Lögberg - 13.12.1945, Page 2

Lögberg - 13.12.1945, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1945 Harmleikurinn í Grikklandi árið 1945 Eftir CONSTANTINE POULUS (Jónbjörn Gíslason þýddi lauslega úr The Nation) Aþenuborg 13. október. Það er hrygðarefni að ferðast um Grikkland, þó ár sé liðið frá hinni svokölluðu freslun þess. Sá sorgarleikur er djúpur og voðalegur. Nú væri einræðisherranum John Metaxas, stuðningsmönnum hans og fascista ráðgjöfum, óhætt að taka þar til máls sem fyr var frá horfið, með hið miskunnarlausa arðrán á hinni grísku þjóð. Fólkið er í slíkri svelti að það barðist um matarúrgang er fleygt var í sjóinn, þegar línuskipið Gripshólm lagðist þar í höfn, fyrir mánuði síðan með farm af þessum fascistum, er lifað höfðu í Bandaríkjunum í praktugum vellystingum. Ameríkumenn eiga ef til vill kost á að sjá næturknæpu glað- værðina á hreyfimynd síðar, þar sem prúðbúnir karlar og konur eta og dansa fyrir offjár. Eina nótt snemma í október beið leiguvagns-ökuþór úti fyrir dyrum eins danssalsins, eftir við- skiftamönnum. Hann sagði við ar mig: “Eg stal og var tvö ár í fangelsi; eg verð neyddur til að stela aftur, því eg hefi fjölskyldu að sjá fyrir. Þessir fjórir menn, sem eg er nú að bíða eftir, eyða þrefaldri upphæð á klukkutíma við það, sem eg fæ á mánuði.” Venjulegir verkamenn, eins og þessi ökumaður, fá 73 cent á dag. Iðnaðarmenn og skrifstofuþjón- ar 1.23—2.00. Verð fæðutegunda hækkaði um 123% frá 15. ágúst til 10. október. Brauðhleif kost- ar 50 cent, pottur af olífu olíu $1.40, pund af kjöti 70 cent og sykur $2.!0. Hin skæðasta glæpaalda í sögu Grikklands, geysar þar í dag. Hinir sömu fjármálamenn og iðjuhöldar er græddu stórfé með- an nasistar réðu þar ríkjum, raka nú saman fé meira en nokkru sinni fyr. Vöruskifti eru sama sem engin og fjármál ríkisins eru í höndum fárra manna. Viðskifti eru rekin á “credit” í þjóðbank- anum. Jafnvel þó 51 % af hlutabréfum bankans sé í höndum stjórnar- innar og opinberra stofnana, þá er hin raunverulega ráðsmenska í höndum fárra voldugra fjöl- skyldna og enskra banka, sem halda afgangi hlutabréfanna. í náinni samvinnu um féflettingu þjóðarinnar,. er rekur hana út í glæpi og örvæntingu, heldur er fjárhagsáætlun þeirra slík, að vanræktar eru gjörsamlega þarf- ir og lífsnauðsynjar hinnar sjúku, heimilislausu og hungruðu þjóð- Einn þriðji af tekjum ríkis- ins fer til greiðslu gamalla og nýrra enskra bankalána; rúmlega þriðjungur fer til hernaðarþarfa, þar á meðal fyrir “Lend Lease” vörur frá Bretum; síðasti þriðj- ungurinn fer til starfsemi og við halds hinni uppidöguðu og stein- runnu ríkisstjórn. Einu ári eftir burtför nasista úr landinu, er þjóðin hungruð og klæðlaus og hundruð þúsunda heimilislaus. Hinn rauði þráður Ritskoðun er enn í Grikklandi — þessi alkunna dulda ritgæzla; hún fer fram á þennan máta: Tvö eintök af öllum skeytum verða að afhendast á hraðskeyta skrifstofönni. Tilraunir manna að rekja feril annars eintaksins, hafa reynst gjörsamlega árang- urslausar. Slóðin liggur til for- manns skrifstofunnar, en ekki lengra. Hann viðurkennir að rit- skoðun fari fram, en veit ekki hver framkvæmir hana, eða hvar. Þessvegna geta fréttarit- arar bandamanna, sem eru Grikkir, ekki fluttóttalaust þau tíðindi er þeim væri mest að