. Hann hafði sem sé heyrt að
sköpun mannsins muni hafa átt
sér stað á annan hátt en þann
sem honum hafði verið kent, en
það var nú vafalaust bara vit-
leysa. Hugsa mátti hann um það
samt. Hann hafði heyrt að mað-
urinn væri til orðinn vegna fram
þróunar dýralífsins að hann væri
yngsta og fullkomnasta afbrigði
þeirrar þróunar — yngsta af-
brigði hins dásamlega samfélags
smáagnanna. Ójá, ekki var nú
þetta trúlegt, og honum fanst
sem auðvelt mundi að sanna vit-
leysu þessarar kenningar, því
maðurinn væri þó þrátt fyrir alt
skapaður í Guðs mynd. En sam-
kvæmt þessari kenningu gat vel
farið svo að fram kæmi nýtt af-
brigði sem ætti að rekja kyn
sitt til mannsins. Sjáanlegt var
að þetta braut alveg í bága við
alt eðlilegt, því væri maðurinn í
Guðs mynd, hvernig var þá hægt
að komast lengra? Þá kom hon-
um í hug orðtak eða samlíking,
sem hann hafði heyrt ýmsa nota
og jafnvel notað sjálfur þegar
rætt var um einhvern fríðan eða
ófríðan, “engilfagur” eða “ljótur
sem api”, og nú fékk hann ennþá
nýja útsýn. Auðvitað voru bæði
menn og englar í Guðs mynd, en
englarnir voru líkari Guði en
mennirnir. Það var því ekki ó-
mögulegt, jafnvel mjög líklegt
að fram gæti komið afbrigði ef
vel væri lifað og rétt stefnt, sem
væri miklu líkara Guði í sjón
heldur en mannkynið er nú.
samanburði við það afbrigði
væru menn vorrar tíðar “ljótir
sem apar”. En hvað var nú þetta?
Hann stóð sem steingervingur
dálitla stund, svo undrandi var
hann. Var þetta ekki leiðin tn
fullkomnunar? Það var þá hægt
að ná fullkomnun á jörðinni, jafn
vel þó að fortíðin væri svona
Munurinn á þeim tveim kenn
ingum um tilveru mannsins, sem
hann var að athuga var þó ekki
mjög mikill. Samkvæmt skilning
hans á fyrri kenningunni þá
skapaði Guð manninn í því skyni
að hann væri eilíflega fullkom-
inn og sér líkur, og vill nú úr
því sem komið er að hann átti sig
á villu sinni og nái tilganginum
eilífu, fullkomnu lífi hér á jörð.
Samkvæmt síðari kenningunni
ætlast Guð svo til að frá lægstu
lífveru þroskist alt það til það
er orðið fullkomið og honum
líkt. Ef gengið er út frá þessu
þá er auðséð að vel hefir verið
á stað farið þar sem svo langt
er komið að mannkyn er komið
fram. En á hinn bóginn er það
líka víst að mannkynið er vilt
orðið og engu meiri líkur til að
það nái tilganginum heldur en
þó að reiknað sé út með fyrri
kenningunni.
Steinn hrökk upp af þessum
heilabrotum við það að Dúfa litla
dóttir hans lagði hönd sína á
handlegg hans og sagði: “Hvað
er þetta pabbi. Eg er þrisvar sinn-
um búin að kalla til þín, en þú
heyrir ekki. Það er komið fram
á nótt og þú kemur ekki heim til
að borða kvöldmatinn, hvað þá
heldur til að sofa.”
“Jæja, góða mín,” svaraði
Steinn. “Eg skal nú koma heim
með þér. Bezt er að vinna ekki
meira á þessu kvöldi í þjónustu
dauðans og eyðingarinnar, þó að
hjá því verði sennilega aldrei
komist svo lengi sem þessi jörð
er við líði.”
Karlakór islendinga
í Winnipeg
Hinn vinsæli Karlakór okkar
slendinga, hefir nú verið starf-
andi meðal okkar um nær tutt-
ugu ára skeið, og hefir gefið
íslendingum hér í borg og út
um bygðirnar, margar eftir-
minnilegar gleðistundir.
1 svo fámennum hóp, sem ís-
lendingar eru hér í borg, hefiv
það oft verið margskonar erfið
leikum bundið, að halda kórn-
mu starfandi, því söngkraftar
eru takmarkaðir og dreifðir.
En þrátt fyrir ýmsa erfiðleika,
hafa þessir söngelsku Islending-
ar staðxð vel saman öll þessi ár
og haldið kórnum starfandi eft-
ir beztu getu.
Þessi síðustu ár, hafa þó þrengt
það að þessum félagsskap, að
hann hefir ekki getað starfað
af eins miklum krafti, sem fyrr,
sökum þess, að margir meðlimir
hans voru kallaðir til herþjón-
ustu, en aukin störf bættust á
þá sem eftir voru, svo lítill tími
vanst til söngiðkana.
En þrátt fyrir allt þetta, hefir
kórinn verið vakandi, og er von-
andi að hann eigi enn oft efti:
a ðskemta löndum sínum með
söng.
Þann 28. þessa mánaðar, efnir
kórinn til skemtisamkomu í
Goodtemplara húsinu. Verður
þar margt til skemtunar, eins og
sjá má af auglýsingu, sem birtar
verða í blöðunum. Þar syngur
Karlakórinn nokkur lög undir
stjórn Sigurbjörns Sigurðssonar.
Sum lögin eru nýkomin frá Is-
landi og þar mjög vinsæl, en
hafa ekki verið sungin hér af
kórnum áður.