skapi. Engin ásökun er nægilega hörð á hendur Bretum, fyrir afskifti þeirra að málefnum Grikklands Landsmenn hafa sérstaka upp áhaíds aðferð til að sýna og sanna lítilsvirðingu Breta í þeirra garð Þeir benda ferðamönnum á svo felda auglýsingu: “Náðhús Bretar hérnamegin, Grikkir og Sikhs hinumegin.” Fyrir skömmu síðan bað Ensk gríska upplýsingaskrifstofan um 150 tonn af prentpappír, af byrgðum alþjóðahjálparinnar og var veitt það af stjórninni án þeir fengu þessar byrgðir í hend vitundar nefndrar stofnunar ur blöðum er voru fjandsamleg blaðakosti E.A.M. Þessi svik stjórn af konungssinnum og her- ráðsmeðlimum. brezkrar ábyrgðar og afskifta, | ollu pólitískum flækjum, að því viðbættu og sem mestu varðaði að sá tilgangur UNRRA ónýtt ist, að skifta þessum pappírs- byrgðum með jöfnuði án þess að taka tillit til pólitísks litarháttar rennur gegnum alla þessa harm- sögu. * * * Bretar hafa sett þrjár stjórnir á laggirnar, síðan síðasta janúar, er allar hafa farið jafn snögg- lega og þær komu. Nú er landið sem stendur stjórnlaust, en láta- lætin halda áfram: erkibiskup- inn er í landstjórahöllinni og enski sendiherrann á sínum vissa stað, svo alt er sagt í "himnalagi; en svo er þó ekki, Bretar eru enn ákveðnir í að uppræta með öllu jafnaðarmannahreyfinguna í Grikklandi. Papendreau, fyrverandi for- sætisráðherra, hefir sjálfur með birtingu vissra skjala, gjört op- inbert, svo ekki verður rengt, að hann hafi sjálfur verið valinn af Alt bendir til að frjálslynda hreyfingin sé enn lifandi og sterk, eins og kom ljóslega fram 27. september þegar 100,000 manna héldu kröfugöngu og úti fundi í Aþenuborg, en sendi- herra Breta, Rex Leeper leggur sig því meira í framkróka að beita þá brögðum. Gegnum all- ar hans tilraunir að valdbjóða almennar kosningar, hefir hanri ætíð vanrækt að leita álits vinstri flokkanna í því máli. Hann ráð- færði sig við samverkamenn nasista og flokksforingja yfir- stéttarinnar, en talaði aldrei um Svo mjög samanþjöppuð stjórn Bretum með því vissa og sérstaka þag mál við einn einasta mann á viðskiftum og fjármálum í landi af Grikklands stærð, gjörir fjármála hringum auðvelt að haga þeim málum sér til persónu- legra hagsmuna. Nýlega var hámarks vöruverð leitt í lög, er var óhagstætt iðju- höldum og fjáraflamönnum landsins, en þeir gjörðu sér hægt fyrir og héldu vörunum föstum, svo lög þessí varð að nema úr gildi. Þessir menn eru svo á- kveðnir í að auka sinn eiginn hagnað, hvaða afleiðingar sem það kann að hafa fyrir almenn- ing, að þeir hafa með þegjandi samþykki stjórnarinnar, notað alþjóðarhjálpar vörur til að fylla sína eigin vasa. Áætlun var gjörð fyrir strangri umsjón og ná- kvæmu reikningshaldi á ull og | augnamiði. Snemma á árinu 1944, sendi brezkra yfirvalda í Cairo; aðal- úr andstæðinga hópi. Þegar allar tilraunir hans til hann ýmsar athugasemdir til myndunar skiPulaSsbundins and stöðuflokks gegn E.A.M. mistók- ust, gaf hann Fetros Voulgaris aðmírál og forsætisráðherra leyfi til að auglýsa kosningar 20. innihaldið var spurningin: Hver á að frelsa Grikkland frá E.A.M. (alþýðuhreyfingunni) ? Að sjálf- sögðu benti hann á sjálfan sig til þess starfs með atbeina sam- bandshersins. Mjög bráðlega meðtók hann svohljóðandi skeyti: “Cairo biður Papendreau að hefjast handa tafarlaust Hann gjörði svo. Ensk ritskoðun í Cairo og Grikklandi bannaði harðlega að birta nokkuð um hinar æðis- legu tilraunir Breta að afmá samfylkingu alþýðunnar (E.A.M.). Fréttariturum var heldur ekki leyft að skýra frá bómull frá UNRRA er stjórninni undirskrifuðum samþyktum milli bar að sjá um, en þessir sömu fjármála spekúlantar komu einn- ig þar í veginn með þeim afleið- ingum að sú vara er nú seld á leynisölutorgum (black market) við margföldu verði. Verksmiðju- eigendur sem taka þessa vöru til vinnslu, halda því fram að 20% rírnun fari fram í meðhöndlun, en sex sérfræðingar, er gengu úr viðskifta ráðuneytinu, fullyrða að fjárdráttur, vilhylli og mis- notkun sé í mjög stórum stíl; þeir segja einnig að aðeins 7% rírnun sé möguleg og hin 13% séu því bara seld á leyndum markaði. Peningasendingar frá Ame- ríkumönnum til vina þeirra og ættingja í Grikklandi, gefa þess- um sömu mönnum ríflegan bróð- urhlut. Þar eru viðtakanda borg- aðar 500 drökmur fyrir hvern enskra njósnarmanna í Grikk- landi og heimaaldra þjóðsvikara (quislings). Aldrei komst heldur í hámæli sagan um skotvopnin, sem Bret- ar sendu til konungssinna og fascista félagsins X, þremur vik- um áður en landið var frelsað úr klóm nasista, eða hvernig “quisling” stjórnin faldi hernum að vakta þessi viðskifti vendi- lega svo E.A.M. tækist ekki að afstýra þeim. Hinn klækjótti “Mr.” Sheperd notaði fé frá alþjóðahjálpinni eftir vild, til að skipuleggja vopn- aða andstöðu gegn þjóðfylking- unni til þess dags er vopnavið- skifti hófust, en sú starfsemi hans var vendilega falin af “hernaðar- legri nauðsyn.” Ekki þótti það í frásögur fær- dollar, sem í raun og veru er 1500 andi að Woodhouse ofursti (undir drakma virði. Hin spiltu og með ráðnum huga gagnslausu yfirvöld — þau sömu er unnu svo dyggilega fyrir ein- ræðið, nasistana og quislings stjórnirnar — eru ekki einungis dularnafninu “Kris ofursti”) yfirmaður njósnarstarfsemi bandamanna í Grikklandi síðustu árin, var fyrrum höfuðsmaður fascista flokks meðal stúdenta að Oxford. janúar n.k. Þessu gjörræði mót- mæltu allir vinstri flokkar, alt frá líberölum til kommúnista og kváðust ekki taka þátt í þeim kosningum, þar sem innbyrðis ástand Grikklands væfi slíkt, að ráðvandlegar og heiðarlegar kosningar væru óhugsanjegar. Aðeins konungssinnar og quis- lings hrós uðu mjög þessari til- kynningu Woulgaris, en niður- staðan varð sú, að stjórnin féll vegna andstöðu yfirgnæfandi meirihluta. En sami skrípaleik- urinn og hringferðin hófst enn, eftir bendingu sendiherra Breta. Landstjórinn kallaði hinn aldr- gða liberala Themistocles Sop- houlis fyrir sig oð bauð honum að mynda stjórn, með þeim skil- yrðum að konungssinnum væri áskilin þátttaka. Sophoulis var þess fús, en fyrir áeggjan Rex Leeper aftóku þeir að taka þátt í stjórn er innihéldi nokkurn vinstri flokka mann, hverra krafa mundi verða að fresta kosning- um til vors. Fyrverandi ráðherra var þá næst falin stjórnarmynd- un, með sömu skilmálum, en hann strandaði í sömu ógöngun- um og hlaut skjót afdrif. Hér stóð alt fast, en enginn gæti sagt með sannindum að Bretar hefðu ekki með sinni sér- stöku aðferð, eftir beztu getu, reynt að kenna hinum deilu- gjörnu og frumstæðu Grikkjum að standa saman. Sendiherra Breta hafði þegar reiknað út næsta sporið, sem