Fólki. sem undanfarin ár hefir
sýnt áhuga fyrir starfi kórsins
og styrkt hann prýðilega með
því, að fjölmenna á samkomur
hans, gefst nú enn einu sinni
tækifæri til að hlusta á söng
hans, styðja hann og gleðjast.
með honum. Veit eg að enginn
Islendingur gleymir því, að
sækja þessa samkomu Karla-
kórsins, því eg efast ekki um, að,
allir vilja sýna þakklæti sitt til
þessa vinsæla félagsskapar fyrir
viðleitni hans og erfiða starf, að
halda uppi um svo langt skeið
söng á meðal landa sinna hér,
og gleðja þá og styðja við ýms
tækifæri.
Festið ykkur í minni þessa
samkomu Karlakórsins. Það verð
ur áreiðanlega skemtileg kvöld
stund.
D. B.
Kosningar í Canada
(Frh. af hls. 3)
þeir fari þangað með einhuga
þjóðarvilja á bak við sig, sem
augljós sé öllum lýðum, eða að
þeir verða að mæta á því þýðing-
armesta þingi, sem haldið hefir
verið, með vilja þjóðar sinnar í
eins mörgum brotum og stjórn-
málaflokkar, stjórnmálastefnur
og stjórnmálahugmyndir, þjóðar
þeirra eru í og í tilbót málsvar-
arnir sjálfir úr andstæðum flokk-
um með andstæðar skoðanir.
íslenzkir kjósendir, finst yður
ekki að þið gætuð grátið með
mér, ef slíkt ætti eftir að koma
fyrir Canadamenn?
J. J. Bíldfell.
Hún var í Tónlistarskólanum
og æfði sig mikið heima. Eitt
sinn, þegar hún var að skemta
sér með vini sínum, sem hafði
mjög takmarkaða hugmynd um
hljómlist, sagði hún:
— Hugsaðu þér, eg spilaði
Beethoven í tvo tíma í gær.
— Svo
vanstu?
tapaðirðu eða
Rödd í símanum: — Læknir
eruð það þér? Konan mín fór
úr kjálkaliðnum. Gætuð þér
komið einhverntíma í næstu
viku til að líta á hana?
K
Þegar grasið er sprottið
FÁIÐ BETRI UPPSKERU og
FLJÓTTEKNARI „EÐ
COCKSHUTT
HEYSKAPAR AHOLDUM
Við heyskap gildir HRAÐI . .
Góð heyskapartíð bíður ekki eftir lélegum
verkfærum. Þessvegna er sjálfsagt að
kaupa það bezta ... COCKSHUTT. Þá
hafið þér meira fé í vasa og meira hey í
hlöðu. Vegna þess að Cockshutt heyskapar-
COCKSHUTT No. 8 GIANT SLÁTTUVÉL
Xafnið COCKSHUTT á bfláhöldum, er trygg-
ing fyrir langri nothœfni. pessi Cockshutt No.
8 Giant sláttuvél, er ágætt dæmi. Engin önnur
sláttuvél vinnur betra verk, slær betur, eða
er léttari og þægilegri í meðförum; þessi
Cockshutt vél er þannid gerð, að hún í
rauninni á allsstaðar við, hvort sem um
þýfða eða eggslétta jörð er að ræða.
. Þér getið treyst COCKSHUTT
áhöld eru fullkomin og endingargóð. Nú
þegar ... í dag, skuluð þér ákveða að hafa
betri áhöld ... Cockshutt áhöld ... við
framleiðslu ljúffengra og betra heys.
mn ÁGÓÐl MEÐ
COCKSHUTT
aðferði
COCKSHUTT HEYHLAÐARl
Komið heyi í hlöðu meðan
fóðurgildi þess er mest. Cock-
shutt No. 2 eða Nr. 3 hey-
hlaðarar tryggja skjóta
hleðslu án Þess að noklcuð
fari til spillis. Byggja háa
stakka og spara tíma og erfiði.
COCKSHUTT NO. 3
HRfFA OG HEYDREIFIR
pessi lirífa hefir alla þá kosti
lil að bera, sem nauðsynlegir
eru til að dreifa þannig úr
múgunum, að svalinn leiki
sem bezt um heyið svo það
þorni sem fyrst- þetta er
verkfæri, sem innir starf sitt
af hendi skrykkjalaust, og er
samanrekið úr styrku stáli,
sem tryggir góða endingu.
COCKSHUTT PEERLESS
HRÍFA
Óviðjafnanleg í nafni og starfi
Meginhlutar gagnskiptilegir
ending frábær. Hyggnir bænd-
ur þekkja þessa kosti. Megin
sérkenni Cockshutt Peerless
hrífunnar eru sterk stálgrind,
rambyggileg hjól, olíutemprað
ir tindar, skyót afköst; vöndl-
ar hey ákjósanlega; hrifunni
má haga að vild.
Finnið viðurkendan Cockshutt
umboðsmann nú þegar. Munið
að hann liðsinnir yður fljótar
ef hann er kunnugur þörfum
yðar. Skrifið næsta útibúi eft-
ir bæklingum með myndum
varðandi jarðyrkju, sáningu,
heyskap, kornskurð, eða beztu
vélar, sem þér þarfnist.
“MEIRI UPPSKERA
AF HVERRI SPILDU”
COCKSHUTT
SMITHS FALLS
MONTREAL TRURO
PLOW COMPANY LIMITED
BRANTFORD
WINNIPEO REGINA CALGARY
SASKATOON EDMONTON