var að snúa sér aftur að Voulgaris aðmírál og fela honum að mynda Ráðuneyti Voulgaris varð á- gætt sýnishorn hvernig þannig samsett stjórn — með brezkum innblæstri — vinnur. Það snið- gekk með öllu þjáningar og þarf- ir alþýðunnar og ónýtti með að- gerðaleysi og fjárdrætti hinar ágætu fyrirætlanir og tilraunir aiþjóðahjálparinnar um lið- veislu. Lýðveldissinnuðum embættis- mönnum var vísað á brott og í þeirra stað skipaðir taglhnýting- ar konungssinna. Stjórnin efldi samtök fascista og ofsótti harð- lega vinstrimenn. Fyrir þremur vikum síðan skipaði alþjóðahjálpin stjórn- inni, að útbýta gefins matvælum til pólitískra fanga, er upp til þess tíma höfðu aðeins dregið fram lífið á mat er fjölskyldur sumra fanganna höfðu lagt fram og var skift jafnt milli allra. E.A.M. fullyrðir að yfir 30 þús- undir manna og kvenna gisti fangelsin. Sendiherraskrifstofa Bandaríkjanna segir að talan sé fimm þúsund. Aðrir áreiðanleg- ir athugendur er farið hafa gegn- um fangelsin, halda fram að tal- an sé 16—20 þúsund. Frjálslynd blöð geta ekki kom- ið út opinberlega. í Aþenuborg voru blöð konungssinna gefin út allan þann tíma sem landið var í höndúm nasista, en lognuðust út af þegar þeir voru reknir út; nú eru þau aftur vöknuð af dval- anúm, full af óhróðri um and- stöðumenn og málefni. Sjálfstæðisdaginn 25. marz s.l. flutti E.A.M. blað í Aþenuborg frásögn um tvo háskólastúdenta er fyrstir hófu andstöðu gegn nasistum, á þann hátt, að þeir tóku niður svastika flagg í Acro- polis 21. maí 1941, tæpum mán- uði eftir hertöku Aþenu. Af rriisskilningi birti blaðið nöfn þeirra, með þeim afleiðingum að gríska fascista-klíkan X leitaði þá uppi og húðstrýkti miskunn- arlaust. stöðu Breta, en lætur sig meira skifta hvort amerískir hermenn noti hálsbindi á frídögum. Tveimur dögum eftir að vopna- hléið milli Breta og skæruherj- anna var undirskrifað, síðasta janúar, sendu höfuðstöðvar Breta í Grikklandi, svohljóðandi trúnaðarskeyti heim: “Alþýðu- fylkingin hefir beðið hernaðar- légan ósigur, einmitt þegar her- styrkur hennar og pólitísk áhrif voru í sem mestum blóma.” Það sem Mr. Churchill, Leeper sendi- herra og Sir Henry Maitland Wilson gátu ekki framkvæmt á þremur árum með bragðvísi og prettum, afrekaði Scobie herfor- ingi með orustu-skriðdrekum, flugvélum, sprengjum, fallbyss- um og herskipum á sex vikum. Fyrir aðeins einu ári hreins- uðu Grikkir föðurland sitt af fascisma, eftir tíu ára átök. Bret- ar vísuðu honum leið til baka. Þjóðfylkingin, sem gaf grískri alþýðu — er var rotslegin af hinni snöggu innrás nasista og þjáð af fyrirhuguðum hungur viðjum — nýjar framtíðar- og sigurvonir, er í dag ófrægð og útlæg. Foringjarnir, sem hjálp uðu fólkinu til að öðlast aftur sjálfsvirðingu sína og hvöttu það til að leggja taumhald á þá harð neskju og siðleysi er takmarka lausar þjáningar neyddu það til. þeir eru nú skrásettir glæpa menn og útlagar. Frjálslynda stefnan er enn þá öflug og vel skipulögð. Demo krata-flokkurinn og sósíalistar hafa gengið úr þjóðfylkingunni og hafa í hyggju að mynda einn jafnaðarmannaflokk undir for ystu Alexander Svolos prófess ors. Þótt ekki séu lengur nein félagsbönd er tengja þá kommún istum, er hugsjónalegur skiln- ingur og samábyrgð vakandi. Sósíalistar hafa þráfaldlega neitað að taka þátt í stjórnar- myndunum, sem útiloka komm únista. Skýrsla Líberalar, repúblikanar, sósíal istar og kommúnistar eru dag- lega barðir, fangelsaðir og myrt ir um alt Grikkland. Héraðsstjórinn í Attica, til- kynti innanríkisráðherranum 1 október, að stöðugt innstreymi flóttamanna til Aþenuborgar hefði nú þegar hækkað svo íbúa tölu höfuðborgarinnar, að 1/5 allrar þjóðarinnar væri þar sam- an kominn. Óhultleiki þessa fólks er meiri í borginni en úti á landsbygðinni, en þó aðeins ef til vill dægurlangur. Tugir þús- unda handtöku heimilda á hend- ur skæruhermönnum liggja fyr- ir, annað hvort á upplognum sökum, eða fyrir einhvern verkn- að gegn nasistum á skæruhern aðar tímabilinu; eins og t. d. gegn unga manninum, sem gjörði til- raun til að sprengja upp þýzkt herskip og drap einn quisling í sömu ferðinni. Þannig er Grikk land í dag, einu ári eftir að nas- istar fóru þaðan. * * * * Ameríkumenn eru einnig i Grikklndi. Eins og málum er nú háttað, eru þeir í samvinnu með Bretum um að stofna til kosninga tafarlaust. Undirtyll- ur sendiherrans gjöra sér sérstök ómök að tjá hverjum sem vill ljá því eyru, að amerísku frétta- ritararnir Weorge Weller, Rich- ard Mower, M. Fodor og Leland Stowe séu allir kommúnistar; þeir fluttu nefnilega fregnir af hinum sorglegu atburðum, er gjörðust í desember s.l. Sendiráðið í Aþenu útbýtir rógbæklingi um E.A.M. til ame- rískra ferðamanna og mæla svo: “Það vildi svo til að þessi bók kom inn einmitt í gær, taktu hana með þér ef þú vilt, hún er merkileg.” Sendiherrann er viðfeldinn maður. Hann gjörir nú orðið engar athugasemdir við frammi- Kommúnistar eru nú emi flokkurinn, sem enn tilheyrir E.A.M., sem þrátt fyrir slæma ráðsmensku,, gefur meðlimum töluverðar byltingavonir og hef' ir mikið fylgi. í huga hjátrúar- fullra Grikkja hefir E.A.M. öðl- ast leyndardómsfult og dulspeki- legt form. Sannleikurinn var sá, að E.A.M. var voldugra afl en kommúnist- ar áttuðu sig á, þess vegna var það, að þeir leiddu það afvega með samvinnubraski, tilslökun- um og staðfestuleysi. Þeir vissu ekki hve dýrmætt það var grísku þjóðinni. Byltingatilraun þjóð fylkingarinnar var of voldug og víðtæk til þess að vera þröngvað inn í farveg vissrar félagslínu Nú er pólitík vinstri manna klofin. Framtíðarvonirnar, létt- lyndið og hugrekkið rotslegið og lagt í sameiginlega gröf. En hver veit — ef til vill kemur upprisu dagurinn síðar, en þar birtist þó naumast sama vinsæla og vold- uga breiðfylkingin sem fyr. Grískum bændum og verka- mönnum er fluttu til Bandaríkj- anna fyrstu áratugi þessarar ald- ar, lék hugur á að flytja aftur heim í fyrra. “Við ætlum að bæta svo landið okkar, að sælast verði að lifa þar og deyja,” sögðu þeir, — en þetta var í fyrra. Nú er annað ár. Mennirnir og konurnar í Grikklandi, sem areyttu kaffikránum í skóla og samkomuhús, fyrir ári síðan, voga nú ekki að líta út fyrir hús- dyr. Ungu mennirnir, sem einnig fyrir ári síðan, gjörðust sjálf- ooðaliðar við vegagjörð og brúa- smíði, standa nú aðgjörðalausir og þungbúnir á gatnamótunum. Nú í dag segja bændurnir og verkamennirnir: “Við verðum að komast á burt — eitthvað. Alt er vonlaust í þessu fordæmda landi. Þetta er dauði en ekki líf. Það er voðalegt að hata sitt eigið föðurland, en ÞEIR hafa kent okkur það.” E N D I R. SKRIFARA FYRSTA LÚT. SAFNAÐAR FYRIR ÁRIÐ 1945. * * Herra forseti, Kæru safnaðarsystkini! Einu sinni á ári er það hlut- skifti skrifarans að líta um öxl, og gefa skýrslu um gjörðir full- trúa safnaðarins fyrir síðastlið- ið ár. Eins og ykkur er öllum kunnugt hefir árið 1945 verið mjög viðburðaríkt. Skýrslur, sem hér í kvöld verða lagðar fram munu skýra starf hinna ýmsu deilda safnaðarins, og munu gefa heildar-yfirlit yfir starf þeirra. Skýrsla fulltrúanna verður því aðeins um rekstur kirkjunnar, öll mál þar að lút- andi. Áður en verður farið út í að skýra frá gjörðum nefndarinnar, vil eg nota þetta tækifæri til að votta presti safnaðarins, séra Valdimar J. Eylands, innilegt þakklæti nefndarinnar fyrir ó- sérplægni í þarfir safnaðarins og fyrir ágæta samvinnu á árinu, sem endranær. Starfsfólki safn- aðarins, svo sem organista og söngstjóra, Miss Snjólaugu Sig- urðson; Mrs. Pearl Johnson, sóló- ista; Mr. Gunnari Gunnlaugsson, eftirlitsmanni ber að þakka fyr- ir ástundunarsemi í starfinu.>fdr. Paul Bardal og Mrs. G. J. John- son hafa lagt lið sitt til við söng- inn og kórana í kirkjunni endur- gjaldslaust, og erum við þeim þakklát fyrir tillag þeirra. Félög og einstaklingar, sem unnið hafa söfnuðinum til viðhalds’á árinu, munu að sjálfsögðu finna full- nægjugerð hjá sér sjálfum fyrir vel unnið starf, err samt má taka það fram, að þeirra tillög hafa ekki farið forgörðum, og eru metin, þó nöfnin og tillögin séu ekki nefnd. Nefndin. Á fyrsta fundi nefndarinnar skifti hún með sér verkum, og endurkaus alla í sömu embætti og áður; hinn nýkjörni fulltrúi, hr. Arni Arnason, var settur í Eignarnefnd.” Nefndin hefir verið sérstaklega samhent í öllu því, sem hún hefir tekist á hend- ur, þó að allir hafi ekki verið alveg sammála um alt, þá hefir bróðurhugur ríkt á meðal nefnd- armanna, sem hefir gjört starfið létt og ánægjuríkt. Nefndin hefir haft 15 fundi á árinu, auk sérnefndafunda. Á síðustu fund- um hefir borist í tal, að sumir nefndarmanna vilji nú láta af embætti, en aðrir þegar þeirra kjörtímabil er úti að ári. Safn- aðarfólk er beðið að reyna að skilja þeirra afstöðu, sem er sú, að þeim finst, að fulltrúastarfið eigi að skiftast á meðal sem flestra safnaðarmeðlima, svo að áhugi og skilningur aukist innan safnaðarins. Þeim finst einnig, að eftir að hafa starfað í nokkur ár, að þeir eigi skilið, að fá frí, og að aðrir eigi kost á, að vinna eitthvað fyrir söfnuðinn. Allir eru viljugir, að taka sæti aftur nefndinni seinna meir. Við vilj- um að söfnuðurinn leitist fyrir með, að kjósa menn í nefndina, sem hafa áhuga og hæfileika til að leggja fram; Fyrsti lúterski söfnuður hefir marga slíka menn. Viðhald og endurbætur á eigninni. Snemma á árinu réðst nefndin að láta mála kirkjuna að innan. Var verk þetta veitt T. Eaton félaginu fyrir mjög sanngjarnt verð. Talsverðar ívilnanir lét félagið af hendi, sem annars hefði kostað mikla peninga. Verkið oer vott um fagmensku og er í alla staði hið prýðilegasta. Þar sem að verk þetta var nokkuð frekt á peninga, ákvað nefndin, að skýra þetta mál, ásamt öðr- um fyrirhuguðum áætlunum, fyrir safnaðarmeðlimum, og efndi því til kveldskemtunar. Á samkomu þessari skýrði forset- inn all ítarlega ráðagerðir nefnd- (Frh. á bls. 7)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.